Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.7.2009 | 13:04
Ábyrgð á hverju???
Ég man það þegar Nordbanken í bankakrísunni í Sverige varð gjaldþrota og ríkið kom honum til hjálpar til að almenningyr sem átti sparifé sitt í bankanum tapaði því ekki, þá fengu bankastjórarnir 3 að mig minnir svokallað " fallskærmsavtal " upp á 2-3 milljónir se kr hver. Út af þessu var allmikið fjaðrafok enda settu mennirnir bankan á hausinn. Og það var að ég held út af sömu ástæðu og hér varð svo.
þeir voru sem sagt "verðlaunaðir"fyrir að sóa fé almennings sem áttu peninga í bankanum. Veltum fyrir okkur orðinu ábyrgð. Það er talað um að forstjórar stórfyrirtækja sérstaklega fjármálafyrirtækja þurfi svo há laun vegna ábyrgðar. Hvar er ábyrgð íslensku bankastjórana sem kollsigldu bankana hér. Ég er allavega ekki farinn að sjá hana.
Og maður spyr sig er það bara ábyrgð á peningum sem á að launast vel. Hvað með skipstjóra t.d á Herjólfi, Norrönu. Hvað með flugstjóra í farþegaflugi. Er þessum mömmum borgað samsvarandi laun og bankastjóra í hlutfalli við ábyrgð ?.
Nei og aftur nei. Og svo er annað í þessum bankastjóralaunum. Þeir eru oft í stjórnum hinna ýmsu stórfyrirtækja og þiggja dágóð laun þar. Ja henni er furðulega deilt á menn þeirri byrgði sem hefur forskeytið á. Sumum er hún þung öðrum er hún léttbær. Þeir virðast allavega ekki þungbúnir á svipinn þessir fv íslensku bankastjórar ef myndir nást af þeim í London. Skælbrosandi hringinn. Ja svei.
Það var nú svo að í upphafi svokallaðrar kreppu bjóst ég við að maður kæmi til með að rétt tóra.Sem og er raunin. Ég fór því að líta í kringum mig eftir sæmilega sterkumk krók og álitlegum snætisspotta. En svo sá ég að svona"mátulega"heiðarlegur" maður eins og ég tel mig vera, færi nú ekki að gera þessum andsk..... svikahröppum það til geðs að henga sig,
Nei og aftur nei.Svo þarf maður helst að vinna í lottóinu til þess að eiga fyrir brennsluni þegar að henni kemur. Svo mér liggur ekkert á fyrr en eftir það. En á meðan ætla ég mér að "nöldra"yfir því sem mér er ekki að skapi, Eins og t.d ofurlaunum forstjóra fjármálafyrirtækja. Kært kvödd
![]() |
Laun forstjóra ríkisbanka ekki samkeppnishæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 11:49
"langt sem það nær"
![]() |
Tveir fossar til Samskipa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 11:42
"Bragð er að .......¨"
"Bragð er að er barnið finnur" Þarna talar SJS af reynslu. Hann kann loftfimleika stjórnmálana. Það eru loftfimleikar til heimabrúks, sem hann sjálfur er að stunda nú um stundir.Kært kvödd
![]() |
Loftfimleikar til heimabrúks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 19:04
Hver er munurinn ???
![]() |
Bankinn sem hvarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009 | 15:37
"Stóra geilin".
Þessu spáði ég um daginn . Að andstæðingar Icesave innan Vg yrðu bara sendir heim í heyskap eða í uppvasksið og "hlýðnara" fólk tekið inn Svona á að "þræla"þessu í gegn. Fyrir þessu stendur aðal baráttu maður fyrir lýðræði á Íslandi seinni ár að mati hans sjálfs.
Mikil munur er nú á "Bjargvættinum "að vestan, eða þeim að NA. Ef minnið er ekki að bregðast mér enn meir þá var sá f g einn af höfundum "jÞjóðarsáttarinnar" en sá síðartaldi aðalhöfundsur að algeru ósætti meðal þegna landsins Og mætti þessvegna kallast"óvætturinn" að NA, En þá er að sá með ljósu lokkana á Álftanesinu. Hvað gerir hann.
Hann talaði um djúpa geil í þjóðfélaginu og ósættir miklar milli manna ef hann undirritaðu svokölluð fjölmiðlalög. Ég var því miður ekki þega þau ósköp skullu á. Menn segja mér að það sé ennþá stærri gjá í þjóðfélaginu, Mér fynnst að ef hann skrifar undir þennan ósóma (að mínu mati) þá væri hann búinn að gera í bælið sitt og það rækilega.
Og þá væri ekki annað í stöðunni annað fyrir hann en að færa sig þvert yfir nesið og setjast að þar sem heitir Hrakhólar Læt þetta nægja í bili í bili og kveð ykkur kært þar til næst
![]() |
Icesave keyrt út úr efnahags- og skattanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009 | 20:30
Hvað næst.???
Það fer nú að fjúka í mann í sannleika sagt. Mér finnst þetta nú bíta höfuðið af skömmini. Vera með svona hótanir. Eru þetta ekki hreinlega afskifti af innarríkismáli hjá lýðveldinu Íslandi ?. Halda þessi"brussukallar"að þeir séu komnir aftur á nýlendutímabilið.
Og við séum nýlendan. Við eru það allavega ekki enn. Hvað sem verður. Svo tala menn um að hafa áhrif. Ja sveiattan. Og Össur hefur sennilega ætlað að halda sínum kja... lokuðum líkt og virðist hafa gerst undanfarið. Nei mæðradagsstjórnin"Jósteinn"ætti bara að hafa þor til að segja þessum köllum að halda kjaf.. og það á dönsku ef annað þrýtur. Kært kvödd í bili
![]() |
Þrýst á Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2009 | 20:02
Vildi í"grjótið"???
![]() |
Ökuníðingurinn lék sama leik fyrir tveimur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009 | 19:47
"Iceslave" 3
Ég vona að ég verði leiðréttur ef ég er að fara með rangt mál þegar ég fullyrði á Lilja Mósesdóttir sé færasti þingmaður VG í hagfræði. Er ekki Þór Sari hagfræðingur ? Er ekki Tryggvi þór Herbertsson doktor í hagfræði ? og er Pétur Blöndal ekki sprenglærður í einhversskonar peningafræðum?
Og ef rétt er þá hlýtur maður að spyrja sig:"af hverju er ekki hlustað á þessa þingmenn sem öll út yfir flokksbönd eru á móti" Icesave" Ég vona að ég verði leiðréttur aftur ef ég fer með rangt mál í því sambandi. Kært kvödd í bili
![]() |
Tjáir sig ekki um ummæli Lilju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 19:06
"Iceslave" 2
Myndin hér að neðan var yfirleitt kölluð:The Big Four. En margir hafa haldi því fram að kalla ætti hana;The Big Dummies. Þarna sjást forustumenn Evrópu í júni 1919 ásamt þv forseta USA Woodrow Wilson. Sem stendur lengst t h. Í dyrunum stendur Georges Clemenceau þv forseti Frakklands svo Vittorio Emanuele Orlando þv forsætisráðherra Ítalíu. Og lengst til v David Lloyd George þv forsætisráðherra Breta. Margir hafa haldið þvi fram að þessir menn hafi unnið stríðið en tapað friðnum með þessum frægu en að margra mati illræmu samningum.
Undirskrift samningana 28 júni fyrir 90 árum. Góður vinur minn, þýskur skipstjóri sem er ári yngri en ég sagði eitt sinn við mig:" það er aldrei talað um hvað skeði á millistríðsárunum í Þýskalandi ".Ég ætla ekki að fara nánar út í það.
Þessi mynd var máluð á þeim árum í Þýskalandi og heitir einfaldlega:"Lady Germania chained to a torture pole"
Samtíma teikning. Af hverju þessi upprifjun. Jú af því ég held að við séum að sigla inn í svipað ástand og þjóðverjar voru neyddir í fyrir 90 árum. Held að það sé verið að leiða okkur til:" slátrunar" Læt þetta duga af nöldri í bili. Kært kvödd
![]() |
Telja að ljúka verði Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.7.2009 | 13:22
Fangelsin full !!!!
Hvernig á annað að vera. Það er alltaf verið að auglýsa sleifarskap undanfarinna ára í fangelsismálum. Nú er bara pláss fyrir þá alverstu.
Ef réttvísin virkaði rétt og allt færi fram eftir henni þá kemur til með að vanta"very large"pláss á næstunni ef næst í alla seka"kreppukalla".
Mér finnst að nota mætti hluta af þessari beinagrind af hljómlistarhúsi og innrétta þar allavega bráðabirgðar fangelsi. Svona þangað til að tímarnir breytast eitthvað til batnaðar. Þá yrði þessi rándýri kofi til meira gagns. Kært
![]() |
Innbrotum og þjófnuðum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 537772
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar