Hvað segir Geir nú?

Það verður gaman að að sjá hverju Geir svarar nú ef hann er þá ekki búinn að því er þetta er sett á blað.Það er löngu ljóst að bullandi ósamkomuleg er komið upp á stjórnarheimilinu.Hvenær ætlar Geir að hætta að láta fv flokksforinga stjórna flokknum bak við tjöldin

 

.Nokkrir óbreittir í flokknum eru komnir með uppí kok af honum ef marka má viðtöl við suma þeirra.En Geir gefur ekki tommu eftir.Hvað hefur sá gamli á hann.Þannig að honum er að takast að beyja hann niður í svaðið.

 

Það eru spennandi tímar framundan en sennilega dýrir þjóðinni.Á meðal á þessari sundurþykkju stendu verður þeim sem það þurfa gert kleyft að klóra yfir skítinn.En vonandi tekst þeim það eins illa og hundi sem ég hafði afskifti af um tíma.Hann ruglaðist stundum og yfirklórið lennti eki á réttum stað.Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sama sem ég hef haft á tilfinningunni allan tímann.  Gunni bað um góðar kveðjur til þín.

Jóhann Elíasson, 13.12.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll félagi Ólafur. Ég  hef verið að velta því fyrir mér, varðandi fálæti ríkisstjórnar til þessara lögmanna sem áttu að kanna möguleika á málsókn á hendur Bretum, hvort verið sé að hlífa einhverjum með því að láta tímann líða út. Var það eitthvað sem viðskiptaráðherra sagði við Darling eða kannski Árni Matt. Var ekki Davíð að segja að hann vissi "af hverju þeir beittu okkur hryðjuverkalögum" Það væri nú til að kóróna vitleysuna ef það væri eitthvað til í því. Það væri mesta niðurlægingin ef þeir ætla ekki að leita réttar íslensku þjóðarinnar í því máli. Þó ekki væri nema vegna ærunnar. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.12.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Komiði sæl bæði tvö.Jóhann sendu frænda þínum kærar jólakveðjur frá mér.Já Kolla þú segir nokkuð.Manni finnst þessi 180°snúningur í Bretamálinu alveg með ólíkindum svo ekki sé meira sagt.Það er orðið þannig að gamlir kjaftaskar eins og ég eru ornir kjaftstopp.Það er með endemum jólagjafirnar sem fólkið fær frá stjórnvöldum.Og það er á Ingibjörgu Sólrúnu að skilja að það sé eina ráðið sé bara að fara inn í EBE.Þá geti allir haldið gleðileg jól og öll tekið undir Heims um ból.Sem þá yrði Bólið í Brussel.En frúin virðist gleyma einu stóru atriði í þessu máli.Það kemur málinu lítið við hvað Landsfundur sjallana segir.Heldur hvað segir íslenska þjóðin.Eða ætlar frúin ef sjallarnir samþykkja,að fara þarna inn án þess að spyrja þjóðina leyfis.Svo er ég hræddur um að þarna inn förum við ekki með allt nið´rum okkur.Verbólgan verður að hjaðna um 2 stafa tölu er ég hræddur um.Allavega eitthvað vel undir 10%.í verður flest komið á daginn hvað varðar bankamálið og fólk farið að sjá hverjur eru aðalsökudólkar þar.Og þá á að fara að huga að kosningum.Þá verður komið að skuldadögum hjá þessari stjórn.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 13.12.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Jóhannes Gylfi Jóhannsson

Sæll frændi, já er ekki komið að því að fá svör? Ekki kemur okkur á óvart hvernig málin hafa fengið nýja stefnu undanfarið og fyrirséða. Kveðja JGJ.

Jóhannes Gylfi Jóhannsson, 13.12.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Mig minnir að verðbólgan megi ekki vera meiri en 1,5 % yfir meðaltali 3. landa ESB með MINNSTU verðbólgu til að komast inn þannig að það er eitthvað verulega undir 10 % sem þarf að lækka.  kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.12.2008 kl. 16:28

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Komiði sæl og takk fyrir innlitið bæði 2.Kær frændi og kær vinkona.Ég sé að þegar ég skrifaði á laugardaginn féll orðið "vor"niður.Rétt er setningin svona:"Í vor verður flest"o.sv.fr.Það er slæmt þegar vorið fellur niður.Því miður held ég að langt sé í vorið í íslensku þjóðlífi.Sá gamli refur í stjórnmálum Sir Winston Churchill sagði í nóv 1942 eitthvað á þessa leið:"Þetta er ekki endirinn.Ekki einusinni byrjunin á endirnum.En þetta gæti verið endirinn á byrjunni"Geri þessi orð að mínum um leið og ég kveð ykkur kært

Ólafur Ragnarsson, 16.12.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég veit ekki af hverju ég gleymi alltaf litlu köllunum.Set hérna nokkra inn.Sem mega svo dreifast eftir vild í ofanskrifað      .Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 16.12.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það er alveg ómögulegt að gleyma vorinu. Þó ég sé meiri haustmanneskja þá vekur nú vorið alltaf ákveðnar kenndir og vonir í brjósti manns eins og t.d. hvort maður verði nú ástfanginn í sumar eða nái að lækka sig í forgjöfinni í golfinu . En án gríns kæri vinur þá eru litlu karlarnir alveg ómissandi til að tjá sig þar sem fólk gæti annars tekið grín sem alvöru og öfugt hér á þessum sérstaka miðli. Knús á þig kallinn minn. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 535265

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband