24.9.2007 | 00:25
Pourquoi Pas?
Ljósmynd af Dr Jean Charcot á yngri árum aldri tv t.h málverk
Frá fyrstu tíð hef ég verið hrifinn af"Sigga Stormi"fundist hann semmtilegur og fræðandi.Í kvöld var hann með frásögn af óveðrinu í sept.1936 þegar m.a. Franska rannsóknarskipið"Pourquoi Pas?fórst á skerinu Hnokka undan Mýrum.16 sept.En mér fannst eitt vanta í lýsingu Sigurðar.það er þáttur Kristjáns Þórólfssonar í björgun E.Conidec 3ja stýrimanns af skipinu.Morgunblaðið segir svo frá björgunni 18 sept:"Kristján Þórólfsson heimilismaður að Straumfirði sá kl 09 hvar landgöngustigi flaut skammt frá landi út af svonefndri Hölluvör.Þar eru klettar en mjó vík milli klettana.Maðurinn lá í sjónum undir stiganum að mestu,hélt með hægri hendi í stigann,en með þeiri vinstri undir hnakka sér.Þegar hann kenndi grunns sleppti hann takinu á stiganum og skolaði alda honum þá inn í þrönga víkina.Hljóp Kristján nú fram á klettinn og náði í hönd mannsins.En við það hrapar hann sjálfur í sjóinn.En þó tókst honum að komast í land og ná manninum með sér.Guðjón Sigurðsson bóndi í Straumfirði kemur nú þarna að og hjálpar Kristjáni að bera manninn uppúr flæðarmálinu
Dr Charcot á stjórnpalli skips síns tv t.h líkan af skipinu
""Í viðtali sem Matthías Johannessen ritstjóri og skáld átt við Kristján í júni 1961 segir hann m.a og ég gef Matthíasi orðið:"Ég gleymi aldrei þessu voðalega slysi", sagði Kristján Þórólfsson, þegar ég talaði við hann um Pourquoi Pas?-slysið í báti, sem flutti okkur upp á Mýrar í fyrradag. Kristján er uppeldissonur Guðjóns Siguðrssonar, bónda í Straumfirði, en það féll í þeirra hlut að bjarga eina manninum, sem af komst, þegar Pourquoi Pas? týndist, og safna saman líkunum sem rak eins og trjáboli á ströndina"Seinna í viðtalinu segir svo""Ég spurði um veðrið.
Kristján svaraði:
"Um morguninn var fárviðri af suðri, en snerist síðdegis í suðvestur."
"Hvernig leið þér þennan morgun?"
Landgangurinn frægi í fjörunni við Mýrar tv t. saðsetning hans á skipinu(myndin af líkani af skipinu)
"Mér leið ágætlega, nóttin draumlaus og ekkert að óttast. Þó vaknaði ég af einhverjum ástæðum rúmri klukkustund fyrr en ég var vanur og var kominn út á hlað upp úr sjö. einhver uggur kannski. Þar stóð ég við hlið Guðjóns fósturföður míns, sem skyggndist til veðurs. en við höfðum ekki staðið lengi þarna á hlaðinu, þegar upp rann ljós fyrir okkur: stórslys hafði orðið á sundinu og við sáum þrímastrað skip reka stjórnlaust í átt til lands. Fósturfaðir minn benti út á sjóinn og sagði: "Þarna hefur strandað skip." "Já," samsinnti ég, "og orðið slys." Síðan tókum við undir okkur stökk og hlupum við fót út að Höllubjargi, þaðan sem útsýni var betra, enda veitti ekki af eins og á stóð."
"Hvað er langt frá bænum Straumfirði út að strandstaðnum?"
"Þú sérð það á eftir, en út á klettaglufuna eða víkina, þar sem ég bjargaði Gonidec er líklega um kílómetra leið."
"Og er það langt frá strandstaðnum?"
Líkin í brekkunni við Borgarlæk.Lík dr Charcot fremst
"Skipið strandaði á svonefndum Hnokka, skeri sem liggur um það bil þrjár mílur frá bænum, gæti ég ímyndað mér. Þeir hafa líklega verið villtir og straumurinn út úr firðinum borið þá vestur á bóginn, en ég tel ekki að skipið hafi rekið fyrir vindi."
"Það hefur ekki séð út úr augum, þegar þið komuð á Höllubjörg?"
Pourquoi Pas? í höfn í Le Harve
"Jú, við sáum sæmilega fram í skipið, og þarna lá það eins og hvert annað rekald og mátti grilla í það í móðunni. Annars hvarf það fljótt, því ekki liðu nema tveir tímar frá því við sáum það fyrst og þangað til það var sokkið. En möstrin stóðu upp úr fram á næsta dag, afturmastrið lafði held ég þrjá daga, en brotnaði þá í vestan roki.
Ég hef haft guðsorð heldur lítið á vörum það sem af er ævinnar, en þegar ég sá skipið, gerði ég mér strax grein fyrir þeim voðahörmungum, sem þarna höfðu átt sér stað og sagði eins og í leiðslu, eða líklega fremur í ofsahræðslu: "Guð hjálpi okkur."
Ég hef ekki þurft að taka þau orð aftur".
Eugene Gonidec í góðum höndum í Straumfirði t.h
Í þessu bili flaug fallegur mávur niður að bátnum okkar og stríddi öldunum með þöndum, öruggum vængjum. Það minnti mig á frásögn Árna Óla, sem ég hafði lesið kvöldið áður.
"En af dr. Charcot er það að segja, að er hann sá hvernig komið var, og skipstjóri hafði gefið hina síðustu fyrirskipun sína, gekk dr. Charcot af stjórnpalli og niður í káetu, til þess að leysa úr fangelsi vin sinn mávinn, er þeir skipverjar höfðu haft með sér frá Grænlandi, og getið var um hér í blaðinu í gær. Bjargaði hann mávinum upp á þiljur, svo hann gæti fleygur farið ferða sinna, þegar þeir skipverjar voru komnir í heljar greipar."
Pourquoi Pas? á Suður Íshafinu
"Sáuð þið mávinn?"
"O-nei".
"En þið hafið séð skipið sökkva, Kristján?"
"Já, það má heita svo. Fyrst þegar við litum út um morguninn, held ég það hafi lamizt við skerið, en þegar við vorum komnir syðst í eyjuna, eða út á Höllubjarg, var það komið á þann stað fyrir innan Hnokka, þar sem það sökk síðar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa þeir varpað akkerum strax og þeir sáu hver hætta var á ferðum, og það sagði okkur Gonidec að þeir hefðu haldið fyrst þegar þeir lentu á skerinu og sáu brotin allt í kringum skipið að ströndin væri skammt undan og óttuðust að þeir mundu lenda í hamrabeltum og brjóta skipið í spón. Af þeim sökum fundizt öruggara að halda aftur af því með akkerinu. Þegar við sáum skipið frá Höllubjargi, sneri stefni þess upp í vindinn, svo akkerið hefur staðið fast í botni, að öðrum kosti hefði það rekið flatt fyrir vindi upp á land og þá hefði kannski farið öðruvísi en raun varð á.
Gonidec og landgangurinn á 80 ára afmæli þess fyrrnefnda
Og þú hefur séð allt skipið, þaðan sem þú stóðst?"
"Jú, það var alveg upp úr sjó og fyrst í stað mjakaðist það í átt til lands eða meðan akkerisfestin hrökk til, en þá stöðvaðist það og tók að sökkva. Áttu þeir þá ekki eftir nema svo sem tvær mílur í land og ég tel, að skipið hefði komizt þennan spöl, ef akkerið hefði losnað."
"Heldurðu ekki, að Frakkarnir hafi flestir farizt, þear skipið tók niðri á Hnokka?"
"Nei, eftir því sem Gonidec sagði okkur voru þá enn margir menn um borð og átta eða níu höfðu komizt á fleka en hann liðaðist sundur og þá tókst sex mönnum að skríða upp á landgöngubrúna og héldu sér þar. Hana rak til lands með þá félaga en þeir urðu aðframkomnir á leiðinni og týndust allir í hroðann nema einn. Sá síðasti hvarf þegar landgangurinn var skammt undan Höllubjargi. Þó er ég þess fullviss að Gonidec var einn eftir, þegar ég sá hann fyrst um 400 metrum suður af bjarginu. Þá hafði hann að mestu misst meðvitund, lá hálfur undir stiganum, hélt með hægri hendi í hann, en með þeirri vinstri undir hnakka sér.
Minnisvarði um Dr Carcot við Scorebysund
Hann mundi lítið eftir sér fyrr en hann vaknaði í rúminu heima. En þó var hann með einhverri rænu, þegar hann kom á móts við Höllubjargið. Hann sleppti landganginum, þegar hann sá mig á klettanefinu og lét sig reka á björgunarbeltinu og öldunum inn í þrönga klettavík eða glufu, sem kölluð er Hölluvör og er í klettaklungrinu norðvestan í bjarginu. Það var eins og undirmeðvitund hans segði honum, að þarna væri von um björgun. Ef hann hefði rekið að landi eins og 10 metrum austar, hefði hann rotazt í klettunum.""Hér enda ég tilvitnunni í viðtal Matthíasar.
Minnisvarði um Dr Jean Charcot í St Malo
Kristján Þórólfsson var aðeins 19 ára er hann vann þetta mikla þrekvirki sem sem lengi var í minnum haft en virðist nú flestum gleymt.Það má þakka Matthíasi fyrir að hafa varðveitt þetta samtal á heima síðu sinni og er það vel.Því að margar"hvurndagshetjur"fyrri ára eru þvi miður fallnar í gleymsku..Ég átti þess kost að kynnast Kristjáni persónulega.Hann var einn af hásetunum á Eldborginni þegar ég byrjaði þar.
Krstján Þórólfsson var fæddur 27 sept 1917 og dó tæpum 2 mánuðum fyrir sextugsafmæli sitt 30 júlí 1977
Mig langar til að gefa Matthíasi orðið að lokum:"
En hvaða myndir eru auglýstar í kvikmyndahúsunum þennan viðburðaríka dag, fimmtudaginn 17. september? Í Nýja bíó: Feigðarýlfrið, en Gamla bíó auglýsir Stolin paradís. Þar höfum við fengið grafletur þessa dags. Í dagbókinni er skýrt frá því, að annað hefti af tímariti Jóhannesar Birkilands, Lífinu, sé nýkomið út með grein eftir Óskar B. Vilhjálmsson um kartöflur. Þá er þess einnig getið, að dregið hafi verið í happdrætti hjúkrunarkvenna og einhverjir hreppt málverk, krosssaumssessu, kaffidúk og tehettu. En happdrættið mikla undan Mýrum morguninn áður hafði verið örlagaríkara. Af 40 vöskum drengjum hafði aðeins einn dregið lífið.Kært kvödd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 22:35
Ómur af höggi
![]() |
Kristján biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.9.2007 | 21:10
1955
Til v Eldborg að fara út úr Reykjavíkur höfn með að mig minnir um 400 manns.Eftir knattspyrnuleik í Rvík.Nokkurn eftirmála hafði þessi ferð því skipið hafði ekki björgunarbúnað fyrir svona marga farþega.Á myndinni t.h.stendur"ungur og myndarlegur"piltur,mér segir svo hugur að þetta sé sjálfur"ælustjórinn"Ólafur.En ef einhver þekkir þennan pilt sem einhvern annan (sem þá er bara ungur)þá væri gaman að fá upplýsingar um það
Árið er 1955,Frænka Charleys er sýnd bæði í kvikmynda- og leikhúsi í Reykjavík.Ray Bolger leikur frænkuna í kvikmyndinni en okkar ástsæli Árni Tryggvason í leikhúsinu.FÍH(félag ísl hljóðfæraleikara)auglýsir kauptaxta sína"55.92 kr á tíman með öllum uppbótum samkv núverandi vísitölu"segir í auglýsingu frá þeim tíma.Ég hafði verið til sjós á M/S Eldborg sem var í flutningum milli Akranes Borgarnes og Reykjavíkur í tæp 2 ár sem hjálparkokkur og"skipsjómfrú"þ.e.a.s hugsaði um farþegana.Hreinsaði m.a.bakkana sem fólkið sem var sjóveik,skilaði kræsingunum í,sem það hafði borðað fyrir sjóferðina.Ég varð meira segja svo frægur að fá nafnið mitt á prent í"Tímanum"(geri ekki ráð fyrir að afa mínum hafi líkað að nafn sonarsonarins skildi koma í þessu blaði eins einarður Sjálfstæðismaður sem hann var) í vísu eftir mann sem kallaði sig"Ref bónda" og sem ferðaðist oft með okkur.Hann skrifaði vísnaþátt í blaðið.En vísan var svona:"Út um djúpin ægisvíð/oft hann fljóðin hressti/Óli verður allatíð/ælustjórinn besti/En snúum okkur aftur að árinu 1955.
Til v Eldborg að koma fánum prýdd nýkeypt til Landsins 1934.Til h Eldborg á síld
21 janúar vorum við að fara úr Borgarnesi þegar við lentum í íshrafli það miklu að skrúfa skipsins stórskemmdist.Við komumst samt til Reykjavíkur en ferðin tók langan tíma,Eitthvað um 30 manns biðu eftir fari á Akranesi en þeir hafa sennilega orðið að taka ÞÞÞ (Bifreiðarstöð Þórður Þ Þórðarsonar)í bæinn.
Samtímaheimildir tala um rysjótta tíð frá áramótum og gæftir sagðar stopular.Togaraflotinn hélt sig mest út af vestfjörðum bæði inn-og erlendir.Meðal erlendra togara voru 2 Hull togarar sem hétu:"Lorella" H455 og"Roderigo" H135. Lorella var smíðuð í Beverley 1947 fyrir J.Marr & son í Hull.Hún var 559 gross ts 171 ft löng og 29 ft breið.Skipstjóri í þessari ferð hét Steve Blackshaw.Reyndur togaraskipstjóri 46 ára gamall.Roderigo sem áður hét Princess Elizabet sem einnig var smíðaður í Beverley 1950 fyrir St Andrew Steam Fishing Co.1951 keypti Devon Fishing Co Ltd skipið og skírði það Roderigo,1952 kaupir svo Hellyer Brothers Ltd skipið sem heldur nafni sínu.Skipstjóri á Roderigo var George Coverdale 40 ára gamall einnig margreyndur skipstjóri
B/V Roderíko H135 til v og B/V Lorella H455 til h
23 jan skellur á NA stormur og byrjuðu skipin sem flest voru út af Horni að leita vars undir Grænuhlíð.Radar Lorellu var bilaður og var hún í samfloti við Roderigo.Þeir George og Steve voru að búast við að veðrið færi að lægja þegar það frekar herti.Þegar George ætlaði ásamt Steve að slá undan og halda í var kom neyðarkall frá togaranum"Kingston Garnet"sem hafði fengið í skrúfuna og ákváðu skipstjórarnir að halda í áttina til hins nauðstadda skips.En um 11 leitið þann 24 höfðu skipverjar á Kingston Garnet sem var undir stjórn Norman Trolle tekist að ná úr skrúfunni og hélt hann siðan í var.
Tv B/V Kingston Garnet H106.Hvor búið hefur verið að taka davíður og báta af honum þegar hann lenti í veðrinu í jan´55 veit maður ekki En ef svo hefur verið getur maður haldið að,út af því hafi hann sloppið betur en hinir 2
Einhverra hluta vegna náðu skipin 2 sem voru í samfloti ekki skeytinu frá Kingston Garnet.Þegar þeir komu svo á staðinn sem Kingston Garnet hafði gefið upp fundu þeir ekki neitt.Þegar þarna var komið sögu hafði mikil ísing hlaðist á skipin þannig að skipstjórarnir töldu ekki stætt á að snúa skipunum.Þeir héldu nú með"stýrisferð"upp í veðrið sem hafði frekar versnað en hitt.Eftir að hafa "slóað"upp í veðrið alla nóttina sendi George Hobson loftskeytamaður á Lorella kollega sínum og nafna George Leadley á Roderigo svo hljóðandi skeyti um morguninn 25:"Veðrið mjög vont hef þurft að keyra á fullri ferð til að geta haldið upp í veðrið.Mikill bylur og ísing"Daginn eftir skeyti frá Lorella::"Bátadekkið þakið ís.Strákarnir búnir að reyna að berja af því síðan um morgunmat.Skeffileg ísing komin á brúna.og þeir munu reyna að berja af henni þegar birtir ef hægt verður"Roderigo svarar:"Sama hér Georg hvalbakurinn hjá okkur er orðin einn stokkur"
Enskir trollarakallar berja ís
og togari í brælu(við Eyjar?)
Það var þegar komið myrkur kl 1421 þegar Roderigo sendir skeyti:"Annað loftnetið slitið,veðrið mjög vont mikil ísin.Vinsamlega hlustið á þessum kanal(frequency).En hjá Lorella var ástandið verra.Kl 1436 kom skeyti frá henni:"Erum að hvolfa"Svo kl 1436 kom síðasta skeytið:"Lorella er að sökkva,Við erum að hvolfa"Síðan þögn
Roderigo sem bæði var stærra og nýrra skip aðeins 5 ára gamalt hélt nú einn upp í miskunnarlaust veðrið eins og hann hafði gert í 3 daga.Kl 1553 kom skeyti frá skipinu"Kalla á öll skip.Erum að fá á okkur þunga sjói"Kl 1630:"loftnetin að þyngast.Mun reyna að kalla öðruhvoru"Kl 1645"Getur einhver miðað okkur út á þessum kanal"
´
Til v B/V"Lancella"H290 hélt strax út á haf aftur til að reyna að hjálpa félögum sínum.Til h enskur togari
Eitt af skipunum sem voru í vari og sem hafði hlustað kvíðafullt á sendingarnar"Lancella" svaraði:"Miðun næstum því NA frá okkur"1650 frá Roderigo:"Geturðu komið til okkar,ástandið orðið slæmt"Lancella:"erum á leiðinni"Lancella"sem var undir stjórn William(Bill) Turner hélt strax af stað út á haf aftur.Nú kallar flugvél frá varnarliðinu í Keflavík Lancellu uppi og biður um staðsetningu Roderigos.Lancela gefur flugvélinni upp áætlaðan stað:"90 mílur NA af Horni.Veður NA 11-12 vindstig skyggni mjög slæmt.
Hlerinn tekin og félagar á togara
Flugvél spyr Roderigo:"hvað ætlar þú að gera"1704 svarar.R:"get ekkert gert erum farnir að hallast.Ekkert skyggni höllumst meir í stjórnborða".1708:"höllumst meir á stb.get ekki náð henni tilbaka"1709"Roderigo er að hvolfa"þetta var svo endurtekið á morsinu í 3 mínútur svo þögn;.40 enskir sjómenn drukknaðir."Þ 29 jan fann svo B/V"Hallveig Fróðadóttir" gúmmíbát sem talinn var af Roderigo.
Í þessu sama veðri strandaði togarinn"Egill Rauði"við Grænuhlíð.Þar börðust íslenskir og færeyskir sjómenn við náttúruöflinog höfðu flestir sigur.4 menn 3 íslendingar og 1 færeyingur mistu lífið í því slysi.Sem sagt 44 sjómenn sem misstu lífið í þessu veðri við Íslandsstrendur.Nú spyr kannske einhver"hvað er þessi kallstauli að skrifa um dauða"tjalla".Þeir reyndu nú að koma sökinni á þessum skipstöpum á okkur íslendinga"Það er rétt að blöð í Englandi skrifuðu um þessa skipstapa og með niðrandi hætti um okkur íslendinga
Skrif blaðsins vöktu mikla reiði hérlendis.Sendiherra Breta hér reyndi að bera klæði á vopnin,þar sem hann sagði m.a:"Ég vil leggja áherslu á það að það ríkir sorg í Englandi vegna þess að íslenskir sjómenn fórust á sama tíma og áhafnir bresku togaranna.Ég vil og láta í ljós samúð með fjölskyldum þeirra sem fórust.Breska þjóðin þakkar þá hjálp sem Slysavarnarfélag Íslands,Varðskipið Ægir.og flugher Bandaríkjanna veittu við leit að skipunum meðan á óveðrinu stóð.Björgunnartilraunir Slysavarnarfélagsins og Landhelgisgæslunnar hafa jafnan sýnt hver bræðrahugur ríkir hér í garð sjómanna annara þjóða í anda hinnar bestu sjómennsku"
Flak B/V Egils Rauða á strandstað
Þennan sama dag barst svo Slysavarnafélaginu svohljóðandi bréf frá The Hull Steam Trawler Mutual Insurance and Protecting Company Lmt Hull:"Eigendur togaranna Lorella og Roderigo hafa með þakklæti og hrærðum hug frétt um þá víðáttumiklu leit er þér settuð í gang í því skyni að reyna að bjarga,ef einhver kynni að hafa komist af,er skip okkar týndust.Þeim er kunnugt um að minnsta kosti 1 flugvél var rétt yfir slysstaðnum er seinni togarinn fórst og þeim hefur verið sagt að leitinni hafi verið haldið áfram þrátt fyrir veðrið,þar til talandi tákn leiddu í ljós að gefa yrði upp alla von um björgun mannslífa.Þeir óska að senda yður innilegt þakklæti fyrir veitta aðstoð og biðja yður að flytja öllum þeim sem tóku þátt í leitinni aðdáun sína og dýpstu viðurkenningu".Ávarp sendiherrans og bréf eiganda skipana náðu lægja þær reiðiöldur er risið höfðu hérlendis við skrif Daily Mail..Lágkúruhátt þesskonar skrifa þekkjum við vel í dag.
Menn grípa oft til lágkúrunnar í skrifum sínum.Fyrir mér eru þessi atburðir bara sýnishorn af baráttu sjómannsins við grimm náttúruöfl hér við land.Baráttu sem hefur kostað mörg mannslíf hverrar þjóðar þau eru skifta mig engu máli.Þessarari baráttu og þeirra sem töpuðu henni eigum við að minnast á"Sjómannadegi"Sjómenn í dag eiga við miklu betri aðbúnað og tæki að búa,en samt eru alltaf einhverjir sem tapa orustunni við þá Ægir og Kára.Og nú virðist einn óvinurinn vera að færa sig upp á skaftið það er Eldurinn.Við megum aldrei gleyma Sjómannadeginum og verðum að passa uppá að menn hætti ekki að halda hann hátíðlegan.Ég bið unga sjómenn að standa vörð um þennan dag.Ég man þegar V/S Ægir kom til Reykjavíkur með hetjurnar af Agli Rauða.Svoleiðis atburðir eru steyptir í minningunni.Sjómenn ungir og gamlir látið ekki þessa drullus... taka þennan dag af ykkur.Láti þessa sægreifa nútímans skammast sín,með góðri þátttöku og samstöðu á þessum degi
Sá"guli"hefur kostað mörg mannslíf
Og munið að sjómaðurinn þekkir engin landamæri er félagi er í nauð,Sjómannadagurinn er ekki akkúrat í námd núna en gleymum honum aldrei.Sýnum þessum"moðhausum"sem vilja hann dauðan í 2 heimnan jafn vel 3.Þeir geta leikið sér að vild í einkaþyrlum,þotum á þessum degi og látið sem ekkert sé.En við skulum minnast fallinna félaga við Íslandsstrendur og láta þessa dela skammast sín með því að standa þétt saman og fjölmenna til að minnast þeirra manna sem komu að hluta til löppunum undir þessa leppalúða.Ég veit að þið eruð á góðum og traustum skipum og ykkur er ekki í kot vísað þar sem Hilmar Snorrason og hans menn hjálpa ykkur að standa vörð um öryggi ykkar.En slys eru alltaf í farvatninu.Ég vona þessi skrif mín fái einhverja til að hugsa þessi mál af alvöru
Við samningu á þessu blogi hef ég stuðst við heimildir úr blöðum frá þessum tíma, mikið við bók Steinars J Lúðvíkssonar"Þrautgóðir á Raunarstund"og frásagna á"Netinu"sem ég hef lauslega þýtt.Myndirnar af flakinu af Agli Rauða á strandstað eru fengnar að"láni"úr fyrrgreindri bók Steinars,Annars eru myndirnar fengnar að"láni"hingað og þangað af"Netinu"og myndir sem ég hef viðað að mér í gegn um tíðina.Ef einhver hefur haft gagn eða gaman af þessu samsulli mínu þá er tilgangnum náð.Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2007 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.9.2007 | 00:37
Trilla
![]() |
Trillan sem strandaði á Hrakhólma dregin á flot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2007 | 12:36
Lögæsla
Eftirfarandi er úr bloggi mínu frá 4 apríl í vor.Þá var ég sakaður um hræðsluáróður.En ég get ekki betur séð en ég hafi haft rétt fyrir mér:
".Það er merkilegt hvað sumir virðast alveg fara úr límingunum,þegar rætt er um hugmynd Björns Bjarna.um varalið lögreglunar og tala um tindáta.Gerir fólk á Íslandi sér ekki ljóst enn að litla saklausa Ísland er að komast í tengingu við umheimin.Fyrir 30 árum hefði bankagjaldkeri hlegið hefði að honum verið beint byssa.Hann hlær ekki í dag.Í þá daga vorum við með að minnstakosti 5 varðskip/báta.Nú eru þau 2.Litlu varðskipin sem við áttum þá,höfðu eftirlit með fiskveiðiflota annara þjóða.Sem sagt veiðiþjófum.
Nú erum við lausir við þá.Allavega höldum við það.En blasir ekki önnur ógn við okkur í dag?Ógn sem gæti haft að mörgu leiti skelfilegri afleiðingar á stóran hóp íslendinga.Nýtt og stórt varðskip er mjög gott mál sem ég held að allir séu sammála um það.En er það nóg?Hvað um eiturlyfjabarónana sem sitja um landið?Hvað með allar eyðivíkurnar/firðina á Austfjörðum?
Ég hef því fleygt að þær hafi verið notaðar hér á árum áður og þá fyrir guðaveigar.Menn eru ekki lengi að skjótast á góðum hraðbát yfir hafið til þeirra og landsetja slatta af eiturlyfjum þar í ró og næði.Það hefur enginn eftirlit með þessu í dag.Er ekki alltaf verið að skera niður peninga til hinnar almennu löggæslu.Ég er hlynntur tindátunum hans Björns.Þeir eiga líka að vera dreyfðir um landbyggðina og þeir eiga að hafa til umráða kraftmikla hraðbáta.
Og geta farið á sjó með litlum fyrirvara.Nú ætla ég ekki að gruna innlenda/erlenda verkamenn á Austfjörðunum um neina græsku.En væri maður eiturlyfjabarón skildi maður ekki líta hýru auga til þessa mannfjölda samankomnum á einum stað.Hvað með að menn færu að hafa ábata af á smygla saklausum flótta mönnum hingað sem svo myndu vinna fyrir lúsalaunum hjá fégráðugum verktökum.Setjumst niður og íhugum það.Hættum að halda að engin geri okkur mein af því að við séum svo litlir og afskekktir""
Svo mörg voru þau orð.Ég er faktíst viss um að "farmurinn sem nú fannst er ekki sá fyrsti og sennilega ekki sá síðasti.En vonandi fer þeim að fækka mikið með auknu eftirliti.Ég held að augu manna hljóti að fara opnast,Kært kvödd.
19.9.2007 | 19:34
Ungi presturinn
Ég vona að ég móðgi engan hvorki lærðan eða leikinn með eftirfarandi línum
Ungi presturinn var svo stressaður í fyrstu messu sinni að han stamaði og hikstaði á hverju orði í sinni fyrstu ræðu.Áður en hann messaði í annað skiftið hafði hann samband við prófastinn og bað um ráð.Prófastur ráðlagði honum eftirfarandi:Settu nokkra dropa af vodka í vatn og drekktu það.Og þú munt strax finna hvernig þú slappar af.Prestur gerði eins og prófastur ráðlagði.Daginn eftir fékk prestur meðfylgandi bréf:
"Kæri vinur!
Næsta skifti skalt þú setja nokkra dropa af vodka í vatnsglas enn ekki nokkra dropa af vatni í vodkaglas.Svo langar mig að vekja athygli þína á nokkrum atriðum svo að það gerist ekki aftur.
Litla skálin við hliðina á altarinu er ekki klósett
Reyndu að komast hjá að beyja þig niður að styttuni af Maríu Mey og ekki"káfa"á brjóstunum á styttunni
Boðorðin eru 10 ekki 12
Postularnir voru afturámóti 12 en ekki 7 og enginn af þeim var dvergur
Við tölum ekki um Jesús með orðunum"J.C.and the boys"
Við tölum ekki um Júdas sem"fjandans blaðurskjóða"
Bin Laden hefur ekkert með dauða Jesús að gera
Syndarar hafna í helvíti ekki á fjóshaugnum
Faðir vor skal lesast í himnum ekki út á götu
Mjög áríðandi:Veran sem sat í horninu við altarið og þú kallaðir"fjandans hommatitt"og djöfu.."klæðskifting" það var ég
Með von á að þú takir þetta til greina vi komandi guðþjónustur
Með kærum kveðjum Prófasturinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2007 | 16:43
Með"skítugum skónum"
Það endar nú með því að venjulegur íslenskur verka/sjómaður missir allan trúnað á íslenskt réttarfar.Eiga miljónaþjófar virkilega að komast upp með verknaðin.Það hlýtur að enda með því að menn missa allt álit á réttarfarinu og öllum þessum"augnabliksmönnum" sem stjórna þessu landi og láta nokkra"gullskeiðadrengi"sem sanka að sér miljarða komast upp með það,meðan stórhluti af þjóðinni lepur skít úr skel.
Ég hef svokallaðan"skertan grunnlífeyrir"vegna búsetu í Svíþjóð um 15 ára skeið.Fyrir bragðið fæ ég ekki afsláttarkort(gráa kortið)og verð að fara uppí 18000 kr með lækniskostnað,Ég er 69 ára og hef verið sjómaður síðan ég var 14 ára en varð að hætta 2004 vegna veikinda.Reyndi aftur að vinna en varð að hætta aftur vegna veikinda.Nú er svo komið að ég fæ útborgað frá TR:47.608.Lifeyrissj:48.524.Samtals á Íslandi:96.132 ísl kr per mán kr.Frá Svíþjóð. 2369.00 s kr per mán.Samt. tæp 119 þá mán.
Ég er vel meðvitaður að mestur hluti af þessum rýra ellilífeyri er mér sjálfum að kenna.Og með peninga hef ég aldrei getað farið með.Og maður gæti þessvegna sagt "þeim svíður er undir mígur"og ég er ekki að leita eftir neinni samúð langt frá því.Á mínum yngri árum var "Bakkus"konungur mér kær.Svo kær að ég mátti vart af honum sjá nema þegar ég var á sjó.Bakkus krafðist mikils skatts og þessvegna notaði maður alltaf tækifærið sem gafst til að taka út úr lífeyrissjóði.Þegar Lífeyrissjóður Sjómanna var stofnaður hét hann"Lífeyrissjóður togarasjómanna "Þá gat maður tekið út inneign sína þ.e.a.s.það sem maður sjálfur hafði borgað í sjóðinn ef maður var ekki á togara í 9 mánuði.Nú svona skemmtilegur maður eins og ég var,þegar við Bakkus vorum og hétum þoldi lítið að vera blankur.
Ég var svo svakalega skemmtilegur að ég hélt uppi heilu byggðarlögunum af skemmtilegheitum.Svo sagði fólk kannske,eftir að mínu mati vel heppnuð skemmtiatriði kvöldið áður"djöf... gast verið hundleiðinlegur í gær drengur"Ég held að stjúpa mín hafi aldrei fyrirgefið mér að ég hrakti allar vinkonur hennar á braut á fertugsafmælinu hennar fyrir ca 47 árum síðan.Eftir að mínu mati óvenju vel heppnuð skemmtiatriði.En svo leið tíminn og við Bakkkus urðum óvinir og erum það enn.En þetta var nú útúrdúr.Aftur til verukeikans sem blasir við mér í dag.
Í síðustu viku þurfti ég suður á spítala.Réttara sagt á Borgarspítalan í svefnrannsóknir.Í farteskinu hafði ég beiðni frá lækni hér í Eyjum um "Sneiðmyndatöku"vegna gruns um að eitthvað sé að í meltingar færum og eða einhverjum öðrum"færum".Til að gera lengri sögu stutta þá kom ég upp í Mjódd með fyrrnefnda beiðni.Þar var mér sagt að ég yrði að greiða 11000 kr fyrir myndatökuna.Ég með mínar 15000 kr ínn á banka reikning þurfti að taka ákvörðun um hvort ég léti kíkja á ummrædd "færi"í mér og svelti svo að mestum hluta til næstu mánaðarmóta eða hvort ég léti eftir mér nokkrar "pylsur með öllu"á"skýlinu".Ég valdi pylsurnar.Jæja svo var það heimferðin.
Ég kom á Umferðarmiðstöðina og bað um farseðil til Þorlákshafnar.Ég fékk farmiða á fullu verði 1000.kall(maður hefði nú ekki látið sér nægja rútu á skemmtilegheitaárunum)Ég sagðist vera ellilífeyrisþegi"þetta segið þið allir"sagði stúlkan."sýndu mér ellilífeyriskortið"sagði hún svo."Það hef ég ekki"sagði ég sannleikanum samkvæmt.Þarna sérðu sagði´ún þá.Að lokum féllst hún á að láta mig hafa afslátt eftir að ég hafði sýnt henni bankakort sem ég var með.Vegna þess að ég fluttist af landi til atvinnuleitar vegna þess að stjórnvöld eru eiginlega búinn að ganga af stétt þeirri sem ég tilheyri(skipstjórnarmenn á farskipum)dauðri er mér nú satt að segja refsað.
Ég fæ ekki svokallað"gráa kort"sem mér skilst að ellilífeyrisþegar fái við 67 ára aldur.Og ég verð að fara uppí 18.000 kr með lækniskostnað þegar aðrir"gamlingar"fá afslátt eftir 4500 kr.Ég endurtek ég veit vel að ég klúðraði lífeyrissjóðnum og fl og kom mér sjálfur í þessa stöðu og er ekki að biðja um neina samúð.En ég er ósáttur út af þessum 2 kortum sem ég fæ ekki vegna skitinna 20.000 króna sem ég fæ í Svíþjóð.Og mér finnst satt að segja ömurlegt að heyra þegar stórþjófar sleppa með feng sinn og fá kannske orðu frá forsetanum fyrir vel unnin störf.Hvað nú ef ég fengi kunninga minn til að stofna með mér hlutafélag og við keyptum t.d 3 skóflur.Þ.e.a.s skóflunar yrðu eign hlutafélagsins og svo myndi ég berja,segjum fv forstjóra fyrirtækis í hausinn með einni skóflunni.Nú ef málinu yrði ekki vísað frá þá hlýtur dæðið(ég sleppi óinu) að dæmast á skófluna.
Það er hvað eftir annað vaðið yfir almenning í landinu á koldrullugum skónum af þessum stórþjófum og allslags svikurum sem kenna sig við pólitík Hvernær kemur virkilega kornið sem fyllir mælirinn.Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 23:05
Útrás í gamla daga

Það er mikið talað um útrás íslendinga í dag .En þetta er ekkert nýtt í sjálfu sér ef horft er til fortíðar.Mig langar til að segja ykkur af einum útrásarmanni frá fyrri tíð.Sem bláfátækur braut sér leið til frægðar og frama í öðru landi.Og greypti spor sín í útgerðarsögu Englands.Maðurinn hét fullu nafni Jón Sigurður Oddson og var fæddur að Ketileyrum í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði 1887.Sonur hjónanna Odds Gíslasonar og Jónínu Jónsdóttir(dóttir séra Jóns Jónssonar prests á Gerðarhömrum í Dýrafirði síðar á Stað á Reykjanesi.Séra Jón var skarpgáfaður og annálaður tungumálamaður)Fyrir þegar Jón fæddist áttu þau hjón,Maren sem þá var 3ja ára og Gísla Magnús á öðru ári.Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Ketileyrum og svo á Sæbóli í Ingjaldssandi og enn síðar á Ísafirði.Jón byrjaði sjómennsku sína 17 ára hjá frænda sínum Ólafi Gíslasyni á skonnortunni"Phönix" ásamt Gísla bróðir sínum.Jón var aðeins ráðinn vorvertíðina fram að slætti en Gísli alla vertíðina eða fram í september.Síðar var Jón á hinum ýmsu þilskipum verstfirskum.
Tvítugur að aldri ræður hann sig á enskan togara"Volante"sem var einn af stærstu skipum enska togaraflotans 350 smálestir.Til samanburðar má geta þess að Jón Forseti flaggskip íslenska flotans var 250 smál.Skipstjórinn á Volante hét Walter Wendet maður nokkuð við aldur,ákafamaður mikill,stjórnsamur og reglusamur.Wendet missti síðan réttindi sín í 3 mánuði vegna strands Volante.Í Grimsby voru á þessum tíma bræður sem hétu George og William Letten.Þeir áttu 3 togarafélög sem þeir stjórnuðu,Anchor,Atlas,og Union.En Atlas átti Volante,Eftir veru sína á Volante réðist Jón til hins fræga Loftis
Skip Loftis sem Jón ræðist á hét "Ugedale" og var í eigu Union.Nafnið Loftis á eftir að koma meir við sögu Jóns því hann kvæntist dóttir Loftis.Loftis yngri sem var stm hjá föður sínum,þegar Jón byrjaði með þeim skráði nafn sitt í íslenskar sögubækur með brottnámi á Eiríki Kristóferssonar skipherra sem hann fór með til Englands eftir að Eiríkur hafði sem stm á varðbátnum Enok(20 tonna vélbát frá Vestmannaeyjum sem"Gæslan"hafði tekið á leigu sumarið 1924)farið um borð í skip Loftis"Lord Carsson", Um þetta má lesa í ævisögu Eiríks :"'A stjórnpallinum"sem Ingólfur Kristjánson skrifaði og í bók Sveins Sæmundssonar"í Særótinu".En þar nefnir Sveinn 3 skip:"Our Alf"síðan"Tribune" sem sloppið höfðu undan varðskipum og síðan ónefndan togara sem strandaði við Miðnes(1925) en náðis út og kom þá í ljós að stýrimaðurinn sem hét William Loftus hafði verið skipstj á þessum 2 togurum.William Loftus lenti þá í fangelsi hér og mun Jón hafa leyst hann út.En Sveinn talar ekki um atburðinn með Lord Carson
Gamla vitaskipið við Spurn sem sennilega margir gamlir togarasjómenn muna eftir
Einnig minnist Þórarinn Olgeirsson á Loftis í endurminningum sínum"Sókn á sæ og storð" eftir Svein Sigurðsson.Sumarið 1910 fór svo Jón í stýrimannaskóla og kom út eftir 4 mánuði með stýrimannsréttindi(ekki langt nám það enda þeir sem muna eftir gömlu"striga"sjókortunum ensku og þekktu til Brown´s almanaksins gamla gátu getið sér til um það).Eftir að hafa farið sem háseti á togurum annara útgerða en Lettens bræðra bauðs honum stýrimannsstaða hjá gömlum skipstjóra sem hafði verið atvinnulaus um hríð en bauðst nú skip.
Bæði skip og skipstjóri voru komin vel til ára sinna en veiðar skyldu stundaðar við Færeyjar.Ekki var aflabrögðum við Færeyjar fyrir að fara um þetta leiti.Síðan hófst vertíðin við Ísland og var skipið sent þangað.Sá gamli var ekki vanur þeim veiðum og gekk ílla.Eftir 1sta túr var þeim gamla sagt upp og nýr maður tók við og hafði sá stýrimann með sér.Jón þurfti ekki að ganga atvinnulaus lengi og fékk nú starf sem stm á öðrum kláf sem stundaði veiðar við Ísland en það stóð stutt,bara 1na ferð því honum líkaði svo ílla við skipstjórann.Það var stundum sagt um skipstjóra þess tíma"þetta voru vondir menn en þeir ólu upp góða menn.duglega og nýta"
Fiskidokkin í Hull frá fyrri tíð
Eftir þennan brosti lánið við Jóni því hann fékk pláss sem stm á sínu gamla skipi Volante.Þar var þá skipstjóri dani að nafni Peter Jensen,Jón hafði ekki verið lengi á Volante þegar þeir Peter fengu nýrra og stærra skip"Premier"í eigu Lettens bræðra.En við starfi stm á Volante tók bróðir Jóns Gísli sem komið hafði á eftir honum til Englands og hafði eins og Jón eftir tilskildan tíma aflað sér stýrimannsréttinda.Jón fór svo aftur á skólabekk og 4 júlí 1912 hálfu fimmta ári eftir að hann réðst á enskan togara,án þess að kunna stakt orð í ensku lauk hann skipstjórnarprófi.William Letten reyndist honum mjög hliðhollur.Hans fyrsta skip hjá Letten bræðrum var hans gamla skip Volante.Nú sigldi hann sem skipstjóri á sínu gamla skipi til veiða við Ísland,Jóni gekk nú allt í haginn hann aflaði vel.Hann fékk á sig nafnið"Íslands-Jón.William Letten gerði svo Jón að meðeiganda sínum í nýju skipi sem hann var að láta byggja í Selby,Skipið var skírt Walpole.
Sú sem skírði skipið var unnusta hans Ethel Loftis.Svo syrti á álinn 4 ágúst 1914 fáum dögum áður en nýja skipið skyldi afhent hófust ógnir fyrra stríðsins.Jón fór 3 ferðir á Walpole til Íslands,3ja ferðin varð sú síðasta á hinu nýja skipi í bili en það strandaði í svarta þoku en skemmdist óverulega en Jón missti réttindin í 3 mánuði eins og Wendet forðum.
Strandaður enskur togari (hefur ekkert með blogið að gera)
Walpole var svo tekin í þjónusti breska flotans.Jón var svo skipstjóri næstu ár á allskonar kláfum sem ekki stóðust kröfur flotans til herþjónustu.Eftir stríðið eða í apríl tók svo Jón aftur við Walpole eftir mikla viðgerð af hálfu flotans en samið hafði verið um að skipinu skildi skilað í sama ástandi og flotinn tók við því.1921 seldu svo Jón og félagar Valpole til Íslands.Jón Otti bróðir Guðmundar,sem var ávallt var nefndur"frá Reykjum"skipstjóri á Skallagrím til marga ára,var síðan með skipið í 10 ár en það er önnur saga.
Jón tók svo við skipi í eigu Atlas sem "Verisis"hét.sem hann var með um 1 árs skeið.1923 flutti hann sig svo til Hull(en hann hafði búið í Grimsby)og tók við skipi hjá hinum frægu Hellyers bræðrum.Hans 1sta skip hjá þeim hét"Cerisíó"síðan Sýrian og Norse.
B/V Leifur Heppni skipið sem Gísli bróðir Jóns var skipstjóri á þegar hann fórst með allri áhöfn í"Halaveðrinu"1925
Í halaveðrinu mikla 1925 drukknaði Gísli bróðir Jóns með skipi sínu og áhöfn á togaranum Leifi Heppna.Jón var þá á leið á Íslandsmið en fékk á sig brot þegar hann var að nálgast landið og varð að leita hafnar í Hafnarfirði.Jón stofnaði svo hlutafélagið "Oddsson & Co,Lth.Hann keypti svo togaran"Lord Fisher af þeim Hellyers bræðrum.Jón lét svo smíða fyrir sig skip sem hann nefndi"Kópanes"
B/V Kópanes.Fyrsta"nesið"sem Jón lét byggja
Kópanes var fyrsti enski togarinn sem settur var dýptarmælir í.Skipið var manna á meðal kallað"Gullnesið"vegna góðrar afkomu þess.Samvinnu hans við Hellyers bræðra lauk svo eftir 10 ár.Hann lét nú smíða nýtt skip sem hann nefndi"Rifsnes"Eitt sinn er Jón var í landi hitti hann mann sem kynnti sig sem:William Reed og væri hann framkvæmdarstjóri fyrir skipasmíðastöðinni:"Smith Dock"í South Rank of Tees"
T.v mágkona Jóns að skíra B/V Brimnes og skipið sjálft t.h.Menn sem þekkja til "síðutogara"sjá munin á skipinu og hinum eldri útgáfunum
Milli þessara manna tókst svo góð vinátta og sem átti eftir að setja svip sinn á togarasöguna því Reed var með teikningar af togara sem var með nýju lagi sem hann taldi mikla framför frá því sem tíðkaðist á þeim tíma.Jón samdi nú við Reed um byggingu á nýjum togara með hinu nýja lagi skipið hlaut nafnið"Brimnes"Hann seldi svo Kópanesið en lét Reed byggja nýtt skip sem hlaut nafnið"Reykjanes"
1935 hætti Jón sjómennsku og kom í land til að stjórna rekstri skipa sinna.Þegar komið var fram á árið 1938 var kominn slíkur óhugur í Jón út af ástandinu í Evrópu að hann var að hugsa um að selja að minnsta kosti eitt af skipum sínum og flytja til Íslands.En útgerðarhorfur þar,voru engan veginn hagstæðar,afkoma togarana mjög erfið,Seint á árinu 1938 fékk hann frá flotastjórninni hátt tilboð í Reykjanesið sem hann tók.1939 fóru svo hjónin í orlofsferð til Íslands.Meðan hann var þar fékk hann skeyti frá skrifstofu sinni úti um að flotastjórnin hefði gert tilboð í Brimnes.Þetta var upphafið að endi útgerðarsögu Jóns Oddsonar.Nú gríp ég beint niður í endurminningar Jóns skrifaðar af Guðmundi G Hagalín sem ég hef annars stuðst við.
Í reynsluför um borð í einu skipanna sem Jón lét byggja á kreppuárunum.Jón innan um menn sem kannske sviku hann að lokum?
"Einn af góðkunningum Jóns hafði verið foringi í flughernum á stríðsárunum(fyrri ath,mín)og fengið megna óbeit á styrjöldum.Hann var og mjög óánægður með aðgerðar og úrrræðaleysi stjórnarinnar í atvinnu og viðskiptamálum.Þeir Jón höfðu oft tekið tal saman um þessi efni og reynst sammála.Þegar þau hjón komu úr orlofsförinni til Íslands,hittust þeir og ræddu ástand og horfur.Og að vanda voru þeir á sama máli.Svo sagði þessi góðkunningi Jóns:"Heyrðu eigum við ekki að ganga í þennan nýja flokk""(Frægur flugmaður úr fyrra stíði Oswald Mosley sem hafði verið þingmaður Íhaldsflokksins en gengið í raðir Verkamannaflokksins og hafði verið ráðherra í stjórn þess flokks 1929 en þegar Verkamannaflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Íhaldsflokkinn fór Mosley úr honum og stofnaði nýjan flokk sem hann kallaði Breska sambandið.Þessi flokkur gagnrýndi mjög stjórnarfarið og framkvæmdaleysið og boðaði frið í samvinnu hinna vestrænu þjóða,Aths. mín en stuðst við bók Hagalíns um Jón)
Hinn hægrisinnaði Oswald Mosley
Jóni hafði ekki áhuga á neinum pólitískum afskiftum en gekkst inn á að ganga í flokkin ef einskins yrði krafist af honum annað en að borgar ársgjald til hans.Þetta varð sennilega til þess sem á eftir kemur í lífi Jóns.En flokkurinn var eiginlega fasistaflokkur og var hliðhollur Mussólini og Hitler.Til Jóns hafði ráðist til samstarfs íslenskur maður að nafni Guðmundur Jörgensson sem unnið hafði hjá voldugu fyrirtæki"Mac Gregor Gow & Holland" og haft t.d.með að gera afgreiðslu á íslenskum togurum í Hull.Jón varð þess fljótlega vís eftir að þeir Guðmundur hófu samstarf að hið volduga félag sem Guðmundur hafði unnið fyrir,tók samstarf þeirra óstinnt upp enda höfðu þeir misst spón úr aski sínum hvað varðaði þjónustuna við íslensku togarana.Einnig varð Jón alltaf meira var við öfund og andúð í sinn garð vegna velgengni sinnar og skipssmíða á kreppuárunum..
Og nú var ekki aðeins sá höggstaður á Jóni notaður heldur var nú alið á þeirri tortrygni að hann væri útlendingur (hann hafði verið breskur ríkisborgari frá 1915)og þeim væri ekki treystandi á þessum viðsjárverðu tímumÚr bók Hagalíns:"Eitt sinn var Jón á gangi niður við skipskvína kom til hans maður sem hann hafði kynnst lítillega,og sagði við hann:""Jæja hvernig lýst þér á þetta allt saman?""O,það er ekkert á að lítast"svaraði Jón"Þér eruð þó ekki í vafa um,hverjir vinni stríðið?"spurði maðurinn og Jóni virtist einhver fíknisvipur koma á andlit honum."Nei,það er ég ekki"mælti Jón af þunga,"Sigurvegarnir verða dauði og vonbrigði""
Togari með gamla laginu sennilega B/V Geir RE
Ekki ætla ég mér að hafa skoðun á stjórnmálaskoðunum Jóns annað en það sem stendur í bók Hagalíns en ég hugsa að hann,ásamt fleirum hafi þótt til um uppbygginguna í Þýskalandi á árunum fyrir seinni heimstyrjöldina.Burtséð frá hernaðarbröltinu á þjóðverjum á þessum tíma og pólitíkinni.Ég hef heyrt að margir af okkar farsælustu skipstjórum bæði fiski/fragt hafi hrifist af uppbyggingunni og tækniframförunum sem þeir sáu í þýskum höfnum. burtséð frá allri pólítík.Menn sem komu frá landi sem moldarkofar voru enn við líði og verkfærin að miklu leiti handbörur"páll"og "reka".Þjóðverjar byggðu líka togara fyrir breta(svokallaða sáputogara"Seifen Schiffen)sem þóttu að mörgu leiti skara framúr t.d. með sjóhæfni.En 17 júlí 1940 var Jón handtekinn og settur í fangelsi fyrst í Hull en síðan í Leeds,Liverpool og síðast hafður í haldi á eyjunni Mön.
Tveir íslenskir svokallaðir "sáputogarar"Tv B/V Vörður BA og B/V Kári RE t.h.En nafnið kemur af því að bretar borguðu þjóðverjum fyrir togarana með sápu
Guðmundur Jörgenson sagði Jóni seinna,að daginn eftir að Jón var tekinn höndum hefðu togaraeigendur í Hull haldið fund og honum vikið úr öllum samtökum sínum og lagt bann á að fyrirtæki hans Oddsson & co fengi að starfa.Maðurinn sem stundum var kallaður ´Ráðvandi Jón"og Íslands Jón"var nú svikinn af félögum sínum út af greiðslu á einu ársgjaldi í hinn enska fasistaflokkinn" British Union"Hinn 3 nóv var Jón svo leystur úr haldi með vissum skilyrðum.En honum var t.d.bannað að fara til Hull þar sem fyritæki hans,eða réttara sagt rústir af þeim voru..Eftir lausnina úr fangelsi settist Jón að á eyjunni Mön og rak þar búskap.
Líkön af nýrri gerð af síðutogurum en Reed byggði fyrir Jón
Jón fluttist svo til Íslands 1955.Hann dó svo í Reykjavík 26-03-1967.Í morgunblaðinu 3 apríl 1967 er minningargrein um Jón eftir frænda hans og ævisöguritara Guðmund G Hagalín.Við samning þessa blogs er stuðst við Ævisögu Jóns Oddsonar eftir Guðm.Hagalín"Í vesturvíking"Einnig er vitnað í Ævisögu Eiríks Kristóferssonar eftir Ingólfs Kristjónssonar"Á stjórnpalli"Æviminningar Þóranis Olgeirssonar.Myndir eru sumar fengnar að"láni"úr bók Hagalíns og umræddum bókum einnig myndir sem ég hef viðað að mér úr ýmsum áttum svo af "netinu"Ég vona að einhver hafi haft ánægu af sögu þessa mikla útrásar og athafnamanns .Kært kvödd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2007 | 04:27
Ofviðrið í jan 1952
Ég "bloggaði"um daginn um "Flying Enterprise"og örlög þess.Dagurinn var 4 janúar 1952. Suður á Atlantshafi geysaði ofviðri "Flying Enterprise" á hliðinni suður þar og Gullfaxi Flugfélagsins var veðurtepptur í Prestvík.Frá Akranesi reru 4 bátar aðfaranótt hins 5 jan þrátt fyrir slæmt útlit.En spáin var :"Suðaustan kaldi fram á morgun,en þá líkur fyrir að hvessti á SA með snjókomu.Bátarnir voru:Sigrún,Fram,Valur og Ásmundur.Haldið var á svokallaða"Norðurslóð"ca 20-30 sml NV frá Akranesi.Á Sigrúnu AK 71 sem var nýlegur 65 tonna bátur byggður í Danmörk 1946(í eigu Sigurðar Hallbjarnarsonar h.f á Akranesi)byrjuðu menn að leggja línuna eftir 3ja tíma stím og tók það um 1 tíma.Þegar því lauk og verið var að setja út endabaujuna vildi ekki betur til en svo að færið lenti í skrúfuna .Guðmundur ((Jónsson) skipstjóri stöðvaði vélina af bragði,færið skorið frá og síðan haldið að næsta flotholti.Þegar hér var komið var komið SA hvassviðri og sjór allmikill.
Guðmundur Jónsson t.v stóð við stýrið allan tímann sem þeir börðust við ofviðrið og hvað sem á gekk sást honum aldrei bregða.T.h áhöfnini á mb Sigrúnu.Fremriröð frá v Þórður Sigurðsson stm.Guðmundur Jónsson skipstj.Gunnar Jörundsson 1sti vélstj.Aftari röð frá v.Ásgeir Ásgeirsson matsv.Trausti Jónsson hás.Kristján Fredriksen 2ar vélstj.Myndin sem tekin var af þeim félögum nokkru eftir hrakningarnar er tekin úr bók Sveins Sæmundssonar"Menn í sjávarháska"
Meðan Sigrún sigldi að næsta bóli og mennirnir fengu kaffi herti veðrið mikið.Vindurinn hafði snúist og og var nú komið SV rok sjólagið versnaði þegar SV stormurinn skall á austanöldunni.Þetta er að hluta tekið úr bók Sveins Sæmundsonar.Menn í sjávarháska(útgefinni1966)Síðan er lýst ótrúlegum baráttu skipverja fyrir lífi sínu.Skipið fékk á sig hvern brotsjóinn á fætur öðrum.En með ósegjanlegum dugnaði og miklum sjómannshæfileikum tókst Guðmundi og skipshöfn hans að halda bátnum á floti.á einum stað stendur m.a:"Veðrið var nú orðið ofsalegt og sjólag með versta,sem gerist.Brotsjóir risu og hnigu."Brú bátsins fylltist og talstöð varð óvirk.Þessa nótt bar Sigrúnu SV yfir Faxaflóa og kl 6 á sunnudagsmorgunn höfðu bátsverjar landkenningu.þeir sáu vita aftur út og taldi Guðmundur að um Garðskagavita væri að ræða.Þeir myndu því vera í Miðnessjó.Síðan segir m.a:"Ennþá var veðurofsinn slíkur að Guðmundur taldi óráðlegt að snúa skipinu undan,Með morgunskímunni lægði veðrið heldur,þótt enn væri stórviðri.
Ekkert sást til lands vegna særoks og myrkurs er þeir hófu undirbúning að siglingu heim á leið..Þeir tóku rúmdýnurnar,gegnvættu þær í olíu og bundu færi um.Um áttaleytið snéri Guðmundur skipinu undan og hélt með mjög hægri ferð skáhallt undan veðrinu með stefnu næst norðri.Um leið létu bátsverjar dýnurnar fyrir borð og festu færin afturá.Olían smitaði og lægði sjóina sem komu æðandi á eftir skipinu,en þessa naut of skamma stund við"Þórður(Sigurðsson stm)hafði brotist upp á brúarþakið til að reyna að sjá til lands.Allt í einu reið brotsjór á skipið stb og kastaði því á hliðina .Kristján(Fredriksen 2 vélstj)sem staddur var í stýrishúsinu sér er Þórð tekur út af þaki stýrishússins og lætur Guðmund vita um að Þórð hefði tekið fyrir borð.Svo segir m.a:"það sem skeði á næstu mínútunum er næstum því yfirnáttúrlegt"Síðan segir frá þegar þeim tekst með harðfylgi að bjarga Þórði sem var orðinn meðvitundarlaus þegar þeir náðu honum.En lífgunartilraunir báru árangur og komst Þórður fljótlega til meðvitundar aftur og hresstist brátt.,
Síðan hélt ferðinni áfram í æðandi brotsjóum.Þegar bjart var orðið var rokið hið sama,V/B Sigrún sigldi með hægri ferð skáhallt undan veðrinu og snögglega versnaði sjólagið til muna og taldi Guðmundur þá komna í Garðskagaröstina.Þarna varð darraðardansinn en ferlegri en þar sem þeir höfðu verið fyrr um morgunninn.Þeir höfðu fengið á sig 3 brotsjói í þessum róðri.Síðan segir í bók Sveins:"Hverjar sem hugsanir skipstjórans hafa verið er þeir sigldu austur yfir Garðskagaröst í trylltum ham,þá sá honum enginn bregða,né heldur í annan tíma í þessum hrakningum.Eftir nokkurn tíma breyttist sjólagið aftur til hins betra og Guðmundur og menn hans sáu að allt hafði verið rétt sem hann hafði sagt um siglinguna"Rétt á eftir fann Varðskipið Þór bátinn og fylgdi honum til Akranes,Og síðan segir:"Og þegar Sigrún renndi inn á lygnuna fyrir innan enda hafnargarðsins á Akranesi um kl 17 á sunnudag voru um 2 hundruð manns komnir á bryggjuna til þess að taka á móti mönnunum sem svo sannarlega voru heimtir úr helju"
mb Sigrún AK 71 að koma til hafnar á Akranesi sunnudag 6 jan 1952.Ílla útleikin.Myndin tekin úr bók Sveins
Af hinum bátunum er það að segja að M/B Valur kom aldrei að landi.
Valur AK sem fórst í veðrinu.Myndin tekin úr bók Jóns Björnssonar Íslensk skip
En það skeði fleira í þessu fárviðri.V/S Eldborg MB 3 lá við bryggju í Borgarnesi er veðrið skall á.Áhöfninni tókst með harðfylgi að koma vélinni í gang og stýra skipinu upp í svokallaða "Samlagsfjöru"Það er óvíst um leikslok hefði skipið lent í sjálfu Brákarsundinu og í bardaga við Brákarsundsbrúna,.Ég fylgdist með þessu eftir að birti laugardaginn 5 jan. úr svefnherbergisglugga foreldra minna.
Ég átti heima í húsinu sem ber yfir hvalbakinn á Eldborg á myndinni t,v á strandstað í Borgarnesi í Jan 1952.Til gamans þá fæddist ekki ófrægari maður en Ólafur Thors í þessu húsi.Sem var ráðherra þegar Sjómannadeginum var komið á fyrir 69 árum.
Ég gæti verið einn af"guttunum"á myndinni til hægri.Myndirnar af Eldborginni á strandstað teknar úr bók"Hassa"um Eldborgina
Svo er veðrinu hafði slotað 7 jan þá var ég ásamt fleirum staddur við strandstað Eldborgar:Sést þá ekki hvar kemur skip inn fjörðinn og fer nokkuð óvanalega leið en rambar samt framhjá verstu skerjunum.Ástæðan sennilega sú að sjávarhæðin var mikin eftir þetta mikla SV rok.Nema hvað skipið nálgast nú þorpið á réttri leið.Menn með vit á skipum sögðu þetta togara og töldu að þarna færi rammviltur"tjalli"Þegar skipið er komið ca þvert af Rauðanesi(nes nokkuð vestar í firðinum en þorpið)snarbeygir það í bb og strandar á nesinu.
Faxi ex Arinbjörn Hersir. Myndin úr bók Jóns Björnssonar
Slysavarnarmenn voru farnir að tygja sig til ferðar á strandstað og bjarga mönnum þegar uppgötvaðist að þarna var á ferðinni B/V Faxi(áður Arinbjörn Hersir)sem strokið hafði úr Hafnarfjarðarhöfn.Hann hafði sem sé slitnað þar frá bryggju og siglt aleinn yfir alla boða og sker inn í Borgarfjörð.Ótrúlegt.Kristján Gíslason vélsmiður sá kunni skipabjörgunarmaður náði svo báðum skipunum út óskemmdum.
Hinn kunni skipstjóri Sigurjón Einarsson oft kenndur við B/V Garðar keypti ásamt Jóni Gíslasyni útgerðarmanni í Hafnarfirði togaran Arinbjörn Hersir og skírðu hann Faxa,Á myndinni sést hann í brúarglugganum og skipshöfnin fyrir framan spilið.Sigurjón var einn af helstu baráttumaður fyrir Sjómannadeginum sem ósvífnir"auraapar"vilja nú feigan.Myndin úr æfiminningum Sigurjóns
Í sambandi við þessa frásögn hér að framan þá finnst mér það lýsa auðvirðilegri lákúru við minningu þeirra manna sem þarna börðust við ofureflið og höfðu sigur í þetta sinn með dugnaði.snilldar sjómennsku og ósérhlífni.Og fleiri dæmi má nefna um menn sem höfðu sigur þar má nefna t.d hrakningar M/B Kristjáns 1940.Björgu 1948.og fl og fl.
Að ég tali nú ekki um þá sem þarna létu lífið sem og í öðrum sjóslysum. Hvernig nokkrir menn blindir af fégræðgi ætla sér að eyðileggja þann minningardag sem Sjómannadagurinn er,um hetjulega baráttu sem oftar enn ekki enduðu með ósigri.Þótt sumir af þeim"drullist"til að gera vel við sitt fólk á einhverjum bæjarhátíðum Mér finst það stéttarfélögum sjómanna og bæjaryfirvöldum á þeim stöðum sem útgerð er,það til háborinnar skammar að leyfa þessum mönnum að fótumtroða minninguna um þá menn sem lögðu lífið að veði til að framfleyta þessari þjóð.Og sannarlega lögðu grunnin að auði þessara "aurafífla"
Sjómannadagurinn á ekkert frekar að vera einhver skemmtihátið sjómanna heldur og ekki síst minningardagur um þá sem ekki höfðu þá gæfu með sér að ná landi.Kært kvödd.
Ps:þær myndir sem engar skýringar eru við eru teknar af netinu
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2007 kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.9.2007 | 23:47
Árans
Ég veit að það er að"bera í bakkafullan lækinn"að tala um þessa"árans"ferju sem keypt var til Grímseyjarferða.Ef maður les frétt Moggans í dag um þessa margumtöluðu ferju þá tekur maður eftir að það er sett komma yfir 2 a-um í nafninu.Oilean Arann og skipið nefnt:Oileáin Árann.Þetta mál er allt að verða að sem gæti verið svo vægt sé til orða tekið"árans klúður"hvað sem svo olíuám viðkemur.Ég skil bara ekki þar sem segir t.d.í greinini"Sturla Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra tók um það pólitískt upplýsta ákvörðun að hafa heimamenn í Grímsey með í ráðum varðandi endurbætur á ferjunni Oileáin Árann. Þetta gerði hann eftir að hann kynntist óánægju Grímseyinga með kaup á ferjunni frá fyrstu hendi í ágúst 2005, þegar hann var þar staddur í embættiserindum"Fv ráðherra samgangna ætlar að klína klúðrinu á Grímseyinga sjálfa.
Nú væri gaman að hann tæki um það"pólitískt upplýsta ákvörðun"að upplýsa eftirfarandi:Af hverjum keypti íslenska ríkið virkilega skipið ?Er fótur fyrir þeim kvitti sem heyrist í"frumskóartrommunum"að íslenskir aðilar(jafnvel búsettir í Dublin)hafi keypt skipið fyrst en selt svo íslenska ríkinu gripinn með dágóðum hagnaði ?í gegn um hvaða"meglara"var skipið keypt og hver var þóknun hans?.Mér finnst bæði nv og fv ráðherrar samgangna skulda þjóðinni svör við þessum 3 spurningum.Ef hreint mjöl er í pokahorninu á ekki að vera vandi fyrir þá að svara þessum sjálfsögðu spurningum.Það ætti að taka af allan vafa og þagga niður í"frumskóartrommunum"Og að saklausir menn séu þá ekki undir neinum grun.Hvað varðar þátt"Eyjaskegga"sjálfra er vert að rifja upp hvað stóð í"Fréttablaðinu"þ 16 ágúst.Þar er rifjað upp svolítið um aðdraganda málsins.Þar segir m.a. um atburðarrásina"Apríl 2003 Samgönguráðuneytið skipar starfshóp til að fjalla um samgöngur til Grímseyjar.
Febrúar 2004:þar er sagt frá skilum starfshópsins og segir m.a:"Þar kemur meðal annars fram að Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og AÐALRÁÐGAFI(Leturbr.mín)Vegagerðarinnar í FERJUMÁLUM(leturbr.mín)hafi verið fenginn til ástandsgreina Sæfara gömlu Grímseyjarferjunnar.Í niðurstöðu greiningar hans kom fram að kostnaður við að halda Sæfara úti sem Grímseyjarferju til ársins 2018 væri um 137,8 milljónir"Segi og skrifa 137.8 milljónir"(innskot mitt)Í áliti starfshópsins kom ennfremur fram að það væri óraunhæft að fara út í þær breytigar,sérstaklega með tilliti til þess kosnaðar sem Einar ætlaði til að breytingarnar hefðu í för með sér(Voru það ekki þessar 137.8 milljónir,ath.mín)Síðan er sagt frá að það sé samdóma álit starfshópsins að huga að nýsmíða skip og vegna ástands á skipamörkuðum séu kaup á notuðu skipi útilokuð að ráði títtnefnds Einars.
15-16 Nóv 2004:"Sami Einar Hermannsson fer til Írlands til að skoða"Oilean Arann"til að meta hentugleika skipsins til Grímseyjarsiglinga.Ferðin farin samkvæmt ósk Vegagerðarinnar"
19 nóv 2004:"Skýrsla Einars Hermannssonar um skoðun á "Oilean Arann" er afhent Vegagerðinni.Þar kemur fram að Einar telji skipið MJÖG HENTUGT(leturbr.mín) til Grímseyjarsiglinga.Áætlar hann að kaup og endurbætur á því um 150 milljónir(takið eftir:aths.mín)Segir hann ennfremur að að nýsmíði á skipi muni kosta um 600 miljónir:Því segir hann Oilean Arann vænlegan kost"(athyglisvert miðað við seinni yfirlýsingar hans sjálfs.Aths.mín)
12 apríl 2005.Þar er minnisblað frá Vegagerðinni dagsett þ.5 apríl sama ár kynnt ríkisstjórninni.Þar er ma.a talað um að heildarkosnaður við kaup og endurbætur á ferjunni séu 150 miljónir og tekið fram að þá yrði ferjan komin í 1sta flokks ástand(í hvaða flokki skildi hún vera eftir 400 milljónir.aths mín)Ríkisstjórnin veitir heimild til kaupanna á Oilean Arann á grundvelli þessarar áætlana.
23 sept 2005 Ólafur J Briem skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun fer Írlands að skoða Oilean Arann að beiðni samgönguráðuneytis með í för eru fulltrúar Grímseyjar og Vegagerðar.
25 sept 2005:Ólafur skilar skýrslu sinni til samgönguráðuneytis.Hún er svört og segir hann m.a.að ástand skipsins sé"í einu orði sagt hrörlegt sökum vanhirðu og skorts á viðhaldi."Síðan rekur hann ýmislegt um hvað hann og Grímseyjingar höfðu um skipið að segja sem ég nenni ekki að rekja hér.
Svo kemur "rúsínan í pylsuendanum"
26 sept 2005:"Sveitastjórn Grímseyjar sendir samgönguráðuneytinu póst þar sem hún segir:"að miðað við þau gögn sem hún (sveitarstórnin)hafi undir höndum og eftir að hafa kynnt sér ástand"Oileain Arinn"geti hún ekki mælt með því að skipið verði keypt að svo stöddu,Þar kemur einnig fram að sveitarstjórnin telji varhugavert að áætla að kostnaður við að koma Oilean Arann í viðunandi horf sé minni en nýsmíði á skipi".
Þetta er svona í stuttu máli sem stóð í"Blaðinu"þ.16 ágúst núna annó 2007.Þetta er orðið með endemum hvernig menn reyna að bera af sér sakir.Enn og aftur má almenningur hlusta á endalausar lygar af hálfu þeirra sem hann hefur valið til stjórnunar á landinu.Maður hlýtur líka að spyrja sig af hverju getur Vegagerðinn ekki notað Skipaverkfræðinga annara ríkisstofnunar þ.e.a.s.Siglingarstofnunar en þarf að leita ráða hjá aðilum í "einkageiranum"
M/S Hekla 3 við bryggju í Grímsey
Svonalagað skil ég,að mestuleiti ómenntaður maðurinn ekki.Þessir spekingar hjá viðkomandi stofnunum gætu kannske útskýrt það fyrir mér við tækifæri.Hvernig geta þessir menn ætlast til að ungdómurinn hegði sér sæmilega þegar stjórnendur landsins hegða sér eins og þeir gera.Standa ljúgandi án þess að blikna fyrir framan alþjóð trekk í trekk.Hvað ungur nemur gamall temur.Og nú vil ég að hinn ræðustólslemjandi áður óbreittur þingmaður og núverandi ráðherra samgangna láti að ósk sinni þá, um að öll gögn í málinu komi upp á borðið.Annars er hann maður að minni.
Ég las einhverstaðar (mig minnir haft eftir Jonathan Swift hinum Írska höfundi ferða Gulivers)að allir miklir ríkisráðandi menn fylgdu 2 meginreglum "að láta sér aldrei bregða og standa aldrei við orð sín"Kært kvödd
![]() |
Sturla mælti fyrir um samráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2007 | 22:47
Lottóvinningurinn
Hvernig getur staðið á því að sá sem seldi segir þetta:"Þegar þú kaupir notað skip þá þarftu að eyða í viðgerðir og ég vissi að Íslendingarnir þyrftu að eyða miklum fjármunum í þær," segir Kevin O'Brien, fyrrum eigandi Oilean Arann"Af hverju var ekki hlustað á hann þegar hann talar um mikla fjármuni.Var ráðgöfum íslenskra stjórnvalda skítt sama hvað myndi kosta að gera við hana.Hvernig getur verið að eins vanir menn sem ráðgafar ríkisins í þessu máli eru taldir vera hlusta ekki á og/eða gera sér ekki grein fyrir hverskonar"ryðkláf"þeir voru að láta kaupa fyrir almannafé.
Nú vilja menn vita í gegn um hvaða skipasala voru kaupin gerð?Og hver fékk sölulaunin fyrir söluna?Og hvað voru þau há?.Það er skylda nv samgönguráðherra að upplýsa það mál,Hann getur ekki skotist undan þeirri kröfu eftir aðkomu hans að málinu sem óbreitt þingmanns.Eru sölulaunin innifalin inni í þessu kaupverði sem virðist rokka frá 104-108 milj.Ef þetta er talinn hár"lottóvinningur"í Írlandi þá gef ég lítið fyrir lægri vinningana
![]() |
Ísland vann í lottóinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2007 | 03:24
Póli-tík
"Ein gagnlegasti lærdómur sem lífið hefur kennt mér er að þöngulhausarnir hafa oft rétt fyrir sér".Þetta á ekki ómerkari maður en Sir Winston Churchill að hafa sagt einhverju sinni.Síðustu daga/vikur hafa framámenn í þjóðfélaginu sem hlynntir eru Bakkafjöruhöfn farið"hamförum"í áróðri sínum fyrir þessum framkvæmdum.M.a aðstoðarmaður ráðherra samgangna og stjóri bæjarmála í Eyjum.
Báðir þessara manna hafa aðeins nefnd einn mann til sögunnar sem andstæðing þessara framkvæmda þ.e.a.s Grétar Mar.Stjóri bæjarmála í Eyjum endar grein sem hann skrifar í "Fréttir"(bæjarmálablað í Eyjum) með þessum orðum."Dómsdagsspár sjálfskipaðra sérfræðinga eru ekki til þess fallnar að verða til stoðar,frekar en innantómir fagurgalar.Vöndum okkur því ábyrgðin er mikil:"Í sama blaði skrifar einn sá maður sem ég myndi telja hafa meira vit á Bakkafjörumálinu en fyrrgreindir meðmælendur málsins til samans og ég veit að Grétar fyrirgefur mér þó að ég fullyrði að fyrrgreindur maður hafi meira vit á staðháttum þarna en hann.
Þessi maður sem hefur ekki setið á sínum skoðunum á þessu máli segir m.a. í þessari grein sinni""Verði farið af stað með litla 500 metra sinnum 10 metra háa sjávarnargarða sem hannaðir eru samkvæmt skýrslu Siglingarstofnunar,er betur heima setið en af stað farið.Þar sem litla ferjuhöfnin verður sífellt full af sandi eða ófær vegna veðurs og brims þar sem hún er staðsett inni í brimgarðinum og nær ekki út fyrir rifið.Ætla starfsmenn og hönnuðir Siglingarstofnunar að vera ábyrgir fyrir því að frátafirnar á ferjusiglingum Herjólfs í Bakkafjöru,í litla og ófullkomna höfn,verði ekki meiri en nú eru á siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar""Svo mörg voru orð þessa þaulvana skipstjórnarmanns sem stundað hefur sjó úr Eyjum um árabil.
Ég hef ekki skilið þennan"Dómdagsspámannsstimpill"sem Grétar Mar er búinn að fá á sig frá títt fyrrnefndum 2 herramönnum.En það getur hreinlega komið honum vel.Það má taka það svo að hann sé eini maðurinn sem kannske hægt sé að taka mark á.Hinir séu ekki svara verðir.Mér fannt það dálítið broslegt að stjórn bæjarmála í Eyjum hélt blaðamannafund um borð í einu af hinum nýju og glæsilegu fiskiskipum sem nýlega eru komin þangað.Hvers eigandi lét þau orð falla um tilvonandi framkvæmdir í samgöngumálum,að þau væru það sem danir kalla"humbug"Hann tók samt ekki svona til orða en ég man ekki lengur orðið sem hann notaði en ég man að meiningin var á þessa vegu.Ég hef haft mínar áhyggur af þessari tilvonandi höfn sem ég byggi á minni reynslu frá höfnum þar sem mikið brim er útifyrir.
Og ég veit að ég deili þeim áhyggum með mér,miklu reyndari skipstjórnarmönnum um að í miklu brimi gæti maður rekið"afturendann" svo niður að stýri og skrúfur löskuðust og skipið yrði stjórnlaust.Við skulum hafa það hugfast að tilvonandi skipstjóri verður að koma inn í höfn sem hvorki hann né aðrir þekkir og með skip sem hann er ekkert farinn að þekkja á.Ég á góðan kunninga í Siglingastofnun sem er hlynntur málinu og ég hef hlustað á hans rök og get fallist á nokkuð af þeim.Einnig hlustaði ég á aðalhönnuð hafnarinnar í sjónvarpinu í gær,að mig minnir og mér fannst hann komast vel frá því viðtali.Og ég veit að hann hefur beðið samstarfsmenn sína að skrifa niður öll rök fyrir framkvæmdinni hvort þau séu með eða á móti sem falla er menn skoða líkanið.Þessi maður var ekki með neina sleggudóma um menn sem ekki eru sammála honum og kalla þá"Dómsdagsspámenn"
Það er oft svo að þegar menn vantar rök þá grípa þeir til skítkasts.Ég skora á menn að ræða þessi mál án nokkura fordóma eða hnútukasta.Fá álit sem flestra skipstjórnarmanna og þá á ég við skipstjórnarmenn hvaðanæfa að.Hvað segja t.d.skipstjórar sem siglt hafa mikið á ströndinni hérlendis.Hvað segja t.d. ferjuskipstjórar frá Hanstholm og fleiri höfnum sem aðstæður gætu gætu verið líkar þessari fyrirhugaðri höfn.Hvað segja t.d.núverandi og fv skipstjórar á"Herjólfi"Við skulum láta stóru orðin og flokkadrættina(og kannske sumarhúsamálin)víkja fyrir málefnalegri umræðu.
Myndirnar eru allar teknar án leyfis af "Shipspotting.com"nema Bakkafjöruuppdrættirnir
Bertrand Russel á að hafa sagt eitt sinn"Það versta við veröldina er að þeir heimsku eru ávallt vissir í sinni sök en þeir vitru eru fullir efasemda""Kannske full djúpt í árinni tekið og þó.Ég vil enda þessar vagngaveltur mínar með orðum Bæjarstjóra í Eyjum er hann segir:""Vöndum okkur því ábyrgðin er mikil""Undir þau orð tek ég.Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 00:56
Ferðasaga 4
Ég skildi við ykkur í Galvestone,eftir mikið"skuespil"þar.Næsta höfn var Puerto Limos i Costa Rica.Á leiðinni kom skeyti frá útgerðinni um næstu lestun en hún var "Full//bekvem last af Greenheart lumber.Georgtown/Glasgow"Einnig kom skeyti þar sem okkur var hælt í hástert yfir góða skipulagningu á þeirm farmi sem við vorum að klára að losa,Og ég veit að skipið fékk fleiri svona túra eftir að ég hætti.Og er faktíst í "timecharter"hjá sömu aðilum.
Kvöld í Carrabean Frá Costa Rica Myndir teknar í óleyfi af "Netinu"
Við komu til Puerto Limos að kveldi 2nnars jóladags og vorum aðeins 2 tíma í höfn.Við fengum leiðindaveður til Georgstown og komum þangað 5 jan 2004.Greenheart er trjátegund sem (að ég held)aðeins vex í Guyana og í Belize.Þetta er mjög harður viður og er svo þungur í sér að hann sekkur.Greenheart er t.d.notað í undirstöður járnbrautarteina og í bryggjur.Hann mun vera á válista S.Þ um tré í útrýmingarhættu.Það er mikið hægt að skrifa um Georgtown.Og ekki á færi svona staula eins og ég er í skrifum.
Þinghúsið í Georgtown Fiskimaður á Demerara River Brú yfir Demerara River
Myndir af netinu
Georgtown liggur við Demerara River.1966 fékk landið sjálfstæði.Fyrst voru sósjalískar stjórnir við völd sem hafa kannske ekki tekið málin nógu föstum tökum.Og ef Skotinn (eigandi farmsinns)vinur minn er traust heimild náðu nokkrir"gæðingar"tökin á öllu sem máli skifti Auðsjáanlega hefur verið gróska í öllu þarna það bera hálfhrunin mannvirki á öllum sviðum merki um.Hver á aðalsökina ætla ég mér ekki að dæma um.Eigandi,farmsins fyrrnefndur Skoti var staddur þarna.Bara til að fá farminn keyptan þurfti hann að setja peninga inn á bankareikninga í Sviss einskonar mútur.Síðan þurfti hann að semja um verðið og borga farminn áður en afhending ætti sér stað.
Bryggjumyndir frá Georgtown.Mínar myndir
Oft þyrfti hann að bíða eftir afhendingu.Þarna fer maður ekki í land öðruvísi en með vopnuðum verði.Glæpir eru mjög algengir þarna.Almenningur sýpur dauðan úr skel meðan auðmennirnir velta sér uppúr peningum.Mig minnir að verkamenn vinni sér inn 5 dali á dag.En verðlag er í lægra lagi og vegna þess fór ég einn daginn aðeins í land til að kaupa mér T- shirts og stuttbuxur sem lítil not hafa orðið af vegna þess sem síðar skeði í heilsufarsmálum.Ég hafði komið nokkrum sinnum til Georgtown(sigldi þangað t.d nokkrar ferðir með "Rís")en aldrei haft tíma til að fara í land.
Gamlir og yfirgefnir dallar
Og svo bauð Skotinn okkur Andrési í kvöldverð með farmseljendunum eitt kvöldið.Þeir komu í stórum Mesedes bílum akfeitir með gullhringi á flestum fingrum og gullsnúrur um hálsinn.Illskiljanlegir hvað ensku snerti..Svo komu 2 af þeim um borð meðan á lestun stóð og ég átti mátt með mig þegar verið var að hjálpa þessum"drekum"um borð.En þarna virtist allt vera í niðurníðslu sama hvert litið var.Hrunin hafnarmannvirki eru minnismerki um blómlegt líf við höfnina
Sennilega 2 gamlir"danir"Lady Zai til vinstri Marline í miðju og svo gamall "landi" Albert 1 ex Eldvík en þessa mynd tók ég Í Georgtown í einni af mínum fyrri ferðum þar.
Ömurlegt satt að segja.Einhversstaðar stendur að"Það eru ekki minnismerkin sem segja okkur söguna.Það eru rústirnar""Það má kannske segja um Georgetown.Hvarvetna blasa við manni rústir verksmiðja og leifar af blómlegum iðnaði.
Mörg "stykkin"vógu um og yfir 30 tonn og þau urðum við að taka með báðum bómmunum.
Þetta var dálítið erfið lestun.Komið var með tréð á prömmum.sem stundum þurfti að taka frá og koma með annan í staðin með passandi tré.Málbandið mikið notað.Öll trén sem eru sneidd eru höggvin til með öxum.
Við bryggju í Georgtown í nógu að snúast
Skotinn vildi meina að eftir að"innfæddir"tóku við völdum þá hafi þeir hirt allan ágóða af iðnaði og námugreftri en ekkert gert til að halda hlutunum við.
Lega Gyuana
Þennan fengum við á leiðinni þangað en við höfðum yfirleitt færi úti á siglingum og fengum oft á krókinn T,d sverðfisk eins og þennan,gullmarkril og túnfisk.Allt án kvóta
Lestunin gekk vel og allir voru ánægðir.Hún tók 5 daga og fórum við frá Georgtown þ 9 jan 2004.
Við komum svo til Glasgow þ 25 jan eftir viðburðarlitla ferð.Þá þegar höfðum við fengið að vita að skipið átti að lesta aftur til Falklandseyja.Í Glasgow fórum við Andreas skipstjóri í frí.Hann eina ferð eins og ég ætlaði líka en ég var sleginn út af laginu um tíma af þeim leiða sjúkdómi Krabbameini.Þetta varð svo síðasta sjóferð mín til Carrabean Sea.
Þessar myndir eru fengnar að"láni"af Netinu en þær eru fra Greenock(Rétt hjá Glasgow) þar sem við losuðum
En Andreas er enn skipstjóri á Marianne Danica og siglir nú í "timecharter"hjá sömu aðilum sem áttu IMO farminn forðum.Hann átti líka eftir að fara nokkrar ferðir til Falklandseyja.Lesta svo í Brasilíu til Carrabean og svo lesta Greenheart lumber í Georgtown.
Frá Greenock og Glasgow sjálfri Myndirnar fengnar að láni af Netinu
En skipstjórinn sem leysti hann af í Glasgow forðum heitir Niels Nielsson og er það í síðasta skifti sem ég hef séð hann,en hann var að losna úr "gíslingu"sjóræninga í gær.En hann er nú skipstjóri á"Daniva White"Eftir að hafa náð mér nokkurn veginn af"krabbanum"og byrjað að sigla aftur og vonast til að komast á mitt góða skip"Marianne Danica"varð ég að látra í minni pokann þar sem"pumpan"bilaði.Svo núna sit ég og læt hugan reika til baka.Reyni að koma orðum að þessu reiki ef einhver hefði smá ánægju af því.Á milli þess sem ég reyni að"rífa"kjaft yfir ýmsu sem fellur ekki að þeim skoðunum sem ég leyfi mér að hafa og fáir hafa áhuga á
Kært kvödd
19.8.2007 | 20:00
Lögregla m.m.
Ég hef áður hælt Geir Jóni Þórissyni.Mér finnst hann komast vel frá sínu starfi.Mér finnst hann heill og samkvæmur sjálfum sér.Og hann er þeim eiginleika gæddur sem mér finnst vanta svo mikið hjá flestum stjórnendum hjá "Ríkisbatteríinu" að geta viðurkennt það,ef mistök verða hjá hjá viðkomandi stofnun.
Til hægri Geir Jón í glímu við Gísla Óskars á Þjóðhátíð 1975.Myndin tekin í leyfisleysi af heimssíðunni WWW:heimaslóð.is
Ég man eftir einum af ónefndum forvera hans í þessu starfi sem aldrei gat viðurkennt að neitt væri aðfinnsluvert. hjá sínum mönnum.Þótt að margt benti þess gagnstæða.Geir Jón virkar þannig á mig allavega að hann geti frekar verið mannasættir heldur en hitt..Mér eru minnistæðir lögreglumenn í bæ úti á landi þegar ég var ungur og Bakkus var mitt"idol" Það voru 4 almennir löggæslumenn í þessum bæ.2 voru ornir vel fullornir en hinir 2 töluvert yngri.Þeim var yfirleitt skipt þannig niður á vaktir að þeir eldri voru saman á vakt á móti þeim yngri.
Þessar myndir hafa ekkert með efnið að gera annað en að þær eru teknar af heimasíðu lögreglunar og náttúrlega án leyfis.
Það voru oft böll um helgar og í landlegum í öðru eða báðum samkomuhúsum þessa bæjar,Það brást aldrei að allt var snarvitlaust í slagsmálum og látum þegar þeir yngri voru á vakt en það hreyfði sig varla nokkur maður er hinir áttu vaktina.Þeir yngri óðu yfirleitt með kylfurnar á lofti að mönnum sem voru kannske að gera sig klára í slagsmál en hinir komu að svipuðum atvikum með sínum rólegheitum og oftast tókst þeim að stilla til friðar áður en eitthvað varð úr orðahnippingum.Ég upplifði það sjálfur er þjónustuferill minn hjá Bakkusi stóð yfir hvernig lögregluþjónar gátu sett allt á annan endan með sinni framkomu..Ég einhvernvegin upplifi Geir Jón þannig að hann sé með það á hreinu hvernig á þessum málum eigi að taka.
En mikið vorkenni ég æðsta yfirmanni hans ráðherra dómsmála.Sem aldrei hefur gert misstök og er í mínum huga sá sjálfumglaðasti maður sem ég þekki til.Ekki það að ég þekki hann nema af því sem frá honum kemur í ræðu eða riti..Enda geri ég ekki ráð fyrir að honum þætti ég samsvara hans stöðu í þjóðfélaginu""Og úr því þeir krossfestu þig Kristur / hvað gera þeir við ræfil eins og mig""Nú varð hinum þekkta grínteiknara Sigmund það á að særa tilfinningar hins tigna mans.Ég má bara ekki mæla. Hvernig dettur Sigmund í hug að gera svona ósvinnu.Ég ætla bara að vona að um þetta sé einhvernig veginn hægt að kenna háum aldri hans um.Ég ætla líka bara að vona að Sigmund sjái að sér og teikni strax mynd af háttvirtum ráðherra þar sem "Geislabaugurinn"sjáist vel.
Svo að öðru máli en skyldu upphafinu á greinini.Mér finnst Vilhjálmur "Borgó"komast nokkuð vel frá sínum málum,En þó er ég ekki sammála honum og fleirum sem vilja"Ríkið"burt úr Austurstræti.Og í því máli finnst mér satt að segja hann ekki vera samkvæmur sjálfum sér.Í Njálsgötu málinu(Dvalarstað fyrir útigangsmenn)hafði fólkið aðallega áhyggur af barnaleikvelli þar í grennd."Villi"afgreiddi það mál með að segja að vel yrði fylgst með þarna.Af hverjum? spyr ég.Og ég held að svarið sé:"af lögreglunni"Getur þá lögreglan ekki líka haft auga með að útigangsmennirnir séu ekki að ónáða fólk hvort það eru"túristar"eða bara venjulegt fólk sem ekki á í vandræðum með drykkju sína og þurfa að koma í"Ríkið"Nú er málið það að ég er mjög hrifinn af framtaki "Borgarinnar"í húsnæðismálum útigangsmanna.
En ég er ekki viss um að Njálsgatan sé kannske alveg sá staður sem hentar slíku húsnæði.Ég á gott með að setja mig í spor "útigangsmanns".Var einn af þeim oft svona milli skipa o.sv.fr þegar samvinna okkar Bakkusar var sem mest.Ef að lögreglan er sýnileg við"Ríkið"og myndi ávíta mig og biðja mig um að hætta að vera að"betla"þarna annars myndu þeir"taka mig" þá færi ég af staðnum og leitaði færist annarstaðar.Nú svo yrði kannske komið uppí"bokku"og ég myndi fara að draga mig að næturstaðnum.Ég kæmi að barnaleikvellinum.Ég veit að mörgum af okkur þessum mönnum sem misst hafa þráðinn í lífinu og sem ekki hafa náð honum (þó að mér hafi tekist það)þykir verulega vænt um börn.Alveg án nokkurar ónáttúru.
Ég gæti vel ímyndað mér að mig myndi langaði tala aðeins við krakkana á eins heilbrigðan hátt og mér væri unnt.Ég gæti trúað af minni reynslu að flestir þessara manna séu góðmenni inní sér og vilji þessum börnum ekkert illt.En ef ég ætti t.d.barnabarn á þessum leikvelli væri ég ekki hrifin af slíku.Þegar ég fyllti þennan flokk þá lágu gamlir og yfirgefnir bátar og togarar við Ægisgarðinn.Mín"hótel"hétu t.d Bragi(af mörgum kallaður Ameríku Bragi vegna þess að hann var smíðaður þar)og Íslendingur.Ég hafði yfirgefið þennan mannlega"vígvöll"þegar "hótel Síríus"komst í gagnið.Öll þessi"hótel"voru yfirleitt fjarri mannabústöðum eins og sést á upptalningunni fyrir þá sem þekkja til Reykjavíkurhafnar.
Þessir menn áttu það allir sameiginlegt að vera skáld hver á sínu sviðinu og þykja sopinn góður.Til vinstri Eyjólfur kallaður ljóstollur.Síðan Modest Mussorgsky frægt drykkfelt tónskáld og síðan mynd af kápu á ljóðabók Vilhjálms frá Skáholti
Ég er mjög fylgandi dvalarstað fyrir utangarðsmennn.En nærvera við barnaleikvöll er kannske ekki alveg besti staðurinn.Það hlýtur að vera að hægt sé að finna hentugri stað.Þetta sagði Ólafur Þ Þórðarson eitt sinn í þingræðu""Það minnir á það að Vilhjálmur frá Skáholti orti ljóð utangarðs. Það er enn stefnt að því að utangarðsmenn skuli vera í þessari borg. Vissulega getur verið að það stafi af því sama og var hans meinsemd. Hann sagðist hafa vanrækt að vinna fyrir Ólaf Thors og Co"".En sýnileg löggæsla er heldur ekki nóg ef lögreglumennirnir eru ekki starfi sínu vaxnir.Þ.e.a.s kunna ekki að tala menn til og vera með einhvern óþarfa ofstopa .Ég veit líka að þeir þurfa oft að taka á sínum stóra sínum í sambandi við drukkið/dópað fólk.Og þessi heimur fer harðnandi og starf lögæslumanna síður en svo öfundsvert.En með þann yfirlögreglumann sem allavega er í Reykjavík finnst manni að hægt sé að horfa jákvætt fram á veginn í þessum málum.Ég vona að við eigum sem flesta Geir Jóna
Reykjavíkur breiður bær
bestu kostum hlaðinn,
- heilags anda blíður blær
breiðist yfir staðinn.
Þetta orti Eyjólfur "ljóstollur" um bæinn sinn
Og við skulum enda þennan pistil á orðum skáldsins sem kenndi sig við"Skáholt"úr kvæðinu Borg mín borg
Þótt aldrei muni óskir mínar rætast,
um öll þín bestu dýrlegheit ég syng.
Ég lofa það,sem líf mitt gerði sætast,
þinn ljósa dag og bláa fjallahring.
Og ávallt hoppar hjarta mitt af kæti,ef horfi ég á gullnu torgin þín
Ó,borg mín borg,ég lofa ljóst þín stræti
þín lágu hús,þitt gull og brennivín
Ó,ljúfa borg,ég lofa einnig hrærður
loftið blátt- og drekk því gullna skál
því aldrei mun ég svo í fjötra færður
að fegurð þín ei gleðji mína sál
Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2007 | 02:31
Ferjur m.m
Jæja nú stendur til að kaupa nýja ferju.Valið stendur til með að vera á milli þessara tveggja skipa hér að ofan.Hefur ráðherra samgöngumála kallað skipaverkfræðinga í Færeyjum til ráðgafar vegna þess að engum úr þeim geira er treystandi hér um slóðir til skipakaupa.Til að byrja með á hún að sigla til Grímseyjar eða þangað til ferjan sem keypt var til þeirra siglinga verður til.En gæti svo tekið við Bakkafjörusiglingum ef verktökum tekst að halda öllum grjótgörðum á sínum stað en þangað til eru ár og dagar að haldið er.En eins og kunnugt er voru sprenglærðir spekingar sendir út um allan heim til að finna nýjan farkost fyrir Grímseyinga.Eftir langa leit fundu þeir mjög ódýran farkost í Hong Kong
Eins og sést á meðfylgandi mynd þarfnast skipið"aðeins"smáviðgerðar.En aðstoðarmaður ráðherra samgangna segir það smáræði.Því að samið hafi verið við skipasmíðastöð í Thailandi sem stendur dálítið tæpt og verði bara borgaðar nokkrar"millur"á mánuði svo stöðin lafi,En eftir viðgerðir verði eiginlega komið nýtt skip sem verði mjög svo ódýrt í rekstri
En svona mun skipið líta út eftir þessar breytingar sem munu taka nokkur ár, það er að segja ef skipasmíðastöðin fer ekki"hausinn"á meðan.Afgangar og bútar munu svo notaðir til að laga 2 smáferjur sem keyptar hafa verið í Singapore til flutninga meðan þjóðvegakerfið er að jafna sig á síauknum þungaflutningum
En fv og núverandi ráðherrar samgöngumála ásamt fv og nv aðstöðarmönnum munu vera á förum til Singapore til að verða viðstaddir mikla heimildakvikmyndahátíð en heimildarmynd um ferjukaup íslendinga sem tekin hefur verið mun hafa verið tilnefnd til æðstu verðlauna þar.Einnig hefur verið gerð tölvumynd um svokallaða Bakkafjöruhöfn
Eru hér nokkrar stillimyndir úr umræddri tölvumynd
En þetta er nú bara fíflalæti í gömlum karli sem þykist vera sniðugur.En mig langar til að sýna ykkur myndir af alvöruferju sem siglir á milli hafna á annari en þó minni eyju í N-Atlantshafi .Þ.e.a.s M/S"Smyrill"í Færeyjum.Þeir eru sko ekki í vandræðum með ferjubransan þó þar búi ekki nema um 50,000"Sálir"
Það er auðvelt að láta sig dreyma og láta sem þessar myndir séu teknar hér við Eyjarnar.Þótt þetta skip sé kannske aðeins of langt en það á ekki að vera neitt vandamál því við höfum mjög góða skipaverkfræðinga sem er í lófa lagið að stytta það um eina 10 metra.Nú svo höfum við góða stjórnmálamenn með æfingu í svoleiðis hlutum.Að lokum læt ég fylgja mynd sem tekin er af einum nýjasta"Fossinum""Stórafoss"sigla út úr höfninni í Ijmuiden
Myndirnar eru teknar ófrjálsri hendi úr"shipspotting.com".Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2007 | 23:09
Ferðasaga 3
Við að nálgast Basseterre Basseterre
Sælir góðir hálsar.Ég skildi við ykkur í Port of Spain.Næsta höfn var Bassseterre á eyjunum St Kitts Nevis..Sem tilheyra svokölluðum"Leeward Islands"sem ég á minni lélegu ensku myndi þýða"Hléborðaeyjar"'Eg hafði komið þangað nokkrum sinnum áður og komist í land.Yndislegt fólk eins og margt fólk á eyjunum í Caribbean sea.
"Litlu Antillaeyjur" St Kitts Nevis
Þarna er allt frekar hreint og fínt svona að mestu leiti.Þarna eru "stevedorarnir"(þeir sem sjá um lestanir og losanir)og verkamenn þeirra mátulega kærulausir en of kærulausir fyrir sprengiefni að mínu mati.Að mig minnir áttum við að losa 3 gáma af sprengiefni.Þeir ætluðu að nota báðar bómurnar(gámarnir of þungir fyrir 1 bómu)Og eftir 3 eða 4 tilraunir og búnir að koma hjarta í mér fjandi neðarlega þá stoppaði ég þessa teyju og tog losunartilraun.Ég vil helst fá að springa í loft upp heima á Íslandi og var líka ekki alveg tilbúinn í það á þessum tíma.
Enda stóð í"Charterpartíinu"(farmsamningunum)að ekki ætti að nota bómur skipsins nema þar sem losað væri"útá"En allt fór þetta vel."Handan"við hornið var krani en kranastjórinn hafði víst"lent áð´í"og var ekki hífingarhæfur strax.Ég verð að játa að oft fara um mann hlýar tilfinningar þegar maður rifjar upp ýmis atvik eins og hjartnæmar ræður stewedorsformannsins þarna um ágæti sinna spilmanna.En mikið vantaði nú uppá samstillinguna hjá þeim.Og ekki virtust þeir hræddir við hættuna af sprengingu ,enda kannske í heimahöfn.
Frá Basseterre
Það er mikið um ferðamenn á eyjunni mikill straumur af skemmtiferðaskipum sem hafa viðkomu í Basseterre.Ég komst ekki í land í þessari ferð eins og ég sagði fyrr.Eitthvað varð svo óklárt með að klarera skipið út..Því urðum við að leggjast við akker.
"Kíkt á Kroppana"?
Ég man nú ekki lengur hver ástæðan var en þetta leystist daginn eftir.þ11 des.yfirgáfum við svo Basseterre og nú skildi "Stórveldið"USA heimsókt.Eða Galveston í Texas.Þeir áttu að mig minnir 4 gáma.Við komum á ytrihöfn Galveston kl 0600 þ 19 des og nú uphófst mikill sirkus..Menn undra sig kannske yfir hve minnugur ég er á tíma og dagsetningar þegar ég man ekki t.d tölu á gámum m.a.en það á sér þær skýringar að Hempel málingarframleiðandinn gefur út dagatalaspjöld sem við fengum nokkur stykki af við hver áramót en þar ég skrifaði allar komur og brottfarir á og hef geymt að undanskildum 2 árum sem hafa týnst í flutningum..
Já við komum til Galveston þ 19 des.kl 0600.Við höfðum fengið"escort"af einu af US Coastguard skipunum og sem gaf okkur upp akkerisstað.Við lögðumst svo við akker nú kom stærra herskip og leysti"Kútterinn"af.Nú fengum við þau fyrirmæli að "Lóðsleiðarinn"(kaðalstigi notaður fyrir lóðsa þegar þeir koma og fara)skyldi hanga bb meginn og skildi skipstjórinn standa á brúarvægnum þeim megin og með hendur þannig að þær séust.En við hinir skildum raða okkur upp við lunninguna stb og halda höndum einng þannig að þær sæust.
Herskipið lagðist nú stb við okkur ca 50-60 m frá og stóðu svo um 10 manna hópur um borð í því sem miðaði byssum á okkur meðan "landgönguliðar sjóhersins"(mín tilgáta um flokkinn) ca aðrir 10 komu úr gúmmituðru frá herskipinu upp að lóðsleiðaran og um borð.Eftir að hafa rannsakað skipið hátt og lágt og sennilega fullvissað sig um að engir"terroristar"væru um borð kom önnur "tuðra"og nú frá fyrrgreindu Coast Guard"kútter"með flokk manna sem voru aðeins vopnaðir skammbyssum.Megin hlutin af hinu liðinu hvarf nú til síns heima þ.e.a.s herskipsins aðein 4 voru eftir og nú byrjaði naflaskoðunin á okkur.
Við vorum kallaðir fyrir einn í einu og teknar myndir af okkur við komuna inn þar sem við héldum á pössum okkar.Allslags spurningar voru spurðar sem ég man ekki lengur hve gáfulegar voru.Svo var það furðulegasta það voru gefnir landgöngupassar út á hvert nafn þó svo að enginn okkar hefði gilda"Visum"í okkar pössum.Ég hef ekki verið þekktur fyrir aðdáun mína á Coast Guardinum í USA (þrátt fyrir blogg mitt í sumar um "tindátana"hans Björns)og muldraði eitthvað um" fuc..bullshit" við olbogaskot skipstjórans og íllilegt augnaráð flokkforingans.Svo eftir allslags japl og muður lauk þessum skrípaleik.
Og við vorum færðir að bryggu.Og svo byrjuðu"æfingarnar"við losunina.Stærðar krani stóð klár til losunar en hann þótti ekki hæfur af "liðinu"og urðum við að býða eftir öflugum bílkrana.Sem mér sýndist vera algerlega nýr af nálinni.og biðum við komu hans í 5 eða 6 tíma(mér datt nú svona snögglega í hug að það væri nú heppni á okkur að það skildi vera búið að smíða hann því annars hefðum við kannske orðið að bíða eftir að hann kláraðist)Svo var það"sprederinn"þ.e.a.s útbúnaður til hífingar á gámum.Það gekk nú alveg fram af mér þegar að honum kom.Ég gat ekki betur séð en hann hafi verið mjög nýlegur eða allavega lítt notaður.En hann stóðst ekki vökul augu"Gardanna"nýr spreder skildi notast.Bið eftir honum lengdi leiðinlega viðstöðu í "Lýðræðisríkinu"USA.
Coast Cuard Base Galvestone
En "frekjan"bar nú í bakkafullan lækinn þegar þeir rufu öll innsigli á þeim gámum sem þeir gátu opnað sem vera áttu um borð.Og skipuðu okkur svo að ganga frá farmi í þeim aftur eftir þá ef þeir rótuðu í honum.Þetta endaði með því að Andreas skipstjóri kallaði mig á"eintal" til að biðja mig bara að fara og"halla"mér..Þarna hefur hann sennilega"bjargað"mér frá nokkra mánaða fangelsi því einn af skipstjórum hjá H.Folmer og vinur minn Willy Larsen lenti í margra mánaða fangelsi fyrir"kjaftbrúk"við US Coast Cuard.
Hann var skipstjóri á Danica White sem nú er í gíslingu í Sómalíu er það skeði í Vilmington.Ég verð að segja að ég hef sigld töluvert bæði seinni ár og áður á svokölluð"Kommúnistaríki"en þar var aldrei miðað á mig byssu svona alveg beint.En mikið djöf.... átti ég bágt með að senda þeim ekki"fingurinn"þegar þeir miðuðu á okkur byssunum.Ég hefði sennilega ekki geta skrifað þetta blogg ef ég hefði gert það.Við sluppum svo úr "Lýðræðinu"eftir kl 2200 þ 20 des..Læt þetta nægja af lýðræði og/eða svoleiðis.Hef sömu fyrirvara á þessu skrifelsi mínu og fyrr.Kært kvödd
14.8.2007 | 19:34
Bakkafjara
Ég hafði nú ekki ætlað mér að blogga meira um þessa frægu fjöru.En ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein eftir aðstoðarmann samgönguráðherra í Fréttablaðinu í dag og sérstaklega þegar hann segir að:""Ég hvet því fólk til að hlusta ekki á dómdagsspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó.Slíkur málflutningur HENDUR EKKI VATNI""Það vill svo til að ég veit meira um rök Grétars en aðstoðarmaðurinn.Ég veit að Grétar fékk sínar efasemdir eftir fund hér í Eyjum sem fv frambjóðandi hefur sennilega ekki séð sér fært að vera á.Hann fékk sínar efasemdir frá öðrum "Dómsdagsspámönnum"sem eru margir af þekkstustu skipstjórnarmönnum hér í Eyjm.Það þarf enginn að segja mér það að aðstoðarmanninum sé ekki kunnugur skoðunum þessara manna.Hann hefur þá ekki verið með á nótunum í því sem átti að vera aðalkosningavígi hans Vestmannaeyjum.
Ég ætla ekki að blanda neinum af þessum mönnum hér í Eyjum í þessi skrif mín.Því ég tel mig vita að aðstoðarmaðurinn sé fullkunnut nöfn þeirra.En af hverju hann nefnir bara Grétar Mar í þessu samhengi er mér sannarlega engin ráðgáta hann vill ekki vitna í þá skipstjórnarmenn héðan úr heimabyggð hans sem eru á móti þessu af hræðslu við,að mínu mati að málstaður hanns sé byggður á sandi eins og Bakkafjara svo sannarlega er í orðsins fyllstu merkingu.Allavega í dag.Var ráðherraaðstoðarmanninum ekki kunnugt um ferð"Lóðsins"þangað í vor.Af hverju kallar hann ekki eftir rökum frá mönnum sem þar voru um borð.Grétar Mar var ekki um borð.Mér finnst það alveg með endemunum ef frambjóðandi til Alþingiskosninga fylgist ekki meira með í sínu t.v kjördæmi og hans fv heimabyggð ef honum hefur ekki verið kunnugt um þessa ferð.Annars vísa ég á blogg sem ég skrifaði í vor og svo aftur um daginn.
Ég hef hlustað á rök Siglingarstofumanna og get skilið þau en þau hafa ekki sannfært mig.En ef af þessu verður vona ég bara að ég hafi ekki rétt fyrir mér.Menn tala um sjóveiki..En hvað um að brjótast t.d.í vitlausu verðri á sandinum (fínt fyrir þá sem ætla að láta sprauta bílinn) og lenga bílferðna um alllangan tíma .Hvað með þá bílveiku.Nú hef ég ekki fylgst svo með vega samböndum milli R.víkur og .t.d Hvolsvallar.Ef kæmi nýtt og hraðskreiðara skip milli VE og þ.hafnar þá styttist tíminn líka á sjó
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.8.2007 | 05:15
Ferðasaga 2
Kafteinninn "Jólaskipið"laust úr klóakinu
Mig langar tilað taka ykkur aftur í ferðalag.Það hefst eiginlega i Port Stanley á Falklandseyjum.Við höfðum losað jólavöruna í Port Stanley,Meðan við stöðum þar við hafði komið "telex"frá útgerðinni um að til stæði að"slutte"(danirnir kalla að skipið se "sluttet"þegar búið er að semja um næsta farm)til flutninga á"Imo Cargo"(sprengiefni og hættulegum farmi)frá Santos Brasilíu til nokkurra hafna í Carribean.,Svo nú var stefnan sett á Santos og fljótlega fengum við lestunnarlista og fyrirmæli um að skipuleggja lestunina í samræmi við IMO reglugerðir.Þetta kostar mikla vinnu vegna að sumt mátti ekki vera undir dekki og sumar tegundir verða vera í ákveðinni fjarlægð frá annari.Seinna á leiðinni kom svo staðfestingin á lestunni.
Marianne Danica og "Gamli Landinn"
Við komum svo eins og ég sagði frá til Santos þ 19 nov 2003.Við höfðum"Cargoplan"tilbúið við komuna til Santos.Ég var búinn að segja ykkur frá "gamla landanum"sem lá þarna í höfninni,lá þar lúinn með sína stb slagsíðu og upplitaða fána.Ég man nú ekki lengur fjöldan á gámunum sem við lestuðum.Ég hafði þetta allt í bókum sem ég hafði skrifað allar lestanir á öllum skipum sem ég sigldi á hjá H.Folmer.Ég hafði fyrir vana að gera skissu af öllum lestunum í stílabækur sem ég geymdi og gat svo oft stuðst við þegar lestað var.Nú hef ég glatað þeim(sennilega í flutningum)og sakna þeirra því oft var gaman að fletta upp í þeim og rifja upp ýmislegt sem kom upp við hinar ýmsu lestanir
Frá Santos
Nú það tók ekki langan tíma að lesta í Santos og um morguninn 20 sigldum við þaðan.Ég verð að viðurkenna að ég einhvernveginn vorkenndi skipinu sem einusinni hét eftir bróðir fyrsta landnámsmannsins,að skilja svona við hann yfirgefinn af íslendingum sem hann hafði þó þjónað vel og flutt mikil verðmæti að landi.Nú lá hann þarna hallaði undir flatt og svei mér þá ef hann stundi ekki þegar hann veifaði sínum upplitaða fána kveðandi um leið og við sigldum framhjá honum á leið út úr höfninni..Ofurseldur útigangsmönnum og rottum.
Gömul mynd frá Paramario Surinam
Fyrsta losunarhöfn var Paramario í Surinam.Ég hafði komið þar nokkrum sinnum áður og kunni vel við fólkið,þarna er mikil fátækt en allt hreinlegt og maður gat farið óáreyttur þarna í land.En í þetta sinn var stoppið stutt.Komum þangað kl 0300 þ.1sta des og fórum aftur kl 2000.Þaðan var ferðinni heitið Georgetown í Guyana..Við vorum varla komnir inn í landhelgina ar hraðbátur kom á móti okkur og vopnaðir verðir settir um borð.
Sumir þykjast vera maður með mönnum. 2 af "verndurunum
Á þessum slóðum eru "sjóræningar"oft athafnasamir.Þessir verðir voru svo um borð meðan við losuðum í Georgetown og Linden sem var næsta höfn og svo út úr landhelginni aftur,Eftir losun í Georgtown sem var í pramma úti á ytri höfninni var ferðinni heitið sem fyrr sagði lengra upp með fljótinu Delemara til bæjar sem heitir Linden en þar er stór gullnáma Omani .Nú þessar losanir gengu átakalaust fyrir sig.
Losun í Linden
"Verndararnir" Við Delemarafljót
Ég á eftir að víkja aftur að Georgetown en við áttum eftir að koma aftur þangað til lestunnar..Næsta höfn var svo Port of Spain á Trinidad en þangað var sólarhrings sigling frá Georgetown.Við komum til P.S um 7 leitið um morguninn 8 des.Búnir að losa og farnir um 4 um daginn.Þetta var í fyrsta skifti sem ég kom til P.S.
Við Delemara
En ég hafði nokkrum sinnum komið til annarar borgar á Trinidad Point Lisas.En ég hef verið allt í allt í um 2 ½ ár að þvælast um Carrabean á skipum félagsins..Eitt sinn "munstraði"ég á eitt skipið í Point Lisas.Ég hafði stóra upphæð að mig minnir 20.000 US $ meðferðis til skipstjórann frá útgerðinni.Ég var settur á hótel eftir flug Kastrup- London -Grenada-Trinidad.Ég bað agentinn sem keyrði mig til hótelsins að biðja um öryggishólf þegar við kæmum þangað.
Losun og lóðsinn upp Delemarafljótið
Því að glæpir eru mjög tíðir í þessari borg og ég þorði ekki fyrir minn litla líf að vera með svona mikla peninga í hótelherberginu.Þegar við komum í mótökuna og agentinn hafði talað við manninn í móttökunni opnaði sá síðarnefndi stóran læstan peningaskáp og tók út eina skúffu og rétti mér.Í skúffunni lá pappirsnepill sem ég í fávisku minni hélt að væri einskonar kvittering sem ég ætti að taka sem ég og gerði. og stakk síðan í vasann án þess að athuga hann neitt.Ég þurfti að bíða komu skipsins í 3 daga.
Port of Spain Point Lisas
Ég hafði ekki mikinn áhuga á að sjá mig um fannst"andrúmsloftið"ekki passa mér svo ég hélt mig bara á loftkældu herberginu drakk ferskan kaldan ávaxtasafa (var hættur í þjónustu Bakkusar er þetta var) og las eða horfði á sjónvarp.Það var svo á öðrum degi að ég var að ná í eitthvað í jakkanum.Dettur þá ekki þessi bréfsnepill á gólfið,Ég tek hann upp og brýt hann sundur.Það sem ég hafði í minni hreiræktaðri íslensku fávisku haldið að væri númer á skúffunni sem peningar útgerðarinnar væru geymdir var óvart ávísun uppá 280.000 Trinidad $.Ég flýtti mér í snatri og náði tali af Hótelstjóranum og sagí honum frá þessum mistökum.
Ég skildi nú lítið af orðaflauminum (þarna var töluð svokölluð Trinidadian Creol English)í honum en hann ætlaði mig alveg að éta og faðmaði mig og kyssti(þó að kynvilla sé bönnuð þarna með lögum)dansaði svo í kring um mig og klappaði saman lófunum.Þegar steppdansinum lauk sagði hann að héðan í frá væru þær veitingar sem ég þyrfti að borga sjálfur á reikningi hússins"On the house".
Frá Trinidad
Svo spurði hann mig að því hvort mig vantaði ekki einhvern til að horfa með mér á sjónvarpið.Ég skildi nú fyrr en skall í tönnum og þar sem ég var nú orðin eins og"gamli Ford"gamall og seinn í gang og á þesum tíma eyðni og alsæmis afþakkaði ég gott boð.Eftir þetta var mikið verið að koma með kaldan ávaxtasafa til mín.Og stundum"dvöldust"þeim svolítið dömunum svona við að "þurka af"eða"hagræða rúmfötunum"en ekki hrökk sá gamli í gang þó svo að hamast hafi verið á sveifinni.Kannske vantað meira "innsog".
Chaconia þjóðarblómið á Trinidad
Ég fékk það aldrei alveg á hreint þetta með ávísunina.En hún hafði verið talin týnd og tröllum gefinn þangað til að"gamli Fordinn"uppalinn á Íslandsmiðum kom henni til skila.Einnig vissi ég ekki um gengið á Trinidad $.En þetta var nú útúrdúr frá ferðasögunni í des 2003.En ég ætla að láta þetta nægja í bili.Þetta er nú ekki skrifað til neinnar frægðar á neinn hátt heldur eru þetta bara gamall kall að láta hugan reika til baka og ef einhver hefði gaman af að taka þátt í "reikinu"Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 22:00
Viljum svör


Staksteinar Morgunblaðsin krefja Fiskistofustjóra um svar vegna upplýsinga sem blaðið telur sig hafa vegna kvótasvindls í sjávarþorpi úti á landi.Eftir frásögn blaðsins uppgötvaðist þetta af eftirlitsmanni Fiskistöfu og að sögn blaðsins var lögregla kvödd á staðinn,Í Staksteinagreininni sem ber yfirskriftina:"Hví þessi þögn"segir m.a"Ekki verður annað skilið af þeim viðbrögðum sem blaðamenn hafa fengið en að Fiskistofa hyggist færast undan því að veita upplýsingar um málið,Hvers vegna"
Nú hljótum við almenningur líka að heimta svar frá umræddum"Stjóra"Ég tel mig ekki það vitgrannan að ég trúi því að Agnes Bragadóttir hin þaulvana blaðakona fari með svona grafalvarlegt mál sem þetta er,og að öll hennar skrif um málið sé eingöngu byggð á"kjaftasögum"Ég vil heldur ekki trúa því að ritstjórar Morgunblaðsins"leggist í víking"og leggi margnefndan"Stjóra"í einelti.Hvernig væri fyrir þennan"Stjóra"að hætta þessu yfirklóri og komi til dyrana eins og hann er klæddur.
Við vitum öll að þrátt fyrir góða tollgæslu þá viðgengst hér smygl,Ég haf aldrei heyrt neinn frá"Tollinum"fortaka það og segja"Jú það getur verið að það sé smyglað hingað en þetta er nú svo pínulítið að það tekur ekki að tala um það",En þetta finnst mér allavega liggja í orðum Fiskistofustjóra þegar hann talar um að"Brottkast" og"Kvótasvindl"sé svo lítið að það taki ekki að tala um það.Ein flaska eða 1 cíkarettupakki fram yfir löglegan tollvarning er smygl hvernig sem við snúum orðinu eða reynum að teygja það og toga og þótt góðhjartaður tollari láti mann sleppa með það í gegn.Einn fiskur sem er umframkvóta og sem fleygt er í sjóinn er brottkast hvernig sem við teygjum og togum það orð.Fiskurinn er yfirleytt dauður er hann kemur í sjónn aftur.Ég geri allavega ekki ráð fyrir að menn sem ekki eiga kvóta fyrir tegundinni komi að landi með með afla úr henni til að fá á sig stórsekt.Mér finnst ekki þurfa miklar gáfur til að skilja það.Þetta kallast á hreinni íslensku"BROTTKAST"
Nú segir kannske einhver"hvern ands..... er hann að rífa kjaft,Gömul fylli..... og smy...."En það kemur bara þessu máli neitt við.Ég hef nú í nokkuð mörg ár reynt eftir fremsta megni að þræða hinn þrönga veg en tel mig ekki komin í neina englastöðu.En ég hef minn atkvæðisrétt.Og ég geri þá kröfu til þeirra manna sem lýðræðislega valdir stjórnendur þessa lands fela forsjá hinna ýmsu opinberu stofnana að þeir komi hreint fram við þjóðina.
Séu ekki að fela sig bak við einhvern"kjaftasögu"þvætting.Og hvað með barnabarn eins farsælasta útgerðarmann landsins sjálfan ráðherra fiski og landbúnaðarmála,Getur hann kannske ekki litið upp úr smérinu (ég er ekkert að gera lítið úr bændum þó ég orði þetta svona)og kíkt á störf undirsáta síns í "barnaverndarnefnd"þorsksins.Ef eitthvað vit væri í hlutunum ættu þeir félagar að halda blaðamannafund strax á mánudag og skýra málið sem"Mogginn"sem kallar þetta"tiltölulega litla og einfalda mál"en er svona harður á.Það ætti ekki að skemma nein rannsóknargögn.Málið er komið í hámæli hvort sem.En menn skilja bara ekki þessa þögn,
Svo að öðru.Það eru aðrir menn sem í öðru ráðuneyti sem almenningur á heimtingu á að fá svör frá.Það er frá ráðherra samgöngumála og/eða hans undirsátar,Maður að nafni Kristján Möller var óbeyttur þingmaður í vor og viðhafði stór orð í sölum Alþingis um"ferjuskrífli"sem keypt var til að halda uppi ferðum til Grímseyjar.Það var barið í borðið og svör heimtuð . Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er svo frétt sem hljóðar svo:"Grímseyjarferjan sögð lélegt skip"og svo frétt á bls 14:"Nýja Grímseyjarferjan vanhirt og hrörlegt hræ"Þar lýsir Ólafur J Briem skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun sjálfstæðu mati sem hann var beðin um að gera á"Gripnum"
Frá upphafi hefur verið ljóst að burðargeta þessa"aldraða og veika" skips var töluvert minni en þess er fyrir var í starfinu.Og 140 tonnum minna en Eyjaskeggar töldu sig þurfa,Það þarf ekki að lesa lengi til að sjá að hér er einn"Byrgisskandalinn"í uppsiglingu.Almannafé sóað í einhverja"gæðinga"Kristján Möller á að hafa sagt í hádegisfréttum sl miðvikudag að hann óttaðist að kosnaðurinn við þennan"óheillagrip" færi upp í 600 miljónir..Það er 350 miljónum meira en mælt var með og 250 miljónum meira en kom fram í svari fv ráðherra til umrædds Kristjáns og sem hann hélt hvorki vatni eða vindi yfir,Hann barði sér á brjóst og krafði forvera sinn í starfi um greið svör og hverjir væru ábyrgir,Nú berja margir í þjóðfélaginu sér á brjóst og krefja hann svara.Það stendur í skýrslu Ólaf að 2 menn hefðu farið til Irlands 19 nóv 2004 og mælt með kaupunum.Annar þessara manna var Einar Hermansson skipaverkfræðingur en hver var hinn?Frumskógatrommurnar segja sögur af kaupum íslenskra manna á"hræinu"sem svo eiga að hafa selt Ríkinu"djásnið"með allgóðum hagnaði.
Nú vaknar sú spurning af hverjum keypti Íslenska Ríkið þennan"Geirfugl 2"? Kristján Möller verður að skýra málið og leggja sannleikann á borðið svo almenningur þurfi ekki að mynda skoðanir sýnar á"kjaftasögum"Þetta sýnir manni enn og aftur hvernig maður er hafður að fífli 2 ár í röð á 4rra ára fresti.Menn berja sér á brjóst sem óbreittir þingmenn í stjórnarandstöðu en svo lokast á þeim"glufan"er í ráðharrastóla er komið,Að lokum vil ég vitna í blogg núverandi ráðherra í vetur.Ég vona að ég brjóti engin lög með þessari tilvitnun í blogg sem öllum er opið;"" Við höfðum óskað eftir því að fulltrúar Vegagerðarinnar, Grímseyjarhrepps, Vélsmiðju Orms og Víglundar, svo og Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og aðal ráðgjafi Samgönguráðuneytisins kæmu á fundinn til að skýra þetta mál og svara spurningum.
Skemmst er frá því að segja að aðeins fulltrúar Vegagerðarinnar og Ríkiskaupa komu á fundinn. Fulltrúar Samgönguráðuneytisins neituðu að koma á fundinn en í auglýstu fundarboði kom fram að Jóhann Guðmundsson frá Samgönguráðuneytinu kæmi á fundinn.
Ætli Sturla hafi svo bannað honum að mæta og svara fyrir þátt Samgönguráðuneytisins í málinu ?
Einar Hermannsson aðal ráðgjafi ráðuneytisins mætti heldur ekki á fundinn og ekki kom fram hvers vegna, ætli Sturla hafi stoppað hann líka?""Stattu nú við stóru orðin Kristján Möller!!og upplýstu málið,Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.8.2007 | 00:23
Vald auðsins
Þann 5 febr. 2000 kom danska flutningaskipið"Thor Emilie"til hafnar í Dunkerque í Frakklandi frá Ipswich í Englandi.Ákveðið hafði verið að skipið skildi lesta c,a,2000 ts farm af "Oxyd Zink Ore"í bulk.Þ.e.a.s.í lausu.
Farmurinn hafði verið fluttur á prömmum innar úr Frakklandi,og var losaður beint af þeim og í lestar skipsins.Lestunin hófst kl 0800 þ.7/2 og var lokið um kl 1900 þ.8/2.Skipið sigldi þó ekki af stað fyrr en kl 1000 þ 9 og var ferðinni heitið til Porto Vesme á eyjunni Sardínu.
Í fyrstu fékk skipið leiðindaveður sérstaklega í Biscayen en þar var vestan stormur með tilheyrandi sjó.Víð Cap S. Vincent fór veðrið að batna og þegar skipið var út af suðaustasta odda Spánar Cap de Gata tók það stefnu á Porto Vesme í ágætis veðri.
Um borð í skipinu var 7 manna áhöfn.Skipstjóri var Torben Matz.Yfirvélstjórinn var ungur dani en aðrir í áhöfn voru frá Philipseyjum.Skipið var smíðað í JJ Sietas skipasmíðastöðinni í Hamborg.1975
Skipið hafði gengið undir nokkrum nöfnum m.a. "Löften"með heimahöfn St.Johns þegar T&C AS.í Svendborg keypti það 1997.Skipið hafði losað Monoammonium Phosphate í bulk í Ibswich Englandi.Í Ibswich hafði skipstjórinn móttekið skeyti frá útgerðinni um að hann ætti að lesta í Dunkerque "Oxyde Zink Ore"Skipstjórinn fletti upp í IMDG kódanum(handbækur um flutning á hættulegum efnum:ath.mín)og í "TomasStowage"(ensk handbók um lestun á hinum ýmsu vöruteg,ath.mín)en gat hvergi funndið neitt um þetta efni,
Eftir losun í Ibswich voru lestarnar rækilega þrifnar og voru þurrar og góðkenndar til lestunnar þ 7 feb,kl 0600 í Dunkerque.Farmurinn var bókaður í gegn um meglara í Marseille í Frakklandi sem agent fyrir Gencore í Sviss.Farmurinn var færður að skipinu í prömmum og losaður úr honum með krana úr landi,Farmurinn sá út sem grá mold eða ryk með nokkuð stórum klumpum.Skipstlórinn hafði samband við útgerðina strax um morguninn þ 7 og sagðist ekki finna neinstaðar neitt um þennan farm "befragtari"(flutningastjóri)útgerðarinnar kvaðst ekkert heldur finna neitt í sínum bókum en það gæti vel verið að það myndi myndast eiturgas frá farminum.
Glencore International AG | |
![]() |
Skipstjórinn vakti athygli befraktarans á að sér þætti farmurinn vera"skítugur"og bað befraktarinn hann að gera grein fyrir því á"Bill of Lading"(BL)Og sama dag skrifaði skipstjórinn"protestbréf"til agentsins um efnið.Um hádegi byrjaði að rigna skipaði þá skipstjóri að lestunum skyldi lokað.Hafnarverkstjórinn var ekki ánægður með það og vildi meina að hættulaust væri að lesta þennan farm í rigningu.Skipstjórinn bað agentinn um meiri upplýsingar um farmin og þ.á.m,um skriðvirknina("angle of repose)Um kl 1900 hafði stytt upp upp hélt þá lestunin áfram til kl 2200.Morgunin eftir hófst svo lestunun aftur og lauk henni kl 1900.Þann dag móttók svo skipstjórinn skeyti frá efnaverksmiðjunni sem framleiddi farmin um að hættulaust væri að lesta efnið í rigningu og að efnið hefði legið úti í 3-4 mánuði og þessvegna:"is no risk of toxic vapours from the Zinc Skimming although they have been wet by rain"
Skipstjórinn áttaði sig ekki á að tegundar heitinu á farminum hafði verið breitt í Zinc Skimming,Eftir móttöku á þessu skeyti ákvað skipstjórinn að lestuninni skyldi framhaldið þó svo að smáskúrir væru allan daginn.Þegar skipið var fulllestað var veður orðið slæmt W-lægur vindur yfir 20.m/s svo skipstjóri ákvað að fresta brottför skipsins þar til daginn eftir.Út af því spurði agentinn hvort ekki væri í lagi að koma með skipspappírana morguninn eftir.Á þetta féllst svo skipstjórinn sem ákvað brottför kl 1000 daginn eftir,gengu veðurspár eftir enn þær spáðu lægandi um nóttina.Áður en skipið sigldi kom agentinn með skipspappírana um borð til undiritunar á BL stóð"clean on board"Þessu mótmælti skipstjórinn og skrifaði sínar athugasemdir á BL"cargo contaminated with pieces of plastic,paper,and wood"Skipstjórinn hafði ekki enn áttað sig á breitingunni á að farmurinn bar nú nafnið"Zinc Skimming in bulk"Var síðan lagt af stað kl 1000 og gekk ferðin sem framar greinir.Þ 17 febr kl 0600 um morguninn tók skipstjórinn sína vakt í brúnni.
Kvöldið áður höfðu stm,vélstj og hann ákveðið vinnu sem framkvæmd skyldi yfir daginn.Vélstjórinn og vélavörðurinn skildu skifta um fíltera og hreinsa aðra,Auk venjulegrar vélavinnu.Hásetarnir skyldu vinna frammi á bakka við viðhald.Rústberja menja m.a.Um 11 leitið skreppur skipstjóri niður í baðherbergi sitt,Meðan hann dvelur þar verður gífurleg sprenging.Hann slengist um koll.Við það vankast hann eitthvað en missti ekki meðvitund.Hann er strax klár á að mikil sprenging hefur orðið í skipinu en hélt í fyrstu að hún hefði orðið í vélarrúmminu.Brunaboðar og viðvörunarbjöllur hljómuðu.Han hleypur nú í gegn um setustofuna þar sem allt var á tjá og tundri og út á bátadekkið til að hlaupa upp í brúnna utandyra.Er hann er að komast í stigann kemur kolgrænn sjórinn á móti honum.Þá verður honum ljóst að skipið er að sökkva."Thor Emilie"sökk svo beint niður án nokkurrar slagsíðu með örlítin aftur stafnhalla
,Skipstjórinn veit svo næst af sér á floti á sjónum með gúmmibátshylkið við hlið sér.Gúmmíbáturinn blés sig svo upp og gat hann klifrað um borð í hann.Hann gerði sé nú grein fyrir að hann hafði særst á nokkrum stöðum sem blæddi úr en þó ekkert alvarlega.Hann sá hinn gúmmíbátinn uppblásin en mannlausan ca 50 metra frá honum.Hann gat róið að honum og batt hann við þann sem hann var í.Hann rak svo allan daginn og hélt "udkikk"eftir öðrum áhafnarmeðlimum og skipum.Það var svo kl 2040 að V/S"Verdi"möltuflaggað skip fann hann á stað:37°32´N og 002°27´A.
Af skýrslum sést að kl 1121 UTC meðtekur RCC(Rescue Coordinnation Center)Karup signal frá satellit sem staðfestir að signalið sé frá EPIRB tæki sem tilheyrði Thor Emilie.Strax var reynt að ná sambandi við skipið en án árangurs.Síðan var sett í gang leit á þessu svæði sem endaði á fyrrgreindan hátt nema hvað að þyrlur munu hafa leitað um morguninn en án árangurs
Farmurinn sem T.E.flutti var Zink Skimming var seld frá verksmiðju sem heitir Metaleurope í eigu alþjóðahrings í Sviss sem heitir Glenore til annars fyrirtækis í þess eigu Noyelles Godaul.Nú eru liðin rúm 7 ár og engin hefur verið látinn svara til saka um af hverju Torben Matz skipstjóri var látinn sigla út úr höfninni í Dunkerque með tikkandi sprengu.
Það virðist svo að mannslíf eru oft lítils virði í sambandi við peninga.Múltímiljónaauðhringur eins og Glenor lætur sig hafa það að falsa pappíra til þess að borga ódýrari frakt.Mazt skipstjóri hafði margoft beðið agentinn um pappíra frá sendandanum yfir þennan farm sem hann er er skyldugur(sendandinn)til að láta skipstjóranum í té samkv Solas,Chapter VI Part A.Regulation 2.Hann hélt því einnig fram að hefði honum verið gerð grein fyrir breytingunni á heiti farmsins hefið hann í samvinnu við útgerðina viðhaft allt aðrar aðgerðir við lestunina og jafnvel afbeðið hana vegna lítillar loftræstingar.Allavega við haft strangari reglur varðandi opin eld og þvíumlíkt.
Þetta segir í skýrslu "Opklaringsenhedens"(sennilega sambærilegt við Rannsóknarnefnd sjóslysa hér):""at det har været afgörende medvirkning til forliset at charteraftalen blev ingået på et forkert grundlag,idet afskiberen af lasten,firmaet Glenore i Svejs,som sagen foreligger opplyst for Opklaringsenheden opgav forkert betegnelse for lasten til mæglerfirmet Polyship i Marseille""
Ég á oft bágt með að skilja þegar verið er að tala um há laun stjórnenda banka og fjármálafyrirtækja þá er talað um að þessir menn beri svo mikla ábyrgð.En þegar kemur að ábyrgð á mannslífum þá kveður við annan tón.Hvað er t.d með flugstjóra á stórri farþegaflugvél með kannske uppundir 300 mannslíf ekki held ég að þeir séu neitt of sælir af launum sínum allavega ekki ef höfð er í huga ábyrgð sem þeir bera.Hvað með skipstjóra á stórum farþegaskipum með fleiri þúsund mannslíf.
Ábyrgðin virðist bara vera í sambandi við peninga.Kannske hefur hann fengið launa og stöðuhækkun sá sem falsaði farmsheitið í telexunum sem gengu á milli befraktarans hjá T&C(eigendur Thor Emilie)og skrifstofu Glenor sem sá um farminn sem settur var um borð í skipið á röngum forsemdum.Sem kostuðu líf,eins dana og 5 Filipseyjinga:Máttur auðsins er mikill.Enda sagði skáldið góða frá Skáholti:
Stæli ég glóandi gulli
úr greipum hvers einasta manns
þá væri ég örn minnar ættar
og orka míns föðurlands.
Kært kvödd
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 537740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar