Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.7.2009 | 19:11
Kettir og fl
Nú er komin Þjóðhátíð hér í Eyjum. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Ég eftirlæt nú öðrum Dalinn allavega í þetta sinn.Enda orðin lúinn í beinunum. Allavega þeim sem halda kallinum gangandi. Góð vinkona mín"skellti"sér til Svíþjóðar í staðinn fyrir Dalinn en eftirlét mér 2 ketti að passa. Í morgun hringdi svo dóttir hennar sem búsett er"fyrir sunnan" en sem dreif sig hingað á þjóðhátíð og tilkynnti mér að ég væri undanskilinn kattarpössunni fram á mánudag. En af hverju þetta raus um ketti. Jú ég var að lesa um einn sem eins og svíar segja"Åker buss".Þ.e.a.s hann ferðast með strætisvagni. Og það hefur hann gert í 4 ár án þess að konan Susan Finden sem á hann hafi haft nokkurn pata af því.
Það er hinn 12 ára gamli Casper frá Plymouth. Hann hoppar inn í vagn no 3 kl 10.55 á hverjum morgni. Á stoppistöð sem er beint fyrir framan hús Susan,. Í vagninum rúntar hann svo klukkutíma.
Fer svo út á sinni stoppistöð. En að sögn vagnstjóranna fær hann stundum hálp við útgönguna Enda orðin fullorðinn eða 12 ára sem fyrr sagði. "Hann leggur sig alltaf aftast í vagninn" segir vagnstjórinn Rob Stonehouse
"Stundum lallar hann innan um fólkið en hann hefur aldrei verið til vandræða heldur Rob áfram.
Á skrifstofu strætisvagnafélagsins er sett upp tilkynning til allra sem keyra leið 3 að taka tillit til Caspers og alls ekki rukka hann um fargjaldið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 17:55
Sjómanna saknað
Enn og aftur er sjómanna saknað. En það kemur ýmislegt upp í hugan við lestur á þessu fréttum Þá á ég líka við slysið með Full City sem rak upp við Langesund. Þar um borð voru 23 menn,búið að bjarga 16. Olía lekur úr skipinu og sjór inn í það. Á staðnum er 5-6 metra ölduhæð og vindur allt að 35 m/s, að sögn fréttavefjar Aftenposten. Full City
Það er ekki rétt sem sagt var í fréttum að þetta væri olíuflutningaskip. Og olían um borð sem er diselolía sennilega bara sem bara til að nota á vélar skipsins. Það sér í lagi eru góðar frérttir.
Og sex er saknað eftir að norska flutningaskipið Langeland sökk í Syðri- Kosterfjorden í Svíþjóð í morgun. Já Skagerak hefur því miður verið mörgum sjómanninum skeinuhætt. Ég var einusinni með að vera koma út úr Langesundi með fulllestað skip í SV roki og eftir sólarhring á fullri ferð höfðum við farið 1.4. sml afturábak.
Ekki líkaði mér sú sjómennska en gat litlu um ráði. Skipperinn réði. Þrátt fyrir alla tækni ráðum við aldrei við veður, vélabilanir o.sv. fr. En við lestur þessarar fréttar hvarla að mér ýmsar hugsanir varðandi sjóslys. Og nú tek ég skýrt fram að ég ann hreinni náttúru en einhvernveginn læðist sú hugsun stundum að mér að áhyggur af fuglalífi og eða baðströndum séu meiri en af sjómönnunum.
Af hverju er ég að halda þessu fram sem ábyggilega að margra mati er fáráðlegar ? Jú alltaf þegar skipströnd er byrjað strax og jafnvel áður en búið er að bjarga mönnum að tala um mengun. Og annað. Ég sigldi mikið á svokölluðum "Costerum" Þ.e.a.s. litlum flutninga skipum. Við sigldum t.d.mikið með kartöflur frá Evrópu til Arabalandana á haustin og byrjun vetrar. Með kartöflur uppí lúgur.
Við vorum stundum í erfiðleikum( eftir skipum ) með stabilitetið og neyddumst oft til að taka meiri ballast inn er út í sjó var komið. Og það gerði skipið stífara og leiðinlegra. Biskayflóinn er ekkert skemmtilegur í að fara á litlu fulllestuðu flutningaskipi t.d. í SV roki.. Eða V- af strönd Danmerkur til Þýskalands með granítfarm í SV stormi er enginn barnaleikur. Það hef ég reynt á eigin skinni.
Hér áður gat maður í slæmum SV veðrum skellt sér inn í St Malo flóann og legð bræluna af sér.Þegar út úr Enska-kanalnum var komið Nú er þetta ekki hægt lengur, Nú verður maður að fara fleiri mílur (ég bara man ekki hvað) út frá I. D.Quessant og skella sér í úfinn Biscay flóa. Allt út af mengunarhættu. Mér finnst satt að segja náttúruverndin stundum vera fullmikil þegar mannslíf eru í hættu.. Nú veit ég að ég hef móðgað margan náttúru unnandan. En við skulum bara vona að ég sé einn um þessa skoðun
Þó að Steinríkur hafi verið góður í að flytja grjót er það einn leiðinlegasti farmur sem hugsast getur. Það er nú svo þegar maður heyrir um skipstapa og sjóslys þá byrjar eitthvað að bærast í hjartanu á gömlum sjóara. Kannske líkt og ég get ímyndað með flugmenn sem heyra um flugslys og t.d bifhjólamenn við bifhjólaslys.
Á ljósmyndinni er verið að lesta granít. Myndirnar eru flestar af netinu. Og þá aðallega fengnar að "láni"af Shipspotter og úr fjölmiðlum dagsins á Norðurlöndum. En myndirnar af kartöflu og granítförmunum tók ég sjálfur Læt þetta duga Kært kvödd
![]() |
Sex sjómanna saknað í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2017 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2009 | 22:53
"svo bregðast........."
![]() |
Vonast eftir láni í lok ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 22:41
Þeir trúðu !!!
Margir trúðu á"alræði öreiganna" En varð aldrei að ósk sinni. Friedrich Engels(1887) og Karl Marx (1875)
boðuðu;" Verkamenn allra landa sameinist. En af þessu varð aldrei. Verkamenn héldu áfram að vera fátækir og sameinuðst aldrei. Og réðu aldrei neinu um sinn hag. Og það er eiginlega kaldhæðni örlaganna að 2 flokkar hér á landi sem eru raunar runnir undan rifjum þessara fg slagorða skulu eiginlega líta á þá sem minna mega sín sem sinn aðalsparibauk þegar spara þarf.
Veit ekki hvar þessi mynd er tekinn en þau voru lélegri sum híbýlin í Kingston.Hér virðist stefna í einhverja mestu fátækt sem hefur þekkst hér frá stríðslokum. Ég hef á flakki mínum um heimin séð virkilega fátækt. Sárasta fátæktina sem ég sá var t.d í Mumbai á Indlandi. Þar sem maður sá börn og dýr slást um eitthvað ætilegt á sorphaugum borgarinnar.
Ég vil benda fólki á að við sjómenn sjáum yfirleit altaf aðra hlið á löndum en ferðafólk. Fátækrahverfin eru yfirleitt upp af hafnarhverfunum.
Verður þetta algeng sjón á Íslandi.Mesta bil á milli hins mikið ríka og mikið fátæka fannst mér sjá á Jarmaika.
Þetta er að ég held orðin algeng sjón hér á landi.Að vísu komst maður ekki í land í nokkrum borgum í Brasilíu og á V-strönd S- Ameríku kom ég aldrei. Mig vantar leiðina yfir Kyrrahafið frá Asíu yfir til Ameríku eða öfugt.
Þetta líka Og þetta fer sennilega líka að verða algengt hér á landi
Kannske þetta verði líka að veruleika. Að það verði fleiri en þeir sem settu allt í bál og brand
Íslenskur útrásarvíkingur á uppleið.
sem fari þessa leið Pælið í því eins og sagt er á mjög svo slæmri íslensku, En hafið ekki þetta með ykkur
En biðjum bara einhvern þarna uppi að hjálpa okkur
, Kært kvödd
![]() |
Út yfir gröf og dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2009 | 20:32
Til hamingu
![]() |
Aflaverðmæti komið yfir milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 20:12
Í klónum á AGS





![]() |
Afgreiðslu AGS frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 19:57
Rangt skip?????
![]() |
Sjórán við strendur Svíþjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 18:19
"mögulega of langt gengið"
"Það er ljóst að lögreglan á gríðarlega erfitt með að ná þessum 10% niðurskurði, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Það er umhugsunarefni hvort ekki hafi verið gengið of langt þegar þess var krafist að lögreglan skæri niður um 10%"
Ja bragð er að þá barnið finnur. Skyldi það hafa verið erfitt fyrir formann alsherjarnefndar að komast að að 10 % niðurskurður hjá embætti sem var í algeru fjársveliti væri mögulega of langt gengið , Ja mikil er spekin Kært kvödd
![]() |
Mögulega gengið of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 18:03
Fjárhagurinn!!!!
Það er ekki nóg að þrengt sé að þeim hópum sem minna mega sín beint með aðgerðum stjórnvalda heldur er líka þrengt að þeim með sífeldri lækkun krónunar. Sem kemur svo fram í hækkuðu verðlagi.
En ég gat nú ekki annað en skellihlegið er ég las stjörnuspá fyrir mig í dag: "
Fjármálin þurfa aðgæslu við svo þú ættir að halda útgjöldunum niðri eins og frekast er kostur. Gakktu í að klára þessi mál svo þú getir haldið þínu striki bæði í leik og starfi."
Ha ha það kemur vel á vondan Kært kvödd
![]() |
Gengi krónunnar veiktist um 0,59% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 17:39
"illur grunur"
Margir vilja nú meina að þarna sé verið að skjóta sendlana. Alveg eins og t.d. í eiturlyfjasmyglinu. Dettur einhverjum í hug að þessir "gæjar"sem er verið að taka fyrir smygl, fjármagni það sjálfir. Nei og aftur nei. Og við hverja eru þeir svo hræddir að þeir ríghalda kja...
Margir segja hvað þetta mál varðar að þessir menn séu það ungir að þeir gætu ekki búið yfir svo mikilli þekkingu á svona málum sem þurfti til að framkvæma þetta. Hugsið um það. Kært kvödd
![]() |
Gæsluvarðhaldsúrskurðir staðfestir í fjársvikamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar