Herferð gegn ????

Maður hlítur að spyrja sig Hvað hefðum við íslendingar gert ef hollenskur banki hefði gert það sama hér ?. Og mér finnst satt að segja þessi svokölluð "herferð" hollendingana eigi ekki að beinast að íslendingum sem heild. 

Heldur þeim íslendingum sem stóð fyrir þessum ósköpum. Og maður hýtur líka að spyrja sig hvernig stendur á að menn sem jafnvel eru grunaðir um stórfelld fjársvik geta valsað um heiminn kaupandi fleiri stórfyrirtæki

 

 

Menn sem árin 2006 - 2008 greiddu sjálfum sér ríflega 19 milljarða. Út úr tryggingarfélagi sem grandalausir borgarar tryggðu hjá.  Svo var íslenska ríkið. Þ.e.a.s þessi frægu Jón Og Gunna að punga út 16 milljörðum króna til sama félags. 16 milljarða sem betur væru komnir til þeirra sem minna mega sín. 

 

Hvernig getur hinn mikli baráttumaður fyrir réttlætinu Steingrímur J sem alltaf þóttist vera á móti óréttlætinu látið svona lagað ske. Getur ráðherra fjármála ekkert gert í svona mál Hann rígheldur kja... yfir þessu. Hræddur er ég um að það hefði hvinið í tálknunum á honum hér áður yfir svonalöguðu Er nú hið rétta innræti að sjá dagsins ljós. Eru nú nýju fötin keisarans að koma í ljós. Ekki veit ég en ég kveð ykkur kært


mbl.is Herferð gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo sammála þér Ólafur -

þessir gaurar eru búnir að hirða allt út úr þessum félögum eins og td Sjóvá og svo kemur ríkið eða við og borgum þetta til baka - því eru þessi fyrirtæki ekki látin fara á hausinn og þessir apar dregnir fyrir dómstóla ?  við eigum varla almennilega í né á margan íslendinginn þá erum við svo rík þegar setja á peninga inn í uppþurrkuð "margmilla" fyrirtæki að það hálfa er meira en nóg, ég bara skil ekki Steingrím eða Jóhönnu - gef skít í Samfylkingu

Jón Snæbjörnsson, 29.7.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri félagi. Já það er farið að "sjóða" á manni yfir þessu öllu. Það er ekki nóg að vera með stór orð í stjórnarandstöðu en geta svo ekkert ráðið við neitt komin í stjórn Og það mikið minna en ekkert. Kært kvaddur gamli skólafélagi

Ólafur Ragnarsson, 29.7.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er komið að því að ganga að eigum þessarra manna. Geti ríkið ekki ráðið við það verðum við að gera það á götuplani.

Héðinn Björnsson, 29.7.2009 kl. 16:48

4 identicon

Já,en hvað eiga Holendingar og aðrir að halda þegar þeir horfa til Íslands og sjá að hér axlar engin ábyrgð og engin verið handtekinn.  Er von að þeir þeir líti á heilu þjóðina sem samseka í glæpnum ? 

Jon Mag (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir Héðinn og Jón. Það er ekki hægt annað en taka undir með ykkur báðum. Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 29.7.2009 kl. 17:07

6 identicon

Þó það bæti ekkert málstaðinn þá hafa fleiri bankar en þeir íslensku farið á hausinn. Var það ekki franskur netbanki sem fór á hausinn með svipað dæmi og Icesave?

Skyldu innistæður hafa verið borgaðar út úr honum ?

Ína (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband