23.8.2009 | 21:29
Fleiri gamlir kunningar
Maður er orðin algerlega kjaftstopp yfir öllu því óréttléti sem viðgengst í þessu þjóðfélagi nú um stundir. Fólk kemur hvert af öðru til presta og segist ekki getað sett börn sín í skóla.
Svo koma menn sem ekki kunna að skammast sín í sjónvarp brosandi ( glottandi ???) framan í alþjóð og segjast alsaklausir. Smáglæta í hörmungum dagsins í dag: Lítil telpa úr Reykjavík var um tíma hjá ömmu sinni hér í Eyjum um daginn.
Frá hinum alræmda skipakirkjugarði í Alang Indlandi Sem kemur við sögu í þessu bloggi
Á leiðinnni heim í höfuðborgarinnar sagðist sú stutta bara vilja eiga heima hjá ömmu í Vestmannaeyjum. "Þar er engin ríkisstjórn og engin kreppa".Bragð er að ef barnið finnur var sagt í eina tíð. Þessvegna hef ég valið að halda mig á rólegu nótunum í bili og dunda mér við að rifja upp "gamla kunninga" í farskipa sögu landsins.
Ég fór oft í gegn um Suezskurðinn. Þegar ég fór þarna síðast um á N.leið í Suez( þar safnast skipin saman til að fara N skurðinn. En í Port Said safnast þau saman sem fara S) blöstu við mér 2 skip sem ég kannaðist við. Og viti menn þarna var gamall vinur sem þá hét Maya Reefer Maya Reefer og Captain Mohamed K Á þessu skipi hafði ég verið í rúm 2 ár með öðlingnum Þór Elíssyni. Skipið hét þá Stuðlafoss. Hitt skipið hét Captain Mohamed K
Saga skipanna er þessi: Maya Reefer er smíðuð í Grangermouth Skotlandi 1964 fyrir Jökla h/f Reykjavík og fékk nafnið Hofsjökull Yard nr 533. 2361 ts .2860 DW, Loa 89.5 m. brd: 13,8. 1977 kaupir Eimskip skipið og skýrir Stuðlafoss. 1986 er skipið selt og fær eftirfarandi nöfn: 1986 Malu. 1989 Miss Xenia. 1993 Maya Reefer. Skipið var svo rifið í skipakirkjugarðinum í Alang Indlandi í mars 2003. Vantaði 1 ár i að verða 40 ára,Maya Reefer Hitt skipið Captain Mohamed K.Var smíðað hjá Trondhjems í Trondheim Noregi 1971 sem Barok fyrir Fred Olsen. Smíðanr 646. 1516 ts, 2856 Dw Loa 87.0 m. brd 15,4 Barok Barok. 1983 kaupa Hafskip í Reykjavík skipið og skírir Rangá. Við gjaldþrot Hafskipa kaupa Eimskip skipið og skírir Írafoss. Eimskip selur það sama ár og fær það síðan eftirfarandi nöfn 1986 Marc Island, 1991 Venus. 1994 Hassnaa, 1997 Captain Mohamed 2002 Captain Mohamed K Um endalok er ég ekki alveg viss en ég held að það hafi verið rifið 2005. Þó ekki viss. Þær myndir sem ég tók ekki sjálfur fann ég á Shipspotter og annarstaðar á netinu. Með von um að einhver hafi haft gaman að þessum hugleiðingum kveð ég kært , með von um að mér verði fyrirgefið"lánið" á þeim myndum sem ég á ekki sjálfur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2009 | 23:26
"nýr núningur"
Ekki legg ég mikinn trúað á hvað rússarnir eru að halda fram í þessu máli. Ónefndir 8 menn (sem kannske aldrei hafa verið til nema á pappírum) teknir og verða sennilega sendir að nafninu til til Siberíu. Málið leyst
Og ég gruna þá um græsku og held að þetta sé að verða að nýjum"núningi"milli Svía og Rússa. Menn muna allan kafbátanúninginn sem var á milli þjóðana hér á árum áður. Því Svíar þykast vera staðráðnir í að upplýsa málið,
"Den svenska Rikskriminalen" ásamt finska"Centralkriminalpolisen "( finnar út af útgerð og brottfararstað) eru að rannsaka málið. Og Säpo (sænska leyniþjónustan)er líka komin að málinu.
Enda ekkert skemmtilegt fyrir Svía að fara í flokk með Sómölum, hvað sjóránasvæði varðar. Einhver sérstakur leyndardómur hvílir yfir þessu máli Einhver hasarfiðringur er í manni. Kannske hefur maður bara séð of margar amerískar hasarmyndir Kært kvödd
Vissu hvar Arctic Sea var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2009 | 20:43
"Gamlir kunningar"
Í nóv.1996 kom ég á skipi til Georgetown í Guyana. Við vorum með hrísgrjóna farm frá Surinam. Þegar í höfnina kom lögðumst við fyrir aftan skip sem hét:ALBERT J.ALBERT J. Mér hafði fundist ég kannaðist við skipið á siglinguna inn í höfnina. Og þegar við vorum lagstir að bryggju komu yfirmálaðir upphleyptir stafir á skut þess í ljós:"Eldvík Reykjavík" ALBERT J. Skipið var byggt hjá Jansen, M. í Leer Þýskalandi 1968. 1458 ts 2879 dw, loa: 75,3 brd:11,8. Yard nr 89. Fær nafnið Tasso 1971 nafni breytt í Heidi. Eldvík ex Heidi.1975 kaupa Víkur h/f ( Finnbogi Kjeld) skipið og skíra Eldvík. 1989 er skipið selt og fær nafnið: CIDADE DE FARO - Síðan 1992 AFRICA - Og 1995 ALBERT J. Sem það hét er ég sá það. Skipið breytt
Skipinu var breitt meðan Finnbogi átti það og settur krani á mitt skipið Og þannig var það er ég sá það 1998 ALBERT J. Einhversstaðar á ég fleiri myndir af "gömlum kunningum" og kem til með að birta þér er fram líða stundir. Með von um að einhver hafi þarna kannast við"gamlan kunninga"kveð ég ykkur kært.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2009 | 17:52
Gleðitíðindi
Þetta hlýtur að teljast gleðitíðindi . Áhöfn Actic Sea er komin um borð í rússnesku freigátuna Ladny. Upplýsir Viktor Matveyev fulltrúi útgerðarinnar"Solchart Management" við Fairplay í dag. Varnarmálaráðherra rússa Anatoly Serdyukov hefur líka staðfest fréttina. Þetta ætti að gleðja aðstandendur sjómannana, Freigátan Ladny.En gamlir nöldursamir sjóarar eins og ég eru að vísu glaðir yfir endurheimt sjókmannana en líta kannske á málið hálfgerðu hornauga. Af hverju er þessi gífurlegi áhuga rússa. Cap Verde costcardinn segist hafa séð skipið ca 400 mílur út af eyjunni.
Þessu vildi rússneski ræðismaðurinn á eyjunni eyða. En núna segjast rússar hafa"fundið"skipið 300 sml frá eyjunni. Og ég er viss um að lausnargjaldskrafan var blekking. Hver sem svo stóð að henni. Gert bara til að dreifa áhuga manna,
Ég velti eftirfarandi fyrir mér. Hvað voru mennirnir sm komu um borð í skipið við Öland að gera?? Hversvegna var AIS kerfi skipsins aftengt ?? Eins og hlýtur að vera. Og hversvegna þessi mikli áhugi rússa á skipinu??
Jú kannske þarna eru 15 rússar um borð. En margar rússneskar skipshafnir hafa lent í klóm sjóræninga við Sómalíu. En rússnesk herskip hafa lítið skift sér af þeim eftir að þeim var sleppt. Stundum matar og vatnslitlum.
Þrennt stendur uppúr: Hvað er um borð í skipinu sem rússar höfðu áhyggur út af. Fyrir utan sjómennina.?? Hvað skeði við Öland?? Og hvað skeði milli þess sem að Cap Verdemenn sáu það og þangað til að rússar þykast hafa fundið það ????. Sennilega fáum við aldrei að vita það. Kært kvödd
Áhöfn Arctic Sea heil á húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.8.2009 | 14:20
Enn og aftur
Enn og aftur bloggar maður um þetta skip. Mér hefur t.d. aldrei dottið í hug að eigendur skipsins eða áhöfn væri innblönduð í neitt kjarnorku kjaftæði.
En maður hlýtur að spyrja sig enn og aftur hvað voru mennirnir sem stoppuðu skipið út af Ölandi að vilja? Og getur verið að þeir hafi falið einhversskonar kjarnorkuvopn um borð. ? Ég bara spyr? Og ég vísa í það sem ég bloggaði um daginn
http://solir.blog.is/blog/solir/entry/928112/#comments
Kært kvödd
Neita orðrómi um farm Arctic Sea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2009 | 14:00
"Tapað fundið"
Ég hef svolítið verið að fylgast með þessu sérstaka máli Og það er margt sem vekur undrun mína í því. Þann 13 þ.m. átti skipið að hafa fundist í höfnini í San Sebastian á N-Spáni. Ég ætlaði að fara að blogga um það en þá kom frétt um að það væri misskilningur. Og nú á það að hafa sést út af Cap Verde. Rússar vilja ekki staðfesta það. Artic Sea, Þarna með timburfarm á dekki.Mér finnst fréttaflutningurinn af þessu máli vera fullharður hvað varðar fjölskyldur áhafnar skipsins. Að kvíði breytist í gleði en svo kvíða aftur og kannske í restina í sorg er slæmur ferill.
Ég man líkan ferli hér á landi. Það var þegar b/v Egill Rauði strandaði og Mogginn (sem þá var með"síðustu fréttir" glugga í Austurstræti) kom með þá frétt í fréttagluggann að allir hefðu bjargast. sem svo reyndist misskilningur.
Menn ættu að halda kja... þar til eitthvað bitastætt er í hendi. Svo er það eignarhaldið á Artic Sea Ég hef séð það kallað Lettneskt. Rússneskt og Finnskt. Einnig þessi lausnargjalds krafa getur hreinlega verið bull. Ég man eftir "ráninu" á Danica White.
Þá ætluðu dönsku stéttarfélög mannana um borð að borga lausnargjald. Ég hef það eftir 1stu hendi innan útgerðarinnar að þeim (stéttarfélögunum og hreinlega útgerðinni sjálfri) hefði verið bannað að reyna slíka hluti því þeir gætu allsekki verið vissir um að gjaldi færi í réttar hendur. Slíkt hefði skeð. Þ.e.a.s. að gerviræningum hefði verið greitt lausnargjald fyrir skip. En vonandi fáum við botn í þetta mál Og áhöfnin sé hult. Myndin af Shipspotting. Kært kvödd
Lausnargjalds krafist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 22:23
"4 systurskip"
Þetta skipshvarf er alltaf að verða dularfyllra. og nú er ég einnig orðin efins um mínar fyrri getgátur.Skipið var lestað timbri að verðmæti c.a $1.3-million. Svo ekki er áhugaverður farmur fyrir sjóræninga hvað verðmæti varðar.Talsmaður útgerðar vill ekki gefa upp olíubirgðir skipsins. En eftir uppl" Fairplay" hefur skipið tankpláss fyrir 275 tonn af olíu og eyðsla sé um 13 ts á dag.
Þannig að skipið gæti haft forða til 3 vikna. Þ.e.a.s hafi tankar verið fullir. Það sem gerir málið enn athyglisverðara að 4 systurskip Arctic Sea hafa lent í erfiðleikum.Öll vegna lélegs stability Tiger Force (byggt 1991) fékk á sig slagsíðu var yfirgefið og sökk 1998. Teklivka (byggt1990 )sökk í Miðjarðarhafi í slæmu veðri mars 2006. 12 af 15 manna áhafnar björguðust. 1 fannst látinn en 2ja saknað.
2004, Nova Spirit (byggt.1991) Áhöfn yfirgaf skipið vegna slagsíðu en skipinu var seinna bjargað. Torm Alexandra(1992) hvolfdi við bryggju í Monróvíu 25 júlí 2001. Öll skipin eftir sömu rússneskri teikningu. Og smíðuð hjá Sedef Gemi Tyrklandi. 22 skip af þessari gerð voru smíðuð hjá þessari stöð á árunum 1990 - 1993.
Ef skip er með lélegt stability þá er timbur á dekki kannske ekki alvega óskafarmurinn. Torm Alexandra hvolfdi vegna rangrar dælingar milli ballasttanks. Hin skipin öll voru með gámafarm á dekki þegar óhöppin skeðu.. Myndirnar af Shipspotter..Eftir þessar vangaveltur kveð ég ykkur kært.
Arctic Sea fórnarlamb mafíuátaka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.8.2009 | 22:02
Gamlir kunningar 2
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 19:54
Skipshvarf
Menn velta fyrir sér hvarfi Arctic Sea Sem ég bloggaðu um hér um daginn http://solir.blog.is/blog/solir/entry/928112/#comments Skipið ekki nýtt (1992)og engin sérstök verðmæti í því. Þótt af myndum að dæma í mjög þokkalegu standi. Farmur verðlítill timburfarmur. Um borð eru 15 rússar. Þetta er allt hið furðulegasta mál. Þ.24 júlí var skipið stöðvað út af Öland í Austursjónum. 10 menn sem "þóttust" vera frá sænsku eiturlyfjalögreglunni.
Þessir menn tóku skipshöfnina, kefluðu og bundu. Eftir 12 tíma var skipshöfnin leyst úr haldi. Engu var stolið. Hvað voru þessir menn að gera ? Mér er andsk..... sama þó fólk telji mig háff eða alruglaðan og afdankaðan rugludall. En sem gamall sjóari sem ekki er svo viss um að allir út í hinum stóra heimi séu voða góðir menn set ég stórt ? við þetta skipshvarf. Af hverju þessi mikli áhugi rússa á málinu ???. Jú ég veit að skipshöfnin er rússnesk ( 15 menn ) En ég veit líka að þeir (rússar )hafa ekkert gert til hjálpar löndum sínum eftir að skip þeirra hafa verið leyst úr haldi Sómalíusjóræninga. Oft eftir fleiri mánaðar í haldi þeirra. Menn eru að tala um vopnasmygl. Arctic Sea
Ég las einhverntíma að það vantaði eitthvað af kjarnavopnum frá fv ríkjum komúnista. Ekki er ég kjarnorkufræðingur en einhvernvegin skilst mér að þau þurfi ekki að vera fyrirferðarmikil. Og ef fg 10-menningar hafa falið einhver vopn um í skipinu hafa þau ekki tekið mikið pláss. Því ef skipshöfnin er saklaus af öllu þessu, hefði hún verið orðið var við þau. Þvi sennilega hafa yfirmenn skipsins látið yfirfara skip og farm á eftir atburðinn. Og maður er dálítið hugsi yfir hvaða lönd liggja að Austursjónum.
Hérna er saga skipsins: JOGAILA ex TORM SENEGAL (-2000), ex ALRAI (-1998), ex ZIM VENEZUELA (-1998), ex OKHOTSKOE (-1996) | General Cargo ||
IMO nr:891292 Call-Sign: LYMF | Flag: Litauen/Klaipeda |
GT 3.936 | dwt 4.168 |
Loa 97,82 m | Br 17,31 m | Draught 5,62 m| 13,5 kn |
Engine: Burmeister & Wain |
built 03/1992 Sedef Shipbuilding Industry Inc., Istanbul |
Owner: Lithuanian Shipping Co. (LISCO) |
Manager: Lisco Baltic Service, Klaipeda.
Was sold in 2005 to Arctic Sea Ltd., Malta and renamed ARCTIC SEA"
Myndir frá Shipspotter. Kveð ykkur kært að sinni.
Rússar herða leit að skipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2009 | 01:49
"Gamlir kunningar"
Jæja nú er vinur minn Torfi "á vigtinni" komin úr sumarfríi. "Viktarspjallið" komið í gang aftur og skap mitt að mildast. Er jafnvel til í að samþykkja Icesave. Og þá verður maður aðeins að breyta um bylgjulengd. Á flækingi mínum um heimshöfin "rakst" ég stundum á "gamla kunninga" Þ.e.a.s skip sem áður voru undir íslenskum fána og jafnvel byggð fyrir íslendingaSá skip koma Fyrir ca 10 árum var ég staddur í Palairos litlum hafnarbæ á V- strönd Grikklands. Við lágum með bb síðu að alveg upp í einu horni hafnarinnar. Þá sé ég skip koma inn í höfnina. Hvað sem gerði það, þá fannst mér ég strax eitthvað kannast við þetta skip. Það reyndist vera undir grísku flaggi og heita Philippos K. Philippos K .Og þegar skipið kom enn nær komu í ljós upphleyptir stafir Rangá,Bolungavík. Skelfing var að sjá aðfarir hin gríska skipstjóra. Það bærðist ekki hár á höfði slíkt var lognið. Mér var hugsað til þeirra Steinars, Rögnvalds, Jóns, Sveins og Sæmundar sem voru með skipið undir íslensku flaggi. Ætlaði að leggjast .... Hræddur er ég um ef einhver þeirra hefðu horft á aðfarirnar hefðu þeir fengið bát til að skutla sér um borð og láta manninn hætta að"nauðga" skipinu eins og hann gerði. Ópin og öskrin í honum sem ásamt akkerisskrölti vöktu undrun allra sem til sáum Hann ætlaði fyrst að leggjast aftan við okkur. Skrönglaðist fr......Eftir rúman klukkutíma eftir að hafa skrönglast fram með okkar stb síðu tókst honum loksins að leggjast að bryggju hinumegin við hornið fyrir framan okkur. Saga skipsins er eitthvað á þessa leið: Það var byggt í Elmshorn hjá Kremer Sohn,skipasmíðastöðinni. 1962. Fyrir Hafskip.Smíðanr 1095. 499 ts. 1666v dw. Lgd oa:66,5 Br:10.2. Það er selt til Danmerkur 1974 og fær nafnið John( einn góður vinur minn og nafni Ole Alex var með John og sagði það vera einn albesta coaster sem hann hefði siglt og .þeir voru nokkuð margir) 1985 er skipið selt aftur og fær síðan eftirfarandi nöfn. 1985,Eastland, 1989 Ranga, 1990, High Wind, 1990,Kostas.P og 2005 Pilippos K,Loksins Það skemmdist í bruna við Krít í júlí 2007 og endaði ævi sína í skipakirkjugarðinum í Allaga (Tyrklandi)í ágúst 2007.44 ára gamall. Það var seigt í þessum gömlu. Ég hitti fleiri "gamla kunninga á ferðum mínum" Bútaður niður í Aliaga. og kem með þá seinna..Það tókst ekki eins vel að skanna allar myndirnar en hæfileikar höfundar í myndvinnslu eru sáralitlar. Þrátt fyrir tilraunir vinar míns Torfa til að bæta þar um. Með von um að einhver hafi haft nennu og eða gaman að skoða þetta kveð ég kært.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2009 | 00:04
Merild 103
Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 21:13
Alvörumál
Efast um alvöru þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2009 | 21:06
Minning um hund
Já ég er viss um að þetta sem stendur í meðfylgandi frétt er rétt..Þegar ég flutti hingað endurnýjaði ég kunningskap við gamla vinkonu mína. Hún var þá að passa hund fyrir dóttir sína. Sá hét Jaco og var af "Cavalier King Charles" tegund að ég held Jaco Við þessa litlu veru eru hjartnæmar minningar tengdar. Og ég hefði ekki trúað að svona lítil kríli gæti valdið svona miklum söknuði. Uppeldisdóttir mín er löngu "komin í hundana" og ekkert fór eins í mínar fínustu taugar en þegar hún sagði við hundana sína:"kemur afi"
En svo áttí ég sjálfur eftir að segja á þá við Jaco:"komdu til afa" Smásaga og er sönn, af Jaco. Ég kom alltaf til vinkonu minnar,sótti Jaco og fór með hann upp á svokallað "hundasvæði" hér í bænum. Hann þekkti hljóðið í bílnum mínum og fagnaði mér alltaf ákaft er ég kom. Í fyrstu var hann svo hávær af kæti í bílnum af því á hann vissi hvert við vorum að fara. Jaco En þarna gat hann hlaupið frjáls um og gert sínar þarfir. Í fyrstu hann var alveg að gera mig vitlausan og hýddi mér ekki þegar ég sagði honum að þegja. En svo var það að ég tók síðustu beygju,áður en við komum á svæðið niður í bæ aftur. Frændur/frænkur? Jaco,Mynd af Netinu Fór öskuvondur með hann heim og henti honum inn heima hjá sér. Eftir þetta hélt hann alltaf kja... þangað til að við vorum komnir framhjá fg beygju. Þessu hefði ég aldrei trúað ef ég hefði ekki lent í þessu sjálfur. Ekki veit ég hvar Jaco er niðurkomin í dag en ég virkilega sakna hans. Kært kvödd
Jafn greindir og 2 ára börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 20:09
Dularfullt
Þetta skipshvarf er algerlega með ólíkindum. Hvernig getur svona stórt skip horfið sporlaust á þessum slóðum. Arctic Sea.Skipið virðist í fljótu bragði vera í góðu ástandi. Ég vona að menn fyrirgefi mér og með allri virðingu fyrir Rússum. Þá hef ég gefið þeim dálítið hornauga,hvað sjórán varðar. Arctic Sea.
Minnugur þess að einusinni fannst 1 rússi í gúmmíbát með mikil verðmæti á sér. Þegar málið var athugað kom í ljós að hann hafði myrt alla sína skipsfélaga. Og reynt að sökkva skipinu. En það flaut og allt komst upp. Þetta skeði í Norðursjónum. Og ég er orðin þess fullviss að rússneska mafían er með fingurna í sjóránunum við Sómalíu,
Þeir rússar sem ég hef kynnst og þeir eru þó nokkrir, eru alveg sómafólk. En ef maður lítur á árin fyrst eftir hrun kommúnismans getur manni dottið margt í hug. Þetta eru jú fleiri tugir þjóða með mismunandi trúarbrögð og menningu. Myndirnar af skipinu eru af Shipspotter. Læt þetta duga kært kvödd
Leit hafin að flutningaskipi sem hvarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.8.2009 | 18:38
"Það er frosið"
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 18:15
"Stæli ég glóandi gulli"
"Stæli ég glóandi gulli / úr greipum hvers einasta manns / þá væri ég örn minnar ættar / og orka míns föðurlands."kvað Skáldið frá Skáholti.. Þetta er orð að sönnu. Því meira sem menn stela því hærra virðast þeir geta fótað sig í þjófélagsstiganum og eru krossaðir í bak og fyrir fyrir störf að þjóðarheill og viti á fjármálum
Þessar krossfestingar hjá þessu gagnlausa forsetaembætti er orðið að hreinum skrípaleik. Og ætti að leggast niður áður en fleiri trúðar verða krossfestir.. Er nokkur furða þó fólk sé reitt . Þessi svokallaða" búshaldabylting"reydist vera stórpólitísk og hefur ekki gagnast þeim sem hún átti að gera. Þarna var bara fólki sem vildi agnúast út í lögregluna gefið tækifæri berja á henni.
Hvar er Hörður Torfason nú.? Sá annars mjög svo ágæti maður. Mér hefur alltaf þótt væntu um hann sem söngvara. Finnst honum"byltingin"hafa tekist sem skyldi. Það eina sem út úr þessu kom var að Davíð var rekinn úr Seðlabankanum. Og hefur eitthvað breyst hjá Seðlabankanum ?????. Svo að út úr þessum kom stórt 0 núll. síró.
Mig langar að segja ykkur smá sögu. Gamall maður úti á landi. hafði 130.000 útborgað úr Lífeyrissjóði og frá TR. Um daginn þekk hann bréf frá TR það sem honum er tilkynnt að hann hafði fengið 160.00 kr umframborgað á síðasta ári. Því yrði að skera niður greiðslur hjá honum um að minnstakosti 10.000 á mánuði. Hann fær eitthvað um 60,000 (skulum vona að það skerðist ekki) úr lífeyrissjóði. Eitthvað yfirlit fékk þessi maður um mánaðargreiðslu fram að áramótum þá kemur í ljós að hann á að fá frá TR mánuðina sept. okt, nóv 54.639 kr.per mán.
Þessi uppæð + 60,000 er samtals.114.639. Á þessu á maðurinn að lifa. Jú og einhverjum 10,000 sem hann fær í húsaleigubætut. Þessi maður hefur verið undir læknishendi í Reykjavík. Þ.e.a.s læknirinn sem er að fylgast með hans sjúkdómi er þar. Maðurinn á að leggast í á spítala þar í endaðan ágúst. En hann hefur hreinlega ekki efni á því. TR borga ekki út fyrr en 1sta hvers mánaðar. Og maðurinn á ekki kost á nema einni ferð á ári til lækninga sem TR kosta. Og hana er hann búinn að nota
Hann kemst því ekki og verður bara að strunta í sinn sjúkdúm. Það er von að ónefndur rithöfundur sem hefur 400.000 á mánuði frá ríkinu + tekjur af sínum ritstörfum hafi froðufellt við bíl Geirs Harde í vetur. Hann ætti kannske að hugsa til fg manns ef hann fær frið til þess í kampavínsglasaglaumnum. En þetta er Ísland í dag með vinstri stjórn á stóli.
Það var von að ónefndur ráherra hafi talað digurbarkalega um að loksins væri komin að völdum meirihluta vinstri stjórn Ja verði þeim að góðu. Ég ætla að enda þetta með að vitna í þá nafnana Jón Hreggviðsson og Marteinsson er þeir sátu að sumbli í henni Kaupmannahöfn forðum daga Jón Marteinsson sagði eitthvað á þessa leið:" Við skulum fá okkur franskt brennivín og súpu. Því Ísland er sokkið hvort eð er" Síðan fengu þeir sér franskt brennivín og súpu . Þá segir Hreggviðsson:" Ég held að það mætti vera margsokkið mín vegna". "Það er sokkið "sagði þá hinn. Ég kveð ykkur eins kært og ástandið býður uppá.
Undirbúa málsókn á hendur Gift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 15:26
"pourqoui pas" ????
Menn greinir á um þetta helv.... Iceslave drasl. En hverni væri nú að þjóðin fengi að vita hver stofnaði virkilega ICESAVE. Það hýtur að vera hægt að yfirheyra menn og fá út byrjunina á þessu. Þetta mál er alltaf persónugert Landsbankanum.
En voru það ekki menn sem héldu um stjórnvölinn á þessu andsk..... banka. Eiga þeir að sleppa eins og olíufurstarnir. Af hverju eru þessir menn ekki látnir borga skuldir sína . Svo er alltaf suðað um: Við verðum öll að standa saman því við tókum öll þátt í þessu. Þetta er bara helv.... kjaftæði. 101 liðið getur kannske sönglað þetta en ekki hinn almenni borgari út á landi.
Ekki nema kannske þeir sem voru" vélaðir" til að selja verðlausar eigni sínar út á landi (afleiðing kvótakerfisins) og taka himinhá lán til að kaupa sér híbýli á Stór-Reykjavíkursvæðinu Vélað af hverjum jú þessum andsk..... mönnum sem settu heila þjóð út á gaddin. Ef t.d Björgúlfur Thor sem er milljarðamæringur er upphafsmaður að Icesave. Af hverju er þá ekki tekið fjárnám í eignum hans. Allavega vegna skuldarinnar vegna kaupanna á bankanum.
Sigurjón Þ. Árnason,Halldór J. Kristjánsson komu þeir hvergi nálægt stofnun þessa helv.... óvættar sem þessi and....... Icesave, fyrirgefið Iceslave máli.Af hverju er ekkert hreyfi við þessum mönnu. Og menn spyrja sig oft á dag :"af hverju ???" þetta og hitt. Lýðveldið Ísland er rúmlega 65 ára gamallt. Og menn hafa gortað sif af gamalli tæplega 1080 ára alþingishefð.
En þetta lýðveldi hefur enn engin lög sett sem ná yfir stórþjófa. Bara ef þjófnaðurinn er innan við milljarð. Af hverju spyr maður. Af hverju mistókst alþingi. Ég vil aðallega kenna einkavina- frændsemis- klúbba-og allslags stúku- tenglsum. Ég hef sagt það áður og bendi á það enn
Í svona litlu þjóðfélagi þar sem varla er hægt að finna dómara til að dæma hlutlaust knattleiki vegna tengsla við einhvern í öðtuhvoru liðinu. Hvernig er þá hægt að finna hlutlausa menn í rannsókn á svona stórmáli sem t.d Icesave málið er. Mér er andsk..... sama hvað hver segir .En þetta er bara hinn bitri sannleikur í málinu. Ég kveð ykkur eins kært og mér er unnt vegna reiði.
Ræða breytingar á Icesave í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 13:47
"láti gott á vita"
Þetta finnst nér lítil tíðindi. Þetta er nú það sem margir sérfræðingar hafa haldið fram. Og nú er heyrnin sennilega farin að svíkja mig.
Því mér heyrðist hinn helblái íhaldsmaður Ingi Hrafn afneita þessum vini sínum ásamt öðrum vildarvini Geir H Harde í útvarpsþætti í morgun.
Ég var að vísu nývaknaður og mig hefur kannske bara dreymt þetta. En guð láti gott á vita ef satt reynist. Kannske maður geti farið að horfa á INN. Kært kvödd
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 01:48
Ávextir m.m
Þegar ég fór fyrst að muna eftir mér var hér við stjórn svokölluð Nýsköpunarstjórn, Samsteypustjórn,Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks Alþýðu.
Undir stjórn Ólafs Thors . Stjórnin var fyrsta ríkisstjórn hins unga lýðveldis sem studdist við þingræðislegan meirihluta. Þetta er að margra mati besta stjórn sem setið hefur að völdum á Íslandi. Þarna voru í stjórn flokkar lengst til vinstri Sósíalistar og lengst til hægri Sjálfstæðismenn.
Nú er stjórn sem er lengst til vinstri. Þetta ætti nú að vera verkalýðnum,eldriborgurum,öryrkjum og öllum sem minna mega sín til góða. Og það er von að ráðherra félagsmála sé brosmildur á myndinni sem fylgir þessari frétt. Því sennilega hefur hann sett met í meðhöndlun sinni á f.g hópum. Á mínum uppvaxtar árum voru verkalýðsfélög VERKALÝÐSFÉLÖG.
Faðir minn var nokkur ár formaður Verkalýðsfélags Borgarnes. Og aldrei vissi ég tl að hann hafi fengið krónu fyrir það starf. Nú eru verkalýðsleiðtogar með tekjuhæðstu mönnum í þjóðfélaginu. Allavega sumir af þeim. Og hvernig hafa þeir stutt fg hópa. Þá barði Einar Olgeirsson oft í borðið og sagði við vin sinn Ólaf Thors:"hingað og ekki lengra" Og Ólafur Thors leysti verkfall að mig minnir með að lækka vöruverð
Þá þorðu þessir menn að láta að sér kveða og létu ekki vaða yfir sig á skítugum skónum .Og sósíalistar þorðu að vera það. Þá var ekki við líðið sá pilsfaldasósíalismi sem tíðkast í dag. Og þá þorðu sósíalistar að vera menn og láta ekki allt yfir sig ganga. Samanber stjórnarslitin 10 okt 1946. Þó að stjórnin starfaði til 4 febr. 1947.SÓSÍALISTAR þess tíma stóðu upp úr stólunum þegar þeir vildu ekki samþykkja inngönguna í NATÓ. Aðalpilsfaldasósíalistinn í dag lætur allan andsk.... vaða yfir sig bara til að halda stólnum.
Á þessum árum voru nýjir ávextir munaðarvara og voru skammtaðir . Og ef mig brestur ekki minni þess meir fengust þeir bara fyrir jól. Og það voru aðallega epli og appelsínur. Einstaka sinnum vínber. Banönum man ég ekki efir og smakkaði þá ekki fyrr en fullorðin maður. Nú er þetta að verða svipað þökk sé VINSTRI mönnum. Nema að nú er nóg úrval. Það vantar ekki en vegna verðs eru þeir ornir munaðarvara fyrir UPPÁHALDSHÓPA ráðherra félagsmála og kollega hans í hinni vinstrisinnuðu ríkisstjórn.,
Fg hópar hafa ekki efni á að kaupa þá lengur.Þessir hópana sem mega búast við að ættingarnir fái stóra bakreikninga ef þeir hrökkva upp af. Hópana sem ekki geta hönd yfir höfuð sér borið. Meðan vildarvinir hinnar svokölluðu vinnstri stjórnar maka krókinn í allslags ráðgöf búskiftum bakna og gjaldþrota heimilum o.sv. fr..
Þessi stjórn sem nú starfar hefur gengið lengra en nokkur Íhaldsstjórn hefur gert á að aðrræna fg hópa. Nú er reiðin að ná yfirhöndinni svo ég ætla að hætta áður enn ég verð orðljótari. Um leið og ég kveð ykkur kært býð ég góða nótt og megið ykkur dreyma um suðræna ávexti.
Vilja breytinguna burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 03:49
Árekstur á sjó
Þeta er nú með þeim hrikalegustu árekstrum sem ég hef séð myndir af Renata Schulte undir þýsku flaggi hreinlega skar bulkskipið Marti Princess,Malta flagg í sundur.En þó ekki alveg allavega flautu bæði skipin á eftir. Af skiljanlegum ástæðum hélt Renata Schulte ferð áfram meðan gerðar voru bráðabirðar ráðstafanir svo að Marti Princess sykki ekki.
Þetta skeði 10 milur frá Tyrknesku eyjunni Bozcaada, í Eyjahafinu.Það er með hreinum ólíkindum að svonalagað skuli ske. Og þetta ætti að brýna fyrir mönnum að sýna tillitsemi í umferðinni jafnt á sjó sem á landi . Ég læt hérna nokkrar myndir tala sínu máli. Þær fann ég í tyrkneskum blöðum:
Þetta skeði kl 2200 að kveldi 25 júni og veður hið ákjósanlegasta. Þýska skipið sýnilega í algerum órétti.
Skyldi nokkuð svona hafa átt sér stað :"Ship on my starboardside,what is your intention?"......"Ship on my portside "I'm bigger like you!""Go away"!" Ship on my starboard side,what are you doing?"...!"Ship on my starboard side,....ähhhh....we already collided...i call captain.
Það eru einhverjir yfirmenn á þýska skipinu í"kremju"eins og krakkarnir segja. Það er með ólíkindum frekjan í sumum sem eru á stærri skipunum. Það þekki ég af eigin reynslu Og oft heyrði maður líkt samtal þó ekki hafi það endað með þeim ósköpuim sem þetta var látið gera Og það var góð sagan sem ég las um daginn :"...all on vhf:
"that ship three miles off my bow, give way"
no reaction
"that ship three miles off my bow, give way !"
"NO"
three seconds silence...pfff
"that ship two miles off my bow, you must give way !!"
"NO, YOU DO"
"that ship, off my bow - we are very big US Navy aircraft carrier SARATOGA, you must give way now immediately !!"
"AND I AM FASTNET ROCK LIGHTHOUSE, YOU BETTER ALTER COURSE" .......
Þetta var US NAVY. Með þessum kveð ég ykkur kært.
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 535997
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar