Mannréttindi!!!!

Ekki vil ég skifta mér af þessu einstaka máli. En mér finnst það einkennilegt að það virðist vera allt í lagi að brjóta mannréttindi á okkar eigin fólki án þess að það hlaupi hla.. fyrir hjartað á þessu 101 liði. Ég er ekki að gera lítið úr fólki sem vill að öðrum líði vel allstaðar í heiminum.

 

 

En svona snöggsoðnum frelsishópum sem byggðir eru á athyglissýki gef ég lítið fyrir. "Ný ríkisstjórn verður að sýna að hún starfi í anda mannréttinda, og án undanbragða". Svona skrifar þetta lið.  Ég styð baráttu fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum.

 

Og ég styð hælisveitingu hér á landi fyrir þá sem þess þurfa.  En ég styð einnig baráttu margra íslendinga fyrir gæslu mannréttinda okkar eigin þegna.  Og engan hef ég t.d vitað mótmæla miklum niðurskurði hjá Landhelgisgæslu Íslands. Enginn hefur farið í mótmælagöngu vegna þess og vegna áætlaðrar leigu á nýju skipi LHGÍ. Hvar er Hörður Torfa óg hans lið nú ? 

 

Hver króna þar spöruð setur líf sjómanns á spil. Þetta segir mér að þessu liði er skítsama um líf sjómanninn og störf hans.  Ég vildi sjá  Hallgrím Helgason sem hefur 267.000 á mánuði úr ríkiskassanum,meðan ég hef 60.000 froðufellandi við að mótmæla þessu.

Þyrlusveit LGH hefur staðið sig með slíkri prýði að maður var farinn að efast um áhyggur vegna brottfarar þyrlusveitar Varnarliðsins.  En nú eru dimm él á lofti hvað hana varðar.

 

Engin Hörður Torfason eða Hallgrímur Helgason að mótmæla því. Og manni finnst nú farið að slá í harða bakka þegar mikilvægara er að byggja höll við höfnina í  101 fyrir enhver örfá % af landsmönnum. En að bjarga nokkrum mannslífum ef þannig  ber undir.

 

Höll þar sem þetta"lið"mætir í síðkjólum og í kjól og hvítt"smælandi" í blossum blaðaljósmyndarana kannske á sama tíma og sjómaður er að týna lífinu vegna sparnaðar í rekstri þyrlusveitar LHG. Maður getur nefnd t.d. Goðaslysið í Vöðlavík . Nú Barðaslysið við Snæfellsnes. Já,fl og fl þar sem menn hefðu mjög sennilega týnt lífi ef ekki hefði komið til þyrlur. En þetta kemur ekki 101 liðinu neitt við. Ja sveiattan.

En að öðru. Það er þessi svokallaða naflaskoðun Sjallana. Hvaða nafna voru þeir eiginlega að skoða. Á Jóhönnu Sig eða kannske Margréti Hermans ? Allavega ekki á sínum eigin flokksmönnum. Læt þetta duga í bili.Kært kvödd 


mbl.is Segja Útlendingastofnun starfa á rasískum grunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Góðir punktar hjá þér lömbin í 101 eru þögnuð enda nærðust þau á hræsni.

Rauða Ljónið, 30.3.2009 kl. 13:47

2 identicon

Sælir Ólafur og Ragnar

Bryndís heiti ég, og er Hafnfirðingur (220) og er ein af þeim sem skrifaði þessar kröfur.

Það er ekki hægt að saka mig auðveldlega um að finnast í lagi að brotið sé á mannréttinum Íslendinga en ekki útlendinga. Ég hef t.d. skrifað um málefni blindra og sjúklinga, og krafist endurbóta á högum þeirra hérlendis, þrátt fyrir ungan aldur. Eins hef ég unnið á elliheimilum og sambýlum við að aðstoða þurfandi fólk. Ég leitast við að gera ekki upp á milli þjóðernis fólks, en þegar það kemur að því að aðstoða hælisleitanda vilja margir mála það upp eins og að viðkomandi hljóti þá að hjálpa engum öðrum.

Þetta er bullandi tvíhyggja og rökleysa. 

Mér finnst heldur ómaklega að mér vegið að vera sökuð um að ég geri þetta af athyglissýki. En ætli þið verðið ekki að eiga það við ykkur, hvar sú lína liggur.

Bryndís (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl bæði tvö og ég þakka ykkur innlitið. Mín kæra Bryndís. Ég fagna öllum skrifum um mál þeirra sem minna mega sín og efast ekki um að þú sér áhugamanneska um mannréttindi. En hefur þú mótmælt þeim mannréttindum sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna taldi brotin á íslenskum sjómönnum.? Hefur þú skoðað hvaða afleiðingar niðurskurður stjórnvalda á framlögum til LHGÍ hefur fyrir öryggismál sjómanna. Hefur þú skrifað undir mótmæli gegn þeim ? Hafa farið mótmælagöngur að heimili ráðherra dómsmála út af þeim ?. Eða er kannske allt í lagi að fótum troða mannréttindi og öryggi þessara manna ?. Ég virði þína skoðun og biðs afsökunar á ef ég hef misboðið þér á einhvern hátt. En þetta er mín prívat skoðun og ég leyfi mér að hafa hana og birta ef svo ber undir.Þegar mér sem gömlum sjóara sem vann fyrir mér í yfir 50 ár þykir misboðið. Ég vona að við virðum skoðanir hvors annars og skiljum svona nokkurn veginn sátt.Kært kvödd bæði tvö. 

Ólafur Ragnarsson, 30.3.2009 kl. 15:56

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Mín kæra Bryndís! Faðir minn Ragnar er látinn fyrir nokkuð mörgum árum. Enda hefði hann aldrei farið að blanda sér í hvað ég skrifa. En ef þú meinar"Rauða Ljónið" sem gerði athugasemd við bloggið mitt með þessu Ragnars nafni,þá heitir hann  Sigurjón Vigfússon og er barnabarn hins fræga skipstjóra Sigurjóns Einarssonar sem yfirleitt var kenndur við skips sitt Garðar.En þetta veist þú nú sennilega. Því saga Hafnarfjarðar væri ekki sögð að fullu án þess að minnast á þennan fræga aflamann. Mynd af faðir Sigurjóns yngri var einmitt á ljósmyndasýningu sem ég held að enn sé opin og sýndi "börn til sjós" Það sem sumir þóttust lesa einhverskonar barnaþrælkun út úr. En þarna var Vigfús bara á sjó með föður sínum og sennilega af fúsum og frjálsum vilja frammi á dekki að vinna. Sértu ávallt kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 30.3.2009 kl. 16:39

5 identicon

Sama gamla tuggan, Ólafur. Alltaf kemur einhver fram, þegar verið er að vinna í verðugu málefni, sem vill að baráttufólkið beiti sér í öðrum málum sem honum/henni þykir skipta meira máli.

Hópur einstaklingar tók sig til fyrir helgina, sumir í samstarfi, aðrir í einrúmi og ákváðu að leggja allt sitt sl. daga, bókstaflega allt, í að reyna að aðstoða umrædda hælisleitendur og til að berjast fyrir mannúðlegri og réttlátri meðferð þeirra mála hérlendis. MIKIÐ var í húfi og tíminn knappur. Mannslíf og heilsa (sjá t.d. bréf Hassan Raza Akbari: http://www.nornabudin.is/sapuopera/2009/03/bref_fra_flottamanninum_sem_hv.html). Miklu var áorkað og því ber að fagna!

(þætti áhugavert að heyra hvernig þú rökstyður það að þetta hafi allt verið gert af athyglissýki. Athyglin átti að beinast að aðstæðum hælisleitendanna, það tókst.)

Þú getur slíkt hið sama til að berjast fyrir þeim málefnum sem eru þér hugleikin. Það hafa allir þennan mátt. Þú hins vegar, með yfirlýsingum þínum um "þetta 101 lið", Hörð Torfa og Hallgrím Helgason, ert að setja suma á einhvern ímyndaðan stall sem aðalmótmælendur Íslands. Hvorugur ofangreindur kom þó nálægt þesu tiltekna máli að mér vitandi. Sátu kannski bara heima hjá sér og gláptu á sjónvarpið eins og restin af þjóðinni. Hvað veit ég. Vonandi voru þeir samt að vinna í sínum baráttumálum á meðan ég vann í mínum.Gerðir þú eitthvað í þínum?

"Ég styð baráttu fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum. "  - Það geri ég líka. Ég er þó bara einstaklingur. Ég get t.d. gólað smá í kröfugöngu og sent nokkur bréf og geri það. Ég geri það sem ég get á þeim stað sem ég er stödd hverju sinni.

Mér var flokkað í hóp Íslendinga við fæðingu. Ég verð, á meðan landamæri eru til og kennitölur og vegabréf í notkun, að sætta mig við það. Hins vegar, ef ég væri stödd í Grikklandi núna, myndi ég örugglega leggja mig fram við að berjast fyrir mannréttindum þar. Ekki get ég a.m.k. barist eins áhrifamikið fyrir t.d. mannréttindum islenskra sjómanna alla leið frá Grikklandi.

Það er EKKI rétt að "okkur" finnist í lagi að brjóta á "okkar eigin" fólki. Mér (því ég get bara talað fyrir sjálfa mig) þykir ekki í lagi að brotið sé á neinum. Sama hvers lenskur hann er. Það þýðir þó ekki að í mínum sólarhring séu 48 tímar og að ég sé alvitur um hvar sé verið að brjóta á fólki. Þörf er á upplýsingaflæði. Ég hafði upplýsingar um að verið væri að fara afskaplega illa með þessa einstaklinga sem búa í flóttamannabúðunum á Fitjum. Ég gerði eitthvað í því. Kom því á framfæri á allan mögulegan hátt sem ég gat. Þú getur dreift upplýsingunum sem þú hefur! Hvettu fólk til dáða, frekar en að gagnrýna það sem þó er verið að gera gott! Þá kannski slæst "þetta lið" í þína baráttu og þá kannski verður líka einhverju áorkað í málum sjómanna.

"Hver króna þar spöruð setur líf sjómanns á spil. Þetta segir mér að þessu liði er skítsama um líf sjómanninn og störf hans." Þetta er vægast sagt ógeðsleg yfirlýsing. Stór hluti karlmanna í fjölskyldu minni eru eða hafa starfað sem sjómenn. Hugsaðu aðeins lengra. Grein þín einkennist af tvískinnungi og hræsni, þar sem þú segist styðja mannréttindabaráttu allsstaðar í heiminum, en þykir þó greinilega mannréttindi sjómanna mikilvægari en annarra? Eða hvað?

Ekki gera ekki neitt. Gerðu þín hugðarefni líka að háværri umræðu. Ekki henda ábyrgðinni á því að eitthvað verði gert í annarra hendur. Taktu málin í þínar eigin hendur. Eyddu t.d. öllum þínum tíma, stanslaust, svefnlaust, í að berjast fyrir þínu. Þá muntu líka skilja betur hversu erfitt er að vera á öllum stöðum í einu, þó maður myndi glaður vilja.

Sigrún, 105 Reykjavík (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:14

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Sigrún.Ég þakka innlitið. Við erum greinilega ekki sammála. Og ég virði þína skoðun. Og er hrifinn af þinni barátrtugleði sem örugglega er öllum til góðs. Þú slítur,kannske óviljandi orð mín úr samhengi þegar Þú vænir mig um að taka mannréttindi sjómanna fram yfir mannréttindi annara. Ég sagði m.a:" Ég styð baráttu fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum. Og ég styð hælisveitingu hér á landi fyrir þá sem þess þurfa.  En ég styð einnig baráttu margra íslendinga fyrir gæslu mannréttinda okkar eigin þegna. Þarna hefður þú átta að hafa framhaldið með. Ég bendlaði aldrei Herði Torfasyni eða Hallgrími Helgasyni við þín eða ykkar mótmæli. Þú segir m.a  Stór hluti karlmanna í fjölskyldu minni eru eða hafa starfað sem sjómenn. Hugsaðu aðeins lengra". Þeir eru sennilega allir sammála þér og þá er það af hinu góða. Þú vænir mig um ógeðslega yfirlýsingu þegar ég segi: "Hver króna þar spöruð setur líf sjómanns á spil. Þetta segir mér að þessu liði er skítsama um líf sjómanninn og störf hans. Ég var sjómaðurýfir 50 ár og veit alveg hugs "sumra"til okkar sjómanna.og ég sný ekkert til baka með þessa skoðun mína. En hefði getað orðað þetta kannske öðruvísi og tekið fleiri hópa inn í þessa upptalningu. T.d konur í barsnauð td. stúlkuna sem var í Kastljósi kvöldsins og hennar líka.Konuna sem slasaðist við Skessuhorn í gær Því að hver króna spöruð í fjárframlögum til þyrlusveitar LHGÍ setur mannslíf á spil. Og að endingu. Ég þvældist um heiminn í 15 ár og hef  komið í allar heimsálfur utan Ástralíu og hef sennilega séð meira af fátækt og eymd en margur annar. Ég bjó í Svíðjóð í 15 ár og sá þar þann mesta tvískinnung sem hægt er að hugsa sér í málum innflytenda.Sértu ávallt kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 30.3.2009 kl. 21:41

7 identicon

Tók eftir einum hálfgrátandi manni frá Afganistan í fréttunum í gær. Hann hafði flúið að heiman 17 ára og er nú 24 ára og sagði að nú væri líf hans í hættu í heimalandinu. Engin skýring, bara tár, eða táralíki. Hverjir ofsækja manninn? Af hverju flúði hann? Hvar hefur hann haldið til fram að þessu og hversvegna var hann ekki kyrr þar? Það er fullt af "101 liði" sem hefur ekkert annað við tímann að gera en að finna upp eitthvað svona "erlendis" til að mótmæla. Sammála þér að öllu leyti, Ólafur, það ætti að skammast sín þetta styrkjapakk.

Kristján Elíasson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:15

8 identicon

Þú svaraðir ekki spurningunni um athyglisýkina.

Ég væni þig ekki um neitt, ég spyr. Þú ert maðurinn með yfirlýsingarnar um "þetta lið".

Ef að þú meinar það sem þú segir um stuðning við mannréttindabaráttu, hvernig geturðu þá sett fram þessa yfirlýsingu:

"Ég er ekki að gera lítið úr fólki sem vill að öðrum líði vel allstaðar í heiminum... En svona snöggsoðnum frelsishópum sem byggðir eru á athyglissýki gef ég lítið fyrir."

Þarna kemur tvískinnungur fram, fáránleg gagnrýni á þá sem þú segist ekki vilja gera lítið úr?

"Ný ríkisstjórn verður að sýna að hún starfi í anda mannréttinda, og án undanbragða" -geturðu virkilega gagnrýnt þessa yfirlýsingu og ritað svo þetta rétt á eftir: Ég styð baráttu fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum.

Það er, held ég að ég geti fullvissað þig um, þér enginn ósammála í þessum hreyfingum sem um ræðir, um að mannréttindi eiga að vera allra. Við, Íslenska þjóðremban, höfum þó það frelsi að geta barist fyrir mannréttindum - okkar og annarra. Sjómennirnir t.d. sem um er rætt geta barist fyrir sínum eigin réttindum og safnað stuðningsmönnum í sínum málum. Það er oftar en ekki hægara sagt en gert fyrir fólk frá t.d. stríðshrjáðum löndum, eða frá löndum þar sem stundaðar eru pólitískar ofsóknir. Þar sem er eini glæpur þeirra er kannské að vera hommi. Þar sem þú ert drepin/n ef þú vogar þér að segja múkk um stjórnskipunina eða stjórnvaldið. Fólki sem hefur hrakist frá fjölskyldum sínum og æskuslóðum og lifir í stanslausri von um grið, lífið á pásu á meðan, og þorir auðvitað ekki að gagnrýna meðferð sinna mála í griðlandinu, af hræðslu við að vera sent aftur í vonleysið og, oftar á tíðum, lífshættu.

Hvers vegna í andskotanum viltu gagnrýna það sem þú, í sömu grein, segist styðja? Af hverju ert þú gildari sem stuðningsmaður mannréttindabaráttu en "101 liðið"? Eru þetta fordómar? Hvað er þetta?

Sigrún (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:22

9 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl aftur og enn kæra Sigrún. Maður þurfti nú ekki að horfa lengi á sjónvarp af mótmælunum í vetur til að sjá athyglissjúkt fólk. Um leið og myndavélinni var beint að því espaðist það upp og umturnaðist. Ég gerði mér kannske upp skoðun á ykkar mótmælum út frá því. Og ef ég hef haft ykkur fyrir rangri sök biðs ég afsökunnar á því. Ég sný ekki aftur með það að ég styð varðveislu mannréttinda hvar sem er í heiminum og kannske sérstaklega hér á landi þ.e.a.s þegar þau eru brotin á Íslendingum. Fengum við ekki tiltal frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að brotin væru mannréttindi á sjómönnum hér á landi. Hvað hafa stjórnvöld gert í því.ekkert. Þú talar um tvískinnung í mér en er það ekki tvískinnungur í þér að berjast bara fyrir einum hóp fólks sem brotin eru mannréttindi á. Mér skildist ég fá þennan tvískinnungsstimpil af því að ég nefndi fyrrgreint tiltal. Og ég spyr þekkir þú persónulega fortíð allra þessara hælisleitenda.? Ég hugsa að ég þekki heiminn eins vel og þú. Og ég hef t.d. verið í Ísrael og séð með eigin augum hvað er að ske með palestínu fólkið .Og ég finn innilega til með því. Mér hlotnaðist sá heiður að vera skipstjóri á skipinu sem flutti 1sta appelsínufarminn af Gazaremsunni upp til Evrópu. Og fékk meira að segja kveðju frá Arafat í sambandi við það. Hef komið til margra landa þar sem fólk býr við skert mannréttindi og fyrirlít þannig stjórnvöld. En þú breytir ekkert áliti mínu á 101 liðinu. Sama hvað þú bölvar mér. Og ég hreinlega held að þú lítir á mig sem óppdreginn slordóna og það get ég sagt þér að mér er bara andsk..... sama. Ég sef alvel rólegur fyrir því. Og þú getur kallað það hvað þú villt rökleysi hjá mér. Það er mér  líka andsk..... sama um en ég nenni ekki að elta frekar ólar við þig um þetta mál .Sértu ávallt kært kvödd.Puntur,pasta,ekki meir um það

Ólafur Ragnarsson, 31.3.2009 kl. 23:15

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Heill og sæll Ólafur, og takk fyrir síðast! mikið er ég hjartanlega sammála þér í þessu máli, ég man þá tíð þegar ég fór suður til að skemmta mér með félögum héðan úr Eyjum, en við vorum allir sjómenn, að við urðum þess fljótlega varir við fordóma gagnvart sjómönnum, enda sögðust við bara vara eitthvað annað, ég var ansi oft smiður, þó ég hefði og hef aldrei unnið við þá iðju, en svona var það nú og varla hefur það breyst mikið í öllu græðgisvæðingunni.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 535242

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband