Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hatturinn tekinn ofan

Ég tek hattinn ofan fyrir Rögnu ráðherra dómsmála  En það er mikið miður hvað litla peninga hún fær í sinn málaflokk. En ég hnaut um eina setningu hjá henni þegar hún segir: "Og ég verð bara að segja þá skoðun mína, eftir umræðu síðustu viku, að það sé komið að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að svara fyrir sína starfsemi"

 

Hvað meinar frúin ? Er kannske "setuliðið" á Lögreglustöðinni við Hlemm orðið og stórt.  En lögreglumenn fá ekki alltaf réttláta umfjöllun  hjá almenningi.  Oft talað um misbeitingu valds. Ég varð sjálfur fyrir óréttlátri meðferð hjá henni hér í"den" En þá vörðu þáverandi stjórnendur alltaf alla sína menn hvern andsk.... sem þeir gerðu.  En þetta finnst mér hafa breyst.

 

Núverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík Geir Jón Þórisson hefur ítrekað sagt að sem er satt, að lögreglumenn séu bara fólk eins og við. Sem ég tel rétt,. Og ef maður dokar aðeins við og hugsar málið þá hlýtur það að vera slítandi að vera að kjást við mismunandi á sig komið fólk vegna áfengis eða annara vímugjafa.

 

Mér þætti það lítið spennandi að þurfa að vaða móti illa druknum eða dópuðum manni sem enskis svifist. Og sem jafnvel væri með hníf eða slíkt einhverstaðar á sér. Mig sem sagt langar ekki til að vera í þeirra sporun er svona skeður að ég held alloft. Látu okkur þykja vænt um laganna verði. Og ég segi bara :"Áfram Ragna" Kært kvödd


mbl.is „Algjör misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingu Edda Heiðrún !

Ég óska Eddu Heiðrúnu og Hollvinasamtökunum til hamingu. Það yljar alltaf þegar svona mál fá svona góðar undirtektir hjá almenningi Kært kvödd


mbl.is Safnaði 1.356 þúsund krónum fyrir Grensásdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ráðist á garðinn þar ....."

Þessu þora stjórnvöld. Að endurheimta 3 milljarða ofgreiddan lífeyrir af lífeyrisþegum. Ja það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

 

Hvernig væri nú að láta þessa svokallaða "auðmenn" þessa nútíma sauðaþjófa borga TR þennan rosalega skaða Ég bara spyr???? um leið og ég kveð ykkur kært 


mbl.is Ofgreiddur lífeyrir 3 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"þessu bulli"

Það á að steinhætta þessu bulli og leggja peningana í LHGÍ. Og það á stundinni. Ég er viss um að okkur stafar engin hætta úr lofti. Rússagrýlan er löngu dauð.  Og sú hætta sem mest ógnar okkur kemur af sjó. Eiturlyfjasmyglið.  Kært kvödd
mbl.is „Þetta er óþarfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ???

Af hverju eru ekki sett lög til að ná heim þeim milljörðum sem "auðmenn" komu undan í skattaskjól og aðra reikninga erlendis. Þeir skulda okkur"Jóni og Gunnu"milljarða.Allavega ef fer sem horfir Og nota þá peninga til að endurjármagna Lögæsluna og þar innifalin LHG .

 

Það er tregara en tárum taki að þyrla LGH gat ekki vegna fjárskorts aðstoða Slökkiliðið í Grindavík. Og enn tregara að hugsa sér að þessi 2 ríkisfyritæki ef hægt er að orða það svo séu hreinlega "lömuð" . Ég satt að segja hef trú á Rögnu Árnadóttir. En ég held að hendur hennar séu ríbundnar vegna niðurskurðar.

 

Það var athyglisverð skoðanakönnun um vinsældir ráðherra,sem var gerð einhverstaðar um daginn. Þá kom hún út sem öruggur sigurvegari og hinn borgaralegi ráðherrann Gylfi Magnússon var nr 2. Þjóðin eiginlega hafnaði hinu dótinu. Ég held hreinlega að fólk geri sér ekki grein fyrir hvaða áhrif það getur virkilega haft að þessi 2 embætti séu í fjársvelti. Sjúkraflug bjarganir bæði af sjó og landi er sett í uppnám. Ásamt mörgu hvað varðar öryggi borgaranna

Allt afleiðingar af hegðun manna sem ekki má eftir lögum hreyfa við, En sem skemmta sér í glæsiveitingahúsum í London og eða njóta sólar í glæsivillum á Flórída algerlega"untouchable" Í lögreglunni eru sennilega misjafnir sauðir sem og í öllum starfgreinum. En ég er viss um að langstærsti hluti þeirra eru bara venjulegt fólk sem er að vinna sín störf af alúð. En þeir eru ekkert öfundsverðir hvað starfsumhverfi snertir. Og embættið rétt höktir á hækjum v

 

Það er með endemu að stórsvildlarar sem lugu út milljara viða um heim en láta hina mjög svo "ríku"  (eða hitt þó heldur)Jón og Gunnu borga fyrir sig og hreinsa eftir sig"skítinn"


mbl.is Lögreglumenn örþreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægja og óánægja !!!

Það er gott að gæslumenn réttlætis á landinu eru ánægðir með eitthvað og ég óska skátum til hamingu með þetta skátamót sem ég hef heyrt að hafi tekist virkillega vel. Og maður ætti kannske ekki að blanda skátum inn í þessa leiðinda umræðu .En fókið í landinu er óánægt með óskátalega hegðun sumra svokallaðra "auðmanna". Sem kannske hafa verið skátar á unga aldri en sveigt heldur betur af þeirri leið. Og meðhöndlun löggæslunar á þeim. 

 

 

En þau eru skondin viðbrögð auðmannana við frétt RUV í kvöld.Þar sem sagt er frá skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni. Þeir sem hafa tjáð sig þykast ekkert vita. Leggjum dæmið fyrir okkur. Er það röng hugsun að hugsa eins og ég geri:" ef svona væri borið upp á mig saklausan af svona þekktu fyrirtæki myndi ég þá ekki leita til lögfræðinga og hefja meiðyrðamál og það á stundinni."

 

 

Allir telja sig saklausa en engir þeirra talar um það. Hver er ástæðan??? Ekki veit ég. Í skýrslunni er sagt að nokkrar háar peningafærslur hafi farið fram í september. Lárus Welding, sem þáverandi  forstjóri Glitnis, hafi fært nánast allt af reikningum sínum í bankanum, 318 milljónir króna. Þeir hjá Ernst og Young fundu enga færslu beint frá Lárusi úr landi. En endurskoðendur KPMG sem hóf rannsóknina á Glitni, fundu hins vegar færslu til Bretlands á nafni eiginkonu Lárusar upp á 325 milljónir króna.

 

 

Ernst og Young tekur fram að ekki sé vitað hvort peningarnir, sem millifærðir voru í nafni eiginkonu Lárusar, hafi komið af hans reikningum. En endurskoðendurnir mæla með því að Fjármálaeftirlitið fylgi málinu eftir. Þá segja þeir hjá  Ernst og Young í skýrslunni að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hafi millifært næstmest 262 milljónir króna, í nokkrum færslum. Hæsta upphæðin, 85 milljónir, var millifærð 23. september, tæpri viku áður en bankinn var ríkisvæddur. Við skoðun hafi komið í ljós að stór hluti fjárins hafi verið fluttur í sjóði.

 

 

Dæmi er tekið af millifærslu af gjaldeyrisreikningi Bjarna í Glitni upp á tæpar 700 þúsund norskar krónur inn á reikning í Nordea Bank í Noregi. Þá er sagt frá því í þessari skýrslu  að Einar Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, hafi fært um 170 milljónir króna af reikningum sínum í Glitni til Noregs aðeins nokkrum dögum áður en bankinn var þjóðnýttur af Seðlabankanum. Einar er bróðir og viðskiptafélagi Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, formanns Sjálfstæðisflokksins.

 

 

 

Þá er í  skýrslunni sérstaklega tekið fram að það sé ekki ólöglegt að færa fé af reikningum en ástæða sé til þess fyrir Fjármálaeftirlitið að kanna málið betur sérstaklega þegar upphæðirnar eru háar. Þar voru meðal annars kannaðar óvenjulegar peningafærslur milli fjármálafyritækja og landa. Staða fjölmargra bankareikninga var könnuð 31. ágúst og 30. september. Læt þetta duga um virkilega skáta og auðmenn. Kært kvödd.


mbl.is Lögreglan ánægð með skátana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega í veginum ????

Af hverju er ferðafrelsi þessara manna ekki skert?. Aftur og enn ,aftur og enn brestur íslenskt réttarfar og  virkar bara á hinn almenna borgara. Þetta svokallaða " fyrirfólk" kemmst upp með allan andsk.... Bara að vera í réttu "klíkunni" Kært kvödd 
mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingusamir ráðherrar !!!!

Það er með endemu hvað íslenskir ráðherrar eru ánægðir með sig og sínar gerðir. Ráðherra fjármála er í sjöunda himni yfir sínum gerðum.

Og ráðherra utanríkismála nokkrum himnum ofar yfir sínum. En hverskonar andsk..... hringlandaháttur er þetta að verða. 

 

Fyrir kosningar hömruðu Samfylkingafólk á að það eina sem gæti bjargað okkur væri að ganga í EBE. Nú er  fg ráðherra þeirra að segja í samtali við Deutche Welle í dag að við getum vel komist af án Evrópu.

Svo vitnað sé beint í fyrirsögn MBL.is :" Getum lifað án Evrópu“ Þetta er nefnilega mergur málsins. Kært kvödd


mbl.is Össur: „Diplómatískur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirklór???

Ég hafði alltaf dáðst að Björgúlfi Guðmundssyni sem snjöllum fjármálamanni, og stjórnanda. Og  talið að í Hafsskipsmálinu hafi hann verið órétti beittur. En nú er ég komin á svolítið aðra skoðun. Í yfirlýsingu frá þeim feðgum hnaut ég um eitt orð "mörgum".

 

Svona er ein setningin í yfirlýsingunni :"Af þessu má ljóst vera að frétt Ríkissjónvarpsins er í mörgum meginatriðum röng og villandi" Tilv lýkur.Mörgum ,er finnst mér svolítið afstætt í þessu máli. Og er ekki sagt:"þar sem reykur er leynist glóð.

Ég sé eiginlega engan tilgang hjá RUV sem að mínu mati hefur verið hallt undir XD að taka það upp hjá sér að tína til kjaftasögur og bera uppá þá feðga. Kært kvödd


mbl.is Segja fréttaflutning rangan og villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"og engar trefjar"

Hvern andsk.... á það að þýða að geta ekki drull...  með matinn á réttum tíma.!!!! Matinn á borðið á réttum tíma og engar trefjar. Eða þannig Ég segi nú ekki annað. Kært kvödd
mbl.is Fékk engan hádegisverð og kveikti því í húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 537769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband