19.9.2009 | 21:35
Red Lion
Hefur þjónað á Rauða ljóninu í 69 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 21:07
Slys á sjó
Sem gömlum sjóara sem aldrei hugsaði um öryggi til sjós á sínum tíma finns mér nú aldrei nóg gert til að tryggja öryggi sjómanna. En mergurinn málsins finnst mér vera sá að sjómaðurinn sjálfur sé meðvitaður um sitt eigin öryggi. Sjómenn ættu að forðast þann hugsunarhátt sem einkenndi mína kynslóð. Segja ekki t.d við þá sem þá sem vilja hugað að örygginu "Ertu sjóhræddur" Eins og var oft þekkist hér áður fyrr. Ég hugsa með háffgerðum hryllingi þegar menn reyktu í kojunum. Dós undan niðursoðinni mjólk skorin þannig að hægt var að hengja hana á rúmstokkinn. Og þegar maður hugsar um loftræstistokkana. Ég var af og til yfir 20 ár á nýsköpunartogurunum en ég man aldrei eftir að þeir væru hreinsaðir. Og ef kjötpoki (grisja) var bundin fyrir úttakið varð hann kolsvartur eftir andartak. Menn geta ímyndað sér eldhættuna sem fáir eða enginn hugsaði út í. Eldurinn er að mínu matu orðinn skæðasti óvinur sjómannsins. Miklu skæðari en áður var vegna gerfiefna nútímans. En sem betur fer eru sjómenn nútímans meira upplýstir um hætturnar. Þökk sé Hilmari Snorrasyni og hans mönnum LHGÍ og starfsmönnum hennar og Siglingastofnum Íslands (vona að þetta sé rétt nafn) og starfsmönnum hennar. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Þessa slóð hefðu allir sjómenn gott af að skoða: http://www.nautinst.org/london/Presentations/Docs%20for%20website/Seminars%20etc/Lifeboat%20Safety/Schat-Harding%20Group%20Presentation.pdf Og slysin gera aldrei eða sjaldan boð á undan sér. Nútímasjómaðurinn má aldrei frekar en þeir gömlu máttu, slaka á árverkninni þrát fyrir alla tæknina Það er eigilega með endemum hvernig oft er staði að mönunar málum. Örþreyttir menn á stjórnpöllum skipa að fylla út einhverjar andsk..... skýrslur Læt þetta duga í bili. Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2009 | 21:23
Óláns skip
3 skip sem byggð voru í Færeyjum áttu sér slysaleg endalok. Þetta eru skipin Nordlandía sem var byggt hjá Skala Skipasmidja 1980 1130 ts. að stærð 1372 DWT.Loa 67.3 m. Brd 12.m. 2003 fær það nafnið ZAPOLYARYE síðan 2004 PETROZAVODSK En undir því nafni fórst skipið við Bjarnarey í maí síðastl.Mannbjörg. Ég sagði frá því í bloggi um daginn http://solir.blog.is/blog/solir/entry/948887/#comments
Síðan er það skipið ; Olavur Gregersen. Byggt í Skala Skipasmidja 1982 1071 ts. 1450 DWT 67.3.m Loa 12 m brd. 1983 fær skipið nafnið Selfoss 1984 fær það aftur nafnið Olavur Gregersen. Skipið ferst svo við Austurey 10-01-1984. MannbjörgOlavur Gregersen sem Selfoss
Svo var það skipið Helena. Byggt 1995 í Skala Skipasmidja 1021 ts. 1700 DWT 76.9.Loa. 13.0 m. brd. 1988 fær skipið nafnið Halgafelli. Þ 11-01-2000 ferst svo skipið við N- Noreg. Mannbjörg, Helena. Læt þetta duga um þessi óláns skip. Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2009 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2009 | 13:42
Annar blær
Öðruvísi mér áður brá. Nú talar Steingrímur eins og ljúft lítið barn. Þessi andsk..... rimmugýskjaf... sem í stjórnarandstöðu var ekkert nema og þagnaði aldrei Og ekki vantaði kjaf.... í umræðunni um International Monetary Fund (IMF) En nú er hann(SJS) eins og lítið barn sem kennir öðrum um ófarirnar. Og á meðan heimilin eru að sökkva í skuldafen eru stjórnvöld eins og og útrásarvíkingarnir gefa okkur baraÞað hefur aldrei verið sannað eins rækilega hve ráðherra stólarinir eru keyptir dýru verði fyrir okkur heimskingana sem teljast til hinnar sauðsvörtu.Við sitjum í súpunni þó ónefndur maður reyni að sleikja okkur upp öðru hvoru. Við höfum verið höfð að algerum fíflumÞví það hlustar enginn á okkur . Kært kvödd
Vanskil aukast hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2009 | 12:49
Til einhvers ???
Ég skil vel hina miklu reiði í fólki. En er þetta bara ekki rögn aðferð ? Lendir þetta bara ekki á þeim sem síst skildi. Það kostar kannske stóra peninga að þrífa þetta. Og hvað þá með tryggingarnar. Verða þær ekki látnar borga brúsann.
Og svo verða tryggingarnar bara hækkaðar á fólki almennt. Þessir menn sem þetta á að bitna á er alveg ands...... sama. Þetta verður bara þrifið eins og allur annar skítur frá þessum gæjum og almenningur borgar. Þannig er nú það. Kært kvödd
Nágrönnum auðmanna líður illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2009 | 23:07
Skipstjórn og vodka
"Ja þér ferst flekkur að gelta" segir kannske einhver sem þekkir mína fortíð og byrjar lestur á þessu bloggi. En mig langar til að taka fyrir áfengisneyslu og skipstjórn, Og kannske út af þessum ummælum Rússlandsforseta. En rússar hafa alltaf verið frægir fyrir vodkadrykku Þeir hafa búið við einræði í margar aldir. Og maður breytir ekki svona þjóðfélagi á einni nóttu í des 1991. Og eftir minni reynslu en ég hef komið nokkuð oft í rússneskar hafnir bæði fyrir og eftir 1991, finnst mér drykkjuskapurinn alltaf vera að aukast. En ég tek fram að þetta er bara mitt prívat álit. Og ég vil líka taka það skýrt fram að maður getur ekki dæmt heila þjóð eftir nokkrum slæmum einstaklingum. Einhver besti vélstjóri sem ég hef siglt með var rússi. Og hann bragðaði ekki vín Og ég veit af nokkrum einstaklingum hér í Eyjum sem eru sjálfum sér og landi sínu til mikils sóma. Nú í sambandi við áfengisdrykkju og stjórn skipa þá hef ég setið begga vegna borðsins,ef svo mætti segja . Petrozavodsk Fyrir nokkru,eða í maí sl strandaði flutningaskipið Petrozavodsk við Bjarnareyjar. Mannbjörg varð en bæði skipstjóri og stýrimaður voru síðan sakaðir um að hafa verið drukknir. Skipstjórinn mældist með 1.3 próm en stm með 0.3 próm. En hann (stýrimaðurinn) var einnig sakaður um að hafa verið sofandi þegar slysið varð. Petrozavodskslysið Skipið kom oft hingað til Eyja. Ég tók einusinni af því mynd en finn hana ekki nú. En myndir frá slysinu og skipinu fyrir slysið (Shipspotter)eru af netinu. Þarna var Bakkus einnig við stýrið.Við sem erum eldri en tvævetur munum tímana tvenna í þessum málum. Vera drukkin er stórhættulegt en var stundað það vitum við. En til að finna smáafsökun sem er eiginlega ekki sæmandi að orða svo. Þá mætti kannske segja (orðið dálítið langsótt) að tímarnir voru aðrir.
Yfirleitt 2-3 stýrimenn með vaktfrían skipstjóra. Og ég get hreinlega tekið undir með ónefndum alþingismanni sem ekki taldi sig drukkinn þótt hann væri það satt að segja. Ég drakk um tíma vodka og taldi mér trú um að enginn fyndi af mér vínlykt. Svona er afneitunin á sjálfan sig drukkin mikil. En nóg um það en vodkadrykkja á Rússum í siglingum er velþekkt. Og því miður fengið hörmulegar afleiðingar. En það er ábyggilega mjög erfitt verkefni fyrir Dmitrí Medvedev og Putin að ná tökum á ölum þessum smákóngum sem höfðu hreiðrað um sig á öllum sviðum þjóðlífsins bæði til sjós og lands. Kært kvödd
Rússlandsforseti segir spillta embættismenn stjórna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2009 | 01:13
Annað skipsrán???
Nú spyr maður verður öðru "timburskipi" rænt bráðlega ? Ekki geri ég ráð fyrir að CIA frekar en Mossad láti það viðgangast að "óvinurinn" fái rússnesk flugskeyti. Kært kvödd
,,Af hverju ekki skriðdreka?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 01:04
Hvað með ... ???
Dorrit meðal litríkustu maka þjóðarleiðtoga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 00:54
Feill,sárasaklaus feill
Það eigilega með endemum hvernig þetta fólk haga sér. Og hvað þeir bera á borð fyrir okkur sauðsvartan(í þeirra augum) almúgan
Heldur þetta fólk að það sé tómur hafragrautur á milli eyrnana á okkur. það er alveg forkastanlegt hvað við hérna niður á jörðinni verðum að þola af þessu liði. Og það má eiginlega líkja þessu við einelti. Maður er aldrei látinn í friði.
Á manni dynur svo ótrúleg lygaþvæla sem bullast út úr kjaf..... á þessu liði. Það kemur svo brosandi framfyrir alþjóð og þykist alsaklaust sama hvaða andsk..... gloríur það hefu gert.
Þó það stæði með rjúkandi skammbyssu yfir líki af nýskotum manni myndu það halda sakleysi sínu af fullum krafti. Nú ef einhverjum dettur í hug að renga það er bara að fá sér "stjörnulögfræðing" Kært kvödd
Tilgangurinn ekki að höndla með krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 23:29
Réttlæti í pípunum???
Efla þarf dómstólana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2009 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2009 | 21:53
Beluga shipping
Þýska skipafélagið Beluga shipping er að mörgu leiti athyglivert skipafélag. Nú hafa 2 skip frá félaginu farið hina fægu NA-leið. Það eru skipin Beluga Fraternity og Beluga Foresight Skipin voru aðstoðuð af 50 Let Pobedy. Kjarnorkuknúða ísbrjótnum 50 Let Pobedy (Sigur fyrir 50 árum) Leiðin Mér finnst satt að segja umræðan um þessi mál hálf undarleg. Menn eru að hafa áhyggur af olíumengun ef illa fer með skip en hafa engar áhyggur af því hvernig fer með geislavirkni ef illa fer með ísbrjóta rússa. 50 Let Pobedy Jæja ég hef ekkert vit á hvernig þessum kjarnoruútbúnaði er háttað um borð í svona skipum og best að halda kja... .Frá ferðinni En það er áhugavert hvað þetta útgerðarfélag er óhrætt með nýungar Hér eru nokkrar myndir af skipum þeirra í hinum ýmsu erindum og tilraunum. Síðasta myndin er af einu af 1stu skipum félagsins. Læt þetta duga af grúski mínu um Beluga Shipping. Myndirnar fengnar hingað og þangað á "Netinu" flestar af Shippotting. Kært kvödd
Söguleg ferð um Norðausturleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2009 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2009 | 01:38
Sýður á fólki !!!!
Það er alveg með endemum hvernig þetta fégráðuga fólk hefur hagað sér, Svo rífur það bara kja.. og þykist sára saklaust. Það sem mér finnst svívirðilegast í þessum málum er hvernig þessi lýður kemur í fjölmiðla og hreinlega lýgur upp í opið geðið á hinum almenna borgara.
Þetta lið sem stjórnar öllum þessum málum er gegnsýrt af áralangri spillingu í bönkum í lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum. Þessi lýður hreinlega sleikir rass,,,,, hvert á öðru. Að verkalýðshreifinginn skuli vera á móti versta óvini þess fólks nú berst fyrir sínu verðtryggingunni er með algerum endemum.
Og djöf... sukkið ofurlaunin og svínaríið í lífeyrissjóðunum er sólkerfismet.. Og það hreinlega sýður á fólki. Ég er minnugur þess er agentinn í Beirut sagði við mig fyrir 20 árum rúmum. Verið ekki úti á dekki í hvítum skyrtum þegar fer að skyggja, Þá verðiði svo auðveld skotmörk Sumir ættu kannske að hafa þetta í huga. Læt þetta duga í bili .Kveð ykkur kært
Eiginkona sparisjóðsstjóra seldi stofnfjárbréfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2009 | 23:24
---------frelsi
Það er með ólíkindum hvað maður getur mislesið þegar maður verður að spara við sig gleraugnakaup. Hjarta mitt tók kipp áðan þegar ég með vitlausum gleraugu las inn á Mogganum: "Fylltu á pun.... fyrir 1490 kr". þarna var eitthvað fyrir blöðruhálskirtilslausan mannin.
Ég skifti með skjálfandi höndum í snatri yfir í sparigleraugun en þá blasti við mér orðið" pungfrelsi ".Þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu. Enda vissi ég ekki til að menn misstu frelsið yfir þeim hluta líkamans. Allavega ekki að ástæðulausu.
Vissi náttúrlega um að menn yrðu fyrir skerðingu á því eins og .......Já ég fer ekki lengra út í þá sálma. En þarna var þá bara allt í plati frá Björgúlfi Thor eða þannig. Og hann getur mín vegna haft "frjálsar" hendur um eins marga punga og hann vill. Ekki á ég þannig pung sem fylla má á. Og kemur því þetta ekkert við.
Og nú er þessi fja..... pungauglýsing komin inn á síðuna mína. En mikið djöf.... væri gaman ef einhver finndi upp áfyllingar á venjulega pu.... Já ég fer ekki lengra út í það mál. En kveð ykkur kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2009 | 19:36
Hnattsigling
Tilraun ungrar stúlku Jessica Watson 16 ára til að vera yngsta mannenskja til að sigla kring um hnötinn fékk óvænta seinkun í nótt þegar kínverska bulkskipið Silver Yang sigldi á skútu hennar;"Ella's Pink Lad", http://www.youngestround.com/ Heimasíða Watson. Jessica Watson um borð í skútu sinni. Kínverska skipið hélt ferð sinni áfram eftir að hafa haft samband við Watson eftir áreksturinn.Watson tókst að setja í gang vél skútunnar eftir atburðinn sem varð kl 0230 um 15 mílur austan við Point Lookout á Norður Stradbroke Island, út af af Queensland ströndinni og komst til hafnar Jessica Watson um borð í skútu sinni eftir áreksturinn Watson hafði yfirgefið Mooloolaba nálægt Brisbane í gær til að sigla til Sydney um Lord Howe Island. En í Mooloolaba hafði Watson, stundað æfingar undanfarna 10 daga,Silver Yang Skútan skemmdist á bol og reiða en Jessica gerir ráð fyrir að halda ferð sinni áfram eftir viðgerð. Eftir áreksturinn. The Australian Transport Safety Bureau mun hafa haft samband við kínverska skipið og fengið þátt skipsins í slysinu staðfest. Hin unga ævintýrakona Skipið er á leið til Kína með farm sinn. þar mun sjóréttur verða haldinn enda skipið skráð þar með Hong Kong sem heimahöfn. Risar á hafinu og litlar fleytur Ég hef nú ýmislegt við þetta að athuga. Hvar eru foreldrar stúlkunnar ? eða barnaverndaryfirvöld ? Hvar eru siglingaryfirvöld ? Leyfa þau þetta ? Hver leyfir kornungri stúlku að "þvælast"aleinni um heimshöfin. Risar á hafinu. Einfarar á höfunum eru oft stórhættulegir, Oft og iðulega komst maður í kast við fleytur sem engan rétt virtu og enginn sást um borð. Ég gæti verið í allt kvöld að rifja upp sögur af slíku. Risarnir á úthöfunum eru margir, Og sjónhæðin í brúm þeirra há. Litla fleytu getur verið vont að sjá. Þetta mætti taka fastari tökum. En ég læt þetta duga í bili. Kært kvödd
6.9.2009 | 23:03
Lygamerðir
Brown kúventi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 20:04
Vantaði sápu???
Hvíti maðurinn aðeins 5.500 ára gamall? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 16:51
Hörundsár
Ekki ætla ég mér að mæla nafnleysingum á netinu bót. Og ætla mér ekki að blanda mér í þetta mál Björgvins nema að litlu leiti.
Mér finnst satt að sega þessir menn sem bjóða sig fram til þjónustu við fólkið( með misjöfnum árangri )verða að vera menn til að takast á við"svínaríið" sem því fylgir. Aðrir þingmenn (að vísu undir nafn) mega oftast dengja yfir þá alslags ósóma og skætingi.
Svo eru menn í okkar þjónustu (sem oftast gleyma því) að kalla menn "atvinnurógbera" bara af því að sá síðarnefndi samsamaði hinn við annan elsta stjórnmálaflokk landsins. Hverskonar andsk..... stærilæti er í svona mönnum. Sem í skrifum hafa oft látið menn fá það óþvegið.
Er það ekki enn komið inn í hausinn á fg þingmanni að það var almenningur nei kannske ekki hinn sauðsvarti heldur frekar einhverjir svokallaðir menntamenn sem kusu hann í vinnu fyrir okkur. Svo er það sem svokallaðir ráðamenn láta út úr sér og ætlast til að almenningur trúi. Og þar gruna ég þennan fv ráðherra um græsku.
Að hann hafi staðið andspænis þjóðinni á þeim tíma sem hún (þjóðin) virkilega þurfti á sannleikanum að halda og hreinlega logið upp í opið geðið á henni. Þá var ekki verið að hugsa um NN á netinu. þessir menn leyfa sér að koma ljúgandi í fjölmiðla og skirrast oft ekki við að ljúga sama hlutnum ekki 2svar ekki 3svar heldur oft og mörgum sinnum.
Ef almenningur væri eins andsk... lýginn og margir af þessum mönnum þá þyrfir að nota alla Aðalvíkina sem fangelsi og bjóða út stóra byggingu þar til að hýsa allslags glæpalýð. En sem betur fer er íslenskur almenningur yfir höfuð heiðarlegur. Það er meira en hægt er að segja um, já ekki meir um það. Kært kvödd
Björgvin G.: Ný vídd í nafnlausu níði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 14:55
Ferjuslys
það má enginn taka það þannig að að ég njóti þess að"velta"mér uppúr slysum hvað sjó eða vötn varðar. Ég vil bara með þessum færslum benda á að þeir sem leggja leið sína um vötn og sjói fari að öllu með gát.
Athugi sinn gang. Og þeir sem noti fg leiðir hvort sem um atvinnu eða ferðalög að ræða, gæti vel að öllum öryggismálum.
Í slysinu á Ohridvatni í Magedóníu var farþegabáturinn ofhlaðinn. Fréttum af því slysi ber ekki saman. En eftir þeim heimildum sem ég las voru,72 um borð. En báturinn hafði leyfi fyrir 43 farþega.Þar eru sagðir 22 látnir.
En í öðrum heimildum er talað um 15 farþega látna.Þarna gæti verið um að tala skipverja og farþega 15 farþega og þá 7 úr áhöfn. En að þessu ferjuslysi á Philipseyjum. Hér eru myndir frá því http://gblsharing.app.aol.com/pop-up/ eða hérna http://news.aol.com/article/superferry-9-ferry-sinks-in-philippines/657659?feed=1.
Það er eins gott að fólk sem er á ferðalagi í þeim löndum sem lítið er farið eftir öryggisreglum kynni sér nokkra hluti áður en farið er um borð í farartæki sem eru notuð á sjá og vötnum. T.d hvað viðkomandi farartæki megi flytja marga farþega.
Því fégræðgin virðir engin lög eða landamæri. Það finnum við íslendingar á eigin skinni nú um stundir. Læt þetta duga í bili
Ferja sökk með yfir 960 farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 17:38
Vatnaslys
Það er með ólíkindum að 72 manns skuli vera hleypt um borð í þessa fleytu sem eftir reglugerðum mátti aðeins taka 43.En eftir Emportal Júgóslavnesku fréttastofunni voru 72 manns um borð Ilinden en svo hét báturinn var með 72 farþega þegar honum hvolfti og hann sökk á Ohridvatni í suðvesturhluta Makedóníu í morgun.22 ferðamenn létu lífið 50 björguðust þar af 5 særðir.
Ilinden hafði mætt hraðbát á mikilli siglingu þegar slysið varð. Ilinden var byggður 1924 í Regensburg Þýskalandi. Farþegarnir sem voru eldri borgarar voru frá smábæ hjá Pirdop Zlatitsa austur af Sofia höfuðborgar Búlgaríu. Það er með endemum hvernig sumar þjóðir eru blindar á margar reglur hvað varðar mannslíf. Ilinden sokkin Og hvernig fégræðgin virðir engin landamæri Kært kvödd
Farþegabátur sökk í Makedóníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.9.2009 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2009 | 23:01
Fíkniefni
Ég þvældist svolítið um Caribbean Sea fyrir nokkrum árum. Kom þá nokkrum sinnum til lítillar hafnarborgar sem heitir Cap Haitien á Haiti.
Þar lágu alltaf nokkrir svokallaðir Coasterar. Gömul dönsk og þýskættuð skip ef svo mætti að orði komast. Þessi skip litu virkilega vel út við fyrstu sýn. Svona í hæfilegri fjarlægð. En svo er maður kom nær sá maður að málað hafði verið yfir ryðið og skítinn.
Það sem vakti furðu, var að stundum virtust þetta vera sömu skipin og höfðu verið áður í höfnini þegar við vorum þar á ferð en nú með breyttum nöfnum og lit .
Ég spurði agentinn um þetta og sagði hann mér þá að skipin hyrfu nokkurn tíma en kæmu svo aftur. Þá væru þau máluð með nýjum litum, nafni og heimahöfn breitt.
"Svo geturðu notað ímyndunaraflið um hvað þau væri notuð í" sagði hann. Það eru miklir peningar í eiturlyfjum. Skjótfenginn gróði ef vel til tekst.
Þetta leiðir hugan að sumu hér heima. Við höfum séð fégræðgina í sinni verstu mynd hér. Og út frá því er ég alveg viss um að hér er alltaf verið að" skjóta sendilinn "
Ég er viss um (og það eru engin áhrif af amerískum hasarmyndum) að einhverjir mjög áhrifamiklir menn hér standa að baki þessara" strámanna"
Maður þarf ekki að hafa mikið hugmyndaflug þegar ég segi að stundum sé 1 fórnað svo að aðrir sleppi í gegn. Athygli tollvarðanna beinist að einum og kannske 2 sleppa í gegn.
Stundum sleppa kannske allir. Án þess að vera að saka nokkurn um nokkuð þá hefur mér alltaf þótt áherslan sem lögð var á að koma ötulusta smyglarabananum frá, nokkuð athygliverð
Ég hef litla trú á að þeir menn sem nú sitja í fangelsi séu aðalmenn í þessum málum hér. Þeir kannske skipuleggja þetta en þá fyrir góða greiðslu. Ég held að fégræðgin virði engin landamæri. Kært kvödd
Fundu tæplega hálft tonn af heróíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 535996
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar