"Það er ekki nema von"

Það er ekki nema von að "Hreyfingin" vilji endilega ræða Tibet. Liðið við völlinn hefur ekkert þarfara að gera. Það er kristaltært. Vissulega komin tími á ný dekk undir tryllitækið sem einusinni var skrifað með stórum staf svokallað alþingi. Svo hlutirnir fari að rúlla fyrir fólkið í landinu. Kært kvödd
mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"mikinn áhuga"

Ekki hef ég mikinn áhuga á handbolta en horfi stundum á landsleiki. Góður maður vakti athygli mína í dag á einu varðandi þetta handboltalandslið.

 

 

Þjálfari þess og HSÍ biður um stuðning þjóðarinnar við bakið á liðinu. En svo fá ekki nema þeir sem eru áskrifendur að Stöð 2 að sjá þessa leiki. Er ekki einhver skekkja í þessu hjá HSÍ.

 

Ef þeir vilja fá stuðnig þjóðarinnar  eiga þeir ekki að sjá til þess að sá hluti hennar sem vill sjá leiki síns landsliðs fái að sjá þá "skjánum" Ekki bara einhverjir útvaldir.

 

Og að kaupa áskrift að umræddri stöð er enginn bakstuðningur við landsliðið heldur við fólk sem margir vilja ekki sjá lengur í íslenskum viðskiftum. Kært kvödd


mbl.is Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Karl ræfilinn hann "

Karl ræfilinn hann Árni gat ekki komið með betri samíkingu. "að bíta í skjaldarrendur". Skoðum Egilssögu.65 kafla:"Og er hann gekk fram á völlinn að hólmstaðnum þá kom á hann berserksgangur.

 

Tók hann þá að grenja illilega og beit í skjöld sinn. Bersersksgangur Ljóts stoðaði þó lítt því hólmgöngunni lauk með því að Egill hjó af honum fótinn og lét hann þá lífið".  Setjum XD sem Egil og stjórnina sem Ljót þann sem beit í skjaldarrendur

Í Vatnadæla sögu 46 kafla segir m.a „Þeir grenjuðu sem hundar og bitu í skjaldarrendur og óðu eld brennanda berum fótum.“ Þetta er nefnilega eins og stjórnarliðar hafa hagað sér.Að vísu í öfugu samhengi  Þeir hafa farið grenjandi yfir brennandi þjóðfélagið

 

 

Og nú ætla þeir að bíta í skjaldarrendur. Til hvers er ekki alveg ljóst. Berserksgangurinn hefur hrunið af stjórnarliðum þegar þeir hafa staðið andspænis auðmönnunum sem settu landið á hausinn. Þá hafa þeir kannske bitið í einhverjar rendur til að fela hræðsluglamrið í tönnunum.  XD geta þakkað Árna & co fyrir að hjálpa sér við að ná vopnum sínum aftur. Kært kvödd


"Þetta svokallaða þing "

Þetta svokallaða þing ætti bara að loka búllunni. Það er algerlega búið að tapa virðingu almennings. Og það er hlegið að þessum háttvirtur hæstvirtur orðaleikjum inni á því. Þeir eiga allir að vra "hættvirtir" Þegar maður hugsar um þetta meira  dettur manni í hug gamlar kúrekamyndir.

 

Þegar skeggjaður ,skítugur "gunslinger" kemur á knæpuna og skýtur næsta mann af því hann sýndi honum ekki neina respect. Í glæpamyndum tala glæponarnir mikið um respect sérstaklega "mafíósarnir" Vondu kallarnir í kvikmyndunum skjóta sér virðinguna. En þingliðið ættu að ávinna sér "respect" með að fara að gera eitthvað áþreifanlegt fyrir þá sem kusu þá.

 

 

Hætta þessu málavafstri ,andmælum og svörum við andmælum daginn út og daginn inn. Þessu málþófi til enskis. Almenningur bíður bara eftir einhverju öðru en svona bulli frá þessari stofnu. Kært kvödd


mbl.is Gagnrýnir þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Íslensk stjórnvöld"

Íslensk stjórnvöld og í þessu sambandi sérstaklega VG verða að fara að skilja að vopnað ofbeldi er nær okkur en þeir vilja vera láta. Íslensk þjóðfélag er ekkert öðruvísi en önnur þjóðfélög. Meðlimir þess eru mismunadi stabiliseraðir á geði.

 

 

Og ekki hefur Jóhönnu & co tekist að koma jafnvægi á það. Án þess að vera með neina fordóma þá erum við kannske, sem betur fer að blandast meir en áður. Og hvað er ungu fólki boðið upp á t.d. í myndmiðlum. Endalausum ofbeldist og vampýrumyndir. Hasarmyndir þar sem hetjurnar eru barðar sundur og saman og alltaf rísa þær aftur upp og lemja og berja alla nálæga.

 

Vinsælustu sjónvarpsþættir nú um stundir eru um varúlfa og blóðsugur. Þetta er það sem unglingarnir alast upp við í dag. Því foreldrarnir eru allt of önnumkafnir við að bjarga sínum heimilum. Enginn til að fylgast með á hvaða viðbjóð horft er á  Og eða tölvleikirnir. Þar þar lærir liðið að drepa mann og annan  Bæði svíar ( Olof Palme) og norðmenn (Brevik) vöknuðu upp við vondan draum. Eru VG að bíða eftir einhverju þannig. Kært kvödd


mbl.is Hótaði að grípa til vopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég skora á þingmenn "

"Ég skora á þingmenn að vera ekki hræddir við fólkið í landinu" sagði ein af þingkonum þessarar tæru hörmungarstjórnar. Henni láðist að enda setninguna. "þessa lítt mentuðu  sauðsvörtu heimskinga.

 

Og langt er síðan íslenskur stjórnmála hefur hefur opinbera sig eins vel og ráðherra utanrikismála (sem enn og aftur er á flakki um heiminn) þegar hann talaði um írska ráðherran sem blandaði markrílnum í EBE umræðuna.

 

Össur sagði: "Hann talaði fyrir heimamarkað." Eftir þessu þá mega stjórmálamenn ljúga að vild að heimanönnum. Þetta er nú það sem fer mest í mínar fínustu taugar. Þegar þetta lið ætlast til að við þessir sauðsvörtu trúum öllum lygavaðlinum.

 

Ég held að þessi umræddur ráðherra ætti að hypja sig heim og fara að segja satt fyrir heimamarkað. Og öll þessu hörmungarstjórn ætti að fara að fara að vinna fyrir sama markað og gera eiihvað að viti. Svo fólkið í landinu fái eitthvað til heimabrúks. Kært kvödd


mbl.is Hafnað að veita afbrigði vegna þingsályktunartillögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mér finnst það furðuleg "

Mér finnst það furðuleg afstaða sumra stjórnmála flokka til Lögreglunar. Allir með greind yfir átta ára barn vita afstöðu flokka innanríkisráðherra til hennar.Þau þeir séu skíthræddir í sum samtök.

En afstaða annars stjórnmálaflokks til eiturlyfja er mér meira undrunarefni. Þeir vila lögleiða það eiturlyf sem sennilega hefur steypt fleira ungu fólki í langvarandi heilaskemmdir en mörg önnur.

 

Einn hugmyndafræðingur þess flokks sagði í viðtali hér um árið þegar verið var að hrekja einn duglegasta lögregluforingan úr starfi (sem tókst) að lögregunni væri nær að vera betur á verði yfir eignum manna í Reykjavík en að elta smyglara suður á flugvellinum. Kært kvödd


mbl.is Fjölgun í öllum helstu brotaflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eru nátturuverndarsinnar"

Eru nátturuverndarsinnar eitthvað mikið betra fólk en réttur og sléttur almúgamaður í þessu landi. Þola þeir þ.e.a.s nátturusinnarnir  þetta "niðurtal" stjórnmálamanna ver en þeir síðarnefndu.

 

Sem verða að þola það sí og æ að talað sé við þá eins og einhverja heimskinga af þessu liði sem kennir sig við menntun og að ég tali nú ekki um þá sem bæta stjórnmálum við herlegheitin.Það er bæði hlálegt og grætilegt í senn þegar þetta lið lýgur og bullar svo að sýður á keipim úr báðum munnviku á því Og verður meira að segja náfölt ef það missir út úr sér satt orð. Það kom fyrir einn ónefndan ráðherra um daginn

 

 

Menntun er öllum nauðsynleg. Og á að vera öllum greið. En þessi andsk.... hroki gagnvart svona miðlungs menntuðum eða minna, sem virðist fylga því að fara lengra en í menntaskóla er óþolandi. Minnir á þann hroka sem virtist viðloðandi andlega og veraldlega embættismenn íslenska við "sauðsvartan almúgan" hér á öldum áður. Kært kvödd


mbl.is Talaði ekki niður til náttúruverndarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þær skila sér alltaf"

Þær skila sér alltaf seint lækkanirnar á heimsmarkaðinum á ýmsu hér á Íslandi. En hækkanirnar skila sér aftur á móti samdægurs. Þetta er furðulegur farvegur. Kært kvödd
mbl.is Lækkun á kaffi skilar sér illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Því miður fyrir XD"

Því miður fyrir XD þá held ég að of seint sé í rassinn gripið. Ekki ætla ég mér að dæma um heiðarleika formannsins. En nú einmitt nú, má engin nokkur "vafi" vera um þann mann sem ætla sér að verða forsætisráðherra.

 

 

Þeir mega ekki vera skítugir um tærnar. Það sem vantar í íslensk stjórnmál í dag eru heiðarlegir menn með óflekkað mannorð. Það er það sem kjósemdur taka afstöðu til í næstu kosningum.

 

Sama hvað margir varaformenn verða kosnir þá verður formaðurinn ekki þveginn almennilega um fæturna. Þeir koma til með að sjá eftir því að hafna hinu kyninu XD-menn. Kært kvödd


mbl.is Sjálfstæðismenn byrjaðir í baráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Einusinni var sagt"

Einusinni var sagt um einhverja: "þeir skíta ekki með því skráþurru þessir andsk.... "
mbl.is Laun í Arion banka hækkuðu um 9,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég var að hlusta "

Ég var að hlusta á skelegga forstýru??? Hagsmunasamtaka heimilinna í "Reykjavík  síðdegis" áðan Mér heyrðist hún vilja stofna ný heildarsamtök verkamanna og þeirra sewm minna mega sín.

 

Ég hreinlega vona að þau verði stofnuð. Og þá geti Gylfi & co setið eftir með allan sinn ríkisstjórnarsleikjuskap. Ég man eftir Preben Møller Hansen formanni  danska sjómannafélagsins Sem einusinni var eitt öflugasta verkalýðsfélag á Norðurlöndum.

 

En mig minnir að þvermóðska hans og fylgilag við sérstakan stjórnmálaflokk hafi orðið félaginu að falli. Hásetar sem nú heita "skibsassistent" eru sendir á námskeið í logsuðu og fara eftir það í Metal félag járniðnaðarmanna. Sem hýsir í dag flestalla danska undirmenn á dekki. Kærtr kvödd


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mér fannst það"

Mér fannst það frábær spurning um daginn, þegar spurt var: Hvað er sameiginlegt með Þjóðmenningarhúsinu og Þjóðleikhúsinu Svarið: Það er verið að sýna Vesalingana í báðum húsunum Kært kvödd
mbl.is Yfirlýsing Geirs H. Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er ekki von"

Það er ekki von að hinir komi. Þeir eru önnum kafnir við að telja peninga sína erlendis. Þessi var bara staddur hér af "tilviljun". Þetta er nú virðingin sem sem þessi hópur manna ber fyrir réttarkerfinu hér á landi.

Þeir vita sem er, að engin verður gerður ábyrgur fyrir hruninu. Nema svokallaður almenning,  sem sýpur seiðið af ollu saman og ber skaðan. Er á þann hátt gerður ábyrgur.Kært kvödd


mbl.is Sigurður Einarsson mætti einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"fer eiginlega á hausinn."

Þjóð fer eiginlega á hausinn. Deilt er um orsök. Svo er skift um aðlstjórnendur landsins. Og viti menn einn úr "hrunstjórninnio" er gerður að stjóra. Til að byrja með voru fjórir úr hrunstjórninni ráðherrar. Sennilega fyrir mikla reynslu við koma ýmsu á hausinn.Svo er talað um einhver "bananalýðveldi" með spotti

 

 

Í núverandi stjórn eru tveir úr hrunstjórninni enn að stjórna svefngöngu hennar Svefngöngu sem kemur t.d. einum  aðalleikara hrunsins til hæla sér af afrekum sínum erlendis. Mann sem hefur fengið milljarða eftirgefna á meðan þeir sem minna mega sín mega bara éta skít. Sjórnarinnar vegna. Aðalleikarinn ætlar að láta sér nægja "konungsríki" núna af miklu lítillæti. Svefngögustjórnin ætlar sem sagt ekki að gefa honum meiri vasapeninga allavega í bili.

 

Í bernsku árum mínum þótti það lúalegt að "hrekkja minnimáttar". En það er það sem þessi hreina tæra vinstristjórn hefur gert síðan hún tók við völdum. Hrekkja minnimáttar. Og hugsið ykkur þann endemis skrípaleik sem fram hefur farið undanfarið í svokölluðu "Þjóðmenningarhúsi"

 

Það lítur hreinlega út fyrir að enginn hvorki í því húsi né því við völlinn hafi snefil af viti fram yfir fimm ára krakka í "apa eftir" leik. Hvers eiga þessi virkilega virðulegu hús eiginlega að gjalda. Að hýsa svona sirkusa. Já nú er "Snorrabúð stekkur" mætti segja.

 

 

En það er ekki við öðru að búast frá þessu 10% liði . Henga skipstjórann en hækka svo stýrimennina í tign þó þeir hafi allan tíman fylgst með öllu meðan á  siglingunni stóð. En ekkert gert til að forða strandinu. Koma svo bara hvíþvegnir og segja. Skipstjórinn hefði ekkert geta gert til að forðast því. Bara til að bjarga sínu eigin skinni

 

 

Í hvaða horn er þetta þjóðfélag eiginlega komið út í. Við skulum bara vona að fólk með svolítið meira vit komist til vegs og "virðingar" í næstu kosningum Fólk sem komi okkur út á gólfið aftur. Og nái þeirri virðingu sem Alþingi ætti að hafa í hugum þjóðarinnar. Þannig að hægt sé að halda sér við rétta stafsetningu og skrifa fyrsta staf í nafni þess með stórum staf  Kært kvödd


mbl.is Í lagi að tala um viðkvæma stöðu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ímyndið ykkur"

Ímyndið ykkur. Þetta svokallaða alþingi er eftir skoðanakönnunum í næstneðsta sæti hvað virðingu fyrir stofnunum og þessháttar varðar hér á landi. Eitthvað um 10 % þjóðarinnar ber einhvern snefil af trausti á liðinu. Aðeins bankarnir eru lægri

 

Hvernig ætli það sé. Heldur þetta lið að þegar dyrnar á "húsinu við völlinn" lokast á eftir því þá leyfist því að ljúga öllum andsk...... að ökkur almúganum. Og ætlast svo til að við trúum því. Hrokinn í þessu liði er þvílíkur að venjulegur maður fær hroll. Það er löngu komið yfir öll þolmörk.

 

Svo leikur það sér bara á fésbókinni í svokölluðum "nefndarstörfum" Afsakið en nú er ég kannske bara að miða við mig sjálfan. Ég verð að  játa að ég verð að vera með athyglina við það sem ég er að gera hverju sinni.

 

En þetta lið  er orðið svo vant að  leika mörgum skjöldum að því munar ekkert að vera með hugan á fleiri stöðum í einu. Ég skal játa að þrátt fyrir sukksamt líferni í den, leitaði ég sjalda á náðir kvenna sem stunduðu  vissa atvinnugrein

 

Ég  lenti nefnilega í því einusinni að kaupa mér náð í stuttan tíma hjá einni. Hún var hreinlega að  lesa "Grimsby News" meðan ég puðaði. Hún var alls ekki að vinna vinnuna sína  stúlkan sú.  Fannst mér.  Kært kvödd


mbl.is Neitar að hafa brotið þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta er nú ljóti skrípaleikurinn"

Þetta er nú ljóti skrípaleikurinn þessi landsdómur. Er það kannske orðið venja hjá íslenskum dómsstólum að menn blaðri út og suður án þess að vera eiðsvarnir. Þetta finnst mér segja meira en öll orð um þessi fíflalæti.

 

Menn geta geta logið að vild. Nú er maður steinhættur að skilja. Og áhugi minn allavega er horfinn fyrir beinum útsendinum frá þessum sirkus sem kostar almenning stórfé.

 

 

Það hlaut að vera þar sem alþingi er einskonar sýningarstjóri þá mega menn ljúga að vild Og þess meira sem þeir ljúga þess ánægaðri eru þeir með sjálfan sig. "Með lýgi skal land byggja"  Kært kvödd


mbl.is Sigurður vann drengskaparheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skelfing er mikil þörf"

Skelfing er mikil þörf á fólki til að vinna fyrir verkalýðin, eldri borgara,og þá sem minna mega sí. Þörf á fólki sem ekki er blaðrandi út í eitt í fjölmiðlum um hvernig ástandið er og hvað þurfi að gera til að leysa það vandamál.

 

En leggast svo ekki niður eins og hlýðnir rakkar til að þóknast þeirri alverstu "íhaldsstjórn" frá Lýðveldisstofnun sem hér stjórnar. Í guðana bænum göfuga miðstjórn ASÍ farið nú að loka munninum og látið einhver verk tala. Kært kvödd


mbl.is Mörg íslensk börn alast upp í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekki er ég "

Ekki er ég að gera lítið úr þessum voðaatburði sem skeði í gær. Eða bera blak af gerningsmanninum. En þarna getur varla verið heilbrigður maður  á ferðinni.

 

En gaman væri að vita hug Álfheiðar Ingadóttir til þessa atburðar. Með það í huga að hún vill helst enga löggæslumenn sjá neins staðar Kært kvödd


mbl.is Árásin kemur Þór ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekki drukku"

Ekki drukku Roy Rogers og góðu káboarnir,Bud Abott og Castello, Gö og Goggi, Litli og Stóri í þrjúbíóunum í Borgarnesi í den. Samt varð maður fyllib.... Ja tímarni breytast og mennirnir með. Kært kvödd
mbl.is Áfengi í myndum stuðlar að drykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband