"vorkennt "stjórnmálamanni"

Ég man aldrei eftir að hafa vorkennt "stjórnmálamanni"  í sjónvarpsviðtali fyrr. En það gerði ég svo sannarlega í kvöld.Ég ætla ekki að útskýra það nánar. Kært kvödd
mbl.is „Þetta var ófremdarástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"þessi ASÍ forusta"

Nú er það að koma í ljós að þessi ASÍ forusta ætlar ekkert að gera í svikum þeirra "tæru" gagnvart eldri borgurum. Þeir þ.e.a.s eldri borgarar mega bara éta það sem úti frýs. Þeir geta á engan hátt borið hönd yfir höfuð sér. Þeim á að lóga svona smátt og smátt.

 

 

Það virðist engin vopn vera til þeim til gagns. Og að annar flokkur í stjórn skuli styrkja völd sín sumstaðar við "stjórnmálamann"? sem getur eftir u.m.þ.b tvö ár á valdastóli ekki geta hælt sér af öðru en "tala vel " um fólk. Það finnst mér með ólíkindum. Kært kvödd


mbl.is Afþakka endurnýjuð loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gamallt íslenskt "

Gamallt íslenskt brennivíns smyglmál kemur upp í hugan þegar maður les þessa frétt. Kært kvödd
mbl.is Tekinn með hass á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"forsetaframboðsmál"

Ég verð nú að segja að mér finnst þessi "forsetaframboðsmál" sé að verða að einhverjum "skrípaleik" Ekki dettur mér í hug að amast við þessum ágæta manni sem um getur í þessari grein. Og ekki ætla ég að dæma nafna minn Ragnar á neinn hátt.

 

 

Ég kaus hann ekki og var á móti framboð hans á sínum tíma. En mér hefur sannarlega snúist hugur hvað hann varðar. En nú finnst mér hann skulda okkur afgerandi svar. Áður en kannske nokkrir tugir allskonar manna eru farnir að bjóða sig fram til kosningar sem svo ekkert verður af. Því ég held eins og fleiri að það sé mjög svo ólíkir hópar, þeir sem bjóða sig fram gegn sitjandi forseta eða venjulegum kosningum.

 

 

En mig langar að segja ykkur smá sögu. Haustið 1998 var ég stm á dönsku skipi á leið til Seattle. Einn morguninn þegar ég kom upp var flaggað í hálfa stöng. Ég spurði ein háseta hverju þetta sætti. "Það er einhver drottning dáinn" svaraði hann. Ég kom svo upp í brú sagði skipstjórinn mér að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú Íslands væri dáinn, Þessi flöggun hafi ekkert með mig að gera sem íslendings.

 

 

En Margrét danadrotting hafði átt tvö merkisafmæli, 30 ára giftingar og 25 valdaafmæli árið áður og höfðu íslensku forsetahjónin verið viðstödd "galaveislur" sem haldnar voru í þessu sambandi. Frá þessu var náttúrlega sjónvarpað.

 

 

Þessir sjónvarpsþættir komu svo um borð í öll dönsk skip. Þarna hafði skipstjórinn séð hina gæsilega íslensku forsetafrú og hrifist af glæsileik hennar. Hann hafði svo heyrt í BBC að hún væri dáin. Og með fullri virðingu fyrir núverandi forsetafrú sem er stórglæsilega kona þá held ég að Guðrún Katrín hafi átt stóran þátt kjöri Ólafs 1996. En þetta er nú mín prívatskoðun.  Kært kvödd


mbl.is Jón Lárusson í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"virkilega að fagna"

Þessu ber virkilega að fagna. Þó maður sé alltaf að agnúast út í ríkisstjórnina, þá fellur nú einn og einn góður biti af borði hennar niður til okkar allmennings, En þessi góði biti varðar alla landsmenn Og það ber að þakka kærlega fyrir. Kært kvödd
mbl.is Gæslan leigir þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"okkur gamlingunum"

Ég las einhversstaðar að hálkan sé erfið okkur gamlingunum. En þetta finnst mér ekki "málið" Við höfum ýmiss ráð. T.d.mannbrodda gamla ullarsokka svo eitthvað sé nefnd,til baráttu við hana 

 

 

En það er annað sem er okkur gamlingunum erfitt það er ríkisstjórnin og afleiðingar gerða hennar og ASÍ forustunar Við þeim höfum við hvorki mannbrodda eða gamla ullarsokka eða nein önnur tól. Þetta veit þetta fg fólk. Því erum við gamlingar aðalskotmörk þeirra í öllum þeirra "sparnaðar" áætlunum. Þetta er hætt að vera ógnun við fólk, þetta er orðið að skemmdarverkum þessi niðurskurður í heilbrigðiskerfinu.

 

 

Þegar nægir peningar virðast vera til í ýms gæluverkefni og ferðalög til ráðstefnusóknar út um allan heim fyrir milljónir þar hinn margfrægi borðfáni hefði dugað. Kært kvödd


mbl.is Ennþá flughált víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fyrir sjötíu árum "

Fyrir sjötíu árum nákvæmlega var skipastóll landsmanna 600 skip yfir 12 smálestir Samtals 41.233 ts, br  Nú er miðað við skip 15 smálestir og yfir. Nú var skipastóllin við síðustu áramót 2266 skip sem mældust 213.481 ts br. Þetta er mikill munur .

 

 

Árið 1941 fórust 138 íslenskir sjómenn við störf sín. 2011 enginn. Hafa verður í huga að 1941 geysaði WW 2 á N- Atlandshafi. En á þessu hefur orðið mikil breiting til batnaðar. Við áramótin 1941-42  áttu íslendingar 9 (alvöru) farþegaskip (þ.á.m t.d. Gullfoss Goðafoss, Dettifoss ) 2011-12 voru 54 skip skráð sem farþegaskip ( mætti segja tvö alvöru Herjólfur og Baldur) Fyrir sjötíu árum áttum islendingar 8 vöruflutningaskip ( mistum eitt 1941) nú sé ég að það sé skráð eitt. Eitt einasta skip er skráð hér á landi sem "vöruflutningaskip" Og ekki er smálesta talan til að hrópa húrra yfir "heil" 425.0 ts.

 

 

Þetta er með hreinum endemum. Hver er aðal sökudólkur í þessu máli veit ég ekki. Ég hef heyrt svo margar útgáfur af því að ég veit ekki hverju ég á að trúa. En mig langar að vísa hér til bréfs sem "togarasjómaður" skrifaði í Sjómannablaðið Víking 1942 Einfaldlega því það margt í því  á hreinlega erindi við íslendinga í dag. Togarasjómaðurnn skrifaði m.a.:"Og þessi ládeyða í landsmála hugsunum sjómannanna, hefir allt af skaðað þá sjálfa mest" Einnig :"Arður sjávarins er nálega afl allra hluta í þessu landi. Og því ættum við, sem arðsins öflum, að afhenda í annara hendur öll þau áhrif, sem hann veitir, og láta síðan skammta okkur skít úr hnefa?"

 

 

Og enn fremur: "Mikið hefir nú gengið á.(það voru kosningar um þetta leiti. Athugasemd Óli R) Það eru volgar skammir sem sumir fá. Hví líkt déskotans moldviðri af slagorðum, ásökunumog loforðum, sem að vanda aldrei á að efna. Þær lýsa ekki allar miklum vitsmunum, greinarnar þær. Þegar nú öllu er lokið, verður manni á að spyrja: ,,Er þá nokkur maður nokkru nær fyrir allt þetta?" Ég held ekki. Margt af því kjaftæði hefði mátt missa sig"  Og togarasjómaðurinn heldur áfram:  "Það vantar ekki, að nóg sé gumað af því í ræðustólunum, hve mikið sjómannastéttinni sé fyrir að þakka. Hvað þeir séu duglegir blessaðir sjómennirnir, að draga í þjóðarbúið. Þá séu fórnirnar, sem þeir færa, alveg voðalegar. Og það kemur kjökurhljóð í röddina hjá sumum"  

 

 

Enn heldur hann áfram" Hið óbeina og aðalverkefni Sjómannadagsins er vitanlega framundan eftir sem áður. En það er að kynna starfsemi stéttarinnar alment, og gagnsemi hennar fyrir þjóðarheildina. Þegar réttur skilningur er fyrir hendi, bæði til sjávar og sveita, þegar ráðandi mönnum þjóðarinnar er orðið það ljóst, að varanlegt nútíma menningarlíf í þessu landi, er lítt hugsanlegt, nema að sjávarútvegur og siglingar blómgist, þá er fenginn árangur af starfsemi dagsins" Svo mörg voru þau orð gamla sjómannsins Og nú spyr ég  síðuritari Er ráðandi mönnum þjóðarinnar  orðið það ljóst, að varanlegt nútíma menningarlíf í þessu landi, er lítt hugsanlegt, nema að sjávarútvegur og siglingar blómgist" Mitt svar er nei og aftur nei langt frá því. Mig langar að beina fólki á þessa slóð:

http://fragtskip.123.is

 

En ef "skrollað" er niður að grein sem heitir "Vetrarferð fyrir 68 árum" þá getið þið lesið um vetrarferð á litlu fiskiskipi til Englands 1943 skrifaða af skipstjóra bátsins. Kært kvödd


mbl.is 2.266 skip á aðalskipaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við lestur á þessari grein"

Við lestur á þessari grein kemur upp í hugan gamalt orðtæki. Þér ferst, Flekkur að gelta" Kært kvödd
mbl.is Ögmundur kastar steinum úr glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"yfirlýsing Þórs Saari"

Ég var að skrifa síðustu færsuna þegar þessi yfirlýsing Þórs Saari birtist. Ég hef alltaf haft svolítið álit á Þór. Enda er hann ekki einn af þessu marga "fjölskylduvæna" (ef svo skáldlega má að orði komast. En þá meina ég pabbadrengi og þessháttar fólk) sem sitja á alþingi.

 

Ég veit að hann var sjómaður um hríð og hef fyrir satt að hann hafi unnið sig upp í að verða bátsmaður á kaupskipi. Þetta segir þó nokkuð um hann. En nú er bara að sjá hvað skeður komi vantrausttillaga fram. Kært kvödd


mbl.is „Hugarburður og dylgjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"rétt athugað hjá Bjarna "

Ef þetta er rétt athugað hjá Bjarna þá á "Heyfingarfólkið" litla von í næstu kosningum. Og það mundi lýsa enn þá betur tilgangsleysi þeirra stjórnmála sem nú tískast á þessu landi. Hreyfingi vill ekki kosningar í bráð.  Þá  ættu þeir á hættu  að  missa þeir sætin í húsinu við völlinn. 

 

 

Þetta er auðskilið í samhengi við tilgangsleysi. En hjá okkur þessum sauðsvörtu  er það líka hugsunin hvað tekur við. Hver treystir fv "hrunráðherrum" sem og þingmönnum með virkilega "flekkaða" fortíð og enn sitja "hreinskúraðir" í húsinu við völlinn. Og eða einhverjum úr vissum hóp sem þáðu háar upphæðir við að skemmta útrásarvíkingum. Sem voru hálfpartin í ætt við vissan hóp sem notaður var til að skemmta konungum og keisurum miðalda 

 

 

Það er hreinlega hlægilegt fyrir fólk sem eitthvað eru komin til ára sinna og með meðalgreind að hlusta á þessi "bakspjótaköst" svokallaðra alþingismanna hver í annan. Og en og aftur minnist ég á virðingaleysi þessa fólks við almenning í landinu. Þetta lið talar svo niður til okkar þessa sauðsvörtu að það framkallar "velgju" Það er eins og það líti á okkur sem einhvern skríl sem ekki hefur greind nema langt fyrir neðan meðallag.

 

 

Nei spillingin hjá þessu margumtalaða liði í fg húsi hefur sennilega aldrei riðið við einteyming. Ég myndi hreinlega kalla það spillingu ef búið væri að semja við Hreyfinguna undir borðið. "Sæti fyrir stuðning" Sem sagt nokkra mánaða framlengingu á sætinu við völlinn.  Kært kvödd


mbl.is Samkomulag um stuðning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"mætti ráða af"

Því miður kom ég síðustu færslu ekki almennilega frá mér. Það mætti ráða
af skrifunum að ekki hefðu aðrir sjómenn en Friðrik og Grímur fengið
umrædda orðu. En það er náttúrlega algerlega rangt. Margir sjómenn hafa
fengið hana Upp í hugann í fljótu bragði koma nöfn eins Gunnar Marel skipasmiður (1940). Sem vissulega var sjómaður í upphafi starfsferils
síns og Binni í Gröf (1971).
Helgi Hallvarðs (1976) og og fl og fl. Ég var bara með síðasta áratuginn í huga,og þar eru sjómenn lítið
með í þessum hóp.Ég biðs afsökunnar á þessari ónákvæmni. Kært kvödd

Til hamingu Friðrik

Loksins kom að því að sjómaður fékk þessa orðu Ekki er ég að gera lítið úr Grími Karlssyni sem fékk orðuna 2009 fyrir smíði báta og skipalíkana En Friðrik Ásmundsson fv skipstjóri og skólastjóri Stýrimannaskólans fékk núna riddarakross hinnar Íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna. Þessu ber að fagna með honum.

 

 

Friðrik er fæddur 26 - 11 - 1934. Sonur Elínar Pálsóttir og Ásmundar Friðrikssonar sem var kunnur skipstjóri og aflamaður hér í Eyjum . Ásmundur kom t.d með fyrri nýsköpunartogara Vestmannaeyinga til Eyja 1947. Friðrík fetaði í fótspur föður síns og lauk farmannaprófi 1957. Varð fljótlega þekktur skipstjóri í Vestmannaeyjum Hann var þar 17 ár skipstjori. 14 ár með báta fyrir Fiskiðjuna h/f Svo með eigin bát   ( með öðrum ) Sigurð Gísla.

 

 

Hann hlaut viðurkenningu árið 1974 fyrir björgun tvegggja áhafna af skipum sem fórust í sept 1964 og mars 1973.1975 tekur hann svo við skólastjórn Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og stjórnar honum til 1999 , Friðrik ritstýrði Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja með miklum skörungskap u,m hríð. Hann hefur látið málefni sjómanna sig miklu varða Og hefur skrifað margar greinar úm þau. Ég óska Friðrik innilega til hamingu maðu þennan heiður Kært kvödd


mbl.is Ellefu sæmd fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"dásamlegar fréttir"

Þetta eru dásamlegar fréttir. Þessu á þjóðin að fagna þótt ráðamönnum hennar sæju sér ekki fært að minnast á það. Í aftakaveðri,apríl 1906 fórust 48 íslenskir sjómenn.

Annað aftakaveður 7-8 febr 1925 fórust 68 íslenskir sjómenn 1941 fórust 139 lögskráðir sjómenn allt árið. 1950 farast 21 menn með íslenskum skipum á tveggja mánaða tímabili Í febrúar  1959 42 menn. Í líkingu við þetta mætti lengi telja

 

 

Þennan frábæra árangur getum við þakkað mörgu. Stærri traustari skip. Nákvæmari og betri siglingatæki. Þyrlusveit LHGÍ Og betri fræðslu Með Hilmar Snorra og manna hans þar í fararbroddi. Og síðast og kannske ekki síst breytt hugarfar sjómannsins sjálfs.

 

Maður hugsar með hálfgerðum hryllingi til baka hvernig maður hagað sé í þeim efnum. Einhver með áhuga á öryggi var bara afgreiddur með orðunum " Ertu sjóhræddur vinur" Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Engin banaslys á sjó 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt 2012

Ég óska lesendum síðunnar Gleðilegs nýárs. Og ég þakka innlitin á síðasta ári



  Sea dog                                                                                                   Verið ávallt kært kvödd                                          


"Á Íslandi allir vegir færir"

"Á Íslandi allir vegir færir" Er nú alveg víst að sé alveg búið "moka" allar stofnæðarnar Jóhanna ??? Kært kvödd

"af sköminni "

Það yrði nú til að bíta skotið af sköminni ef þeir sem eftir eru af "Hreyfingunni" hoppuðu upp í svikabælið hjá Jóhönnu & co. Hvers eiga þeir sem minna mega sín eiginlega að gjalda. Ekki gat sú tæra séð til að þeir fengi sínar bætur greiddar í dag eða gær. Nei sá lýður getur bara beðið. Snillingarnir þurfa að baða sig í sviðsljósunu.

 

 

Og sem kannske betur fer lýsa því hve algerlega þeir eru ornir sambandlausir við fólkið niðri á jörðinni. Heilög Jóhanna: "segir ríkisstjórnina njóta meirihluta og trúi ekki öðru nema annað komi í ljós" Takið eftir "meiriluta og trúi ekki öðru nema annað komi í ljós" Það er mergur málsins. Þetta nema. Og spurningin er hvað kemur svo í ljós. Kært kvödd


mbl.is Segir stjórnina meirihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"gera hreint fyrir sínum dyrum"

Já nú þurfa margir að "gera hreint fyrir sínum dyrum" Jafnvel ég, Svo er bara hvernig maður fer að því

 

snowblower5ih

 Ætti maður svona græju væri maður hólpinn. Kært kvödd


mbl.is Snjó mokað um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Alkaholistar og smyglarar"

Alkaholistar og smyglarar hafa trúlega frjóasta hugmyndaflug sem hugsast getur. Það væri sennilega mannkyninu mikið til gagns ef hægt væri að "virkja" það í réttar áttir. Kært kvödd
mbl.is Fundu 320 kíló kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"eitt dæmið um nauðsyn"

Enn eitt dæmið um nauðsyn á að halda þessari sveit LHGÍ gangandi. Maður hlýtur að spyrja sig hvort er nauðsynlegra fleiri mannslíf á Íslandi eða eitthvert sendiráðið út í heimi á tækniöld

 

 

Ég veit að ég er kallaður ruglukollur sem ekkert vit hef á þjóðmálum og slíku og ætti þessvegna að halda kja... En mér er andsk..... sama. Allir eiga rétt á að viðra sínar skoðanir þó þer séu á skjön við skoðanir þeirra vitru og frægu. Kært kvödd


mbl.is Í sjúkraflugi á Klaustur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"mikil gleðitíðindi"

Þetta eru mikil gleðitíðindi. Ekki vantar að við eigum hæfa menn til að stjórna þessum tækjum. Allavega enn. Þá meina ég hér á landi. Vonandi tekst þeirri tæru ekki að hrekja þá alla úr landi.En að  tækin séu til í landinu hlýtur að vera fyrir öllu. Kært kvödd
mbl.is Nýtt tæki til heila- og taugaskurðdeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband