Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hamingu Friðrik

Loksins kom að því að sjómaður fékk þessa orðu Ekki er ég að gera lítið úr Grími Karlssyni sem fékk orðuna 2009 fyrir smíði báta og skipalíkana En Friðrik Ásmundsson fv skipstjóri og skólastjóri Stýrimannaskólans fékk núna riddarakross hinnar Íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna. Þessu ber að fagna með honum.

 

 

Friðrik er fæddur 26 - 11 - 1934. Sonur Elínar Pálsóttir og Ásmundar Friðrikssonar sem var kunnur skipstjóri og aflamaður hér í Eyjum . Ásmundur kom t.d með fyrri nýsköpunartogara Vestmannaeyinga til Eyja 1947. Friðrík fetaði í fótspur föður síns og lauk farmannaprófi 1957. Varð fljótlega þekktur skipstjóri í Vestmannaeyjum Hann var þar 17 ár skipstjori. 14 ár með báta fyrir Fiskiðjuna h/f Svo með eigin bát   ( með öðrum ) Sigurð Gísla.

 

 

Hann hlaut viðurkenningu árið 1974 fyrir björgun tvegggja áhafna af skipum sem fórust í sept 1964 og mars 1973.1975 tekur hann svo við skólastjórn Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og stjórnar honum til 1999 , Friðrik ritstýrði Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja með miklum skörungskap u,m hríð. Hann hefur látið málefni sjómanna sig miklu varða Og hefur skrifað margar greinar úm þau. Ég óska Friðrik innilega til hamingu maðu þennan heiður Kært kvödd


mbl.is Ellefu sæmd fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"dásamlegar fréttir"

Þetta eru dásamlegar fréttir. Þessu á þjóðin að fagna þótt ráðamönnum hennar sæju sér ekki fært að minnast á það. Í aftakaveðri,apríl 1906 fórust 48 íslenskir sjómenn.

Annað aftakaveður 7-8 febr 1925 fórust 68 íslenskir sjómenn 1941 fórust 139 lögskráðir sjómenn allt árið. 1950 farast 21 menn með íslenskum skipum á tveggja mánaða tímabili Í febrúar  1959 42 menn. Í líkingu við þetta mætti lengi telja

 

 

Þennan frábæra árangur getum við þakkað mörgu. Stærri traustari skip. Nákvæmari og betri siglingatæki. Þyrlusveit LHGÍ Og betri fræðslu Með Hilmar Snorra og manna hans þar í fararbroddi. Og síðast og kannske ekki síst breytt hugarfar sjómannsins sjálfs.

 

Maður hugsar með hálfgerðum hryllingi til baka hvernig maður hagað sé í þeim efnum. Einhver með áhuga á öryggi var bara afgreiddur með orðunum " Ertu sjóhræddur vinur" Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Engin banaslys á sjó 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt 2012

Ég óska lesendum síðunnar Gleðilegs nýárs. Og ég þakka innlitin á síðasta ári



  Sea dog                                                                                                   Verið ávallt kært kvödd                                          


"Á Íslandi allir vegir færir"

"Á Íslandi allir vegir færir" Er nú alveg víst að sé alveg búið "moka" allar stofnæðarnar Jóhanna ??? Kært kvödd

"af sköminni "

Það yrði nú til að bíta skotið af sköminni ef þeir sem eftir eru af "Hreyfingunni" hoppuðu upp í svikabælið hjá Jóhönnu & co. Hvers eiga þeir sem minna mega sín eiginlega að gjalda. Ekki gat sú tæra séð til að þeir fengi sínar bætur greiddar í dag eða gær. Nei sá lýður getur bara beðið. Snillingarnir þurfa að baða sig í sviðsljósunu.

 

 

Og sem kannske betur fer lýsa því hve algerlega þeir eru ornir sambandlausir við fólkið niðri á jörðinni. Heilög Jóhanna: "segir ríkisstjórnina njóta meirihluta og trúi ekki öðru nema annað komi í ljós" Takið eftir "meiriluta og trúi ekki öðru nema annað komi í ljós" Það er mergur málsins. Þetta nema. Og spurningin er hvað kemur svo í ljós. Kært kvödd


mbl.is Segir stjórnina meirihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"gera hreint fyrir sínum dyrum"

Já nú þurfa margir að "gera hreint fyrir sínum dyrum" Jafnvel ég, Svo er bara hvernig maður fer að því

 

snowblower5ih

 Ætti maður svona græju væri maður hólpinn. Kært kvödd


mbl.is Snjó mokað um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Alkaholistar og smyglarar"

Alkaholistar og smyglarar hafa trúlega frjóasta hugmyndaflug sem hugsast getur. Það væri sennilega mannkyninu mikið til gagns ef hægt væri að "virkja" það í réttar áttir. Kært kvödd
mbl.is Fundu 320 kíló kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"eitt dæmið um nauðsyn"

Enn eitt dæmið um nauðsyn á að halda þessari sveit LHGÍ gangandi. Maður hlýtur að spyrja sig hvort er nauðsynlegra fleiri mannslíf á Íslandi eða eitthvert sendiráðið út í heimi á tækniöld

 

 

Ég veit að ég er kallaður ruglukollur sem ekkert vit hef á þjóðmálum og slíku og ætti þessvegna að halda kja... En mér er andsk..... sama. Allir eiga rétt á að viðra sínar skoðanir þó þer séu á skjön við skoðanir þeirra vitru og frægu. Kært kvödd


mbl.is Í sjúkraflugi á Klaustur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"mikil gleðitíðindi"

Þetta eru mikil gleðitíðindi. Ekki vantar að við eigum hæfa menn til að stjórna þessum tækjum. Allavega enn. Þá meina ég hér á landi. Vonandi tekst þeirri tæru ekki að hrekja þá alla úr landi.En að  tækin séu til í landinu hlýtur að vera fyrir öllu. Kært kvödd
mbl.is Nýtt tæki til heila- og taugaskurðdeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mér hefur þótt sumt "

Mér hefur þótt sumt sem kemur frá Pétri Blöndal verðugt íhugunar. Þótt í megin atríðum sé ég ósammála honum. En þetta er eitt af því fyrrnefnda. Kært kvödd
mbl.is Sjóðsfélagar kjósi stjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 537001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband