Ómur af höggi

Já hann er farinn að hljóðna ómurinn af högginu í ræðupúlt alþingis frá í vor.Og sennilega þagnar hann alveg bráðum.Ómurinn sem margir trúðu á En það er fljótur að lokast á þeim kja....... er í ráðherrastóla er komið þessum herrum.Og svo er bara sungið"allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó/Af ánægju út að eyrum/hver einasta kerling hló" Og þjóðin stendur enn og aftur full af bulli frá þessum svokölluðu"FYRIRMÖNNUM".
mbl.is Kristján biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kristján Möller óx nú örlítið (ekki mikið) við að biðjast afsökunar á vitleysunni í sér en annars er ég alveg sammála því að þeir sem hæst létu þegar þeir voru í stjórnarandstöðu hafa verið ósköp "hæglátir" eftir að í ráðherrastólana var komið og er þar ekki einn umfram annan (eða ein umfram aðra).

Jóhann Elíasson, 23.9.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Já Jóhann en ég get satt að segja ekki fríað þennan margnefnda skipaverkfræðing af allri sök.Allavega ekki eftir að hafa lesið"Blaðið"16 ágúst þar sem stendur m.a:  ""19 nóv 2004:"Skýrsla Einars Hermannssonar um skoðun á "Oilean Arann" er afhent Vegagerðinni.Þar kemur fram að Einar telji skipið MJÖG HENTUGT(leturbr.mín) til Grímseyjarsiglinga.Áætlar hann að kaup og endurbætur á því um 150 milljónir(takið eftir:aths.mín)Segir hann ennfremur að að nýsmíði á skipi muni kosta um 600 miljónir:Því segir hann Oilean Arann vænlegan kost""(athyglisvert miðað við seinni yfirlýsingar hans sjálfs.Aths.mín)

Þetta var fyrsta ráðgjöfin sem Vegagerðin sem Vegagerðin fékk yfirhöfuð um þessa blessaðan ruslahaug.Ég bara spyr er þetta þá ekki ábyrgðarlaus ráðgöf?Mér finnst "verkfræðingurinn"allsekki geta fríað sig af þessu máli.En svo er nátturlega aðkoma ráðhera fjármála út úr öllum kortum.Þó öll"kretitkort"séu líka tekin til greina

Ólafur Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

 Svo átti þetta að fylga með svona í tilefni dagsins

Ólafur Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 16:29

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þú mátt ekki æsa mig svona upp félagi!!!!!!.Það er víst nóg að nefna Vegagerðina 1nu sinni.Og þó þessir bannset.. ráðherrar fari oft í mínar"fínustu".á verðskulda þeir víst 2 r

Ólafur Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst nú eitt r duga, en það er önnur saga.

Nú er mér efst í huga spurningin um það hver muni semja lag við ástarljóðið til samstarfsflokksins sem I.S.G. flutti á fundinum í gær?

Hugsanlega konan hans Björns Bjarnasonar, hún er afburðamúsíkant. 

Árni Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 16:46

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við erum alveg sammála um þetta Grímseyjarferjuklúður Ólafur minn og það er sko alveg á hreinu að þetta mál verður aldrei að fullu upplýst og sem dæmi skal það nefnt að þetta skip var aldrei sagt ónýtt drasl fyrr en skipaverkfræðingur á vegum Siglingastofnunar, sagði hreint út í sinni umsögn (Ólafur Briem) að skipið flyti bara á málningunni og trétöppum (hversvegna hafa tveir skipaverkfræðingar svo ólíkar skoðanir á sama viðfangsefni?).  Upphaflega heimildin til að gera þetta var að selja gömlu Grímseyjarferjuna og nota andvirðið til kaupa og endurbóta á annarri, eftir því sem ég best veit er ekki ennþá búið að selja gömlu ferjuna.  Það var aldrei ætlunin að æsa þig upp Ólafur minn, enda sé ég ekki betur en að við séum nokkurn veginn á sama báti,í þessum málum.

Jóhann Elíasson, 23.9.2007 kl. 17:36

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þetta með æsinginn var nú bara grín.

Ólafur Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 17:51

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Árni!

Gæturðu ekki beðið Geirmund að semja lag við svona"hugljúft"ljóð

Ólafur Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 17:55

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann er langt kominn með verkið. Varaformaðurinn á að syngja það í næstu júróvísjón keppni. Hann hefur svo notalega sópranrödd hann Ágúst Ólafur.

Árni Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 21:22

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

 Þíð eruð flottir.kv.

Georg Eiður Arnarson, 23.9.2007 kl. 21:42

11 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

 Svo segja menn að Árni Jonsen sé þjófur, ég sé ekki betur en það séu fleiri þjófar hjá ríkinu, allavega er ég alin upp við það að fólk sé látið hætta í vinnunni sé það ekki að standa sig.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.9.2007 kl. 16:41

12 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Árni var bara svo óheppinn að láta standa sig að verki.Ég hef alltaf haft þá skoðun að fleiri hafi vitað um gerðir Árna.Ef ekki þá sannast ennþá betur hvernig fé er sóað úr sjóðum eftirlitslaust.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 24.9.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 535267

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband