Spiling og fl.

Það verður erfitt mál að komast í botns í þessum málum.Spilling hefur fylgt mannkyninu frá upphafi.Ekki er ég svo fróður maður að ég geti skilgreint orðið spilling.En hún dansar svo á línu óheiðarleika og siðleysis  að oft er erfitt á sjá hvort hún er saknæm eður ei.Oft er talað um"löglegt en siðlaust"En menn eru misjafnega spilltir.Ekki ætla ég mér að spila einhvern geislabaugsengil.

 

 

Eða neins annars" Baugs"Ég er ósköp venjulegur maður með mína veikleika.Ég bjó í Svíþjóð 1990-2005.Þegar ég var nýfluttur þangað skall þar á"kreppa"Orsök hennar var mér að vísu aldrei alveg ljós.En eitt man ég að mikið var talað um að væri andvaraleysi fv forsætisráðherra Ingvar Carlson sem hafði stjórnað landinu í nokkurn tíma áður,að kenna.Hann hefði sofandi látið reka á reiðanum.Ég heyrði menn tala um og bera saman stjórnunarhætti hans og forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter.

 

 

Hvernig sá síðarnefndi sem stjórnaði Danmörk í að mig minnir 11 ár með minihlutastjórnum og tók ýmsar miður vinsælar ákvarðanir meðan Ingvar tók lán fyrir"velferðinni"í Sverige.Ekki ætla ég mér að dæma um það.En hræddur er ég um að einhver"sofandaháttur"sé sök þess sem við erum að upplifa nú.En mig langar að rifja upp ýmislegt sem kom í farvatn kreppunnar í Sverige.Banki að nafni"Nordbankinn"var á hausnum og ríkið tók í taumana svo að sænskur almenningur tapaði ekki stórum upphæðum.3 af bankastjórum bankans fengu tugir milljóna í svokallað "fallskärmsavtal"(fallhlífarsamninga).

 

 

En ég hugsa að upp úr þessari svokallaðri kreppu  í Svíðþjóð hafi komið að mínu áliti öllu "heiðarlegra"þjóðfélag.Þótt ég hafi  nú marga fjöruna sopið í heiðarleikanum blöskraði mér ýmiss mál sem komu þar upp.Ýmisleg sem ekki þoldi dagsins ljós og spilltir bankamenn og stjórnmálamenn höfðu stundað í áraraðir kom fyrir sjónir almennings.Heil bjæjarstjórn (komunalråd)lenti í fangelsi.Ein socialnefndin fór til Bahamas til að"kynna"sér slík mál þar.Fjölmiðlar komust í málið og fólkið kom eins og stórglæpamenn til baka með yfirhafnirar yfir höfðinu á flugvellinum.Yfirmaður hjá Járnbrautum Ríksins fauk eftir"kynnisferð"til Íslands.Þessi"kreppa"kostaði svía 35 milljarða sænskar.

 

 

Fleiri og fleiri voru spillingarmálin sem upp komust í sambandi við sænsku kreppuna.Maður leiðir hugan að hvernig þetta hefur verið þegar svíar voru"forríkir"eftir stríðið.En þetta rímar allt vel við það sem hér skeði nema ef skyldi"fallskärmsavtalen"En svo er það rannskóknin á hvað skeði sem brennur á mönnum. Það er komið að hálfgerðri úrslitastund fyrir þessa þjóð.Ætla hún að láta fámenna klíku auð og menntamanna hella yfir sig lygasoramum einusinni enn.

 

Nú má enginn taka orð mín þannig að ég sé á móti menntamönnum en því miður eru þeir margir menntamennirnir sem eru flæktir í hina ýmsu spillingu sem virðist hafa forgengið hér á undanförnum árum.Eru í forsvari fyrir hinar ýmsar opinberar stofnanir,gerspilltir og með dollaramerki í augunum.Hræddur er ég um að pappírstætarnir séu ornir heitir í sumum bönkunum.Þar sem fólk sem var í háum stöðum hjá þeim, en eru nú er ornir stjórar hjá viðkomandi banka.Það læðist sá grunur hjá ómenntuðum alþýðumanni að menn reyni að fela slóð sína hafi hún verið til.Slíkt er þegar á botninn hvolt"bara mannlegt".

 

Orðtak sem notað er um fína þjófa en ekki fólk eins og kannske mig eða okkur sem minna mega sín.Af hverju var ekki utanaðkomadi fólk sett strax sem stjórnendur bankana.Helst fólk sem hefur starfað erlendis en þó ekki í sambandi við þá.Maður heyrir t.d talað um hagfræðinga sem eru að kenna erlendis.Ég veit ekki betur en svíar hafi rekið allt"stóðið"úr þeim bönkum sem þeir gripu inní á sínum tíma.Og sett óviðkomandi fólk í staðinn.Finnar dæmdu nokkra í fangelsi.En svíar eru nú „9.234.209" (augusti 2008)og Finnland:"5,315,280",

 

 

En íslendingar á við Gautaborg í Sverige hvað íbúatölu áhrærir.Svo það verður svert að finna algrerlega hlutlausan mann hér á landi.Viss er ég um að ef t.d Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hlusta nú ekki á fólkið í landinu hrynur fylgið af þeim.Þá meina ég aðra en einhverja sjálfskipaða snobbara sem troða sér í alla fjölmiða og fréttaskýringaþætti

Snobbið í mörgu af þessu fólki er svo yfirgengilegt að maður fær það á tilfinninguna að ekkert að viti verði gert.Og spillingin er virkilega sýnileg en öllum sýnist sama.Ég spyr t.d. hvernig getur verkalýðs foringi með fleiri milljónir á mánuði samið fyrir afgreiðslustúku í lágvöruverslun.Og hvernig er það fyrir"heiðarlegan"verkalýðsforinga að reyna að ná samningum við þessa"guldrengi"sem í vatn aldrei hendi hafa difið,sem er búið að"pota"inn á alla staði sem einhverra peninga er von?

 

 

Þessi andsk..... menntahroki sem alstaðar virðist ríða við einteyming.Ef þú er ekki með BA í einhverju ertu úti að skí.. Ekki marktækur í þessum spekingaheimi.Einhverjar kenningar sprottnar út af enn meiri snobburum tekin fram yfir reynsla af lífinu.Mér dettur í hug saga utan af landi.Með allri virðingu fyrir vélstjórum sem allir eru góðra gjalda verðir.En í kaupstað úti á landi var fyrirtæki sem þá gerðir út 3 skuttogarar.

Einn hafði verið keyptur af frökkum og var elstur.Ég var á öðrum togara fyritækisins þegar þetta gerðist.Nú var vélin farið að verða gömul og slitin og bilanir mjög tíðar.Hver vélstjórinn með fyllstu réttindi gafst upp.Þetta gekk svo um hríð ef togarinn lá ekki í höfn var hann í slefi af öðru skipi til hafnar.En svo fengust ekki fleiri menntaðir vélstjórar á skipið.Þá var fengin undanþága fyrir bónda sem líka var trillukall sem vélstjóra.Og viti menn.Hans gömlu"húsráð"dugðu best.

 

 

En nú er lífsreynsla einskins nýt.Snobbarar bulla og bulla,tómt þvaður.En hin almenni maður er því miður er eins og land sem er vegna landreks er að reka frá meginlandinu.Nóg er nú til af "gáfulegum"leiðbeiningum hvernig almenningur ætti að mótmæla því sem fram er að fara.Ekki hef ég neitt annað ráð en að hætta að kjósa þessa klíku sem stjórna öllu.Bönkum.dómstólum,lífeyrisjóðum ja yfirhöfuð öllu.Það er einasta ráðið sem falt er.Stoppa alla þessa vinavæðingu.Einhver mótmæli eru bara vopn í hendur á fólki sem þykir það fínt að vera að mótmæla og hefur lítið annað þarfara að gera,Og svo fjölmiðlum sem fá blóð á tunguna og gefa aðallega fíflalátum slíkra mótmæla mest allan fréttatíman

 

Gera það núna.Sýna það strax við næstu skoðannakönun hvað við viljum.Sýna þessu snobbliði hvar Davíð(ekki þessi í seðlabankanum)keypti ölið.Kjósa svo yfir okkur heiðarlegt fólk með reynslu af öllum þáttum þjóðlífsins.En sennilega er"skítsmennska"sjórnmálanna svo mikil að heiðarlegt fólk fæst ekki til þátttöku í þeim.Við eigum þó nokkra heiðarlega,slíka en því miður eru þeir sennilega í minnihluta í þess orðs fyllstu merkingu í dag.Og hafi einhver heiðarlegur áhuga á að bjóða sig fram kemst hann ekki að,vegna kosningamaskínu"gulldrenganna"En kannske geta skoðanakannanir sem sýna akveðna breitingu einhverju breitt og menn þori ekki annað en breita stjórnháttum eða láti þá sem sekir eru fá makleg málagjöld.Hafi einhver haft nennu til lesturs á þessu hugleiðingum gamals sérviturs sjóara er sá hinn sami kært kvaddur.Förum á þess guðs vegum er við trúum á.Lifið heil

 


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

  sammála

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Ósammála!

Auðvitað sammála nokkru en keyrir um þverbak að tala á móti menntun. Það er ekki menntunin sem skemmir, það er hvernig þú nýtir þína menntun. Það er heldur ekkert athugavert við það að þú viljir fá menntað fólk til vinnu í stað þess að þurfa að taka áhættuna á að ráða fólk sem hefur ekki neitt til að sýna fram á kunnáttu. Það má vel vera að margir atvinnurekendur líti á menntun fram yfir reynslu. En af hverju ætli það sé? Getur verið að það sé einmitt "reynsla" atvinnurekandans sem hefur áhrif á það?

Pössum okkur bara að alhæfa ekki. Hvert mál þarf að skoða fyrir sig.

Gunnar Þór Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 12:10

3 identicon

Er þér virkilega sammála.  Menntasnobb á Íslandi  hefur verið lengi.  Mamma mín var ein af fimm systrum sem hjálpaði eina bróðurnum til mennta. þegar hann var útskrifaður lögfræðingur þá fannst móðurömmu minni að það væri sjálfsagt að þær systur þéruðu hann.  Samt voru það þær í raun og veru sem studdu hann peningalega til mennta sem kaupakonur, stofupíur og á síldarplönum og það sem til féll.  Aldreii vissi ég hvort móðurbróðir minn var hlynntur því að vera þéraður eða ekki. Þetta hefur staðið þjóðinni mikið fyrir þrifum  það sér maður nú.

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:21

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Komiði sæl.Þakka innlitið.Jón minn gamli skipsfélagi og sveitungi oftast erum við sammála.Gunnar þú hefur ekki lesið almennilega bloggið mitt":Nú má enginn taka orð mín þannig að ég sé á móti menntamönnum"Þetta stendur þarna skýrum orðum.Jóhanna Þórkatla nafnið hringir bjöllum.Varstu alin upp í"Nesinu"???Verið öl kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 536217

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband