Sjómenn og fjölmiðlar

 

Mikið hefur verir rætt í fjölmiðlum og skrifað um uppsagnir verkafólks í fiskiðnaði.Nú síðast á Akranesi.Engin má taka orð mín þannig að ég réttlæti uppsagnir fólks.Ég samhryggist fólkinu þar.Og ekki fannst mér boðskapur forsætisráðherra í dag uppörvandi.Hann sagði eitthvað á þá leið að menn sem eigi "sér drauma"séu sofandi en ríkisstjórni sé vakandi.Sem sagt,góðir hálsar á hreinni íslensku til alþýðu landsins:"látið ykkur ekki dreyma um neinar úrbætur um batnandi hag"stjórnin sér um það .Ég veit af eigin reynslu hvernig það er að"missa vinnuna"vegna veikinda.

null 

 Lengst t.v Elborgin  MB 3.Skipið sem ég byrjaði sem sjómaður á,fyrir 55 árum.Stærsta skipið sem ég hef siglt á m/t Nordtramp.Og svo Valberg II Ve 105 síðasta  skip sem ég var á 

Það hlýtur að vera ennþá"ömurlegra"að vera fullfrískur en fá ekki vinnu við hæfi.Bloggvinkona mín lenti í" kröppum"sjó um daginn er hún notaði kannske ekki alveg réttu orðin um sjómenn og vinnu í landi.Meiningin hjá henni er alveg sama og mín.Það er ekkert hlaupið að því fyrir fólk,hvorki verkafólk eða sjómenn sem missa vinnuna á efri árum kannske eftir áralanga íveru í sama starfi að fá aðra  vinnu og að ég tali nú ekki um að aðlagast henni.Ég var búinn að vera til sjós í 52 ár þegar ég var neyddur til að hætta vegna veikinda.Ég var oft spurður:"ætlarðu ekki að fara að hætta þessum skælingi"Svarið hjá mér var alltaf"Nei,Ég get það ekki því ég kann ekkert annað"En það sem mig langar að benda á er að mér finnst sjómenn séu oft ekki settir undir sama hatt og aðrir launþegar hjá fjölmiðlum.Það virðist ekki vera nein frétt að sjómaður missir vinnuna.Ég minnist þess fyrir mörgum árum árum að vél í skuttogara í littlu byggðarlagi bilaði alvarlega.Þá var talað um reiðarslag fyrir byggðarlagið

 T.v málverk eftir Bjarna heitinn Jónsson listmálara hinn mikla velunara sjómanna af aðgerðarfólki.Í miði fiskverkunarfólk að störfum th skuttogari.Maður þorir ekki annað en setja skýringar til að allir viti af hverju myndirnar eru.

 

Ég man nú ekki lengur töluna á fólkinu sem vann í frystihúsinu hvort það voru um 20 - 30 manns sem myndi missa vinnuna og þyrftu að fara á atvinnuleysisbætur uns togarinn færi á veiðar aftur.Það var ekki minnst einu orði á áhöfnina sem missti ef,ekki vinnuna,þá allavega miklar tekjur.Oft eru skip seld til útlanda og áhafnir missa vinnuna.Í fá skifti hef ég séð talað um það í blöðum.Þ.e.a.s.að áhafnir þessara skipa missi vinnuna.Nú er ég ekki svo inní mönnun fiskiskipa í dag en ef t.d.venjulegur togari í dag er seldur eða lagt og ekkert kemur í staðinn.Missa þá ekki 12-14 menn vinnuna?Frystitogari eitthvað fleiri..Sama má segja um vertíðarbáta þeir eru oft seldir og lagt og engin kemur í staðinn.Hvað með farmennina?Mér reiknast(í óundirbúnum hugareikning í gömlum haus) svo til,að í kringum 1980 hafi kaupskip undir íslenskum fána verið á milli 40-50 þegar mest var.

 

Til v m/s Brúarfoss II í miðju m/s Tungufoss.Dæmi um fallega hönnun Viggós Maack.t.h m/s Tröllafoss sem lengi vel var stæsta skip íslenska kaupskipaflotans sem nú er nánast útdauður.Maður fær fiðring í magan þegar maður rifjar upp þessi fallegu skip eins og t.d Brúarfoss II var,

 

Ég finn 2 skip undir íslenskum fána í skipaskrá í dag.Var það nokkurtíma"fjölmiðlamatur"þegar skip úr þessum geira voru seld og ekkert kom í staðinn,hve margir sjómenn misstu vinnuna.Hvað hafa margir farmenn misst vinnuna á þessum árum.Hvað misstu margir sjómenn vinnuna þegar skipafloti Landhelgigæslunnar var minkaður um 2 skip(Þór,Óðinn)Sitjandi hérna við tölvuna án nokkurra heimilda eða annara gagna gæti ég ímyndað mér  að farmannastéttin(þar meina ég varðskipsmennina innifalda)á gullaldarárum sínum hafi talið um 700-1000 sjómenn.Ekki veit ég hve margir tilheyra þessari stétt í dag.

     t.v v/s Þór mikið er nú ömurlegt að horfa upp á örlög hans,grotna niður með þennan líka ömurlega lit í Reykjavíkurhöfn.T.h v/s Óðinn sem nú standa vonir til að verði varðveittur. 

Hræddur er ég um að fáum stéttum hafi blætt eins út og farmannastéttinni.Hvað með það en,mér er farið að finnast eins og íslendingar skammist sín fyrir uppruna sinn.Það vantar ekki að menn hælast um að vera komnir ú frá svokölluðum"Víkingum"En hvað voru þessir Víkingar,ekkert annað en "rumpulýður"sem rændu fólki sem notað var til þrældóms,brenndu fólk inni í húsum sínum þ.á.m konur og börn.Og ef einhver var drepinn leitaði kannske einhver af þessum vígamönnum upp ættartengsl(þessvegna hafa íslendingar alltaf verið svona ættfróðir) við þann sama hversu lítil sem þau voru til að geta hefnds hans.

 

   t.v líkan af"Knerri"sem víkingarnir notuðu.t.h mynd af langskipi (Gokstadskipinu)

 

Sem sagt blóðþyrstir hefnigjarnir óþokkar.Ég get rakið ætt mína beint til Ketils Flatnefs eða Þórunnar Hyrnu dóttir hans.Ekki finn ég fyrir neinu stolti yfir þessu ætterni og hvað hef ég út úr því ekkert annað en að vera gamall fúll fv sjómaður rífandi kja.. ú í allt og alla,sem finnst hann einskis nýtur"to day"En einu get ég verið stoltur yfir.Ég var íslenskur sjómaður í rúma hálfa öld.Það er líka mikið til að vera stoltur yfir.Ekki að vera afkomandi einhverra bandítta sem kölluðust"Víkingar"heldur afkomandi heiðarlegra duglegra sjómanna og bænda.

 

t.v Vestfiskur bátur.Afi minn Ólafur hefur senilega róið á einum svona.Í miðju bátur settur upp með gangspili.T.v Sjómenn klæðast skinnklæðum,Allt þetta getur minnt á sjómannstíð afa míns.Allt málverk eftir hinn mikla listamann Bjarna heitinn Jónsson.

En þessir 2 atvinnuvegir tvinnuðust mjög svo saman fyrir rúmri öld  síðan.Á Vatnsleysuströndinni og  í Ísafjarðardjúpinu.Þaðan sem nánustu áar mínir voru ættaðir.Hreyknastu er ég af afa mínum Ólafi sem bjó í "Fætinum"og síðast í Hnífsdal.Sameinaði búskap og sjósókn..Þessi ái minn með flata nefið skiftir litlu máli fyrir mig.Og þar sem margt bendir til að sjómannastéttin sé að verða einskis til að minnas þá langar mig að afkomendur mínir minnist mín vegna þess að ég tilheyrði þeim hóp manna sem kölluðust sjómenn.Ég geri ráð fyrir að margir séu mér hér ekki sammála.Nú þá geta menn ef þeim býðst svo gert athugasemd við þetta skrifelsi mitt.Ég skal þá reyna að rökstyðja mál mitt.Kært kvödd ef einhver hefur nennt að lesa þetta

p.s;Mér er andsk..... sama hvað Geir Harde gerir lítið ú dagdraumum manna.Ég sit oft og læt mig dreymaeða þannig!!!!!


Sjórán II

Ég bloggaði um sjórán í gær.Hér kemur viðbót. Í sambandi við ath, frá þeim félögum Sævari Helgasyni  og Guðjóni H Finnbogasyni sem ég þakka innlitið er það að segja að þjófnaðir úr skipum bæði farmi og úr klefum hefur alltaf verið til staðar.

 

 Litli feiti"skrattinn"í miðjuni þykist öruggur með sig siglandi undir vernd Coast Cardsins í Georgetown á hættusvæði vegna sjórána við Guyana í Caribbean Sea

 

Ég man t,d.eftir því að ég var á saltfiskflutningaskipi hér á árum áður og við lágum á legunni í Napóli 1 nótt.Vakt í brúnni alla nóttina.Hlemmar á niðurgöngum í lestar voru læstir með hengilásum.Um morgunin þegar birti sáum við að búið var að sprengja upp lásinn á fremsta niðurgangnum og auðsýnilega búið að stela úr farminum.Það var saltslóðin frá niðurganginum og út að lunningu.Allt gert eiginlega beint fyrir framan augn á okkur og enginn var var við neitt.Hve miklu var stolið vissum við aldrei því sjaldan passaði talningin í Napóli

 

 Danica White sem sjóræningar rændu 1sta júni 2007 

Að stela úr förmum  er eitt en stela heilu skipunum með öllu saman er nú hreint allt" önnur Ella"Skipsrán eins og ég er að tala um hér hafa verið tíðkuð í Asíu og Afríku og víðar um langan tíma,Þetta hefur bara verið svo fjarri okkur.Við höfum verið svo saklausir í öllu og T,d Sómalía og Singapore svo fjarri okkur og þetta hefur ekki þótt neitt fréttnæmt hér,Svo allt í einu er dönsku skipi rænt þá hrökkvum við í kút.Það vildi svo til að ég hafði verið á þessu skipi og þekki skipstjórann vel.Og ég veit að hann kom ekkert vel út úr þessu,Ég veit að danska TV hefur gert þátt um þennan drama þar sem rætt er við áhafnarmeðlimi m.a.Það yrði fróðlegt að fá að sjá hann.Og hugsið ykkur hve"businessinn"er fljótur að taka við sér á þetta rakst ég á "Netinu"Tissot T-Touch Danica White Dial Mens Watch - T33785888

      Úr brú Danica White.Th Niels Nielssen skipstjóri á D.White þegar henni var rænt

Þá vantar ekki"Humörinn".Á eftir farandi rakst ég á í netútgáfu Fairplay Magazin.Þar sem enskukunnátta mín er ekki nema svona til heimbrúks og lesturs "reyfara"fékk ég góðan vin minn Kjartan Bergsteisson loftskeytamann til að snúa þessu fyrir mig svo allt komist nú til skila og gef honum og Fairplay Magazin orðið:

 Svitzer Korsakov

""Sjórán í Adenflóa sem er við norðurströnd Puntlands (Sómalíu)  eru að verða mikil og stöðug ógnun við skipaferðir.Þessir sjálfskipuðu aðilar kalla sig ,Puntland-sjóræningja og höfuðstöðvar þeirra eru norðurströnd Sómalíu,þessir sjóræningjar eru að auka getu sína með því að þjálfa Sómalí-sjómenn annars sjóræningjahóps sem hefur starfað frá Hobyo svæðinu á Indlandshafströnd

 

"Einhverjir félagar úr "Somali Marines" hafa flutts aftur til Puntlands og eru að vinna með skipulögðum glæpasamtökum sem þarna eru, "svona læra þeir nýjar aðferðir"  sagði öryggisérfræðingur sem haldin var á stuttu yfirlitifundi fyrir FAIRPLAY(magazine)

" Ég held að þarna séu að verða árekstrar,  vegna þess að PUNTLAND samtökin ráðast venjulega ekki á verslunarskip í Bossaso svæðinu. "

Árásir Puntlands sjóræningja virðast fylgja sömu kúrfu og Somali-Marines fylgja.Tiltölulega klaufalegum árásum til að byrja með, sem vaxa svo og verða áræðnari, ná lengra frá ströndinni og með betri tækni og örari.  Um leið verða árásarmennirnir betur æfðir, hafa betri útbúnað,  sem er fjármagnaður af lausnargjöldunum.

"það er um ákveðna breytingu í aðferðafræði hérna."  sagði sérfræðingurinn.  Og vísaði til sjóránsins á sovetskja ísflokkaða dráttarbátinum SVITZER KORSKAKOV.  

"Þetta er lykillinn til að hægt sé að sjá hvernig næsta tilfelli verður framkvæmt."  sagði sérfræðingurinn.

Fleirri atriði munu birtast í næstu útgáfu af FAIRPLAY tímaritinu í næstu viku.

Sérstaklega hefur svo hinn svokallaði andspyrnuflokkur Al-Shabaab lýst sig ábyrgan fyrir sprengjuárásum í hafnarborginni Boassaso í gær þar sem 20 manns drápust.  Aðallega innflytjendur sem voru að biða eftir skipsferð.

 

GAROWE ONLINE vitnar í hópinn sem segist vera að mótmæla  við stjórnvöld í Puntland,  sem hafa hafið náið samband til hinn hefðbundna óvin Ethiopiu, og sem hefur sent her sinn þangað,  til að sýna stuðning við bráðabirgða stjórn Sómalíu sem er umkringd,  og reynir að hreinsa upp í landinu og reynir að sameina það.

,(Þýtt og endursagt K B)""

Hér lauk údrættinum úr"FAIRPLAY"Ég er bara að vekja athygli á þessu til þess að menn geri sér grein fyrir þessari hættu sem getur leynst á fyrrgreindum slóðum og víðar.Eigum við t.d. ekki fiskiskip í smíðum í Taivan og kannske víðar í Asíu.Sjóræningarnir virðast vera að færa sig upp á skaftið.Okkar sjómenn eru líka að störfum út um öll höf.Og einn góðan veðurdag gætu íslensk stjórnvöld þurft að koma að samningaviðræðum um að fá íslenska sjómenn lausa eftir sjórán.Hingað lesnir kært kvaddir.

 


Sjórán

 

Enn og aftur hafa sjóræningar í Sómalíu rænt skipi í danskri eigu þetta sinn dráttarbátnum"Svitzer Korsakov,með 6 manna áhöfn.Skipið sem er í eigu dótturfyrirtækis Mærsk,nýbygging frá skipasmíðastöð í St Petersburg var á leið til framtíðarbækistöðvar sinnar í Sakhalin Island sem ligga milli  Norðvestur Japan og Rússlands.Áhöfnin samanstendur af enskum skipstj,írskum yfirvélstj.rússneskum yfirstm,og 3 rússneskum undirmönnum.

 Dráttarbáturinn"Svitzer Korsakov

Samningaumleitunum við sjóræningana standa yfir. Fyrir tæpu ári var öðru dönsku skipi rænt á svipuðum slóðum með sama hætti.Þá tók það tæpa 3 mánuði að semja um lausn.Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að mestu erfiðleikarnir í þeim samningaviðræðum voru að menn vissu oft ekki hvort þeir væru að ræða við réttu mennina.Þ.e.a.s réttan hóp sjóræninga.

Dráttarbáturinn Svitzer Korsakov 

 

Og þegar skipinu var að lokum sleppt inn í landhelgi Sómalíu þá voru menn á nálum um að skipinu yrði aftur rænt og þá af einhverjum öðrum hóp,áður en það næði út fyrir hana.

 

         t.v kort af Sómalíu t.h m/t Nordtramp sem ég sigldi nokkrum sinnum á um Strait of Malacca.Frægt sjóræningasvæði

Ég taldi mig hafa lesið á danir ætluðu að senda herskip á þessar slóðir til varðgæslu en eitthvað hefur það ekki virkað sem skildi ef rétt er munað hjá mér.Svona atburði eigum við íslendingar að taka alvarlega,þó nokkuð mikill breiddarmunur sé.Eru ekki íslenskir togarasjómenn að fiska út um allan heim?.Eru ekki íslenskir sjómenn að sigla seldum skipum út um allt. Sómalíusvæðið er bara eitt af hættulegum svæðum hvað sjóræninga varðar,

 

     T.v "Strait of Malacca.Frægt sjóránasvæði þegar ég var að sigla.t.h.Malasía.Á þessu svæði eru mörg sjóræningabæli

Svæðið kring um Singapoore,út af Nigeríu,Jemen og nokkur svæði í Carrabean,voru fræg þegar ég var að sigla.Það var lítið hægt að gera þegar siglt er um vafasöm svæði.Það helsta að allir væru á vakt og vakandi og ef eitthvað hreyfðist í átt til skipsins voru skipverjar á dekkinu reiðubúnir með öflugan smúl til þess að geta dælt sjó á sjóræningjana af fullum krafti ef þeir nálguðust skipið.

 

     Nokkur þekkt sjóræningasvæði.

Ég var nokkrum sinnum með í svona"æfingum"Yfirleitt gerðu þeir árásir sínar í myrkri þess vegna fylgumst við vel með rödurunum og beindum"smúlnum"að öllum "ekkóum"sem nálguðust okkur innan vissrar fjarlægðar..Við eigum að taka svona alvarlega og siglingaryfirvöld hér á landi eiga að fylgast vel með á þessu sviði.Og ef eitthvað kemur upp sem hægt er að gera betur en nú þekkist þá að láta viðkomandi aðila fylgast vel með því.

 

T.d Slysavarnaskólann/Landhelgisgæslu.Ef menn hafa eitthvað lesið af bloggi mínu síðan í fyrra þá geta þeir séð að ýmsilegt sem ég var að vara við er að koma á daginn.Þá var ég sakaður um"hræðsluáróður"og að ala á andúð á útlendingum.Það er eins og fólk skilji ekki alvöruna í því að við erum komin í"samband"við alheiminn"

Haus hins fræga sjóræninga Svartskeggs hangandi í bugspjóti  HMS Pearl á sínum tíma

Við erum ekki lengur þessi litla saklausa afskekkta þjóð sem allir eiga að vera svo góðir við.Alvaran í heiminum blasir við okkur.Það hefur ekkert að gera með andúð á venjulegu erlendu fólki.Langt frá því.En glæpahyski eigum við að reyna eins og við getum að forðast af hvaða þjóðerni sem er.Og þá eru sjóræningar við strendur annara landa innifaldir.Þeir sem ekki hafa gefist upp á lestrinum eru kært kvaddir.

 

 

 

 


Einbeiting kannske ekki alveg 100%

Ja allan fjandan má nú segja manni,kominn á þennan aldur.Skildu það vera vísindamenn af arabaættum sem sem koma með þetta.Það er bara að menn taki þá svo ekki feil á"stöngum"ef ein bætist við.Það yrði þokkalegt"Búmm"ef flugmaður væri í lágflugi og kominn í "færi"tæki svo í vitlausa stöng.Jerimías.Skildu vera konur í flugher Ísraels????.Kært kvödd.
mbl.is Orrustuflugmenn á Viagra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vega mann og annan

Skelfing finnst mér vegið að blogvinkonu minni Kolbrúnu Stefánsdóttir þegar athugasemd hennar á bloggi Hjartar J Guðmundssonar er misskilin og það all verulega að mínu mati.Ég hef bloggað töluvert um sjómenn og Kolbrún er ein af fáum konum sem hafa komið inn á bloggið mitt og gert athugasemdir.

 

Ef einhver getur lesið einhvern óvilja hjá henni til sjómanna í þeim þá veit ég ekki með hverskonar gleraugum menn lesa blogg yfirleitt.Ég held að bloggvinkona mín hafi komið,óvart að vitlausum enda þegar hún segir:"Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað""Þarna er hún að mínu viti að tala um karla eins og t.d. mig sem hef aldrei að heitið geti starfað við annað en sjó.

 

"Ég kann ekkert annað"Hve oft hefur maður ekki heyrt menn komna"í land"væla um að þeir"plummi"(svo maður sletti nú aðeins)sig ekki í jobbinu.Nei eftir að hafa lesið athugasemdir Kolbrúnar á mínu bloggi er ég sannfærður um góðan hug hennar til sjómannastéttarinnar.Enda segir mér hugur um að hún hafi verið alin upp á trosi eins og mörg okkar hin.Og deilt sínum kjörum með fólkinu við sjávarsíðuna t.d.á Raufarhöfn þaðan  sem ég held að hún sé ættuð.Til að fólk geti áttað sig á þessu bloggi mínu birti ég hérna með athugasemdina sem virtist fara fyrir brjóstið á sumum:

""Já finnst þér þetta ekki furðulegt :) Gott kaup og skattfríðindi sem þekkjast ekki annarsstaðar. Skyldi þetta eitthvað hafa með karlana að gera? Kemur fram í skýrslunni hvort konur hafi sótt um og verið hafnað þar sem skipstjórinn hafi kannski frekar viljað reyndan karl en  eldri konu ?. Sjá grein.. ,,Ungar konur sækja því ekki í miklum mæli inn í greinina fremur en ungir menn. Þar að auki virðast konur ekki vera hvattar til þess að fara á sjóinn í sama mæli og karlar."  Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað. Skyldi ég geta fengið pláss á verksmiðjutogara? kveðja Kolbrún."

Hún Kolla hefði kannske getað notað diplómatískari orð yfir okkur þessa gaura"sem kunnum ekki annað"En í guðanna bænum ekki misskilja hana.Með kærri sjómannskveðju kvödd.


Varðar mest til allra orða.............

 

Það er kannske engin tilviljun að það voru loftskeytamenn sem komu fyrst fram með hugmyndina að Sjómannadeginum"Þ 19 nóv.1936 skrifar Henry Hálfdansson formaður félags þeirra bréf til allra sjómannafélaga í Reykjavík og Hafnarfirði.Í bréfinu segir m.a:""Félag íslenskra loftskeytamanna leyfir sér hér með að spyrjast fyrir um það,hvort félag yðar muni vilja taka þátt í samvinnu um að fá 1 dag úr hverju ári opinberlega viðurkenndan sem sérstakan sjómannadag til að heiðra minningu drukknaðra sjómanna,og í sambandi við slíkan dag að hefja skipulega starfsemi í þeim tilgangi að fá komið upp í Reykjavík veglegum allsherjar minnisvarða drukknaðra sjómanna sem um leið geti verið grafreitur þeirra sem bylgjurnar skola að landi en ekki þekkjast""""

 

 Gullfoss 1 Flaggskip kaupskipaflotans 1938 

Það er kannske engin furða þó loftskeytamenn skildu ganga fram fyrir skjöldu í þessu máli frekar en aðrir sjómenn.Með  nokkur SOS glimrandi í eyrunum allavega vikulega.En á þessum árum voru skipstapar meira daglegt brauð en þeir eru nú.Sumir hverjir verið þeir síðustu sem höfðu heyrt í góðum vini.Þetta bréf Henry Hálfdanssonar var kveikjan að því sem síðar varð.Það var talið að yfir10 þúsund manns hafi tekið þátt í fyrsta Sjómannadeginum sem haldin var á mánudegi 6 júni 1938 þ.e.a.s.á öðrum degi Hvítasunnu.Á þessu ári(1938) voru 118 árabátar gerðir út.702 vélbátar undir 12 tonnum 310 yfir 12 tonnum og 25 svokölluð gufuskipTogarnir voru 37 af ýmsum stærðum og aldri.Stærsti togarinn var b/v Reykjarborg.

    Reykjaborg RE64 sem var skotin niður 10 mars 1941 tv th dæmigerður línuveiðari(gufuskip) 1938

 

Flutningaskip til millilandasiglinga voru 10.Þau voru:e/s Edda 1450 ts (varð seinna Fjallfoss),e/s Hekla 1215 ts(skotin niður 29 jan 1941),e/s Katla,1650 ts(varð seinna Reykjafoss)e/s Brúarfoss 1570 ts.e/s Dettifoss 1564 ts(skotinn niður 21 febr 1945),e/s Goðafoss 1542 ts(skotinn niður 10 nóv 1944),e/s Gullfoss1414 ts kyrrsettur í Kaupmannahöfn apríl 1940 og kom aldrei meir til Íslands e/s Lagarfoss 1211 ts  e/s Selfoss 775 ts.

tv Dettifoss th Brúarfoss.Nýustu skip í kaupskipaflotanum 1938.Dettifoss var skotinn niður 21 febr 1945. 

 

m/s Artic Fiskflutningaskip í eigu .Skipið var hertekið af bretum og Bandaríkjamönnum í apríl 1942.Skipshöfnin var pyntuð grunuð um njósnir,en sleppt eftir miklar píningar og flutning til Englands.Artic strandaði svo á Mýrunum og björguðust menn naumlegam.

 Hið fræga skip Artic

Strandferða skipin voru 3 e/s Esja1 749 ts ,e/s Súðin 811 ts.Skipið varð fyrir árás þýskra flugvéla fyrir N-land 2 skipverjar fórust og 2 særðust og skipið mikið laskað.,m/s Laxfoss 312 ts.strandaði 2svar fyrst í Örfirisey 10 jan 1944.Náðist út og var endurbyggður og svo 19 jan 1952""Varðar mest til allra orða undirstaða rétt sé fundin""stendur einhvers staðar.

 Esja 1 Var seld til Chile í okt1938 

Dagskrá 1sta Sjómannadagsins var svo  velheppnuð að hún varð eiginlega undirstaðan í dagskrá þegar hátíðarhöld dagsins fóru að breiðast út um landið.Síðan hefur þessu farið hnignandi því er nú ver og miður.Áður tóku sjómenn þátt í flestum atriðum dagsins:Eins og t.d kappróðri,reiptogi,stakkasundi björgunarsundi,knattspyrna milli skipshafna,kappbeitningu.Nú virðist enginn nenna þessu lengur.Þessi dagur var ætlaður sem minningardagur um þá sjómenn er vota hvílu hlutu í klóm Ægis og Ránar.

               Dæmigerðir vélbátar 1938 

Í baráttunni við að brauðfæða fólkið í þessu landi.Einnig á þetta að vera þakkarhátíð fyrir þá sem náðu heilir í höfn.Flestir með sæmilega andlega heilsu.Sumir þó með óbærilegar minningar um þegar lá við að ílla færi.Ég held að það sé engin sérstaklega skemmtileg tilhugsun að vera á skipi sem kannske hefur lagst á hliðina með öll alörm sem hugsast getur hílandi í eyrunum.Og verða að halda ró sinni.Ég minnist þess er m/t Erika var að sökkva um 40 sml SW af Ushant að morgni þ 12 des 1999.Ég var á öðru skipi 10-15 sml frá.Ég var á m/s Danica Sunrise og vorum við á leið til Mostaganem í Alsír með fullfermi af kartöflum.Ég  náði að tala aðeins við skipstjórann og ég undraðist hvernig hann hélt ró sinni þrátt fyri sírenuvælið í bakgrunni,

 e/s Súðin á leið til nýrra eigenda i Hong Kong 1951

En við áttum fullt í fangi með okkursjálfa og gátum ekkert gert annað en að bera á milli einstaka sinnum.Þetta verður manni ógleymanleg.Gerir fólk sér grein fyrir hve margir eiga líf sitt í dag undir því að Örnólfi Grétari Hálfdánarsyni tókst að ná bjargbátnum,Þegar hann kastaði sér í sjóinn í brunagaddi á eftir björgunarbátnum.Þegar v/b Svanur sökk út af Deild 29 jan 1969.Hvað skyldu margir sem sjá hann í dag hér á götum Vestmannaeyja vita um hetjudáðina sem hann drýgði fyrir tæpum 40 árum.Þau eru mörg "efin"í lífi sjómanna

Fyrir mér vakir aðeins,það að á 1 degi á ári getum við sjómenn sama af hvaða tegund sjómennsku við stundum/höfum stundað komið saman og fagnað sigrum og syrgt ósigra.Það er nákvæmlega sama hvar í stétt menn eru,það er öruggt að einhvert"efið"snertir hann eða einhvern honum nákomnum.Ég skora á þingmenn hvar í flokki sem þeir eru standa að sjá til að lögum um þennan dag settum 1987 sé framfylgt í sínum kjördæmum þar sem sjómennska er stunduð.Sérstaklega skora ég á Kristján Þór Júlíusson 1sta þingmann N-lands eystra og fv sjómann að sjá til að lög um þennan dag séu haldin í kjördæmi hans.Hingað lesnir kært kvaddir


Gömul hús,gömul skip

 

Það er verið að tala um að "friða"hús í Reykjavík.Það er talið nauðsynlegt að friða þau út af sögu þeirra.T.d hús á Klapparstígnum þar sem einhver skemtistaður er til húsa.Húsið er talið hafa svo mikið sögulegat gildi fyrir það t.d. að þekkt íslensk poppstjarna á að hafa tyllt sínum fótum þar inn fyrir dyr.Það er sagt um gamla fúakofa sem komnir eru að falli að það beri að varðveita þá,vegna sögulegs gildis.Þessi eða hinn höfðinginn hafði kannske litið inn þar.Það eiga alltaf að vera nógir peningar til í svona"gæluverkefni" að mati margra.

     Það hefði kannske átt að varðveita "Höfðaborgina"

En ef á að varðveita á eitthvað frá undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar t.d.sjávarútvegi þá eru engir peningar til.Ef einhver sem les þetta hefur fylgst með bloggi mínu þá muna þeir  þegar ég bloggaði um b/v Ingólf Arnarsson.Sem sigldi inn í Reykjavíkurhöfn fánum prýddur 18 febr 1947.Þá alfullkomnasta fiskiskip í heimi.Engum ég endurtek engum ráðamanni sama í hvaða geira þeir eru datt í hug að minnast þessa merka atburða.Hvað þá að mönnum dytti í hug að varðveita neitt hvað varðaði það skip..Það er talað um að það þurfi að varðveita hús af því að þekkt popstjarna hafi stigið fæti inn í húsið.

b/v Ingólfur Arnarsson RE 201

Ég hef ekkert á móti þessu í sjálfu sér.Þessi stúlka hefur"komið Íslandi á kortið"eins og oft er sagt.,En hvaða hag hefur hinn almenni borgari af þessari stjörnu,Ég ætla ekki að dæma um það en ég er viss um að sá afli sem Sigurjón heitinn Stefánsson hinn happasæli skipstjóri á "Ingólfi"færði að landi á skipi sínu hafi verið þyngri í hinni almennu pyngu,ríkissjóði.Mig minnir að Sjómannadagsráð hafi nú séð sóma sinn að heiðra hinn nú látna heiðursmann.

Ekki datt þeim hjá forsetaembættinu að veita honum þá virðingu og þann heiður sem mér finnst hann hafa átt inni hjá þjóð sinni.Mig langar að minnast á aðra 3 menn og tek þá eiginlega af handahófi.b/v Sigurður VE 15 var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur. Í dag gerir Ísfélagið Sigurð út.

 b/v Sigurður ÍS 33

Sigurður hlaut fyrst einkennisstafina ÍS 33 en var aldrei gerður út frá Flateyri heldur Reykjavík enda var hann síðar skráður í Reykjavík og hlaut þá einkennisstafina RE 4. Hann var í eigu Ísfells til 1984. Þá eignast Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hann og 1992 verður hann eign Ísfélagsins þegar Hraðfrystistöðin og Ísfélagið sameinast. Þá fær hann einkennisstafina VE 15.

Bára KE3 fyrsta skipið sem Kristbjörn stýrði

Sigurður var smíðaður með það fyrir augum að gera hann út til karfaveiða við Nýfundnaland en togarar höfðu þá mokað karfanum upp þar. Skipstjóri á Sigurði er hann kom til landsins var Pétur Jóhannsson(sá hinn sami og var skipstj,á b/v Hvalfellis sjá síðasta blogg)en hann var það einungis fáa túra, því skömmu eftir að Sigurður hóf veiðar var karfinn við Nýfundnaland uppurinn og því lítil verkefni fyrir skipið, enda var því lagt um hríð.

 

Árið 1963 hóf Sigurður veiðar að nýju, þá sem togari á Íslandsmiðum, undir skipstjórn Auðuns Auðunssonar og varð þá strax mikið afla- og happaskip og hefur verið æ síðan. Guðbjörn Jensson tók við skipstjórn á Sigurði haustið 1965 og var með hann þar til í september 1966 en þá tók Arinbjörn Sigurðsson við skipstjórninni og var með Sigurð til ársins 1973 er hætt var að gera skipið út sem togara í september það ár. Þá var Sigurði breytt í nótaveiðiskip en sú breyting var gerð í Kristjánssandi í Noregi. Sigurður aflaði afbragðsvel sem síðutogari og á árunum 1963 til 1972 varð hann átta sinnum aflahæsti togari landsins og mesti afli sem hann kom með í einni veiðiferð voru 537 tonn af karfa og þorski.

 Sigurður VE15 með eitt af sínum mörgu"Fullfermum"

Nótaskipið Sigurður kom til landsins eftir breytingarnar vorið 1974 og frá þeim tíma hefur Kristbjörn Árnason, Bóbi eins og hann er yfirleitt nefndur, verið skipstjóri þar, en á tímabili var Haraldur Ágústsson skipstjóri á móti honum. Sigurður bar um 900 tonn þar til byggt var yfir skipið en það var gert í Hafnarfirði árið 1976 af skipasmíðastöðinni Stálvík.

 

Eins og áður sagði hefur Sigurður verið mikið aflaskip og eftir að skipinu var breytt í nótaskip hefur það alla tíð aflað afbrags vel. Árið 1975 setti Sigurður m.a. met er skipið landaði rúmlega 40 þúsund tonnum á árinu.Eins og áður sagði var Haraldur Ágústsson skipstjóri á Sigurði á móti Kristbirni(Bóbó)Árnason.Haraldur lést af slysförum 7. ágúst 1994.Í 45 og þar af 34 ár á Sigurði hefur fg Bóbó fært milljarða verðmæti að landi.Hefur þessi mikli aflamaður hlotið einhverja viðurkenningu frá forsetanum eða þjóðinni nei ekki svo ég viti, Nei forseti sér enga ástæðu til að heiðra þennan mikla aflamann.Það er sennilega af honum slorlykt.Enga slor eða fjósalykt í sölum Bessastaða.

null Valberg II ex Guðbjartur Kristján og Víkingur III

Hver vegna er ég að nefna þetta.Ég geri mér algerlega ljóst að ekki verður Bói"stoppaður upp"En við getur enn varðveitt skipið hans,og hins mikla aflamanns Haraldar sem var mótskipstjóri hans í byrjun.Að vísu myndi ég vilja að skipinu yrði breytt í sína upphaflegu mynd.Þ.e.a.s.togara.Ég veit ekki annað en þessir 3 systurskip auk hans séu síðustu"síðutogarar"sem þjóðverjar byggðu  En við getum gert annað til halda til að t.d.að halda nafni Bóa og annara síldar/loðnuskipstjóra á lofti.Það vill svo til að í Vestmannaeyjum er í dag gerður út bátur sem heitir Valberg II.Ég veit ekki annað en að skipið sé systurskip m/b Engeyjar sem ég vil meina að Bói hafi verið með,á sínum tíma.Þessi bátur Valberg II er  sá eini eftir af þessum síldar og vertíðarbátum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Noregi uppúr 1960 sem enn er til algerlega óbreittur.Mér finnst að það eigi að vernda þessi skip til að framtíðar íslendingar sjái hvaða tæki voru notuð til skjóta fótum undir lífskjör þeirra.

Þann 10 júlí 2006 lét Sigurður Haraldsson af störfum sem skipstjóri á Björgúlfi EA eftir einstaklega farsælan feril.Sigurður fór á sjó innan við fermingu og var fyrst lögskráður á skip 15 ára að aldri.  Hann hefur starfaði í sjávarútvegi allar götur síðan. Hann hóf störf hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga árið 1967 sem skipstjóri á togaranum Björgúlfi EA (eldri). Næsta skip Sigurðar var skuttogarinn Björgvin EA sem hann sótti nýjan til Noregs árið 1974. Hann varð síðan skipstjóri á núverandi skipi, Björgúlfi EA-312, árið 1977. Skrokkur þess skips var smíðaður í Noregi en Slippstöðin á Akureyri lauk smíði skipsins.

Björgúlfur EA 312

Á þeim tæpu 30 árum sem Sigurður hefur stýrt skipinu hefur það fært um 110 þúsund tonn af bolfiski á land. Nær allur sá afli hefur verið unninn í fiskvinnslunni á Dalvík og miðað við núverandi gengi krónunnar má áætla að útflutningsverðmæti afurðanna sé nálægt 30 milljörðum króna!Ekki veit ég til að Sigurður hafi hlotið annan heiður fyrir fengsæla skipstjóratíð  en einn blómvönd frá Samherja!!!.Það þykir ekki við hæfi að svona menn séu heiðraðir.Þeir þekkja ekkert eða lítið til kaffihúsasetu og heimspekilegra umræðu um stórskáld sögunnar.En segja mætti mér að menn kæmu ekki að tómum kofunum hjá þeim í þeim efnum ef út í það er farið.Mér finnst satt að segja skömm að þessu.Það er draumur margra sjómanna af minni kynslóð að varðveita nokkur skip.Ég er búinn að nefna 2 en þau koma fleiri til greina

 Stefnir IS28

Fv skip Sigurða Björgúlfur er nú kannske full ungur til að fara að úrelda hann.En þegar röðin kemur að"skrota"Framnesi IS ættu menn að hugsa sinn gang.Ef mig misminnir ekki er hann sá eini eftir af fyrstu skuttogurum sem byggðir voru í Noregi uppúr 1970 sem enn eru í landinu.Svo er það náttúrlega v/s Óðinn sem kom til landsins  fyrir réttum 48 árum.Hann á náttúrlega að varðveita engin spurning.Annað væri eins stór ef ekki stærri smánarblettur á íslensk stjórnvöld í sjávarútvegi og þegar Ingólfur Arnarson var seldur í teskeiðar til Spánar,

  v/s Óðinn við komuna 28 jan1960

Mér finnst viðkomandi sveitafélög og ríki eigi að koma ríkulega að þessu.Alveg eins og hægt er að kaupa fúaspýtur hingað og þangað um landið fyrir milljarða.Sum af þessum skipum mætti öruglega nota til siglinga á sumrin í sambandi við ferðaþjónustu.Sigurður frá Vestmannaeyjum,Valberg frá Reykjavík.Stefnir frá Ísafirði.Og yrðu þau staðsett t.d.á þessum stöðum.Nú Óðinn mætti svo nota til allslags fundarhalda í Reykjavík.Auk þess sem þessi skip væru svo til sýnis og notuð til fræðslu komandi kynslóða um sjávarhætti þess tíma sem nú er liðinn undir lok,Þá sem hafa nennt að lesa hingað,kveð ég kært

 

 

 

 

 

 

 

 


Af sjómönnum á vertíðinni 1960

Ég sagði janúar 1960.Og ég var háseti á b/v Ingólfi Arnarssyn,2 jan varð veðurathugunarskipið  Cumulus fyrir áfalli SV í hafi.Skipið var á hægri siglingu er það rakst harkalega á rekald í sjónum.Áreksturinn varð svo harður að skipið kastaðist til og stór dæld kom á stb,síðu.Tókst að sigla skipinu til  Reykjavíkur.Þar kom í ljós að allstór rifa hafði komið á kinnung skipsins fyrir ofan sjólínu.í samtali sem fréttamaður mbl átti við skipstjórann Aar Visser m.a:"hvað þetta var veit enginn því að það var stormur og stórhríð,20 m ölduhæð og ekkert sást.Næsta dag sáum við þessar djúpu rispur.Þá datt mér í hug sjálfum"sagði Visser"að það skyldi þó aldrei hafa verið flak danska skipsins(Hans Hedtofts aths.mín)sem hvarf undan Grænlandi fyrravetur?Hver veit?

 Aard Viser skipstjóri  á Cumulus

 

Gert var við skipið í Rvík. Í mbl þ 5 jan er haft eftir Birni Guðmundssyni(Bjössa á Barnum ath mín)fréttaritara í Vestmannaeyjum að 140 bátar myndu róa þaðan í vetur(1960)Svo syrtir að.Á forsíðu Mbl miðvikudags 6 janúar stendur feitu letri Rafnkels úr Garði saknað.Undirfyrirsögn:Á honun 6 menn..Síðan segir frá því að Rafnkell undir stjórn hins kunna aflaskipstjóra Garðars Guðmundssonar(var sonur Guðmundar frá Rafnkelsstöðum útgerðarmanns í Garði aths.mín)hafi farið í róður frá Sandgerði aðfaranótt mánudags 4 jan ásamt fleiri bátum

 

 Forsíða Mbl 6 jan 1960

Er á miðin kom sem voru 10 - 15 sml V af Garðskaga var komið slæmt veður.og munu Rafnkelsmenn ekki hafa lagt línuna.Á svipuðum slóðum voru einnig vélbátarnir Víðir II GK 275 og Mummi GK 120 einnig frá Garði.Um 5 leitið á mánudagsmorgun hafa þeir samband sín á milli Eggert(Gíslason)skipstjóri á Víði II og Garðar á Rafnkeli.Víðir II var þá að leggja línu sína.

 

Hér að ofan lengst t,v Rafnkell GK510 í miði Víðir II GK 275 og svo Mummi GK 120 

Um borð í Rafnkeli var þá allt með eðlilegum hætti.Skömmu eftir þetta samtal skipstjóranna hafði skipstjórinn á Mumma  Sigurður Bjarnason séð til Rafnkels.Rétt á eftir brá Sigurður sér niður ttil að fá sér kaffisopa,en þegar hann kemur upp í brúna aftur,sá hann ekki ljósin á Rafnkeli.Mun Sigurður þá ekki talið ástæðu til að grennslast um ferðir Rafnkels.Þetta er það síðasta sem til Rafnkels sást og síða hefur ekkert til hans spurst.Aðrir Sandgerðisbátar fóru svo að tínast inn og um 8 leitið um kvöldið var farið að undrast um Rafnkel.Var þá strax.hafin leit en án nokkurs árangurs.Menn gengu svo fjörur daginn eftir og funndust þá ýmis veiðarfæri merkt bátnum auk þilfarsplanka.Þótti nú sýnt að báturinn hafði farist með allri áhöfn 6 mönnum á aldrinum 31 til 41 ára.15 börn missa föður sinn.

 

Forsíða Mbl. 7 jab 1960

 

M/b Rafnkell var 75 lesta stálbátur smíðaður í A-Þýskalandi 1958 og var því aðeins 2ja ára gamall.Aðaleigandi fg Guðmundur Jónsson útgerðarmaður á Rafnkelsstöðum.Ljóst þótti að slysið hefði borið skjótt að höndum þar sem skipverjujm hafði ekki gefist tími til að setja út björgunarbát eða senda neyðarskeyti,en líklegt þótti að það hefði heyrst ef skipverjar hefðu sent það út þar sem talstöðvar voru víða opnar þessa nótt.Þótti líklegast að báturinn hefði fengið á sig brotsjó er fært hafi hann í kaf á andartaki.Töldu margir að báturinn hefði verið á heimleið og ekki langt frá Sandgerði er slysið varð,þótt slíkt væri aðeins tilgáta.Aðrir töldu líklegra að báturinn hefði verið á svipuðum slóðum og  vitaskipið Hermóður fórst á árinu áður,en þar er oft háskasjór,jafnvel þótt veðrið væri ekki verra en það var er báturinn hvarf

 

  Forsíða Mbl 13 jan 1960

Forsíða Mbl miðvikudaginn 13 jan þvert yfir með stærsta letri:"Óttast er um togaran"Úranus"á Nýfundnalandsmiðum. Og undirfyrisögn"Síðast heyrðist til hans á sunnudagskvöld "og svo Ofsaveður hamlar leit skipa og flugvéla.Og enn síðar.Tekið er að óttast um Reykjavíkurtogarann Úranus,sem að undanförnu hefur verið að veiðum á Nýfundnalandsmiðum,en þangað fór hann 28 desember..Á Úranusi er 28 manna áhöfn.Skipstjóri er Helgi Kjartansson en eigandi Júpiters hf í Reykjavík.Ekki hefur heyrst til togarans síðan á sunnudagskvöld.Hafði togarinn Þormóður Goði samband við Úranus síðast kl 10.þegar hætti að heyrast frá togaranum.Á forsíðu er einnig viðtal við Ólaf Björnsson sem var fastur loftskeytamaður á Úranusi en var í fríi,hann segir þar m.a: ":Ég tel enga ástæðu til að óttast um skipið að svo komnu máli.Mjög víðtæk leit var gerð að togaranum.Bæði frá Canada,Nýfundnalandi og Íslandi(Keflavík)

Forsíða Mbl 14 jan 1960 

Ólafur loftskeytamaður hafði rétt fyrir sér því á forsíðu Mbl fimmtudaginn 14 jan.þvert yfir með stærsta letri Úranus fundinn og skipshöfn hans heil á húfi.síðan með smærra letri Fagnaðarbylga fór um Reykjavík er gleðitíðindin bárust og svo Almáttugur hvað maður er búinn að vera hræddur.Síða er sagt frá að senditæki togarans hafi bilað.Mbl var áheyrandi að eftirfarandi samtali milli skipverja á Þormóði Goða og vandamanns hans í landi.Þ.Goði:"þeir eru búnir að finna hann"Kona í Rvík:"Eru þeir búnir að frinna hann,Guðs sé lof""Þ.Goði:"Já hann er 200 mílum á eftir okkur""Konan:"Ó hvað það er dásamlegt.Þ.Goði:"Það var eitthvað biluð hjá honum senditækin og hann getur ekki látið til sín heyra,en það virist allt vera í lagi hjá honum""Kona:""Almáttugur guð,hvað maður er búinn að vera hræddur"".

 

 

 b/v Þormóður Goði RE

Senditæki Úranusar urðu óvirk eftir að hann hafði fengið á sig brotsjó.En móttökutækin virkuðu.segir á þessari sömu forsíðu.Á baksíðu er svo samtal við hinn happasæla skipstjóra Hans Sigurjónsson sem það var skipstj.á b/v Þormóði Goða.undir fyrirsögninni:Fargi af okkur létt.og flugstjóra bandarísku leitarflugvélarinnar sem fann Úranus hinn 24 ára gamla Robert W Egan..Þ.15 jan kemur svo Úranus að bryggju í Reykjavík.Og Mbl daginn eftir með stórri fyrirsögn:Úranusmenn heimtir af hafi.og svo:"Fjöldi Reykvíkinga fagnaði komu skipsins"Mogginn .líkir þessu við endurheimtingu áhafnar flufvélarinnar Geysis fyrir áratug(skrifað 1960)

 

  Forsíða Mbl 16 jan 1960

"Þetta var smá andskotans hnútur sem kom á brúna stb meginn og braut nokkra glugga og braut upp hurðina á loftskeytaklefanum og þá blotnuðu tækin"sagði hinn hóværi sægarpur Helgi Kjartansson við blaðamenn við komuna til Rvíkur.og sem sagði að sig myndi vanta 4 menn út í næsta túr og bauð blaðamönnunum pláss.

 

 v/s Óðinn 

Fimmtudaginn 28 jan leggst varðskipið Óðinn að bryggu í 1sta sinn."Megi hann koma rammelfdur og heill úr hverri raun"segir þv Dómsmálaráðherra faðir nv ráherra dómsmála.Skipherra var Eiríkur Kristófersson.Yfirstm.Garðar Pálsson og yfirvélstj.Kristján Sigurjónsson.10 febr kemur upp eldur í m/b Hafdísi VE þar sem hún var á veiðum á Selvogsbanka.Skipstjórinn Stefán Þorbjörnsson.sendi út neyðarkall og komu nokkrir bátar til aðstoðar en ekkert réðist við eldinn og bjargaði svo Fróðaklettur skipstjóri Björgvin Gunnarsson 6 manna áhöfn Hafdísar.

 

      

Að ofan T.v Hafdís ÍS75 í m Fróðaklettur GK250 .T.h v/s Gautur

Hafdís var 79 lesta trébátur byggður í Svíþjóð og var í eigu Vesturhúsa í Vestmannaeyjum en var leigð  Jóni  Gunnarssyni útgerðarmanni í Hafnarfirði.14 mars kom upp eldur í m/b Vísundi RE sem var við netaveiðar 25 sjm SV af Akranesi.Eftir að hafa reynt að slökkva eldinn án árangurs fóru skipverjar í gúmmíbát og var bjargað af m/b Reyni AK98.En skipverjum hafði tekist að loka eldinn af Þegar svo varðskipið Gautur,skipherra Sigurður Árnason kom á vettvang fóru skipstjóri Vísundar 1sti vélstjóri og stm aftur um borð og komu fyrir dráttartaug í hann.Þegar á því stóð varð sprenging í skipinu en engan sakaði.

          T,v Vísundur RE t.h Reynir AK

Gautur dró svo Vísund til hafnar í Rvík en dráttarbáturinn Magni  dró svo bátinn að bryggju þar sem Slökkvilið Reykjavíkur beið og slökkti endanlega í bátnum,sem skemmdist mikið í brunanum sem "grasseraði"í 10 tíma.Vísundur var90 lesta stálbátur upphaflega byggður 1875 en hafði verið endurbyggður 1946 eigandi var Stefán Franklín.skipstjóri Gísli Magnússon.Þ 17 mars drukknar sjómaður Sigurjón Sigurðsson  36 ára skipverji á vélbátnum Gylfa EA 628 sem gerður var út frá Keflavík

 v/b Sæborg BAGylfi EA628

23 mars strandar m/b Sæborg frá Patreksfirði á svokallaðri Bjargtangaflögu.Mikill leki kom að bátnum.4 bátar auk v/s Gauts komu bátnum til hjálpar.Öflugar dælur frá varðskipinu voru settar um borð eftit að aflanum hafði verið kastað fyrir borð.Báturinn komst til hafnar á Patreksfirði í fylgd varðskipsins.16 apríl um miðnætti verður harkalegur árekstur milli togaranna Ólafs Jóhannessonar BA og Hvalfells RE á Fylkismiðum við Grænland.

 

      

Að ofan l,tv b/v Hvalfell RE 282 í m.b/vÓlafur Jóhannesson BA 77 l.tv Hvalfell að yfirgefa b/v Frey eftir að Hvalfellsmen höfðu lánað"Frey"kartöflur!!!

Hvalfell var að toga er Ólafur Jóhannesson sigldi á bb síðu þess á mikilli ferð.Miklar skemmdir urðu á skipunum sem komust þó hjálparlaust til hafnar.Radar Ólafs Jóhannessonar var biluð og sáu skipstjórnarmenn hans ekki Hvalfell fyrir um seinan.

                                                 

Oð ofan skemmdir á togurunum L.v stefni Ólafs Jóh.Í miðju og l t h skemmdir á Hvalfelli

 

Pétur jóhannsson skipstjóri á Hvalfelli er talinn hafa sýnt mikið snarræði þegar hann sá hvað verða vildi lét setja á fulla ferð og reyndi að víkja skipinu þannig að ásiglingarskipið kæmi sem mest á"snið"um leið og hann lét losa bremsurnar á spilinu.19 apríl drukknar Bragi Marteinn Jónsson 33 ára háseti á b/v Karlsefni RE 24 í höfninni í Reykjavík.

 

 b/v Karlsefni RE 24

23 apríl ferst trillubátur frá Ólafsfirði og með honum 1 maður.Axel Pétursson 48 ára lét eftir sig konu og 6 börn.30 apríl ferst Guðmundur Mars Sigurðsson 30 ára háseti á b/v Fylkir af slysförum um borð í skipinu er það var á veiðum á Selvogsbanka.

 b/v Fylkir RE 171

Þetta var nú það sem skeði vertíðina 1960.Ég er ekki að rifja þessa atburði upp til að vekja upp sárar minningar heldur til að minna á tilgang Sjómannadagsins.Hann á að halda hátíðlegan til að minnast þeirra t.d þeirra sjómanna sem fórust þennan vetur.Hvað er kallinn alltaf að röfla út af þessum degi spyr nú kannske einhver sig sem hefur haft nennu til að lesa þetta..

 

 b/v Úranus RE343

En hefur það fólk hugsað út í það að ef brotið sem Úranus fékk á sig hefði verið stærra og illa hefði farið.Hvað mikið af fólki væri ekki hér í þessum heimi 47 árum seinna?Hvað með eldinn í Vísundi ef hann hefði magnast skjótar og olíutankar sprungið.Hvað ef Pétur Jóhannsson skipstjóri á Hvalfellinu hefði ekki séð hættuna af b/v Ólafi Jóhannessyni og sett á meiri ferð og látið gefa bremsurnar á togspilinu lausar um leið og hann reyndi að sveigja skipinu frá hættunni?Það hafa örugglega verið sofandi menn á sinni frívakt framm í á Hvalfellinu.Já hvað ef og hvað ef.Það er þessvegna sem þennan dag á að halda hátíðlegan á öllum þeim stöðum á landinu sem sjór er stundaður.Fagna sigrunum og syrgja ósigrana.Og þið sjómannskonur og börn þetta er ykkar dagur ekki síður.Við samningu á þessu bloggi hef ég eins og sést stuðst við Mbl og ýmsar bækur þar á meðal bækurnar"Þrautgóðir á Raunastund eftir Steinar J Lúðvíksson og Íslensk skip eftir Jón Björnsson frá Bólstaðathlíð Vestmannaeyjum Myndir fengnar t,d úr þeim bókum,með leyfi höfunda,auk Moggans.Kært kvödd.

 


Á Ingólfi Arnar 1960

 

Það er jan árið er 1960 Forsætisráðherra segir í áramótaræðu m.a:"Við Íslendingar misstum forðum sjálfstæðið okkar vegna þess að hver höndin var upp á móti annari,ekki tókst að friða landið fyrir blindu sundurlyndi og óslökkvandi ábyrgðarlausum ríg þeirra manna sem börðust um völdin"""Annar stjórnmálamaður segir m.a.í ávarpi:""Ég trúi því sannleiki/að sigur þinn/að síðustu veginn jafni/(Þ.Erlingsson) Hafmeyjan á tjörninni sprengd í loft upp.Moggin segir með stóru letri:."Skrílmennska á hástigi."KK og Ellý Vilhjálms og Óðinn Valdemarsson í Þórskaffi.Haukur Morthens á Röðli.

 

 b/v Ingólfur Arnarsson RE 201 við bryggju í Reykjavík

 

Ég er á togaranum Ingólfi Arnarssyni.með hinum ástsæla skipstjóra Sigurjóni Stefánssyni,4 janúar seljum við á Ingólfi 167 tonn fyrir 12.261 sterlingspund.í GrimsbyToppsala.Ég er skráður netamaður og eftir vaktalista pokamaður.Ég get nú ekki annað brosað að hve alvarlega maður tók þessar nafngiftir á síðutogurunum.Við skulum athuga það nánar.T.d bátsmannsvaktin.Efst :NN bátsmaður,NN pokamaður, NN gilsari.NN forleisi.NN forhleramaður.NN litli gils NN afturleisi NN.aðst.maður afturhlera,NN aðstoðarm forhlera,NN nálakarfa,pontari og næturkokkur.Einhvernveginn þannig leit vaktalistinn út.Það þótti mesta upphefðin eftir vaktaformannsstarfið að vera pokamaður,Hann tók á móti afturhleranum ,leysti frá pokanum og tók í blökkina,

 

Næst á listanum var svolítið varíandi eftir skipum.Það fór eftir hver slakaði út með vaktaformanni.Á sumum skipum var það forleisismaðurinn en á öðrum gilsarinn.Það var upphefð að"slaka út"með vaktaformanni.Það þótti heldur betur upphefð sem aðstoðarmaður við forhlera að vera gerður að forhleramanni.Þetta er nú að verða hjá mér eins og ég lýsti í gær með að "taka það á öðrum endanum" úti á Hala í 10 vindst.Fólk skilur sennilega minna í þessu rugli hjá mér nú,en þær gerðu blessaðar dömurnar í leigubílunum hér í den.

 

 b/v Ingólfur Arnarsson

 

Maður tala nú ekki um ef  t.d 2 "gilsarar"hvor af sínu skipi hittust og buðu kannske 2 dömum með í bíltúr austur á Selfoss eftir"ball".Svo voru menn með "það óklárt"(þ.e.a.s.trollið)og voru rétt kannske búnir að ná því kláru þegar til alvöru lífsins kom,þegar komið var í bæinn aftur.Og svei mér þá ef sumar"dömurnar"voru ekki ornar það klárar í óklárum trollum að þær hefðu vel getað"tekið það á öðrum endanum"ef á það hefði reynt..Þær þurftu líka stundum að ná upp athygli kappsamra"gilsara" sem voru kannske ornir þreyttir eftir"tekið það á öðrum endanum"lýsingarnar.Mætti segja að stundum tækju þær þá kannske"upp á öðrum endanum"eða þannig.

 

En yfirleitt allt fór þetta vel.Stundum sló í brýnu utan við dansstaðina en það var þá kannske vegna þess að einhver daman átti vin á 2 togurum sem svo óheppilega vildi til að voru samtímis í höfn:Þó ég taki svona til orða um kvenfólkið er það ekki á meinn hátt sagt til að gera lítið úr neinum,Við vorum öll í blóma lífsins og reyndum að njóta þess hver á sinn hátt.Ég minnist  þessara stúlkna með virðingu og söknuði í huga.Og margar eiga t.d.inni hjá mér afsökunarbeiðni vegna ýmissa atvika,en nóg um það.En þetta voru dýrðlegir tímar.

Sigurjón skipstjóri á tali við hinn fræga ævintýramann Dawson fiskkaupmann í Grimsby,

Maður ungur og hraustur"mátulega"(alltof mikið að mínu mati nú)kærulaus,og átti stundum heiminn,með öllu sem í honum var.Skipshöfnin eins sú besta sem þekktist enda skipastjórinn dugmikill öðlingur.Öllum leið vel undir hans stjórn.Út af góðmennsku hann ílengdust nokkrir menn hjá honum sem kannske hefðu ekki ornir"mosavaxnir"á öðrum skipum allavega ekki með svona miklum aflamanni sem Sigurjón var.Ég læt hér fylgja með frásagnir af einum.

 

Ég tek það mjög skýrt fram að með þessum sögum er ég ekki að kasta neinni rýrð á minningu þessa gamla góða vinar míns(en það var hann vissulega)eða reyna að gera lítið úr honum á neinn hátt.Það má engin taka það svo.En ég brosi með sjálfum mér þegar ég rifja upp samveruna með þessum lítilmagna sem kannske batt bagga sína ekki sömu hnútum og samtíðarmennirnir.Sigurður Einarsson  eða Siggi Sír eins og hann var kallaður var maður lítill vexti og grannvaxinn.Hann var kannske ekki alveg eins og fólk er flest enda ólæs og skrifandi og hafði lítillar skólagöngu orðið aðnjótandi.Siggi var meinleysingi sem engum gerði illt allavega ekki meðvitandi,en gat verið illskeyttur ef honum fannst á sig hallað.

 

Hann var í mörg ár á "Ingólfi"Sigurjóni sagðist svo frá að Siggi hefði legið í sér lengi um að fá hjá honum pláss en hann alltaf getað komið sér hjá því enda þekkt mjög vel til hans.Báðir ættaðir úr Dýrafirði.Svo kom að því sem sennilega mjög sjaldan skeði að auglýst var eftir hásetum á"Ingólf"Þulurinn hafði varla sleppt orðinu þegar síminn hringdi hjá Sigurjóni og var það þá Siggi að biðja um pláss.Sigurjón sagðist engan vegin hafa getað sagt að það væri fullráðið svo hann fékk plássið. Áður en hann kom á Ingólf hafði hann verið undir handarjaðri Ólafs sem kenndur var við "Brytan",í mörg ár og hafði Ólafur notað hann til allslags snúninga og var hálfgerður fjárhaldsmaður fyrir hann einnig.Þessi fjárhaldsmannsstaða mun svo smásaman hafa færst yfir á Sigurjón skipstjóra.Margar góðar sögur eru til af Sigga.

 

Þegar Siggi byrjaði á"Ingólfi"kom Grímur Jónsson sem þá var 1sti stýrimaður þar,framm í lúkar að taka manntal Þegar kom að Sigga  og Grímur spurði hann hvenær hann væri fæddur þá svaraði Siggi með fæðingardegi og mánuði.Já og hvaða ár ertu fæddur spurði þá Grímur.Þá komu vomur á Sigga þar til hann sagði:Það veit ég ekkert hún veit það hún Sigga(en hún mun hafa verið systir Sigurjóns skipstjóra og fermingarsystir Sigga)OK við slummpum þig fertugan sagði þá Grímur. Þannig leystist málið allavega í bili.Þegar hann kom svo í fyrsta sinn á skrifstofu Bæjarútgerðarinnar að ná í kaupið sitt var hann í fylgd með undirrituðum og fleiri góðum mönnum. Þegar kom svo að því að Siggi skyldi kvitta fyrir peningunum kom babb í bátinn Siggi kunni ekki að skrifa nafnið sitt. Hann vildi bara setja kross eins og hann mun hafa gert alltaf hjá Ólafi en það vildi Ingibjörg galdkeri Bæjarútgerðarinnar til margra ára ekki samþykkja.

 

Varð af þessu nokkur reykistefna sem lauk með því að eftir að samráð hafði verið haft við Sigurjón skipstjóra kvittaði Óli R fyrir launum Sigga í þetta sinn en svo var víst komið á einhverju kerfi sem allir gátu sætt sig við.Krossinn var víst látinn duga þar til að Sigurjón hafi svo kvittað.Einnig henti það í byrjun veru Sigga á"Ingólfi"að Ingibjörg var að reyna að útskýra fyrir honum launaseðilinn. Sagði m.a:hér er svo það sem þú hefur borgað í skatt.Þegar Siggi heyrði á skatta minnst umturnaðist hann og hreyttti út úr sér:mig varðar ekkert um þetta það er búið að kæra þetta alltsaman.En svo mun hafa verið mál með vexti að Ólafur á Brytanum hafði kært útsvar Sigga árið á undan.En Siggi blessaður skildi ekki rétt mikið í skattgreiðslum eða peningamálum yfirleitt.Siggi var stórreykingamaður og sleppti helst aldrei síkarettunni úr munninum.Við komu sínan um borð í"Ingólf"var hann settur í nálakörfuna,pontið og skipaður næturkokkur.Seinna bættist svo aðstoðarmanns við afturhlera við.Þótti Sigga mikil upphefð að því starfi og mun hafa svarað mönnum í landi sem spurðu um starf hanns:Ég er aðstoðarmaður á afturhlera á Ingólfi .

 

Sinnti hann svo þessum störfum meðan hann var á"Ingólfi"og það með ágætum.Siggi var mjög vanafastur og allt fór eftir sérstökum reglum hjá honum sérstaklega hvað varðaði nálakörfuna og urðu þær jafnvel strangari með árunum . Kom oft ýmislegt spaugilegt fyrir ef menn fóru ekki eftir reglum hans sérstaklega kvað að þessu í sambandi við menn sem voru að byrja á skipinu og ekki þekktu til.Það var merkilegt,hvað hann slapp alltaf vel við að blotna á ferðum sínum um skipið á stími í brælum.Vanir menn biðu oft til að sæta lagi þegar þeir voru að taka sjensa stakklausir,en rennblotnuðu svo er þeir hlupu.En Siggi kom bara beint út og aftureftir án þess að líta í kringum sig og blotnaði aldrei og fór oftast alveg aftur í gang en ekki á keisinn eins og flestir gerðu allavega í slæmum veðrum.Einu sinni í frekar slæmu veðri sést Siggi koma lallandi(í stakk þó)tekur þá skipið á sig allmikinn sjó og gangafyllir.Rjúka menn í skyndi úr brúnni til að sjá hvernig honum reiddi af.Bjuggust jafnvel ekki við að sjá hann meir.En viti menn hafði kall þá tekið keysinn aldrei þessu vant.

 

Svipað skeði einu sinni í brælu S-af Stórhöfða.Verið var að"streða"enda sæmilega góður afli.En þeir Sigurjón og Grímur vóru snillingar að halda skipinu til þegar verið var að taka trollið í brælu.Grímur var með"Ingólf" í þetta skifti.Var verið að taka trollið sér þá Grímur ólag stefna á skipið og hrópar:forðið ykkur frammá sem hvað allir gera nema"Sírinn"Sáu menn það síðast og heyrðu að hann stóð bíspertu með rettuna á sínum stað aftur í ganginum og neyðaróp frá Grími: Sigggggi Sigggggi. Helltist nú brotið svona yfir fordekkið aftarlega að virðist og hvarf t.d.brúin sjónum manna frammá. Þegar fjarar svo út af skipinu vóru menn tilbúnir að hlaupa afturá til bjargar Sigga,jafnvel stórmeiddum ef að hann væri þá yfirhöfuð um borð.

 

Stendur þá ekki kall spertur að vanda með rettuna í munninum og ekki einusinni dautt í henni.Alveg makalaus og faktíst ógleymanlegt þeim sem sáu.En brotið hafði einhvernveginn bara komið á fordekkið..Siggi kynntist konu sem hann bjó með um tíma.Fljótlega eftir að þau hófu búskap hætti Siggi á"Ingólfi"og fór á"Eyrina"hjá Eimskip.Hans aðalstarf var að húkka af/á vörubrettum.Eitt skifti hafði stæða hrunið niðri í lest í einu af skipunum.Ef rétt er munað var Valdimar Björnsson frá Ánanaustum yfirverkstjóri er þetta gerðist.Kom nú Valdi sjálfur á vettvang og skipaði mönnum sínum spilmönnum,lúgumönnum öllum niður í lest að hjálpa til. Þar á meðal Sigga.Siggi sem ekki áttaði sig almennilega á hver maðurinn virkilega var vatt upp á sig og svaraði"Mér kemur þetta ekkert við, farðu bara þangað niður  sjálfur"

Meira varð víst ekki um vinnu hjá Eimskip fyrir Sigga.Kom hann þá aftur um borð í "Ingólf"Svo var það einhverju sinni á heimleið af miðum að Siggi er að færa Grími stýrimanni  kaffi upp í brú að Grímur fer eitthvað að ganntast við Sigga og tala um hvað það verði nú gott fyrir hann(Sigga) að ná frúnni volgri í rúmminu eða eitthvað í þeim dúr.Það er meira en þú getur sagt hreitti Siggi út úr sér um leið og hann hvarf úr brúnni.

En Grímur var alla tíð einhleypur.Siggi var allan tíman á Ingólfi í næturkokkarínu og sen fyrr segir í nálakörfunni.Svo var hann til hjálpar kokkunum í siglingum.í einni af fyrstu siglingunum,fékk Kári kokkur honum það verkefni að gera ganginn afturí hreinan.Læt hann hafa gúmmívettlinga og svo skildi hann fara niður í vél og fá"ketilsóda"(sterkur sódi þó ekki eins sterkur og vítissóti,sem notaður var á gufukatlana)í niðursuðudós sem Kári lét hann einnig hafa ásamt venjulegum uppþvottakúst.En þeir í vélinni létu hann óviljandi(sögðu þeir)hafa vítissóda.Þegar Siggi kom svo inn í búr að sækja 3ja burstan fór Kári að athuga málið.Var þá Siggi búinn að þvo allan skít og mestalla málinguna af töluverðu af ganginum.

 

Margar miningar á ég af honum í höfnum erlendis enda var ég einn af hans(að hans eigin mati)bestu ráðgöfum í samskiftum í ýmsa ónefnda aðila þar.Mér þótti alltaf vænt um kallinn og stóð okkar vinskapur til að hann dó.Síðustu árin minnir mig að hann hafi búið á Hrafnistu(er þó ekki akveg viss)en ég var þá hjá Ríkisskip og heimsótti hann mig oft um borð í skipin.Hann hringdi líka stundum í mig og bað mig að lána sér fyrir"rettum"það gerði ég með glöðu geði.Það var aldrei mulið undir Sigurð Einarsson.Blessuð sé minninga þessa einfalda sómamanns

Það er nú sumt svolítið á reiki í þessu.Ég er t.d ekki viss að systir Sigurjóns hafi heitað Sigga mig minnir það bara og læt það standa.Einnig hvort það var Valdi frá Ánanaustum var verkstjóri hjá Eimskip þegar Siggi var látinn fara þaðan það er ég heldur ekki klár á minnir það samt.Í von um að einhver geti brosað með mér(þó engu hæðnisbrosi)að þessari upprifjun kveð ég ykkur kærlega.


"Skrökvað fram yfir ystu brún"

 

Gamall maður forhertur í pólítík lætur gamminn geysa í DV 23 sl Talar um grautargerð.Voru  ekki eldaðir fleiri en einn grautur?Smakkaði svo ekki viss persóna í ætt við hann á öllum tegundunum Og fann svo"sinn"Steingrím".Með demantrúsínum og stráðum gullsykri.

En svo lækkaði í grautarskálinni og engin fékkst ábótin.Rétti kötturinn komin í bólið sitt"og til að éta sinn graut."".Þetta er eitthvað það argasta frumhlaup sem ég þykist hafa séð á minni pólitísku ævi","segir þessi gamli pólitíkus um nýjan meirihluta í borginni. Hann efast einnig um að Ólafur F. Magnússon sé maður til þess að standa undir því sem hann er að taka að sér.,

Argasta frumhlaup sem ég ÞYKIST(letrbr mín)hafa séð.Á bls 191 í bókinni"Valdatafl í Valhöll  eftir fv flokksbræður þessa aldna garps þá Anders Hansen og Hrein Loftsson,segir m.a.um aðdraganda að stjórnarmyndum Gunnars Thoroddsen 1980"" þá lagði Geir Hallgrímsson til (eftir að Benedikt Gröndal hafði skilað inn stjórnarmyndunarumboðinu.28 jan 1980 aths.mín)að sérhver þingmaður kannaði með viðræðum við þingmenn annara flokka alla möguleika.

 

Tók Sverrir Hermannsson undir og orðaði það svo,að nú væri það "maður á mann aðferðin" sem ein dyggði.Á bls 202:segir m,a;"""Um Sverri Hermannsson er það að segja,að Gunnar taldi ekki ósennilegt,að hann myndi fylga sér í stjórnarsamstarf.Sverrir kveðst hafa leikið tveim skjöldum(það vantar ekki"skildina"í þessa fjölskyldu,aths, mín)og vitað um ráðagerðir Gunnars frá Tómasi Árnasyni allt frá því í desember.,Segir Sverrir,að sér hafi verið boðin ráðherrastaða en hann hafi hafnað henni.Til sín hafi komið með gylluboð frá Gunnari,Guðlaugur Bergman kaupmaður í Karnabæ,

Vitað er að Gunnar og Guðlaugur eru málkunnugir og hafði sá síðarnefndi meðal annars keypt hús Gunnars í prófessorahverfinu er Gunnar flutti á Víðimel.Þessi saga Sverris er þó ólíkleg.Guðlaugur segist aldrei við Sverri Hermannsson hafa talað.Þeir þekktust ekki einu sinni.Fráleitt er að halda því fram að þeir hafi hittst á einhverjum leynifundi eða að Guðlaugur hafi borið Sverri boð.Gunnar Thoroddsen segir einnig tilhæfulaust að Sverri hafi verið boðin ráðherrastaða.

 

Athyglisvert er aftur á móti,að Sverrir segist hafa vitað um tilburði Gunnars frá upphaf.Ef svo er,hvers vegna lét hann engan vita um þá vitneskju sína áður en það var um seinan?Hvers vegna sagði hann við framsóknarmenn að hann væri líklega tilbúinn í ævintýrið.,ef því fylgdi engin alvara?Var hann aðeins reyna að komast að hinu rétta í málinu,og ef svo er,til hvers ætlaði hann að nota þá vitneskju sína?Var hann ef til vill á báðum áttum?

Getur jafnvel verið,að tal Sverris um stuðning við Gunnar hafi orðið til þess að gera stjórnarmyndunina mögulega?.Hlaut það ekki að styrkja Gunnar,er það fréttist yfir til Alþýðubandalags og Framsóknarflokks að jafnvel Geirsmaðurinn Sverrir Hermannsson fylgdi Gunnari að málum-Slíkra spurninga hafa margir spurt.""Á bls 221 segir m.a;"" Og ég skal játa það að þennan mann(framsóknarmann sem umræddur öldungur kallar"garp nokkurn sem hann muni ekki nefna aths mín)dró ég á löngum asnaeyrum,alveg þar til yfir lauk.

 

Ég sagðist ekki trúa honum og þá herti hann róðurinn.Hann sagðist vita betur,vita mikið.En ég svaraði aldrei nei við þessu:að fara í kompaníið,en bað alltaf stöðugt um  fresti,""Á bls 222 Segir m.a:"Og ég skal trúa ykkur fyrir því,að ég tók líklega í það,því ég vildi halda öllu í teygju""(tekið úr ræðu Sverris á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins 1980)Hér lýkur tilvitnun í lesmál bókarinnar en undir mynd af þessum aldan kappa(sem ég virkilega dáði sem stjórnamálamann á mínum Íhaldsárum)á myndasíðum á milli bls 208 og 209 ,stendur:"Sverrir Hermannsson í ræðustól neðri deildar Al.ingis----Ýmsum hefur þótt þáttur hans í stjórnarmyndunarviðræðunum harla einkennilegar"".

Hér lýkur til vitnunum mínu í bókina "Valdatafl í Valhöll""Hver er það sem nú talar um grautarmall.Tókuð þið eftir orðunum "þykist hafa séð"Ég held að mikið í pólitík þeirra feðgina sé bara í "þykustunni"Alltaf verið að ljúga upp á þau sakleysingann og fara á bak við þau.Þau standa aldrei í neinu"baktjaldamakki"Og alltaf verið að níða skóinn af þeim.Aftur að DV greinininni:"

Sverrir segir þó undarlegt að Ólafur tali um lýðræði og heiðarleik vegna þess að „samt skrökvar hann að sínum nánustu samstarfsmönnum", segir Sverrir og á það við Margréti, dóttur sína, sem hann segir Ólaf hafa sett í undarlega aðstöðu.

 

Sverrir segir að Ólafur hafi verið frumkvöðullinn að meirihlutanum sem nú er frá að hverfa en „nú skrökvar hann fram yfir ystu brún að henni um að það sé ekkert á ferðinni. Hann fullvissaði hana fram eftir öllum degi að hér sé ekkert að ske og hann muni senda út leiðréttingu á þessum orðrómi. Hverju má hún þá eiga von á ef hún heldur áfram að vera handkurra hans? Við hvað mun hún vakna einn góðan veðurdag? Maðurinn hefur fyrirgert öllu trausti sem til hans má bera."

 

Sverrir segir ljóst að Ólafur sé á leiðinni í Sjálfstæðisflokkinn þótt hann muni ef til vill „taka nokkur andartök" áður en að því verður. „Til þess eru refarnir skornir. Geir [Haarde] er búinn að gefa út yfirlýsingu á fullkomnu trausti á þessum ósköpum. Hann hefur að vísu alltaf haft traust á Vilhjálmi en líka þessum sex eða sjö sem liggja í skítnum síðan í október."

 

Sverrir segist ekki hafa mikla trú á endingu nýja meirihlutans enda sé „ekki hægt að gera neitt úr því sem ekkert er fyrir." Þetta er alveg með ólíkindum að horfa á þetta. Ýmsu hef ég nú kynnst á minni pólitísku ævi en aldrei séð svona grautargerð fyrr. Ég held mér frá því að segja dóttur minni til enda er hún fullfær um það sjálf en þetta er engu lagi líkt og getur ekki endað nema með ósköpum. Þetta tórir ekki kjörtímabilið. Það er hægt að gefa þessu þrjár vikur. Því miður fyrir okkar virðulegu höfuðborg sem þarf að búa við þessi ósköp.""Hér lýkur tilvitnunum í greinina í DV

 

Skelfin er nú að lesa þetta.Ég held  að þessi aldni pólitíkus sé að kasta steinum úr glerhúsi búinn að gleyma öllum gömlum refsskaps.Ég held nefnilega að það séu ekki alllir refirnir skornir,Á bls 221 tekur öldungurinn svo til orða:""Menn gjalda stundum lausung við lygi""

Ég las einhverntíma að"í byrjun er það orðið - en að lokum glamuryrðin".Ég er þeirrar skoðunnar að þegar hinn aldni kappi(fjarskyldur frændi minn,báðir komnir úr frá Bárði Illugasyni í 6 lið)segi"skrökvar"þá er hann að að segja ósatt.Hann er vanur að nota kjarnyrt orð í skrifum og hefði hann sagt t.d.:Ólaf F "ljúga að sínum nánustu samstarfsmönnum"þá hefði ég trúðað hinum kjarnyrta gamla ref.Þetta á við í öll þau skifti sem hann notar orðið"skrökva"Mér finnst það orð eiginlega ekki eiga heima í orðaforða hans.

 

Ég er  ekkert svakalega  hrifin af þessum nýja meirihluta og vil vera hlutlaus,Enda kemur mér hann lítið við.En atburðir síðustu daga og hvernig ráðist er á mann vegna einhverra ímyndarða veikinda líkar mér ekki.Mér finnst það ekki fara, gömlum vestfirskum,pólitískum ref sem kann alla klækina vel að leggast svo lágt sem raun ber vitni,ráðast á garðinn þar sem hann er allægstur.Ég minnist þess á"trollaraárunum"þegar maður hélt fullum leigubíl af fólki agndofa í hrifningu af sögum hvernig maður"tók það á öðrum endanum"úti á Hala í NA 10,Stundum var það svo svakalegt að sagan dugði til Selfoss og heim aftur.Svo horfðu þessar"elskur"á mann tárvotum augum af hrifningu yfir hetjunni sinni.Ég efast stórlega hvor okkur frændunum(fjarskyldum að vísu)tókst betur með lygaþvættinginn.Hingað lesnir séu kært kvaddir

 


"Á lausu"

 

 

 

 

Sigmund er góður í dag (25/1´08)sem og vanalega."Gamli góði"Villi  nú II og nv borgarstjóri að hreinsa út úr Ráðhúsinu í Rvík.En inni er enn kona sem kemur út í glugga og heldur á spjaldi sem á stendur"á lausu"Já hún er á lausu blessuninn.Ekki efa ég að faðir þeirrar persónu sem ég held að Sigmund sé að túlka þarna,hefði einhvern tíma viðhaft kjarnyrta íslensku ef hann hefði verið að lýsa öðru eins"lauslæti"í stjórnmálum eins og umrædd persóna er búin að sýna.

 

Ég efast um að orð úr Íslendingasögum hefði nægt.Þvílíkur rælll sem dansaður er.Er virkilega til fólk í henni Reykjavík sem trúir á þessa manneskju til starfa fyrir sig í borginni.Hún er kosinn í Borgarstjórn af ákveðnum lista sem borin var fram undir ákveðnum listabókstaf"og óháðir"var bætt við flokksnafnið.Flokkurinn nær inn 1 manni í Borgarstjórn.1sti vara maður var svo umrædd persóna.Hún tapa svo varaformannsslag í fv flokk sínum.

 

Hún og 1sti maður á lista flokksins í Borgarstjórn ganga bæði úr flokknum,í framhaldi af því.Margumrædd persóna stofnaði síðan annan flokk.Og fer í framboð fyrir þann flokk til Alþingiskosninga fyrir kosningar sl vor.Hvort aðalmaðurinn af fyrrgr. lista gekk í þann flokk veit ég ekki.Hún varð varaformaður í þeim flokki.Síðan veikist fyrrgr. aðalmaður í Borgarstjórn og persónan tekur við.Persónan spilar svo furðulega rullu í "kuppi"vinstri manna í Borgarstjórn í nóv.

 

Skoðanakönnun var gerð daginn eftir.Þá kemur í ljós að fyrrgreindur listabókstafur tapar um 7%.Þá lætur þessi persóna hafa eftir sér í Fréttablaðinu þ 15 nóv.síðastliðinn þar sem m.a.segir ""Það er mjög jákvætt að kjörfylgi flokkana hafi ekki minnkað.Hún segist ekki samsama sig sig fylgi Frjálslynda flokksins,en rúm þrjú prósent styðja Frjálslynda og óháða.Enda er ég farin úr þeim flokki.""Maður hlýtur að spyrja sig:"er þetta ekki valdagræðgi af 1stu gráðu?".Þarna var hún að svara blaðamanni vegna skoðunnarkönnunar sem sýndi að fv flokkur,sem fyrgreind persóna bauð sig svo sannarlega fram fyrir hrapaði úr 10% við kosningar niður í 3,1% í skoðanakönnun.

 

Hverskonar stjórnmálamaður lætur svona vitleysu út úr sér.Ég skil ekki Svandísi Svavarsdóttir,sem ég held að sé upprennandi,átreystandi stjórnmálakona,skuli styðja sig við þessa hækju,sem hafði engan stuðning(eftir ummælum hennar sjálfar eftir umrædda skoðanakönnuna)Svo kemur hinn raunverulegi borgarfulltrúi til starfa.Þá er hann krafinn um læknisvottorð.Það mun vera einsdæmi í öllum samskiptum manna í opinberum störfum.Í mínum huga er það með einsdæmum  hvernig  hvernig fólk hefur"velt"sér uppúr veikindum þessa manns.Þetta minnir mig á árásir á Gudrun Schyman f.v formann Vänstre Partiet í Svíþjóð á sínum tíma.Þegar átti að"bola" henni úr formannssætinu efir hún kom til starfa eftir áfengismeðferð.

 

Ég er ekki að bera veikindin saman.Ólafur er ekki alki En alkaholismi eru viðurkenndur sjúkdómur hér á landi.Svo dæmin eru sambærileg að því leiti.Og hugmyndin að baki sú sama,finnst mér.Forðast rökræðuna með því draga veikindi inn í umræðuna.Nota veikleika persónunar(ef hann er þá fyrir hendi í þessu tilfelli)til að skjóta hana niður.Sjórnmálamenn sem svona hugsa og gera ,skammist ykkar.Nú væri gaman að vita í sambandi við fyrrgreint læknisvottorð sem borgarstjórnarfulltrúinn sem var veikur,var beðinn um þegar hann mætti til starfa.

Hver var það sem krafðist þess?Þarna finnst mér vanta skýringar frá fv meirihluta.Við samanburð á stefnuskrá þess lista sem þessar 2 manneskjur buðu sig fram fyrir og þeirri skrá sem nv meirihluti leggur leggur fram kemur í ljós að yfir 90% af því sem á þessu 2 plöggum stendur er samhljóma.Manneskjan þ.e.a.s að þessi ummrædda persóna"á lausu"er sem sagt að svíkja að minnsta kosti 90% af því sem hún þóttist berjast fyrir á sínum tíma við Borgarstjórnar kosningarnar, síðustu.þetta er umhugsunarvert fyrir flokksfólk hins nýja flokks hennar. 

 

Og hvaða steinar voru það sem nv Borgarstjóri lætur skína í að hafi verið lagðir í götu sína við endurkomuna af varamanni sínum.Borgarstjórinn nv var mikið spurður út í hvenær hann skýrði umsemendum sínum um meirihluta um að títt nefnd varapersóna styddi hann ekki.Ég tók skýringu hans gilda.En það væri líka fróðlegt að vita hvert"loforð"varapersónunar til fv borgarmeirihluta var þegar fyrra"kuppið"var gert..Ætlaði hún að sjá um hann,að hann yrði ekki til vandræða þegar að kæmi,ef þá hann kæmi til baka.Skildu vopnin hafa snúist í höndum hennar.Ég endurtek að ég skil ekki Svandísi Svavarsdótir sem ég met mikils sem stjórnmálamanns að hún skildi láta fé og valdagráðuga persónu leika svona rækilega á sig.

 

Og til að bíta höfuðið af skömminni krefur þessi persóna nú sinn gamla flokk sem hún reyndi að kljúfa,um kaup á meðan hún háði harða kosningabaráttu fyrir sinn nýja flokk. gegn honum.Ja nú finnst mér skítal..... vera farinn að reka við.Og ég get ekki annað séð en að títtnefnd persóna sé búinn að kljúfa þann flokk líka.Formaðurinn þess flokks talaði um hægrisinnaðan umhverfisflokk.

Ég get hreinlega ekki séð neina"hægri sveiflu"í rælnun sem daman dansar í dag.Það er fróðlegt að hugleiða orð sem títtnefnd persóna læt hafa eftir sér 2005 eftir brotthlaup Gunnars Örlygssonar úr fv flokki þeirra begga.""Símalínur hafa verið glóandi hjá mér frá því að ákvörðun hans varð opinber"segir hún,"Flestir tala um að þeim finnist ósanngjarnt að hann skuli hafa haft þingsæti af flokknum með þessum hætti""(frétt úr mbl 13 maí 2005) Nú er þessi auminga manneskja eiginlega flokkslaus."Á lausu"lætur Sigmund standa á spjaldi hennar.

 

Ég held satt að segja að þar hafi hann enn og aftur hitt naglan beint á höfuðið.Svo urðu ummæli ástsællar leikonu sem sem fylgdi títtnefndri persónu að málum og fór mikinn yfir"útlendingahatri"fv flokks þessara vinkenna á Borgarstjórnarfundi undarleg í meira lagi en þar mun hún hafa kvartaði yfir ágengni útlendinga á kaffihúsum borgarinar.Ég vil taka fram að ég styð ekki þennan nv meirihluta.En það skiftir engu máli ég bý hvort sem er ekki í Borginni

 

En mér finnst aðförin að nv borgarstjóra til skammar.Og að maðurinn eigi að fá frið við að vinna sitt verk.Ég sé satt að segja lítinn mun á þessum 2 aðgerðum.Þessu sem gárungarnir eru farnir að kalla"Vestmannaeyjamódelið"!!!!!!!.En mér finnst lúalegar aðferðir ógeðfeldar hvar sem þeim er beitt.Og ég er farinn að efast um þetta"rassvasalýðræði"sem tíðkast hér nú um stundir sé fólki til góðs.

Og sem dæmi um ólýðræðislega pólitík tek ég ásakanir prestssonarins úr Saurbæ sem sem vinur og flokksbróðir á að hafa kastaði öllum eldhúshnífum sínum í bakið á.Mér finnst nú ekki könnun þar sem hringt er í 600 manns og 72.7% af þeim tóku afstöðu þ.e.a.s um 430 manns.74,1 % af þeim studdu ekki þennan nýja meirihluta eða um 320 manns af um  um 87000 þ manns eða 0.3 %eitthvað  svoleiðis.Viss er ég um að Degi B og & co hefði þótt það lélegt ef það hefði á þann veginn.

Hvernig væri fyrir títtnefnda persónu sem nú er "á lausu"að taka sér vísu Páls J Árdal sér sem fyrirmynd

Ó,hve margur yrði sæll/og elska myndi landið heitt/mætti hann vera í mánuð þræll/og moka skít fyrir ekki neitt.

En það dytti henni aldrei í hug,þeirri góðu persónu.Við skulum minnast orða sem Steinbeck leggur í munn"Dock"í skáldsögunni"Ægisgötu""Það sem við dáumst að í fari manna góðvild,örlæti,hreinskilni,heiðarleiki,skilningur og samúð eru fylgifiskar mislukkunnar í þjóðfélagsskipulagi okkar.Og eiginleikar sem við fyrirlýtum:harðýðgi,græðgi,ágirn,níska,sjálfselska,og eigingirni afla mönnum veraldargengis.Og enda þótt menn dáist að kostum hinna fyrrnefndu eiginleika,eru þeir sólgnir í afrakstur hinna  síðarnefndu.""Tilvitnun líkur.

 

Þessi skrif eru enginn stórisannleikur heldur hugleðingar gamalls sjóara sem lætur sumt fara í sínar fínustu taugar.Sem sjálfur hefur oft staðið frammi fyrir óskemmtilegum sannleika,en alllavega ekki síðustu rúm 27 ár reynt að ljúga sig frá honum eða kenna öðrum um ófaris sínar.Séuð þau(ef einhver eru) sm hingað hafa lesið kært kvödd


1959

 

Á þessari vertíðinni 1959 skeði margt sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt í framhaldinu.Ég talaði um að ég hefði  kynnst"sætustu"stelpunni á böllunum.Nokkrum árum seinna átti ég eftir að giftast henni og vera það til allmargra ára.Þarna í Eyjum eignaðist ég góðra vini og að þeim vinskap bý ég enn þann dag í dag.Vesmannaeyingar tóku á móti mér með útbreiddum armi sem ég einnig bý að enn í dag.Góðvild og hjálpsemi sem er þeirra aðalsmerki.

 

null Til v Léttir báturinn sem fleytti mér síðasta spölinn í land í jan 1959,Og svo hinar fallegu Vestmannaeyjum

En þessi vetrarvertíð 1959 var mikil ógæftavertíð allavega jan og febrúar.Örfáir róðrar farnir þessa mánuði.Og mannskaðar urðu miklir.Stax 2 jan tekur mann úf af togaranum Sólborg.

 

 Hið nýja og glæsilega Grænlandsfar sem fórst í jómfrúarferðinni í jan 1959

 

30 janúar ferst danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft í ofviðri í sinni fyrstu ferð.Það var sagt fyrir Jómfrúarferðina að skipið gæti ekki sokkið.Það sama og var sagt um Titanic 1912 þegar það skip fórst einnig í jómfrúarferð og með því 1500 manns.Með Hans Hedtoft fórust 95 manns.Snemma í febrúar fær skip Eimskipafélagsins Tungufoss á sig brotsjó milli Færeyja og kastaðist á hliðina.Áhöfninni tókst með þrautseigju að færa farminnn til í skipinu og með því og dælingum mili balasttanka tókst að rétta skipið.Og komst það klakklaust til hafnar

 

 Tungufoss skip Eimskip sem fékk á sig brot.En komst hjálparlaust til hafnar.

Síðan koma fréttir af þeirri hættu sem b/v Þorkell Máni lenti í á heimleið af Nýfundnalandsmiðum.En með ótrúlegu atgerfi og sjómennskuhæfileikum tókst skipstjórnendum að vinna baráttuna við storm og ísingu.Hæst bar þó að það slys þegar togarinn Júlí frá Hafnatfirði fórst við Nýfundnaland með 30 manna áhöfn  9 febrúar.Sá yngsti 16 ára en elsti 48 ára.

       

Lengst til v hinn harðduglegi skipstjóri á Þorkeli Mána Marteinn Jónasson í brúarglugganum á skipi sínu.En Marteinn ásamt skipshöfn sinni bjargaði skipinu þar sem m.a. yfirvélstjórinn brenndi af davíður bjargbátanna svo þeir yfirísaðir losnuðu frá skipinu.Það m.a. átti sinn þátt í að þeir sluppu lifandi frá hildarleiknum.Í miðju Þorkell Máni í höfn"rúinn"bjargbátanna,Lengst til h skipið sjálft

 

 

Togarinn Austfirðingur kom aðeins við í Reykjavík eftir viðkomuna í Eyjum þar sem ég fór af og hélt síðan á Nýfundnalandsmið og lenti í sama veðri.Menn sem um borð voru hafa sagt í mín eyru að afburða sjómannshæfileikar Guðmundar skipstjóra hefði bjargað lífi þeirra.

 T.v b/v Júlí sem fórst við Nýfundnaland og b/v Austfirðingur sem slapp úr hildarleiknum

En ég slapp sem betur fer við þennan hildarleik.15 febr ferst sjómaður af slysförum um borð í b/v Þorsteini Ingólfssyni.

  Til v v/s Hermóður sem fórst út af Stafnesi í febr.1959.T.h Ísaður togari kemur í höfn

 

Aðfara nótt 18 febrúar Vitaskipið Hermóður ferst við Stafnnes og með því 12 menn.Út af þessum sjóslysum (Júlí og Hermóðs) sagði Jón Pálmason þv forseti Sameinaðs Alþingi m.a:""Helfregnir berast nú dag eftir dag/dauðans er mikilsvirk hönd,/úthafið syngur sitt útfararlag/öldurnar grenja við strönd/Íslenska þjóðin er harminum háð,/hrópar í neyðinni á guðlega náð/.

 

  T.v Langanes NK30 t.h Goðaborg NK1 sem undir stjórn Hauks Ólafssonar bjargaði áhöfn Langaness

21 febrúar sekkur vélbáturinn Langanes NK30 18 sjm NV af Eyjum.m/b Goðaborg NK skipstjóri Haukur Ólafsson bjargar áhöfninni 6 mönnum.28 febrúar drukknar sjómaður í Reykjavíkurhöfn.15 mars er farið að leita lítils báts frá Eyjum með 3 Ungverjum.Þeir bjargast með ólíkindum í land undan bænum Fornusöndum í V-Eyjafjallahreppi.

 

    

Til v Gulltoppur VE177 á leið til hafnar í Eyjum og svo á Þykkvabæjarfjöru 

 

16 mars strandar vélbáturinn Gulltoppur Ve 177 í Þykkvabænum.Báturinn hafði fengið í skrúfuna og rak í átt til lands.M/b Sindri undir stjórn Júlíusar Sigurðssonar(kenndur við Skjaldbreið)tókst að koma vír í bátinn 4 sinnum en hann slitnaði alltaf Skutu svo Gulltoppsmenn út gúmmibát og komust allir í hann nema stýrimaðurinn,Gúmmíbáturinn var svo dreginn að Sindra og mönnunum bjargað um borð í hann.Júlli renndi svo Sindra upp að Gulltoppi og gat stýrimaðurinn sem,ef mig misminnir ekki þess meir var hinn,seinna fengsæli og nú,látni skipstjóri á Gullbergi,Guðjón Pálsson,stokkið um borð í Sindra..Ég vona að ég verði leiðréttur,ef ég fer hér með rangt mál.

Sindri VE203 sem hinn ötulli sjósóknari Júlli á Skjaldbreið var með er hann bjargaði áhöfn Gulltopps

Af Gulltoppi er það að segja að hann náðist út.11 árum seinna var ég stm á þessum bát þegar hann 5 maí 1970 sökk undan Portlandi og Einir SU bjargaði okkur.Skipstjóri á Einir var Ríkharður Sighvatsson(Rikki í Ási)Báturinn hét þá Norðri.Svo var það 8 apríl(1959) að skáldið og aðalskakarinn Ási í Bæ fellur fyrir borð á bát sínum Hersteini.En Óskar Þórarinsson(frekar þekktur sem Skari á Háeyri nú kunnur skipstj og útgerðarmaður í Eyjum)kastar sér eftir honum og bjargar

 Hersteinn bátur Ása í Bæ 

 

Sjómenn spila á fína strengi fiðlu dauðans stundum slitnar strengurinn og sjómaðurinn gistir hina votu gröf.Þó að þessir 2 mánuðir jan og febr.1959 hafi kostað 45 íslenska sjómenn og kannske ekki sambærilegir vegna 2ja stórslysa gefur þetta samt svolitla innsýn í sjómannslífið á þessum tíma.Og munið það ungu menn að hætturnar eru allstaðar þó þið séuð komnir á stærri og fulkomnari skip.Ein er sú hætta sem bæst hefur við þær sem sjómenn þess tíma bjuggu kannske alveg eins mikið við.En það er eldurinn.Hann hefur alltaf verið fyrir hendi en gerfiefni nútímans gera hann ennþá hættulegri.

 Sjómenn berjast við einn versta óvininn ísinguna

 

Menn geta ekki rifjað upp eina vetrarvertíð hér á árum áður en að komast út í slysahornið.Þetta er bara sagan.Þegar maður gamall maður rifjar þetta upp þá minnist maður þessara manna sem hlutu hina votu gröf.Þetta voru kannske góðkunningar manns fv skipsfélagar og kammeratar.Og þið sjáið það af þessum endurminningum að það er sama hvaða tegund sjómennsku menn stunda.Hvort það heitir far eða fiskimennska þá eru menn að fást við sömu hætturnar.Og munið að Sjómannadagurinn er til að minnast þessara manna enginn annar dagur tekur yfir hans verksvið.Munið það ráðherrar og forustumenn sjómanna að minningardagur um baráttu sjómanna við storm eld og ís  heitir "Sjómannadagur"og hann á að halda fyrsta sunnudag í júní, annað er lögbrot.Og þið sem skammist ykkar fyrir að taka þátt í hátíðarhöldum sjómanna í tilefni þess dags.Hundskist bara til að vera heima hjá ykkur.Lesið ykkar atómljóð afturábak og áfram og skammist ykkar fyrir lítillæti gangvart þessum degi.Degi þar sem sigrum er fagnað og ósigrar eru harmaðir.Hingað lesnir séu kært kvaddir

 

 

 

 


Á vetravertíð fyrir 49 árum.

 

Svona gamlir kallar eins og ég ættu ekki að liggja mikið í að vera að rífast út í allt og alla og vera alltaf með eitthvað fjandans röfl um allt sem honum finnst fara afvega í þjóðfélaginu.Þetta getur orðið til að menn lifa bara á neikvæðum nótum.Vera þar af leiðandi alltaf í fýlu.Mér leiðist faktíst að vera í fýlu.Og fýlipokar fara í taugarnar á mér.Svo að ég ætla nú ekki að vera að agnúast út í neitt allavega ekki í byrjun.Hvort ég espa mig upp í lokin veit ég ekki enn

 

.En mig langar til að segja ykkur frá fyrstu vertíð í Vestmannaeyjum.Árið er 1959.Ég var netamaður(gilsari flest störf á dekki síðitogaranna höfðu nöfn og var gilsarastarfið eitt af æðri störfunum)á b/v Austfirðing SU 3.Skipstjóri var hinn ágæti skipstjóri Guðmundur Guðlaugsson frá Vestmannaeyjum(ávallt kallaður Gvendur Eyja).Sem í mínum huga er sá alklárasti togaramaður hvað verklægni snertir sem ég hef siglt með.Við höfðum selt aflann í Bremenhaven þ 20 jan.Seldum 118 ts fyrir 110,300 DM.Komum svo við í Færeyjum til að ná í sjómenn þaðan til starfa á skipum útgerðarinnar sem einnig gerði út togarann Vött SU 103

 

Stutt stans var haft á Eskifirði sem var heimahöfn.skipsins Var svo ferðinni heitið til Reykjavíkur með viðkomu í Vestmannaeyjum.En frændi Guðmundar skipstjóra Ólafur Sveinbjörnsson(Ávallt kallaður"Óli múrari".Vel þekktur Eyjamaður sem látinn er  langt um aldur fram fyrir nokkrum árum) var með okkur og hafði hann gert samkomulag við Guðmund frænda sinn um að honum(Óla)yrði skutlað í land í Eyjum.Svo vorum við 2 eða 3 aðrir sem ætluðum á"vertíð"og fórum um borð í Léttir hinn fræga hafnsögubát á "Víkinni".

 

Mikið var maður nú vígalegur og til í allt.Í hvítum lokubuxum og svartri Viktoríupeysu með"sixpensarann"á hausnum.Sem sagt búinn algerum einkennisbúningi togarasjómanna þess tíma.Og sem"gilsari"var maður ekki alveg búinn að þvo af sér smursvertuna sem fylgdi starfinu.Það er ekki meining mín að gera lítið úr einum eða neinum í þessu minnigarbroti mínu og mun ég þess vegna breyta nöfnum á sumum mönnum sem við sögu koma.Svo að ekki sé neinni rýrð kastað á minningu eins eða neins.Fyrsti maður sem ég hitti eftir að hafa "tjékkað"inn hjá Inga hótelstjóra á hóteli H.Ben. var kunningi minn nú til margra ára Svenni Dalla.

 

Svenni var í þeim hóp semog Guðmundur skipstjóri og fl sem ég leit ofboðslega upp til sem togaramanna.En Svenni hafði verið með okkur 1 eða 2 túra um sumarið.En var nú kominn á vertíð á Víði Su 175.Þarna var ég sem sagt komin í land í Eyjum.Vopnaður 2 eða 3 kössum af Lövenbrau bjór 4-5 flöskum af"gaddavír"(Vodka 75% )og einhverju pökkum af Camel.Það er enginn ber sem hafði Svenna Dalla að baki.Maður gat rifið kjaft við alla ef svo bar undir,Svenni sá um restina.Nú svo kom að því Lövenbrauin og gaddavírinn komst í þrot.

 

Og hvítbuxninn í svörtu peysunni þurfti að fara líta eftir einhverju öðru en að spóka sig í trollaragallanum innan um saklausar vertíðarstúlkur.Óli Sveinbjörns reyndist vinur í raun og kom mér í pláss á einum af alminnstu bátunum á vertíðinni.Þetta var svona tæplega 700 tonna fall hvað skipsstærð varðaði fyrir hinn hvítbuxnaklædda gilsara.Skipstjórinn var ættaður frá Verstmannaeyjum.En hafði lítið nálægt línu eða netaveiðum komið.Eigandi bátsins var einn af stæstu útgerðarmönnum Eyjanna.Ég var strax munstraður og komst strax á"tryggingu".

 

Og nú tóku við dagar"víns og rósa".Maður fékk alltaf útborgað trygginguna vikulega að mig minnir.Þá varð maður nú heldur betur maður með mönnum.Búin að kynnast einni af sætustu stelpunni á böllunum.Alltaf með aura um helgar og lífið blasti við hinum fv gilsara sem nú titlaði sig sem stýrimann.Þó engin prófin hefði hann og báturinn það lítill að engan stýrimann þurfti.En þetta fór vel í þá sem ekki vissu betur:Þegar ég "munstraði"á bátinn var hann uppí slipp.Þegar slippvinnunni var lokið neitaði slippeigandinn að hleypa honum niður fyrr en útgerðarmaðurinn gerði upp sínar skuldir við hann.Í þessu "þrasi"stóð svo í um það bil mánuð.

 

En maður var alltaf á vegum Bakkusar um helgar,búinn að koma sé upp "kröfukerfi"En í því kerfi botna sennilega fáir sem ekki upplifðu það í Vestmannaeyjum og á öðrum stöðum sem ÁTVR hafði ekki útsölu.En svo kom að alvörunni í málinu.Útgerðarmaðurin gat borgað skuldir sínar og alvaran tók við,Fyrst var haldið til línuveiða.Við vorum 4 á sjónum .Við getum kallað skipstjórann Björn,1sta vélstjóra Magga 2nnan vélstjóra Gunnar og ég.Lítið var nú að hafa og ef línan slitnaði fannst ekki mikið af henni aftur.En nokkra róða fórum við á línu en  svo var skift yfir á net.Steinaðar voru niður 3 trossur.

 

Og nú var áhöfnin fullskipuð.Björn skipstjóri Maggi 1sti vélstj.Gunni 2nnar vélstjóri og hásetarnir Óli "Borgarn.."Siggi"Smokkur"og Addi"Andskoti"Þetta held ég að hafi verið sú skrautlegasta áhöfn hvað viðurnefni varða sem ég hef siglt með.Í þessari upptalningu breiti ég öllum nöfnum nema mínu en viðurnefnin eru látin halda sér.Netin voru svo lögð en aldrei dregin af okkur.Við fundum aldrei neina af baujunum.Magnús Grímsson( sem ég held að sé ávallt kallaður Mangi á Felli)var skipstjóri á Andvara VE 101 þessa vertíð hann fann svo seinna 1 trossuna alla í flækju og"snörlaði"hana inn og fengum við að greiða hana á Nautshamrinum.Svokallaðir"útfarar"höfðu verið setti á öfugan enda.

 

Jæja nú var haldið á handfæri skipshöfnin eiginlega hin sama nema nú höfðum við fengið danskan"förste mester"Hann hafði verið vélstjóri á dönsku flutningaskipi sem hafði komið til eyjanna með salt en hafði legið í þar einhvern tíma vegna bilunar.En vélstjóranum hafði litist svo vel á sig í Eyjunni að hann kom fljótlega til baka.Og ég veit ekki annað en að hann hafi sest að um nokkuð langan tíma í Eyjum.Þegar þetta var var Ási í Bæ á Hersteini(en Hersteinn var svipaður að stærð og sá bátur sem ég var á)aðalaflamaðurinn á færunum.Nú tók Björn skipstjóri upp á því að elta Ása út um allan sjó.Hersteinn var búinn 60 ha Tuxham vél en í bátnum sem ég var á var 150 ha GM vél.Báturinn var því miklu gang meiri en Hersteinn.

 

Björn skipstjóri hafði þann háttinn á að koma keyrandi að Hersteini alveg á fullri ferð og bakka svo á fullu er komið var að honum.Ekki líkaði hinni öldnu einfættu sjóhetju og skáldi Ása í Bæ þessi vinnubrögð og kom hann einu sinni ábúðarfullur um borð til okkar í landi eftir mikinn"svingdag"og hellti sig yfir Björn.Sagði að maður ætti helst að sigla löturhægt um sjávarins öldur og hafa helst ekki augun af dýptarmælinum og ef hann sýndi lóðningar ætti maður helst að vera á flókaskóm er maður væri búinn að stoppa fleyið og læðast um dekkið að færunum.Eftir það laumuðumst við eftir sjónum í leit að lóðningum.En lítill var árangurinn.Þetta endaði svo með því að"Gemsinn"sagði stopp og neitaði að taka þátt í svona laumuspili.Mér skildis seinna að það hefði jafnvel verið höfuðorsök vélarbilunarinnar hve hægt við fórum með ströndum.

 

En ég var svo spurður hvort ég gæti tekið að mér kokksstarf á einum af Austfjarðarbátunum sem réru þessa vertíð frá Eyjum.Þessu játti ég og endaði"gilsarinn"ungi sem kokkur og segir ekkert af þeirri eldamennsku en skal skýrt tekið fram að enginn dó af matareitrun.Og eins og segir í vísunni:"allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó"Ég vil að lokum endurtaka það,að það er á engan hátt ætlun mín að gera lítið úr neinum eða neinum.Mér ferst það ekki og alls ekki frá þessum tíma og seinna þar sem ég varð mér sjálfur til skammar vegna mikils samneitis við Bakkus.En ég get nú ekki annað en brosað að þessum bernskubrekum sjómennsku minnar.Og vona að einhver sé sama sinnis.Þeim sem hingað hafa haft nennu til að lesa kveð ég kært að sinni.


Áar

 

 

Föðurafi minn var mikill Sjálfstæðismaður.Ég kynntist honum ekki fyrr en ég var 7 ára gamall.Móðurafa mínum kynntist ég aldrei vegna atvika sem leiddu til aðskilnaðar míns við móður mína þegar ég var 2ja ára,En ég eignaðist(7ára) "stjúpafa"sem líka var harður Sjálfstæðismaður.Kynni mín af föðurafanum eru ekki mikil enda stóðu þau kannske stutt vegna hve gamall ég var er ég kom í hans heimabyggð og hve snemma ég tileinkaði mér lífshætti sem honum voru ekki að skapi.

 

En tengsl við stjúpafann voru nánari.En báðir þessir menn voru eiturharðir"Íhaldsmenn"Óli Thors var þeirra maður.Og ég átti meira að segja heima í því húsi sem sá sómamaður var fæddur í,í nokkur ár.Ég leit upp til föðurafa míns og bar óttablandna virðingu fyrir honum.Hann var t.d.í hreppsnefndinni.Stjúpafi minn var allt öðruvísi,þótti gott að fá sér neðan í því og setti kíkirinn fyrir blinda augað hvað varðaði lífsmáta minn.

 

En af þessum mönnum tamdist mér að líta á Sjálfstæðisflokkinn sem minn flokk.Mitt fyrsta launaða starf fyrir utan að hræra í blóðinu í sláturhúsinu sem föðurafi minn stjórnaði var að bera út"Moggan"í heimabænum.Í mínu fyrsta skipsrúmmi voru flestir ef ekki allir Sjálfstæðismenn.Ég var sem sagt alinn upp sem púra"Íhald"Og ef ég hefði verið  nokkuð mörgum stigum hærri í greind og  gengið menntaveginn hefði ég kannske orðið of menntaður Íhaldsmaður til að sjá hvernig forusta þess flokks "valtrar"nú yfir almenning í þessu landi.

Og það ögurvald sem þeir virðast taka sér í dag.Og hvernig þeim tekst að"mylja"undir sig samstarfsflokka.Allavega eftir yfirlýsingum samstarfsráðherrana í ríkisstjórn undanfarið.Þvert á kosningaloforð þess flokks.Og ég hefði þóttst trúa öllu sem út úr kjöf... þeirra kemur Fyrrgreindir"áar"mínir trúðu á flokk sem hafði fyrir kjörorð"Gjör rétt-þol ei órétt"Flokks sem,hvers formaður sagði á áramótum 1945 m.a:

 

""Við Íslendingar erum minnsta sjálfstæða þjóð heimsins.Því minni sem þjóðin er því meira á hún undir að haga svo búskap sínum, en einkum þó viðskiptunum út á við að hún með því ávinni sér virðingu annarra þjóða.""

 

Og svo:"" Að minnsta þjóð heimsins getur vel teflt velferð sinni og sjálfstæði í voða ef hún temur sér siðleysi í þeim efnum sem beinast blasa við sjónum annarra þjóða, og jafnvel snerta beinlínis hagsmuni þeirra, þ.e.a.s. meðferð utanríkismála sinna.""

 

Seinna:"" Við Íslendingar þurfum einnig að láta okkur skiljast, að við megum ekki fremur en aðrar þjóðir ætla, að við getum til lengdar vænst mikils góðs af nokkurri þjóð, umfram það, sem er í réttu hlutfalli við þá þýðingu, sem við höfum fyrir hagsmuni hennar sjálfrar. Þetta er lögmál lífsins. Eftir því skulum við hegða okkur, m.a. vegna þess, að það er frumskilyrðið til að eignast þá vináttu og virðingu annarra þjóða, sem getur, þegar mest á ríður, verið verðmætari en nokkrir fjársjóðir."""

 

Svona talaði formaður Sjálfsstæðisflokksins til þjóðarinnar 1945.Þetta virðist sá arftaki sem nú situr í hans stól aldrei hafa lesið.Nú á ekki að fara eftir alþjóðasamningum af því að það passar okkur ekki.Mér liggur satt að segja við að líkja rökum ráðherra Íhaldsins og þeirra LÍÚ manna við rök verjanda"Vasamannsins"í hinu ógeðfelda barnaníðingsmáli í Noregi þegar hann sagði "" «Dette er ganske beskjedne handlinger. Det er ikke all verden. Disse vil ikke ha tatt skade av dette""

 

Mínar fínustu taugar eru eiginlega horfnar eftir allan þann lygaþvætting sem ég  lítilfjöllegur ellilífeyrisþegi verð að hlusta á koma út úr kjöf..þessara svokölluðu"ráðamanna"Hvernig ég er,ásamt mínum líkum er lítillækkaður nær því á hverjum einasta degi með því að bera slíkar lygar á borð fyrir mann sem gert er í dag.Ég hef oft sagt að það fari í mínar"fínustu taugar"hvernig menn ætlast til (hugsa ég) að fólk trúi djöfu..... lygaþvælunnu sem vellur út um kjö...... á þessum mönnum.Nú eru þessar"fínu tauga"ofurliði bornar.Og ég læt þessa lygaþvælu koma inn um annað eyrað og út um hinn.Ég hreinlega lít á þessa menn sem trúða.

 

.Hvaða heilvita manni með greind yfir 10 ára barn trúa því innst inni að flokksbönd hafi engu ráðið um veitingu eftirfarandi embætta:Skipun Ólafs Barkar í starf Hæstaréttardómara 1 sept 2003.Jóns Steinars í samskonar embætti 29 sept 2004.Og svo núna Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm fyrir norðan og austan.Það væri ábyggilega áhugavert að vita hve margir virkilega trúa því að engin póllitísk tengsl séu í spilinu.

 

Virkilega inn við beinið.Menn eiga ekki að verða fórnarlamb ættartengsla og heldur ekki að geta notað þau sér til framdráttar.Ég verð að viðurkenna að ég hef sennilega notið afa míns er ég 9 ára gamall fékk vinnu við að hræra í blóðinu í sláturhúsinu sem hann stjórnaði.Svo að mér ferst kannske ekki að tala um ættartengsl við vinnuútvegun.Kært kvödd.

 


Munstringar stjórnarherrana

 

Það er margt að gerast í þjóðfélaginu um þessar mundir.Margt sem fær mann til að hrista sinn gamla haus yfir.Ráðningar í ýmsar stöður.t.d.Ég satt að segja vorkenni þessum syni fv forsætisráðherra.Maðurinn sóttu um embætti og fékk það.

 

Það á á engan hátt að hafa áhrif á frama manns,hverra manna hann er.Hvorki til framdráttar eða útilokunnar.En hvernig staðið var að veitingu stöðunnar finnst mér vera fyrir neðan allar hellur.Það virðist í fljótu bragði ekki þurfa að fara eftir lögum og eða reglum í þessu þjóðfélagi nema þegar það hentar viðkomandi ráðherra.Mér fannst satt að segja réttarfarið á Íslandi ekki þola svona meðferð.Minnugur skipan 2ja hæstaréttardómara fyrir örfáum árum.

 

Og rökstuðningurinn finnst mér falla um sjáft sig.Hvað með umsækjanda um hæstaréttadómarastöðu,sem var um árabil aðstoðarmaður dómsráðherra?Aðstoðarmanns starfið var léttvægt fundið þá.Ég held satt að segja að hinn almenni borgari sé ekki trúaður á "fair"málsmeðferð í réttarkerfinu hér lengur.Þetta var ekki til að bæta það.

 

Um aðrar stöðuveitingar vil ég ekki tjáð mig þar sem ég held ekki,að í þeim málum hafi verið algerlega gengið í mót áliti neinnar ráðgefandi nefndar,En eitt er athyglisvert í málfluttningi setts ráðherra þegar hann sagði í kvöldfréttum Stövar 2 að stundum sé maður neyddur til að taka ekki mark á ráðgjöfum.Ég held að ég hafi heyrt rétt "neyddur"til að gera svo.Þá er það spurningin sem brennur á vörum:"Hver neyddi ráðherrann?"

 

Ég vona svo sannarlega að ég hafi misheyrt hvað hann sagði enda var hann á hraðferð á undan fréttakonunni.En ef það er rétt heyrt:Eru þá svo voldugir menn til í þessu þjóðfélagi bak við tjöldin að þeir geti"neytt"ráðherra til að gera eins og þeim(þessum mönnum) lystir?þá erum við illa stödd ég segi ekki annað.Þá vitum við líka hvernig verður um athugasemd frá mannréttindanefndar SÞ.Er boðskapur Friðriks J Arngrímssonar í því máli kannske skipun frá"þessum mönnum"til ráðherra sjávarútvegs um að hundsa tilmæli nefndarinnar.Það væri þá til að toppa þessa andsk..... vitleysu sem nú tröllríður allri utanríkisþjónustunni og farið er með út um allan heim með ærnum kostnaði.Að við fáum sæti í Öryggisráði SÞ.Ekki vantar pilsaþyt ráðfrúar utanríkismála í hlýrri golunni í Palestínu þegar hún kvakar þar um mannréttindi og nauðsyn á að fólkið þar fái sín mannréttindi.

 

Eða þegar sendir eru með dýrum dómum einhverskonar eftirlitsmenn  til að fylgast með kosningum t.d.í Rússlandi þar sem hámenntaður lögfræðingur er að reyna að koma skikki á dómskerfið.Og það í mikilli andstöðu hagfræðinga sem ekkert sjá annað en peninga og meiri peninga."Ja fussu svei mannaþefur í helli mínum".Er nú ekki komið nóg af hrokanum í okkur íslendingum hvað varðar að vera undanskildir ýmsum alþjóðareglum vegna smægðar okkar en ætlum svo allt að gleypa þegar út í það er farið.

 

Ef svo reynist rétt vera þá leggst þetta"hefðarfólk" í ríkisstjórn lágt.Þá verðum við neydd til að hætta að reyna að koma alvöru lýðræði á í öðrum löndum.Við með okkar"rassvasalýðræði"verðum neydd til að steinhalda kjaf...Yfir öllum öðrum sem fótumtroða hið sanna lýðræði.Og verðum neydd til að halda kjaf.. þar til að tekið verður upp virkilegt lýðræði hér.Þar sem menn fara eftir þeim lögum og reglum sem þeir hafa sjálfir verið með í að setja með lýðræðislegum hætti.Til hvers andsk.... er að setja á stofn nefndir til ráðgjafar ef ekkert er svo farið eftir þeim.

 

Ráðherra fjármála,settum ráðherra í dómsmálum í fyrrgreindri ráðningu hefur kannske talið sig brenndan af ráðleggingu ráðgafa í Grímseyjarferju málinu.Þá skilur maður kannske mannræfilinn.Mikið fjandi er maður heppinn að vera sonur ósköp venjulegum verkamannni af ósköp venjulegri ætt(að vísu íhaldsætt).Ég man eftir,þegar ég,rétt eftir að mér hlotnaðis kosninga og kjörgengi fór rallhálfur á kjördag og hitti einn framsóknarframbjóðandan í heimabyggðinni og lofaði að kjósa hann ef hann útvegaði mér pláss á"Sambandsskipi".Plássið gegn um hann fékk ég aldrei enda stóð ég ekki við orð mín og kaus"'ihaldið"ens og öll ættin.Enda höfðum við Bakkus lítið að gera saman á"Sambandsskipi"á þeim tíma.Verið ávallt kært kvödd


Meinlausari drykkja.

Ég næ ekki alveg upp í þetta með að drykkja íslendina sé orðin meinlausari en hún var.Er það meinlausari drykkja að eftir hverja helgi má hreinlega segja,liggja menn stórslasaðir á sjúkrahúsum eftir ölóða ofbeldisseggi.Ég segi bara eins og vera ber sem gamall kall.þetta var ekki svona er ég var ungur.Ég er sammála um að drykkjusiðir íslendinga hafi breyst með tilkomu bjórssins.En að menn lægju rotaðir og útsparkaðir í hrönnum út um allan bæ,Það þekktist ekki, hér í "den"það fullyrði ég.En það getur verið að menn hafi látið reiði sína bitna meir á dauðum hlutum,húsgögnum.og svoleiðis í þá daga.En hvort er betra.Kært kvödd


mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgun Bjargarmanna

 

Við skulum athuga forsíðu Morgunblaðsins laugardaginn 3ja janúar 1948.Stæðsta fyrirsögnin er svo hljóðandi:""Söluskattur hækkar ekki vöruverð""Undir fyrirsögn:""Ýmsar vörur lækka í veðri og einnig margsskonar þjónustu""Fyrir ofan mynd af Albert Guðmundsson knattspyrnumann stendur:"6 milljónir franka boðnar í Albert Guðmundsson.Í greininni stendur að knattspyrnklúbburinn Nancy í Frakklandi hafi verið boðnar 6 milljónir franka í Albert en þeir hafi hafnað því.Fárviðri og flóð víða um lönd er önnur fyrirsögn

 

En neðst til hægri á síðunni er lítil grein með fyrirsögninni."4 menn voru á m.b.Björg"Og svo segir:"Menn eru nú ornir vondaufir um að m.b.Björg frá Djúpavogi sje enn ofarsjávar.Eins og skýrt hefur verið frá hafa skip og flugvélar leitað bátsins á stóru svæði,en án árangus.Á bátnum voru fjórir menn:Sigurður Jónsson skipstjóri,Ásgeir Guðmundsson,Arnór Karlsson,og Sveinn Þórðarsson""Hér lýkur tilvitnun.m.b Björg sem var 20 tonn að stærð var í eigu Sigurðar skipstjóra og Ingólfs Kristjánssonar,hafði farið í róður að kvöldi annars dags jóla.Engin talstöð var í bátnum því hún hafði bilað og var ekki komin úr viðgerð.

  m/b Björg SU 77

Síðan líða nokkrir dagar og svo kemur"Mogginn"út á þrettándan,6 jan.Fyrirsögn yfir alla blaðsíðuna:""Skipverjar af Björgu heimtir úr helju""og undirfyrirsögn""Hittu þýskan togara skammt frá Dyrhólaey eftir mikla hrakninga og mannraunir""og næsta undirfyrirsögn:"Forspá á jóladag:"Við lendum í Reykjavík í þessum róðri""Síðan kemur lýsing á ótrúlegum hrakningum þeirra manna sem á bátnum voru:"Sigurðar Jónssonar 22 ára skipstjóra bátsins.Ásgeirs Guðmundssonar 27 ára,Arnórs Karlssonar 34 ára og Sveins Þórðarsonar 30 ára.Svo segir "Mogginn"m.a."Þýski togarinn Lappland kom hingað á ytrihöfnina í Reykjavík kl 3 aðfaranótt sunnudags.en skipverjar höfðu ekki samband við land fyrr en nokkru eftir hádegi á sunnudag að hafnsögumenn komu út í togarann.Svo var það ekki fyrr en kl hálf þrjú að það vitnaðist um hina óvæntu og gleðilega heimsókn hingað til bæjarins""

 

Í viðtali við Valtýr Stefánsson í "Mogganum"segir Sigurður skipstjóri m.a:""Við lögðum af stað í róður kl 11 að kvöldi annan jóladag,Við lögðum línuna útaf svokölluðum Hvítingum við Eystrahorn.Þangað er um tveggja klukkutíma ferð frá Djúpavogi.N-stormur var með frosti.En þó ekki svo hvass að veður hamlaði okkur við veiðarnar.Við höfðum lokið við að draga línuna kl 2,30 um daginn.Fengum 4 tonn af fiski.Snúum síðan til lands.Veður fór nú harðnandi.Og er við áttum eftir klukkutíma ferð heim,stöðvaðist gangvélin.Hafði þá komist sjór í olíugeyminn,sennilega þannig að leki hefir komið í þilfarið,og sjór vætlað niður í geyminn.Við höfðum með okkur olíufat.en gátum nú ekki náð til þess einsog kringumstæður voru ornar,vegna þess hve kominn var mikill sjór..Þegar komið var fram á kvöld komum við vélinni aftur í gang.En það var bara í stundarfjórðung."""Síðan hefjast hin eiginlega lýsing á hrakningunum.

 

Hvernig skipverjar bjarga sér með snarræði en naumlega frá strandi í Selskeri.Hvernig skipstjórinn frýs fastur við kaðalinn sem notaður var við að heysa upp seglin.Varð að rífa sig lausan og skyldi eftir skinnflysur á kaðlinum.Og hvernig með frábærum sjómannshæfileikum skipverjar sleppa úr klóm þeirra Ægis og Ránar sem allan tíman að heita má reyndi að næla í þá.Svo aftur að frásögninni:""kl eitt aðfaranótt  29 des lögðumst við á 35 fm dýpi.Lágum við þar við stjóra.Höfðum við með okkur í bátnum 4 steina 40-50 kg að þyngd og bundum þá við legufærin.Þarna liggjum við um nóttina og næsta dag fram til kl 4 síðdegis.Þá var komið fárviðri af NA.Þá slitnaði báturinn upp og rak nú til hafs..Þannig gekk í 2 daga þ.29 og 30.Við kyntum bál á þilfarinu á nokkra klukkutíma fresti.Síðan segir frá er þeir sjá ljós á skipum kynda bál en enginn virðist taka eftir þeim:Þeir töldu sig komna 35 sjm útaf Vestrahorni er þeim tekst að snúa til lands.

 

Reyndu að ná til Hornafjarðar en það tókst ekki.Vindur alltaf af NA.Þeir komast svo upp undir Ingólfshöfða á nýársdagskvöld.Þar sjá þeir 4 togara en enginn sinnti þeim þó þeir kæmust það nálægt að þeir sæu sjómennina á dekki togarana.Nú var kominn leki að bátnum og urðu þeir að hafa sig allan við til að ausa..Þeir ná svo að leggast aftur við akkeri á 18 fm við Ingólfshöfðan um kvöldið á nýársdag.En undir morgun slitnar sú akkerisfesti líka.Nú var komið ofsaveður af NA.og datt þeim nú í hug að hleypa í land,Víkjum að viðtalinu""Strákarnir vildu það.Og jeg gat þá ekki  verið á móti því(yngstur um borð ath.mín)En áður en við sæjum til lands,voru svo ægileg brotin allt í kring um okkur.Svo við snjerum við.Og ég skil ekki hvernig við sluppum aftur lifandi út úr þeim brimgarði."""Og áfram halda hrakningarnar.Ausa kynda bál

 Hrakningar m/b Bjargar um áramót 1948

Tvisvar um nóttina fá þeir á sig brot sem færir bátinn í kaf en hann klárar sig af þeim.Blaðamaðurinn spyr:"voru þið ekki orðnir hræddir um að komin væri ykkar síðasta"""Við höfðum engan tíma til að hugsa um það" svarað hinn ungi skipstjóri með hægð.Síðan segir áfram""um sex um morguninn vorum við ornir lúnir.Sjórinn fór hækkandi í bátnum.Þá sáum við skip skammt frá okkur.Þá kynndum við enn bál.Þá notuðum við dýnu til að brenna auk spýtnabraks og lóðabelgi(þá voru notaðir tjörubelgir sem nú finnast bara á sjóminjasöfnum ef þeir finnast þá þar:ath.mín),sem bundnir voru á þilfarinu.En allt sem var ekki rígbundið tók út þegar við fengum brotin á okkur um nóttina.Vættum við dýnuna og belgina í olíu.Og nú kom bál sem dugði.Það var mikið að þið skylduð geta haft eldspýtur alltaf þurrar til að kveikja með?Í þetta sinn fór líka síðasti eldspýtustokkurinn.Þá höfðum við ekki annað logandi en eina fjóslugt..

Skipshöfnin á Björgu heimtir úr Helju.Fr v Ásgeir Guðmundsson,Sveinn Þórðarson,Sigurður Jónsson skipstj.og Arnór Karlsson

 

 

Skipið var komið spölkorn frá okkur,þegar við loks höfðum komið bálinu upp.en snjeri nú strax við til okkar(Þjóðverjarnir með útkikkið í lagi ath.mín)Þá varð mjer litið niður í vjelarrúmið.Þá var kominn sjór upp á miðja vjel.""Sem sagt báturinn kominn að því að sökkva og á síðustu eldspýtunum er þeim bjargað.Og þetta var fyrir tíma gúmíbjargbáta.Þeir höfðu getað eldað sér fisk og brætt lifur sem þeir drukku og vatn hafði enst en þeir orðið að fara sparlega með það.Þegar fréttin af giftusamlegri björgun þeirra barst um byggðir landsins fagnaði öll þjóðin.Fagnaði að landikomnum hetjum sem í 7 daga börðust fyrir lífi sínu í hremmilegum átökum við óbíð náttúruöflin.Skipshöfninni á Lapplandi var launuð björgunin á margvíslegan hátt.

 

Og við brottför togarans sendi skipstjórinn Theodor Henning svohljóðandi tilkynningu til birtingar í íslensku dagblöðunum""Fyrir mína hönd og skipverja minna þakka ég af hrærðum huga þær miklu og ómetanlegu gjafir,sem oss hafa borist frá íslensku ríkisstjórninni og öllum almenningi víðsvegar að af landinu í peningum,fatnaði og matvælu.Svo mikið hefur oss borizt að ég mun afhenda Rauðakrossinum í Bremen til úthlutunnar það sem vér höfum fengið fram yfir vorar eigin þarfir.Ég mun þegar heim kemur,segja opinberlega frá þeirri miklu rausn og gestrisni sem við höfum mætt á Íslandi og vér erum forsjóninni þakklátir fyrir að oss skildi auðnast að bjarga hinum sjóhröktu Íslendingum.Hjartans þakkir og hugheilar óskir til Íslensku þjóðarinnar""Undir skrifað Theodor Henning Kaptain b/v Lappland.Hvort einhver af þeim 4menningum er á lífi í dag þá,háaldraðir menn veit ég ekki en gaman væri að fá uppýsingar um það í athugasemdum og eða upplýsingar um örlög þeirra.

 

Íslenskir sjómenn það er til að fagna svona sigrum sem unnust á þeim Ægi Rán og Nirði sem Sjómannadaginn er haldinn hátíðlegur og til að minnast þeirra sem ekki hittu sitt Lappland.Látið ekki gráðuga eiginhagsmunaseggi með gýju í augum af peningagræðgi eyðilegga þennan dag fyrir ykkur.Og þá um leið brjóta á ykkur lög.Og forustumenn í samtökum sjómanna sem látið hafa deigan síga í baráttu fyrir að lög um þennan dag séu haldin í heiðri.Hugsið ykkar gang.Skellið ekki skuldinni á peningaleysi,Forverar ykkar notuðu sennilega ekki svo mikla peninga í þetta.Stakkasund reiptog og ýmsar heimatilbúinn atriði. til hátíðarbrigða.Og svo það fólk sem heldur að þau lífsgæði sem við búum við í dag hafi komið af sjálfu sér.staldriðið við.Það voru menn eins og Bjargar menn sem ruddu brautina fyrir þau.Og þeir sem skammast sín fyrir að koma á hátíðarhöld haldin til minningar um baráttu sjómanna sigra þeirra og tap,svo að það þurfi að skíra þau eitthvað annað,skammist ykkar.Já hreint og beint skammist ykkar!!!.

Og núverandi ráðherra sjávarútvegs á Íslandi,ef þú skildi halda velli fram yfir Sjómannadaginn 1sta júni 2008 mundu að dagurinn heitir Sjómannadagur og það á ekki að koma mönnum uppá annað nafn á þessum minningardegi um starf Sjómannsins(skrifað með stórum staf),við Ísland.Hvort þeir heita far eða fiskimenn.Starf sem þú hefur sennilega aldrei snert fingri við nema á skrifstofu.

 

Og við unga sjómenn vil ég segja þetta.Farið eftir því sem Hilmar Snorrason og hans menn kenna ykkur en það dugar skammt ef þið tryggið ekki eigin öryggi með sjálfsathugun á hvort bjargbúnaður ykkar skips sé í lagi.Því ef svo er ekki getur farið fyrir ykkur eins og vofði yfir þeim Bjargarmönnum,þegar þeim var bjargað á síðustu eldspýtunun og andartökunum.Og þá er ekki víst að ykkar Lappland birtist.Það er ekki nóg að hafa frábæran Slysavarnarskóla,frábæra Landhelgisgæslu,frábærar björgunnarsveitir ef þið sjáið ekki sjálfir um að allt sé rétt tengt og að allur búnaður sé 100 % um borð.Því það virðist því miður ekki hægt að treysta á að svo sé, þótt 4 eða 5 aðilar eigi að sjá um slíka hluti

 

Sjómenn standið saman um öryggi ykkar og dag.Og sjómannskonur fylkið ykkur við hlið manna ykkar og gangið við hlið þeirra á þessum hátíðisdegi.Við skulum minnast björgunnar þeirra Bjargarmanna á Sjómannadaginn kemur.Hvers konur fögnuðu sínum mönnum.Þeirrar baráttu sem þeir háðu fyrir 60 árum.Um leið og við minnumst þeirra sem ekki komu aftur og þeirra kvenna og barna sem syrgðu.Munið líka að Samtök sjómanna eru þið sjálfir sem í þeim eru og ekkert annað,styrkið þau og eflið og takið höndum saman um kjör ykkar öryggi og daginn ykkar.Kært kvödd þið sem hingað hafið lesið


Kær vinur sjómanna fellur frá

 

Ég var að ná mér á skrið eftir flensuóvætt,ofát og annan óáran sem fylgir venjulegu jólahaldi hér á landi.Þegar kunningi minn vakti athygli mína á dánartilkynningu í Fréttablaðinu í fyrradag 10-01.Þar var tilkynnt fráfall þess mæta manns Bjarna Jónssonar listmálara.Ég fékk hálfgert bakslag verð ég að viðurkenna.Ég vona að ég halli ekki á neinn þegar ég fullyrði að Bjarni Jónsson sé einn af þeim listamönnum sem gerði sjómenn og sjósókn að yrkisefni í list sinni fremur öðru.

 

Ég hefði nú aldrei haldið að ég ætti eftir að skrifa minningarorð um látinn listamann og því síður um mann sem ég hafði að eins talað við í örfáa klukkutíma.Við hittumst fyrir tilviljun á sjúkrahóteli Rauðakrossins í Reykjavík í byrjun nóvember á síðasta ári.En þar dvaldi hann til að ná sér eftir fótbrot.Þegar hann heyrði að ég væri sjómaður og byggi í Vestmannaeyjum virtist ísinn brotna og við spjölluðum mikið saman eins og við værum búnir að þekkjast í mörg ár.Við bundumst einskonar baráttuböndum,ef ég get komist svo að orði um kunningsskapinn sem tókst með okkur.Hann var mikill  áhugamaður um varðveislu gamalla skipa og fannst satt að segja lágt risið á Sjóminjasafni Reykjavíkur.Mikið vorum við sammála um örlög b/v Ingólfs Arnarssonar.Því miður er skammtíma minni mitt stundum eins og gatasikti og man ég aðeins hluta af því sem fram kom í samtali okkar.Hann var óhress með meðferð á málverkum sem hann hafði gefið(að mig minnir Sjóminjasafninu).Þau lægju undir skemmdum út um allan bæ,Að skilnaði gaf hann mér lítinn pésa með myndum af spilum sem sýndu málverk hans af sjávarháttum fyrri tíma.

 

 

Þessar myndir mætti ég"skanna"og nota í blogg eins og ég vildi.Við bundumst fastmælum um að ég bloggaði um málverkin sem honum fundust komin á"hrakhóla"Hann ætlaði að hafa samband við mig með hækkandi sól.Kannske koma til Eyja leigja sér eitthvert"viðverelsi",mála og gefa mér punta í væntanlegt blogg..Honum var sjómannadagurinn hugleikinn,og vildi veg hans sem mestan. Og yfirleitt allt sem viðkom sjómennsku lét hann sig varða.Samtök sjómanna náðu að heiðra hinn aldna velgerðarmann íslenskrar sjómennsku á Sjómanadeginum 2007 og er það mikið vel,og mátti vart tæpara standa.Megi minningu þessa merkismanns vera haldið hátt á lofti af samtökum sjómanna.

 

Og megi minning hans lýsa vel á sjötugasta afmæli Sjómannadagsins þ 1sta júni 2008.Þá skulum við líka muna að þessi dagur heitir Sjómannadagur og ekkert annað.Hvaða ónefni eins og t.d Dagur hafsins,Bryggjudagar eða hvað sem menn vilja nefna einhverjar aðrar samkomur.Ég skil satt að segja ekki orð ráðherra sjávarútvegsmála þegar henn heldur eftir farandi fram""Vel hefur tekist til við endursköpun Sjómannadagsins í Reykjavík með Hátíð hafsins. Við sjáum að þátttaka í dagskráratriðum er ótrúlega góð, þrátt fyrir að slæmt veður hafi sett sinn svip á hátíðarhöldin, síðustu tvö árin, en það eru einu skiptin sem ég hef verið í Reykjavík á Sjómannadaginn og það vegna ljúfra skyldustarfa minna sem sjávarútvegsráðherra""

Skammast fólk sín fyrir að koma á hátíðarhöld Sjómannadagsins.Þarf að skíra minningardag um störf sjómanna eitthvað annað til að fólk sæki hátíðarhöld dagsins.Ja svei segi ég bara ef svo er.En árið 1987 voru sett sérstök lög um þennan dag.Þar sem nafn hans,tímasetning hans var lögfest og settar voru reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum frí á Sjómannadaginn.Dagurinn heitir Sjómannadagur og ekkert annað.Er það ekki lögbrot að halda hann ekki hátíðlegan.Á  öðrum stað segir f.gr ráðherra:

"""Hlutverk ykkar og þýðing sjómannsstarfsins fyrir íslenskt þjóðarbú verður aldrei ofmetið. Þakklæti okkar, annarra Íslendinga, til sjómanna er því mikið. Á þessari hátíðarstundu ber okkur líka að hafa í huga hlut fjölskyldna ykkar, maka og barna sem á margan hátt er sérstakt, ekki hvað síst vegna fjarvistanna. Því miður hefur það ár sem liðið er frá síðasta sjómannadegi ekki liðið án sjóslysa. Enn höfum við því verið minnt á hættur hafsins. Þess vegna þarf öryggi sjómanna ætíð að vera forgangsmál. Um það er örugglega mikil sátt í samfélaginu."""

 

Íslenskir sjómenn hvort sem þið eruð farmenn eða fiskimenn látið list Bjarna Jónssonar verða ykkur að leiðarljósi í baráttu ykkar fyrir að halda lög um daginn ykkar í heiðri.Munið að"En þótt tækjum sé breytt/þá er eðlið samt eitt/eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið/(brot úr kvæði Arnar Arnarsonar,Íslands Hrafnistumenn)Bjarni minn kæri kunningi ég hef aldrei saknað kunninga sem ég hef þekkt eins lítið eins mikið,Blessuð sé minning þín.Nafn þitt mun letrað með stórum stórum stöfum í sögu sjómennsku meðan sjór verður stundaður á Íslandi.Þín er sárt saknað af þeim sem  þekktu þig.Þið sem lásuð þetta séu kært kvödd,en á annan hátt en Bjarni

 

 

 


mbl.is Andlát: Bjarni Jónsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 536922

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband