"Hvenær drepur maður mann"

Í Íslandsklukkunni lætur Kiljan Jón Hreggviðsson spyrja Arnas Arnæus: „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?" Og ég spyr Verður maður fullorðinn daginn sem maður verður 18 ára. Einhverntíma las ég að maður yrði ekki fullorðinn fyrr en maður væri farinn að taka ábyrgð á gerðum sínum.

 

 

Í mínu tilfelli varð ég þá ekki "fullorðinn" fyrr en ég var orðinn 43 ára. Þ.e.a.s þegar ég hætti að hafa Bakkus sem leiðtoga lífs míns.. Og bernsku og unglingsárin þar áður. Já þá gerði maður nú ýmislegt sem ekki þoldi dagsljósið. Om myndi jafnvel jaðra við lög. Allavega hvað þau heita nú aftur jú, "barnaverndarlög". Flott nafn en sem þýddi í þá daga að taka börn frá "vandræðaheimilum" og senda þau á staði þar sem þau voru jafnvel hýdd með gúmmislöngubútum í nafni lagana. Og þar sem fyrir voru eldri "alvöru" sem kunnu ýmislegt fyrir sér í óskráðum lögum undirheimanna.

 

Þó að mér detti nú ekki í hug að kenna neinum öðrum en sjálfum mér um mín óregluár, þá var það nú samt þannig að það voru eldri strákar sem töku þátt í mínu fyrsta fylliríi.  Af hverju þessi þvæla í mér. Jú þegar ég las um þessa tvo flóttamenn og hvort þeir væru 18 ára eða ekki fór ég að hugsa um þessa hluti.Og af því að víst þykir að þeir séu eldri en 18 ára þá á að meðhandla þá sem fullorðna Og þá leitaði hugurinn annað. Á litlum stað úti á landi var um daginn 14 ára drengur í heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Hann var skilnaðar barn og það er staða sem ég þekki virkilega vel á eigin skinni. 

 

Að þurfa að berjast við, í mínu tilfelli athygli föðursins, hans móðurinnar. Afbrýðisemi í garð staðgengilsins þekki ég vel. Og reiðina inn í sér sem henni fylgir þekki ég líka mjög vel. Jæja nema að fyrrgreindur drengur lendir út á lífinu eina nóttina gerist sekur um alvarlegt afbrot. Afi hann hefur lýst fyrir mér þegar hann hélt honum að sér,drukknum og hágrátandi seinna um nóttina. Hann taldi sig hafa framið afbrot en var ekki alveg viss um hvað það var. Þetta komst vissulega ( og sem betur) fer upp. Og þá byrjaði grjótkastið úr glerhúsunum á blogginu.

 

Einn sem á fésbókinni segist kunna íslensku skrifaði" Nafngreina kvikyndið!" Ekki mjög mikil íslensku kunnátta þarna á ferðinni. Annar sagði: " Láta þennan strák borga alla fermingarpeningana sína í skaðabætur" Já það er harður heimur þetta sem við lifum í. Fyrir ca 1990 árum sagði maður einn:" Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld".

 

Ef þið vissuð hve oft ég hef þakkað þeim sama manni hve vel ég slapp við að fremja stór lagabrot í lífinu yrðuð þið sennilega hissa. En þau skifti eru óteljandi Ekkert í átt við: "Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn"  Nei nei, heldur frekar sem tollheimtumaðurinn bað.  Ég þekkti allflesta ef ekki alla "krimma" þess tíma sem ég var í brennivíninu. Og ég sá marga af þeim taka rétta stefnu og verða fullkorna "heldri" borgarar. Kaupsýslumenn útgerðarmenn m.m. Ekki við átján ára aldurinn heldur nokkuð mikið seinna.

 

Og hvað nú ef þessi ungi maður sem ég var að tala um væri nú orðinn 18 ára hvaða úrræði hefðu verið í boði fyrir hann.. Jú honum hefði verið boðin áfengismeðferð. Og aftur kem ég að sjálfum mér ( því ég þekki engan eins vel persónulega ) Hefði eitthvað þýtt að senda mig í meðferð 18 ára tl að fá mig að hætta að drekka. Örugglega ekki ef það hefði verið áfengislöggöfin sem ég hefði brotið.Og einhvern veginn get ég ekki hugsað mér ómanneskjulegri nefndir en þessar barnavendarnefndir (vonandi mikill misskilningur hjá mér) En þar verður sennilega fjallað um mál unga drengsins

 

Öll sú samúð sem ég bý yfir er hjá þessum dreng og aðstandendum hans. Og er alveg öruggt að dómgreindin komi daginn sem við urðum 18 ára?  Kannske hjá sumum en öðrum ekki  Og setningin: "Nafngreina kvikyndið!" finnst mér lýsa dómgreindarleysi hjá höfundi hennar. Með þessu er ég ekki segja að menn geti afsakað sig með því að segja "ég var fullur" Ég gerði margt á bakkusarárunum sem ég hundskammast mín fyrir.

 

 

En ég get ekki afsakað það með fg orðum. Einusinni lenti góður vinur minn sem var stm á skipi í árekstri við annað skip sem sökk. Ábyrgðin var dæmd á vin minn og hann misti réttindin um tíma. Hann var eitthvað aumur við sjóréttinn. Þá sagði einn meðdómarinn gamall skipstjóri með margra ára reynslu: " Þú kemur sennilega miklu betri stýrimaður út úr þessu" Við skulum öll sameinast í þeirri bón um að drengurinn komi betri maður út úr þessum hildarleik.

 

 

Að síðustu ungir strákar horfa mikið upp til "stjarna" okkar í íþróttum. Sama hvaða nafni þær nefnast. Þessvegna hvílir eiginlega sú skylda á þeim þ.e.a.s íþróttastjörnunum að vera þær fyrirmyndir sem drengirnir sjá fyrir sér og vilja líkjast. Ekki þekki ég það af eigin sjón en ég hef heyrt oft talað um sérstakt mót sem haldið úti á landi þar sem margir af þeim mönnum sem drengirnir mæra sem mest eru hreint ekki til mikilla fyrirmynda einmitt vegna áfengisneyslu. Á þessu móti eru drengirnir að "þvælast" til að berja stjörnurnar augum Ekki miklar fyrimyndir þá eða hvað? Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Hælisleitendunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 535257

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband