Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.7.2009 | 13:05
"verðhjöðnun"
"Svo bregðast krosstré sem önnur tré" Það er með endemum hve allar spár allra þessara svokölluðu "sérfræðinga"eru alltaf að klikka.
Einu sinni heyrði ég það haft eftir gömlum stjórnmálamanni:"að það væri ekki stjórnmálamennirnir sem væru slæmir heldur væru þeir með slæma ráðgafa" Ég hugsa að það sé nokkuð til þi þessu.
Muna menn ekki eftir öllum spám frá greiningardeildum bankanna þrátt fyrir alla greiningu og greind sprakk heila búntið það er áhugavert í sambandi við bankahrunið að lesa eftirfarandi eftir Jóhann Hauksson í DV:gerið svo vel:http://www.dv.is/brennidepill/2009/7/29/hin-nyja-valdastett/
Kært kvödd
![]() |
Líkur á verðhjöðnun hverfandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 12:23
Réttlátara????
Það er alveg augljóst að við ætlum ekki að hafa sambærilega umgjörð um fjármálakerfið og var, er haft eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra
Ég sjálfur hélt að við fengum heiðarlegra kerfi út úr ósköpunum en er orðin vondaufur um að það komi til. Maður er að sjá það nú hve máttlausir þessir stjórnmálamenn eru. Og aftur og enn kemur fámennið okkur illa.
Vinagreiðaklíkusamböndin halda.Ég held satt að segja að best væri að flytja inn alla ríkisstjórnina. Svo að hægt sé að gera eitthvað að viti. Ég held t.d. að Svíar hafi fengið heiðarlegar, (allavega í bili) þjóðfélag enda var þar tekið alvarlega á sumum málum. Og þar voru ekki eldri borgarar og þeir sem minna máttu sín aðalóvinurinn eins og virðist vera raunin hér. Þetta dj..... hálfkák hér er bara fyndið.
Íslenskir auðmenn sem komu sinni þjóð á vonarvöl baða sig í peningum og sól. Í London, á Flórída og við Persaflóann að sagt er. Og kaupa nú óáreittir stórfyrirtæki erlendis. Jafnvel þó að gjaldþrot félaga í þeirra eigu séu nú sett á reikninginn sem Jón og Gunna eiga að borga.
Það er alvega sama hve mikið saumað sé að Jóni og Gunnu þau skulu sko fá að borga skuldir óreiðumanna hér heima og erlendis. Og hinn mikli baráttumaður, aðalfjárhirðir Íslands fær ekki rönd við reist og er óvenju lágmæltur og alveg sallarólegur yfir þessu. Jað öðruvísi mér áður brá .Kært kvödd
![]() |
Komið að endurskoðun á umgjörð fjármálakerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2009 | 17:48
Er ekkert réttlæti til.........
Er ekkert réttlæti til á þessu landi. Á meðan stórsvindlarar valsa um heiminn með milljarða. Þá er verið að pína hvern blóðdropa út úr þeim sem minna mega sín. Ég fékk eftirfarandi útborgað um síðustu mánaðarmót: TR 58.907 Lífeyrissjóður 60.080. Samtals:118.987, kr.
Í dag fékk ég bréf frá skattinum þar sem segir að ég hafi fengið 180.000 krónum of mikið síðasta ár Upp í þetta næ ég nú ekki . Skítt með mig en ímyndið ykkur.
Við stjórn er ja þeir flokkar sem hæst hafa haft um að standa vörð um alþýðuna Margir halda því fram að enginn , alls enginn stórn hafi farið eins illa með þá sem minna mega sín. Aldrei hafi í manna minnum hafi verið gerð önnur eins atlaga að þessum flokki fólks
Og að örgustu íhaldstjórnir hafi aldrei hampað auðmönnum eins og þessi er að gera nú um stundir Þessi stjórn tók þann litla árangur sem hafði náðst í margra ára baráttu eldri borgara 1 helv.... pennastrik og hviss allt fokið út í veður og vind.
Sem betur fer er engin verslun svo ég viti til hér í Eyjum sem verslar með byssur. Ekki það að ég vilji skjóta neinn hér. Því hér hefur verið komið virkilega vel fram við mig. Og hér líður mér eins vel og hægt er. En ég myndi .... já ég segi ekki meir en kveð ykkur kært
![]() |
Ósáttir að vera krafðir um endurgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2009 | 16:01
Herferð gegn ????
Maður hlítur að spyrja sig Hvað hefðum við íslendingar gert ef hollenskur banki hefði gert það sama hér ?. Og mér finnst satt að segja þessi svokölluð "herferð" hollendingana eigi ekki að beinast að íslendingum sem heild.
Heldur þeim íslendingum sem stóð fyrir þessum ósköpum. Og maður hýtur líka að spyrja sig hvernig stendur á að menn sem jafnvel eru grunaðir um stórfelld fjársvik geta valsað um heiminn kaupandi fleiri stórfyrirtæki
Menn sem árin 2006 - 2008 greiddu sjálfum sér ríflega 19 milljarða. Út úr tryggingarfélagi sem grandalausir borgarar tryggðu hjá. Svo var íslenska ríkið. Þ.e.a.s þessi frægu Jón Og Gunna að punga út 16 milljörðum króna til sama félags. 16 milljarða sem betur væru komnir til þeirra sem minna mega sín.
Hvernig getur hinn mikli baráttumaður fyrir réttlætinu Steingrímur J sem alltaf þóttist vera á móti óréttlætinu látið svona lagað ske. Getur ráðherra fjármála ekkert gert í svona mál Hann rígheldur kja... yfir þessu. Hræddur er ég um að það hefði hvinið í tálknunum á honum hér áður yfir svonalöguðu Er nú hið rétta innræti að sjá dagsins ljós. Eru nú nýju fötin keisarans að koma í ljós. Ekki veit ég en ég kveð ykkur kært
![]() |
Herferð gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2009 | 02:02
í spennitreyju
Það var lágt risið á ráðherra fjármála sem sagði eftirfarandi: að hann vonaðist til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)muni ræða málefni Íslands og endurskoðun efnahagsáætlunarinnar á fundi sínum á mánudag. Allt sé klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Já SJS er í vondum málum algerlega kominn í klærnar á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú veltur allt á honum þ.e.a.s. sjóðnum. Og SJS rammviltur í spennitreyju í völundarhúsi sjóðsins og ratar ekkert og engin vill hjálpa honum út ekki einusinni hans eigin flokksystkini. En svo allt í einu rís hann upp og rífur kja..
Ekki hika við að frysta eignir ef efni standa til segir hann galvaskur. Þessu þorir hann því engin veit betur en hann að allir þessir menn sem um ræðir eru löngu búnir að koma ár sinni þannig fyrir borð að ekkert er af þeim að hafa. Klár kall Steingrímur J. Jað það er munur að vera maður og míga standandi Kært kvödd
![]() |
Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 22:25
"nokkur furða"
Er það nokkur furða að trúin á atvinnu- og efnahagsmál sé í lágmarki. Fólk skilur hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Nú er það fólk, sem komst til valda uppúr svokallaðri "búshaldabyltingu" við stjórnina. Og hreint út sagt lítið sem ekkert hefur skeð hvað varðar tilgang hennar. Er fólk sem tók þátt í henni sátt við árangurinn.??? Nú eru þeir við stjórn sem hæst höfðu og heimtuðu menn "krossfesta" og réðust á lögreglu með stóryrðum.
Nú er annað hljóð í strokknum. Nú er þetta fólk lágmælt og hefur ekki hátt. Eru Jóhanna og Steingrímur virkilega ánægð með hvað þau hafa gert fyrir þá sem minna mega sín ???. Ég held að hinn bitri sannleikur sé að þau ráða ekkert akkúrat ekkert við ástandið. Þau eru algerlega máttlaus. Algerlega máttlaus í klónum á "International Monetary Fund; skammstafað IMF" og hinu ríku löndum í Evrópu. fv nýlenduveldum og landi sem virkilega græddi landa best á WW2
Og hinn bitri sannleikur er líka að það verður aldrei neinn sóttur til saka í þessu svokallaða "bankahruni". Hvernig á það að geta skeð í svona litlu samfélagi þar sem meira segja knattspyrnudómari kemst ekki hjá að vera sakaður um hlutdrægni vegna skyldleika við einhvern leikmanna. Ættartengsl.klíkur.stúkur og góður vinskapur sjá til að það verður aldrei neitt gert í þeim málum. Þetta er bara hinn bitri sannleikur. Nú svo er hvergi pláss fyrir aðra en hættulegustu glæpamennina. Það er búið að koma því svo fyrir
Hvað annað en að fá D.O úr Seðlabankanum hafa gengið fyllilega eftir af kröfum f,g"byltingar" Ekkert annað. Og almúginn hefur ekki fengið,annað en lengingu á HENGINGAÓLUNUM Er Hörður Torfa sá annars ágæti maður ánægður með það sem skeð hefur??? Ég bara spyr. Kært kvödd
![]() |
Lítil trú á efnahagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2009 | 20:41
Ný tækifæri fyrir "suma"
Hér er kannske nýtt tækifæri fyrir suma. Ég tala nú ekki um ef Sir Richard Branson fær lendingarleyfi hjá "kallinum á tunglinu" fyrir félag sitt Virgin Galactic. Um 300 manns víða um heim hafa samanlagt greitt 40 milljónir dala í innborgun á sæti í geimferðir félagsins. Kannske næsta útibú Landsbanka Íslands verði á tunglinu. Kært kvödd
![]() |
Geimferðir frá Abu Dhabi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 20:25
Umfangsmikið fjársvikamál !!!!
![]() |
Tveir handteknir vegna fjársvika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 20:19
Ok Björgúlfur !
Það verður gaman að fylgast með þessu. En svona gamall haus eins og minn skilur ekki fyrir hvern íslenskir fjölmiðlar hafa eins og stendur í yfirlýsingunni:" hafa tekið að sér að dreifa skipulögðum óhróðri, véfréttum og lygum um sig "
Hann hlýtur að að vita hverjir standa að þessum skipulagða óhróðri, véfréttum og lygum um hann Þ.e.a.s Björgúlf. Og að hann fari í meiðyrðamál hlýtur allur sannleiksfús almenningur að fagna. Ekki satt. Kært kvödd
![]() |
Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 17:59
"Allt eðlilegt"
![]() |
Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 537768
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar