"Hvað með eldri borgarana?"

Hvað með eldri borgarana ? Verður eitthvað gert fyrir þá ? Hvað með fólk sem fætt er á öðrum og þriðja tug síðustu aldar ?

Gamlir bændur verkamenn og sjómenn sem komu þjóðinni á lappirnar. Fólk sem kvíðir þess að deyja því það á ekki fyrir útförinni þökk sé svokölluðum stjórnmálamönnum.

Kvíðir því að kostnaðurinn við dauða þess bitni á eftirlifandi afkomendum sem standa öllum fæti vegna stórskulda við bankana sem nú belgast út með stjórnamenn sem þiggja mánaðarlaun sem borga gætu 3-4 jarðarfarir jafnvel fleiri Kært kvödd


mbl.is 50 þús. 1. maí og meira síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur. Ég reikna með að við þurfum að slá saman í orðabók fyrir þessa veruleikafirrtu og sjúku SA og ASÍ, því ég reikna með að þeir viti ekki hvað orðin "eldri borgari" þýða. Svo slæmt er ástandið.

En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því þegar þeir bregðast meir 100% skyldum sínum er það samfélagsleg skylda almennings í landinu að taka við stjórninni. Því stjórnvöld eru í gíslingu þessara ofurafla ræningjanna.

 Þegar siðleysið og ránin eru orðin svona hættuleg er siðferðislega og samfélagslega ólöglegt að leyfa því að ganga lengur óhindrað. Þetta held ég að allir viti, en það er eins og fólk viti ekki alveg hvar á að byrja björgunina. Samstaða almennings er lífsnauðsynleg til að finna út úr því.

 Þá eruð þið eldri borgarar með ykkar dýrmætu þekkingu og reynslu okkar bestu kennarar sem getið leiðbeint okkur út úr svika-mútu-mennta-matsfyrirtækja-ránunum. Og almenningi ber skylda til að annast eldri borgara!

 Líklega var Tyrkjaránið mildara en þessi ósköp sem hafa fengið að viðgangast óáreitt bæði hér á landi og í allri heimsbyggðinni.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2011 kl. 11:44

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Anna Sigríður og ég þakka innlitið. Tek undir með þér. En ég held að við íslendingar séum svo ja hvað á maður að kalla það,"ósamstæðir" kannske. að við getum aldrei staðið að neinum stórbreitingum. Ég man að frá mínum sjómennskuárum að oft höfðu þeir hæðst sem voru svo huglausastir er á hólminn var komið, Sjáðu m.a þegar kosið er t.d um nýja kjarasamninga (sem ekki virðast í næsta leiti nú) þá kjósa kannske 10-15 % félagsmanna og þeir(samningarnir) kannske samþykktir með 1-2 atkvæðum Og svo baula allir á eftir yfir "skítasamningum" Já með eldri borgarana það er stór svartur blettur á þessari þjóð. Það er nú svo að þegar ég tala um eldriborgara er ég ekki að hugsa um mig sjálfan. Þó ég sé nú kominn í félagsskap þeirra. Er 72 Ég hef það skítsæmilegt og hef eiginlega ekki yfir miklu að kvarta sjálfur. Ég er í þægilegri lítilli þjónustuíbúð á ökufæran bíl sem kemur mér þangað sem mig langar að fara.Sjónvarp og tölvu sem ég dunda mér mikið við. Nú mér áskotnaðist rúm með hækkanlegum höfða og fótagafli. Þetta kostar að visu nokkrar fjarstýringar sem ég ruglast oft á. Þannin að þegar ég ætla að hækka höfuðið slekk ég á sjónvarpinu. Og ef ég ætla að hækka í sjónvarpinu vísa fæturnir til himna og allt eftir þessu. En að öllum fíflaskap slepptum þá hef ég áhyggur af fólkinu sem er svona 10 árum eldra en ég. Fólki sem í æsku eyðilagði kannske bakið með mikilli stöðu og miklum burði og bogri. Bændum, verkamönnum,sjómönnum, sem engar tryggingar eða lífeyrissjóði hafði og unnu sín verk við fábrotnar aðstæður  og fornfáleg tæki. Það var þetta fólk sem kom þessum andsk..... aulum sem stjórna til manns og menntunnar með tvöfaldri vinnu. Fólk sem angaði af slori og kúaskít. Fólk sem grætur að eiga kannske ekki fyrir konfektmola handa barna barna barninu því þessi tæra vinstristjórn er búin að þarma þannig að því. Það er þetta fólk sem ég meina og öll þjóðin má skammast sín fyrir meðferðina á Megi þeir fjandans menn sem settu allt þetta á hausinn rotna í helv... En sértu sjálf ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 535242

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband