Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Mogginn á heiður skilið"

Mogginn á heiður skilið að minnast þessa atburðar. Því þetta var fyrsta skipið sem taldist til íslenska kaupakipaflotans sem sökkt var í seinni heimstyrjöldinni Ég bloggaði um þetta um daginn á 123.is En slóðin á það blogg er hér.

http://fragtskip.123.is/

Það þar bara að"skrolla" aðeins niður síðuna. Kært kvödd


mbl.is 70 ár liðin frá því að þýskur kafbátur sökkti Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"where is the damn bear"

Blessaður maðurinn skildi þó ekki vera í ætt við ameríska hermanninn sem veðjaði við samlanda sinn á leiðinni til Íslands á seinni styrjaldar árunum.

Fyrsta var að vera búin að "sænga" hjá íslensri snót innan viku frá komunni til landsins og hitt var að hann skydi vera búinn drepa ísbjörn á svipuðum tíma.

Nú við fyrsta tækifæri sem bauðs og hann var búinn að fá sér nokkra hjartastyrkjandi og enn síðar ljúka sér af með konunni æddi hann hálfber út úr húsinu og öskraði:"where is the damn bear"  Kært kvödd                                 


mbl.is Réðst á ísbjörn á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"andsk..... áróðurinn"

Til hamingu Ragnarsmenn. En ímyndið ykkur andsk..... áróðurinn í stjórnvöldum Ég heyrði ráðherra utanríkismála í dag vera að hæla þeirri "tæru" fyrir aukinn afla á íslandsmiðum. Ég held hreinlega að sá maður ætti að halda sé utanríkis áfram. Kært kvödd
mbl.is Slógu eigið Íslandsmet aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"komið að merg málsins"

Þarna er, að ég gæti trúað komið að merg málsins Atvinnuöryggi þessara manna. Og ferðaþjónustuliðið ætti bara að skamm... sín með sinn áróður. Þetta er bara það sem blasir við þorra flugstjóra. Og maður segir bara við þá:"standið saman og verið harðir á ykkar kröfum" Við, allavega flestir af okkur þessum sauðsvörtu viljum hafa ykkur í landinu.  Kært kvödd.
mbl.is 59 flugmönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" aðilar ferðaþjónustunnar"

Mér finnst með ólíkindum hvernig aðilar ferðaþjónustunnar og ráðherra hafa látið í þessari deilu. Mér er andsk..... sama um fg fólk en ég vil allavega fljúga með mönnum sem eru með kollinn í lagi. Þetta ferðaþjónustulið ættu frekar að ústskýra fyrir ferðafólki um hvað deilan snýst og ráðherrar ættu hreinlega að halda kja...  heldur en að draga taum annars aðilans.

 

 

Sú sem á að stjórna landinu ætti að hafa skilning á málinu. Hræddur er ég um að lög á flugmenn yrði banabiti langþreyttrar ríkisstjórnar. Þessarar hreinu tæru.Ferðaþjónustan ætti að vilja færustu flugmenn í heimi óþreytta til að flytja farþega sína.Og hætta að röfla þetta. Kært kvödd


mbl.is „Hurðinni skellt á okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mér finnst með ólíkindum"

Mér finnst með ólíkindum hvernig "ferðaþjónustufólk" lætur. Ef ekki er allt eins og það óskar er allt á leið til helv.... Þessir aðilar einhverra hluta vegna ráðast hvað eftir annað á annan aðilan í kjaradeilu. Og nú spyr ég er Icelandair aðili að samtökum þeirra fg. Hversvegna er ekki þrýst á flugfélagið líka til að ljúka deilunni. Ég segi það enn og aftur sumir hópar eiga að vera vellaunaði.

 

 

Og menn sem gera ábyrð á mannslífum eiga að vera betur launaðir en menn sem bera ábyrgð á þessu fyrirbrigði sem heitir peningar. Sem við þessir sauðsvörtu sjáum ekki nú um stundir. Ég flaug einu sinni  frá höfn við Svartahaf til Moskvu í rússneskri vél með rússneskri áhöfn  Á miðri leið byrjaði einhver vökvi að leka niður í hausinn á mér. Þetta var einhverskonar olía fannst mér ( kannske gott fyrir hárið)

 

Sætið við hliðina var jaust svo ég færði mig eftir að hafa látið flugfreyjuna vita. Þá kom einhver borðalagðu og eftir strípunum á vínarbrauðunum á öxlunum tók ég þetta fyrir sjálfan flugstjórann Hann lyktaði vel af vodka og talaði alveg helling á rússnesku um leið og hann opnaði einhverja lúgu og í loftinu og  herti þar einhver tengi með sænskum lykli. Svo klappaði hann mér á bakið og kallaði á freyjuna sem kom með tvöfaldan vodga sem ég afþakkaði en ég sá að hún, freyja sturtaði því í sig á leiðinni til baka.

 

Þá þakkaði ég í huganum  guði fyrir hvað við eigum fært fólk í öllum störfum sem að flugrekstri snýr, Allt þetta hæfa fólk á að vera á góðum launum þrátt fyrir að hlutur margra stóreignamanna sem hluti eiga í flugfélaginu rýrni aðeins. Við eigum að haldi í þetta fólk í landinu með góðum launum. Kært kvödd


mbl.is Langur sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"róta yfir það með"

Einnusinni passaði ég lítinn hund af King Charles Spaniel - kyni. Hann var með afbrigðum þrifinn og ef hann setti eitthvað frá sér reyndi hann að róta yfir það með afturlöppunum. En það var svo bara undir hælin lagt hvar yfirklórið lenti. Þetta dettur mér eiginlega í hug þegar ég las þessa frétt.

 

 

Ég vil taka skýrt fram að ekki ætla ég mér að deila á LHGÍ. Þar starfa bara dugandi menn sem ég veit að svíður þetta ástand sem er á stofnun þeirra. En að íslensk stjórnvöld skuli ekki skammast sín fyrir hvernig komið fyrir henni. Að aðeins 60-70 tonna bátur skuli einn eiga að gæta Landhelgi eyjþjóðar sem hefur lögsögu yfir að ráða sem er sjö sinnum stærri en eyjan sjálf.

 

 

Að svokallaðir ráðherrar þessarar þjóðar skuli  láta sjá sig á alþjóðavettvangi er bara skömm. Er þar eru þeir bara að athlægi allra manna með eithvað vit í kollinum. Mér finnst einhvern veginn að LHGÍ menn hafi fengið skipun um að birta þetta svona til að ráðherra reyni að gera það sem ég minntist á í byrjun en krórið lenti bara ekki þar sem það átti að lenda.

Gæslumenn mega allir vera stoltir af sínum verkum enginn velkist í vafa um það Og þeir eiga ekkert annað en hrós skilið. En ráðherrar mega allir skammast sín upp til hópa. Kært kvödd


mbl.is Farið um borð í yfir 100 skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Pizzur að gera"

Sá gamli hefur ekkert vilja með Pizzur að gera. Enda eru þær ítalskar. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Kært kvödd
mbl.is Strekkingurinn felldi pizzutjaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" og að lesa gamansögu"

Þetta er eins og að lesa gamansögu eftir Wodehouse. Eyþjóð hefur aðal afkomu sína af sjávarfangi. Þykist vera að vernda fiskistofna "leigir" öll tæki og tól sem nota þarf til þess og verjast ágangi í landhelgina til annara landa. Á sjálf engin skip til að flytja útflutningsvörur.  Skelfing held ég að sumar fiskveiðiþjóðir eða réttara sagt þegnar þeirra kætist.

 

 

Er ekki leikur einn að slökkva á "græjunum" og fiska að vild innan lögsögunnar?  Þó aðalstjórnin í Reykjavík verði var við eitthvað eru þeir þá ekki handalausir? En þetta kemur "aðlinum" ekkert við. Þeir skemmta sér  með mestu fjármálabröskurum  Íslandsögunnar í sinni höll sem hægt var að byggja þrátt fyrir allar hörmungar með stórum spón úr aski þeirra sem minna mega sín.

 

Það myndi hæfa þessu "hænsnahúsi" að sýna eitthvað eftir  Wodehouse í því. Þvílík skömm fyrir ráðamenn þessarar þjóðar sem telur sig meðal fullvalda ríkja. Svona er staðan:Kaupskipafloti til millilanda siglinga: 0 Varðskip til gæslu og björgunnar: 0 Björgunarþyrlur til björgnar og sjúkraflugs bráðlega: 1 

 

Þetta eru kaldar kveðjur frá mestu afturhalds og íhaldssjórn í sögu lýðveldisins til þessara sem enn fást til að stunda þann atvinnuveg sem ásamt landbúnaði kom þessari þjóð á lappirnar. Kært kvödd


mbl.is Aðeins ein þyrla verður til taks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"til að slá ryki"

Þetta er nú ljóti fíflagangurinn með bensínverðið. Eða er þetta kannske til að slá ryki í augu neytandans til að þykjast ekki vera með samráð um verðið? Kært kvödd
mbl.is Öll olíufélög hafa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 537735

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband