Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.7.2009 | 11:51
"Iceslave"
Hverjum andsk...... á maður að trúa. Ég hafði trú á að þessi stjórn myndi reyna að koma skikki á hlutina. En hvað hefur hún gert til hjápar heimlilinum ? Ekkert,Síró.0. Aðeins lengt í hengingarólunum. Og bankarnir aldrei harðari í innheimtu sinni þó eigandinn hafi boðað þar bót og betrun.
Því var lofað að hinum lægst launuðu yrði hlíft. Ég hugsa að ég tilheyri þeim flokki. Og mín kjör hafa rýrnað svo um munar í háu verðlagi og skertum lífeyrissjóðsgreiðslum. Sem að ég hélt að TR myndi bæta , Nei og aftur nei. Aldrei haldið fastar í budduna á þeim bæ.
Þjóðarskútan liggur undir áföllum
Þrátt fyrir vin fátækra Stefán Ólafsson. Stórflótti fólks úr landi er jafnvel fyrirsjáanlegur. Ég man í"den"þegar vinstrimenn gagnrýndu straumimn til Sverige á sínum tíma. Þeir héldu hvorki vatni eða vindi yfir þessum ósköpum. En í vor sagði einn af fv ráðherrum Samf. að þetta hefi nú líka sínar björtu hliðar. Fólk myndi víkka sjóndeildarhringinn og kynnast öðrum þjóðum. Frúin gerði hreinlega ráð fyrir að fólkið kæmi til baka.
Flyti fólk t.d. út með börn undir skólaaldri þá má það vera mikil ættjarðarást að snúa til baka allavega fyrr en börnin eru búin með skólanám. Ég vona að þið skilið hvað ég meina. Og í flestum tilfellum verða börnin sem þá eru komin á legg eftir.
Nei þessi ríkisstjórn finnst mér ekki standa sig allavega ekki eftir mínum væntingum til hennar. En hvað um það. Þegar virtir fræðimenn eins og Jón Daníelson prófessor við London School of Economics, sem segir: "alla útreikninga sem hann hafi séð á afleiðingum Icesave-samningsins séu gallaðir. Nokkurs konar Excel-hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð. Hann segir í Excel-hagfræðinni oft miðað við hagkerfið eins og það var árið 2007."
Ég held að sumir átti sig ekki á hvað þeir eru að gera
Hverju á þá gamall þverhaus með ekkert vit á peningum að trúa. Ég skora á Alþingi að fella þrælalögin.. Þar mætti alþingismenn hugsa til 16ánda forseta USA. Læt þetta duga af nöldri f.h. Kært kvödd
![]() |
Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2009 | 20:51
Hryðjuverk
Mér finnst hryðjuverk hryllileg og engum samtökum til framgangs. Mér finnst sjórán heyra undir hryðjuverk. Fyrir skömmu var þessu skipi sleppt af sjóræningum sem hafa haldið skipinu sem heitir Victoria síðan í maí. Skipið sem er þýskt er undir Antigua flaggi var sleppt eftir að 1.8 US $ höfðu verið greiddar í lausnargjald. Áhöfnin er 11 rúmenar Skipið var á leið frá Indlandi til Saudi Arabiu með 10.000 ts af hrísgrjónum þegar því var rænt í maí. Annað þýskt skip
Hansa Stavanger er búið að vera í haldi sjóræninga síðan í apríl. Talað var um að samningar um 3ja miljón US $ hefðu mistekist Þar eru um borð 5 þjóðverjar, 3 rússar, 2 frá´Úkraníu og 14 frá Filipseyjum.
Mér er andsk.... sama hvað hver segir. Bak við þessi sjórán standa ekki fátækir ????? sómalskir fiskimenn. Þarna standa alþjóðleg, gætu verið rússnesk ??? glæpasamtök að baki. Hvað ég hef fyrir mér í því, jú þetta http://blog.usni.org/?p=2872 Ég læt ykkur sjálf dæma Vonandi fer þessum ófögnuði að linna. Kært kvödd
![]() |
Sömu hryðjuverkasamtök og á Bali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009 | 18:25
Varnarsinnaður ???
Einhvernveginn kann ég ekki við S J S í framlínunni. Þótt ég hafi ekki hundsvit á knattspyrnu held ég að framlínumenn skori yfirleitt mörk hjá andstæðingunum en varnarmenn geti lent í því óláni að skora sjálfsmark. Ef maður heimfærir þetta uppá stjórnál dagsins þá finnst mér eins og framlínumaðurinn og fyrirliðinn S J S hafi skorað sjálfsmark beint yfir völlinn. Og nú verði hinir leikmennirnir að reyna að taka leikmanninn í sátt þrátt fyrir misstökin. Mér líkaði oft vel við Steingrím sem stjórnarandstöðuþingmann
en finnst hann afleitur sem stjórnarsinna. En þetta getur verið út af reynsluleysi hjá mér. Maður er vanur að sjá hann með opin kjaf.... yfir
ástandi sem jafnvel var betra en það sem hann dásamar í dag. Det "var bedre før" segir daninn stundum. Ég er alltaf að verða samfærðari að það væru mistök að samþykkja þetta fjand... "Iceslave"eða hvað þetta heitir allt saman . Kært kvödd
![]() |
Steingrímur í beinni á CNBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009 | 15:09
Luckas
Svona geta fyrirsagnir blekkt mann. Ég sem ekkert veit um knattspyrnu vissi þó að þjálfari Grindvíkinga héti svipuðu nafni. Og ég sem hélt að greinin birti tekjur þjálfara hugsaði:" Geta Grindvíkingar greitt sínum þjálfara bestu launin" kíkti á innihaldið sem kom í ljós að þessi Lukas var ekki í Grindavík.
Svipað kom fyrir mig í fyrra þegar ég sá mynd af ungri fjallmyndlegri stúlku og fyrirsögnin var:"Syndir á Sunnudögum" Nú fór "gráifiðringurinn" á fullu hjá kalli til að sjá hvaða syndir svona falleg kona drýgði á sunnudögum. En þetta var þá sundkona sem æfði sig m.a. á sunnudögum. Svona er fréttum stundum svindlað inn á mann eða þannig. Kært kvödd
![]() |
Lucas með hæstu tekjurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2009 | 10:50
Með vilja gert ???
Skyldi móðirinni ekki hafa hugnast ráðahagurinn ??? Hvað veit ég. Spánverjar og Bretar hafa sjaldan eða aldrei verið neinir vinir frekar en Frakkar og Bretar eða Frakkar og Þjóðverjar o.sv.fr. Þessvegna held ég að við værum betur sett utan þessarar flækju af óvinskap. Kært kvödd
![]() |
Ástarbréfið komst loks til skila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2009 | 17:57
Hótanir !!!!
Mér finnst svona hálfgerður"hótanaþefur" af þessu öllu. Einhvernveginn held ég að við getum aldrei staðið við þessar skuldbindingar. Væri þá ekki heiðarlega að segja við þá þessar fjand... þjóðir sem allar eru fv nýlenduherrar og komu sér á lappirnar þannig,að þetta sé okkur um megn og þeir verði hreinlega að taka tilllit til þess og gefa okkur betri"díl" Eða eru þeir kannske allir upp til hópa eins og bankamennirnir hér sem veittu lán til manna sem enganveginn gátu staðið við sínar greiðslur.
En hvað um það en nú verða dýr og menn á Íslandi að biðja þann guð sem þeir trúa á að hjálpa okkur. Því alltaf skal það vera þeir sem minna mega sín sem bera byrgðarnar
Þeir sem eiga eitthvað undir sér sleppa alltaf betur
Þeir sem eiga eitthvað undir sér Er það ekki kaldhæðni örlagana að menn sem hreinlega stálu af þjóðinni meðan makinn sat í ráðherrastól skuli geta "gortað "af rándýrri eign á Flórída
Og flatmagað þar í sólinni meðan sumt af því fólki sem stolið var af hreinlega sveltur heima á Íslandi. Ja svei. Ef ég segi sannleikann er ég hreinlega steinhissa á að sumir af þessum mönnum skuli ekki hafa orðið fyrir"voðaskoti"
Deer Hunting Firearms þó ég sé á engan veginn að hvetja til slíkra voðaverka. En kemur ekki að því að uppúr sjóði hér á landi."Lengi má brýna deigt járn að bíti" stendur það ekki einhverstaðar. En hvað um það þrátt fyrir"vesenið"kveð ég ykkur kært
![]() |
Daily Mail: Getur skaðað stöðu Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 22:35
EBE eður ei
Hér í Vestmannaeyjum eru hlutirnir að gerast. Hér eru fiskiskip yfirleitt að landa afla á hverjum degi og flutningaskip að lesta vörur til útflutnings flesta daga. Þessi var í fyrradag að lesta frosið. Þetta öfluga skip var einusinni eign "Óskabarnsins" og mér fannst skipið hreinlega setja niður við að missa merkingar félagsins sem á því voru Silver Lake.Ég er ekki viss um fossanafn skipsins en nú heitir það Silver Lake. í daglegri ferð minni um höfnina í dag blöstu þessi skip við:
Wilson Gdansk Hann var að lesta fiskimjöl
Hér að ofan Steinun SF og Gullberg VE
Frár VE
Þessi heitir því skemmtilega nafni Frú Magnhildur Þessi skip voru að landa. Mér er alveg sama hvað skeður í þessu EBE máli,bara að ekkert verði gert til skerðingar á þeirri sjón sem blasir við manni hér við höfnina í Eyjum.
Að vísu eru að mínu mati misvitrir fræðingar innlendir að skerða ýsukvóta svo að til vandræða horfir. En hvað um það hér er allt á fullu við höfnina,oftast þegar ég kem þar. Yfirleitt er ég ekkert á ferðinni um helgar því þá er ekkert kaffi að sníkja hjá Torfa á vigtinni. Kært kvödd
![]() |
Úttekt Eiríks á vef Guardian |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2009 | 21:14
Leiðindaskjóður !!!!
Ég var feginn þegar ein leiðinlegasta manneskan að mínu mati á fv alþingi var felld í síðustu kosningum Og ég hafði vonað að önnur úr sama flokki VG félli líka.
En þó ég fylgi ekki VG að málum hefur skoðun mín á henni breyst dálítið eftir að hún komst í stjórnarsamstarf. Og sætti mig bara vel við hana "to day" En nú fara aðrar 2 manneskur á alþingi þannig í mínar fínustu að ég þríf fjarstýringuna ef þau opna kja..... þegar ég er að horfa á sjónvarp frá alþingi
Annar þingmaðurinn er fv formaður alsherjarnefndar sem var langt komin með batteríið í fjarstýringunni í dag þegar hann kom í öllum kosningunum á alþingi og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Og eiginlega alltaf sama tuggan.
Og hinn er fv skólastýra vestan af fjörðum. Hún virðist stundum ekki alveg vera með á nótunum um þau mál er um er fjallað. Stundum finnst mér eins og vestfirðingar hafi vakið hana upp og sent hana suður af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.
En þetta er nú bara mín skoðun,gamals nöldrara og þetta er kannske almennilegasta fólk. Ja ekki veit ég. Ég kveð ykkur kært að vanda
![]() |
Fjölþætt sannfæring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 20:49
Inngönguár hvað ???
Það er nú meiri hringandahátturinn í VG hvað varðar EBE. Þarna lýsir einn aðalmaður VG á alþingi að sennilegt aðildarár sé 2013. Þeir vilja þá aðild þrátt fyrir allt ????. Og hvað nú um þá yfirlýsingu yfirdansarans um að það sé hægt að "bakka" út úr aðildarviðræðum ef það stefndi í óhagstæða samninga.
Og þannig kannske eyðlegga að fólkið í landinu fái að segja sitt eftir allt saman.Er nema von að fólk í landinu sé búið að missa trúna á öllu þessu "hátt-hæstvirti" og á hinu "háa alþingis" bulli. Það er allavega furpulegt froðusnakk á þessari samkundu nú um stundir. Að maður tali nú ekki um rakaleysið þegar rök eru sótt í gömul dægurlög.
Framsóknar maðurinn Guðmundur Steingrímsson hefði kannske frekar átt að hugsa um tekstan:" nú er horfið Norðurland nú á ég hvergi heima" Því ég hugsa að strandamennirnir hugsi honum þegandi þörfina eftir daginn í dag. En þeir eru kannske fylgandi keliríi þingmannsins við hans fv flokk þ.e.a.s Samfylkinguna. Kært kvödd
![]() |
2013 líklegasta inngönguárið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 19:38
Gamlir kunningar
Maður var nú ekki hár í loftinu þegar maður fór að fá vinnu við uppskipanir. Í þá tíð voru 3 verslanir í Borgarnesi sem fengu kol,sement og timbur sjóveginn. Þetta voru Verslunarfélagið Borg. Verslunarfélag Borgarfjarðar en þau sameinuðust um skip að mig minnir og Kaupfélag Borgfirðinga. Afi minn Ásmundur Jónsson var verkstjóri við uppskipanir fyrrgreindu félagana Reykjanes En Tómas Hallgrímsson fv bóndi á Grímstöðum hjá KB. Hlutverkið sem ég og nokkrir aðrir á líkum aldri var að hífa bómur skipana til og frá yfir lestaropin eftir því sem við átti. Nú ef maður hafði ekki lent í náðinni hjá þeim 2 sem oftar en ekki var út af þáverandi nýtísku útbúnaði skipana.Sem voru 2faldar bómur en þá þurfi enga "gertastráka", þá hékk maður á bryggunni eða fékk að "sitja í "hjá vörubílstjórunum. En töluverður spotti var t.d í sementgeymslu KB við Sólbakka.
Cornlia B Sem kom oft í Borgarnes í"den".
Eitt var það skip sem þurfti gertastráka það var s/s Reykjanes enskur koladallur í eigu Jóns Oddsonar útgerðarmanns í Englandi. Ég man hve gríðalega stórt manni þótti þetta skip
En það hafði verið smíðað 1919 í Þýskalandi 66.2 m langt og 9.9 m br. 981 ts. Og hafði i upphafi borið nafnið Malmö.
Svo er annað skip sem þurfti "gertastráka" en það var Erik Boye lítill danskur dallur sem ásamt systurskipi??? Hans Boye En Hans var kannske frægastur fyrir að heimsæka þáverandi öskuhauga við Ánanaust







Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar