Bakkafjara m.m

Ég hef gefið mig út fyrir að vera á móti Bakkafjöruframkvæmdunum.Ég hef byggt það á þeirri reynslu sem ég fékk þegar ég sigldi hjá Ríkisskip sem skipstjórnarmaður.Einnig af tali við kunningja mína hér í Eyjum.En ég brenndi mig svolítið á að lesa ekki vel yfir rök þeirra sem hlynntir eru þessari framkvæmd.

 

En eftir að hlusta á mér kærkomna kunninga sem eru á öndverðu máli við mig er ég orðinn svolítið"beggja blans"En þó ekki sannfærður.En svo er það staðreyndin í þessu máli:En hún er þessi:"Það er búið að opna tilboð í verkið og það kemur til með að hefjast nú á næstu vikum".Lægsta tilboðið átti Suðurverk hf., 1,87 milljarða króna eða 60,1% af kostnaðaráætlun.Og nú er bara ekkert annað að gera fyrir fólkið hér í Eyjunni að taka því.Og vona bara að þetta gangi allt vel.Við megum ekki láta það henda okkur að þetta verði talað svo niður að fólk verði hrætt við að sigla með komandi ferju.

Og svo verða þeir sem stjórna þessu af ríkisins hálfu að vanda vel sig t.d. um hönnun skipsins og smíði þess.Enga helv.... vinagreiðapólitík.Mér finnst,minnugur nokkra skipa sem íslensk stórnvöld hafa látið smíða fyrir sig þau ekki hafa staðið sig í stykkinu.Og síðasta dæmi um líkan gjörning er Grímseyjarferjudæmið.En svo verður að vanda vel ráðningu skipstjórnarmannana.Þeir mega hvorki vera of ungir eða of gamlir.Það sagði einu sinni við mig danskur ráðningastjóri hjá útgerð þar í landi."Við viljum helst menn um tvítugt með 40 ára reynslu."En þetta var nú sagt í gríni.En öllu gríni fylgir einhver alvara.

 

En að öðru.Hvað er það sem þarf,til að kippa ráðherra fjármála niður á jörðina.Í viðtali við hann um daginn,09-06-08  segir hann m.:Ég held ekki að við þurfum að hafa of miklar áhyggjur," segir Árni. „Eins og hlutir hafa þróast er samdráttarhættan aðallega tengd alþjóðlegri þróun." Hann vísar þar til hækkandi verðs á matvælum og eldsneyti."

Á sama tíma segja menn ASÍ þetta.þ. 11-06-08 Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum. Í því sambandi telur miðstjórnin mikilvægt að opinberir aðilar auki mannaflsfrekar framkvæmdir s.s. viðhaldsverkefni og reyni eftir megni að afstýra þeirri innlendu lánsfjárkreppu sem við búum við. Miðstjórnin telur einnig mikilvægt að Íbúðalánasjóður verði nýttur til að aðstoða skuldsett heimili sem komast í þrot með því að veita greiðsluerfiðleikalán."

 

Og í Mogganum þ 11-06-08 segir m.a:Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðlag hækki um 1,2% júní og gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga í 13,1% samanborið við 12,3% í maí. Greiningardeildir telur að verðbólga nái hámarki í tæplega 14% í ágúst en verði 3,5 % í maí á næsta ári."

Allt í lagi segir ráðherra fjármála.Honum er fjan..... sama þótt hinn almenni borgari allavega stór hluti af þeim eigi ekki fyrir salti í grautinn.Stór hluti af almenningi er ekki eins vel alinn og gæðingar ráðherra.End 3.korter í kosningar og margir fullvissir um að hann verði komin þá í þægilegri stól.Honum er and....... sama um nokkra röflara sem rétt skrimta.Stjóra Landsvirkjunnar kemur ekkert við kjör almennings í landinu

 

Og svo að enn öðru.Nú er ráðherra sjávarútvegs búinn að svara áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna Í svari sjávarútvegsráðherra kemur fram að kærendum verða ekki greiddar skaðabætur né fiskveiðistjórnarkerfinu íslenska „umbylt í einu vetfangi," segir í svari ráðherra og verði nefndin að hafa skilning á að kerfi sem þróast hafi á undanförnum áratugum verði ekki bylt á sex mánuðum.

Um sé að ræða langtímaverkefni og verði sérstökum vinnuhópi falið það starf. „Hins vegar er boðað að efnt verði til allsherjarskoðunar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur mannréttindanefndar SÞ, eftir því sem unnt er, segir í svari ráðherra.Ég læt fólk um að dæma þetta svar sem er í heild sinni að finna hér: http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatengt/nr/9305

En nóg um þessa fjand... pólitík.Í Mogganum 11-06-08 er þessi fyrirsögn: Ístogarinn Óskar RE-157 varð vélarvana upp úr miðnætti í nótt, 11 mílur frá landi.Déskoti hafa þeir verið heppnir að togarinn bráðnaði ekki áður en tókst að bjarga mönnunum.Svo þessar hörmulegu fréttir:"Það er bara þannig að hann er réttdræpur, þótt það sé ljótt að segja það," segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um hinn alræmda spánarsnigil, sem hefur gert sig heimakominn á Íslandi á síðustu árum"Hvurskonar ands...... móttökur eru þetta eigilega.Hvað segir menntaklíkan yfir þessum ósköpum.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Naumast að þú bölvar. Er það að sjómannasið ?  Það er ekki líklegt að bakkað verði út úr Bakkafjörumálinu og því mikilvægt að sátt náist um það og reynt að hafa áhrif á að vandað verði til verka m.v. allar aðvaranir um það mál. Ég fagna því að ASÍ sé ekki á sama máli og ríkisstjórnin það verð ég að segja. Mér hefur fundist það afar slæmt hvað þeir hafa verið hógværir í að dæma þær aðgerðir sem gengið hafa yfir. Hvar eru nú rauðu strikin ? Þeir hafa verið fremur vilhallir Samfylkingunni og kann það að hafa sitt að segja án þess að ég geti neitt fullyrt um það. Já þetta eru meiri móttökurnar sem "innflytjendur " fá hjá okkur sama hvort það er sakleysislegur ísbjörn eða agnarsmár snigill sem er meira að segja spænskur. Bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.6.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Óli, þetta er alveg rétt hjá Kolbrúnu með bölvið, skipstjóri sem ég var stýrimaður hjá sagði við mig í umvöndunartón;"Jói ekki bölva svona andskoti mikið það er svo djöfulli ljótt" og ég hef reint að fara eftir þessu heilræði síðan þá með misjöfnum árangi reindar en maður tekur viljann fyrir verkið.  Ég hef nú sjaldan lesið jafn aumt plagg og þetta svokallaða svar til mannréttindanefndarinnar, það sem hægt er að lesa á milli línanna er að það verði ENGIN BREYTING Á KVÓTAKERFINU og FU.. Y...  Til hvers var verið að fá lögfræðinga til þess að skoða málið, þegar hvort eð er var búið að ákveða með löngum fyrirvara hvert svarið átti að vera og úrskurður mannréttindanefndarinnar væri í rauninni marklaus?  Bakkafjörævintýrið verður að veruleika, því miður, ég held að það sé sama hvað verður mikið vandað til verksins, þá geti þetta aldrei orðið annað en KLÚÐUR.  Það má kannski virða núverandi fjármálaráðherra það til vorkunnar að hann veldur engan veginn því starfi sem hann gegnir en það sem er öllu vera er að hann virðist ekki gera sér grein fyrir því, hann er ekki einu sinni þess umkominn að fara í "hrossalækningar" á efnahagskerfinu.  Getur það verið að það hafi einhver áhrif á aðgerðarleysi ASÍ að Gylfi Arnbjörnsson er harður stuðningsmaður Samfylkingarinnar ásamt fleirum ASÍ liðum?

Jóhann Elíasson, 15.6.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Einu sinni þegar ég var í Ólafsvík var ég búin að eltast lengi við einn skuldara og biðja hann að koma og skrifa á framlengingu  víxils svo ég þyrfti ekki að senda hann í innheimtu. Hann kom loksins í hádeginu, önnum kafinn í skítugum stígvélum og sagði: Hvar er þá þessi helv...víxill. Ég má andsk ekkert vera að þessu. Verð ég ekki að fara út djöf... stígvélunum. Ég var stödd frammi í afgreiðslunni og gekk til hans og sagði: Viltu ekki bara koma inn fyrir vinur og fá þér sæti á helvítis stólnum hérna... Starfsliðið brjálaðist úr hlátri.... sem sagt ekki mér að kenna að ég bölva stundum mikið heldur sjómönnum sem ég hef umgengist  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kæru vinir!þakka ykkur innlitið.Þó ég hafi umgengist dani mikið í 15 ár komst ég aldrei upp á lagið að bölva á dönsku.Ég vandi mig á að segja"holy moli"þegar ég þurfti(að mínu mati)að bölva.Fyrir bragðið var ég,af dönum talin mjög orðvar maður.Einu sinni sinnaðist mér við"agent"í Civitavecchia á Ítalíu sem kærði mig til útgerðinni fyrir dónaskap.Þeir sendu skeyti til baka,þar sem sagði að þessu tryðu þeir ekki,því ég væri einn af orðvörustu skipstjórnarmönnum útgerðarinnar.Þarna bjargaði því mín lélega danska mér.Að vísu var ég útsmognari í að bölva á ensku en hana notaði ég á agentinn.Um það vissu þeir hjá útgerðinni bara ekki..Kært kvödd.

ps:Þakka fyrir ljóðið Kolla

Ólafur Ragnarsson, 16.6.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Njóttu vel minn kæri. Nú er komið annað dýr og etv. verður annað kvæði í kjölfarið kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.6.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 535218

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband