18.6.2010 | 00:58
Fleiri gamlir í "Halaveðri"
Það sem átti að vera smáblogg um gamla síðutogara hefur aldeilis undið upp á sig. Og þetta átti eiginlega að vera um "nýsköpunartogarana" þetta um þá gömlu átti bara að vera formáli, Þetta er kannske eins og með kja....... á mér ef hann opnast er vont að loka honum aftur. En án gríns þá skulum við athuga restina af skipunum sem voru á "Halanum" í samnefndu veðri. Og hvernig þeim reiddi af;
Njörður Fékk á sig brotsjó. Færði skipið gersamlega í kaf, Allar rúður í stýrishúsi brotnuðu. Skipið lá svo á stb hliðinni með brúarvænginn í sjó.Skipshöfnin fór strax í að reyna að rétta skipið. Var það vel á veg komið er annað ólag reið yfir og gerði þann árangur að engu. En með óbilandi kjarki og dugnaði tóks þó að rétta skipið. 1sta brotið reið yfir síðdegis á laugardag. Það var svo seint á sunnudagskveld að skipið náðist á réttan kjöl Þá með brúna glugga og hurðarlausa
Þórólfur Var nýkominn á miðin og slapp við stóráföll
Ása Var líka nýkomin á miðin og slapp sennilega skipa einna best. En hún hélt upp í veðrið allan tíman.Það urðu örlög Ásu að hún strandaði rúmum 10 mánuðum seinna við Dritvík á Snæfellsnesi
Ceresio Enskur togari með íslenska áhöfn eins og Earl Haig lá undir áföllum en með harðfylgni tókst áhöfninni að koma skipinu lítt sködduðu til hafnar. Myndin er ekki af Ceresio heldu af systurskipi hand Glayds, En sagan af Ceresio er ekki búin Hann var byggður 1915 hjá Cook Weltin & Gemmell í Beverley Englandi sem Jellicoe. Fyrir Hellyers Brothers .
Skipið mældist 189.0 ts 338.0 dwt Loa: 42,80 m.brd 7.70m Strax 1915 fær skipið nafnið Ruchcoe 1919 Ceresio 1948 var honum breitt í kaupskip. Hann heldur nafni til 1976 að hann fær nafnið Kelvin and Clayde. Endalok skipsins urðu að það slitnað upp í fellibyl í Port of Spain Haiti 31-11983 og var svo rifinn 1989.74 ára gamall. Það þurfti meiri "gust" en í Halaveðrinu til að koma honum fyrir "kattarnef"
Þetta þurfu togaramenn í Halaveðrinu líka að berjast við, ísinguna
Hvað skildu margir vera á lífi í dag sem geta þakkað það óbilandi kjarki og dugnaði þessara sjómanna fyrir rúmum 85 árum síðan að þeir lifa. Ekki veit ég til að nokkur af þessum monnum sé lifandi í dag. En þjóðin ætti að halda minningu þeirra í hávegum. Og ég hugsa að það sé á hreinu að sumir hafa ekki hugmynd um að þeir geta þakkað lífið áum sínum sem lentu í þessu miklu hremmingum sem Halaveðrið var. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 23:25
Síðutogarar í Halaveðrinu 1925
Ég bloggað um daginn um "síðutogara" og hlutverk þeirra í uppbyggingu landsins Mér urðu því miður á ófyrirgefanleg misstök þegar ég gleymdi því að í febr 1925 varð stærsta blóðtaka í íslenskri togarasögu.
Þegar stórviðri skall fyrirfaralítið á og fjöldi togara var á Halamiðum 2 togarar fórust, auk vélbáts. Alls fórust 61 íslenskir sjómenn og 7 enskir í þessu veðri. 16 togarar með á sjötta hundrað menn innanborðs lentu í þessu íllskeitta veðri. Að vísu var annar togarinn enskur en útgerð hans ( Hellyersbrothers) hafði aðstöðu í Hafnarfirði .
Rvíkurhöfn Sennilega um svipað leiti og Halaveðrið skall á ???
Íslenski togarinn hét Leifur Heppni. Skipstjóri hans var Gísli Oddson einn af brautryðendunum í veiðum á Halamiðum. Sem að mínu mati er ein af stærstu matarkistum Íslendinga. Gísli ásamt Guðmundi Jónssyni á Skallagrími Tryggva Ófeigssyni á Júpiter. Sigurjóni Einarsyni á Garðari Guðmundur Markússon á Tryggva gamla voru fremstir í flokki íslenskra skipstjóra sem leituðu og fundu nú þekkt togsvæði. Þessir menn þekktu t.d. manna best togsvæðið við Selvogsbankahraunið.
Leifar af 1sta togara sem kastaði trolli við Ísland Aquarius GY 214
En 1sta veiðiskipið sem kastaði "trolli" við Ísland var enski togarinn Aquarius byggður 1889 hjá Mackie & Thomson, Govan. Yard, Skipið mældist 165,0 ts Loa: 31,40 m. brd: 6.27 20.6 feet.Eigandi Grimsby & North Sea Steam Trawling Co, Grimsby.Örlög skipsins urðu að það strandaði við Withernsea 25 Desember 1904.
Hann gat verið napur á Halanum
En aftur að Halaveðrinu. Í bókinni Sigurjón á Garðari ritar Sigurjón Einarsson skipstjóri m.a.:",,Halaveðrið gekk af þeirri skoðun dauðri, sem verði hafði mjög útbreidd að togarar gætu ekki farist af völdum veðurs í rúmsjó. Þetta áhlaup breytti líka sjósókninni á togurunum í það horf, að þeir leituðu jafnan vars í vondum veðrum frekar en að áta fyrir berast úti á djúpmiðum""
Fyrstur til að kasta trolli á svokölluðum Halamiðum mun hafa verið Guðmundir Guðmundsson frá Móum á b/v Snorra Sturlusyni 1911, Síðan var frekar dræm sókn á þessi mið og þau komust ekki eiginlega á blað fyrr rn eftir 1920 en þá jókst sóknin líka og þegar þetta óveður skall á voru þau mikið sótt
Veðrið skall á 7 febrúar 1925 16 togarar voru á veiðum á Halamiðum. 13 íslenskir og 3 enskir. Meðal togarana sem lentu í veðrinu voru:
b/v Ari Stýrið bilaði og skipverjar notuðu lifur og lýsi til að verja skipið áföllum
b/v Hilmir Fékk á sig brotsjó og var fyrir skemmdum auk þess bilaði stýrið Skipstjóri var Pétur Maack sem seinna fórst með Max Pemberton
b/v Jón Forseti Varð ekki fyrir teljandi áföllum eða skemmdum
b/v Surprise. Áhöfnin notaði lýsi til að forða skipinu frá áföllum
b/v Gylfi Varði sig vel í óveðrinu, 2 stm var , hinn seinna farsæli og kunni aflamaður Sigurjón Einarsson kenndur við Garðar
b/v Gulltoppur. Lagðist á hliðia og rak þannig stjórnlaus uns áhöfninni tókst að rétta skipið. Skipstjóri var Jón Högnason. Faðir þeirra Högna skipstjóra hjá Skipaútgerðinni og Gríms stm og skipstjóra á Ingólfi Arnar. Jón var tengdafaðir Sigurjóns skipstj. á Ingólfi
b/v Tryggvi Gamli Var lagður af stað heimleiðis en varð fyrir áföllum
b/v Earl Haig. Hér háði Nikulás Kr Jónsson seinna frægur togaraskipstjóri oft kenndur við b/v Otur (eiginmaður Gróu Pétursdóttir slysavarnarfrumkvöðuls) sína frumraun sem skipstjóri. Kom með heila áhöfn að lendi en stórskemmt skip eftir óveðrið
b/v Egill Skallagrímsson Undir stjórn Snæbjörns Stefánssonar (bróðir Eggerts söngvara og Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds) fékk á sig brotsjó og munaði ekki miklu að illa færi em með hetjulegri baráttu tókst skipshöfninni að sigra
Mér finnst satt að sega að saga síðutogaranna ætti að verða fyrirferðarmeiri í sögu landa og að ég tali nú ekki um þjóðar. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.6.2010 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.6.2010 | 21:57
"Vonandi er"
Þyrla LHG kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2010 | 12:07
"traust almennings"
Hugsið ykkur. Svo talar þetta lið um að bæta þurfi traust almennings á cirkusnum við völlinn. Kært kvödd sem það eiga skilið
Rætt um brúnku Árna Páls á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2010 | 01:43
"laun"
Það er nú bara þannig að þessum mönnum þarf heldur að borga góð laun heldur en einhverjum andsk..... bankastjórum og álíka liði.
Kannske verður það bankastjóri með hjartaáfall uppi á heiði einhverstaðar sem ekki verður hægt að ná í
Vegna þess að engin þyrla var flughæf vegna skorts á flugvirkjum. Sem aftur var vegna lágra launa
Kært kvaddir sem það eiga skilið
Gæslan hafnar kröfum flugvirkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2010 | 22:49
"heimsmet"
Skelfing getur maður lesið vitlaust með "vitlausum" gleraugum . Ég las þetta:"Guðlaugur setur heimsnet". Og hélt þessvegna að viss maður hefðiu sett heimsmet í styrkjum.
En það er alltaf verið að þrengja að manni úr ónefndu ráðuneyti sem styrktarlaus leiðindaskjóða stjórnar nú svo það vorar ekkert í lesgleraugnamálum hjá manni. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Gunnlaugur setti heimsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2010 | 22:30
Síðutogarar I
Það er vel við hæfi að svokallaðir"síðutogaramenn" hittist og rifji upp liðna daga Þessi tegund sjómanna er að deyja út. Og ef ég er ekki að bulla þess meira þá eru t.d. aðeins 2 menn lifandi úr áhöfn úr 1stu áhöfn 1sta "Nýsköpunartogarans" Ingólfs Arnarsonar. Og sárafáir eftir af mönnum sem voru á gömlu"kolakláfunum" Þeir ættu að vera "heiðursgestir" á komandi samkvæmi "Síðutogaramanna"
Ingólfur Arnarsson byggður 1947 1sti "Nýsköpunnartogarinn"
Kolakláfar, kannske óvirðulegt orð um þessi skip. Síðutogarararnir gömlu eiga stóran þátt í því hvað íslenska þjóðin er í dag. Þegar talað er um "síðutogara" í dag tenga menn það oftast við svokallaða "Nýsköpunartogara"
1sti íslenski síðutogarinn Coot (Blesöndin) byggður 1892
En 1sti síðutogarinn sem komst í íslenska eigu var Goot sem keyptur var notaður til landsins 1905. Ekki þætti hann mikið skip í dag með sína tæpa 30 m í lengd og með 225 ha gufuvél.154,74.ts Þótt fyrstu tilraunirnar með þessi skip gengu frekar brösulega þá þá kom hinn íslenski "sauðþrái" í veg fyrir að útgerð þessara skipa yrði hætt.
1sti íslenski togaraskipstjórinn Indriði Gottsveinsson.Þ.e.a.s.skipstjóri á íslenskum togara
1sti síðutogarinn sem smíðaður var fyrir íslendinga var Jón Forseti smíðaður í Englandi 1906.Á næstu árum eignuðust íslendingar allstóran flota togara eða um 20 skip.
Svo kom WW1,Spánskaveikin og Frostaveturinn mikli 1918. Og Kötlugosið en það virðist vera vani íslenskra eldfjalla að gjósa þegar illa stendur upp á þjóðina. 1917 voru íslenskir togaraútgerðarmenn "neyddir" til að selja Frökkum og Englendingum helming togaraflotans eða 10 skip. Landsjóði var lánað megnið af peningunum sem fengust fyrir skipin.
Átti hann svo að endurgreiða lániin þegar betur áraði. Skip sem keypt voru eftir WW1 voru miklu dýrari en þau gömlu sem seld voru, Enda um stærri skip að ræða Meðal stærð skipa stækkaði úr ca 250 ts í 350 ts og stærstu skipinvoru yfir 400 ts.
Svo kom "kreppan" og með mikilli virðingu fyrir öllum sjómönnum, verkamönnum og bændum þá vil ég halda því fram að "togarasjómenn" hafi átt mjög stóran þátt í að þjóðin lifði hana af. Allavega voru það þessar 3 stéttir sem í sameiningu hélt lifinu í henni í kreppunni
Afli úr 1 "saltfisktúr" b/v Garðars Gk dagana 21-29 apríl í "kreppunni" 1935 c.a 670 -700 ts upp úr sjó eða 280 ts af 10 daga umstöfluðum og stöðnum saltfiski. Engum nema mannlegum flatningsvélum til að dreifa
Saltfiskur af togara í kreppunni
Trollið sem notað var sennilega yfir 100 ár án mikilla breitinga
Eftir kreppuna kom svo WW2 þar var blóðtaka íslenskra togarasjómanna mikil. Minnsta kosti 7 togarar fórust,
Sumir sennilega af völdum óveðurs. Og 1 sigldur niður Bragi 30-10-1941 út af Fleedwood var 1sti togarinn sem fórst af styrjaldarástæðum. 10 menn fórust 3 björguðust.
Aflaskipið Garðar var undir stjórn hins mikla aflamanns Sigurjóns Einarssonar.
Aflaskipið Garðar sökk af ásiglingu út af V-strönd Skotlands 21-05-1943 3 menn fórust en 10 komust af. Sigurjón var í fríi þegar slysið varð. En þá er þess að geta að stöðuleika margra skipa var ógnað af styrjaldarástæðum
T.d með steypu á stýrishús breytingum og á lestum. Síðasti togarinn sem fórst í WW2 var Max Pemberton sem fórst 11-01-1944 sennilega við Malarrif og með honum 29 menn. Nýliðinn Sjómannadagur á að vera í hávegum hafður hjá þessari þjóð. En þá á að minnast þeirra manna sem t.d flöttu ca 700 tonn af þorski á 8 dögum á Garðari,
Oftast voru það sjómenn sem sköpuðu vinnuna í "Kreppunni"
Og sem fórnuðu lífi sínu við að afla þjóðinni gjaldeyris Og þessi þjóð á að skammast sín fyrir hvað hún býður þessum mönnum uppá í dag. Ef hún kann þá að skammast sín. Sem ég stórefa því alltaf skal í þann knérunn vegið.
Handaflið og hugvitið. Aflinn úr Garðari"viktaður"
Gunnar hjó aðeins tvisvar í sama en þessi "tæra" vinstristjórn heggur hvað eftir annað í hann. Og virðist aldrei sjá neitt til sparsemdar en að níðast á öryrkjum eldriborgurum og þeim sem minna mega sín þar á meðal fyrrnefndum "kolakláfakörlum" Því ekki kom Lífeyrissjóður þeim til handa fyrr en um 1958. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Sjómenn á síðutogurum halda hátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2010 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2010 | 17:51
"Rubbish Index ???"
Það virðist vera til vísitölur yfir allt. Hver skildi "rugl" (þá kannske Rubbish Index ???) vísitalan hjá Íslenskum alþingismönnum vera.
Farið aðeins inn á sjónvarpsútsendingar frá húsinu við völlin og hlustið á hvað er umræðuefnið er. Það þarf ekki fleiri orð. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Íslendingar eru friðsamir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2010 | 22:15
"10 listanum "
Þó Jóhanna Sigurðardóttir sé ekki á top 10 listanum hjá mér þá finnst mér þessi árás hjá stjórnarandstöðunni á hana með ólíkindum. Sérstaklega finnst mér þessi frumskógarapakattalæti eins úr þeirra liði með endemum.
Til að reyna að leiða athyglina frá flokkbróðirs og eigin móttöku á peningagjöfum frá "útrásarvíkingum"vænir hann frúna um lygar og spillingu. Hvað eru stórar peningagjafir til stjórnmálamanna annað en spilling ?
Og allra hallærislegast var skýring jábrærðra þessara 2ja var nú sú að umtalaður stjórnmálamaður hefði verið væri í baráttu við svo sterkan andstæðing. Sem var úr hans eigin flokki sem þeir þá hafa viljað"feigan" Getur maður nokkuð annað lesið úr þeim??? Og orðalagið í ræðuhöldunum minnir mann á páfagauk. Vonandi skilur einhver hvað ég meina. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Pólitískt áhlaup á mig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2010 | 20:05
"gleðilegar fréttir"
Þetta eru gleðilegar fréttir fyrir öryggismál sjómanna eða eins og segir í fréttinni:"Björgunarsveitir landsins hafa undanfarið verið að efla sjóbjörgunarþátt sinn enda ekki vanþörf á, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu. "
Á sunnudag er 72 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Í tæp 2 þúsund ár hafa íslenzkir sjómenn lagt út á djúpið til að sækja þjóð sinni björg og blessun í nægtabúr hafsins. Í meira en þúsund ár hafa íslenzkir farmenn snúið stöfnum tíl annarra landa, til þess að selja varning þjóðarinnar og flytja heim andvirði hans, þjóðinni til viðurværis.
Og til að tala hreina íslensku þá segi ég að þeir íslendingar sem ekki telja sig umkomna til að taka þátt í þessum degi nema undir einhverju öðru nafni, það fólk á bara að skammast sín, Sjómannadagur heitir hann og ekkert annað. Þetta hyski sem tilheyrir þeim hóp ætti t.d. að glugga í sögu landsins á "stríðsárunum" Engin íslensk stétt varð fyrir annari eins blóðtöku og sjómannastéttin. Kjörorð sjómanna er Hreysti, drengskapur, fórnarlund. Þetta er hægt að sanna á margan hátt.
T.d. þegar menn hafa rétt öðrum sem ekki höfðu bjargbelti, sitt Hvernig sumir sárir létu sinna öðrum fyrr en sjálfan sig. "Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann lætur lífið fyrir vini sína". Við þurfum ekki að lesa lengi í frásögnum af voðaatburðum á sjó til að finna þessi dæmi.
Svo langminnug sem söguþjóðin stærir sig af að vera, ætti seint að fyrnast saga margra sjómanna og ævilok þeirra.Og ég skora á þetta fína fólk sem ekki getur tekið þátt í "Sjómannadeginum" nema undir einhverju menningarnafni að kynna sér þessa sögu. Finna þar þessi dæmi um hreysti drengskap fórnarlund og reyna að læra af því
Og þetta fina fólk sem ekki getur tekið þátt í hinum sanna Sjómannadegi ætti að leita að og læra kvæði skáldsins frá Fagraskógi þar sem hann segir Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga, mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk" Þetta hefur því miður gleymst í öllu helv.... menningargasprinu. Með kærri kveðju til þeirra sem það eiga skilið
Bætt í bátaflotann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2010 | 22:14
Dagur Sjómanna
Það hefur oft verið sagt um þessa þjóð að hún sé deilu- og þrætugjörn um of og jafnvel öðrum þjóðum deilugjarnari um innanlandsmál sín. Á það, hvort svo sé í raun og veru, skal ekki lagður neinn dómur hér. Hitt vitum við, að margvísleg togstreyta og þröngsýni hefur oft tafið framgang góðra mála.
Okkur hefur oft skort vit til þess að sjá nægilega vítt yfir þjóðarhag, en horft í þess stað á takrnörkuð sjónarmið stétta og starfshópa á líðandi stund. Baráttan um þessi sjónarmið hefur stundum valdið óþörfum töfum á framsókn þjóðarinnar til raunhæfra og varanlegra framfara . Hver sá dagur sem færir þjóðina saman til samstilltra átaka fyrir góðum og nytsömum málum og skapar góðvild og samúð milli stétta er góður dagur.
Þessvegna ætti sunnudagurinn Sjómannadagurinn að vera "góður" dagur fyrir þjóðina í heild. Þeir sem stóðu að stofnun hans völdu það að hafa Sjómannadaginn á sunnudegi svo að það truflaði lítið athafnalífið, Sjórinn er lífæð þessa lands það vita þeir sem vilja vita. Þetta sannaðist best á liðnu vori. Og ætti að opna augu þeirra sem virðast vera of menntaðir til að vilja ekkert með sjómenn hafa að gera.
Vilja heldur skemmta sér á degi þeirra undir öðru nafni..Enhverju "menningarnafni" en allsekki hinu lögboðna nafni Þetta lið sem ekki skilur að langafi þeirra og amma með striti sínu myrkrana á milli við landbúnað og sjávarútveg komu þessari þjóð á lappirnar, Ég átti því láni að fagna að kynnast miklum vini Sjómannadagsins og sjómannsins Bjarna Jónssyni nokkru áður en hann dó 2008 þá "bloggaði" ég um þenna sjómannavin. Ég læt þetta blogg um Bjarna Jónsson enda bloggið mitt um Sjómannadaginn í dag, Kært kvaddir sem það eiga skilið
"Ég var að ná mér á skrið eftir flensuóvætt,ofát og annan óáran sem fylgir venjulegu jólahaldi hér á landi.Þegar kunningi minn vakti athygli mína á dánartilkynningu í Fréttablaðinu í fyrradag 10-01-2008 .Þar var tilkynnt fráfall þess mæta manns Bjarna Jónssonar listmálara. Ég fékk hálfgert bakslag verð ég að viðurkenna Ég vona að ég halli ekki á neinn þegar ég fullyrði að Bjarni Jónsson sé einn af þeim listamönnum sem gerði sjómenn og sjósókn að yrkisefni í list sinni fremur öðru.
Ég hefði nú aldrei haldið að ég ætti eftir að skrifa minningarorð um látinn listamann og því síður um mann sem ég hafði að eins talað við í örfáa klukkutíma.Við hittumst fyrir tilviljun á sjúkrahóteli Rauðakrossins í Reykjavík í byrjun nóvember á síðasta ári.En þar dvaldi hann til að ná sér eftir fótbrot.Þegar hann heyrði að ég væri sjómaður og byggi í Vestmannaeyjum virtist ísinn brotna og við spjölluðum mikið saman eins og við værum búnir að þekkjast í mörg ár.
Við bundumst einskonar baráttuböndum,ef ég get komist svo að orði um kunningsskapinn sem tókst með okkur. Hann var mikill áhugamaður um varðveislu gamalla skipa og fannst satt að segja lágt risið á Sjóminjasafni Reykjavíkur. Mikið vorum við sammála um örlög b/v Ingólfs Arnarssonar. Því miður er skammtíma minni mitt stundum eins og gatasikti og man ég aðeins hluta af því sem fram kom í samtali okkar. Hann var óhress með meðferð á málverkum sem hann hafði gefið(að mig minnir Sjóminjasafninu). Þau lægju undir skemmdum út um allan bæ, Að skilnaði gaf hann mér lítinn pésa með myndum af spilum sem sýndu málverk hans af sjávarháttum fyrri tíma.
Þessar myndir mætti ég"skanna"og nota í blogg eins og ég vildi. Við bundumst fastmælum um að ég bloggaði um málverkin sem honum fundust komin á"hrakhóla" Hann ætlaði að hafa samband við mig með hækkandi sól. Kannske koma til Eyja leigja sér eitthvert"viðverelsi",mála og gefa mér punta í væntanlegt blogg.. Honum var sjómannadagurinn hugleikinn,og vildi veg hans sem mestan. Og yfirleitt allt sem viðkom sjómennsku lét hann sig varða. Samtök sjómanna náðu að heiðra hinn aldna velgerðarmann íslenskrar sjómennsku á Sjómanadeginum 2007 og er það mikið vel,og mátti vart tæpara standa. Megi minningu þessa merkismanns vera haldið hátt á lofti af samtökum sjómanna.
Og megi minning hans lýsa vel á sjötugasta afmæli Sjómannadagsins þ 1sta júni 2008.Þá skulum við líka muna að þessi dagur heitir Sjómannadagur og ekkert annað. Hvaða ónefni eins og t.d Dagur hafsins, Bryggjudagar eða hvað sem menn vilja nefna einhverjar aðrar samkomur. Ég skil satt að segja ekki orð ráðherra sjávarútvegsmála þegar henn heldur eftir farandi fram ""Vel hefur tekist til við endursköpun Sjómannadagsins í Reykjavík með Hátíð hafsins. Við sjáum að þátttaka í dagskráratriðum er ótrúlega góð, þrátt fyrir að slæmt veður hafi sett sinn svip á hátíðarhöldin, síðustu tvö árin, en það eru einu skiptin sem ég hef verið í Reykjavík á Sjómannadaginn og það vegna ljúfra skyldustarfa minna sem sjávarútvegsráðherra""
Skammast fólk sín fyrir að koma á hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þarf að skíra minningardag um störf sjómanna eitthvað annað til að fólk sæki hátíðarhöld dagsins. Ja svei segi ég bara ef svo er. En árið 1987 voru sett sérstök lög um þennan dag. Þar sem nafn hans,tímasetning hans var lögfest og settar voru reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum frí á Sjómannadaginn. Dagurinn heitir Sjómannadagur og ekkert annað. Er það ekki lögbrot að halda hann ekki hátíðlegan.Á öðrum stað segir f.gr ráðherra:
"""Hlutverk ykkar og þýðing sjómannsstarfsins fyrir íslenskt þjóðarbú verður aldrei ofmetið. Þakklæti okkar, annarra Íslendinga, til sjómanna er því mikið. Á þessari hátíðarstundu ber okkur líka að hafa í huga hlut fjölskyldna ykkar, maka og barna sem á margan hátt er sérstakt, ekki hvað síst vegna fjarvistanna. Því miður hefur það ár sem liðið er frá síðasta sjómannadegi ekki liðið án sjóslysa. Enn höfum við því verið minnt á hættur hafsins. Þess vegna þarf öryggi sjómanna ætíð að vera forgangsmál. Um það er örugglega mikil sátt í samfélaginu."""
Íslenskir sjómenn hvort sem þið eruð farmenn eða fiskimenn látið list Bjarna Jónssonar verða ykkur að leiðarljósi í baráttu ykkar fyrir að halda lög um daginn ykkar í heiðri.
Munið að"En þótt tækjum sé breytt/þá er eðlið samt eitt/eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið/(brot úr kvæði Arnar Arnarsonar,Íslands Hrafnistumenn)Bjarni minn kæri kunningi ég hef aldrei saknað kunninga sem ég hef þekkt eins lítið eins mikið,Blessuð sé minning þín.Nafn þitt mun letrað með stórum stórum stöfum í sögu sjómennsku meðan sjór verður stundaður á Íslandi.
Þín er sárt saknað af þeim sem þekktu þig.Þið sem lásuð þetta séu kært kvödd,en á annan hátt en Bjarni
3.6.2010 | 16:59
"sumir vilji"
Dómur yfir Catalinu þyngdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2010 | 19:50
"guð hjálpi"
Meirihluti vill utanþingsráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2010 | 19:47
" sleikja rassg....."
það er með endemum hve XD ætla að halda áfram að sleikkja rassg.... á Kananum. þeir hlupu frá okkur eiginlega án þess að kveðja.
Skildu okkur eftir með sárt ennið hvað atvinnu á Suðurnesjum varðar. Séu þeir kært kvaddir sem það eiga skilið
Fordæma árás Ísraelsmanna | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
1.6.2010 | 18:15
Tak sæng þína og gakk"
Einhverntíms las ég úr ritgerð nútíma skólanemanda: "Jesús gerði mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var á gangi í Jerúsalem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á miðri götu.
Jesús sagði: "Tak sæng þína og gakk." Maðurinn gerði það og þá gátu bílarnir aftur komist leiðar sinnar... Gísli Marteinn og Dagur Eggerts ættu að gera það sama.
Eru mennirnir litblindir, sjá ekki gula spjaldið sem þeir fengu.Eða ólæsir og sjá ekki að þeir eru komnir á "síðasta söludag" Eða eru mannasiðir hvergi kenndir nú til dags. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Gísli var oftast strikaður út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2010 | 17:53
"breiðu spjótin"
"Þau tíðkast hin breiðu spjótin," sagi Atli á Bjargi eftir að Þorbjörn "öxnamegin" bóndi á Þóroddsstöðum hafði lagt til hans og sært banasári. Þetta segir Grettissaga.
En þeir bændur höfðu deilt um 1 mann Ála. Og enn tíðkast "hin breiðu spjótin," Allavega í Framsókn.
Og en ert þeim beitt vegna ósamkomulags um menn. En nú fleiri en 1 Kært kvaddir sem það eiga skilið
Telur bellibrögð hafa komið oddvitanum í koll í kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 18:33
"bolli af vatni"
Þetta er með algerum endemum að svona skuli vera liðið. Hvernig Ísrelsmönnum fá að haga sér. Ég næ bara ekki alveg upp í að kristnir menn skuli styðja þetta. Er mannkærleikurinn fyrir bí.
Þegar konur og börn eru drepin á Gaza er verið að verja hendur sínar og hryðjuverkamenn drepni Ef Ísralesk börn eru drepin þá eru það árásir á saklausa borgara.
Ímyndið ykkur þið sem t.d búið við rykið frá eldgosinu. Fólkið á Gaza fær sem samsvarar 1 bolla af vatni á dag. Meira þarf ekki að segja. Kært kvaddir þeir sem það eiga skilið
Árás Ísraela rædd í utanríkismálanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 18:21
"ráðherrana"
Sendi saksóknara ábendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 18:10
"gleðipillur"
Þunglyndislyf lækka um 20-63% í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 17:54
Sjómannadagurinn
Saga bernsku íslensku þjóðarinnar er jafnframt saga mikilla sæfara. Manna sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna.Manna sem ekki létu hættur eða erfiðleika hindra för.
Manna sem sigldu litlum fleytum um ókunnar slóðir með fá önnur tæki, en eigin eftirtekt og ásafnaðri reynslu til að leita landa, frelsis og frama.Andi þessara manna hefur lifað í æðum þjóðarinnar um aldir. Af sæhetjum erum við komin. Fyrir því er sönnunin í kringum okku. Hafið.
Eitt af þjóðskáldunum kvað: "Föðurland vort hálft er hafið / helgað þúsund feðra dáð./ Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, /þar mun verða stríðið háð". Það er algerlega á hreinu að hingað komu ekki aðrir en sem höfðu tekið vígslu sjómannsins. Sjómenn er að finna í flest öllum stéttum. Var t.d ekki Gissur biskup Ísleifsson farmaður áður en hann varð biskup. Og var ekki Ögmundur Pálsson biskup skipstjóri á skipi Skálholtstaðar.
Og kemur ekki "sjómannseðlið" mikið upp í þjóðinni. Ég er nú að miða við mig sjálfan á sínum tíma:"afla mikils sóa og eyða".Orti ekki Örn Arnar m.a: "Ég vil ærlegan gróða/eða botnlaust tap" Íslenskir sjómenn hafa tekið þátt í 2 heimstyrjöldum og orðið fyrir miklum blóðtökum. Sérstaklega í WW2. Frá upphafi hefur líf sjómannsins mótast af starfi hans, umhverfi og kjörum.
Hann þarf að skifta við volduga aðila haf og himin. Vald þeirra er svo mikið, máttur þeirra svo óbrotlegur að ekki þýðir að mæla á móti. Síðan þar hann að skifta við það vald sem stýrir kjörum hans, Vegna alls þessa á þjóðin að styðja við bakið á sjómönnum sínum. Og hún á að hætta öfundinni yfir launum þeirra Kært kvaddir sem það eiga skilið
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 535992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar