Gleðilegt ár

Gleðilegt nýtt ár óska ég öllum bloggvinum og öðrum lesendum með þökk fyrir"innlitin".Megi sá guð sem við trúum á gefa okkur frið á jörð.


Til hvers?

Til hvers andsk..... er verið að auglýsa í hin og þessi embætti.Þau eru öll frátekin handa mönnum úr"einkavinaklúbbnum."Það er ekki að spyrja að"samfæringu"ráðherrana.Hún ríður sko ekki við einteiming"færingin"sú.Kært kvödd
mbl.is Var óheimilt að ráða án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir dagar í endurnýjum

Þetta var árlegur viðburður hér í"den"Fiska yfir jólin og vera svo á Þýskalandsmarkaðinum strax eftir áramót
mbl.is Með fullfermi til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfist ráðherrum allt???

Það er með endemum hvernig sumir ráðherrar telja sig hafna yfir allt og alla.Hvernig væri nú að einhver þeirra komi nú hreint fram og viðurkenndi mistök þegar þeir gera þau.Vera ekki alltaf með skít og skæting ef einhver eftirlitsstofnunin setur ofan í við þá.

 

Því miður er þetta umrædda mál eitt af sökinni fyrir því að almenningur á Íslandi er gersamlega búin að missa trúna á stjórnarfarið í landinu.Það er búið að hrúga vinum,sonum og frændum inn í helstu stöður í stjórn og réttarkerfi landsins.Svo rífa þessir andsk.... bara kja.. ef þeim er bent á það sem betur mætti fara.

Er nokkur furða að Samfylkingarfólk úti á landi sé farið að kvarta og vilji breytingar.Ég vil minna á Keflavíkurflugvallar hneykslið,það má ekki gleymast í öllu bankaumrótinu.Kært kvödd


mbl.is Telur nýmæli í niðurstöðu umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum á að trúa

Ég hef trúað orðatiltækinu:"að þar sem reykur er sé einnig glóð eða jafnvel eldur"Mér finnst miklar líkur á að eitthvað óhreint sé kring um Kaupþing.Mér finnst satt að segja upphaf þess fyritækis allt svolítið gruggugt.Og ónefndir fjárglæframenn séu með óhreint mjöl í pokahorninu.Og vonandi láta rannsakendur þessa máls þessar fv stjórnenda bankans ekki hafa áhrif á sig.

 

 

Nú reynir á að fá aftur traust almennigs og draga þessa menn fyrir dóm ef sekir reynast.En því miður heyrist manni á fólki að það sé búið að missa trúna á íslenskt réttarfar."Sumir hópar séu búnir að hreiðra svo um sig í því að allir stæstu bófarnir sleppa."segir´að.Og svo eru stór mál að gleymast í öllum látunum og þar sleppi menn.Eins og t.d. hvernig staðið var að sölunni á dótinu á Keflavíkurflugvelli.Völva Vikunnar er að spá að einn ónefndur ráðherra flækist í fjársvikamál.Það skildi þá aldrei vera einhver fótur fyrir því.

 

Ég vísa til upphafsorðanna"þar sem er reykur er ........,En svo er eiginlega hægt að frysta eld eða þannig:"Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til og kviknar ekki einu sinni aftur af sjálfu sér ef við þíðum efnin"Þetta stendur á Vísindavefnum.Ætli það verði ekki raunin að Flugvallarmálið verði"fryst"það lengi að ekkert verði hægt að gera ef það verður þítt.Kært kvödd


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðtól

Þetta er nú ljóti klúbburinn þetta svokallaða Öryggisráð.Þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggum af ástandinu..Það hef ég líka.Ég get ekkert gert þeir ekki heldur.Allavega virðist svo vera að ísraelsmenn megi drepa þetta fólk án þess að SÞ hreyfi legg eða lið.

 

netanyahu Nái þessi maður völdum er voðinn vísari en hann er í dag

Hvern andsk.... höfum við að gera við þessa samkundu sem kalla sig Sameinuðu þjóðirnar.Þeim hefur gersamlega mistekist allt sem þeir hafa komið að fyrir utan að láta afskiftalaust að fólk sé myrt í þúsundatali samanber td 1994 þegar um 1 miljón Tutsar voru drepnir í Rwanda á þess að SÞ skifti sér af.

 

 

Við höfum fl dæmi sem sýna yfirgang bandaríkjamanna í gegn um þessi fja..... samtök.Nú fá Ísraelarað drepa fleiri hundruð manns og þessir aular segja bara:Við höfum þungar áhyggur að þessu máli.Við skulum bera saman vopn þessara hryðjuverka manna því ef Hamas eru hryðjuverkamenn þá eru Ísraelar það líka.Báðir kenna hinum um og báðir drepa saklaust fólk Ísraelsmenn ekki síður

 

F 15I Ra%27am Þessi á móti128362915 cce917eeef Þessu

idf5nh1 Vinsælt tæki hjá Ísraelum.Með þessu ryðja þeir um húsum palistínumanna gaza egypt Sem þetta fólk býr í

Ah 64d á móti Yasin RPG þessu

Merkava 4 Israeli army forum ArmyRecognition 001 Þetta á mótimoelen stones gallerylarge aðalvopni palistínufólksins grjóti

M88 wire cage Israeli army forum ArmyRecognition 001 á móti

450 ap gaza rocket 081225 þessu og svona mætti lengi telja

gaza by latuffbush jail bars war criminal7gwb Þessar myndir skýra sig sjálfar.Kært kvödd


mbl.is Hóta að senda hermenn til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklaust fólk drepið með köldu blóði.

Mér er andsk..... sama þótt gyðigar séu taldir guðs útvalda þjóð.þeir eru í mínum augum í dag ótindir morðingar.Og ég deili þessari skoðun með þó nokkrum hér á landi.Þeir eru taldir vera með best þjálfaða her í heimi í dag.

 

 

Og við hverja er svo þessi best þjálfaði her í heimi að berjast við Jú við að stærsta hluta"grjótkastandi ungmenni"Hamas voru rétt kjörnir leiðtogar fólksins á Gaza.Hvernig hefði nú verið að viðurkenna lýðræðið og reyna að semja við þá í staðin fyrir að útskúfa þá og gera þeim eins erfit fyrir og hægt er.Auka á hatrinu hjá þeim.USA sem að stærsta hluta er stjórnað af fjársterkum Síoistum er alltaf að hreykja sér af ást sinni á lýðræði og er að skifta sér að ýmsum ríkjum sem slíkir.En þeir styðja þessar fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær.Þar sem flest fórnarlömb voru saklausir borgarar,Mig langar til að gera smá samanburð þó það fari í taugarnar á fólki.

 

 

MíNU áliti er búið að smala palestíufólkinu saman í Gettó samanber Vesturbakkan og Gaza alveg eins og nazistar gerðu við gyðinga t.d í Warsjá.Það er alveg á hreinu ef svona sprenguvörpur hefðu fundist í þeim mæli er þær fást í dag og gyðingar komist yfir þær hefðu þeir notað þær.Og hefði einhver þorað að fórna sér eins og arabarnir gera í þessum sjálfsmorðsárásum hefðu þeir einnig gert það gagnvart Nazistunum 

 

 

Öll tiltæk vopn voru notuð.Samanburðarfræðin á her og Gettófólki er sú sama nema að í dag hefur Gettófólkið aðeins fullkomnari vopn.Það er með endemum sú blinda sem virðist vera á aðgerðum Ísraelsmanna.Ef ísraelskur hermaður er felldur þá fellur það undir"hryðjuverk"ef palstínst barn er drepið þá er það kallað að verja hendur sínar.Ég var fyrr á tímum mikill stuðningsmaður Ísraela en eftir að hafa verið þarna sjálfur snérist mér fljótlega hugur.Og sögurnar sem mér voru sagðar af hjáðparfólki frá Hollandi um hegðun Ísrela gagnvart palístínufólkinu uku á andstyggð mína á þeim.

 

 

Ég hlustaði á ísraelskan læknir sem reynir af veikum mætti að hjálpa til á Gaza allavega í fyrra.Hann var fyrrverandi orustuflugmaður í flugher Ísraela Hafði verið skotinn niður í 6 daga stríðinu og tekin til fanga af aröbum.Eftir að hafa verið leystur úr haldi í fangaskiftum hélt hann áfram að læra læknisfræði.En eftir að hann sá meðferð landa sinna á palestínufólkinu fór hann að reyna að hjálpa því.Ég horfði á þetta samtalið við hann í danska sjónvarpinu.Þar greindi hann frá því að hann hefði enn samband við fv kollega í flughernum.

 

 

 

Hann skýrði frá því að flugmenn á árásarhelikoptum Ísralelsmanna  fengu oft skipanir um að ráðast á viss hús á Gaza það sem ímyndaðir hryðjuverkamenn væru.Þá væri þeim skipað að skjóta á allt kvikt sem út úr húsunum kæmi.Allt kvikt.Flugmennirnr unnu eiði að þessum skipunum.En eftir að eitt hús sem árás var gerð á reyndist vera barnaskóli og þetta kvika sem út úr því húsi komu voru skólabörn sem voru strádrepin.Eftir þennan atburð reyndu nokkrir flugmenn að fá sig fría að þessum eiðum en þá hlutu þeir annahvort brottvikningu úr hernum með smán eða voru lítillækaðir af sínum yfir mönnum.

 

 

 

Innrásunum var meðal annars mótmælti í Líbanon og Egyptalandi. Arababandalagið krafðist þess í gær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú þegar kallað saman til að taka á málinu.En þessi andsk..... klúbbur allslagsfv ráðherra og þesskonar lýðs getur ekki einusinni greitt úr umferðarteppu.Enda USA með neitunarvald þar.Íraksforseti var tekin af lífi m.a, fyrir að óhlýnast tilskipunum Sþ.En ég spyr hvenær hafa Ísraelsmenn hlýðnast þeim í þau fáu skifti þegar þau hafa fengið ádrepu.Auðsvarað ALDREI.

 

 

 

Það er með ólíkindum hvernig Ísraelsmönnum líðst að murka lífið úr Gazabúum með að hindra flutninga á nauðsynjum m.a.olíu lyfjum og slíku.Israelsmenn eru ákveðnir að þurka Palestínu út á því er enginn vafi,Ég set fyrir mig stórt ? merki við hverir eru mestu morðingarnir á þessum slóðum.Og nú boða Ísraelar innrás á Gaza.Er lýðræði bara gilt þegar Bandaríkjamönnum hugnast það?Ég bara spyr.Þetta er mín skoðun á málinu og ætla að leyfa mér að hafa ´na sama hvað hver segir.Kært kvödd


mbl.is Segja Hamas ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"City Nose"

Margir segja að ég hafi líkst föður mínum á mínum yngri árum.Ekki vil ég nú dæma um það en eitt er vist að ólíkar leiðir völdum við í lífinu.En eitt erfði ég frá honum en það er skakkt nef.Ég var uppalinn að hluta í Borgarnesi.Sem með smá ímyndunarafli væri hægt að útfæra á ensku sem City Nose.Það hefur þó ekkert að gera með að nefið á mér er skakkt.

KRI518 300Völdum ólíkar leiðir 

Ég kom þangað nýfæddur með skakkt nef.Þessi skekkja felst í því að nefbeinið vex hálfpartinn út úr hægri nösinni.Þegar faðir minn kynntist konu sinni sem varð stjúpa mín spurði hún hann hversvegna nefið á honum væri svona skakkt.Hann sagðist hafa fengið öngul í nefið á línuveiðum á sínum sjómennskuárum.

nose Hin ýmsu nef 

Stjúpa mín sem þá hafði ekki séð mig varð hálf hissa þegar ég kom svo 7 ára inn á heimili þeirra með mitt skakka nef.Og ekki hafði ég verið á línuveiðum.En meir hlessa varð hún þegar1sta barn þeirra saman,fæddist líka með "línuveiðaranef":Af 3 börnum þeirra fæddust 2 svona nefjuð.En aldrei fór sá gamli ofan af önglulsögunni.En af hverju þetta nefjaspjall.Jú því nú á undirritaður að fara að gangast undir aðgerð á nefi.

 

 Funny Nose glasses201907b Nef

Fegrunaraðgerð segi ég.en þar er málinu aðeins hallað.Málið er að ég hef verið með svokallaðan kæfisvefn.Fengið sérstaka vél til að auðvelda svefninn.En þessi vél hefur ekkert gagnast mér.En nú eru spekingarnir komnir að þeirri niðurstöðu að þetta sé allt línuveiðaranefinu að kenna.Nú á að laga herlegheitin.

michael jackson nose Frægt nef(leysi) 

Með von um að vélin komi svo til að virka það mikið eftir aðgerðina að ég drattist á fætur fyrir hádegi og drullist til að ganga smá spöl á hverjum degi þá fari"línurnar"að taka á sig mannsmynd á ný.Þessvegna tal um fegrunaraðgerð.

RedNoseWorker 450x348 Vonandi endar þetta all vel

Ég veit ekki annað orð betra um svona hluti.Þ.e.a.s.breytast vonandi úr"fitubollu"í svona sæmilega holdi farinn mann.Þessvegna hef ég legið á netinu í leit að sæmilega vel útlítandi nefi..Ekki hef ég nú fundið nef að mínu skapi en ég fann margt annað.Og ætla að leyfa ykkur að njóta þess með mér er ég fann

1  2 6 4

57 8 Læt þetta nægja að sinni.Kært kvödd


Gleðileg jól

Óska öllum sem nennt hafa að lesa blogg mitt gleðilegra jóla.Megi friður og ró ríkja í hjörtum okkar allra yfir jólahátíðina.Lifið heil og af mér kært kvödd

christmas graphics 22


Stjórnarandstaða og fl

Hvað skildi liggja bak við að ríkisfjölmiðlarnir leggja svona mikið upp úr að sjónarmið Vinstri grænna komist til okkar hér niðri á jörðinni.Það kemur engin frétt frá Alþingi hversu ómerkileg hún er öðruvísi en vitnað sé i fulltrúa Vinstri grænna eða talað við einn af þeim.Það er alveg með ólíkindu hve fyrrgreindir fjölmiðlar hampar þeim.Getur það verið að þarna sé verið á sá fræum sem verði svo að einhverju í framtíðinni.Er íhaldið farið að undirbúa brotthvarf Ingibjargar og co úr ríkisstjórn.

 

Frumskógatrommurnar segja það eftirlætis meðstjórnarflokk fv flokksforinga XD.En það er einkennileg þessi ást ríkisfjölmiðlana á fg flokki,Það liggur við að Steingrímur J megi ekki fara á klósettið án þess að RUV sem ekki með"nefið"nið´í því.Það er stundum eins og VG sé eini stjórnarandstöðu flokkurinn.Að öðru.Það er stundum kallað að menn séu eins og sveitamenn þegar þarf að að lýsa athöfnum manna sem ekki lýsi miklu viti.þetta er náttúrlega örgustu öfulmæli.

En það kemur mér aftur og enn á óvart hve íslendingar eru aftarlega á merinni hvað líf í öðrum löndum varðar.Virðast ekki skilja að við erum komin í samband við alheiminn.Allir séu hingað velkomnir og engin hætta á að neinum detti í hug að gera okkur mein á neinn hátt.

 

Þrátt fyrir fréttum af að ógæfufólk komi hingað af og til í óheiðarlegum tilgangi.Mér datt þetta í hug í gær er ég heyrði/las um faðmlagaboð unglinga í Kringlunni og Smáralindinni..Þetta voru að vísu krakkar,en mér er sama.Hvar voru öryggisverðirnir og hvernig dettur einhverjum í upplýsingaborði í hug að leyfa slíkt ? Eru íslendingar enn á byrjunarreitnum hvað þetta varðar.Mér dettur í hug skipsfélagi minn fyrir mörgum árum er hann hafði keypt sé vídeokameru og fór að mynda annan skipsfélaga okkar inn í banka í Frakklandi og var umsvifalaust handtekinn.

 

 

Grunaður um að vera að skipuleggja bankarán.Ekki að ég vilji eithvert lögregluríki en ég hef farið erlendis og í lönd þar sem,ef svona faðmlög væru reynd þá væri gott kjaftshögg kannske vægastu viðbrögðin.Mér finnst íslendingar stundum þykast vera svo klára á öllum sviðum en eru svo eins og steinaldarmenn á þeim er á reynir.

Engin má taka þessi skrif sem einhverja hneykslun á þessum einstöku instaklingum sem hlut áttu að málum heldur á fáviskunni í íslendingum yfirhöfuð hvað svona hluti varðar.Kært kvödd


mbl.is Alþingi á lokasprettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífshlaupið

Ungur maður ákvað ég að gera sjómennsku að lífstarfi mínu.Mér þótti gaman í  fiskaðgerð sérstaklega flattningu.Ég tala nú ekki um á Selvogsbankanum á vorin.

 turska1   Hann var vænn við"hraunið"

Mér leiddist að standa trollvaktir.Til að sleppa við það ég svo í skóla til að handera kíkirinn og önnur tæki og læra að finna út hvar í fjand.... maður skildi vera staddur.Svo maður losnaði við trollvaktirnar

ShipGuy  Handera kíkirinn og fl Ungur lifði maður í ýmsum dagdraumum

 tiffany 742967 Manni lærðist sem stm á togara að oft fiskaðist best við ýmsa hóla og eða milli þeirra.Að ég tali nú ekki færi maður lengra niður í d.... já ekki meir um það.Margt í huganum hlýjaði manni þegar hann skall á með NA á Halanum.Að maður tali nú ekki um á landstíminu.Og svo tóku við dagar víns og rósa er í land var komið 

En svo blasti blákaldur veruleikinn við aftur er á sjó var komið.

bgr0137l Hausinn eins og grilluð hæna.

Og ekkert svona 

cold3 

Því síður svona hafði skeð í landlegunni

Girls%20on%20the%20Beach

 

0%20drunken sailor 1977 Bara þetta

ptr0011leða þetta

Svo liðu mörg ár.Svo datt ég niður í lest á skipi og upp úr því aftur í skóla til að vera ennþá vissari um hvar maður væti staddur.Hvort það var svo til að ég sá hvað ég hafði villst langt út af lífsins vegi veit ég ekki.En ég hafði haft mikil samskifti við Bakkus konung og látið hann varða minn veg þar.Ég náði í þá konu sem mér þótti vænt um.

Good idea, on my way to the pub, having a beer ....or two. Sagði upp hjá Bakkusi

Sagði upp hjá Bakkusi og fór að sigla á farskipum.Var í því í nokkur ár hérlendis.Fór svo að skifta mér af innflutningslöggjöfinni og fékk bágt fyrir.

ggun174l

Kom mér ónáð hjá vissum vörðum þeirrar löggjafar.Skildi við konuna og hypjaði mig til útlanda.Ekki þó til að flýja neitt.Það hugsa nú kannske margir hvað er maðurinn svo að tala um heiðarleika hjá öðrum.

 

sea landscape PY80 l Fór í siglinga

Mér til afsökunnar held ég að ég hafi ekki skaðað marga því að þessar tilraunir mínar voru að mestu svæfðar í fæðingunni.Svo flakkaði ég um heiminn sá margt miður fallegt hvað fátækt varðar.Svo kom"krabbafjandinn"í heimsókn og eftir hana varð ég eins og eftir árekstur og skorsteininnin tekinn af

SS SANTA ROSA & SS VALCHEM Skorsteinninn af

 Svo sveik pumpan

.hearts2 

Svo að maður varð að gleyma öllu svona

  ice cream sundae og svona  fishdish

 Að maður tali nú ekki um þetta

Svo að í dag stendur maður bara 1 eins og þessi 105 0552 

800px Lonesome George  Pinta giant tortoise  Santa Cruz eða jafnvel eins og þessi

Ekki það að ég sé ekki ánægður,síður en svo.Mér líður mjög vel í litlu íbúðinni minni sem ég fékk hér í húsi tengdu Dvalarheimili aldraða hér í Eyjum.Ég þakka þeim sem að því stóðu allan velviljan í minn garð.Ég er sjálfur höfundur að lífi mínu í dag.

landscape PB81 l Conwell peter iredale Komin hriplekur í síðustu höfnina

Ég valdi sjálfur að lifa hátt á tímabili og út á ystu brún.Ég hef gaman af  allslags grúski og er oft að glugga á netið.Hef kannske umgengist það af óvarnfærni,en vona að mér fyrirgefist það.Þó maður hafi fengið mynd og mynd"lánaða"vona ég að enginn hafi skaðast af því.Verið kært kvödd 

 


Fjárútgjöld???

Hvernig á maður að skilja þetta.Það er predikaður sparnaður hvurndags en svo útlát til spari.Hvernig á gammall sauður eins og ég að skilja nokkuð í þessu sem nú fer fram83909monkey nerd Sama hvað stór gleraugu maður setur upp,maður skilur ekki neitt í neinu.

Stundum spyr maður:"á hvaða pillum er maðurinn"ef manni finnst einhver vera að rugla eitthvað sem maður skilur ekki.Nú er maður hreinlega hættur að skilja þessa fjármálaspekinga.Kært kvödd

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatturinn burt???

Og ég sem er búinn að reyna að halda hita á þessu litla þarna inni með stærðar hatti undanfarin ár.En svo finnst mér fyrirsögnin furðuleg"höfuðið"saklaust.Fara nú snjallir lögmenn að stíla upp á að aðrir líkamshlutar verði dæmdir og höfuðið sýknað og omvent.

 

Ætli að það sé kannske hægt að fá hægri hendina sýknaða af að hún vissi ekki hvað sú vinstri var að bralla.Svona eins og hjá sumum í dag.Maður býst við að allur andsk.... geti skeð nú á þessum síðustu og verstu tímum.Kært kvödd


mbl.is Höfuðið saklaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Jólaskip"

Það getur verið hættulegt að vera með jólavarning um borð.

Ship+Photo+Blikur Jólaskipið Blikur 

Eða verið kallað jólaskip.Ég lenti í því þegar ég var á Marianne Danica.Við komum til Falklandseyja með jólavarning og lentum uppí aðalgötunni.

marianne+Danica Jólaskipið Marianne Danica 

Svo var frægt"Jólaskipsstrand"í Færeyjum 1941 er S/S Sauternes strandaði og fórst í ofviðri inn á Fugloyarfirði.Þar kostuðu mannleg misstök mörg mannslíf.

sauternes  Jólaskipið  Sauternes

Um það slys var skrifuð bók sem kom út í Færeyjum skrifuð af Grækaris Magnussen..Kært kvödd


mbl.is Strandaði við Þinganes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr lóðs ???

Þeir ættu bara að ráða manninn strax sem lóðs við Hornafjarðarós.Manni þótti þetta oft vandfarið með lóðs og öllum græjum í lagi.Hann hefur líka skýrslufargaðið alveg á hreinu
mbl.is Björgunarskipi stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul skip

Ég hef stundum haldið því fram að maður eigi ekki alltaf að vera að rífa kjaft yfir öllu mögulega.Einn togaraskipstjóra heyrði ég um sem gaf stundum up meiri afla en hann fékk og kallaði það að:"ljúga sig í stuð".Ekki það að ég ætli að fara að ljúga að ykkur allavega ekki viljandi.

 

141205604 141210702 141210703Ship+Photo+AYAX

Systurskip Þyrils skip af Yo gerðinni

En mig langar að rifja upp sögu nokkurra gamalla skipa sem keypt voru til landsins í lok 2nnarar heimstyrjaldarinnar.Þetta verður engin sagnfræði heldur grúsk gamals sjóara sem hefur ekkert annað að gera en flækjast fyrir á ónefnum vinnustað og þegar sá lokar að setjast við tölvuna og semja einhverja óværu sem hann vonar að einhverjir nenni að lesa,þegar birt er.

En aftur að skipunum.Eitt af þessum skipum var olíuflutingaskip sem upphaflega bar bara númer.YO 127.Ég man að ég heyrði sögur af það US Navy hefði gleymt skipinu þegar þeir fóru af landi brott eftir stríðið.Það hefði svo verið selt Ríkinu fyrir 15 krónur.Þetta passar ekki alveg við bók félaga míns Hilmars Snorrasonar,sem segir að ríkið hafi keypt öll mannvirki af US Navy,tanka,olíustöð og hafnarmannvirki fyrir 2 miljónir.Ekki rengi ég það.

 

141303401141307602 141219601141211602

En Skipaútgerð Ríkisins gerði svo skipið út undir nafninu Þyrill.Ef ég man rétt sóttust stýrimenn Skipaútgerðarinnar eftir að fá pláss á skipinu því það var í töluverðum utanlandssiglingum t.d. með lýsi.Þar náðu menn tilskyldum utanlandssiglingatíma.1sti skipstjóri á skipinu undir íslensku flaggi var Lárus Blöndal sem frægur var fyrir heimsiglinguna á Frekju litlum mótorbát sem nokkrir menn með Gísla Jónssyni í fararbroddi,keyptu í Danmörk. og sigldu til Íslands á í stríðinu.

 

Skipið var svo í olíu og lýsisflutningum þar til 1964 að skipið er leigt Einari Guðfinnssyni í Bolungavík,til síldarflutninga sem tókust svo vel að Einar keypti skipið1965 og skírði það Dagstjarnan.Síða keypti Sigurður Markússon skipstjóri og útgerðarmaður skipið 1968 og notaði í olíu og lýsisflutninga þar til 1971 að skipið var selt til Belgíu til niðurrifs.Annað skipið í þessari upptalningu er m/s Tröllafoss,Skipið var byggt í Wilmington Cal USA 1945.,Var skýrt Coastal Courser.

 

Tröllafoss 

Skipið var af svonefndri C1-M-AV1 gerð.Stundum kölluð"pocket liberty"skip.Eimskip hafði haft 2 af þessum skipum á leigu,ef ég man rétt.Þau hétu True Knot og Salmon Knot.Ekki vist að ég muni þetta alveg rétt.Ekki höfðu þessi skip mikinn vélakraft 1750 hp voru aðalvélarnar.Maður heyrði þær sögur að Eimskip hefði staðið til boða að kaupa báða"Knottana"líka um leið og þeir keyptu Coastal Courser.Thor Thors.átti að hafa hvatt mikið til kaupana en skipin ekki þótt hentug.Svo heyrði maður að skipstjórunum hjá Eimskip að undanteknum Bjarna Jónssyni sem tók Tröllafoss hefði ekki þótt skipin nógu fín.Enda voru þau dálítið"hrá"hvað innrættingar varðaði.

 

scan0001Coastal Sentry0913017403sargent jutahySkip af C1-M-AV1 gerð       Paultownsend 10 5 03 ts bTOWNSENDPAULHb17092506mn Þessum var breitt í ´málmflutningaskip

En þetta var nú bara kjaftasaga.En ekki voru fleiri skip keypt af þessum skipum.Eimskip gerði svo Tröllafoss út til ársins 1964 að hann var seldur.Fyrst sigldi hann á A-strönd USA."Tygigúmmírútunni"sem leiðin var kölluð stundum í gríni,En uppúr 1960 var hann aðallega í Evrópusiglingum.Ein af hans síðustu ferðum undir íslenskum fána var með timbur frá Arkhangel´sk Rússlandi til Englands.Hann var svo seldur 1964.Endalok þess var að það dró akkerið og rak á land í S-Koreu 1973 og var rifið á strandstað 1974.

 

Ship+Photo+MYSTERY+C1 M AV1+type+ +being+scuttlet 2Ship+Photo+MYSTERY+C1 M AV1+type+ +being+scuttlet    Endalokin  

Svo voru það 3 lítil skip af svokallaðri MMS(motor minesweeper)gerð.Þau voru 360 ts Þetta voru tréskip byggð á Englandi í stríðinu til slæðingar á tundurduflum.Þetta voru að mínu mati laglegustu skip.Fyrst skal nefna MMS-1006.Fullgert 22-03-1943.Skipið var svo skírt  seinna Trippesta Þegar það var keypt til landsins fékk það nafnið Pólstjarnan EA.síðan Baldur EA og fyrir rest Hildur RE.Það sökk svo þ 21 mars 1968 út af Gerpi.Varðskip bjargaði öllum 7 mönnunum.Þegar það sökk vantaði það 1 dag uppá 25 ár.Þá var það eign Guðmundar A Guðmundssonar og fl.

mms1006mpl2688 MMS 1006 Síðan Trippesta,Pólstjarna Baldur

mms34mpl2686mms185mpl2687Skip af MMS gerðinni.Þá er það MMS 1021.Fullgert 09-04-1943.Keypt til landsins 1948 fær nafnið Arnarnes ÍS Skipið var ætlað til selveiða í Norðurhöfum.Enn af því var ekki og var skipið síðan notað ti síldveiða og flutninga.1952 selt til Hafnarfjarðar og fær nafnið Einar Ólafsson GK.Örlög þessa skips urðu þau að því hlekktist á,á leið til Spánar með saltfisk en var bjargað til hafnar í Írlandi þar sem skipið dagaði uppi og var það tekið af skrá 1967.Því miður fórust 9 menn sem voru í áhöfn breskrar leitarflugvélar eftir að skipið hafði sent út neyðarskeyti.

 

scan0001Straumey Tv Straumey T.h óþekkt MMS skip

Næst í þessari skiparöð er MMS-1032 .Fullgert:10-11-1943 fær svo nafnið Admiral Fisher.Keypt til landsins 1947 og skírt Straumey EA síðan RE.Endalokin urðu þau að skipið sökk rétt fyrir a Vestmannaeyjar.7 manna áhöfn bjargaðist um borð í Sigurfara VE.Ég hef fundið upplýsingar og flestar myndirnar á "Netnu"Ég vona að mér fyrirgefist að birta eitthvað af þessum myndum án leyfis.Ég bið fólk vel að lifa og kveð það kært


Person

Í kvöld mun Bogi Ágústson ræða við Göran Person,Það verður merkilegt að fylgast með því samtali,Ekk ætla ég mér neitt að gefa mig út sem einhverskonar stjórnmálaskýrenda,en ég bjó í Svíþjóð þegar hrunið var þar.Ég man alltaf nóttina eftir hrunið varð.Var stm á dönsku flutningaskipi sem heitir Danica Violet

 

Skipstjórinn var danskur en giftur sænskri konu,og bjó í Svíþjóð eins og ég.Ég man samt ekkert hvar við vorum staddir en ég var kominn á vagt og var að hlusta á kvöldfréttir frá RUV á stuttbylgjunni.Þá koma þessar fréttir um að sænska krónan hafi fallið um ca 10% m.m.Þega ég ræsi"kallinn"um morguninn og segi að nú hefðum við fengið 10% hækkun á launum okkar um nóttina varð hann alveg hoppandi."Ég sem var að færa allt sparifé okkar hjóna í sænskan banka"sagði ´ann.

 

 

En hann huggaði sig við kauphækkunina sem við faktíst fengum.Þ.e.a.s okkur var borgað í dönskum kr inn á sænska banka.Mér langar að skjóta inn hér inn smásögu af þessum skipstjóra.Eitt sinn lestuðum við 135 km af sæstreng  frá Napóli til Seattle,Á leiðinni yfir Atlantshafið kom ég sem oftar út á dekkið um 9 leitið um morguninn.Sé ég þá að flaggað er í 1/2 stöng.Ég vék mér að næsta háseta og spyr  hvað hafi skeð."Það er einhver drottning dáinn"sagði hann.Ég fór svo upp í brú og hitti skipperinn.Þá sagði hann mér það að forsetafrúin á Íslandi væri dáimn.

 

 

Þetta hafði hann heyrt á BBC.Þetta með flaggið hafði ekkert með mig að gera þ.e.a.s.þjóðerni mitt.Skipperinn hafði bara séð frúna í ýmsum "uppákomum" hjá  Þórhildi danadrotning.En hún hafði haft margt að halda uppá um þetta leiti,Afmæli af ýmsum toga fæðingar,giftingar og stjórnunar.Skipperinn hafð horft á allar þessar galaveislur í sjónvarpinu.Við fengum allt svona efni á spólum frá"Velferðinni"Hann hafði hreinlega hrifist svo af Guðrúnu  Katrínu Þorbergsdóttir forsetafrú sem kom í þessi hóf ásamt manni sínum,að hann flaggaði heiini til heiðurs.

 

 

En þetta var útúrdúrr.Ég ætlaði að fjalla um Svíþjóð.Það gekk orðrómur um það að Mona Salin hafi ekki þótt hæfur kandídat til forsætisráðherra.Ég vil taka fram að þetta er bara spekúlasjónir sem maður las og það oft úr„gulu pressunni"Göran Person sem sóttur var í bæjarmálum út einhverju bæ út á landi.Var gerður fyrst að fjármálaráðherra og gaf svo eftir að neita því fram á síðustu stund kost á sér til formanns.

 

 

Það sem þar skeði vona ég að eigi eftir að ske hér. Þarna fór að harna á dalnum t.d hjá ýmsum bæjarfélögum En upp úr þessu hruni kom ýmislegt í ljós ,sem ekki hafði þolað það,hjá þeim.Allslags svindl og svínarí fóru að koma upp.Í öllum geirum þjóðféagsins.Bönkum ríki og bæ.Ég man t.d eftir einni bæjarstjórn sem hreinlega fauk öll í fangelsi.Velferðarráð annars bæjar komu eins og stórglæpamenn úr"vinnuferð"til Bahamas.Þeir fóru þangað til að kynna sér störf velferðarsystemisins þar.Fjölmiðlar komust í það og tóku á móti fólkinu við komuna.Og koma mætti með fleiri dæmi.Ég held satt að segja að svíar hafi grætt meiri heiðarleika í stjórnkerfi og fjármálum.Ég læt þetta nægja í bili.Kært kvödd

Göran


mbl.is Göran Persson á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta vígið???

Hvernig er það er ekki einn einn einasti heiðarlegur andsk..... fréttamaður til orðið á landinu.Flokkadráttur og hlutdrægni ljósvakamiðlana svokölluðu ef undan er skilin ein úvarpstöð er öllum ljós fyrir löngu.(Allavega það sem manni býðst hér í Eyjum af höfuðborgarsvæðinu)Að maður tali nú ekki prentmiðlana 2.Fréttablaði og Moggan.Ég er kannske einn um þetta álit?

 

 

Ég tók upp á því um daginn að kaupa netáskrift að DV.Því að ég hef talið Reynir Traustason heiðarlegan blaðamann með rætur úr því sem áður var annar aðalatvinnuvegur Íslands.Sjómennskunni.En svo bregðasta krosstré sem önnur.Nú veit maður ekki hverjum fja...... maður á að trúa.Það virðist vera orðið fátt um fína drætti hvað heiðarleika varðar.

 

Mér ferst kannske ekki að tala um heiðarleika en mér finnst sem allavega enn borgari í þessu landi að stjórnendur þess og ekki síst þeir sem færa okkur frétti af því sem er að gerast hafi hann að leiðarljósi.

Mig langar til að vona að Reynir geti útskýrt málið svo að allavega ég sætti mig við það.Mér finnst eins og að síðast vígið sé fallið.Ég veit það ekki,kannske var þetta bara tálsýn.Að það sé sama rass.... undir öllu þessu liði.Allir undir sama hatti.Hatti græðinnar.Það er fjandi hart að það sé jafnvel hægt að telja heiðarlega alþingismenn á fingrum anarar handar og heiðarlega fjölmiðla með 1num fingri.Læt þetta nægja af röfli í dag og kveð ykkur kært.


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins loksins

Loksins hefur heilinn úr ónefndum forsvarsmanni ríkisstofnunar sem hvarf fyrir nokkru fundist.Og ekki fundist fyrr,þrátt fyrir mikla leit.Og vitanlega fannst heilinn í Bretland hvar annarstaðar.Þetta skýrir kannske viss ummæli.Vonandi veit þetta á gott.Kært kvödd
mbl.is Fundu fornan mannsheila frá járnöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Geir nú?

Það verður gaman að að sjá hverju Geir svarar nú ef hann er þá ekki búinn að því er þetta er sett á blað.Það er löngu ljóst að bullandi ósamkomuleg er komið upp á stjórnarheimilinu.Hvenær ætlar Geir að hætta að láta fv flokksforinga stjórna flokknum bak við tjöldin

 

.Nokkrir óbreittir í flokknum eru komnir með uppí kok af honum ef marka má viðtöl við suma þeirra.En Geir gefur ekki tommu eftir.Hvað hefur sá gamli á hann.Þannig að honum er að takast að beyja hann niður í svaðið.

 

Það eru spennandi tímar framundan en sennilega dýrir þjóðinni.Á meðal á þessari sundurþykkju stendu verður þeim sem það þurfa gert kleyft að klóra yfir skítinn.En vonandi tekst þeim það eins illa og hundi sem ég hafði afskifti af um tíma.Hann ruglaðist stundum og yfirklórið lennti eki á réttum stað.Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 535909

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband