"Það er von "

Það er von að samfó fólkið hafi hampað kjörsókninni !!!!. Kært kvödd
mbl.is Einn kaus tvisvar í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það lýsir ýmsum"

Það lýsir ýmsum innanhúsmálum hjá stjórnarliðinu að skipa Björn Val formann fjárlaganefndar. Hann ætti að hafa góða reynslu í að semja við fólk um fjármögnun á hinum ýmsu hlutum. Jafnvel í útgerð. Þar þurfa menn oft að vera ráðagóðir Kært kvödd
mbl.is Gáttuð á ríkisendurskoðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það væri nú gaman"

Það væri nú gaman að Björn Bjarnason greindi frá hvaða "armur" Sjálfstæðisflokksins hafi sigrað í prófkjöri hans.Þar sem flokksformaðurinn fékk þá verstu útreið sem foringi flokksins hefur fengið í tugi ára.

Björn hlýtur að geta sagt okkur það því að efni málsins samkvæmt ætti honum að vera það kunnara heldur en hvaða armur vann hjá Samfó Kært kvödd


mbl.is Segir Árna Pál hafa sigrað fulltrúa Jóhönnuarmsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mikill léttir er"

Mikill léttir er að heyra þetta. Þá eru komnar græjur fyrir hóp manna í vissu húsi við vissan völl. Kannske fer þá eitthvað af viti frá þessu húsi. Kært kvödd
mbl.is App fyrir apa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Er þetta mál hugsað"

Er þetta mál hugsað alveg til enda. Ég hef heyrt eldri konur kvarta yfir að fá ekki að 1 eða 2 glös af Sherrí á kvöldin. Og það er skiljanlegt mál. Þetta hafa þær kannske gert lungan úr lífinu. En margt af eldra fólki er komið á lyf sem enga samleið eiga með áfengi.

 

Þetta hefur ekkert að gera með alkahólisma heldur hvaða lyf þetta fólk er að taka. Ég þekki af eigin skinni blöndu af lyfjum og áfengi. Að vísu í allt öðru samhengi en í þessu tilfelli. Ég held hreinlega að heilinn á sumu af þessu fólki þoli ekki fyrrgreinda blöndu. Allavega ekki til lengdar. En vitaskuld vill ég að öldruðu fólki líði vel. En þetta held ég að sé ekki ein af leiðunum til þess.Mér finnst sannarlega eiga að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Kært kvödd


mbl.is Vilja breyta vínveitingareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég er hræddur um"

Ég er hræddur um að íslensk stjórnvöld þurfi að taka þessa skýrslu norðmannana grafalvarlega. Mér hefur þótt eins og margir hér á landi hugsi sem svo. "Við erum friðsæl smáþjóð á lítilli eyju á norðurhjara sem gerir engum neitt og að allir séu svo góðir við okkur.Og engin geri okkur neitt mein".

 

 

En staðreyndin er sú að íslendingar geta verið veikir á geði alveg eins og allar aðrar þjóðir. Hefði ég otað skammbyssu að bankagjaldkera fyrir ja ca 30 árum og heimtað peninga, þá hefi sá hinn sami bara hlegið að mér. Svona var sakleysið á Íslandi í þá daga. Og margir halda að svona sakleysi tíðkist ennþá hér. Allavega er það einn stjórnmálaflokkur starfandi hér á landi og er meira sega  annar af stjórnarflokkunum sem nota hvert tækifæri sem þeir geta til að rakka niður þá menn sem starfa hérlendis við að reyna að halda uppi gæslu við að lög og reglur séu í heiðri hafðar.

 

 

Þeim hefur tekist að "slátra" fleiri tugum starfa við löggæslu. Þeir virðast ekki skilja að lögregluþjónar eru að reyna að vinna þau störf sem þeir eru skikkaðir til. Það er reynt að meiða þá við skyldustörf. Nokkrir meiddir lögregluþjónar geta valdið því að hjálp komi seinna en skildi að alvarlegu bílslysi. Og í því slysi gæti verið ættingi þess sem slasaði þann sem annars hefði komist fyrr á slysstaðinn.

 

 

Í norsku skýrslunni er talað um skilaboð sem ekki var tekið mark á en hefðu getað breitt aðstæðum til muna. Það sem ég óttast hér er að ef svona atburðir gerðust hér tæki kanske vagthafandi á lítt mannaðri lögreglustöð þetta bara sem grín sem hreinlega var gert að fyrstu í Noregi. Því sennilega datt engum í hug að svona lagað gæti skeð í landinu. Mig minnir að þegar Olof Palme var myrtu trúði löggan því ekki almennilega strax þannig að þeir gáfu morðinganum tíma til að hypja sig.

 

 

Þessir atburðið eiga að koma stjornvöldum hér niður á jörðinni fá þá til að senda þá sem að þvílikum atburðum kæmu ef skeðin hér til Noregs til skrafs og ráða gera. Þó ég vilji gjarnan vili fylla þann hóp sem trúir ekki að það geti gerst hér. Þá héld ég að það sé ekki spurningin hvort þetta gerist heldur hvenær eitthvað í þessa áttina eigi eftir að gerast.Og mér hefur satt að segja þótt margir íslendingar virkilega bláeygðir hvað útlendinga varða. Og auðtrúa á hvað þeir segja. Þó er ég ekki á móti nýrra blóði hvað fólkið í landinu varðar. Ég sá slíkan tvískynnung hvað innflytendur varðaði í Svíþjóð að það hálfa væri meir en nóg Og notabene það var ekki innflytandi sem framdi voðaverkin í Noregi

 

 

Og fjandi væri það nú aulalegt að allir sem ættu að koma til bjargar stæðu, nöguðu neglurna og vissu ekkert í sinn haus. Það á að sleppa öllum "kosningavíxlum"núna en setja þá peninga í að stórefla löggæsluna. Hætta t.d. við þá andsk..... vitleysu taka sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum þaðan. Og ég er líka viss um að margir í vissum flokki og jafnvel í öllum öðrum ef þeir lesa þetta hugsa "hvaða andsk.....  bull er þetta í karlfj........ En skildi þurfa eitthvað í ætt við voðaverkin í Noregi til að stjórnendur þessa lands og fjöldi ábúenda þess komi niður á jörðina hvað þetta varðar. Kært kvödd


mbl.is Hefðu getað komið klukkan 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég óska þessum unga manni"

Ég óska þessum unga manni til hamingju með þenna titil. En einhvernveginn finnst mér titilinn svolítið furðulegur:" í tölti ungmenna" Er hesturinn ekkert inn í myndinni?? En ég skil vel meininguna og það er aðalatriðið.

 

En meir brá mér í gær er ég sá mynd af vini mínum Kjartani Halldórssyni svokölluðum "Sægreifa" í einhverju af dagblöðunum. Og undir henni stóð: "Kjartan selur". Og það flaug í gegn um minn heimska haus hvað hefur karlinn nú komið sér í ??. Einhverskonar hamskifti eða hvað??. En svo las ég áfram og róaðist Kært kvödd


mbl.is Ásmundur Ernir Íslandsmeistari í tölti ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Já talandi um "

Já talandi um "búmm" Þá minnist ég sögu um tvo kvennamenn (ekki kvenmenn) sem voru á gangi niður Laugaveginn á leið niður á Torg. Þeir veðjuðu um hvor hefði giljað fleiri konur af þeim sem þeir mættu á leiðinni. Skildu þeir segja "búmm" við hverja þannig konu.

Þegar þeir eru alveg að komnir neðst í Bankastrætið mæta þeir eiginkonu og dóttir annars þeirra. Og segir hann þá hreykinn: "búmm" og taldi sig hafa unnið. En þá sagði hinn djö...... bara: "búmm búmm". Og vann


mbl.is Japanskur aðdáandi taldi öll „búmm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta er skærasta dæmið"

Þetta er skærasta dæmið um "lýðræði" í augum VG fólks. Þeir vilja ekki "lýðræðislega" kosna fulltrúa fólksins Ég hlakka til þegar Björn Valur og Álfheiður ( sem virðist ætla að sleppa vel út úr sérstöku máli) sjást ekki meir í samkundunni þarna við völlinn. Það verður aðeins bjartara yfir hópnum sem vonandi verður kosin þangað inn við næstu kosningar bara við að missa þau. Kært kvödd
mbl.is „Þar verð ég ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þessi sápukúlu frétt"

Þessi sápukúlu frétt leiðir hugan að þegar ég lenti í sjálfsáunnum vandræðum þegar ég bjó í svíþjóð. Ég hafð keypt nýjan bíl beint frá verksmiðjunni. Ég setti hann oft í alþvott á sjálvirkri bílaþvottastöð. Við það kom alltaf leiðindaskán á framrúðuna mér til mikilla armæðu. Þar kom að, að  þessi fjand... skán var komin að þolmörkum hjá mér og ég var á þessum tíma maður athafna

 

 

Þá tók ég til minna ráða. Nú til að gera langa sögu stutta þá keypti ég litla flösku af YES uppþvottalegi og fyllti á rúðupiss tankinn. Eitthvað vann efnafræðin á móti mér í þessu máli. Því næst þegar rigndi og ég setti þurkunnar á þá skeðu undur og stórmerki. Þykk skán settist á rúðuna þar sem þurkurnar unnu á. Þurfti ég nú að skrúfa niður hliðarrúðuna til að sjá eitthvað út. Þannig keyrði ég eins hægt og umferðin leyfði mér með sápukúlur fjúkandi upp og aftur af bílnum að næstu bensínstöð.

 

 

Þar laug ég því að ég hefði lánað dóttir minni bílinn kvöldið áður og hún hefði sett einhvern fjan... á fg tank. Þeir sugu svo gutlið upp og settu það sem átti að vera á tanknum. Ég keyrði svo hljóðlátur og sápukúlulaus frá bensínstöðinni. Nú talandi um bílaeign mína þá rann blákaldur veruleikinn upp fyrir mér í gær þegar nýtilkomin bílaskifti voru rædd í "musteri munnlegra sagna".

 

 

Ég átti lítinn rauðan bíl en er nú komin á gráan aðeins stærri. Og vinur minn spurði:" Hverig í andsk...... á maður nú að þekkja þig komin á vanalega litan bíl". Og í gærkveldi fór ég að hugsa málið. Og sá að ég hafði misst spón úr askinum. Ég var hættur að vera "skrítni kallinn með hattinn á rauða litla bílnum"

 

 

En er kannse bara orðinn "skrítni kallinn með hattinn" Og mér líður eiginlega eins og Birni Th Björnssyni þegar hann hætti að vera "Biddi Bjöss"nema í Vestmannaeyjum þegar foreldrar hans fluttu með hann til Reykjavíkur Eins og hann lýsir svo meistaralega í bók sinni "Sandgreifunum" Í mínu tilfelli var hálf veröldin tekin frá mér við bílaskiftin. Kært kvödd


mbl.is Í stórri sápukúlu yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hann hefur sennilega talið sig"

Hann hefur sennilega talið sig hafa eitthvað til að sýna  Nei það er ekkert sniðugt við "previsa" og ég er ekki að gera lítið úr konunni sem varð fyrir þessu. En ég lenti ílla í því algerlega óviljandi hér fyrir nokkrum árum. Ég var nýfluttur hérna inn og var ekki búinn að "pakka upp". Engin gluggatjöld heldur komin.

 

Nú ég skellti mér í bað en athugaði það ekki fyrr en ég kom úr því að handklæðin og naríurnar voru í kassa frammi í stofu. Nú var ekkert annað en að skella sér eins nakinn og ég kom í þennan heiminn sextíu og níu árum og 130 kílóum áður. Þegar ég nálgaðist kassana í stofunni tek ég eftir eldri konu sem stendur við gluggann (íbúðin er á jarðhæð) og starir á mig.

 

Ég náttúrlega stífnaði, ég á við skrokkurinn. Annað var lamað og starði á móti. Nema hvað konan hristi bara höfuðið og gekk á braut. Ég bjóst við kæru fyrir "flash". En henni hefur sem betur fer ekki þótt taka því. Já stundum er betra já eða þannig Kært kvödd


mbl.is Beraði sig á götu úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera"

Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera í heiminum ef allir borguðu skatt eins og eðlilegur borgari gerir. Og hugsið ykkur hvað væri hægt að gera ef allir þeir peningar sem liggja í vopnum og viðskiftum með þau væru notaðir rétt. Ég fullyrði ef svo væri sem skrifað er hér að framan,þá myndi hver munnur mettur og hver einasti sjúklingur sem lækningu þarf fá hana.

 

 

Og ímyndið ykkur allan þennan andsk..... tvískinnung sem er í þessum málum í heiminum. Ein af norðurlandaþjóðunnum vill láta líta á sig sem eina af helstu friðelskandi þjóða er áttunda í röðinni með vopnaútflutning. Ef einhverstaðar er barist er vopn þaðan yfirleitt notuð. Ekki ætla ég mér að dæma hver hefur rétt fyrir sér í Sýrlandi. En ég veit að Kína og Rússlandi beittu neitunnarvaldi til að stöðva einhverjar aðgerðir. Vegna manngæsku?

 

 

Nei heldur vegna vopnasölu þessara stórvelda til landsins. (Rússland í öðru sæti en Kína í því sjötta hvað vopnaútflutning varðar) Svo er það "alheimslögreglan" USA  sem telur sig eitt mesta lýðræðisríki heims. Þeir trjóna á toppnum sem helstu vopnaútflutningsríki heims. Kína og Rússland hafa aldrei verið talinn til lýðræðisríkja En Bandaríkjamenn og Svíar telja sig slíka. En lýðræði er fótum troðið með vopnum þaðan um allan heim.Vorið í arabaríkjunum hvað vitum við íslendingar yfirleitt um það ?

 

 

Eigum við t.d að trúa hvað útsmognir stjórnmálamenn okkar segja sem aldrei veigra sér við að ljúga upp í opið geðið á okkur. Ísland úr NATÓ einusinni. Blessun lögð yfir athöfnum NATÓ örfáum árum seinna. Gamlir göngugarpar (komnir í góðar stöður og nenna ekki lengur að elska frið) úr Kelfavíkurgöngum fagna nú vopnaburði í öðrum löndum og jafnvel hvetja til enn frekar þannig. Var ekki meginástæða Íraksstríðsins sem sumir af göngugörpunum víttu og fordæmdu sú sama og í Líbíustríðið og núna Sýrlandstríðið.

 

 

 

Að koma harðskeyttum einræðisherrum frá. Sem sagðir voru fótum troða lýðræði. Maður er því miður steinhættur að trúa einu einasta orði sem fólk sem kennir sig við póliTÍK segir. Ímyndið ykkur ef okkar ráðherra utanríkis (hann er aldrei á landinu ef dæma má eftir viðtölum við hann) hefði nú verið XD eða XB og þeir hefðu látið hafa það eftir sér álíka skoðun og hann gerði nýlega. Hvert hefðu núverandi ráðherrar komist í vandlætingu yfir sömu skoðunum og nv "aldrei heima ráðherra" Þeir hefðu farið upp úr þaki húsins við völlinn. Já maður er hugsi yfir ástandinu bæði "ude og hjemme" Verið kært kvödd


mbl.is Trilljónir í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég skil ekki hvernig Vala Matt"

Ég skil ekki hvernig Vala Matt fer að halda sér svona vel. Hún sannar hreinlega orðaleikinn:"Einusinni var ég ung og falleg en nú er ég bara falleg .

Maður sá hana fyrst fyrir einhverjum áratugum. Ég nenni ekki að gá að hve mörgum. En hún hefur akkúrat alls ekki breyst..Maður fer helst að halda að hún sé í álögum. Ég held að létt lund og glatt sinni geri kraftaverk.

Hún virkar þannig á mann að maður kemst í gott skap bara að sjá mynd af henni. Lífgleðin og hamingan geislar af henni. Kært kvödd


mbl.is Gleði hjá Völu Matt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þessir menn eru sennilega"

Þessir menn eru sennilega rændir siðferði og samvisku af eiturlyfjafíkn. Ekki ætla  ég mér að afsaka þá á neinn hátt. Langt þar í frá. En það voru aðrir menn haldnir annari fíkn sem fóru ófrjálsum höndum um peninga eldri borgara og annara og sumum hampa enn af landslýð.

 

Sjást á öllum myndum skælbrosandi og taldir með heldriborgurum. Mér finst þetta satt að segja sambærilegt.Eiturlyfjafíkn og gróðafíkn reka menn til líkra óhæfuverka. Litið niður á annan hópinn en hinum hampað. Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Fara um og ræna á dvalarheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mislestur og - prentun

Það er með ólíkindum hvað einn stafur getur breitt merkingu orða. Þega ég las þetta fyrst las ég "Bretagarður" í o.sv fr Á öðrum stað í öðru blaði las ég "Halldór öfugur" Og ég hugsaði, þegar ég sá um hvaða Halldór var að ræða" Ja hver fjan.... flestir eru nú að koma út úr skápnum núna í góða veðrinu. (með mestu virðingu fyrir samkynhneigðum.) En hið rétta var "Halldór öflugur"

 

 

Einusinni las ég undir mynd að stórglæsilegri stúlku. "Syndir á sunnudögum" Þarna var enginn stafa mislestur  en grái fiðringurinn fékk mig til að sperra augun. En þá var þetta ung og falleg sundkona sem æfði sig á sunnudögum.

 

 

Ein alvarlegasta misprentun sem ég hef lesið um skeði í "eldgamla" daga úti í Danmörk. þegar prentarar settu alla stafi handvirkt. Skrifað var í  bæjarblaði út á landi um nýlátna barónessu og gjafmildi hennar. Prentarinn ætlaði að setja "Hendes kasse var altid åbent for alle, der havde brug for hjælp" En hann setti óvart stafinn u í staðin fyrir a í orðinu kassi. Allir sem kunna eitthvað í dönsku vita hvað það þýðir. Og auminga prentarinn missti starfið. Kært kvödd


mbl.is Brettagarður í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hyundai Fortun "

Myndin sem fylgir þessari frétt er ekki rétt feðruð ef svo gáfulega má að orði komast. Ég skrifaði um þenna  bruna í MSC Flaminia í gær og í dag á skipasíðu minni  En þessi mynd er af þegar gámaflutningaskipið  Hyundai Fortun var að brenna á Indlandshafinu í mars 2006

 

http: //fragtskip.123.is


mbl.is Sprenging varð í skipi á Atlantshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ætli það sé sömu"

Ætli það sé sömu "hillingarnar" og í augum ráðherrana Jóhönnu og Steingrims. Fólkið hérna niðri á jörðinni sér ekki einusinni í hillingum þessar lífskjarabætur sem jákór þessara ráðherra hjá Seðlabanka já og Tryggingastofnun eru að prédika.

 

Ráðherrar hverum titli þeir gegna vantar allt samband t.d við Félag eldri borgara eða þá hópa sem lifa við sultarkjör. Þeir hlusta alls ekki á þá menn sem segja sannleikan um kjör t.d fg hópa. Eða á einn verkalýðsforingann úti á landi sem ekki er einn af múlbindingum þeirra. Verið ávallt kært kvödd


mbl.is „Hélt vel áttum í hillingum gróðærisins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvenær drepur maður mann"

Í Íslandsklukkunni lætur Kiljan Jón Hreggviðsson spyrja Arnas Arnæus: „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?" Og ég spyr Verður maður fullorðinn daginn sem maður verður 18 ára. Einhverntíma las ég að maður yrði ekki fullorðinn fyrr en maður væri farinn að taka ábyrgð á gerðum sínum.

 

 

Í mínu tilfelli varð ég þá ekki "fullorðinn" fyrr en ég var orðinn 43 ára. Þ.e.a.s þegar ég hætti að hafa Bakkus sem leiðtoga lífs míns.. Og bernsku og unglingsárin þar áður. Já þá gerði maður nú ýmislegt sem ekki þoldi dagsljósið. Om myndi jafnvel jaðra við lög. Allavega hvað þau heita nú aftur jú, "barnaverndarlög". Flott nafn en sem þýddi í þá daga að taka börn frá "vandræðaheimilum" og senda þau á staði þar sem þau voru jafnvel hýdd með gúmmislöngubútum í nafni lagana. Og þar sem fyrir voru eldri "alvöru" sem kunnu ýmislegt fyrir sér í óskráðum lögum undirheimanna.

 

Þó að mér detti nú ekki í hug að kenna neinum öðrum en sjálfum mér um mín óregluár, þá var það nú samt þannig að það voru eldri strákar sem töku þátt í mínu fyrsta fylliríi.  Af hverju þessi þvæla í mér. Jú þegar ég las um þessa tvo flóttamenn og hvort þeir væru 18 ára eða ekki fór ég að hugsa um þessa hluti.Og af því að víst þykir að þeir séu eldri en 18 ára þá á að meðhandla þá sem fullorðna Og þá leitaði hugurinn annað. Á litlum stað úti á landi var um daginn 14 ára drengur í heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Hann var skilnaðar barn og það er staða sem ég þekki virkilega vel á eigin skinni. 

 

Að þurfa að berjast við, í mínu tilfelli athygli föðursins, hans móðurinnar. Afbrýðisemi í garð staðgengilsins þekki ég vel. Og reiðina inn í sér sem henni fylgir þekki ég líka mjög vel. Jæja nema að fyrrgreindur drengur lendir út á lífinu eina nóttina gerist sekur um alvarlegt afbrot. Afi hann hefur lýst fyrir mér þegar hann hélt honum að sér,drukknum og hágrátandi seinna um nóttina. Hann taldi sig hafa framið afbrot en var ekki alveg viss um hvað það var. Þetta komst vissulega ( og sem betur) fer upp. Og þá byrjaði grjótkastið úr glerhúsunum á blogginu.

 

Einn sem á fésbókinni segist kunna íslensku skrifaði" Nafngreina kvikyndið!" Ekki mjög mikil íslensku kunnátta þarna á ferðinni. Annar sagði: " Láta þennan strák borga alla fermingarpeningana sína í skaðabætur" Já það er harður heimur þetta sem við lifum í. Fyrir ca 1990 árum sagði maður einn:" Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld".

 

Ef þið vissuð hve oft ég hef þakkað þeim sama manni hve vel ég slapp við að fremja stór lagabrot í lífinu yrðuð þið sennilega hissa. En þau skifti eru óteljandi Ekkert í átt við: "Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn"  Nei nei, heldur frekar sem tollheimtumaðurinn bað.  Ég þekkti allflesta ef ekki alla "krimma" þess tíma sem ég var í brennivíninu. Og ég sá marga af þeim taka rétta stefnu og verða fullkorna "heldri" borgarar. Kaupsýslumenn útgerðarmenn m.m. Ekki við átján ára aldurinn heldur nokkuð mikið seinna.

 

Og hvað nú ef þessi ungi maður sem ég var að tala um væri nú orðinn 18 ára hvaða úrræði hefðu verið í boði fyrir hann.. Jú honum hefði verið boðin áfengismeðferð. Og aftur kem ég að sjálfum mér ( því ég þekki engan eins vel persónulega ) Hefði eitthvað þýtt að senda mig í meðferð 18 ára tl að fá mig að hætta að drekka. Örugglega ekki ef það hefði verið áfengislöggöfin sem ég hefði brotið.Og einhvern veginn get ég ekki hugsað mér ómanneskjulegri nefndir en þessar barnavendarnefndir (vonandi mikill misskilningur hjá mér) En þar verður sennilega fjallað um mál unga drengsins

 

Öll sú samúð sem ég bý yfir er hjá þessum dreng og aðstandendum hans. Og er alveg öruggt að dómgreindin komi daginn sem við urðum 18 ára?  Kannske hjá sumum en öðrum ekki  Og setningin: "Nafngreina kvikyndið!" finnst mér lýsa dómgreindarleysi hjá höfundi hennar. Með þessu er ég ekki segja að menn geti afsakað sig með því að segja "ég var fullur" Ég gerði margt á bakkusarárunum sem ég hundskammast mín fyrir.

 

 

En ég get ekki afsakað það með fg orðum. Einusinni lenti góður vinur minn sem var stm á skipi í árekstri við annað skip sem sökk. Ábyrgðin var dæmd á vin minn og hann misti réttindin um tíma. Hann var eitthvað aumur við sjóréttinn. Þá sagði einn meðdómarinn gamall skipstjóri með margra ára reynslu: " Þú kemur sennilega miklu betri stýrimaður út úr þessu" Við skulum öll sameinast í þeirri bón um að drengurinn komi betri maður út úr þessum hildarleik.

 

 

Að síðustu ungir strákar horfa mikið upp til "stjarna" okkar í íþróttum. Sama hvaða nafni þær nefnast. Þessvegna hvílir eiginlega sú skylda á þeim þ.e.a.s íþróttastjörnunum að vera þær fyrirmyndir sem drengirnir sjá fyrir sér og vilja líkjast. Ekki þekki ég það af eigin sjón en ég hef heyrt oft talað um sérstakt mót sem haldið úti á landi þar sem margir af þeim mönnum sem drengirnir mæra sem mest eru hreint ekki til mikilla fyrirmynda einmitt vegna áfengisneyslu. Á þessu móti eru drengirnir að "þvælast" til að berja stjörnurnar augum Ekki miklar fyrimyndir þá eða hvað? Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Hælisleitendunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég ætla bara rétt að vona"

Ég ætla bara rétt rétt að vona að hún hafi ekki lent undir heila klabbinu. En við erum heppin hvað við höldum góðum læknum enn inní Landinu og þeir geta gert kraftaverk. Vonandi skeður eitthvað þannig nú. Ég óska stúlkunni góðrar betringar. Kært kvödd
mbl.is Stúlkan ekki í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ímyndið ykkur"

Ímyndið ykkur 26 útköll í mánuði sem telur 30 daga. Ég hafði miklar áhyggur af öryggismálumk þegar bandaríska þyrlusveitin yfirgaf landið. En þyrlusveit LHGÍ hefur svo virkilega sannað tilverurétt sinn ef svo skáldlega mætti að orði komast.

 

Og alveg furðulegt viðhorf ráðamanna landsins til hennar. Þegar litið er til að það virðast vera nægir peningar til í allslags "gæluverkefni" stjórnvalda.. Hvernig væri nú á þessari tækniöld að fækka í einu eða tveimur sendiráðum og senda borðfána á sumar þessar ráðstefnur um allan fjan... sem er verið að elta með háum tilkosnaði út um allan heim. Og nota peningana til að styðja og styrkja fg sveit Kært kvödd


mbl.is Þyrlur LHG kallaðar út 26 sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 536771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband