12.4.2009 | 21:56
Þjóðhetja 2 ?
Mikið eru þetta ánægjulegar fréttir. USA hefur eignast aðra þjóðhetju á stuttum tíma. Þá á ég við Chesley B. Sulllenberger III flugstjóra
Chesley B. Sulllenberger III flugstjóri og nú Richard Phillips skipstjóra. Niels H. Nielsen fv skipstjóri og vinur minn var í haldi sjóræninga 83 daga 2007 (2 júní - 22 ágúst) ásamt áhöfn sinni.
USS Bainbridge herskipið sem capt Phillips er nú um borð í
Hann sagði mér sjálfur frá reynslu sinni. Hann kemur aldrei til að jafna sig á þessu. Ræningar notuðu þá taktík á hann og skipshöfnina að þeir töluðu t.d. vinalega við þá kannske í nokkrar mínútur og sögðu að þeir færu að fá frelsi jafnvel innan klukkutím .
Niels H. Nielsen skipstjóri Myndina tók ég sjálfur af honum þegar við silgdum saman á Danica Sunrise
Næstu mínútur öskruðu þeir á þá að nú dræpu þeir þá. Þetta létu þeir dynja á mönnunum í þá 83 daga sem þeir voru í haldi ræninga. Frá svonalöguðu kemur enginn óskaddaður. Danica White
Frá töku D.White
Fyrirhuguð leið D. White
Nýjasta sjóránið var þegar ræningarnir náðu dráttarbátnum M/T Buccaneer á sitt vald.
M/T Buccaneer
Buccaneer hét áður Lady Maria.
Það er virkilega mál að linni þarna. Og Sþ sýni nú einusinni að þetta eru alþjóðasamtök. Að vísu skal ég viðurkenna að þessir glæpamenn eru slyngir.
Fiskibátur á Adenflóa athugaður.
Þeir taka yfirleitt helmingin af áhöfnum skipana í land þegar búið er að leggja skipunum við hafnir landsins(Somalíu) t.d Hobyo. Og ef reynt yrði að ná skipunum drepa þeir í landi verandi áhöfn.Hafi einhver haft nennu til lesturs á þessum pisli kveð ég þann sama kært og óska honum gleðilegrar páskarestar.
![]() |
Skipstjórinn laus úr haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2009 | 18:31
Mistök hvað?????
Ekkert fer eins mikið í mínar fínustu ( þær sem eftir eru ) þegar þessu fólk sem telur sig eitthvað merkilegra en við hérna niðri á jörðinni og telur sig t.d. hæft til þingsetu fyrir okkur þóknast að tala við okkur.
Og helv.... bullið sem vellur út í gegn um munnvikunum á þvi og það ætlast til að við trúum öllu þessu bulli. Það er ekki nóg fyrir það að ljúga með kjaf..... heldur lýgur það með öllu andlitinu. Hvaða manneskju sem hefur staðist barnapróf trúir þessu fólki. Skrípaleikurinn nær hámarki þegar eitthvað af þessu dindlaliði þykist hafa axlað ábyrgð.
Þeir stæra sig af að nýhættur fv formaður XD hafi axlað ábyrgð. Getur einhver íslensku mælandi maður útskýrt það fyrir mér á sæmilega skiljanlegri íslensku hvernig hann axlaði þessa svokallaða ábyrgð. Ef ég og nokkrir félagar mínir stælum t.d.bensíni frá N1 og slyppum með það í bili. Nú svo missti ég prófið seldi bílinn svo að ég þyrfti ekki á því að halda að stela oftar bensíni frá N1. Upp kæmist um okkur félaga segjum t.d. út af lágum bensínreikningum í bókhaldi okkar 1-2 árum seinna. Ég bíllausi maðurinn gæfi út yfirlýsingu:Ég stal bensíninu.
Er ég þá búinn að axla ábyrgð á hinu óheiðarlega athæfi. Skyldi Bjarni Benediktsson fv forstjóri N1 taka það gott og gilt. Það ætti hreinlega að setja kvóta á orðinum:" Axla ábyrgð" vegna ofnotkunnar. Hreinlega að stoppa notkun á þessum orðum allavega fram yfir kosningar. Og ég spyr hvar er varaformaður XD í þessu máli. Eftir öllum sólarmerkjum hefur henni verið haldið utan við heila klabbið. Getur þetta fólk hreinlega þá meina ég t.d. varaformaðurinn komið í fjölmiðla og sagt:" Við gerðum mistök og búin að greiða peningana til baka og allir ánægðir"
Nei og aftur nei . Nei XD það eru ekki allir ánægðir. Það er deginum ljósara að þetta mál kemst upp út af rannsókn á bankafallinu. Það átti að þegja málið í hel. Okkur hér á jörðinn eigum kröfu til að komið sé fram við okkur eins og borgarar í lýðfrjálsu landi eiga rétt á. Að það sé ekki verið að dæla í okkur lýgi hraðar en dælur N1 dæla bensíni.
Að það sé komið fram við okkur eins og siðað fólk en ekki eins og skynlausar skepnum.með allri virðingu við þær skynlausu Læt þetta nægja af þrasi í dag en það kemur meir. Kært kvödd og hafið góða og hátíðlega vikubyrjun
![]() |
Augljós mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.4.2009 | 13:17
"bremsuför"
![]() |
Bannað að leysa vind |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 13:16
Gleðilega páska
11.4.2009 | 21:13
Sjórán
Ef einhverntíma hefur verið ástæða fyrir SÞ að ráðast inn í að nafninu til,frjálst land þá er það nú. Stjórnleysið í Sómalíu er farið að hafa svo slæm áhrif á ýmsum stöðum að það hálfa væri nóg.
Þarna eru sjóræningar að taka skip
T.d á hjálparstarf í Afríku. Að 1 ríki skuli leyfast að hafa eins ógeðslegt athæfi og sjórán að aðalatvinnuvegi nær náttúrlega engri átt. Að sjófarendur á þessum slóðum geti ekki siglt um þessi svæði og það í mörgum ef ekki flestum með hjálpargögn handa hjálparþurfi fólki í öðrum Afríkulöndum nær nárrúrlega enga átt.
Þarna gefast þeir upp eftir inngrip herskips
Ég blæs á allt kjaf.... um kapitalisma.mannvonsku og þessháttar í þessu sambandi. Þó ég sé reiður út í framgöngu sumra vestrænna útgerða í sambandi við eftirleik þessara rána. Þá gerir maður sér grein fyrir að siglingar hljóta að þurfa að vera frjálsar ium heimshöfin.
Mér er alveg sama þótt ég fái á mig einhvern stimpil frá því fólki sem ekki vill horfast í augu við að margt t.d. fátækt geti alið af sér stórhættulega glæpamenn. Það sem gerir málið enn alvarlegra er sú vissa að sjóræningarnir eru með bækistöðvar beggja vegna Adenflóa.
Þær eru ekki stórbrotnar fleytur sjóræninga
Og þá meina ég Yemen. En þar eru lögleg yfirvöld og ætti að vera hægt að semja við þau þegar búið er að uppræta sjóræningana hinum megin sundsins. Að vísu skil ég ekki að ræningunum skuli takast sum þessara rána. Skortur á aðgæslu tel ég stundum vera orsökin. Öll olíuskip eru t.d búin öfluigum vatn/sjóbyssum til baráttu við elda. Þessar byssur hafa reynst vel í baráttunni við ræningana. Og þær hafa verið eina tækið til varnar þessari óværu. Svæðið kring um Singapoore,út af Nigeríu,Jemen og nokkur svæði í Carrabean,voru fræg þegar ég var að sigla. Það var lítið hægt að gera þegar siglt er um vafasöm svæði.Það helsta að allir væru á vakt og vakandi og ef eitthvað hreyfðist í átt til skipsins voru skipverjar á dekkinu reiðubúnir með öflugan smúl og vatnsbyssur(þegar ég var á tankara) til þess að geta dælt sjó á sjóræningjana af fullum krafti ef þeir nálguðust skipið.
Ég var nokkrum sinnum með svona"æfingum"Yfirleitt gerðu þeir árásir sínar í myrkri þess vegna fylgumst við vel með rödurunum og beindum "smúlnum"og vatnsbyssunum að öllum "ekkóum"sem nálguðust okkur innan vissrar fjarlægðar. Nú er stórveldið USA illilega flækt í málið. Með herskip á staðnum. Kínverjar eru einnig komnir með herskip auk EBE landa herskip. Ég hugsa að sjóræningar megi biðja guð að hjálpa sér ef þeir lenda í að taka kínverskt skip. Þeir eru néú ekki vanir að kalla allt ömmu sína. Með von um að þessi mál leysist á sem friðsamasta hátt kveð ég ykkur kært
![]() |
Dráttarbáti rænt á Adenflóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2009 kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 13:58
Týndi sheikinn???
Skildu frammarnir vera að leita uppi Qadar- Sheikinn fræga til að fá leyfi til að birta gjafirnar???.Kært kvödd
His Highness Sheikh Hamad Bin Khalifa Al-Thani
![]() |
Framsókn leitar samþykkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 11:45
Þögli herfræðingurinn
Herfræðingurinn á Rauðasandi þegir þunnu hljóði. Það þunnu að vangaveltunum um hugsanlega kandídata halda áfram. Það mættu menn í mínum flokki temja sér. Þá meina ég þagmælsku um innanflokksmál við fjölmiðla.
Enda geta svona mál ekki komið upp hjá FF. Ef illa fer hjá okkur þá þurfum við ekki að leita langt að þeirri orsök. Það er engum öðrum en okkar egin flokksfólki að kenna. Bæði fv og nv. Fólk segir hreinlega;"það þýðit ekki að kjósa okkur það eru alltaf einhver læti hjá ykkur"
Maður reynir að benda á að deilur séu á ollum góðum heimilum" og þá fær maður svarið: Já innandyra" Ég fyrir mitt leiti held að þessar andsk..... fólk sem var blaðrandi á blogginu og í fjölmiðlum í vetur hafi unnið FF meira tjón en þessar hremmingar sem XD eru í núna. Og takið eftir það er helst ekki minnst á FF nema ef einhver gengur úr honum. Ég sé mikið eftir sumu fólki sem hefur farið.En minna en ekkert eftir sumu. Farið hefur fé betra
En það er og hlýtur að vera mál hvers og eins. En það er ekkert minnst á nýja félaga sem hér í Eyjum eru ornir 15.(síðast er ég taldi á fimmtudag.) síðan við opnuðum skrifstofuna hér. Ef svona aukning yrði á hverju svæði fyrir sig væri þetta gott mál. Þetta eru sem sagt nýjir flokksmeðlimir og svo eru það þeir sem ekki vilja láta bendla sig við neinn flokk og kannske allra síst hér í Eyjum.en velja FF í kjörklefanum. Læt þetta duga í bili. Kært kvödd
![]() |
Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 00:23
9 apríl
Nákvæmlega fyrir 46 árum þ.9 apríl 1963 var ég nemandi í Stýrimannaskólanum í Reyjavík. Bjó á"Vistinni"eins og það var kallað. þ.e.a.s heimavist skólans.
Um kvöldið þann 9unda skall á aftakaveður sem kostaði 16 mannslíf hér við land. 16 menn á aldrinum 18 til 48 ára.Sem sagt menn á besta aldri"í blóma lífsins"eins og sagt er. Ég man að á kveldi þessa dags þ 9.átti bekkjarbróðir minn von á bróðir sínum í land. En bróðirinn var skipsmaður á m/b Súlunni EA
Hringur SI missti 2 menn sem druknuðu,í veðrinu
Daginn eftir fóru að berast fréttiraf skipstöpum og mannsköðum. og menn setti hljóða. Seinna þennan dag fréttist svo af örlögum Súlunnar. En ekki strax hvort einhverjir af skipshöfninni hefði komist af. Svo komu fréttirnar af 11 manna áhöfn komust 6 menn af.Sigurkarfi GK hafði bjargað þeim Sigurkarfi hét áður Edda GK Og liggur mikil harmsaga bak því nafni sem ekki verður rakin nú
Ég man fögnuð bekkarbróðirs míns er hann frétti af björgun bróðir síns. Í skipshöfn Súlunnar átti ég kunninga og 1 fv skipsfélaga.sem fórust. Grímur Karlsson hinn frægi skipsmódelasmiður var skipstjóri á m/b Sigurkarfa þegar þetta skeði. Svona er sagt frá fundi skibbrotsmanna í bók Steinars j Lúðvíkssonar"Þrautgóðir á raunarstund" Kl fjögur var báturinn um 3 mílur út af Garðskaga. Sá þá hásetinn sem var við stýrið rauðu ljósi bregða fyrir út um bakborðshliðargluggan. Kristján Ragnarsson stm sem einnig var í brúnni sá líka ljósinu bregða fyrir.Grímur skipstjóri sá það hins vegar ekki. Rýndu mennirnir á Sigirkarfa nú út í hríðina og allt íeinu taldi Grímur sig sjá lóðabelg
rétt hjá skipinu. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var um að ræða gúmíbát og var hann mannlaus og á hvolfi og og því látinn eiga sig. Grunaði Sigurkarfamenn strax að eitthvað hefði orðið að hjá skipi á þessum slóðum og var öll áhöfnin kölluð á útkikk og að berja klaka af skipinu. Um stund virtist verða svolítið lát á hríðinni
og komu þá Sigurkarfa mennirnir auga á gúmbát sem var á réttum kili . Þegar Sigurkarfi nálgaðist bátinn var í fyrstu ekki hægt að sjá hvort menn væru í honum. eða ekki því því breitt var yfir inngöngugöt bátsins. En brátt voru þau opnuð og veifandi hendur birtust. Veifuðu Sigurkarfamenn á móti. Var nú Sigurkarfa lensað ofurhægt skáhallt að
gúmmibátnum þannig að lítilsháttar skjól myndaðist á stjórnborða.Þegar gúmmíbáturinn nálgaðist var kastað kaðli til manna í honum og náðu þeir honum. Hérna ætla ég að klippa á og kem seinna með frh Kært kvödd
10.4.2009 | 19:51
9 apríl 2
Hér er framhaldið af blogginu um sjóslysin í apríl 1963: Var nú báturinn að stb hlið Sigurkarfa með vind og sjó skáhalt aftantil á bb. Maður eftir mann var gripinn úr gúmmíbátnum en mikilla aðgæslu þurfti með og var erfiðast að passa að gúmmíbáturinn flyti ekki inn á skjólborðið þegar kvikur komu og það fór í kaf. Voru þá margar hendur á lofti við að ýta gúmmíbátnum frá.Mennirnir af Súlunni voru allir orðnir hraktir og kaldir er þeim var bjargað. Skipið hafði fengið á sig brot og lagst á hliðina Þegar þetta gerðist var skipstjórinn í brúnni ásamt 2 hásetum en aðrir úr áhöfninni voru ýmist í vélarúmi eða í koju. Skipið rétti sig ekki við og tókst mönnumum í brúnni naumlega að komast út. Enginn tími gafst til að senda út neyðarskeyti eða nokkuð í þeim dúr.
Ekki liðu nema 3-4 mínútur frá því að skiðið fékk á sig brotið þar til það var sokkið. Lentu mennirnir í sjónum en það varð þeim til happs að gúmmíbjargbátar skipsins slitnuðu frá því og flutu upp óútblásnir. Náðu mennirnir öðrum bátnum og svömluðu við hann og reyndu að finna línuna sem toga
átti í til að hann blési sig upp Það tókst þeim og skriðu þeir 6 menn sem vart hafði verið við í sjónum. upp í bátinn.Hinir 5 sáust aldrei. Endirinn er svo hér að framan. Ég vil með þessari grein vil ég bara að minna sjómenn á að huga vel að sínum öryggismálum. Því þó skipin séu stór og traust er ekkert skip til og verður aldrei til sem standast allar árásir Ægis,Ránar og dætra þeirra og einnig verða eldur og ís aðalóvinirnir. Sjómenn þurfa að hrista af sér sliðruorðið og sýna þessu liði sem heldur að peningarnir vaxi á trjánum í Hljómskálagarðinum .
Þeir eiga að taka upp kröfugöngur fyrir kjörum sínum og mannréttindum. krefjast þess að þetta fjandans hyski sem ekki þekkir þorsk frá ýsu líti á þá sem menn. Þetta hyski sem sullar í sig rauðvínsgutli og rymur úr sér einhverjum öfugmælavísum. Hyski sem titlar sig allslags fræðingatitlum en mígur svo uppí vindinn ef svo biði við að horfa.
Ég skora á alla sjómenn landsins að taka málið í sínar hendur á næsta sjómannadegi. Afþakka allar helv.... skrumræður og hleypa engum í ræðustóla öðrum en mönnum sem krefjast réttar sjómannsins og mótmæla niðurskurði til LHGÍ. Burt með þessa andsk..... hræsnara úr ræðustólum þennan dag. Halda sinn dag sjómannadaginn hátíðlegan, Minnast fallinna félaga gleðjast yfir björgun annara og láta svo heyrast almennilega í ykkur.
Ég skora á sjómenn og fjölskyldur þeirra að láta heyrast í sér á sjómannadaginn Leyfa þessum uppívindinpissurum að vita hvar Davíð keypti ölið. Mig langar til að enda þertta blogg mitt á tilvitnun í athugasemd frá konu(aldur óviss) þegar ég leifði mér að benda á að hver króna sem spöruð væri til LHGÍ setti líf sjómannsins á spil : HverHver "Hver króna þar spöruð setur líf sjómanns á spil. Þetta segir mér að þessu liði er skítsama um líf sjómanninn og störf hans." Þetta er vægast sagt ógeðsleg yfirlýsing. Stór hluti karlmanna í fjölskyldu minni eru eða hafa starfað sem sjómenn. Hugsaðu aðeins lengra. Grein þín einkennist af tvískinnungi og hræsni, þar sem þú segist styðja mannréttindabaráttu allsstaðar í heiminum, en þykir þó greinilega mannréttindi sjómanna mikilvægari en annarra? Eða hvað" Þetta skrifaði konan í athugasemd. Nú ef einhver hefur áhuga á að lesa deilur okkar þá er bein slóð á þær hér:" http://solir.blog.is/blog/solir/entry/841403/#comments
En ég vil geta þess að ég svara ekki frekar í því máli er þar um ræðir. Læt þetta duga í bili.Og segi um leið:"Sjómenn látið í ykkur heyrast svo þessir atvinnuuppívindinnpissarar komist að raun um að þið séuð til. Þið eruð nefnilega að komast í tísku aftur. Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2009 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2009 | 16:51
Niðurstaða
![]() |
Bjarni átti fund með Guðlaugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 16:46
Sama sagan
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 16:35
En batnar það
FL Group með 30 milljónir og Banki allra landsmanna(eins og hann kallaði sig stundum)Landsbankinn 30 milljónir. og margir minna en alls 20.9 milljónir.80.9 milljónir í allt í styrkjum yfir milljón.Gjafir færðar Sjálfstæðisflokknum á silfurfötum Þeirra manna sem komu okkur í skítinn.
Ég hlustaði einu sinni viðtal við vinsælan og heimsfrægan sænskan leikara, sem búsettur er í Holliwood. Þar sagði leikarinn að Svíar hefu ekki"efni á sér" Meinti að hann tæki slík stjörnulaun að sænskir kvikmyndagerðarmenn hefðu ekki efni á að borga sér þau.
Við hér á lklakanum höfðum engin efni á flokki sem þarf svona óskaplega fjármuni til áróðurs. Og maður veltir ýmsu fyrir sér ýmsu nú um dags. Það voru sett lög sem settu óvinsæla bankastjóra út í kuldan.
Kemur óspjölluð út á markaðinn
Af hverju má ekki setja lög hér sem kalla grunaða fjárglæframenn sem búa við ríkulegan munað erlendis til landsins og setja þá í farbann. Þar til sekt/sakleysi er sannað. Gerir fólk sér grein fyrir hvert við erum komin. Ég lít á þetta sem að þessir menn tóku hreinlega meydóm þjóðarinna og hópnauðgunni henni síðan.
Og nú vafra húm um hálfnakin eins og illafarinn skjækja. Hún á enga peninga og enginn vill líta við henni nema kannske einhverjir gamlakallasjóðir sem sjá sér hag í að geta flikkað upp á hana sett hana á götuna og nýtt sér orkuna sem hún býr enn yfir
Þessi bíóauglýsing sýnir hvernig gráðugur"Piranha" bíður færis á saklausri bráðinni!!! Íslenska þjóðin um það leiti sem bankarir voru einkavæddir
Og svo eignast þeir hana. og allt sem hún ber í bítum hirða þeir eins og hinn sanni melludólgur Og það á eftir að versna. Tölum saman í júní. Ég skil hlutina þannig að nokkrir menn séu grunaðir um stórfelld fjársvik.
"Sumir"ættu að vera í þessari stöðu helst í gær
Af hverju má ekki setja þessa menn í farbann þar til þeir hafa verið fundnir sekir/saklausir af þessum grun.Ísland í dag,AGS með"hönd í bagga".
Læt þetta duga í bili
![]() |
Landsbankinn veitti 2 styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 20:31
Ariel
Klikkaði þvotturinn kæra frú Þorgerður Katrín. Notuðu sjallarnir ekki Ariel Essential þetta nýja sem eyðir öllum blettunum.
Mér finnst frúin vera komin á hála braut að tala um hvítþvott hjá öðrum
Læt þetta duga í bili .Kært kvödd
![]() |
Hvítþvegin bleyjubörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 19:58
Blásaklausir
Engir kjörnir fulltrúar flokksins vissu um þetta mál. Það voru sendlarnir og sennilega ræstitæknarnir(skemmtilegt nýyrði yfir það sem einusinni voru kallaðar skúringakonur) í Valhöll sem auk Geirs sem eitthvað vissi um málið. Ja ekki er nú upplýsingaflæðið mikið í flokknum.
Og prókúruhafinn og varaformaður Landsbankans á þessum árum,herfræðingurinn á Rauðasandi veit ekki neitt. Hvaða maður talandi og skrifandi á íslenska tungu með svona meðal greind trúir þessum mönnum. Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Ekki kjörnir fulltrúar flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 17:05
Ja hérna
Þetta er að verða skrautlegasta mál allt saman. Menn sverja af sér og þykast ekkert vita. Þetta sannar betur en nokkuð annað hve Sjallarnir eru ornir veruleikafirrtir. Aðeins formaðurinn veit af svona tittlingaskítsgjöf ca 50 milljónum.
Og ekki eru þeir blankir blessaðir ætla að punga þessu út til baka í snarheitum. Ja þeir skí.. ekki með því skráþurru í flokknum þeim. En vonandi fá þeir varanlegt frí í langan tíma. Nú sloppu þeir ekki fyrir gleymskuhornið.Kært kvödd
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 12:18
Sjórán
Enn og aftur hafa sjóræningar komið skipshöfnum flutningaskipa í opna skjöldu.Nú er það skip frá hinum þekkta skipaútgerðarrisa Maersk Line. Og skipstjórinn Capt. Richard Phillips virðist vera í haldi sjóræninga,
Mearsk Alabama ex Alva Mearsk Það er 20 manna áhöfn öll frá USA
Skipstjórinn Capt. Richard Phillips
Vonandi verður nú bundin endir á þessi skelfilegu sjórán. Þegar þegnar"alvöru"ríkis eru gíslar sjóræninga. Það mun vera langur vegur til að einhver regla komist á stjórn Sómalíu þannig að þessum ósköpum linni. það er því spennandi að sjá hvernig Barack Obama"tæklar"þetta mál.Ég sagði þegnar"alvöru"ríkis eru gíslar.
Ekki það að ég telji USA neitt alvöru riki fram yfir mörg önnur ríki. Heldur á ég við það að í flestum ef ekki öllum tilfellum þessara sjórána eru áhafnir frá austantjaldsríkjunum fv eða menn frá svokölluðum 3ja heimi.
Andrea Philips eiginkona Philips skipstjóra heldur á mynd af eiginmanni sínum
Og þessir menn hafa oft verið meðhandlaðir ruddalega af útgerðum skipana sem flest hafa komið frá vesturlöndum. Skipið sjálft er byggt í Keelung Kína 1998. Og hét 1st Alva Mearsk eða til 2004 að nafninu var breitt í MAERSK ALABAMA
Fyrirhuguð leið skipsins og staðurinn þar sem því var rænt. Með von um að þessu linni kveð ég ykkur kært
![]() |
Tóku skipstjóra í gíslingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2009 | 21:47
Hugmynd.
Hef ekki hugmynd um þetta segir einn af forsvarsmönnum Sjallana um peningagjöf FL Group tl Þeirra. Hver trúir svonalöguðu. Jú kannske ég. 30 milljónir eru bara tittlingaskítur í augum þessa fólks sem berjast fyrir að sá ríki verði ríkari og sá fátæki fátækari.
Slysin gera ekki boð á undan sér
En 30 milljónir eru miklir peningar í augum þess fólks sem nú eru að súpa seyðið af þessu peningafylleríi sem örfáir menn voru á. En þetta kemst sennilega í heimsmeta bækur. Nokkrir útvaldir menn á fyllerríi sukka og djamma en láta svo heila þjóð taka timburmennina og borga svallið. Þegar ég drakk þurfti ég sjálfur að taka út timburmennina og allt því sem því fylgdi. Þýtti ekkert að reyna að koma því á einhverja aðra.
Flutningar á særðu fólki fyrr á öldum
30 milljónir kæmu sér sennilega vel fyrir þyrlusveit LHGÍ. 30 miljónir kæmu sér vel til framfærslu eða til að bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Þetta lið hugsar bara um eigin skinn. 30 milljónir til atkvæðakaupa. Ég hef ekki heyrt í einum einasta svokölluðum mótmælenda mótmæla því að framlög til LHGÍ séu skert. Ég held að fólk sem býr á þessu Stór Reykjavíkursvæði gerir sér ekki í hugarlund hve þessi f.g. sveit er nauðsynleg fyrir lífið á landinu.
Svona getur tæplegast skeð hér á landi og þó
Tökum nokkur dæmi.T.d. konu í barsnauð á Austfjörðum í mjög slæmu veðri. Bílslys á Norðurlandi. Slasaðir þurfa að komast sem skjótast undir læknishendur. Maður úti á landi fær kransæðastíflu og svo fr og svo fr. Ég held að þetta fólk á SR svæðinu geri sé ekki grein fyrir að þetta sem ég tók sem dæmi getur komið fyrir það á ferðalögum t.d.
Versti óvinur sjómannsins ísingin.
Ég sleppi sjómönnum viljandi vegna þess að það fór fyrir brjóstið á, sennilega ungri konu sem þótti ég taka öryggi íslenskra sjómanna fram fyrir öryggi hælisleitenda hér á landi. Ég vil þessvegna vísa á grein sem Svavar Hávarðsson og forustugrein sem Steinun Stefánsdótir skrifa í Fréttabaðið í dag.
http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/090408.pdf
http://www.visir.is/article/20090408/SKODANIR04/307255789
Sjóslys gera yfirleitt ekki mikil boð á undan sér.
Ég sagði um daginn:"Hver króna þar spöruð setur líf sjómanns á spil. Þetta get ég tekið aftur en segi í staðinn; "Hver króna þar spöruð setur líf fólks hverrar þjóðar það er og hverra erinda það er hér á landi á spil". Læt þetta duga núna. Kært kvödd
![]() |
Hafði ekki hugmynd um þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 19:37
Hvað er dýpið ???
![]() |
Segir djúpstæðan ágreining á milli stjórnarflokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 12:38
Lygi ???
Ég hallast nú að því að trúa þessari sögu. Það er á margra vörum að umsvif þjóðverja á stríðsárunum voru miklu meiri en menn héldu. Fyrir nokkrum árum var hópur eldri þýskra borgara á ferð hér í Eyjum.
Leiðsögumaður var að lýsa einum stað hér í Eyjunni þar sem aðdýpi var mikið. Þetta þekki ég vel sagði þá einn aldraður maður úr hópnum:
""Ég var kafbátasjómaður í stríðinu og við lágum hér oft langtímum saman og fylgdumst með skipaferðum og sendum veðurskeyti.
Lágum í djúpinu á daginn en komum upp á nóttinni til að hlaða rafgeyma og senda skeyti."" Ég heyrði sjálfur leiðsögumannin segja frá þessu. Kært kvödd
![]() |
Trúir engu í Lesbókargrein um ævintýralegan flótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2009 | 13:31
Mannréttindi!!!!
Ekki vil ég skifta mér af þessu einstaka máli. En mér finnst það einkennilegt að það virðist vera allt í lagi að brjóta mannréttindi á okkar eigin fólki án þess að það hlaupi hla.. fyrir hjartað á þessu 101 liði. Ég er ekki að gera lítið úr fólki sem vill að öðrum líði vel allstaðar í heiminum.
En svona snöggsoðnum frelsishópum sem byggðir eru á athyglissýki gef ég lítið fyrir. "Ný ríkisstjórn verður að sýna að hún starfi í anda mannréttinda, og án undanbragða". Svona skrifar þetta lið. Ég styð baráttu fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum.
Og ég styð hælisveitingu hér á landi fyrir þá sem þess þurfa. En ég styð einnig baráttu margra íslendinga fyrir gæslu mannréttinda okkar eigin þegna. Og engan hef ég t.d vitað mótmæla miklum niðurskurði hjá Landhelgisgæslu Íslands. Enginn hefur farið í mótmælagöngu vegna þess og vegna áætlaðrar leigu á nýju skipi LHGÍ. Hvar er Hörður Torfa óg hans lið nú ?
Hver króna þar spöruð setur líf sjómanns á spil. Þetta segir mér að þessu liði er skítsama um líf sjómanninn og störf hans. Ég vildi sjá Hallgrím Helgason sem hefur 267.000 á mánuði úr ríkiskassanum,meðan ég hef 60.000 froðufellandi við að mótmæla þessu.
Þyrlusveit LGH hefur staðið sig með slíkri prýði að maður var farinn að efast um áhyggur vegna brottfarar þyrlusveitar Varnarliðsins. En nú eru dimm él á lofti hvað hana varðar.
Engin Hörður Torfason eða Hallgrímur Helgason að mótmæla því. Og manni finnst nú farið að slá í harða bakka þegar mikilvægara er að byggja höll við höfnina í 101 fyrir enhver örfá % af landsmönnum. En að bjarga nokkrum mannslífum ef þannig ber undir.
Höll þar sem þetta"lið"mætir í síðkjólum og í kjól og hvítt"smælandi" í blossum blaðaljósmyndarana kannske á sama tíma og sjómaður er að týna lífinu vegna sparnaðar í rekstri þyrlusveitar LHG. Maður getur nefnd t.d. Goðaslysið í Vöðlavík . Nú Barðaslysið við Snæfellsnes. Já,fl og fl þar sem menn hefðu mjög sennilega týnt lífi ef ekki hefði komið til þyrlur. En þetta kemur ekki 101 liðinu neitt við. Ja sveiattan.
En að öðru. Það er þessi svokallaða naflaskoðun Sjallana. Hvaða nafna voru þeir eiginlega að skoða. Á Jóhönnu Sig eða kannske Margréti Hermans ? Allavega ekki á sínum eigin flokksmönnum. Læt þetta duga í bili.Kært kvödd
![]() |
Segja Útlendingastofnun starfa á rasískum grunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 537735
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar