Carlsen skipstjóri

 

            Til hægri Carlsen með syni sína

Það skeði áður en "terrorórræðið"byrjaði og Tvíburaturnarnana hrundu.Fyrir Kóreu stríðið,Víetnam og Persaflóastríðin,Og áður en"Múrinn"féll.Og áður en orðið"terror"komst inn í orðabækur.Það var desemberkvöld 1951 að M/S"Flying Enterprise"lét úr höfn í Hamborg.Við stjórnvölinn var danskur skipstjóri Kurt Carlsen(mun hafa verið bróðir minkabana hér á landi með sama nafni,ath.mín)Í skúffu í skrifborði skipstjórans lá símskeyti,Dulmálsskeyti frá útgerðarmanninum Hans Isbrandtsen í New York.Kurt Carlsen var uppáhalds skipstjóri Isbrandtsen og oft virkaði hann sem faðir Carlsens..Í dulmálsskeytinu var m.a.upplýsingar um hluta af farminum.

null  Carlsen og Bekker blaðamaður 

Skipið"Flying Enterprise"var eitt af svokölluðum"Libertyskipum"

          null 

Skipum sem byggð voru upp á nokkrum tímum jafnvel,eftir að hlutar úr skipunum höfðu verið byggðir víðsvegar um Bandaríkin sem svo voru fluttir á einn stað og skipin rafsoðin þar saman.Það var byggt 1944 og hét fyrst Cape Kumakari og var 6.711 tonn.Skipið var aðallega í"konvoj"siglingum til Rússlands í seinni heimstyrjöldinni.Isbrandsen keypti skipið 1947skýrði það Flying Enterprise og notaði það svo í stykkjavöru flutningum milli Evrópu og USA,Víkjum aftur að brottförinni frá Hamborg.Ferðinni var heitið til New York.Skipið hreppti strax slæmt veður er út í Norðursjóinn kom.null        

Svo 28 des.í miklum sjó og ca 300 sml frá strönd Englands fóru að myndast rifur í dekkið aftan við yfirbygginguna.Suður voru farnar að gefa sig sem var velþekkt"fyrirbrigði"frá"Libertyskipunum"Skipshöfnin reyndi að halda skiðinu saman með því að setja stálvíra yfir rifurnar og strekkja þá eins og hægt var"Vi prövede at sy hende sammen med stålwirer fra for til agter"sagði Carlsen skipstjóri seinna.Næsta morgun var skipið komið með 40°slagsíðu og ákveðið var að yfirgefa það.Um borð var 40 manna áhöfn og 8 farþegar.Allir björguðust í nálæg skip,sem voru ameríska herflutningaskipið"General A,W.Greely og enska flutningaskipið"Southland"nema Carlsen skipatjóri.

 

                                   

"General A.W.Greely"  

Hann neitaði að fara frá borði,Sagðist ekki yfirgefa skipið fyrr en það kæmist í höfn(með aðstoð dráttarbáta)eða það sykki,Í fyrrgreindu skeyti frá útgerðarmanninum hafði staðið m.a,:"Ég lít á þig sem Ambasador fyrir mig og útgerðina.Alltaf fljótandi en aldrei á reki vona ég"Enski dráttarbáturinn"Turmoil"kom á staðinn 3 jan,

     

Næsta dag komst svo stýrimaður dráttarbátsins Kenneth Dancy,Carlsen til hjálpar um borð í Flying Enterprise.Taug var sett á milli skipana og byrjaði svo drátturinn.Þegar hér var komið sögu var hallinn á F,E 60-65°.

null                  

 

Allt gekk nú vel þar til skipin voru stödd ca 40 sjm frá Falmouth á Englandi.Þá slitnaði taugin. Gerðar voru fleyri tilraunir með að koma taug á milli  en án árángurs  Eftir þessa 13 daga frá byrjun erfiðleikana var hallinn nú orðin um 80°.Og skipið lá þungt í sjónum.Og svo var það 10 jan að Carlsen viðurkenndi sig sigraðan og þeir Dancy stukku frá borði og var bjargað um borð í Turmoil.

        Síðustu myndir sem teknar voru af F,E.hringurinn á myndinni til vinstri er dreginn utan um þá félaga Carlsen og Dancy    

Tekið var á móti Carlsen sem þjóðhetju þegar hann kom til New York og einnig í Danmörku þegar hann kom þangað.Miklar spegúlasjónir hafa verið um hvað það eiginlega var í lestum skipsins.Eftir farmskrám var það m.a. Wolswagen bílar,Grasfræ og Pig Iron(hrájárn)Einnig mun hafa verið um borð stór fúlga af peningum og einnig dýr Stradivarius fiðla.Nú er talið að einnig hafi  verið 5 tonn af "Zirconium",

    

 Stálblanda sem þjóðverjar framleiddu.En þessi blanda er notuð t.d í rör í kjarnorkuverum.Og að þetta sem F.E flutti hafi átt að fara í kjarnaofninn í USS Nautilus sem þá var í byggingu.

 

Carlsen var alltaf þögull sem gröfin um hvað stóð í skeytinu fræga,En Carlsen á að hafa játað þetta fyrir dönskum blaðamanni Bjarne Bekker 1976,Hann á að hafa sagt Bekker að kafarar hafi seinna kafað að flakinu og sótt þessi 5 tonn.En þetta á að hafa seinkað bygingu Nautilus í 5 eða 6 mánuði.Bekker mun vera eini blaðamaðurinn sem Carlsen talaði um þessa hluti um.Carlsen dó 7 okt.1989.Kafarar sem seinna hafa kafað að flakinu munu hafa staðfest að gat hafi verið brennt á skrokk F.E.

            Til vinstri er"telegraffið" og til hægri sést stýrishjólið.Myndir teknar af köfurum sem kafað niður af flaki F,E

Þessu er rænt og ruplað hér og þar m.a, af heimasíðu Bjarne Bekker /www.seniorlife.dk.Ég vil enn og aftur minna á að þetta á ekki að vera einhver sagnfræði eða þvíumlíkt.Þetta er bara það sem kemur út úr grúski gamals karls sem hefur áhuga á ýmsu gömlu og birtir árangurinn hér ef einhver sem man þessa atburði hefði gaman af að rifja þetta upp,Kært kvödd


Ferðasaga

 

Þar sem maður finnur ekkert sérstakt til að rífa kjaft yfir þá langar mig að segja ykkur smá ferðasögu.Enda er ekki gott að vera alltaf með einhverja déskotans neikvæðni,Það fer illa með sálina.Ég sigldi nokkur ár hjá danskri útgerð H.Folmer(Sömu útgerð og á"Danica White"skipið sem rænt var fyrir 2 mánuðum síðan)Þessi ferð minnti dálítið á stykkjagóssflutninga hér áður fyrr.Ég hafði komið um borð í M/S"Marianne Danica"30-09-2003 í Glasgow.Skipstjóri var góður vinur minn færeyjingur að nafni Andreas Krossá.Þaðan var svo ferðinni heitið til Shorehamn.En þar áttum við að lesta stykkjavöru (General Cargo) til Port Stanley á Falklandseyjum.Við komum svo til Shoreham þ 03-10 og komum þá beint í helgi Og byrjuðum að lesta þ.06.

       

Lestun í Shorehamn

Við vorum svo 5 daga að lesta,Í fyrstu var ég mjög ósáttur við aðferðina.En brettum var kasserad og troðið faktíst í hverja rifu.En svokallaður"Supercargo"(hleðslustjóri)fullvissaði mig um að þetta væri vaninn við lestun til Falklandseyja.Við losunina þar komst ég svo að raun um að það reyndist rétt,Daginn sem við komum kom "agentinn"að sjálfsögðu um borð.Hann sagði okkur að það væri vaninn að skipin sem færu þarna niðureftir tækju yfirleitt eitthvað af"gæludýrum"með t.d, hunda og ketti.Þetta kæmi í staðin fyrir einangrun á dýrunum er komið væri á áfangastað.En núna væri bara búið að panta fyrir eitt dýr og væri það hvolpur,sem myndi koma um borð á mánudag.,Nú á mánudag var svo komið með hvolpinn litla tík sem kölluð var"Arven"Skipperinn afgirti strax  rými fyrir hana á sinn hvorum brúarvængnum,

     

 Andreas og Arven

Við lestunina varð maður þess var að Bretunum var alls ekki um þessa flutninga sem eru mikið niðurgreiddir af breska ríkinu.En á Falklandseyjum búa um 2000 manns,fyrir utan um 2000 manna herliðs sem er á eyjunni.En herinn sér sjálfur um sína flutninga þangað.En vörur kosta það sama úr búð á eyjunum og í Englandi.En þetta var síðasta lestun í Englandi fyrir jól.Svo að við vorum kallaðir"Jólaskipið"Við lögðum svo af stað frá Shorehamn þ 10-10.áleiðis tl Cap Verde eyja en þar áttum við að taka olíu,

                               

                                        Marianne Danica   og "Supercargoinn"í Shorehamn 

Það var nú tíðinda lítið á leiðinni,Við fórum utan við Traffic separation zónana(aðskildar siglingarleiðir)við Ouessant og Finisterra svo við slippum við aðal traffikina,Littla Arven var hin sprækasta og vann strax hug og hjörtu áhafnarinnar.Besti leikurinn hjá henni var að elta svampbolta sem við hentum út á gólf,Hún kom svo með boltann horfði á mann og beið þar til maður tók hann af henni og henti svo út á gólf.En svo fór hún að sýna einhver merki um að eitthvað væri að.Hún hafði alltaf minni og minni lyst á matnum og héldum við fyrst að hún væri sjóveik.En A-kul var og veltingur töluverður.

      

M/V Maninha ex Esja á Cap Verde

Þ 19/10 um hádegi komum við til Cap Verde.Mér duttu nú flestar dauðar lýs úr höfði er ég uppgötvaði skipið sem lá fyrir framan okkur við bryggjuna.Var þar ekki kominn "gamall kunningi"eða M/V"Maninha"sem áður hét"Esja"og var byggð á sínum tíma hjá Slippstöðinni á Akureyri.Ég hafði einmit leyst af sem stm á því skipi um tíma en þá var það undir stjórn Boga Einarssonar þess merka skipstjóra sem nú er látinn fyrir nokkrum árum.Ég hitti einn af skipverjum/vaktmann en ekki urðu samræðurnar vegna tungumála erfiðleika."Cap Verdi verri god best shipp"sagði hann.Eftir vatn og olíutöku var lagt af stað aftur,Sama A kulið og sami veltingurinn var.Allt gekk að óskum nema okkur virtist alltaf draga af  litlu Arven.Lystin virtist alltaf fara þverrandi.Andreas reyndi eins og hann gat til að fá hana til að borða en allt kom fyrir ekki..Og boltinn var ekkert skemmtilegur lengur.Svo var það um morguninn þ 27/10  að ég kom uppí brú um  lá svartur plastpoki með einhverju í á gólfinu og þegar ég þreifaði á honum fékk ég grun minn staðfestan,Litla Arvin var dáin.Það er ótrúlegt að sjá glitta tár í augum sumra þessara drenga sem telja"very cool"yfir litlum hvolpi.En svona er það nú..Menn voru miklu hljóðari það sem eftir lifði ferðar.

  Andreas að reyna að mata litlu Arven

 Við komum svo til Port Stanley að snemma að morgni þ 4/11.Þá vildi ekki betur að þegar við vorum að leggja að bryggju bilaði"gírinn við aðalvélina svo að"Jólaskipið"kom eiginlega upp í sjálfa aðalgötuna.Og ekki nóg með það heldur strönduðum við,við aðalklóak bæjarinns(þar eru ekki neinar dælustöðar sem pumpa"skítnum"langt út á haf)Eftir að allur floti heimamanna var komin á vettfang og með að hífa í akkerið(sem hafði verið notað til að reyna að stoppa skipið)komumst við á flot aftur og að bryggju.Eyjaskeggar gerðu góðlátlegt grín að öllu saman og sögðust adrei hafa fengið"Jólaskipið"uppí aðalgötuna fyrr.

"Jólaskipið"laust úr klóakinu 

 Ég minnist þess ekki að hafa komið í höfn þar sem maður hefur verið eins velkominn í eins og þarna,Eyjaskeggjar voru mjög vinalegt fólk sem virtust vera mikið blandaðir,.Landslag minnti á Ísland.Þegar við komum í nóv. var vor.Veturinn ekki alveg búinn.Þurftum að stoppa 3 eða 4um sinnum vegna að það byrjaði að snjóa.Eyjabúar lifa aðallega á landbúnaði.Eina frakt frá Eyjunum er ull og gærur.Mér skilst að allur fiskikvóti sé leigður til útlendinga,Ekki var nú losunargræjunum fyrir að fara.En losað var með skipsbómunum.Það var ein af ástæðunum fyrir að skipið fékk þessa flutninga að það var útbúið bómum.Það fór svo nokkrar ferðir en ég varð að hætta er heim var komið úr þessari ferð vegna veikinda.En það er önnur saga En farnar eru að mig minnir 5 ferðir á ári með vörur til eyjanna.En bara í örfáum ferðum er frakt til baka.Þannig að svo verður að finna fraktir eftir losun.

 

  .Losun í Port Stanley

Meðan við vorum að losa fengum við skilaboð um að við ættum að lesta"IMO Cargo"(sprengiefni og þessháttar)í Santos í Brasilíu til nokkurra hafna í Caribbean.Við vorum svo 8 daga að losa,En mikill tími fór t.d,í að tína smáhluti sem bretarnir höfðu troðið í sem flestar glufur uppí svo til gerðar græjur.sem samanstóð af bretti og neti,Við vorum svo 7 daga upp til Santos þ 19/11 komum við þangað.Það er dálítið langur vegur upp fljót til Santos.Á leiðinni sá ég svo skip sem mér fannst ég kannast við.Ég fór nú að kíkja betur og sá þá mikið upplitaðan íslenska fánann í skut.

                           

                                                Mars Ak 100 í Santos

Skipið hallaðist nokkuð í stjórnborða.Er nær dró gat ég svo lesið nafnið"Mars"AK 100.Þarna var þá kominn Hjörleifur ex Freyja sem frændi minn Pétur Þorbjörnsson hinn kunni skipstjóri og uppoðshaldari var lengi skipstjóri á Hálf fannst mér hann umkomulaus þarna með sína stb slagsíðu og upplitaða fána.Lóðsin sagði mér að þetta skip væri til mikilla vandræða enginn vissi hver ætti það og þarna hefðu útigangsmenn og stórar rottur íverustað.Oft rekst maður á"gamla landa"í höfnum erlendis en sjaldan með eins stuttu millibili og þarna átti sér stað.Læt þetta nægja allavega í bili af ferðasögum.Kært kvödd


"Fyrsti Kvenforseti Bandaríkjanna"

   Edith Bolling Wilson

Varrnarmálaráðherran var eldrauður í andlitinu.Hann hamraði í borðið við hvert orð til að leggja áherslu á þau.:"þetta er algerlega óásættanlegt.Þessi kona hefur tekið völdin.Hver heldur hún eiginlega að  hún sé.Forseti Bandaríkjannn?"(fengið að láni úr bók Leo Bellett )Í meir en 6 vikur hafði forsetinn hreinlega verið einangraður frá þjóðinni.Nánustu samstarfsmenn,þjónar og aðrir sem reyndu að komast að sjúkrabeði forseta Bandaríkjanna Woodrow Wilson (28-12-1856-03-02-1924) var mætt af eiginkonu hans Edith (fædd Bolling) sem hleypti engum öðrum að sjúkrabeði hans en lílækni og hjúkrunarkonu.Væri erindið áríðandi varð viðkomandi að bíða við dyrnar en Edith fór inn með skilaboðin eða pappírana sem viðkomandi kom með kom til baka með undirskrifaða pappíra eða munnleg skilaboð frá forsetanum.Þeir voru til sem héldu því fram að Edith hreinlega falsaði nafn forsetans.

 

Máverk af Edith Bolling Wilson í Hvítahúsinu

Edith Bolling Galt var fædd í Wytheville Virginíu 15-11-1872.Hún var  sjötta í röðinni af 11 börnum Sally White og William Holcomble Bolling dómara.15 ára innritaðist hún í  Marta Washington sem nemandi í hljóðfæraleik og 2 árum  seinna í minni tónlistarskóla í Richmond Virginía.Í heimsókn hjá systur sinni í Washington D.C kynntist hún upprennadi gimsteinasala.Norman Galt sem hún giftist 1896.Þeim fæddist sonur 1903 sem lifði bara nokkra daga.Þessi erfiða fæðing gerði Edith að óbyrju.1908 missti hún mann sinn skyndilega,Hún lifði kyrrlátu lífi eftir lát manns síns og sennilega aldrei kynnst Wilson forseta ef læknir forsetans hefði ekki verið trúlofaður einni af bestu vinkonu Edith.Doktor Gary Grayson var áhyggufullur yfir heilsu forsetans.Hann hafði misst konu sína 1914 og tekið lát hennar mjög nærri sér.Hann lokaði sig meir og meir af, og var farinn að þjást af þunglyndi.

  Woodrow Wilson

Dr Grayson hafði hitt Edith Galt mokkrum sinnum og heillast af henni.Hún var fögur,vel að sér og heillandi.Kærasta Grayson skipulagði samkvæmi þar sem þau voru kynnt þunglyndi forsetinn og hin glæsilega ekkja.Frænka forsetans Helen Woodrow Bones hélt heimili fyrir frænda sinn.Hún og Edith urðu góðar vinkonur.Oft óku þær saman í bíl Edith.Hún átti rafknúinn bíl þann eina í Washington og vakti hann oft athygli fyrir utan Hvíta Húsið þegar hún kom að sækja vinkonu sína.Vitanlega hittust forsetinn og Edith  þegar hún var í heimsókn,Þar kom svo að því að hún var boðið í kvöldverð í einkaíbúð forsetans.Planið fór að virka.Meir og meir fór forsetinn að dragast að hinni fögru fertugu Edith.Og hann byrjaði að skrifa henni.Hann sendi henni bók með litlu korti:"Ég vona að bókin verði þér til ánægju.Þú hefur gefið mér svo mikið"Og í kjölfarið komu svo fleiri kvöldverðarboð,Og svo eftir einn kvöldverðinn kom svo bónorðið.Í minningum skrifar hún"Án þess að hugsa um að vinskapur okkar hafi tekið þessa og án þess að hugsa um að það gæti sært hann svaraði ég;"En það getur ekki verið að þér elskið mig.Þér þekkið mig ekki:Svo svo er minna en ár síðan kona þín dó""Wilson svaraði"Ég skil að þú lítur á samband okkar sem góða vináttu.

   Hvíta Húsið

En hér í Hvíta Húsinu mælir maður ekki tíman í vikum,mánuðum eða árum.Hér er það löng reynsla manna sem stýrir atburðarrásinni.Síðan kona mín dó hef ég verið einmana og lifað gleðilausu lífi.Ég var hræddur um að særa þig og kannske hneyksla.En það vel þekki ég þig að ég hefði aldrei fært þetta í tal við þig ef ég hefði ekki verið búinn að ráðfæra mig við dætur mínar og frænku.Viltu verða konan mín?"Og forsetinn útskýrði fyrir henni að þau gætu ekki haldið áfram að hittast án þess að trúlofa sig.Fjölmiðlarnir vöktu yfir hverju skrefi fosetans.Hann gæti aldrei koma í heimsókn til hennar án þess að það vekti umtal á einn eða annan hátt.Og að hún gæti heldur ekki komið í Hvíta Húsið nema við opinberar athafnir.Í langan tíma reyndi hann að sannfæra hana.Með tárin í augunum tjáði hann henni ást sína og að hann gæti ekki lifað án hennar."Ef þú neyðir mig til að gefa svar núna verður það að vera nei"sagði hún."Ég verð að fá tíma til að átta mig.síðan maður minn dó hef ég ekki hugsað mér að gifta mig aftur."Og forsetinn varð að láta sér það svar nægja.

 Máverk af Wilson í Hvíta Húsinu

Í fleiri mánuði hugsaði hún málið:Ætti hún að segja já,myndi hún gera hann hamingusaman.Myndi hún passa í hlutverkið sem forsetafrú.Spurningarmerkin voru mörg.Og ekki var það til að létta undir með henni að bæði frænka forsetans og læknir sögðu henni að forsetinn væri að falla aftur í gamla þunglyndið.Hún ferðaðist milli staða til að finna ró og hugsa yfir stöðu sinni.Þegar hún kom svo heim eftir 2ja mánaðar fjarveru beið hennar vöndur af gulum rósum ásamt boðskorti í kvöldverð í Hvíta Húsinu,"Hann kom út úr Bláa herberginu"skrifar hún seinna í minningum sínum"hann var virkilega myndarlegur í dökkum fötunum þegar hann kom til mín með opinn faðminn og faðmaði mig að sér um leið og hann heilsaði mér.Þegar ég faðmaði hann að mér og horfði beint í augu hans þá brast eitthvað innra með mér.Ég vissi þá að ég vildi ganga með honum til enda veraldar"Svo í ökuferð eftir kvöldverðinn fékk hann sitt já í áheyrn bílstjórans og öryggisvarða.Næsta dag 15 september 1915 opinberuðu þau svo trúlofun sína

Staðsetning"Bláa herbergisins"

En nú fór slúðrið á fulla ferð.Illkvittnar sögur komust á kreik,Sú illkvittnast var sú að Dr Grayson átti að hafa eitrað fyrir fyrri konu forsetans svo hann gæti giftst Edith.Og það varð verra Sama dag og trúlofunin átti sá sér stað kom kona að nafni Mary Allen Peck fram í dagsljósið.Hún uppástóð að Wilson hefði skrifað henni yfir 200 bréf og sent henni 7.500 dollarra.En Peck fannst hún auðmýkt og yfirgefin og hótaði að gera bréfin opinber ef Wilson giftist Edith Bolling.Það voru 2 af Wilson nánustu samstarfsmönnum er sögðu honum frá þessu.Honum brá mjög við frétirnar.Hann mundi eftir þessum bréfum,og hann þekkti til Peck.Hann hafði hjálpað henni í erfiðleikum sem hún hafði átt í.Peningana hafði Wilson lánað henni prívat og tekið veð í húsi hennar,Hann var klár á að þetta mál gæti skaðað hans pólitíska feril.En Wilson leit það alvarlegri augum ef Edith flæktist í málið.Hann kallaði á lækni sinn Dr Grayson og bað hann að fara undireins til Edith og segja henni sannleikan og að ég leysi hana undan trúlofunni og giftingarheitinu ef hún vill það.Dr Grayson gerði það sem fyrir hann var lagt.Hann sagði Edith hvað hafði skeð,Hún setti hljóðan og sendi Grayson með skilaboð um að hún myndi svara forsetanum skriflega.

Skopmynd af Wilson frá 1913

Eftir að hann var farinn,sat hún lengi og hugsaði sitt mál."Ég byrjaði að sjá hlutina í réttu ljósi,Það var okkar líf sem þetta snérist um.Stjórnmálin og hneykslin var allt annað.Ef mér þætti ekki svo vænt um þennan mann til að bera með honum hans byrðar þá er þetta ekki ást"skrifaði hún í minningum sínum.Hún settist við skrifborðið og skrifaði langt svar til hans þar sem hún vottaði honum ást sína og þá ákvörðun sína að standa við hlið hans á hverju sem dyndi:"Ég geri það ekki af skyldurækni eða meðaunkun eða af heiðrinum sem fylgir því að vara forsetafrú en ég geri þetta af ást",Síðan sendi hún sendiboða með svar sitt.En hún fékk ekki svar strax og ekki daginn eftir eða þar næsta dag.En 3 dögum seinna birtist Grayson.Hann bað hana að koma strax með sér í Hvíta Húsið"Er það hann sem biður um það?" spurði hún,Nei svaraði Glayson og hristi sorgmæddur höfuðið,

 

Hann er veikur og þegar ég talaðu um að sækja þig vildi hann það ekki,honum fannst það ekki réttlátt gagnvart þér,En þú verður að koma,ég óttast um líf hans.Hún fór með honum.Þegar hún kom inn í svefnherbergi hans brá henni.Þarna lá hann frekar dauður en lifandi.Andlitið hvítt og augun virtust líflaus.Hann sagði ekkert en rétti fram aðra hendina til að heilsa henni.Grayson skildi þau eftir ein.Þau sátu þögul um stund og hún hélt í hönd hans sem var ísköld."Fékstu bréfið frá mér"spurði hún.Hann kinnkaði kolli.En hann hafði ekki opnað það.Hann hafði ekki þorað að opna það af hræðslu um að hún hefði hafnað honum.Þann 18 des.giftu þau sig á heimili Edith þau höfðu lítið tíma fyrir sig sjálf. 2 árum seinna var Wilson neyddur tl að láta USA verða þátttakandi í 1stu Heimstyrjöldunni.

    World War 1  Wilson lætur þjóðþingið vita um slit á stjórnmálasambandi við Þjóðverja 3 febr.1917

 Árið þar á eftir og eftir vopnahléið var Wilson mikið upptekinn við að reyna að stofna Þjóðabandalagið og fór m.a. til Evrópu til að koma því á,Samhliða friðartilraunum hans átti hann áhrifamikla andstæðinga sem gerðu honum lífið leitt.Hin nýja frú hans stóð við hlið eins og klettur.Án hennar hefði hann sennilega ekki staðist álagið.Heilsa hans hafði verið léleg í forveg og undir friðarsamningum í París 1918 hafði hann fengið aðkenningu af slagi.

  Wilson kemur heim eftir Versalasamningana

Sennilega náði hann sér aldrei alveg af því.Hann fékk svo alvarlegt bakslag í  kosningaferðalagi sínu í USA haustið 1919.Sennilega gerðu menn mistök að reyna að leyna veikindum hans.Allslags slúðursögur fóru á fullt,Hann var orðin geðveikur,hann hafði smitast af sýfilis í París og fl í þessum dúr.Og af pólisískum andstæðingum því var haldið fram að honum væri haldið sem fanga í Hvíta Húsinu.En eina sem"lak"þaðan út var að hann hefði fengið taugaáfall og væri á góðum batavegi.

 Wilson á fundi með ráðherrum sínum

Nú rétt 1 öld seinna vita menn að forsetinn var milli heims og heljar,Hann hafði fengið heilablóðfall sem gerði það að verkum að hann varð mállaus og hann hafði hálflamast.Ástand hans var eiginlega þannig að eftir stjórnarskránni hefði hann átt að láta völdin í hendur varaforseta síns.En þrátt fyrir það þá hélt Edith maka sínum einangruðum á sjúkrabeði sínu og bannaði læknunum að segja sannleikann.Hún sjálf var þess full viss að hann mundi ná sér.Hún var þess fullviss að ef náttúran fengi að hafa sinn gang myndi það ske.Og kraftaverkið skeði.Eftir 17 mánuði hafði Wilson náð sér það vel að hann birtist opinberllega aftur,En allan þann tíma sem hann var frá stjórnaði Edith Bolling  Wilson eiginlega þessu máttugasta ríki heims.Þrátt fyrir að hann væri lamaður öðrumegin hélt hann áfram forsetastörfunum og vildi t.d fara fram á endurkosningu,En bæði Edith og hans nánustu samstarfsmenn töldu að nýr kosningaslagur yrði honum ofviða.

 Heimili Wilson hjóna að:"Embassy Row sem var gert að safni um hann 1994

 1921 eftirlét svo Wilson embættið til Warren Harding, og 3 árum seinna dó Wilson,,Edith Bolling Wilson dó 28 desember 1961 (á 105 ára afmælisdegi bónda síns)89 ára gömul Í 40 ár helgaði hún líf sitt til að heiðra minningu manns síns Woodrow Wilson. Forsetanum sem hafði helgað líf sitt friði Hún var ein af 4 langlífustu forsetakonum USA.Hinar voru Bess Wallace Truman,Lady Bird Johnsn. og Bety Ford.

 

   Woodrow Wilson's signature 

Þúsund dollara seðill með mynd af Wilson sem ekki mun vera í umferð lengur og"Signarur"hans,og grafreitur Woodrow Wilson í Washington National Cathedra.

Ég vil en og aftur minna menn ef einhverjir nenna að lesa hingað.Það má alls ekki taki taka þetta sem einhverja sagnfræði.Þessu er rænt og ruplað úr hinum ólíklegustu stöðum og er afrakstur af grúski gamals mann sem alltaf hefur haft áhuga á konum og viljað"grúska"í þeim.En aldur veikindi og fyrri hegðan hefur sett honum nokkuð stólinn fyrir dyrnar svo nú "grúskar" hann aðallega í þeim á þennan hátt.Þetta er bara sett fram ef einhverjir aðrir hefðu  gaman af að  lesa t,d, um þessa sennilega gleymdu konu.Sem stundum hefur verið nefns"Fyrsti Kvennforseti Bandaríkjanna"Kært kvödd


Kona með stórt hjarta

 

 Marion Davies

Fyrir 110 árum þ.3 janúar fæddist stúlka í Brooklyn NY USA sem skýrð var Marion Cecilia Douras, Þetta stúlkubarn átti eftir að fá nafn sitt skrifað á spjöld sögunar sem: Marion Davies,Hún var yngst af 5 börnum dómara að nafni Bernhard J Douras.Hún gekk í rómversk katólskan skóla og byrjaði að æfa ballet 4ra ára.16 ára fékk smáhlutverk í einni  af NY revíunum þar sem revíu og söngleikjakóngurinn Florrie Ziegfield"uppgötvaði"hana,

Árið er,1918.Primadonnan í Ziegfield Follies söngleiknum hafði sett aðeins meiri andlitsfarða á sig,klætt sig í mest kynæsandi búninginn og skipað þjónustustúlku sinni að hafa hafa flösku af Kampavíni og ís tilbúið eftir sýninguna.Það lá spenna í loftinu því orðrómur var á kreiki um að blaðakóngurinn William R Hearst yrði viðstaddur sýninguna og að hann myndi koma baksviðs að henni lokinni.Eftir að fagnaðarlátunum linnti og tjaldið hafði verið dregið fyrir í síðasta sinn var það ekki  búningsklefi Primadonnunar sem blaðakóngurinn gekk til.Heldur gekk hann rakleitt til þrönga gangsins sem dansararnir héldu sig og beint til hinnar óþekktu dansstúlku Marion Davies.Þetta var upphaf að einni frægustu ástarsögu sögunnar á milli hinnar 22 ára gömlu"ljósku"og hins 55 ára blaðakóngs.Sem á þessum tíma var einn af áhrifamestu og ríkustu mönnum veraldar.Á þessum tíðspunti átti hann um 30 dagblöð og tímarit.Hann átti kvikmyndafélag,bókaútgáfu,nokkrar alheims fréttastofur,áhrifamiklar útvarpstöðvar.Hann átt meirihluta í stórum námafyrirtækjum  bæði í S - og N.Ameríku,Hann var einn af stæstu fasteignaeigendum í NY og átti miklar landeignir í Mexicó. 

 William R Hearst

Hearst - stórveldið gat með völdum sínum sett stríð af stað.Sett af forseta og komið forsetum til valda,Það hafði faktist komið stríði á milli USA og Spánar 1898 eftir byltingu á Kúbu,Og síðan haft afgerandi áhrif á stríðslokin.W:R Hearst var enginn kvennabósi sem notaði peninga sína og völd til að táldraga konur.Í15 ár hafði hann verið hamingusamlega giftur:Millicent Hearst(Millicent Veronicu Willson)sem hafði alið honum 5 syni .W:R:Hearst hafði verið konu sinni trúr og ekki þekktur fyrir nein hliðarspor.Hann hafði byggt hinn stórfenglega"Hearst Castle"utanfyrir San Simeon í Kaleforníu.Þar sem stórstirni og annað frægt fólk þess tíma eins og t.d.Gary Grant:Max Brothers Charlie Lindbergh .Joan Crawford Calvin Coolidge Chaplin.Mary Picford.og Winston Churchill voru tíðir gestir.Í Hearst Castel var engu tilsparað.Innanhússundlaug með gullklæddum veggjum.Útisundlaug í Rómverskum stíl.Marmaragólf,og dýr listaverk frá öllum heimshornum á veggjum.Margar sögur gengu un hvernig Hearst hitti M.Davies.Ein var sú að Millicent Hearst hafi sjálf bent maka sínu á hana eftir að hún hafi átt að hafa séö Davies í söngleik"þessa stúlka ætti að fá hlutverk í myndinni sem þú ert að láta framleiða"á hún að hafa sagt við mann sinn.

 

 

              Úr Hearst Castel

En trúverðugustu heimildirnar eru sagðar komnar frá hinni frægu"blaðurskjóðu"Heddu Hopper"sem sagðist hafa verið í leikhúsinu kvöldið fræga 1918.Davies átti að baki sér mislukkaðar tilraunir til frægðar og frama í kvikmyndum,en fyrsta mynd sem hún lék í fyrir atbeina Hearst var"Cecilia of the Pink Rose"Menn hafa brotið heilan yfir af hverju þessi valdamikli maður féll svona kylliflatur fyrir þessari,jú fögru en að mestu óreyndu stúlku.Menn hafa helst hallast að því að það hafi verið hvernig hún umgekkst hann með algeru ótta- og virðingarleysi,En slíku var hann ekki vanur.Hún hreinlega neitaði vera honum undirgefin og stofnaði oft til rifrildis við hann opinberlega og prívat. Hearst yfirgaf fjölskyldu sína fljótlega eftir þeirra fyrsta fund og byrjaði að búa með henni.Hann skildi þó aldrei að lögum við konu sína og við opinberar athafnir var hún yfirleitt við hlið hans.

  Millicent Hearst

 Millicent viðurkenndi aldrei aðskilnað þeirra,Hann talaði við hana daglega og þau reyndu að skapa börnum sínu eins áhyggulaust líf og þeim var unnt,Hearst var Davies stundum frekar faðir en elskhugi.Hann kenndi henni tungumál og hvernig maður ber sig að í samkvæmislífinu.Margir af vinum Hearstfjölskyldunar reyndu að fá hann til að snúa til baka til konu sinnar en án árangus.Þó að Hearst og Davies væru saman á ferðalögum veitingastöðum og hótelum og öll þjóðin vissi um samband þeirra þá kom aldrei orð um samband þeirra í slúðurdálkum blaðanna.Davies var aðallega fræg fyrir leik í gaman-og söngvakvikmyndum.Hún léh m,a,á móti Leslie Howard. Clark Gable,Bing Crosby.Gary Cooper og fl.

Hún er talin hafa átt í stuttum ástarsamböndum við Charlie Chaplin og Dick Powel.Samband hennar við Chaplin átti eftir að draga stóran dilk á eftir sér.19 nóv 1924 voru Davies og Hearst um borð í lystisnekkju Hearst"The Oneida"ásamt nokkrum gestum þar á meðal Chaplin og kvikmyndaframleiðandanum Thomas Harper Ince(sem stundum var kallaður"faðir kúrekamyndanna)og fleiri.Tilefnið var 42 ára afmæli Ince.Hearst mun hafa verið óður úr afbrýðisemi út í Chaplin út af sambandi þeirra Davies.Eftir að hafa tekið feil á Chaplin og Ince í myrkrinu á Hearst að hafa skotið Ince í misgripum.(Hugsið ykkur af hve miklu við hefðum misst ef hann hefði ekki tekið feil ef sagan er sönn)Síðan á Hearst að hafa beitt áhrifum sínum svo að Ince var sagður hafa látist af hjartaáfalli.Sagan segir að Herman Mankiewiz,höfundur kvikmyndahandritsins að"Citizen Kane"kvikmynd sem Orson Welles gerði og sem á að hafa Hearst sem  fyrirmynd að aðalpersónu.hafi skýrt Welles frá sannleikanum í málinu.Welles á svo að hafa sagt Peter Bogdanovich söguna í sambandi við útgáfu bókar um Welles:"This is Orson Welles"Leikrit um atburðin varð til,sem svo varð að kvikmynd sem Bogdanovich gerði  2001 sem heitir:"The Cat´s Meow"

    Ince     Chaplin 

Í myndinni leika m.a.Edward Herrmnn (Hearst) Eddie Izzard (Chaplin) og Kristen Dunst (Davies)

Sambandið við Povell stóð svo stutt yfir á fjórða áratugnum

 

Hún gaf svo kvikmyndaleik upp á bátinn,Bæði vegna þess að henni sjálfri fannst að henni skorti hæfileika til dramatískra hlutverka og einnig af því að elskhugi hennar vildi ekki sjá hana í fleiri hlutverkum sem hina"heimsku ljósku"Þeir sem grunuðu Davies um græsku um að táldraga og féfletta Hearst fengu sönnun um hið gagnstæða.Í verðhruninu 1929 missti Hearst mikil auðæfi.Og um 1938 átti Hearst í miklum fjárhagsvanda.Davies skilaði honum aftur öllum verðmætum sem hann hafði gefið henni í sambandi þeirra,En það voru skartgripir og listmunir fyrir miljóna dollara.Hún gaf honum einnig villu sem hún sjálf hafði keypt sér í Holywood,Hearst stóð af sér óveðrið og skilaði henni þá aftur öllu sem hún hafði afhent honum.En sett þó eitt skilyrði fyrir villunni.Að hann hefði rétt á að búa í henni til æfiloka.Þetta samþykkti Davies með mikilli ánægu.Lífið hafði leikið Hearst grátt og hafði hann eldst mikið á fáum árum.Hann var ekki eins valdamikill og áður.Stjórnmálamenn og fólkið í landinu hræddust hann ekki sem áður og fjölskyldan leit á hann sem fjarskyldan ættinga,En Davies stóð við hlið hans,Hún hjúkraði honum las fyrir hann og sá til að honum liði vel.1947 fékk hann hjartaáfall.Með hjálp Davies tókst læknunum að halda honum til lifs.En 1951 var það búið.Hearst kvartaði um vekjum í fótunum

 

.Læknarnir ákváðu að gefa honum blóð.Davies sat við hlið hans og strauk honum um ennið,Þarna sat hún og rifjaði upp fyrir honum hamingusamt samband þeirra sem hafði staðið í um 30 ár,Hann reyndi að kyssa hana og þá var það búið svo dó hann 88 ára,Davies var óhuggandi.þrátt fyrir að hún hafi verið viðbúinn þessu.Læknarnir gáfu henni róandi sprautu og hún sofnaði.Hún vaknaði svo einsömul með hjúkrunarkonu hjá sér.Þegar hún svaf höfðu forstjórar Hearts veldisins og ættingar sett allt á fullt.Líkið flutt með flugvél til San Fransisco án vitundar Davies,Plan sem hafði verið gert þegar menn sáu að hverju stefndi hafði verið sett í gang,Í blaðaviðtali sagðist hún hafa verið svikin"Ég fékk ekki að kveðja hann"sagði hún,Það var mikil spenna hjá ættingum er erfðarskráin var opnuð.Það létti svo yfir fólki þegar að það sem það óttaðist stóðst ekki.Það var ekki minnst á Marion Davies í erfðarskránni.En svo dimmdi yfir aftur.W,R,Hearst hafði einu ári fyrir dauða sinn stofnað sjóð henni til handa  þar sem hann ánafnaði henni ábatan af 30.000 hlutabréfum í Hearst - veldinu til æfiloka.Og atkvæðisréttur þessa hlutar var meiri en 130.000 hlutabréfanna sem eftir stóðu.Hearst hafði gefið völdin yfir Veldinu til Davies.Erfingunum og stjórnendum fannst jörðin gliðna undir sér.Bestu lögfræðingar sem völ var á voru ráðnir til að fá þennan sjóð ógildan.En Davies yppti bara öxlum;"Mér líkar ekki hugsunin um réttarhöld.Ég veit ekki hvað ég á að gera,En ég vil helst ekki gera neitt sem væri á móti W,R,H vilja."Enginn veit svo hvað gerðist bak við tjöldin,En samkomulag var gert í góðu,Eina sem Davies lét hafa eftir sér var:"Ég seldi öll mín völd fyrir dollar,Kannske gerði ég mistök .En nú er þessu öllu lokið,"Tíu vikum eftir dauða Hearst gifti Davies sig skipherra í flotanum Horace Brown.Þeir sem sáu brúðkaupsmyndina fannst brúðguminn minna merkilega mikið á William R,Hearst,

          

1941 gerði leikarinn/leikstjórinn Georg Orson Welles(1915-1985)kvikmynd sem heitir Citizen Kane.sem að margra mati er nefnd besta kvikmynd allra tíma.Welles lék sjálfur aðalhlutverkið.En fyrirmynd að þeirri persónu er sagt að sé William R Hearst.Fyrir bragðið varð fullur fjandskapur á milli Welles og Hearst.1996 var svo gerð heimildarmynd um átökin milli Welles og Hearst,Sem keppti um"Óskarinn"en tapaði fyrir mynd um Önnu Frank

 

Davies fékk aðkenningu af heilablóðfalli 1956 og greindist með krabbamein sama ár sem hún fékk bót á eftir uppskurð.Hún lét mikið gott af sér leiða í allslags velferðarmálum sérstaklega í sambandi við börn..Davies dó svo af krabbameini 1961.Hún var jarðsett í"Hollywood Forever Cemetery" að viðstödu fjölmenni m,a.Mary Pickford og Herbert Hoover.Er hún dó lét hún eftir sig meira en 30 miljónir dala,Áður hafði hún gefið milljónir til góðgerðarstarfsemi.En saga Marion Cecilia Douras er stundum nefnd sem dæmi um konur með stórt hjarta.Þetta er ekki hugsað sem nein sagnfræði heldur er þetta afleiðingar af grúski gamalls karls sem ekkert þarfara hefur að gera.Um merka,en sennilega gleymda konu.Og sem kannske einhver annar hefði gaman að lesa um.Kært kvödd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


Munnræpa

 

Ég tek ofan fyrir Geir Jóni Þórissyni.Loksins,loksins kemur háttsettur maður undir Dómsmálaráðuneytinui og viður kennir að þar starfi mennskir menn.Viðurkennir að gerð hafi verið místök sem hann harmi.Alltof oft hefur maður þurft að hlusta á útþynntan vaðal af útskýringum á að engin mistök hafi átt sér stað.Mér finnst það alveg með endemum hvað valdamenn og/eða svokallaðir fyrirmenn í þessu þjóðfélagi hella af helberum þvætingi yfir almenning í landinu.Mér fannst Geir Jón komast vel frá Kastljósi kvöldsins.Og það á merkisdegi fyrir einn af forverum hans í starfi en í dag (31/8) eru 80 ár síðan Erlingur Pálsson synti hið fræga Drangeyjarsund

Ég held að æðsti yfirmaður,(ráðherra dómsmála) Geir Jóns ætti að fara með honum út í Drangey í tilefni dagsins og láta hann(Geir Jón)kenna sér í ró og næði hvernig menn viðurkenna mistök á hreinni íslensku og tæpitungulaust.Það er forkastanlegt hvað sumir af þessum fyrirmönnum bera á borð fyrir fólk með sæmilega greind,Manni dettur helst í hug Brytinn á Bessastöðum að tala niður í Svartholið þar,til þeirra félaga Jóns Hreggviðssonar,Ásbjörns og Hólmfasts.Hvernig þvættingurinn lekur út um bæði munnvikin,og kjafturinn á þeim gengur rangsælist´þegar þeir tala t.d hvernig heimsmarkaðsverð á bensíni hefur bara áhrif á eina bensínstöð úti á Kársnesi.Og hvernig"óþurftarlýður"espar fólk til að kjósa ranga menn í prófkjöri,að maður tali nú ekki um þann"rumpulýð"sem strikar yfir nöfn mætra manna svo þeir falla um sæti.Mér finnst þetta frekar ætti að kallast munnræpa heldur en það sem orðið stendur fyrir í dag en það er yfirleitt lyktarlaust.Því að af sumri ræpu,allavega leggur oft mikinn fnyk.

Allstaðar þar sem ég hef komið erlendis og menn hafa einhverja hugmynd um þetta littla sker norður í höfum þá hefur mér funndist fólk líta á okkur sem sæmilega vel upplýsta þjóð,Þess vegna er þetta furðulegt hvað sumir innfæddir ráðamenn telja sig hátt yfir okkur hin hafnir,Maður er kannske ekki að fara fram á það sama og Vilhjálmur frá Skáholti fer fram á er hann í kvæði talar við"sinn"herra:

"Hvað sem trú vor týndum sauði lofar

ef taglsins auðmýkt nær í hjartað inn

mig langar til,er tunglið færist ofar

að tala við þig eins og bróðir minn"

Mér eru minnistæð orð,Ingólfs þórðarsonar hins mæta og eftirminnilega kennara við Stýrimannaskólan,við einn af nemendum sínum sem viðurkennt hafði að frávera sín,frá prófi hefði stafað af afleiðingum glaums og gleði næturinnar fyrir prófið:"ja það er gott að ennþá skuli finnast menn á Íslandi sem viðurkenna í sér helv.... vitleysuna en þykjast ekki hafa étið eitraðar sardínur"sagði´ann.Mér finnst oft hroki við almenning smjúga hreinlega inn í merg og bein.Skelfing væri það nú uppörvandi fyrir menn sem komnir eru á efri ár og hafa unnið sínu landi vel að þessir svokallaðir mektarmenn færu að tala við þá eins og það væri meira á milli eyrnana á þeim en grautur sem ég hataði sem barn.

 

Gefum Vilhjálmi frá Skáholti aftur orðið:

"Sjá margoft hefur staðið styr um þeirra nöfn

sem státa sig um nætur í veislum betri manna

og lítið hafa syndgað og lítið gist í höfn

en lifa vel á gulli og elsku manna"

Ég var um tíma stm/skipstjóri hjá íslenskri útgerð.Eitt af skipunum var með svokallaðan"ramp"í skutnum þar sem hægt var að aka þungum farartækjum inn auk hliðarports þar sem lestað/losað var á lyftur sem fluttu vöruna eftir þörfum.Einnig var skipið búið 30 t krana,Eitt sinn þegar ég var skipstjóri var ég kallaður á fund forráðamanna útgerðarinnar.Ég var spurður hvort ég treysti mér til að snúa skipinu í vissri höfn þannig að skuturinn kæmi að bryggjunni,Það byðist flutningur á þungu tæki(sem ég man ekki lengur hvað var)til þessarar hafnar.

 

Ég sá engin vandkvæði á því en sagði í leiðinni að það væri best að hringa í umboðsmann útgerðarinnar í viðkomandi höfn og spyrja um bilið á milli bryggjupollana svo að öruggt yrði að rampurinn kæmist á milli þeirra,"Nei það er alveg óþarfi"var sagt"við eru búnir að tala við verkfræðingina hjá"Vitamál"og þetta á að ganga"Ekki meir um það.Skipið var lestað með tækið aftast við rampinn síða brettavara og gámar undir og uppá lúgunni,Nú til að gera lengri sögu styttri að þegar við vorum búnir að snúa skipinu í höfninni(sem var sú 1sta í ferðinni)komst ekki rampurinn niður.Of lítið bil á milli polla.

 

Það varð svo náttúrlega úr að við lögðum skipinu uppað eins og venjulega urðum svo að hífa alla gáma í land, keyra alla brettavöru sem var fyrir framan tækið einnig í land,svo að við gætum híft  það í land.Allt þetta tók að mig minnir um 12 tíma.Sem ef,hringt hefði verið í ómenntaðan mann í staðinn fyrir spekingana hjá fyrrgreindri stofnun ekki tekið nema 1-1 ½ tíma Það hefði ekki verið neinn vandi að lesta skipið með tilliti til þessa.Hræddur er ég um að hefði einhver svona mistök orðið hjá óbreyttum starfsmanni eins og t,d mér hefði það getað kostað ja allavega miklar ákúrur


Brottkast og kvóti

    Amandine O 129.Síðasti"Belginn"á leið út úr Landhelginni

Ég hef svolítið fylgst með deilum Fiskistofu og Morgunblaðsins að undanförnu.Ég ætla ekki að taka afstöðu.En leyfi mér samt að hafa skoðun á málinu.En ég þekki Þórhall Ottesen deildarstjóra Landeftirlits Fiskistofu persónulega og veit að þegar hann segir:"Hér eru menn að vinna störf sín af kostgæfni"þá er hann sjálfur fullviss um að svo sé.Ég hef bæði  verið yfirmaður Þórhalls og samstarfsmaður og fullyrði að hann er gegnheiðarlegur og má ekki vamm sitt vita í sínum störfum.Þótt hann ástundum láti líta svo út að hann sé eitthvað kærulaus er það bara hans humor.Samviskusamari maður finnst vart,það er allavega min reynsla af honum.

Þrátt fyrir góð kynni mín af Þórhalli er ég kannske ekki alveg sáttur fyrir þátt Fiskistofu og/eða yfirmanns hennar.Agnes Bragadóttir skrifar miðopnugrein á sjálfan þjóðhátíðardegi USA 4 júlí.Þar eru reifuð ýmiss mál sem haldið er fram í sambandi við ýmsar tegundir af svindli..Talað um"glufur"í kvótakerfinu og ýmiss nöfn yfir svindlið . T.d "Vatnsaðferðin" "Brottkast" og fl.Af hverju þessi orðrómur?Ég hef heyrt á tal sjómanna bæði um Fiskistofu og Hafró.Þetta tal finnst mér renna stoðum undir að ekki sé allt í lagi í þessum stofnunum.Orðið í á kannske ekki alveg um Fiskistofu.Nú langar mig að setja Tollgæsluna í staðin fyrir Fiskistofu og sjómenn með lítil innfluttningsleyfi í staðin fyrir þá sem stunda þetta grunaða kvótasvindl,ef einhverjir eru.

Nú vita margir að oft er smyglvarningur á boðstólum hér á landi(var allavega áður en ég flutti af landinu 1990)Tollgæslan vinnur sín störf af kostgæfni(eins og fiskistofumenn)en samt voru fyrrnefndar vörur á markaði hér.Svokölluðu"svartagengi"varð stundum ágengt þegar þeir birtust.Setum okkur aðeins í spor sjómanna með lítil innflutningsleyfi.Áhöfn kannske 10 menn það gera 20 augu.Svartagengið með 5 menn gera 10 augu.Ég geri ráð fyrir að menn átti sig á hvað ég er að fara.

Mér kemur í hug að eitt sinn var ég staddur í Guinea Bissau á skipi að losa sement.Svo fórum við að verða varir við að"lestarribbarnir"(tréplankar sem hlífa farminum frá skemmdum af böndum skipsins)fóru að tína tölunni.En við sáum ekkert athugavert.Við settum annan háseta á vörð við lunninguna til viðbótar landgangsverðinum.En allt kom fyrir ekki.

Svo var ég staddur uppí brú og sá þá miklar "veifingar"og bendingar á bryggjunni sá ég þá að landgangsmaðurinn var að athuga passa hjá manni á leið um borð en borðstokksmaðurinn var að kveikja sér í síkarettu beygður undir lunninguna.Á eiginlega broti úr sekúndu"flugu"5-6 borð í land.Þarna fylgust mörg augu með mikið færri.Það er þekkt hjá"brella"erlendis við talningu t.d uppúr skipum að 1 eða 2 verkamenn halda talningsmanni skipsins oppá snakki meðan 1 bretti svífur í land framhjá talningu.Tallýmaðurinn uppveðraður af að að innfæddir sé að reyna að kenna honum mál sitt eða öfugt.

Í Hnotskurn í Mbl.7 júlí stendur m.a haft eftir Fiskistofustjóra."og að hún(grein A.B aths.mín)byggist á kjaftasögum."Mér finnst alltof mikið gert úr þessu hugsanlegu kvótasvindli og EINS BROTTKASTINU""(leturbr.mín) Þá spyr ég af hverju ættu sjómenn af sitt hvoru skipinu sem spjalla saman yfir kaffibolla að vera að ljúga hvor að öðrum.Ég á bágt með að trúa að þeir eigi eitthvað "um sárt að binda" í garð þessara stofnana.Af mínu litla viti myndi ég halda að Fiskistofustjóri myndi fagna"sakaruppgjafartillögu"Grétars Mar.Menn kæmu í dagsljósið og segðu sína sögu án þess að eiga á hættu að missa vinnuna og æruna.Málin rannsökuð fyrir opnum dyrum.Hræddur er ég um að fyrr fáist ekki botn í þetta mál.Mig minnir að til sé málsháttur sem segi" að þar sem reykur sé,þar sé líka glóð"

Þórhallur Ottesen segir m.a. í síðasta kafla samtals Hjartar Gíslasonar við hann þ.23 júlí:"Ég vil að það komi fram hér að ég er ekki að tala um að eftirlit Fiskistofu sé fullkomið og að það sé ekki um neitt svindl að ræða.Við höfum ekki gefið það út að eftirlit Fiskistofu sé 100% skothelt.Hér eru menn sem reyna að vinna erfitt starf  og hér eru menn sem vilja fá það rétta fram.Ég fullyrði að allir okkar starfsmenn gera sitt ýtrasta til að sinna starfi sínu sem best"

Það vill svo til að ég þekki nokkra starfsmenn Fiskistofu og get tekið 100% undir þessi orð Þórhalls allavega um þá menn sem ég þekki.Sama með Tollverði þeir unnu líka sitt starf af kostgæfni(og gera sennilega enn)Mér finnst satt að segja viðbrögð við"Kompás"þætti fyrr í vetur vera lítil og eins og það sé verið að þagga eitthvað í hel.Ég vona að menn taki þetta ekki sem einhverja sleggjudóma heldur eru þetta bara hugleiðingar gamals frekar úrills fv sjómanns sem búinn er að draga skútuna í naust.Og sem fer kannske áður en langt um líður að "róa"á öðrum miðum.Kært kvödd

 

 

 


Brugg og fl

 

Það eru til  2 tegundir af lögbrotum sem ég hef flækst í,íllu heilli.Önnur olli mér magakvillum og hin kvíða og fjárútlátum.Þessi lögbrot eru"brugg"og"áfengissmygl".Þær fáu tilraunir mínar til að brugga runnu allar út í sandinn því"bruggarinn"gat aldrei beðið eftir að sullið gerjaðist almennilega svo að þessar tilraunir ullu bara magakveisu ef eitthvað var.Hitt lögbrotið endaði í flest skifti með stórum fjárhagshalla á aðgerðunum.Ekki ætla ég mér að fara að hæla mér af þessum ósiðum heldur er meiningin að rifja upp nokkrar skemmtilegar(að mínu mati)sögur sem tengast þessum lögbrotum og ekki væri það verra að fá einhverjar góðar í athugasemdirnar.Við skulum byrja á brugginu.Einhverstaðar út á landi bjó maður sem þótti "snillingur"í faginu

                       

Eitt sinn fær karlinn af því spurnir að sýslumaðurinn og löggan á staðnum séu á leiðinni til þess að ná í sönnunargögn gegn honum, leggja starfsemina niður og að handtaka hann.Hann brást við skjótt, tók bruggið og það sem hann átti eimað og hellti því í sjóinn,Síðan gróf hann stóra holu, setti eimingargræjurnar í hana og mokaði svo mikið yfir að ekki sást í tækin.Síðan tók hann gamlan og þreyttan hund, sem hann átti, skaut hann og setti ofan á allt í holuna og mokaði svo yfir.Hann var nýlega búinn að þessu þegar sýslumaður og löggan komu og það fyrsta sem þeir sáu var jarðraskið. Og var nú tekið til að moka.Þeir komu niður á hræið af hundinum og hættu þar með að moka.  Ekki fannst neitt í þessari ferð en sagt er að þá hafi sá gamli tautað fyrir munni sér " Og allir sögðu að Tryggur væri með öllu gagnslaus" (en hundurinn hét Tryggur)..

                      

 

Hinn mikli mannvinur og hugsjónamaður Júlíus Hafstein var sýslumaður á Húsavík.Jónas Sveinsson tengdasonur Júlíusar segir í bók sinni"Lífið er dásamlegt" 2 sögur af Júlíusi:""Einn haustmorgun fyrir birtingu kom Júlíus sýslumaður þar sem vörubílstjórar voru að hlaða vagna sína,í þann veginn að leggja af stað upp í sveit,gekk til þeirra og mælti svo hátt að allir heyrðu:"Mikil vandræði hvað þið eru snemma á ferli,piltar.Hann Björn Blöndal(löggæslumaður sem aðallega rannsakaði brugg.ath.mín)kemur hingað í dag og hefði líklega þurft að fá flutning fram í Reykjadal""

         null

 

" Í annað skifti hafði Björn ekki gert boð á undan sér og var sestur inn á sýslumannskontór áður en nokkur vissi af.Júlíus heilsar honum opnar síðan dyrnar og kallar til konu sinnar að nú mætti hún til með að senda einn krakkan til ákveðins manns í kaupstaðnum(sem grunaður var um brugg.aths.mín)og kaupa hjá honum rauðmaga í matinn fyrir Björn Blöndal".Hannes Hafstein sonur Júlíusar segir í æfisögu sinni"Á vaktinni" "að Þingeyingar hefðu stundum sagt um pabba hans,að hann hafi verið"dómari hjartans""

 

Margar fleiri bruggarasögur kunni ég en er búinn að gleyma þeim.Af seinna lögbrotinu eru líka til góðar sögur.Einu sinni var ég á ónefndum nýsköpunartogara.Þannig var innréttingum á íbúðum í afturskipinu háttað að svokölluð ganering afmörkuði herbergin frá skipsíðunni.Það var faktíkst hægt að skríða bak við ganeringuna bak við öll herbergin í síðunum.En smálúgur(manngengar þó)voru svo í hverju herbergi út í síðuna.Á skipi því sem sagan er frá voru kokkarnir í káetunni aftast.Bræðslumaður og bátsmaður í klefa stb-megin þar fyrir framan,Í þeim klefa var lúgan í efri kojunni en þar svaf bræðslumaðurinn sem við skulum kalla"Sibba".Í koju stb-meginn í káettunni svaf 1st kokkur sem við getum kallað"Magga"Sibbi keypti oft smábirgðir af víni í Þýskalandi svona til að drýgja tekjurnar:þetta kom sér oft vel ef leitað var hafnar í brælum á miðunum

Maggi kokkur var mikið gefin fyrir sopan eins og fl.Stóð veislan oft yfir alla heimleiðina úr siglingu.Svo var það eitt kvöldið drykkjarföng þrutu áður en veislan hafði verið sleginn af.Maggi vissi af þessari aukabúgrein Sibba,Ákveður hann nú þarna um kvöldið að reyna að hnupla einni flösku af birgðum Sibba.Skríður hann nú út um lúguna sem var í hans koju og fram að birgðum Sibba,Eittvað svaf Sibbi laust því hann vaknar við þruskið og opnar lúguna.Rekur þá Maggi hausinn fram í lúguna og segir"Sæll Sibbi minn það er ræs"Hinn sem áttaði sig ekkert lokaði lúgunni og klæddi sig og skildi svo ekkert í af hverju kokkurinn hafi verið að ræsa sig og hvaðan hann kom til þess

Í gamla daga voru svokallaðir"servantar"í herbergjum yfirmanna á kaupskipum.Þetta leit út eins og skápur en samanstóð af 2 tönkum að ofan og neðan á milli var vaskur sem opnaðist út og svo var smá rör og krani úr efri tanknum sem í var yfirleitt hreint kalt vatn.Neðri tankurinn tók svo við óhreina vatninu þegar menn höfðu lokið sér af og lokað vaskinum því við það helltist úr vaskinum ofan í tankinn.Það var yfirleitt starf messastráksins að fylla á og losa.Svo var það eitt sinn að eitt af okkar futningaskipum kemur til Reykjavíkur.Brytinn stóð fyrir smá innflutningi á guðaveigum í sterkara kantinum.Hann hafði t.d þann háttinn á að hann fyllti ferskvatnstankinn í"servantinum"af 96% spíra.

 

Svo eftir að tollarnir höfðu lokið sér af var tankurinn tæmdur á flöskur.sem vinveittir fengu svo keypta á vægu verði.Nú vildi svo til að þeir könnuðust vel við hvern annan,tollarinn sem stjórnaði leitinni og brytinn.Brytinn var í þá tíð einn af 4rum æðstu yfirmönnum skipsins og vitanlega kom flokkstjóri tollarana til hans að yfirfara byrgðirnar.Brytinn býður honum sæti og uppá drikk sem tollarinn þiggur.Brytinn tekur upp fínustu sort af Whiskey og hellir í glösin,segir svo:"ég þarf að skreppa eftir blandi""Það þarf ekkert"segir tollarinn opnar servantinn og pumpar 96% spíra út í Whiskeyið.Einhverja eftirmála hafði nú þessi sterka blanda,nú sem ekki verða raknir hér.En þetta var fyrir tíma"flaska í vasan"málins

 

Einn skipsfélagi minn sem var heljarmenni að afli stóð í smáinnflutningi sem margir aðrir.Eitt sinn eftir að skipið hafði verið"klarerað"fór hann að bera innflutninginn í land og var að rogast með 2 handtöskur fullar af guðaveigum.Þá vill ekki betur til en svo að einn af tollurunum sem að vísu var góður kunningi hans kemur labbandi niður brygguna og á milli mannsins og bíls hans.Taka þeir nú tal saman en tollarinn var ein af þeim mönnum sem þótti gaman að tala um daginn og veginn,Sagði vinur minn mér það seinna að þetta hefði verið sú mesta þrekraunum sem hann hefði lent í því hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að setja töskurnar niður af ótta við að glamrið í glerjunum kæmi upp um hann.Ekkert sem hér hefur verið skrifað er til að særa neinn eða gera lítið úr einhverjum eða neitt í þá átt.Ef einhver sem skyldi nenna að lesa þetta rugl og luma sjálfur á skondinni sögu um þetta efni þá væri gaman að fá hana í athugasemd.Kært kvödd


26 júlí

 

Í dag er dálítið merkilegur dagur fyrir Kúbu.því byltingin á móti Fulgenció Batista er talin byrja þennan dag með árás skæruliðahóps undir stjórn þeirra bræðra Fiedel og Raúl Castró.Þessi árás mistóks að vísu en þetta er talin upphaf byltingarinnar.Og kenndi byltingarhópurinn sem samanstóð af 82 útlögum var undir stjórn þeirra bræðra og argentínumannsins Ernesto Che Guevara sig við þennan dag og kölluðu sig 26 júlí hreyfinguna(Movimiento 26 de Julio)Hópurinn var svo endurskipulagður í Mexicó 1955.

2. janúar 1959 hertók flokkur uppreisnartmanna undir stjórn  Ernesto "Che"Guevara Havana en Fidel og bróðirinn Raúl tóku Santiago de Cuba.Fljótlega varð Castro einræðisherra á Kúbu Ekki ætla ég mér að fella neinn dóm á stjórnarfar Castró.Ég hef komið til Kúbu 2svar.Annað skiftið til Havana en þá losuðum við bara nokkra gáma og stoppuðum í nokkra tíma.Í annað skiftið kom ég svo til smáhafnar á NA-ströndinni sem heitir Puero Padre.En þar lestuðum við járn til Portúgals.

Þar fékk maður tíma til að tala við þetta elskulega fólk sem mér virtist kúbubúar vera.Þeir sögðust vera vissir um að frjálsræði fengist en ekki víst hvenær.Þeir sögðu að Castro vildi byggja upp ferðamannaiðnaðinn í samvinnu við Evrópumenn enn ekki"Mafíuna"í Miami eins og þeir sögðu.Einu vandræðin sem þeir sáu var að Castro væri ekki búinn(um síðustu aldamót)að benda á neinn eftirmann sinn.

Og að það gæti valdið togstreitu um völd.Það er sama hvað menn segja um stjórnarfar Castró,börn á eyjunni eru öll læs en það er annað en hægt er að segja um margar eyjarnar í kring

Það er fleira merkilegt við daginn í dag.Þennan dag  1908 var FBI stofnað( Federal Bureau of Investigation) en þá undir nafninu: BOI,(Bureau of Investigation)

Og dálítið skondin(?) tilviljun því þá var erkióvinur Castró og félaga CIA(Central Intelligence Agency)sett á fót þennan dag 1947.Er því 70 ára í dag..Í janúar 1961 birtu 2 af stærstu blöðum USA Tme og New York Times úrdrætti úr leyniskýrslu um innrás á Kúbu.Allt í einu var áætlun CIA orðin opinber.Á börunum í Miami töluðu menn nú opinskátt um hugsanlegar innrás.Embættistaka J.F.Kennedy seinkaði aðgerðum á Kúbu.Fyrst eftir mikla þrýsting frá upplýsingaþjónustunni tóks að sannfæra hina nýju stjórn.Ákvörðunin var tekin 4 apríl 1961.Öryggisráð USA kom saman með J.F Kennedy í forsæti..Meðal meðlima ráðsins voru m.a yfirmaður CIA Allan Dulles(yngri bróðir Johns Foster Dulles)utanríkisráðherra Dean Rusk,Robert McNamara varnarmálaráðherra og röð af ráðgjöfum Kennedys m.a Arthur Schlesinger og formaður utanríkismálanefndar Öldungardeildarinnar William Fulbright

 

Plan CIA sem hafði áður verið góðkennt af yfirmönnum flug-land-og sjóhersins var samþykkt með öllum atkvæður öryggisráðsins utan eins - Fulbrights.Á þessu tímapunkti hafði CIA þegar séð um pólitíska þáttinn og 22 mars myndað skuggaráðuneyti fyrir Kúbu.Þetta ráðuneyti tók svo yfir pólitíska ábyrgð á fyrirhugaðri innrás og átti eftir aðgerðina fljúga til Zapataskaga á Suðurströnd Kúbu.Þann 17 fluttu svo fjögur 2400 tonna skip sem leigð höfðu verið (skipin hétu Houston,Rio Escondido,Caribe og Atlántico)fylgt af tundurspillum og flugmóðuskipum með 1,511 kúbanska útlaga.

 

Um 6 leitið um morguninn birtust svo flugher CIA á himninum yfir Kúbu sem svo gerðu árás á 4 mikilvægustu herflugvelli landsins Næstum helmingur af Kúbanska flughernum eyðilagður.Í dagrenningu þ.17 apríl rétt fyrir kl 02 gengu svo fyrstu froskmenn úr innrásarliðinu í land á Giron-Coast(Playa Girón.)í Bay of Pig til að koma fyrir leiðarljósum fyrir til að leiðbeina landgangsfarkostunum.En Castro hafði náð að skipa öllum sínum her viðbragðstöðu og tók hraustlega á móti.Á meðan á þessum tíma hélt"Skuggaráðuneytið"sem hafði pólitísku ábyrgðina á innrásinni sig í bragga á yfirgefnum herflugvelli í fenjasvæðum Flórida.

 

Eftir 3 sólarhringa var Giron Coast  þakin af brunnum skriðdrekum og í flæðarmálinu láu sökkvandi landgangsfarkostir.Um miðnætti nóttina 19 apríl var síðasta tilraunin gerð til að bjarga innrásinni með beinni hernaðaríhlutun USA.CIA-agentinn Bissel,Lemnitzer hershöfðingi og Burke aðmíral,óskuðu eftir árásum orostuþotna sem stóðu reiðubúnar á dekki á einu flugmóðuskibi 50 sjómílur frá Giron.Kennedy neitaði.Næsta morgun tilkynnti Fidel:"árásinni hefur verið verið hrundið" Efter orustuna á Giron Coast stóðu byltingarherrarnir uppi sem sigurvegararsom Á 3 sólarhringum höfðu byltingarherrarnir upprætt her sem hafði tekið USA alríkisstjórnina marga mánuði að koma upp.26 apríl tók svo J.F Kennedy á sig fulla ábyrgð á innrásinni

 

Þennan dag 1952  setti Egyptalandsher Farouk kóng landsins af.Og lýst yfir lýðræðis 1953.1954 tók G.A.Naser völdin og kom á eins flokks kerfi

.

Þennan dag 1956 þjóðnýtir Nasser Suez-skurðinn og bannar ísraelsmönnum afnot af honum Þetta fær Breta og Frakka sem áttu stórra hagsmuna að gæta við skurðin til að gera samning við Ísraelsmenn um mótvægisaðgerðir.29 október hertaka svo Ísralsmenn Gazaræmuna og Sínaiskagan.Bretar og Frakkar bjóðast með skírskotun til samningana við Ísraelsmenn að taka við stjórn skurðarinns en Nasser neitar,sem um leið gefur þeim tilefni ti að ráðast á Egyptaland til að ná yfirráðum yfir skurðinum.

 

Breta og Frakkar draga sig svo til baka eftir þrýsting frá USA og fordæmingu frá Sameinuðu þjóðunum 1957.Í 6 daga stríðinu 1967 ná Ísraelsmenn  Sinaiskaganum allt að austurbakka skurðsins.Egyptar lokuðu þá skurðinum og var hann ekki opnaður aftur fyrr en  1975.Með Camp Davidsamkomulaginu 1979 var svo Ísraelskum skipum svo leyft að sigla aftur um

 


Láta sníða af sér fótinn

 

Ég hef leyft mér að setja út á aðgerðir þessa hóps sem kalla sig"Saving Iceland"mér varð á að kalla þennan hóp"trúða"vegna klæðnaðs sem mér virtist þetta fólk  bera.Nú,ég hef fengið athugasemdir þar sem mér er sagt að þetta séu menntuð ungmenni.Ekki ætla ég mér að bera brigður á það.En einu sinni á Somerset Maugham að hafa sagt.:""Lærdómurinn gerir okkur ekki vitra,Hann gerir okkur bara lærða""

 

 

Í dag fór ég inn á blogg hjá NN þar sem hann segir eitthvað á þá leið að þeir sem séu á móti þessum samtökum sé:"innantómt auðvaldsdindlalið".Mér kær bloggvinur gerði athugasemd hjá mér í gær þar sem hann segir m.a.""Andri Snær, Ómar og samtökin Framtíðarlandið hafa unnið kraftaverk í að breyta viðhorfum ungs og menntaðs fólks sem ég hef trú á. Og með fulltingi þeirra og svo aðstoð hugsjónafólks á borð við Saving Iceland mun þetta vinnast að lokum.""Ég vona að vinur minn lofi mér að vitna í hann.

 

Ekki ætla ég mér að draga þessi orð í efa.Og ekki ætla heldur nú að leggja neinn dóm á hverjir eru sannir umhverfissinnar og hverjir ekki.En ég hef lýst minni skoðun á þessu málum eins þau snúa að mér.En svo fannst mér kasta kólfunum í kvöld þegar síminn hringdi og einhver sem ekki kynnti sig spurði hvort ég væri sá Ólafur Ragnarsson sem væri að"bulla"á blogginu og draga dár að sönnum umhverfissinnum.Hann skildi sko láta mig vita það að ég væri bara auðvaldsskækja sem hefði fyrirgert rétti mínum að búa á þessu fallega landi sem við auðvaldsdindlarnir(kunnulegt orð aths.mín)værum ekki enn búnir að sökkva í áldrulli.Ég skyldi sko"drullast"aftur út þar sem ég hefði búið og sleikja þar rassg.... á auðvaldin,annars hefði ég verra af.Vitanlega var númerið leyninúmer.

 

 

Ef þetta er einn af"kraftaverka"drengum Ómars og Andra þá finnst mér nú menn þurfi nú að fara að hugsa sinn gang.Ég ætla mér ekki að ásaka neinn,en einhvernveginn finnst mér eins og þessi"kraftaverkadrengur"hafi lesið athugasemd sem ég setti á blogg NN.Draga dár að sönnum umhverfissinnum þessi orð fengu mig aftur að umræddu bloggi þar sem viðkomandi bloggari líkti undirskriftarlista með áskorun til áðurnefndra samtaka við,og ég leyfi mér að vitna beint í blogið;"" Og að þetta auðvaldsdindlalið skuli láta sig hafa, að efna til undirskriftasöfnunar gegn aðgerðum jafn ágætra samtaka og Saving Iceland er í senn kyndugt og stórhlægilegt, og jafnast á við að óska eftir því við góðann knattspyrnumann að hann láti sníða af sér a.m.k. annann fótinn svo hann skori ekki eins mikið af mörkum.""Mér varð á að svara þessu og kallaði þetta góðan húmor lái mér hver sem vill

 

 

.Þessum sama bloggara virðist vera í mikilli nöp við Vestmannaeyinga því að ein greinin heitir með leyfi(vonandi) viðkomandi aftur"" Árni og blábjánarnir í eyjaleik""Ég ætla ekki að elta ólar lengur við þessi skrif en segi bara segi og vona að ég móðgi ekki alla umhverfissinna enn og aftur:"Það er munur að vera maður og míga standandi"og búa,já uppi á landi.Einhver góður maður(sennilega ekki umhverfissinni)sagði eitt sinn:"þegar rökin þrjóta þá byrjar skítkastið".Ég er hvorki vitur eða menntaður en ég hef ekki trú á að svona málflutningur sé neinum málstað til góða.Kært kvödd

 


Klukkaður(eða klikkaður)

 

 

Ég hef verið"klukkaður" af bloggvini mínum Hafsteini Viðari Ásgeirssyni

 

1.Fæddur í Keflavík 29-08-1938

 

2,Ólst upp á Ísafirði og í Borgarnesi

 

3 Byrjaði  í mai 1953 sem hjálparkokkur og skipsjómfrú(hreinsaði ælubakkana)á M/S"Eldborg"MB-3 sem þá var í vöru/farþegaflutningum:Reykjavík-Akranes-Borgarnes.

 

4, 1954 Byrjaði mína alvöru sjómensku sem háseti á Björg frá Siglufirði sem réri frá Grundarfirði

 

5.Eftir það háseti og bátsm á ýmsum togurum og bátum

 

6 Þvældist í gegn um Fiskimannin með próf 1963

 

7.2 dætur með 2ur konum.Giftur annari í 12 ár

 

8,Dyggur þjónn"Bakkusar"í tæp 30 ár en sagði upp vistinni fyrir 26 árum og hef lítið sem ekkert  haft saman við hann að sælda síðan nema að reyna að flytja hann milli landa.Eftir slys fór aftur í Stýrimannaskólan og kom út með Farmannapróf 1981.Eftir það stm og skipstj.aðallega hjá"Ríkisskip"Eftir misheppnaðan innflutning á varningi(sjá ofar) sem hefði átt að vera mér óviðkomandi fór ég í"Langfart"

 

9.Sigldi hjá erlendum aðilum aðallega Dönum í 15 ár.Fékk krabbamein í visst stjórntæki og missti það.Flutti svo til Vestmannaeyja,Ætlaði að framhalda þvælingi um heimin en fékk hjartaslæmsku í 1stu útmunstringu.Uppúr því hjartaaðgerð með tilheyrandi flutningi á æðum sem virtist vera nóg af í hægri fæti.Fór svo fullsnemma á sjó og damlaði með vini mínum Garðari Sveinssyni í Norðursjónum að passa rafmagnskapla.Kom heim eins og ílla undin tuska en fór fljótlega á Reykjalund.Og kom þaðan út vel yfirfarinn og sprækur.

 

10.Síðan þess látið leti og ómennsku hafa áhrif á lífernið og þyngdina.Legið yfir tölvunni og leitað að einhverju til að rífa kja... yfir.Er nýfluttur í "Himnaríki"að mínu mati.(þjónustuíbúð fyrir aldraða við"Elló"í Vestmannaeyjum)Líður þessvegna með eindæmum vel hér,vonandi í sátt við alla hér á Eyjunni..Gerir minna til með "Landann"Svo verður það spurningin hvort ég fer "upp"eða"niður"frá þessari lokaviðkomustöð.Mjög líklega niður því ég er mikið fyrir að fara auðveldustu leiðina.Er búinn að setja mig í vandræði með þetta árans klukk.Hvað gerir maður svo?

 

 


Hvenær er lýðræði,lýðræði

 

Það er eins og orðið"lýðræði"sé mjög svo teyganlegt orð.Ef "stórþjóðunum"fellur ekki í geð úrslit svokallaðra"lýðræðislegra"kosninga þá útiloka þeir viðkomandi.Í kosningum í Palestínu 26 jan 2006 fékk Hamas hreyfingin 74 af 132 fulltrúum í þinginu.Fatah fékk 45 og 4(að mig minnir) smáflokkar 13.Hamas "Harakat al-Muqawamah-al-Islamiyya" sem var stofnað 1987 af þeim Ahmed Yassin og Mohammad Tahasent og kom í staðin fyrir"Bræðralag Múslima"

 

Hamas hefur staðið fyrir umfangsmiklum félagslegum aðgerðum á Sjálfstjórnarsvæðum Palestínu en það oft kostað viðkomandi,þátttöku í hernaðar átökum t.d sjálfsmorðssprengum,Þeir viðurkenna ekki Ísrael og vilja stofna Islamska Palestínu.Þeir líta á Frímúrara sem leynilegt bræðralag Zionista.

Í 32 grein stjórnskipnarlögum þeirra segir m.a:""The Zionist plan is limitless,After Palestine,the Zionist aspire to expand from the Nile to the Euphrates.When they will digested the region they overtook,they will aspire to further expansion and so on.Their plan is embodied in the"Protocols of the Elders of Zion"and their precent conduct is the best proof of what we are saying""

 

Fatah var stofnað 1959 með það fyrir augum að fría Palestínu og afmá Ísrael(sama formál og Hamas)1967-68 sameinuðust þeir PLO og urðu strax 1969 leiðandi kraftur þar.Leiðtogum Fatah var vísað úr landi frá Jordan til Líbanon 1970 eftir átök við Jórdanskar hersveitir sem byrjuðu með"Svarta september"1970.Á árunum 1960-70 þjálfuðu Fatah,hópa skæruliða frá Evrópu.Miðausturlöndum,Asíu og Afríku. Og stóðu fyrir flugránum og pólitískum uppþotum í Evrópu.Þegar Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon 1982 dreyfðust Fatahmenn um Miðausturlönd.Þegar svo Arafat 1993 skrifaði undir  friðarsamning við Ísrael fékk hann leyfi til að snúa til Palestínu frá útlegð sinni í Túnis.

 

Fatah fékk vopn og þjálfun frá Rússsum og austantjaldslöndunum á sínum tíma einnig er haldið að Kínverjar og N-Kóreumenn hafi einnig séð þeim fyrir vopnum.Fatah hélt samt áfram með árásum á borgara í Ísrael og hélt uppi andspyrnu við Ísraelska herinn á "herteknu svæðunum"Fatah sem samtök viðurkenna Ísrael en samtökin starfa samt undir metóðum laga PLO.Svipað en akkúrat omvent gæti maður sagt skeði í Austurríki 1999 -2000 var hægri stjórnmálamaður Jörg Haider eiginlega þvingaður til að segja af sér.vegna"þrýstings"frá þeim stóru.Jörg Haider gerði sig fyrst markverðan þegar hann vann fyrirlestrarkeppni í menntaskóla í Innsbruck 1966.Á vettvangi stjórmála var það 1971 þegar hann var kosinn formaður fyrir ungliðahreyfingu FPÖ(Freiheitliche Partei Österreichs).

 

!979 var Haider kosin á þing fyrir flokkinn og þá sem yngsti þingmaðurinn.FPÖ myndaði stjórn með SPÖ(Sozialdemokratische Partei Österreichs)1983,!986 varð Haider formaður,sem leiddi til stjórnarslita.og í kosningum á eftir tvöfaldaði fylgi flokksins.1989 varð Haider með stuðningi  ÖVP(Österreichische Volkspartei) körin héraðsstjóri í Carinthia-héraði.Eftir vantraust 1991 varð Haider að segja af sér.1999 fékk FPÖ 42,09 % atkvæða í kosningunum í Carinthia og Haider gat tekið við héraðsstjóraembættinu á ný.Sama ár varð FPÖ nærst stæðsti flokkur á þinginu  sem svo 2000 myndaði stjórn með ÖVP.Þetta leiddi til aðgerða frá öðrum Evrópulöndum.Í febrúar 2000 sagði Haider svo óvænt af sér.

 

Nú segja margir þessu er ekki saman að líkja.Það er kannske satt en báðir aðilar voru rétt kjörnir fulltrúar síns fólks í lýðræðislegum kosningum.Svo fer það bara eftir hvoru megin maður stendur hvernig maður dæmir hvort dæmið sé sanngjarnara.


Íslandi bjargað

   Hingað er komið fólk til að bjarga Íslandi.Frá miklum voða að sagt er.Nýjasta björgunar ævintýrið er að bjarga okkur frá vopnatilbúningi sem ku vera afleiðing álframleiðslu.Ég viðurkenni rétt manna til að mótmæla,að ég tali ekki um að bjarga Íslandi frá allskonar vá.Ég kallaði um daginn þennan hjálparleiðangur sem komin er til að bjarga landinu"trúða"og fékk bágt fyrir

 

Ég á nú eina nýustu gerð af sjónvarpi(það kannske kemur upp um"Kapitalismann"og gróðafíknina í mér að segja frá því að það er svokallaður"flatskjár")nú gleraugun mín eru að vísu 3ja ára og hafa ekki svikið mig mikið fyrr en sennilega þarna um kvöldið þegar ég horfði  í fréttum á þennan "hjálpar,Íslandi leiðangur".Ég hef horft á myndir teknar í Církusum þá er fólk sem klætt samsvarandi búningum og hafandi uppi svipaðar hreyfingar og títtnefndur hópur kallaðir "Trúðar"Svona er nú þessi misskilningur minn tilkomin.

 

Ég hefði í minni einfeldni haldið að ef fólk vill láta taka mark á sér þá klæddist það ekki svona búningum sem mér sýndist þetta fólk klætt í.En þetta var víst missýn hjá mér.Ég að mestu ómenntaður maðurinn ætla ekki að blanda mér í umræðu menntamanna og annara snillinga um ál eða ekki ál.En ég hef unnað þessu landi sem ég hef búið í(að untanteknum 15 árum í sjálfskipaðri útlegð vegna andaslitra þeirra stéttar ég tilheyri.þ.e.a.s skipstjórnarmönnum í farmannastétt)

Ég hef  þar til fyrir 5 árum varla fengið kvef.Borgað mína skatta og skyldur til þessa þjóðfélags.Ég get verið stoltur yfir að tilheyra þeirri stétt sem hvað helst hefur komið fótunum undir þetta áðurnefnda þjóðfélag ásamt verkamönnum og bændum,sjómannastéttinni.Ég hef verið stoltur yfir því að vera íslendingur.Ég hef ekki haft nema eitt atkvæði til að hafa áhrif á stjórn landsins og þaraf leiðandi haft lítil áhrif á stjórn þessa lands.

 

Mér hefur mjög svo oft mislíkað  aðgerðir stjórnar og er í anstöðu við núverandi en ég hef alltaf verið hreykin og stoltur af þjóðerni mínu.Þrátt fyrir álver og ekki álver.Þrátt fyrir að vopn séu að einhverjum hluta gerð úr áli.Hvað má segja um auminga svíana með sitt "Bofors"sem hefur framleitt og hannað vopn síðan á 1500 talinu.Þyrftu ekki Svíar aðstoð til björgunnar frá vopnarisanum sem smyglaði flugskeytum til Persaflóans,Og sem var þess valdandi að Rajiv Gandhi tapaði kosningunum í Indlandi 1989.Vini mínu ásamt skipshöfn hans er haldið í gíslingu í afríkuríki sennilega með vopnum frá Bofors

 

Ég því miður maður með ekkert sérlega hreina fortíð og hef  ekkert til að státa mig  af annað en að vera Íslendingur.Ég hef reynt að koma til dyranna eins og ég er klæddur allavega síðustu ár.En allur tvískinnungsháttur fer í mínar fínustu taugar(þær eru kannske fáar eftir)Ég ætla að nota bílinn minn.ætla að steikja minn fisk á álpönnu og ferðast með skipum og flugvélum ef ég hef efni á.

 

Eldfjallið Pitatubo á Filipseyjum spúði í gosi 1991. 25-30 tonnum af  gasi(solvldioxid) 20-30 km upp í loftið sem á 2 eða 3 vikum náði í kring um jörðina og hafði gríðarleg áhrif á andrúmsloft jarðar.Nú eru fræðingar að tala um gos í nokkrum af okkar eldfjöllum séu líkleg til að bæra á sér.Vonandi verður okkur bjargað frá því.

Myndin sem fylgir er frá Mount St Helens

 


Nútíma Waterloo

 

 

Sadler%2C_Battle_of_Waterloo

Það er ágætt að fá sér frí öðru hverju frá því að argast út í allt og alla.En til að vera með er ágætt að leiða hugan að öðru.Ég bloggaði um daginn um bók sem heitir á Íslensku"Dumasarfélagið"Hún er eftir spænskan höfund"Arturo Perez-Reverte"Útgefandi hér er Mál og Menning.Sumir vinsælustu"bloggarnir"eru stundum með kynlífslýsingar,aðallega frá sjónarhóli konunar.Í þessari bók er aftur á móti lýsing á hvernig farið getur ef græjurnar hjá hinu kyninu klikka.

 

 

Snilldarþýðing Kristins R Ólafssonar finnst mér slík að ég minnist ekki þess að hafa lesið bók þar sem ég hafði satt að segja meira gaman að þýðingunni en sjálfum söguþræðinum.Mér finnst eftirfarandi kafli úr bókinni alveg einstakur.Hvernig höfundurinn fléttar saman fortíð og nútíð.Hvernig hann blandar stórum hetjum úr orustunni við Waterloo inn í tilfinningalega baráttu bókaveiðarans Corsos við dularfulla stúlku sem blandast inn í rannsókn hans á höfundi Skyttnana þriggja A.Dumasi e

 

 

"""Þetta varði aðeins eina sekúndu.síðan komst bókaveiðarinn til sjálf síns;hann sá hinn hlutann af sjálfum sér sitja á rúmstokknum,enn í frakkanum og gersamlega bergnuminn á meðan hún færði sig ögn,lyfti sér upp í boga einsog ungt og fagurt dýr og hneppti frá sér gallabuxnatölunni.Hann virti hana fyrir sér með einskonar vinsamlegu innra hálfglotti;með gamalkunnum fjálgleik í senn þreyttum og tortryggnum.Með meiri forvitni en ástríðu.

 

 

Um leið og stúlkan renndi niður rennilásnum afhjúpaði hún dökkan þríhyrninginn sem myndaði skarpa andstæðu við hvíta bómullina í nærbuxunum sem drógust niður með gallabuxunum þegar hún fór úr þeim og brúnir fótleggir hennar í allri sinni lengd á rúminu fengu Corsos- báða Corsoana- til að grípa andann á lofti á sama hátt og þeir höfðu fengið Rochefort til að grípa um tannbrotinn túlan á sér.Síðan lyfti hún höndunum til þess að fara úr bolnum;gerði það alveg óþvingað,án daðurs eða fálætis,og hafði ekki róleg og blíð augun af honum uns bolurinn huldi andlitið

 

 

Þá varð andstæðan enn skarpari;meiri hvít bómull,í þetta sinn drógst hún uppávið eftir dökkleitri húðinni;og stinnur og hlýr líkami hennar,mjótt mittið,brjóstin þung,fullkominn,útskorinn af mótljósinu í rökkrinu;hálsinn neðst,munnurinn hálfopinn og aftur augun sem höfðu hrifsað til sín alla birtu himinsins.Með skugga Corsos þarna inni,fanginn eins og sál drepin í dróma á botni þessarar tvöföldu kristalkúlu eða smaragðs

 

 

 

Það rann upp fyrir honum að hann myndi ekki geta þetta.Þetta var eitt af þessum myrku hugboðum sem komu á undan sumum atburðum og setja mark sitt á þá,jafnvel áður en þeir gerast,með viðvörunum um áhjákvæmilegt reiðarslag.Eða sagt á óskáldlegri hátt;meðan Corsos henti afganginum af fötum sínum á eftir frakkanum við fætur rúmsins,tók hann eftir því að upphaflegt holdris hans fjaraði nú óðum út.

 

Fallinn frá í blóma lífsins.Eða eins og langalangafi hans,Napóleonsinninn,hefði sagt,la Garde recule-Varðliðið hörfar.Gersamlega.Slíkt olli honum skyndilegum ótta þótt hann treysti á að þar sem hann stóð og bar í ljósið frá dyrunum bæri ekki á þessari linku.

 

Hann lagðist með óendanlegum varúðarráðstöfunum á magan við hliðina á hlýjum og brúnum líkamanum sem beið hans í rökkrinu og brá fyrir sig því sem  Keisarinn nefndi á sínum tíma í svaðinu í Flandri óbeina herbragðsnálgun;könnun vettvangs af miðlungsfæri og án beinna átaka á hættusvæðinu.Úr þessari skynsamlegri fjarlægð reyndi hann að vinna svolítin tíma ef Grouchy skildi koma með liðsauka og gældi við stúlkuna og kyssti hana flýtislaust á munninn og hálsinn.En allt kom fyrir ekki.Grouchy lét ekki sjá sig;glerblásarinn sá,eltist við Prússa víðsfjarri vígvellinum.

 

 

Og ótti Corsos breyttist í skelfingu þegar stúlkan þrýsti sér uppað honum og smeygði þéttu og hlýju læri milli læra hans og áttaði sig á hörmungarástandinu.Hann sá hana brosa lítillega,ögn hissa;brosa hvatningarbrosi í dúr við áfram meistari,ég veit þú getur það.Svo kyssti hún hann  af einstakri blíðu um leið og hún teygði fram einbeitta hönd tilbúna að bæta úr málunum.

 

 

En á sömu stundu og Corsos fann höndina snerta upptök harmleiksins fórst fleygið endanlega.Eins og Títanik.Sökk í hafið með rá og reiða.Með hljómsveitina að leika á þilfarinu,og konur og börn fyrst,Næstu tuttugu mínúturnar voru dauðastríð;ein þeirra stunda þegar maður bætir fyrir allar lífsins syndir.Hetjuleg áhlaup runninn út í sandinn gengt óhagganlegum sveitum skosku tinnubyssuskyttnanna.Fótgönguliðaraðir komnar í sókn strax og það örlaði á minnsta sigurfæri.

 

 

 

Óundirbúnar skyndisóknir léttvopnaðs fótgönguhers í þeirri bornu von að koma óvininum að óvörum.Skærur Húsara og þungar árásir brynjuriddara.en allar tilraunir höfðu sama endi;Wellington klúðraðist um í fjarlægu belgísku smáþorpi meðan yfirsekkjapípuleikarinn lék Gráskotamarsinn uppí opið geðið á Corsos,og gamli vörðurinn eða það sem eftir var honum beit á jaxlinn,hálfkafnaður í lakinu,gjóandi þöndum augum útundan sér á úrið sem hann var því miður ennþá með á únliðnum.Hnefastórir svitadropar runnu úr hársverði hans niður hnakkan.Og hann skondraði villuráfandi sjónum í kring um sig,yfir öxlina á stúlkunni,í örvæntingarfullri leit að skammbyssu til að skjóta sig með."""

 

 

Ekki ætla ég mér,lítt menntaður sjóarinn að setja mig í einhverjar stellingar sem vitur maður í bókmenntum en þetta finnst mér alger snilld.Kært kvödd


Bjarga hlutum

  rapper

Bjarga Íslandi.Þetta segist hópur"Trúða" vera kominn til að gera.Bjarga Íslandi frá hverju spyr maður sig.Frá því að vera með hreinustu orku í heimi til sölu.Af hverju fer þetta fólk ekki til Finnlands og mótmælir áformum um 6 kjarnorkuverið þar í landi.Mér finnst nær að trúðarnir björguðu finnum úr klóm kjarnorkunnar.Af hverju fara trúðarnir ekki til Baltik-landana.Þar sem gömul Kjarnorkuver eins og t.d. verið í Ignalina í Litauen.Sem er eins og tikkandi kjarnorkusprenga og miklu hættulegra og meiri ógn við mengun en raforkuver og álbræðsla á Íslandi.Þetta stóð nýlega í sænskum blöðum:

 

 



""Vi är intresserade av att investera i finsk och baltisk kärnkraft, säger Hans von Uthmann, vice vd i den statliga energijätten.
Vattenfall tror inte att tiden är mogen för att bygga nya svenska kärnkraftsreaktorer. Men den statliga kraftjätten ser Norden som en enda marknad och skulle gärna göra en mångmiljardinvestering på kärnkraft i Finland eller Baltikum.""

 

 

 


Hvað um fv ríki Soviet.Af hverju vill ekki þetta fólk ekki fara og bjarga þessum þjóðum frá stórum mengunarslysum eins og var að ske við borgina Lviv í V-Úkrainu.Af hverju fer það ekki þangað til að bjarga þar fólki frá virkilegu eiturlofti.Nú má fólk ekki borða grænmeti sem vex úti á stóru svæði.Ef fólki er svona um hugað að bjarga fólki frá einhverri vá af hverju fer það ekki þangað sem einhver virkileg vá er virkilega fyrir dyrum

 

 

Af hverju fer ekki þetta hjálparbjóðandi fólk ekki til Zimbabwe og hjálpar fólki þar.Sem einn trúðurinn er forseti og þar sem verðbólgan er komin yfir 5000 %.Af hverju fer það ekki þangað til að reyna að koma vitinu fyrir"Kollega"þeirra þar,sem byrjaði á að brenna allar hlöður sem voru fullar af korni og öðru matvælum.Þegar hann var að gefa fátækum löndum sínum jarðir hvíta mannsins.Af hverju fara þessir sjálfboðaliðar hjálparinnar þangað sem þörf er fyrir þá

 

 

 

Af hverju fara þeir ekki til Sómalíu og reyna að hjálpa 5 dönum sem það eru í haldi sjóræninga.Einn er 18 ára unglingur sem virkilega  þarf á hjálp að halda.Eini íslenski blaðamaðurinn sem hefur "handlað"þessa"trúða"rétt er að mínu mati Kolbrún Bergþórsdóttir er hún segir m.a. í"Blaðinu"í gær:"Það getur ekki verið að fréttaleysið í júlímánuði sé svo yfirþyrmandi að fjölmiðlar sjái ekkert annað til ráða en að flytja fréttir af trúðslátum"Kært kvödd

 

 


Fyrirmynda börn

Ég vona að enginn móðgist yfir þessum  að mínu mati skemmtilegu myndumimage5

 

image6

 

image7

 

image8

 

image9 

Þessar myndir eru bara settar inn til gríns og ef þær særa tilfinningar einhvers biðst forláts.

Kært kv0dd

 


Danica White

Niels Nielsenphoto00

 

Í dag hringdi í mig fv kollega frá útgerð H,Folmer í Kaupmannahöfn.Eiganda Danica White..Þessi kollega er Færeyingur og það lá vel á honum sem endranær,nema hann hafði daprar fréttir af skipshöfninni á D,White.Eða kannske heldur litlar en daprar,Skipið mun liggja enn fyrir akkeri út af hafnarborginni Hobyo í Sómalíu.Skipstjórinn Niels Nielsen er gamall kunningi sem ég silgdi með í nokkurn tíma á öðru skipi útgerðarinnar"Danica Sunrise"

 

.

Fyrir nokkru mun Niels hafa getað sent e-mail til útgerðarinnar,þar sem hann lýsir ástandinu mjög slæmu.Þrifnaður hjá"sjóræningunum"sé á mjög lágu plani.Aircondition skipsins biluð,Vatn og vistir á þrotum.Hugsið ykkur ástandið.

 

Í dag munu vera umkring 45 dagar síðan skipinu var rænt.Ekkert hefur gengið enn allavega,að semja við"sjóræningana"Í síðustu ferð skipsins mun það hafa lesta í Vilmington N-Carolina til Persaflóans með viðkomu í Tyrklandi.Síðan lestað byggingarefni í Bahrain til Mobasa í Kenya.Þegar ég sigldi á þessum skipum lestuðum við oft vopn á þessum stað til Persaflóans eimitt með viðkomu í Tyrklandi.Vopnin voru svo losuð í Kuwait,Saudi Arabíu og Bahrain

 

.

Um borð er 18 ára unglingur í sinni fyrstu sjóferð.Mun hafa verið skráður í Tyrklandi er skipið losaði þar.Það hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla fyrir svona ungan mann að lenda í svona.Ímyndið ykkur hvernig þessum unga manni líður í höndunum á þessum lýð.Mér skilst að í e-pósti skipstjórans hafi hann lýst því að aðra stundina séu"sjóræningarnir"kátir og klappi mönnum á öxlina og geri að gamni sínu,augnablikinu seinna ógnandi og hótandi dauða.

 

 

Ég finn til með Niels.Það hlýtur að vera hræðileg staða fyrir skipstjóri að lenda í þessu.Bera ábyrgð á áhöfn og skipi og farmi.Maður getur engan veginn sett sig hans spor.Maður er algerlega magnlaus við tilhugsunina.Þetta sama skip komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum mánuðum.Skipstjórinn sem þá var með skipið Villy Larsen fór að rífa kja... við starfsmenn USA Coastcard einmit í Vilmington og var settur í"steininn".Engar vöflur hafðar á .ví:Villy sat einhverja mánuði í haldi

 

Þegar maður hugsar um þessi mál finnur maður vel fyrir því hve gott er að búa hér á landi að maður tali nú ekki um hér í Vestmannaeyjum.Kært kvödd

Myndirnar hér að ofan eru til vinstri er af  Niels Nielsen og skipi hans Danica White


Trúðar að bjarga Íslandi og fl

 

Satt að segja alveg furðulegt að hingað sé komið fólk sem þykist vera hingað komið til að bjarga Íslandi.Frá hverjum fjandanum?Mengun segir þetta fólk.Ég ætla mér ekki að blanda mér í umræðu um mengun.Það læt ég mér fróðara fólk um.En mér finnst nú eggið vera farið að "kenna hænunni" þegar fólk frá USA t.d. er komið hingað þessara erinda.Ástandið er miklu verra í þeirra heimalandi.Það kemur hingað í að þeirra mati eiturspúandi flugvélum leigir hér eiturspúandi bíla.til að mótmæla eiturspúandi álverum að þeirra sögn.

 

 

Af hverju er þetta fólk ekki heima hjá sér og mótmælir þar.Bandaríkjamenn eru t,d ekki aðilar að Kíótó-bókuninni og ætla sér ekkert  að verða það í náinni framtíð.Af hverju fer ekki þetta fólk til Rússlands og mótmælir þar,gömlum úreltum iðnverum.Af hverju fer þetta fólk ekki til Kína eða Japan.Það skildi þó aldrei vera að því skorti kjark,Komi hingað af því að hér er t.d óvopnuð lögregla

 

Mér skilst að það sé tilkomin ný stétt í heiminum"profession activeist"Stefnulausir uppflosnaðir jafnvel fv námsmenn sem flækjast um heiminn til að mótmæla bara eftir hvað er að ske hverju sinni í hverju landi.Þar sem þeir þora,Sníka sér fæði og húsnæði hjá viðlíka fólki í því landi sem þeir eru staddir hverju sinni.Hústökur í Danmörku mengun á Íslandi og"just name it"

 

Satt að segja fannst mér Stöð 2 standa sig vel í kvöld ekki orð um þessa trúða.En RUV lét eftir og sjónvarpaðu frá þessum fíflalátum

 

Svo eru það hvalfriðunarmenn.Ekki ætla ég mér heldur að blanda mér mikið í þær umræður.Ég heyrði einusinni í norskum manni sem var einn af stofndum Greenpeace(sem hvers nafn er,er ég mér gleymt) þar sem hann fullyrti að samtökin væru komin langt út fyrir sín upphaflegu markmið

 

Mér eru líka minnistæð orð lóðsins í Kingston Jamaica,þegar hann var að tala um hvernig glæpamenn kæmu og keyptu ung börn sem svo væru seld til"notkunar"í kynlífsbúllum víða um heim,Hann sagð orðrétt"Svo kaupa þessir and...... sé frið í sálinni með því að ættleiða hvali upp við Ísland"En eins og ég sagði ég ætla ekki að blanda mér mikið í þessa umræðu,annað en það að þarna finnst mér verið að friða einn hlekkin í fæðukeðjunni á kostnað annars.

 

 

Ég heyrði um daginn viðtal við einn af þessum talsmönnum álandstæðinga Hjörleif Guttormsson þar sem hann talaði um Rio Tinto álrisan og blóðugan feril þess fyrirtækis.Ekki ætla ég að blanda mér mikið í þá umræðu heldur en fannst lítið fara fyrir landafræðinni þegar Huelva var sögð á N-Spáni.Ég vona að fv ráðherra hafi mismælt sig,eða var það fréttamaðurinn?Mér finndist það furðulegt að maður eins og Hjörleifur viti ekki hvar þessi fræga borg er

 

Bretar settu nafn þessarar borgar á blöð Sögunar þegar þeir settu á svið þá mestu brellu hersögunnar,kannske næst á eftir"Trjónuhestinum".Þegar þeir bjuggu til""the man that never was"Þegar þeir klæddu sjómann sem dáið hafði úr lungnabólgu(að mig minnir)í majórsbúning og gerðu að Major William Martin.

 

Þeir handjárnuðu svo skjalatösku við únlið líksins.Í skjalatöskunni voru falskar upplýsingar um landgöngu Bandamanna í Evrópu.Þar sem gert var ráð fyrir að innrás yrði gerð í Grikkland og Sardínu.Þessar fölsku upplýsingar voru stílaðar á Sir Harold Alexander.þáverandi yfirmann Breta í Norður Afríku

 

Bretar léku svo leikinn til enda.Þeir tilkynntu í útvarpi til hermanna í N-Afríku(sem þeir vissu að þjóðverjar hlustuðu á) að flugvél með háttsettan offiséra sem farþega hefði farist á Atlandshafinu.Þeir fluttu svo líkið af"Major Martin"til Holy Loch þar sem það var svo sett umborð í HMS"Seraph"undir stjórn Lt Bill Jewel.Kafbáturinn lét svo úr höfn þ 19 apríl 1943 og komað S-strönd Spánar þ 30 apríl,þar sem"líkið"var sett í gúmmíbjörgunarbát eins og notaðar voru í flugvélum.Loftskeytamaðurinn morsaði"Mincement completed"

 

En framkvæmdin hafði fengið dulnefnið"Mincement"Svartur humor hjá Bretanum oft.Spánskir fiskimenn fundu svo líkið.Spönsk yfirvöld sem þóttu hliðholl Þjóðverjum tóku við því en leyfðu Þjóðverjum aðgang að því áður en þeir afhentu það breskum officerum sem komnir voru á vettvang.

 

Þjóðverjar bitu á agnið og voru svo óviðbúnir inrásinni á Sikiley þar sem hún var gerð.Það var svo gerð kvikmynd 1956 um þennan atburð.Ef mig misminnir ekki var talað um það þegar myndin var sýnd hér á landi að maðurinn sem virkilega fékk hugmyndina að þessari framkæmd hafi verið V-Íslendingur að nafni Stevenson.En ég þori ekki að fullyrða það.En "Maj.William Martin"hét víst"Glydwr Michael"heimilislaus sjóari frá Wels

 

Honum hefur ekki dottið það í hug er hann fékk sér síðasta bjórin að hann ætti eftir að breyta gangi sögunar sem hann virkilega gerði að hluta.Kært kvödd

 

 


Bakkafjara

Þetta er að vísu endurvakin skrif sem ég setti á Bloggið fyrir nokkrum mán.síðan,En ég vil endurvekja umræðuna nú þegar Bakkafjör"dæmið" er aftur komið á kreik.Það skal strax viðurkennt að ég er ekki kunnugur aðstæðum akkúrat þarna.

 

En ég þekki þó nokkra skipstjórnarmenn héðan úr Eyjum sem ekki eru par hrifnir af þessari hugmynd.Engin af þeim sem ég þekki eru hlynntir henni.Hvernig á að verja stýri/skrúfur ef afturendinn tekur niðri á rifinu sem mér er sagt að sé þarna fyrir utan.Á kannske að vera hægt að hýfa heila klabbið upp(eins og þeytari er tekinn upp á hrærivél)ef svo bæri undir?Hvert á að sækja grjótið í garðana sem á að byggja?Ætla þeir kannske að fara að leyta að grjótinu sem þeir týndu í Grímsey og Bakkafirði?Eða á kannske að rífa Heimaklett niður?

 

Og spurningarnar verða fleiri og áleitnari .Jarðgöng til Eyja verða að veruleika þegar þar að kemur,það er á hreinu.Hvort það eru 10,20ár eða lengri tími veit enginn í dag,en tækninni fleygir fram.Það sem er óframkvæmanlegt í dag getur verið veruleiki á morgun.Það vitum við sem erum komin á svokölluð efri ár.Ég kannast svolítið við tilfinninguna sem maður getur fengið við að sigla inn í grunna höfn í miklum sjó.Ég myndi vorkenna þeim manni sem á að sigla þarna upp.Óvanur skipi og aðstæðum.Hættum að hugsa um þetta dæmi.Vestmanneyjingum vantar nýtt skip til Þorlákshafnarferða núna strax þangað til göngin koma

 

Og þó þau verði í augsýn eftir nokkur ár má alltaf selja nýlegar ferjur t.d.Grikklands og við megum ekki láta það viðgangast að misvitrir ráðherrar fái að vera með puttana í teikningunum t.d.stytta það til að skapa kosningaloforðsatvinnu.Annars er velmetin skipstjóri frá Vestmannaeyjum með frábæra hugmynd.Það á bara að gera Vestmannaeyjar að Fríhöfn(eins og borgin Ceuta sem er spönsk borg á  N-strönd Afríku)Þá heimta allir landsmenn göng til Eyja og það strax svo þeir geti náð sér í ódýrt sprútt.Kært kvödd


Landamæri kláms og listar

 

Ég yrði seint talin með löghlýðnari þegnum þessa lands hvað þá einhver lögspekingur.En ég hef oft hugleitt hvar mörkin eru á svokölluðu klámi og list og því af hverju svokallaðir listamenn komast upp með hluti sem almenningi væri jafnvel hengt fyrir,

 

Ég man að fyrir mörgum árum kom hingað maður að mig minnir vegna Listahátíðar.Þessi maður sat hálfnakinn á tröppum Útvegsbankans sáluga og vafði á sér þann hluta sem oftast er lokaður bak við (renni)lás eða tölur og ekki notaður á almannafæri nema þá í algerri neyð,svo náttúrlega á notalegum stundum með,já ekki lengra út í þá sálma

 

Það kostaði mig næturlanga veru í kjallara Lögreglustöðvarinnar sem þá var í Pósthússtræti, þegar ég var að handfjatla"vininn"bak við öskutunnu sem var í porti fyrrgreindrar stöðvar í miklum spreng.

 

Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón í svona tilfellum.Listahátíðargaurinn fékk stórfé að launum og dvöl á finasta hóteli bæjarins en ég fékk sekt og dvöl á ófínasta hóteli bæjarinns.Mér finnst svona óréttlátt.

 

Annar gerði þetta í ró og næði og með fullt af broddborgurum sem áhorfendur en  ég í miklum flýti sem gerði það að verkum að vökvinn sem ég var að losa frussaðist í allar áttir og áhorfendurnir kannske 1 villiköttur í byrjun en svo 2 sterkir og stæðilegir lagana verðir í restina

 

En hitt er svo annað mál að sennilega hafði hinn erlendi listamaður vinninginn ef hugsað er út í lengd umbúða sem hefði þurft til gjörningsins.Allavega held ég að ég hefði ekki fengið mikla athygli ef ég hefði farið t.d til Parísar sagst vera frægur listamaður"from Citynose in Iceland og byrjað að "vefja"á tröppum Palais du Louvre.Mér hefði ábyggilega dugað minnsta gerð af sárabindi og það hálft því ég hefði sennilega lent í álíka aðstæðum og forðum bak við öskutunnuna í portinu við Pósthússtræti

 

En af hverju þetta bull um þessa vafninga.Jú ég hef stundum velt fyrir mér hvar listin endar og klámið tekur við eða öfugt.Hér í vetur var hópi fólks vísað frá vegna þess að menn grunuðu að þetta fólk ætlaði sér að fækka fækka fötum uppí Bláfjöllum(menn hafa kannske verið hræddir um að þessi héla sem kom þar myndi bráðna og fjölskyldufólk kæmist ekki á skíði)

 

Margar Vesturbæjarfrúr fóru úr límingunum af hneykslun yfir hvað því sem þær grunuðu að fólkið ætlaði sér.Þrælmenntuð kona ætlaði ekki að komast úr bólinu af hneykslun yfir stellingu á unglingsstúlku í auglýsingu.Þvílíkt og annað eins.Ég hef séð myndir af málverkasýningun þar sem mannfjölgunargræjur fólks eru beraðar og ekkert undanskilið og enginn er svo menntaður að hneyklast yfir því

 

Ef ég teiknaði mynd af þessu tagi og birti hér á blogginu yrði því lokað,Í dag heyrði ég á rás 2 nýkominni plötu Megasar hælt og hún hafin til skýanna.Þegar ég fór að hlusta á tekstan(eða því sem ég náði vegna hve söngvarinn var of þvoglumælltur fyrir mína heyrn)gat ég ekki annað heyrt að þarna væri hreinasta klám á ferðinni

 

Ekki það að ég sé að hneyklast á Megasi eða hans kveðskap.Ég er nú bara líttmenntaður gamall skröggur sem hlýt að hlusta með lotningu á þennan kveðskap.Maðurinn fékk jú móðurmálsverðlaun ekki alls fyrir löngu ekki satt.Nú það hlýtur að vera  hagræði af að skella saman móðurmálskennslu og kynlífskennslunni.

 

Mér finnst bara landamæri listar og kláms vera nokkuð teygjanleg og stundum óskiljanleg allavega fyrir gamla nöldurskjóðu sem alltaf hefur dáðs að fögrum konum en ekki sóðalegu klámi.Kært kvödd.

 


Dumasarfélagið

 

Svona aðeins að taka sér frí frá því að vera rífa kjaft við allt og alla og halda sér í límingunum.Það eru kannske margir hissa á þessu límingar tali eftir því sem á eftir kemur,

 

Er ég held því fram að ég sé áhugamaður um íslenska tungu.En mér finnst þetta nýyrði bara svo skondið þegar menn eru að fara hamförum.í einhverjum t.d.skrifum.

 

En hvað um það,allir mega hafa sína skoðun á þessum máli svo sem og á öðru.A.Dumas yngri sagði eitt sinn Skoðanir eru eins og naglar því meir sem maður hamrar á þeim því fastara sitja þær

 

En ég ætlaði að skrifa um bók sem kom sennilega út fyrir nokkrum árum og heitir á íslensku Dumasarfélagið þó ég hafi ekki lesið hana fyrr en í fyrra.Sagan er um einhverskonar gamalla bóka spæjara.Sem er leigður til að finna blöð ú handriti Dumasar um Skytturnar þrjár.

 

Þýðing Kristins R Ólasonar á þessari sögu er hreint með fádæmum.Ég minnist ekki að hafa lesið bók sem ég hafði eins lítið gaman af söguþræðinum en lesa hana vegna hinnar góðu íslensku sem hún var þýdd á.

 

Ég er því miður búinn að týna þessari bók í augnablikinu(var að flytja)en hún á eftir að koma í leitirnar.Ef mér brestur ekki minni heitir/hét? höfundurinn:Arturo Perez-Reverte

 

Mér finnst að það ætti að hafa þessa bók til lestrar í efribekkjum grunnskóla vegna málsins á henni

  

!999 var gerð kvikmynd eftir þessari sögu sem hét;”Ninth Gate”Með hlutverk í myndini eru ekki ófrægari stjörnum en:Johnny Depp,Frank Langella og að ógleymdri hinni sænsku Lenu Olin.Leikstjórinn var svo ekki af verri endanum sjálfur Roman Polanski.

 

Þegar ég var að sigla “úti”þá fengum við alltaf nýjustu kvikmyndirnar á vídeóspólum frá”Velferðinni”Þar á meðal var þessi mynd og ég byrjaði að horfa á hana en hún fangaði ekki athygli mína.Nú er ág að leita hennar á vídeóleigum en ekki fundið.

  

Eftir lestur þessar bókar leiðir maður hugan að Dumasarfeðga.Alexandre Dumas eldri(1802-1870)Er sennilega frægastur fyrir“Skytturnar þrjár”og”Greifinn frá Monte Christo”Sá yngri kynnti hann oft með orðunum”Þetta er faðir minn,stórt barn sem ég fékk þegar ég var mjög ungur”

 

Dumas e hitti móðir Dumasar y þegar han var að byrja sinn feril sem rithöfundur.hún hét Catherine Labay.Hún var bláfátæk sumakona með geislandi kynþokka se Dumas e var ekki lengi að uppgötva.Hann bauð henni í”picnic”á sunnudögum í Meudonskóginum þar sem var dimmur hellir m.a.Það leið ekki á löngu uns Cathreine var kona ekki einsömul.

 

Þau fluttu saman og 1824 fæddist svo sonurinn A.Dumas y.En lífið með saumakonunni var ekki það sem Dumas e hafði óskað sér svo fljótlega yfirgaf hann kærustuna og soninn.En hann gleymdi aldrei syninum og náði með klækjum umráðaréttinum yfir drengnum.

 

Sá yngri lifði sennilega öllu litríkara lífi en sá eldri.Hann mun hafa sagt eitt sinn að klafar hjónabandsins væru það þungir að oft þyrfti 3 til að bera þá.Kona að nafni Marie Duplessis hafði mikil áhrif á A.Dumas yngri(1824-1895).Þessi kona sem hét raunar:”Alphonsine Plessis”og var fædd í litlu bóndaþorpi sama ár og Dumas y.Þessa konu átti Dumas y eftir að gera ódauðlega í Heimsbókmenntunum

 

Það var sagt um hana:”Hún varð fræg fyrir fegurð, þokka og siðfágun sem lyfti henni yfir”elstu atvinnugreinina”og aflaði henni virðingar í hópi heldra fólksin”Dumas varð algerlega töfraður af henni er hann sá hana fyrst í”Théatre des Varietés”í París.Marie varð brátt fræg sem “konan sem hataði rósir”,ilmurinn olli henni svima.Í staðin sendu aðdáendur hennar henni hvítar ilmlausar”Kamelíur”(terunnablóm)

 

Marie varð aðeins 23 ára.Rétt fyrir andlátið giftist hún einum af sínum elskendum og varð Perregaux greifaynja.Hún dó 3 febr.1847 og þeir sem fylgdu henni til grafar voru aðeins 2 menn,Makinn Edouard Perregaux og einn af vinum a.Dumasar y Edouard Delessert sem faktíst var vitni að þeirra fyrsta fundi

 

Hún er grafin í litlum grafreit í Montmartre kirkjugarðinum sem nú orðið er bara opin til heimsóknar á Allraheilagramessu 1sta nóv

  

Að Marie látinni skrifaði Dumas y skáldsöguna”Kamelíufrúin”sem varð hans stóra gegnumbrot sem rithöfundar og svo seinna leikrit með sama nafni.En Dumas er talin einn af upphafsmönnum “hugmyndaleikritsins”Fræg kvikmynd var gerð eftir sögunni þar sem Greta Garbo leikur Kamelíufrúnna.Einnig mun ópera Verdi,La Traviata byggð á fyrrgreindri skáldsögu

 Það sem átti að vera nokkurra orða skrif um velþýdda bók er orðin að langloku um þá frægu Dumasarfeðga,tekið ófrjálsi hendi úr ýmsum heimildum.Kært kvödd 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband