9 apríl 2

Hér er framhaldið af blogginu um sjóslysin í apríl 1963: Var nú báturinn að stb hlið Sigurkarfa með vind og sjó skáhalt aftantil á bb. Maður eftir mann var gripinn úr gúmmíbátnum en mikilla aðgæslu þurfti með og var erfiðast  að passa að gúmmíbáturinn flyti ekki inn á skjólborðið þegar kvikur komu og það fór í kaf. Voru þá margar hendur á lofti isbilde4 við að ýta gúmmíbátnum frá.Mennirnir af Súlunni voru allir orðnir hraktir og kaldir er þeim var bjargað. Skipið hafði fengið á sig brot og lagst á hliðina  Þegar þetta gerðist var skipstjórinn í brúnni ásamt 2 hásetum en aðrir úr áhöfninni voru ýmist í vélarúmi eða í koju. Skipið rétti sig ekki við og tókst mönnumum í brúnni naumlega að komast út. Enginn tími gafst til að senda út neyðarskeyti eða nokkuð í þeim dúr.

Ekki liðu nema 3-4 mínútur  100362816 3f86edfa33frá því að skiðið fékk á sig brotið þar til það var sokkið. Lentu mennirnir í sjónum en það varð þeim til happs að gúmmíbjargbátar skipsins slitnuðu frá því og flutu upp óútblásnir. Náðu mennirnir öðrum bátnum og svömluðu við hann og reyndu að finna línuna sem toga   

átti í til að hann blési sig upp 100361821 5d58d82777 Það tókst þeim og skriðu þeir 6 menn sem vart hafði verið við í sjónum. upp í bátinn.Hinir 5 sáust aldrei. Endirinn er svo hér að framan.  Ég vil með þessari grein vil ég bara að minna sjómenn á að huga vel að sínum öryggismálum. Því þó skipin séu stór og traust er ekkert skip til og verður aldrei til sem standast allar árásir Ægis,Ránar og dætra þeirra og einnig verða eldur og ís aðalóvinirnir. Sjómenn þurfa að hrista af sér sliðruorðið og sýna þessu liði sem heldur að peningarnir vaxi á trjánum í Hljómskálagarðinum .image 72 Þeir eiga að taka upp kröfugöngur  fyrir kjörum sínum og mannréttindum. krefjast þess að þetta fjandans hyski sem ekki þekkir þorsk frá ýsu líti á þá sem menn. Þetta hyski sem sullar í sig rauðvínsgutli og rymur úr sér einhverjum öfugmælavísum. Hyski sem titlar sig allslags fræðingatitlum en mígur svo uppí vindinn ef svo biði við að horfa.   butler 05Ég skora á alla sjómenn landsins að taka málið í sínar hendur á næsta sjómannadegi. Afþakka allar helv.... skrumræður og hleypa engum í ræðustóla öðrum en mönnum sem krefjast réttar sjómannsins og mótmæla niðurskurði til LHGÍ. Burt með þessa andsk..... hræsnara úr ræðustólum þennan dag. Halda sinn dag sjómannadaginn hátíðlegan, Minnast fallinna félaga gleðjast yfir  björgun annara og láta svo heyrast almennilega í ykkur.  100362609 7fa5825f9e Ég skora á sjómenn og fjölskyldur þeirra að láta heyrast í sér á sjómannadaginn Leyfa þessum uppívindinpissurum að vita hvar Davíð keypti ölið. Mig langar til að enda þertta blogg mitt á tilvitnun í athugasemd frá konu(aldur óviss) þegar ég leifði mér að benda á að hver króna sem spöruð væri til LHGÍ setti líf sjómannsins á spil :                                                                                                                                                                                                                                 HverHver "Hver króna þar spöruð setur líf sjómanns á spil. Þetta segir mér að þessu liði er skítsama um líf sjómanninn og störf hans." Þetta er vægast sagt ógeðsleg yfirlýsing. Stór hluti karlmanna í fjölskyldu minni eru eða hafa starfað sem sjómenn. Hugsaðu aðeins lengra. Grein þín einkennist af tvískinnungi og hræsni, þar sem þú segist styðja mannréttindabaráttu allsstaðar í heiminum, en þykir þó greinilega mannréttindi sjómanna mikilvægari en annarra? Eða hvað" Þetta skrifaði konan í athugasemd. Nú ef einhver hefur áhuga á að lesa deilur okkar þá er bein slóð á þær hér:" http://solir.blog.is/blog/solir/entry/841403/#comments

En ég vil geta þess að ég svara ekki frekar í því máli er þar um ræðir. Læt þetta duga í bili.Og segi um leið:"Sjómenn látið í ykkur heyrast svo þessir atvinnuuppívindinnpissarar komist að raun um að þið séuð til. Þið eruð nefnilega að komast í tísku aftur. Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér þessa upprifjun minn góði bloggvinur.  Í þessu veðri fórst einnig mb Magni frá Þórshöfn ásamt tveimur mönnum.  Annar þeirra var faðir minn Elías Halldór Gunnarsson, sem lét eftir sig unga eiginkonu og þrjú börn.  Þetta veður brast á, eins og hendi væri veifað og kom öllum í opna skjöldu, þetta var um páskana 1963 móðir mín sagði mér að eftir þennan atburð gæti hún aldrei upplifað páskana sem hátíð. 

Jóhann Elíasson, 10.4.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn kæri vinur. Þetta fjandans Bjarna Harðar syndrome að ýta á vitlausa takka herjaði á mig í dag. Ég setti óvart greinina inn áður en ég var búinn með hana. Nú ég man þetta allt vel. Ég þekkti pabba þinn vel og man því vel eftir þegar Magni fórst. Berðu frænda þínum mínar bestu páskakveðjur þegar þú hefur tekið þinn hlut af henni. Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 11.4.2009 kl. 01:25

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Takk fyrir þetta Ólafur - mann setur reiðan hrærðan hljóðan sorgmæddan en þrátt fyrir allt er ég svo þakklátur öllum þeim sem ég hef kynnst á minni ævi, tek svo hjartanlega undir með þér hér að ofan

Jón Snæbjörnsson, 12.4.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 535326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband