"Ætlaði einhver í"

Ætlaði einhver í samkeppni við Helga vin okkar ellismellana??? Nei það gengu ekki upp Kært kvödd
mbl.is Alelda kjúklingur á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gat hún"

Gat hún nú ekki hent fötunum á eftir honum??? Eða lá honum svo á að hann fækkaði fötum á leiðinni upp en svo klikkaði "systemet"???. Hvar er endirinn á fréttinni ??? Hvar voru fötin???

Maður er eiginlega skilin eftir (alber) í lausu lofti. Þetta er kannske eins og í sumum sögum maður má ráða endirnum. Ja fréttamennskan nú til dags. Kært kvödd


mbl.is Allsber í stigagangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég er sammála fréttamönnum"

Ég er sammála fréttamönnum RÚV þegar þeir segjast ekki skilja í formanni landsdóms að banna sjón/útvörpun beint frá þessum skrípaleik

 

Ég kalla þetta þessu nafni, ekki af því að ég sé hlynntur Geir heldu af því að fleiri ráðherrar ættu að vera fyrir þessum dómi líka.  Allt þetta kjaftæði um skipstjóra og allt það skil ég ekki.  Ef skipstjórinn er einn við stjórn skipsins þá er hann einn dæmdur en sé stýrimaður/menn með honum eru þeir dæmdir líka  Mismunandi þó eftir innblöndun.

 

Og ég vil að sjónnvarpsvélunum sem  beint er að vælukjóunum í húsinu við völlin séu teknar þaðan og settar í landsdómssalinn.  Svo að þeir sem hafa nennu og vilja til að fylgast með þessum fíflagangi geti fengið það "ómengað" frá fyrstu hendi.  Því þrátt fyrir allt tal um frjálsa fréttamiðlun þá vitum við að það er langt frá að það sé þannig. Kært kvödd


mbl.is Notuðu viljandi loðið orðalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við unnum Jón"

"Við unnum Jón" Það er kannske satt Þór Saari. En hvað leiddi þessi "sigur" ykkar af sér??? "SÍRÓ" 0.000000 Sagt á hreinni íslensku Og ef það er svo satt að þið ætlið að halda hlífiskildi yfir þessari dauðadæmdu stjórn þá er nú fokið ní flest skjól. Kært kvödd
mbl.is „Við unnum Jón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"með hreinum endemum"

Það er með hreinum endemum hvernig VG hafa látið út af einu svari við, má segja leiðandi spurningu í útvarpsþætti. Þarna hefði þeim betur farið að grjóthalda kja... .

 

 

Þá hefðu ekki orðið neinir eftirmálar. Þarna hlupu þeir íllilega á sig. þeir virðast algerlega (eins og vanalega mætti segja um stjórnmálamenn ) treysta á gullfiskaminni íslendinga. Og hlusta á þann þingmann( sem sást greinilega í sjónvarpsútsendingu leiddan burt af sjónarsviði myndavélarinnar af samflokksmanni sínum ) sem svo virkilega hefur tekið fyrrgreint svar þrábeint til sín,segja menn ljúga verður hvorki honum eða flokki hans til framdráttar.

 

 

 

Sem betur fer virðist þingmenn VG fá langþráð frí ( af alþýðunni) sem og flestir aðrir nv þingmenn. Og ég er hreinlega viss um að þjóðin hlustar frekar á þann sem svaraði margumræddu spurningu en þingmenn VG sem allatíð hafa haft horn í síðu þeirrar starfstéttar sem hann tilheirir. Og það er örugglega búið að eyða fyrgreindri sjónvarpssvipmynd að kröfu vissra manna  Kært kvödd


mbl.is Klámhögg og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það ætti ekki að vera mikið mál að"

Það ætti ekki að vera mikið mál að rannsaka þetta einstaka mál  Það sást alveg nóg af atburðum sem skeðu inn í húsinu í útsendingum sjónvarps. En sumir vilja kannske að þær sjáist ekki aftur og beita sér fyrir að þeim verði eytt. Var ekki einusinni sagt:"sök bítur sekan" Kært kvödd
mbl.is Ætti fremur að glíma við byrjanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"viðtal við formann"

Ekki varð þetta viðtal við formann sjálfstæðismanna í Kastljósinu til að eyða mínum grunsemdum um manninn. Það telur vitanlega ekkert en ef margir hafa þær þ.e.a.s. grunsemdirnar gæti það áhrif í næstu kosningum.

 

 

Og ég veit að flestir mínir kunningar eru sama sinnis og ég. Foringi stjórnmálaflokks verður að vera hafin yfir minnstu grunsemdir um eitthvað brask. Og máflutningur Bjarna í kvöld eyddi engum grun í mínum huga.

 

Hræddur er ég um að formannsslagurinn á landsfundinum eigi eftir að draga stærri og áhrifameiri dilk á eftir sér en Bjarni og hans menn hafa haldið. Kært kvödd


mbl.is Enginn grunur um skjalafals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mér finnst þetta vera"

Mér finnst þetta vera sem á hreinni íslensku heitir "kattarþvottur". Án þess að geta dæmt um hvort orð flokksforingans eru sönn eða ekki, þá finnst mér formaður stærsta ?? flokks landsins eigi í það minnsta að vera hafin yfir allra minnsta grun um misferli.

 

 

En það virðist ekki gilda í lýðveldinu Íslandi sem hampar þingmönnum með vafasama fortíð í fjármálabraski. Og ráðherrum sem sátu í þeirri stjórn sem stjórnaði ferðinni til helv.... í bankahruninu. Þetta er að verða að algeru bananalýðveldi Þar sem aðeins fv forsætisráðherra er látin sæta ábyrgð.

 

 

Núverandi forsætisráðherra talaði i fyrra um að smala köttum. Þetta virðist henni hafa tekist og þeir notaðir til að þvo þessa fyrrverandi og núverandi ráðherra Kært kvödd


mbl.is Bjarni: Enginn grunur um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta er að nokkru "

Þetta er að nokkru leiti rétt hjá Bjarna. Vandi þessarar stjórnar er líka vandi "fjórflokkana"  Hverjir eru þessir fjórflokkar. Þeir eru Sjálfstæðisflokkur: Var í forsæti í Hrunstjórninni. Að minnsta kosti þrír þingmenn sem voru ráðherrar í hruninu sitja enn á þingi. Flokksformaður langt frá að vera með eins óflekkaða fortíð (vegna fjármálabrasks Allavega tveir þingmenn sömuleiðis) eins og flokksleiðtogi þarf að vera Hlýtur að vera vandamál flokksins í næstu kosningum.

 

 

Framsóknarflokkur Var í þeirri stjórn þar sem gaf veiðileyfi á þær stofnanir þ.e.a.s bankana sem vissulega voru stór partur af hruninu Einn ráðherra úr þeirri stjórn á þingi fyrir þá enn . Og fv formaður grunaður um spillingu. Og flokkurinn ekki alveg búinn að hreinsa af sér spillingarorðróminn í sambandi við sölu bankanna  Hlýtur að vera vandamál í næstu kosningum.

 

 

 

Samfylking. Er í forsæti fyrir mestu ihaldsstjórn í sögu lýðveldisins. Tveir ráðherrar úr hrunstjórninnni er ráðherrar í henni  (Kæmi ekki til greina í flestum lýðræðisríkjum)  Annar meira að segja staðgengill þv formanns í hruninu. Og tveir ráðherrar úr þeirri stjórn sitja á þingi og það sem furðulegast er að fv viðskiptaráðherra úr henni er annar. Allt þetta hlýtiur að vera vandamál fyrir flokkinn.

 

 

VG. Héldu hvorki vatni né vindi í ræðustólum alþingis um og yfir hrunið. Nú hefur vinda lægt og allt vatn runnið til sjávar. Halda hlifiskildi yfir og semja við aðalstjórnendur hrunsins um milljarða skuldir. Meðan almúgamaðurinn má hreinlega éta skít þeirra vegna. Eru búnir að gleyma að það eru til fleiri en lista og menntamenn í landinu . Hlýtur að verða vandamál í næstu kosningum.

 

 

 

Öll þessi vandamál koma Lilju Mósesdóttir til góða. Samstaðan hjá fólki gengn "fjórflokkunum" og  þeirra spillingu á eftir að sýna sig í komandi kosningum. Kært kvödd


mbl.is Vandi stjórnarinnar gerður að vanda fjórflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er ekki nema von"

Það er ekki nema vona að þessi fyrrverandi verkalýðsleiðtogi sé ánægður á svipinn. Búin að þrenga svo að sumum hópum minnimátta að þeir verða að draga lífið fram á þeim lífeyri sem gildir í þeim löndum sem við oft í hroka okkar köllum "vanþróuð".

Þessi fv verklýðsleiðtogi hreykir sér af ömmu sinni. Sem barðist fyrir að fyrrgreindir hópar kæmu upp úr þeim hjólförum sem m.ö.o eru kölluð fátækt. En barnabarnið er að koma þeim eiginlega mikið neðar ef allar aðstæður eru skoðaðar.

Hún virðist ekki kunna að skammast sín. Hóta svo í þokkabót 30 ára ánauð í viðbót. En sem betur fer er svolítið til sem heitir kosningar. Og það ríður á að þær séu notaðar til að koma í veg fyrir að þessi hótun verði að veruleika


mbl.is Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég ætla bara að vona"

Ég ætla bara að vona að þessi" var hugsa um að segja af mér" veira berist ekki frekar hingað til lands. Pétur Blöndal fékk víst snert af henni en mun nú vera batnað Maður verður bara að vona að það veikist ekki neinn af lífeyrisstjórnarfólkinu. Allavega ekki mjög alvarlega. . En Gylfi og Vilhjálmur eru víst með bóluefni gegn þessari bannsettu veiru Og það er vel. Kært kvödd
mbl.is Íhugaði að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég var að horfa"

Ég var að horfa á Kastljósið Og nú hugsar maður hreinlega:"kann engin andsk.... maður í þessum geira að skammast sín" Mér datt í hug í sambandi við svokallaðar "vinnuferðir" að þegar ég bjó í Svíþjóð þá fauk einn af forstjórunum hjá ríkisjárnbrautunum þar vegna "vinnuferðar" til Íslands. Bláa lónið og alles. Þetta eru nú ljótu helv.... rullukollarnir. Virðast geta komið fyrir alþjóð já og horft í augun á fólkið í landinu og halda öðru eins bulli fram án þess að blikna eins og þessi maður í kvöld Kært kvödd
mbl.is Telja tapið vera 380 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ef ég fengi"

Ef ég fengi að kjósa biskup myndi ég kjósa séra Gunnar. Og það myndi virkilega í anda gamals embættisins,að sá sem bæri þann embættistitil kæmi þeysandi i vísitasíunni.

 

 

Ekki á þess tíma fákum heldur nútíma Harry Davidson. Gamli gráni var kannske einusinni The king of the road. En ekki lengur. Ég er ekki að grínast þetta myndi gera alveg svellandi lukku hjá unga fólkinu.

 

 

Og er það ekki það sem Kirkjan þarf í dag?? Séra Gunnar myndi ná vel til þess.Auk þess sem ég hef heyrt að hann sé frábær prestur. Kært kvödd


mbl.is Gunnar Sigurjónsson býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið Þór hjá LHGÍ

Ég vona að ég tali fyrir hönd sem flestra þegar ég óska þessu nýja glæsilega skipi meiri velfarnaðar en fyrirrennara þess hjá LHGÍ nutu. Sá fyrsti sem bar nafnið Þór hjá henni, strandaði í Húnaflóa 1929 Mannbjörg.

 

 

 

 

Sá sem var nr tvö sökk ( að vísu þá komin úr eigu ríkisins) 1950 Mannbjörg Sá þriðji kom 1951. Hann var búinn tveim Grossley vélum. Ég las einhverstaðar að fjórar svona vélar hafi verið byggðar. Þrjár hafi farið til Noregs. En frændur vorir hafi skilað þeim fljótlega til baka sem ónothæfum. Ég man að margir gagrýndu LHGÍ fyrir að velja breska vél í skip sem ætti að gæta landhelginnar. En þessi vél átti eftir að kosta vélstjóra skipsins svita, tár og sennilega oft höfuðverk.

 

 

 

 

 

Mig minnir að upp úr 1970(1973 ??)væri skift um vél(ar) og ef minnið er ekki að svíkja þess meir var sú/þær vél(ar) Þýsk(ar)( Mannheim ??) Og þrátt fyrir þessi ósköp minnast allir íslenskir (og margir erlendir) sjómenn skipsins með miklum hlýhug Og það tekur í hjartað að horfa upp á niðurlægingu þess. En mér finnst stórnvöld þessa lands skuldi  þessu  gamla skip að þau bindi enda á hana.

 

 

 

Annaðhvort að koma því upp sem safni ( við verðum að muna að þetta var fyrsta skip Slysavarnarskólans) eða hreinlega að koma því í niðurrif. Ég vona að ég hafi þrætt veg sannleikans að mestu í þessari færslu. En ef svo er ekki má kenna lélegu minni um Kært kvödd


mbl.is Þór var á prufusiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekkert á ég"

Ekkert á ég sameiginlegt með þessum kínverja en að vera með gerfitennur. Engar svona æfingar sem sagt er frá í greininni lengur. Í morgun átti ég brýnt erindi út í bæ og vildi helst líta sem sæmilegast út. En þá vantaði neðri góminn. Eftir góða stund og með adreanlínið í hámark fann ég helv.... góminn í inniskónum. Ég hafði semsé hóstað þeim út úr mér í svefninum. Þetta var mikið gleðilegur endir á sögu sem eftir þessari grein hefði getað endaði ílla. Best að hafa það eins og oft er borið uppá ömmur að geyma þær bara í vatnsglasi á náttborðinu. En þá getur... , nei annars nú er ég að komast á hálan ís. Kært kvödd
mbl.is Vændiskaupandi kafnaði á gervitönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mikið mega þeir menn"

Mikið mega þeir menn sem þessu stjórnuðu skammast sín.. Af Kaupþingsræningunum og hinum bankaræningunum á að taka ríkisborgararéttinn. Bretar eiga stærsta lestarránið Einhverjir eiga stærsta listaverkaránið o.sv. fr. En við íslendingar eigum stærstu bankaránin. Og það að minnstakosti þrjú. Einnig á að taka þá sem höguðu sér eins og þeir ættu lífeyrissjóðina og hegna þeim fyrir spillingu. Eins og t.d. sagt var frá í Ksstljósi kvöldsins. Kært kvödd
mbl.is LV tapaði 18 milljörðum á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"besta fyrir anstæðinga "

Þetta er kannske það besta fyrir anstæðinga  Jöhönnu . Með yfirlýsingu um áframhaldandi völd þurrkar  hún algerlega  Samfó  út  og því ber að fagna.eins og flokkurinn strarfar í dag.

 

Ungir efnilegir menn innan flokksins  fá ekki hrakið hina öldnu konu frá völdum Samfó og VG eru mestur helv.... íhaldsfloggar sem hér hafa starfað Kært kvödd


mbl.is Tillaga um landsfund dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"að sjómenn skulu vera komnir "

Mikið er nú skemmtilegt að  sjómenn skulu verða komnir í fréttaefni aftur En ekki þessir helv.... útrásarvíklingar sem voru kallaðir kallaðið. Þeir síðarnefndu stálu því sem þrit fyrrnefndu öfluðu Kært kvödd

mbl.is Stíft róið í brælu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta kæmi til "

Þetta kæmi til með að vera góð blanda. Allavega betra en súri hræringurinn í Borginni Kært kvödd
mbl.is Viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband