Náttúruperlur m.a.

Eitt er það sem fer í mínar fínustu(þær eru kannske fáar eftir miðað við aldur og fyrri störf)það er tvískinnungsháttur.Að vísu hef ég fallið í þá gryfju að þykjast hafa vit á hlutum sem svo kom í ljós að ég hafði ekki rétta tegund af viti til að vera tjá mig um hlutinn.Ég bloggaði um daginn um Kastljósþátt sem kom inn á atvinnuleysi og ferðamál.

ap waterfall 080627 ssv Foss eftir íslenskan listamann í New York Ólaf Elíasson

Þar voru á ferðinni ef svo má að orði komast stjórnmálamaður og listakona.Mér fannst stjórnmálamaðurinn vera niður á jörðinni en listakopnan eins og álfamær koma hoppandi út úr fossum gerðum af mannahöndum.Ekki ætla ég mér að eyða fleiri orðum á þennan þátt öðruvísi en að koma aðeins að atvinnuleysi og ferðamálum.

ht waterfalls2 080403 ssh  nm waterfall 080627 ssh Fossar i New York eftir ísl.listamann Ólaf Elíasson

En mér finnst oft vera tvískinnungsháttur í þessari náttúruvendarumræðu.Flokksformaður hreyfingar sem kenndi sig við landið talaði mikið um"finnsku leiðina"þegar umhverfismál voru til umræðu.Ekki er ég mikið kunnugur virkjanamálum Finna en eitt veit ég með vissu:"Finnar eru að byggja sitt 5ta kjarnorkuver við Olkiluoto",sem er á V-strönd Finnlands.Mér dettur ekki í hug að efast um ást þessa manns í Íslandi og mér hafa funndist t.d sjónvarpsþættir hans frábærir en ég skildi aldrei hvað hann meinti með"Finnsku leiðinni"

Loviisan voimalaitos ilmasta Kjarnorkuverið í Loviisan í Finnlandi og í Olkiluoto  800px EPR OLK3 TVO fotomont 2 Vogelperspektive 

Ég hélt satt að segja að umhverfissinnar hvar sem væri í heiminum væru á móti kjarnorku í hvaða formi hún væri.Það voru haldnir tónleikar í gær til áhersluaukningar á umhverfinu.Ekki ætla ég mér að fjasa út af þeim.En mér fannst það kaldhæðni örlaganna að það tók borgarstarfsmenn vinnu langt fram á nótt að þrífa svæðið eftir þá,og stæsti hlutinn af ruslinu voru"áldósir"Það væri gaman að vita hvað mörg % af áheyrendum hefðu verið Umhverfissinnar með stórum staf.Ég hugsa að mér þyki eins vænt um landið mitt eins og mörgu af þessu fólki og ég ann því og tungu þess líka.

images 2 af alverstu óvinum íslenskrar náttúru.Þ.e.a.s umbúðir úr áli og plasti

Svo er það ein dýrmætasta"perlan"sem við eigum það er hin"íslenska tunga"Umhverfissinnum er orðið"perla"tamt í munni en sumt af þessu fólki er varla talandi á íslensku.Það finns mér miður og ekki lýsa þeirri ættjarðarást sem það gefur sig út í að sýna.Það virðist ekki blása byrlega fyrir almenningi á Íslandi allavega okkur"dreyfurunum"eins og 101 fólkið er farið að kalla okkur á landsbyggðinni..Ég er satt að segja hreykinn af þessari nafngift og ég hugsa að nafngiftarhöfundarnir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað það virkilega þýðir en"dreyfarar"voru mikið notaðir til uppræktar landinu.Áburðardreyfarar bæði fyrir kúaskít og tilbúinn áburð.Íslenst umhverfi á"dreyfurum"mikið upp að unna.

 

657486 800 Þetta veitingahús þó smærra væri í sniðum myndi sóma sér vel í fallegum firði. 

Það eru ekki góðar horfur sumstaðar út á landi hvað atvinnu varðar,og þessvegna er ég hlynntur uppbyggingu á þeirri atvinnu sem hægt er að skapa.Fyrir mér eru t.d. bygging vega og flugvalla mjög brýnt verkefni.En þetta kostar peninga og ef byggingar á álverum verða til að útvega þá,þá er ég hlynntur þeim,ef ekkert annað er inní myndinni. Þegar þessi mál eru komin í lag getum við farið að tala um aukningu á ferðamönnum.

 

621551 800 Þetta skip Black Prince liggur nú hér í Vestmannaeyjum.Það er notað af erlendum aðilum til að sýna áhugasömum erlendum ferðamönnum okkar fagra land

 

657216 800 Black Prince 

Hver sem ferðaáætlunin er þarf að koma fólki á staðina.Það er yfirleitt gert með bílum og flugvélum.Vegirnir eru eins og ég sagði,hér eins og fáfarnir sveitavegir í nágrannalöndunum.mjóir og sumstaðar með stórhættulegum malarköntum,sérstaklega fyrir útlendinga.Og ekki batnar það,síðasta eiginlega strandflutningaskipið var að fjúka.

 

648188 800 Þetta fallega skip er nú að yfirgefa strendur landsins T/S Keilir 

Olíuflutningaskipið Keilir.Mér er sama hvað menn hjá Eimskip og Samskip segja það hlýtur að bitna á vegunum að engir eða litlir strandflutningar skulu stundaðir.Mér hefur satt að segja funndist umræðan um svokallaðar  náttúruperlur landsins oft dálítið undarleg.Það er eins og þær séu eingöngu inn á hálendinu.Ég heyrði eitt sinn í útvarpi gamla konu tjá sig um eitthvert svæði sem fara átti undir vatn vegna einhverra virkjunnar.Hún sagði :"þetta voru fúamýrar sem öllum var illa við"

 

 496258391 32b74c86b4 Fram eitt af skipum Hurtigruten í Noregi

Ég er einn af þeim sem hefur siglt oftar en einusinni í kring um landið og séð fegurð þess af sjó.Ég er minnugur þess einnig komandi frá Grænlandi af veiðum eftir 70 daga útivist að sjá"Faxaflóafjallahringinn"stíga úr sæ.Svoleiðis sýnir eru ógleymanlegar

 

Finnmarken2 Finnmarken eitt af skipum Hr fram lounge fram cabin2 Þessar myndir er úr einu af þeim skipum

 

Og ég gæti nefnt óteljandi slíkar.Ég hef aldrei skilið í af hverju það er lagt í hendur útlendingum að sýna landið öðrum útlendingum og að sjálfsögðu landsmönnum sjálfum frá sjó.Frökenin talaði um að byggja fossa til sýnis.Þess þurfum við ekki við eigum nóg af þeim frá náttúrunnar hendi.Af hverju getum við ekki notað okkur þessa dásamlega náttúrlega sjónarspil til sýnis ferðafólki.Norðmenn eru með sína "Hurtigruten"Og þéna vel.Við eigum ekkert síðra land að sýna.Það vantar bara peninga til að ráðast í svona fyrirtæki.Mér finnst þessar hugmyndir mínar ekkert fráleitari en fossahugmynd listakonunnar í Kastljósi:Hingað lesnir kært kvaddir.

 


"ja á álinu kannske"

Ég var að hlusta á Kastljós í kvöld.Í þættinum voru á öndverðum meiði,einn  okkar umdeildasti stjórnmálamaður og kona sem kennir sig við listir.Þó ég sé ekki lengur stuðningsmaður flokks stjórnmálamannsins og oft langt frá því að vera honum  sammála þá hefur mér oftar en ekki,funndist hann skera sig svolítið úr og vera einn af þeim stjórnmálamönnum sem hafa þorað.Þorað að víkja af vegi eigendafélags síns flokks.

 

Það er eiginleiki sem ég held að sé að deyja út hér á landi.Að þora að segja meiningu sína.Málið barst að virkjunum og álframleiðslu.Ekki ætla ég mér að fella neinn dóm á þau mál og vil halda minni skoðun á þeim málum fyrir mig.Ekki það að ég þori ekki að birta mína skoðun á málinu,heldur það að ég hef bara ekkert vit á þessum málum.Það er því  kannske betra heima setið en af stað riðið.En listakonan gekk alveg fram af mér.

 

Eftir að hafa upplýst um lítið eða ekkert atvinnuleysi á Íslenskri landsbyggð þ27 júni 2008.(fólk í sumarfríum og fl)taldi hún það vænstan kost til eflingar atvinnu að láta frægan listamann sem er að gera garðinn frægan í úttlöndum (New York)byggja"fossa"in á hverjum firði og hún vitnaði í borgarstjóra New York um aukningu túrisma í borginni út af þessari fossabyggingu. Mér hefur funndist þessi umræða um aukningu"túrisma"hér á landi stundum dálítið undarleg.Ég hef farið  nokkuð víða og  í gegn um marga flugvelli.Miðað við það herld ég að við þyrftum að lyfta"grettistaki"í 1stu móttöku ferðamanna.

 

Fyrst er að lenda á Keflavík og taka almennilega á móti fólki þar.Hvað svo ?Hvernig vegi bjóðum við upp á.?Ég bjó um tíma í Svíþjóð og aðalvegir hér eru eins og fáfarnir sveitavegir þar.Hvað með flugvelli?Ég hef komið nýlega á t.d.Ísafjarðaflugvöll,Egilstaði og Vestmannaeyjar.Ekki að ég sé að gera lítið úr þeim en ég man ekki eftir sambærilegum flugvöllum erlendis nema kannske á alsmæðstu eyjunum í Caribbean.En ég hef nú heldur ekki verið allstaðar með"nefið"

 

 

Ég er eigilega svolítið viss um að við þurfum að gera stórt átak í vega og flugvallamálum t.d. til að geta tekið það móti einhverri aukningu á ferðafólki.Og ekki eigum við farþegaskip til að sigla með áfjáða farþega til að sjá fallega landið okkar.

Og hverni ætlar þetta 101 Reykjavíkurfólk að fá peninga til alls þess arna.Það virðist vera orðin lenska að vera bara á móti öllu.Það getur verið að fólkið í 101 Reykjavík geti lifað af því,en ekki fólk á landsbyggðinni sem verður að taka á sig stærstu afleiðingar af kódaskerðingunum og horfir glýulaust fram á veginn.Það sér enga túristavæna fossa eða neitt björgulegt nú um stundir.Þetta skilur ekki fólk sem aldrei hefur difið hendinni í kalt vatn og aldrei kynnst virkilegu atvinnuleysi.

 

Ekki verður um auðugan garð að gresja í fiskútflutningi.Og hvað er þá til ráða.101Reykvíkingar halda sennilega að peningarnir spretti upp í fúnum timburhjöllum.Ég hlustaði eitt sinn er ég bjó erlendis á eina af okkar frægustu söngkonum.Hún gagnrýndi virkjanir og álver.

Svo spurði blaðamaðurinn hana að:"á hverju ætla íslendingar að lifa ef t.d.fiskurinn fer að begðast.Sönkonan horfði á spyrilinn og sagð svo eftir nokkra langa umhugsun"Ja á málinu kannske"Ég hef oft hugsað um hvort fjan... emmið hafi ekki verið ofaukið hjá henni og hún hafi hreinlega meint:" Ja á álinu kannske"


Allt er í lagi,eða hvað????

Þetta fólk sem nú er að fá uppsagnarbréfin ættu að minnast orða ráðherra fjármála þegar hann fyrir nokkru sagði að ekkert  væri að í þjóðarbúskapnum.Skyldi hann koma niður á jörðina með næstu geimskutlu.Hann getur varla verið mikið lengur utan tengingar við jarðlífið,allavega ef hann á að taka við af fv kollega.Kært kvödd
mbl.is Með umfangsmestu uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálsar íþróttir og knattspyrna

Ég ólst upp í Borgarnesi.Á þeim tíma var íþróttalíf  í þorpinu með töluverðum blóma svona fyrir "heimabrúk" Frægustu íþróttamenn staðarins þess tíma voru Kári Sólmundarson sem að mig minnir ætti Íslandsmet í þrístökki og Sigurður Lárusson,sem átti Íslandsmet í hástökki,einnig eftir mínu minni.Einnig var Sigurður yngri bróðir Kára og föðurbróðir minn Valdimar Ásmundsson nokkuð liðtækir allavega á heimavelli.

 

Af íþróttaþáttöku undirritaðs skal  minnast íþróttamóta sem árlega voru haldin 17 júní á gamla íþróttavellinum í  Neðri Sandvík.Ef mig misminnir ekki þess meir þá var árið,1953.Ég tók þá þátt í 1500 m.hlaupi á fyrrgreindu íþróttamóti og velli og varð annar í mark.Fyrstur varð áðurnefndur Valdimar ég varð annar og Birgir Björnsson(sonur Björns H Guðmundssonar trésmiðs og konu hans  Ingu Ágústu)þriðji.Svona til að skýra betur þetta íþróttaafrek mitt skal það tekið fram að Valdimar varð 2 hringjum á undan mér og Birgir gafst upp eftir einhverja hringi enda aðeins yngri að árum.Og Valdimar nokkrum árum eldri.

 

Um þetta íþróttaafrek mitt orti Júlíus Jónsson bóndi og smiður frá Hítarnesi þessa vísu:"Ólaf frægan muna má/metin vill hann hreppa/Alltaf fyrstur aftan frá/ef hann er að keppa/"Eftir þetta"afrek"lagði ég íþróttir alveg á hilluna og tók upp öllu óheilsusamlegri lífshætti.En það er nú annað mál.Knattspyrna var lítið iðkuð þótt "Gullaldarlið" nágrananna ,Skagamanna hefðu verið í brennideplinum um þessar mundir við að"skora mörkin"Hvort þetta knattspyrnuáhugaleysi okkar Borgnesinga þess tíma stafaði af því að okkur,ungum mönnum fannst Skagamenn oft full stórtækir hvað okkar ungu stúlkur varðaði.Fóru oftar en ekki,heim með fallegustu stelpunum á böllunum.Sem dæmi um þessa andsk..... frekju í þeim skal nefna hina kunnu og frábæru fv knattspyrnumenn Halldór Sigurbjörnsson og Helga Björgvinsson sem báðir "stálu"sínum kvonföngum úr Borgarnesi.

 

Ég hef kannske út af fyrrgreindum ástæðum ástæðum aldrei haft mikinn áhuga á knattspyrnu.Þótt að nokkrir af frægustu knattspyrnumönnum Keflavíkur séu náskyldir mér.En hvers vegna þetta bull um íþróttir eða knattspyrnu.Jú núna stendur yfir EM í knattspyrnu og beinar útsendingar á hverjum degi frá því.Lítið vit hef ég á þessari íþrótt en tel mig þó geta séð ef góð knattspyrna er spiluð.En það er skemmtunin af þáttum Þorsteins Joð sem mér finnst með einsdæmum.Þorsteinn hefur ekki höfgað til mín sem sjónvarpsmaður fyrr en nú.

 

Mér finnst þessar"spegúlasjónir"hans og þátttakenda í þáttum hans alveg frábærar.Ég hef stundum horft á leik og leik úr stórmótum í knattspyrnu og aldrei"grátið"þótt ég sæi ekki leiki frá slíkum mótum en nú hef ég horft á hvern leik og hlakka alltaf til þegar Þorsteinn Joð og félagar leggja svo út af þeim..Mér finnst svona eins og:"star is born"hvað mig og Þorstein Joð varðar.Ég segi bara ekki annað en:"Þakka fyrir frábæra skemmtun Þorstein"Om leið og ég vona að fólk hafi tekið þessum skrifum með tilhlýðandi kæruleysi og velvild,þá  kveð ég hingað lesna kært


"Augsýnilegt"slys

Þarna hefur verið um "augsýnilegt"slys að ræða.Skyldu þessar skreyttu G-strengsnæríur hafa tilheyrt"jobbinu"?Glysgjarnar konur ættu kannske ekki að ráða sig í lögguna.Svona flott nærföt fást sennilega bara í Borgarnesi,hér um lands.Eða er ekki svo?Og skemmtilega hliðin á málinu er að umboðsmaður/kona Victorias Secret á Íslandi er dóttir fv lögregluþjóns þar..Kært kvödd.
mbl.is Nærbuxnaslys kært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Þetta finnst mér ekki koma á óvart ef hugsað er til viðtals við einn af"Hugmyndafræðingum"flokksins á einni af útvarpsrásinni fyrir nokkrum dögum.Það viðtal getur ekki hafa verið flokknum til framdráttar.Kært kvödd
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt flæði á eiturlyfjum????

Eitt furðulegasta viðtal sem ég hef heyrt lengi heyrði ég í dag.Þetta var á einni útvarpstöðinni.Þar talaði einn af þekktari tónlistamaður landsins,sem virtist vera þáttarstjórnandinn við einn af þekktari fræðimönnum landsins.Ég var á leiðinni heim en útvarpið í bílnum mínum er stillt á þessa stöð.

 

 Ég heyrði þessvegna aðeins brot úr viðtalinu.En eftir"stillingarörðuleika"voru þeir hættir þegar ég náði stöðinni heima.En þegar ég hlustaði fjallaði viðtalið um eiturlyf..Menntamaðurinn er stundum talin aðalhugmyndafræðingur eins af stæðstu stjórnmálaflokkum þessa lands.Og hann er kennari við eina af æðstu menntastofnunum landsins.

Í viðtalinu talaði hann um að:"að í stað þess að"hamast á""eins og hann orðaði það  eiturlyfjasmyglurum ætti að leyfa innflutning á eiturlyfjum.Ég hef farið inná heimasíðu útvarpsstöðvarinnar til að reyna að ná viðtalinu öllu en fann það ekki.Ég vildi virkilega ekki trúa að maðurinn hefði sagt þetta Er það virkilega satt að forustumönnum eins af stærsta stjórnmálaflokks landsins sé illa við að það sé verið að"hamast í"eiturlyfjasmyglurum.Er það þessvegna sem "laga"á Lögregustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli.Þessi fræðimaður sem er að kenna unga fólkinu í einni af æðstu menntastofnun landsins bar saman innbrot í híbýli manna og eiturlyfjasmygl.

 

Hann taldi að peningunum væri betur varið í að efla löggæslu á á því sviði þ.e.a.s þjófnuðunum heldur en að vera að hamast í eiturlyfjasmyglurum.Þessi maður hefur verið dæmdur fyrir meinyrði og ritstuld.Fyrir ritstuldinn munaði litlu að hann missti stöðu sína við menntastofnunina.Mér fannst þá að ef hann missti stöðuna væri það fullþungur dómur,en eftir að hafa hlustað í dag á hve maðurinn er virkilega veruleikafirrtur þá held ég að menntastofnunin ætti að sjá sóma sinn í að reka´ann.Svona þenkandi maður á hvergi að fá að koma að uppfræðslu ungs fólks.Ég spurði um daginn um hvaða öfl hér á landi væru svo sterk að allir"sendlarnir"sem skotnir eru þyrðu ekki að nefna þau á nöfn?Og enginn hefur gefið"komment"á færsluna.Ekki það að ég héldi að ég fengi svar við spurningunni heldur hélt ég að fólkið hefði skoðun á málinu

Er fólk eitthvað hrætt við að tjá sig um þessi mál.Er það virkilega svo að ráðherrar þessa flokks sem þessi maður tilheyrir vilja helst veikja sem helst tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli svo ekki sé verið að"hamast"í eiturlyfjasmyglurum.Eitt smyglmálið raktist upp í eitt ráðuneytið.Er það virkilega á "skuggastefnuskrá"þessa flokks að gefa eiturlyf frjáls á þessu landi?Getur það verið virkilegt að sumir af ráðamönnum þessa lands séu flæktir í smygl á eiturlyfjum til landsins?Ég bara spyr?Einu sinni kaus ég þennan flokk og ef einhver snefill af taugum til hans hefi leynst í mér,þá fuku þær í dag.Og viss er ég um að ef þessi maður fær að halda þessu á lofti þá hrynur fylgið af flokknum,ég er eiginlega fullviss um að flokkurinn tapaði nokkrum atkvæðum í dag frá fólki sem hlustaði á"vaðalinn"í manninum.

 

 

Hann kvartaði sáran um peningaskort vegna sektagreiðslna og lái honum það fáir.Er hann kannske að boða nýja grein af"útrásinni"og vill taka þátt í henni sjálfur.Ég var um daginn að tala um hvort Guðmundur í Byrginu hafi verið kominn með nefið ofan í eitthvað sem hann mátti ekki hafa það.Það skyldi þá aldrei vera?.Eru einhver tengsl milli lagfæringarinnar á Keflavíkurflugvelli og Byrgismálsins?Hvaða menn var yfirlæknirinn á Sogni að meina þegar það"hrökk"út úr honum,þó hann drægi þau ummæli til baka,að lyfin á lyfseðlunum sem hann falsaði hafi verið ætluð fyrirmönnum í þjófélaginu.

Mér finnst,sérstaklega eftir að hafa í sakleysi mínu haft útvarpið í bílnum mínum stillt á eina af yngri útvarpsstöðvunum og hlustað þar á einn kunnasta fræðimann?????? þessarar þjóðar tala um eiturlyf mörgum spurningum ósvarað?Ég hreinlega vona bara að þetta hafi verið bara sagt í gríni.Ef einhver hefur haft nennu til lesturs hingað,kveð ég þann sama kært.


Vitið

Segið svo að íslendingum fari ekki fram.70 fleiri með eitthvað milli eyrnana.Kært kvödd
mbl.is Mannvit bætir við sig 70 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftbrúk

Ja nú verða sumir að fara að vara sig.Maður ætti þá ekki annað eftir en enda í tugthúsi fyrir kjaftbrúk.Ortækið:Oft var þörf en nú er nauðsyn"skyldi þó ekki sannast á manni á elliárunum.Verið  ávallt kært kvödd og gleðilega þjóðhátíð
mbl.is Æ fleiri bloggarar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýravinir?????

Er þetta bara ekki frúin að leita að maka sínum?Mér skilst að einhverskonar"sérfræðingar" frá Dýragarðinum í Kaupmannahöfn séu væntanlegir.Eru það dýravinir sem stjórna þessu???.Reyna að ná dýrinu lifandi til setja það í æfilangt fangelsi í Kaupmannahöfn???.Er það,það sem dýravinir vilja?Ja mér finnst ands...... tvískinnungshátturinn ekki ríða við einteyming.Kært kvödd
mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkafjara m.m

Ég hef gefið mig út fyrir að vera á móti Bakkafjöruframkvæmdunum.Ég hef byggt það á þeirri reynslu sem ég fékk þegar ég sigldi hjá Ríkisskip sem skipstjórnarmaður.Einnig af tali við kunningja mína hér í Eyjum.En ég brenndi mig svolítið á að lesa ekki vel yfir rök þeirra sem hlynntir eru þessari framkvæmd.

 

En eftir að hlusta á mér kærkomna kunninga sem eru á öndverðu máli við mig er ég orðinn svolítið"beggja blans"En þó ekki sannfærður.En svo er það staðreyndin í þessu máli:En hún er þessi:"Það er búið að opna tilboð í verkið og það kemur til með að hefjast nú á næstu vikum".Lægsta tilboðið átti Suðurverk hf., 1,87 milljarða króna eða 60,1% af kostnaðaráætlun.Og nú er bara ekkert annað að gera fyrir fólkið hér í Eyjunni að taka því.Og vona bara að þetta gangi allt vel.Við megum ekki láta það henda okkur að þetta verði talað svo niður að fólk verði hrætt við að sigla með komandi ferju.

Og svo verða þeir sem stjórna þessu af ríkisins hálfu að vanda vel sig t.d. um hönnun skipsins og smíði þess.Enga helv.... vinagreiðapólitík.Mér finnst,minnugur nokkra skipa sem íslensk stórnvöld hafa látið smíða fyrir sig þau ekki hafa staðið sig í stykkinu.Og síðasta dæmi um líkan gjörning er Grímseyjarferjudæmið.En svo verður að vanda vel ráðningu skipstjórnarmannana.Þeir mega hvorki vera of ungir eða of gamlir.Það sagði einu sinni við mig danskur ráðningastjóri hjá útgerð þar í landi."Við viljum helst menn um tvítugt með 40 ára reynslu."En þetta var nú sagt í gríni.En öllu gríni fylgir einhver alvara.

 

En að öðru.Hvað er það sem þarf,til að kippa ráðherra fjármála niður á jörðina.Í viðtali við hann um daginn,09-06-08  segir hann m.:Ég held ekki að við þurfum að hafa of miklar áhyggjur," segir Árni. „Eins og hlutir hafa þróast er samdráttarhættan aðallega tengd alþjóðlegri þróun." Hann vísar þar til hækkandi verðs á matvælum og eldsneyti."

Á sama tíma segja menn ASÍ þetta.þ. 11-06-08 Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum. Í því sambandi telur miðstjórnin mikilvægt að opinberir aðilar auki mannaflsfrekar framkvæmdir s.s. viðhaldsverkefni og reyni eftir megni að afstýra þeirri innlendu lánsfjárkreppu sem við búum við. Miðstjórnin telur einnig mikilvægt að Íbúðalánasjóður verði nýttur til að aðstoða skuldsett heimili sem komast í þrot með því að veita greiðsluerfiðleikalán."

 

Og í Mogganum þ 11-06-08 segir m.a:Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðlag hækki um 1,2% júní og gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga í 13,1% samanborið við 12,3% í maí. Greiningardeildir telur að verðbólga nái hámarki í tæplega 14% í ágúst en verði 3,5 % í maí á næsta ári."

Allt í lagi segir ráðherra fjármála.Honum er fjan..... sama þótt hinn almenni borgari allavega stór hluti af þeim eigi ekki fyrir salti í grautinn.Stór hluti af almenningi er ekki eins vel alinn og gæðingar ráðherra.End 3.korter í kosningar og margir fullvissir um að hann verði komin þá í þægilegri stól.Honum er and....... sama um nokkra röflara sem rétt skrimta.Stjóra Landsvirkjunnar kemur ekkert við kjör almennings í landinu

 

Og svo að enn öðru.Nú er ráðherra sjávarútvegs búinn að svara áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna Í svari sjávarútvegsráðherra kemur fram að kærendum verða ekki greiddar skaðabætur né fiskveiðistjórnarkerfinu íslenska „umbylt í einu vetfangi," segir í svari ráðherra og verði nefndin að hafa skilning á að kerfi sem þróast hafi á undanförnum áratugum verði ekki bylt á sex mánuðum.

Um sé að ræða langtímaverkefni og verði sérstökum vinnuhópi falið það starf. „Hins vegar er boðað að efnt verði til allsherjarskoðunar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur mannréttindanefndar SÞ, eftir því sem unnt er, segir í svari ráðherra.Ég læt fólk um að dæma þetta svar sem er í heild sinni að finna hér: http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatengt/nr/9305

En nóg um þessa fjand... pólitík.Í Mogganum 11-06-08 er þessi fyrirsögn: Ístogarinn Óskar RE-157 varð vélarvana upp úr miðnætti í nótt, 11 mílur frá landi.Déskoti hafa þeir verið heppnir að togarinn bráðnaði ekki áður en tókst að bjarga mönnunum.Svo þessar hörmulegu fréttir:"Það er bara þannig að hann er réttdræpur, þótt það sé ljótt að segja það," segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um hinn alræmda spánarsnigil, sem hefur gert sig heimakominn á Íslandi á síðustu árum"Hvurskonar ands...... móttökur eru þetta eigilega.Hvað segir menntaklíkan yfir þessum ósköpum.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Lifið heil


Ísbjarnardráp m.m

Mikið hefur verið skrafað og skrifað um ísbjarnardrápið sl þriðjudag.Og sýnist sitt hverjum.Margir menntaðir spekingar lagt orð í þessa umræðu.Mótfallnir drápinu eru að ég held aðallega konur úr menntageiranum sem sennilega eru eins hræddar og t.d.ég við mýs.

 

Myndi eins og ég stökkva upp á stól ef ekki eitthvað rótækara ef mús væri barin augum.Hvað þá að vera í nokkura hundrað metra fjarlægð við urrandi ísbjörn.Í einum snillingnum heyrði ég einhvernstaða koma með þá uppástungu að tæla björninn inn í gám og svo"lok lok og læs".Ég sé snillinginn opna svo gáminn á Grænlandi eða hvar sem það nú yrði.

 

Annar snillingur sagði á Stöð 2 að þjóð sem ekki gæti tekið á móti ísbjarnarhúna eins og mig minnir að hann hafi orðað það hefði lítið að gera í Öryggisráð SÞ.Mikið var ég sammála manninum hvað varðaði Öryggisráðið.En þangað höfum við ekkert erindi.Það væri nær að eyða þessum peningum í Öryrkja,Fatlaða og eða eldri borgara.Ég er svolíti hissa á viðbrögðum dýralæknisins sem í sér lét heyra.Veit hann ekkert um:

 

"Lög um innflutning dýra frá 1990 sem tóku gildi 31 maí það ár þar sem segir m.a: Dýr eru skilgreind þannig:”Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.

Í 2. gr laganna segir m.a:”Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra"

Og seinna í 2nnari grein”Dýrum, sem flutt eru inn án heimildar, skal tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af.

3. gr. Þegar yfirdýralæknir mælir með innflutningi dýra eða erfðaefnis skal hann skila rökstuddu áliti um heilbrigðisástand í viðkomandi landi eða landsvæði og meðmælum skulu fylgja vottorð frá viðkomandi heilbrigðisyfirvöldum um að þar hafi ekki orðið vart sjúkdóma í dýrum sem sérstaklega þarf að óttast hér á landi.

Í breytingum á lögunum sem tóku gildi 01-01-2008 segir m.a: Við 5. gr.laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Með umsókn um leyfi til innflutnings á nýjum dýrategundum skal fylgja áhættumat sem umsækjandi um leyfi hefur aflað. Í áhættumati skal m.a. meta hættu á því hvort viðkomandi tegund geti sloppið út í umhverfið og þá hvaða áhrif það kunni að hafa á lífríkið.Ráðherra er heimilt, að höfðu samráði við umhverfisráðherra, að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um það með hvaða hætti áhættumat skuli fara fram.


Í reglugerð nr859/2000 um innflutning á loðdýrum segir m.a:  3. gr"Skoðun.Strax og dýrin koma til landsins skulu þau skoðuð af embættisdýralækni sem ganga skal úr skugga um að þau séu heilbrigð og að þeim fylgi tilskilin vottorð og aðrar þær upplýsingar sem krafist var er innflutningsleyfi var veitt."

Í umræðum á Alþingi 22-02-2000 sagði Árni Johnsen.m.a þetta:"Þetta minnir ósköp einfaldlega á það þegar Íslendingar fyrir nokkrum árum tóku að sér að bjarga sel við strendur Hollands. Hann var síðna fluttur til Íslands, farið með hann til Grænlands og talið að hann væri komið á heimaslóð. Gott ef þetta var ekki rostungur, ég man ekki nákvæmlega hvort það var. Honum var sleppt við strönd Grænlands og þetta var kærleiksverk af hálfu Íslendinga. Hvernig brugðust Grænlendingar við? Þeir veiddu auðvitað dýrið daginn eftir og átu það"

Þetta sagði Á Johnsen á Alþingi og gerði grín að kostnaðarsömum björgunartilraunum íslendinga á rostungi eða sel.Hræddur er ég um að umræddur ísbjörn hefði fengið sömu móttökur hjá grönnum vorum ef til hans hefði sést.Ég held(er þó ekki alveg viss) að í Canada og á Grænlandi séu ísbirnir réttdræpir séu þeir komnir til byggða.

Mér dettur í hug:Hefði dýralæknirinn tekið á sig ábyrgðina á,ef dýrið hefði skyndilega tekið á rás og komist í fólkið áður en að tekist hefði að deyfa hann.Slátrað eitthvað af þessu forvitna fólki sem ekki var ýkjalangt frá honum.Hungruðum ísbjörnum er alveg sama um þjóðerni bráðarinnar sem hann nær.Svo er eins og í hugum sumra sé allt í lagi að brjóta lög bara ef það hugnast einhverskonar spegúlasjónum þess og kemur viðkomandi í umræðu fjölmiðla.

Ég bar spyr hver hefði verið ábyrgur hefði dýrið drepið eitthvað af áhorfendum í þessu tilfelli?Hún fer í mínar fínustu taugar þessu andsk..... rassvasagóðmennska.Við þurfum stundum að hugsa málin til enda.Ef einhver hefur eytt tíma í að lesa þetta kveð ég þann sama kært


Afsökunarbeiðni

Ég verð að biðja Ólaf Örn  Haraldsson fv alþingismann afsökunnar á að ég skildi tenga nafn hann á óviðkunnanlegan hátt við þessa frétt.Nefna nafn hans í sambandi við tvöföld laun sem sumir fv alþingismenn og ráðherrar virðast  taka sér.Þarna fór ég fram úr sjálfum mér og bið hann innilegrar afsökunar á því,og óska honum blessunar í hinu nýja starfi..Verið ávallt kært kvödd


Byrgismálið frá annari hlið

Ég hlustaði í morgn á athyglivert samtal við fv vistmanns  í Byrginu.þetta samtal var í morgunþætti á Útvarp Sögu.Þessi maður hélt fram sakleysi Guðmundar Jónssonar fv forstöðumanns Byrgisins.Þetta viðtal kom mér til að hugsa dálítið um þetta endemismál."þetta endemismál"segi ég því það er það, hvernig sem á það er litið.Ekki ætla ég mér að fullyrða neitt um sekt eða sakleysi umrædds Guðmundar í málinu

 

En ég þekki svolítið heim alkahólistans þ.e.a.s ég er einn af þeim,en edrú allavega enn.Þegar ég heyrði fyrst af þessu máli sagði ég."maðurinn getur ekki hafa mikið á milli eyrnana"Þá meinti ég það,að forstöðumaður fyrir meðferðarheimili og það maður sem sjálfur hafði verið í"strætinu"skildi leggja allt:Heiður,mannorð,starf,heiður konu sinnar og fjölskyldu í hendurnar á fársjúkum eiturlyfjaneytendum.Stóla á þagmælsku þeirra.Ég þekki lygavef og óábyrgð alkahólistans af eigin reynslu.Trú því hver sem vill.

Mig langar til að rifja nokkur atriði úr fyrri blogum mínum upp. Þ.01-04-08.Skrifaði ég m.a:"En eitt er það mál sem mig langar að rífa kja.. yfir.Það er þetta með hringlið með embættin á Suðurnesjum.Hvað er eiginlega í gangi.Hverjum er það í hag að ganga svona blákallt gegn vilja flestra sem að mínu mati hafa vit málinu.Það virðast vera til sterk öfl í landinu svo sterk að enginn,sem þekkir til þeirra þorir ekki að nefna þau..Hvaða öfl eru það sem stóðu t.d. bak við hótanirnar í garð löggæslumanna í Keflavík.?

 

 

 

Hvaða öfl standa á bak við smyglið á eiturlyfjunum til landsins?Öfl sem þeir sendiboðar sem"skotnir"eru þora ekki að nefna nöfn á.Dettur t.d. einhverjum í hug að "Pólstjörnu"smyglið hafi verið"fjármagnað"af þeim sem dæmdir hafa verið fyrir?Getur verið að það sé"einhverstaðar" verið að þrýsta á einhverja til að veikja þær varnir sem Lögæslan á Suðurnesjum er búin að byggja upp.Þó alltaf sé verið að"skjóta sendiboðana"þá hlýtur Það að skaða "þessi"öfl sem standa sennilega að baki meirihluta smyglsins á eiturlyfjum til landsins.

 

 

 

Hver sem þau eru og hvernig sem þau starfa hlýtur það vera þeim til hagsbóta ef fleinn er rekinn í hold löggæslunar á Keflavíkurflugvelli.Ég hef hlustað rökin bæði með og á móti þessum áætlunum og mér finnst satt að segja að rökin á  móti þessum, áformum sterkari en þau sem eru með.Og hugsið ykkur um leið og milljarðar eru lánaðir og gefnir nokkrum vildarvinum í formi húseigna á Vellinum er farið á sjá á eftir nokkrum milljónum til  þess að æskulýður þessa lands verði sem mest án eiturlyfja".

Og 09-04-08 skrifaði ég:"Síðasta dæmið í fyrradag.Það var Lögreglan og tollgæslan á Suðurnesjum lögðu í gær hald á um þrjú kíló af amfetamíni sem hafði verið haganlega komið fyrir undir fölskum botni ferðatösku. Töskueigandinn var umsvifalaust handtekinn og í dag var hann færður fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.Maðurinn, sem er Íslendingur um tvítugt, var að koma frá París.

 

 

 

Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar.Dettur einhverjum heilvita manni að 20 ára piltur geti fjármagnað kaup á 3 kg af amfetamíni.Fólk spyr sig ýmissa spurninga.Hversvegna í ósköpunum á að fara að hrófla við þessari starfsemi sem sýnir þennan góða árangur.Böndin hvað varðar smygl á eiturlyfjum eru líka að berast inn á aðra stigu í þjóðfélagið.Starfsmaður þekkts flutningafyrirtækis og og inn í sjálft ráðuneyti fjármála.Ég á bágt með að trúa að Lúðvík Bergvinsson alþingismaður láti þetta viðgangast eftir yfirlýsingu frá honum um daginn.Þótt ég styðji ekki flokk Lúðvíks þá hef ég alltaf litið á hann sem heiðarlegan og sjálfum sér samkvæman.

 

 

 

Enda af góðu fólki kominn.Ég get engan veginn skilið af hverju á að fara að"rugga"bátnum núna þegar þessi árangur er að nást af þessu starfi Látið Jóhann Benediktsson og menn hans í friði við sín störf.Hvað með að taka þessar 200 milljónir,hugsið ykkur það er verið að"væla" yfir 200 miljónum sem kannske gætu komið í veg fyrir að minnka innflutning á  þessari ógæfu sem eiturlyf eru.hvað með að tala eitthvað af þessum afgangi sem allir stjórnarherrarnir eru að hælast yfir.""

 

Eftir að hafa hlustað á Útvarp Sögu í morgun velti ég nokkrum spurningum fyrir mér,með tilvísun í þetta gamla blogg mitt.Hvaða"öfl"eru það í þjóðfélaginu sem eru svo voldug að þessir"sendlar"sem verið er að skjóta öðruhvoru t.d.á Keflavíkurflugvelli þora ekki að nefna nein nöfn.Af hverju á að fara að"rugga bátnum"hvað varðar lög og tollgæslu á vellinum.

Muna menn eftir hvað"datt"(þó svo að hann hafi dregið þau ummæli til baka)út úr yfirlækninum á Sogni þegar hann talar valdamikla menn úr þjóðfélaginu.sem þyrftu"hressingu"Ég spyr mig þessarar spurningar:"Getur verið að Guðmundur Jónsson hafi verið kominn með"nefið"of nálægt einhverju sem hann hafði kannske ekki gott af.Ég bara spyr????.Verið ávallt kært kvödd


Dagurinn í dag

Ég gerði mér lítið fyrir og fór ásamt góðum vini mínum í Sjómannamessu hér í Eyjum áðan.Þar var lítil"prinsessa"skírð.Þarna ég sat og horfði á skírnina og fylgdist með"litla krílinu"sem tók þessu öllu með stakri ró og lét það ei hagga ró sinni þó presturinn ysi yfir hana vatni.

 

Þetta kom mér,að verða sjötugum kallinum til að hugsa.Hvernig skyldi heimurinn líta út þegar þessi litla hnáta verður sjötug ef guð gefur henni svo langt líf?Það er satt að segja erfitt að hugsa sér það.Ég hugsa að fólk af minni kynslóð og þeim,sem nálægt henni er í tíma og rúmi hafi upplifað þá mestu breytingar sem nokkrar kynslóðir hafa lifað.Hreint á öllum sviðum.

Ég segi fyrir bara fyrir mig ég er steinhættur að segja:"nei nú lýgurðu" þegar mér eru sagðar fréttir af hverskonar nýjungum eins og maður sagði svo oft hér áður fyrr.En að Sjómannadeginum.Mér brá svolítið er ég sá skoðanakönnun á Vísir.is.Þar var spurt Heldur þú Sjómannadaginn hátíðlegan?Úrslitin þegar ég kaus voru :"71,9% sögðu nei".Hvað er eiginlega að Íslendingum.Erum við virkilega farin að skammast okkar fyrir upprunan.

 

Burtséð frá öllu"Víkingatali"þá voru frumbyggar þessa lands Sjómenn.Og Sjómenn,ásamt Bændum komu  fótum undir þessa þjóð.Þessar tvær stéttir voru samtvinnaðar um aldir.Ég var svo vitlaus að halda að allir vissu það.Inná heimasíðu einni stendur þetta: All the fishermen of Iceland - and there are lots of them - take this June Sunday off as a holiday. Officially known as Sjomannadagur (Seafarers' Day).Þarna er eins og sjá má dálítill,ég segi dálítill misskilningur þvi farmönnum þessa lands er að blæða út.Þ.e.a.s.stéttinni.

 

Og það er hreinlega með með ólíkindum.Ég tala nú ekki um allar ræður og stóryrði á tyllidögum um að þegar við töpuðum stjórninni yfir siglingum til og frá landinu hefðum við tapað sjálfstæðinu.Ég vil minna sjómen á að það er sama hver fleytan er mennirnir á þeim heita Sjómenn.Sama hver fleytan er baráttan við náttúruöflin er sú sama.Og í stéttir sjómanna veljast bara úrvalsmenn.Við skulum á Sjómannadag gleyma öllum ríg sem mér hefur stundum funndist vera á milli far-og fiskimanna.En svo að öðru.

 

Í annað skifti á æfinni upplifði ég jarðskjálfta nú um daginn.Í fyrra skiftið var ég nemandi Stýrimannaskólanum og man að ég vaknaði seint um kvöld eða snemma nætur við einhvern óvenjulegan titring.En snéri mér svo á hina hliðina og hélt áfram að sofa.En nú um daginn var ég staddur á hafnarvoginni hér í Eyjum.Þegar jarðskjálfarnir urðu 2000.var ég staddur á skipin skammt S af Canaríeyjum Skjálftinn um daginn kom nú ekki mikið við mig enda stóð hann stutt yfir hér í Eyjunni.

 

En svo fóru að berast  af slysum og skemmdum.Og mikið talað um"áfallahjálp"Ekki ætla ég mér að gera lítið úr henni eða viðbrögðum fólks.Og læknar og sálfræðingar tala um að eftirköst af svona atburðum geti jafnvel komið löngu seinna.Ég finn til með fólki sem varð fyrir skakkaföllum eignarlega eða slasaðist.En þetta leiddi hugann til Vestmannaeyjagossins.Þá var ekki,allavega svo ég viti neina áfallahjálp að fá

 

Og maður kemur til að hugsa um"eftirskjálftana"í því máli.Ég var ekki hér í Eyjum þegar þetta skeði.og get ómögulega sett mig í spor þeirra sem upplifðu það.Hefur nokkrum,af þessu fólki verið boðið einhver áfallahjálp þ.e.a.s þeim ef einhverjir eru sem vildu þyggja hana.Og ég vísa til þessara orða vísindamanna um seinni virkun svona hörmunga.Ég velti nú bara þessu upp.Ég óska öllum Sjómönnum og aðstandendum þeirra til hamingu með daginn og skora á alla landsmenn að fara að gefa þessum minningar og hátípðardegi meiri gaum.Verið ávallt kært kvödd.  

 


Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Júní 2008
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband