"ja á álinu kannske"

Ég var að hlusta á Kastljós í kvöld.Í þættinum voru á öndverðum meiði,einn  okkar umdeildasti stjórnmálamaður og kona sem kennir sig við listir.Þó ég sé ekki lengur stuðningsmaður flokks stjórnmálamannsins og oft langt frá því að vera honum  sammála þá hefur mér oftar en ekki,funndist hann skera sig svolítið úr og vera einn af þeim stjórnmálamönnum sem hafa þorað.Þorað að víkja af vegi eigendafélags síns flokks.

 

Það er eiginleiki sem ég held að sé að deyja út hér á landi.Að þora að segja meiningu sína.Málið barst að virkjunum og álframleiðslu.Ekki ætla ég mér að fella neinn dóm á þau mál og vil halda minni skoðun á þeim málum fyrir mig.Ekki það að ég þori ekki að birta mína skoðun á málinu,heldur það að ég hef bara ekkert vit á þessum málum.Það er því  kannske betra heima setið en af stað riðið.En listakonan gekk alveg fram af mér.

 

Eftir að hafa upplýst um lítið eða ekkert atvinnuleysi á Íslenskri landsbyggð þ27 júni 2008.(fólk í sumarfríum og fl)taldi hún það vænstan kost til eflingar atvinnu að láta frægan listamann sem er að gera garðinn frægan í úttlöndum (New York)byggja"fossa"in á hverjum firði og hún vitnaði í borgarstjóra New York um aukningu túrisma í borginni út af þessari fossabyggingu. Mér hefur funndist þessi umræða um aukningu"túrisma"hér á landi stundum dálítið undarleg.Ég hef farið  nokkuð víða og  í gegn um marga flugvelli.Miðað við það herld ég að við þyrftum að lyfta"grettistaki"í 1stu móttöku ferðamanna.

 

Fyrst er að lenda á Keflavík og taka almennilega á móti fólki þar.Hvað svo ?Hvernig vegi bjóðum við upp á.?Ég bjó um tíma í Svíþjóð og aðalvegir hér eru eins og fáfarnir sveitavegir þar.Hvað með flugvelli?Ég hef komið nýlega á t.d.Ísafjarðaflugvöll,Egilstaði og Vestmannaeyjar.Ekki að ég sé að gera lítið úr þeim en ég man ekki eftir sambærilegum flugvöllum erlendis nema kannske á alsmæðstu eyjunum í Caribbean.En ég hef nú heldur ekki verið allstaðar með"nefið"

 

 

Ég er eigilega svolítið viss um að við þurfum að gera stórt átak í vega og flugvallamálum t.d. til að geta tekið það móti einhverri aukningu á ferðafólki.Og ekki eigum við farþegaskip til að sigla með áfjáða farþega til að sjá fallega landið okkar.

Og hverni ætlar þetta 101 Reykjavíkurfólk að fá peninga til alls þess arna.Það virðist vera orðin lenska að vera bara á móti öllu.Það getur verið að fólkið í 101 Reykjavík geti lifað af því,en ekki fólk á landsbyggðinni sem verður að taka á sig stærstu afleiðingar af kódaskerðingunum og horfir glýulaust fram á veginn.Það sér enga túristavæna fossa eða neitt björgulegt nú um stundir.Þetta skilur ekki fólk sem aldrei hefur difið hendinni í kalt vatn og aldrei kynnst virkilegu atvinnuleysi.

 

Ekki verður um auðugan garð að gresja í fiskútflutningi.Og hvað er þá til ráða.101Reykvíkingar halda sennilega að peningarnir spretti upp í fúnum timburhjöllum.Ég hlustaði eitt sinn er ég bjó erlendis á eina af okkar frægustu söngkonum.Hún gagnrýndi virkjanir og álver.

Svo spurði blaðamaðurinn hana að:"á hverju ætla íslendingar að lifa ef t.d.fiskurinn fer að begðast.Sönkonan horfði á spyrilinn og sagð svo eftir nokkra langa umhugsun"Ja á málinu kannske"Ég hef oft hugsað um hvort fjan... emmið hafi ekki verið ofaukið hjá henni og hún hafi hreinlega meint:" Ja á álinu kannske"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Mikið rétt að sá eiginleiki að segja skoðun sína er næstum að deyja út og svo virðist að það sé nóg að þyrla upp nógu miklu ryki til þess að gera það hið sama að einhverjum " sannleika " ...

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skítur það ekki svolítið skökku við að þessi fræga söngkona og mikli náttúruverndarsinni skuli vera með ísbjarnarfeld, sem stofustáss heima hjá sér á einu af heimilum sínum.  En auðvitað keypti hún feldinn tilbúinn og kom þar af leiðandi ekki nálægt því að viðkomandi ísbjörn var drepinn.  Mér hefur sýnst svokölluð náttúruvernd vera komin útyfir allt sem skynsamlegt er mikið af þessum náttúruverndarsinnum er kominn vel úr sambandi við náttúruna og heldur, að með því að vera á móti ÖLLUM framförum og hvaða breytingum sem er, þá séu þeir að "berjast"fyrir framgangi náttúrunnar.  Þetta lið hef ég kosið að kalla "kaffihúsanáttúruverndarsinna" ekki eru nú allir sáttir við þetta og finnst þetta lýsa ótrúlega miklum hroka af minni hálfu en þeim svíður sem undir mígur segi einhvers staðar og ýmsir vilja ekki gagnrýni á það sem þeir halda að sé það eina rétta.   þetta lið hittist á kaffihúsum í 101 og lepur þar "latté" og skipuleggur þar næstu aðgerðir sínar.  Þetta lið er svo gjörsamlega úr takti við náttúruna að það heldur að "uppruni" þeirra matvæla sem það lætur ofan í sig sé í "neytendapakkningum" í stórmörkuðum. 

Jóhann Elíasson, 28.6.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Það er naumast þú ert fyndinn minn kæri bloggvinur. Ég er búin að vera í hláturskasti yfir þessum pistli þínum. Ég horfði á þennan þátt að hluta til og mér fannst Árni eiga erfitt með að ræða við viðmælanda sinn en ég átta mig ekki á af hverju. Kannski þarf hann sterkari aðila á móti sér því ég hef það á tilfinningunni án þess að hafa nokkru sinni hitt hann að hann sé frekar mjúkur maður inn við beinið. Allavega þurfti hann ekki að hafa mikið fyrir að verja sinn málstað. Við eigum auðvitað að efla ferðamannaiðnaðinn okkar eins og við getum og styrkja á alla lund og ég var sammála konunni með þessi viðbrögð við sjóstangaveiði á Vestfjörðum, það var óþarfa stífni. Mér fannst svolítið furðulegt þegar hún sagðist vera fólkið úti á landi hahahaha gaman að þessu... kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.6.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur góður pistill sem vekur umræðu. Ég er sammála þeim sem vilja að menn tjái sig og segi sína meiningu það er nauðsinlegt í líðræðisþjóðfélagi. En af hverju eru svo margir hættir að tjá sig?  Er það ekki vegna þess að ef menn hafa t.d. áhuga á að vernda náttúruna segja sína skoðun á því málefni, þá eru þeir umsvifalaust tættir niður og kallaðir öllum illum nöfnum, td. vitleysingar eða heimskingar sem ekki skilja út á hvað lífið gengur. Mér dettur í hug Bakkafjöruhöfn mjög margir menn sem ég þekki og eru fylgjandi Bakkafjöruhöfn hafa hreilega ekki viljað tjá sig opinberlega vegna þess að í hvert skipti sem einhver tjáir sig jákvætt um þessa framkvæmd er hann útskúfaður og talinn heimskingi eða þaðan af verra. Menn eiga að svara skoðunum annara með rökum, þá verða kannski fleiri sem vilja eða þora að tjá sig.

kær kveðja og góða helgi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.6.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er drumbs með að deila mjóg mikið við góða vini og félaga. Ég er yfirleitt ódeigur við að taka til máls um verndun náttúrunnar í öllum góðum skilningi og tel að betra sé ævinlega að umgangast þar alla þætti með afar mikilli gætni og þó umfram allt virðingu.

Ég játa fúslega að mörg minna skoðanasystkina eru ofurlítið bláeyg í þeirri umræðu en tek góðan vilja framyfir djúpa þekkingu.

Ég neita því þó að menn eins og Ómar Ragnarsson og Andri Snær Magnason- svo einhverjir séu nefndir, séu kaffihúsaspekingar með útsendingar frá "Bleiku skýi útvarpsstöð lattekaffiunnanda!" Ég hef margsinnis heyrt þessa menn báða hæða viðmælendur sína svo fallega að viðfangsmennirnir skildu það ekki sjálfir. Báðir hafa þessir menn yfirgripsmeiri þekkingu en fjöldinn og t.d. hygg ég að fáir ef nokkrir taki til máls um þessi efni með hálfa! raunþekkingu og eigin rannsóknir að baki en Ómar. Þarna er um að ræða eigið land og jafnframt mörg önnur lönd sem hann hefur heimsótt beinlínis í þeim erindum að kynna sér öll efni málsins sem best. Og Ómar hefur samið og gefið út bók um þetta mál þar sem ekkert er fullyrt en spurningum einungis varpað fram hlutlaust um niðurstöður.

Ég tek það hinsvegar ekkert nærri mér, gamall bóndi og sjómaður lengi þó mér sé borið á brýn að ég sé "svo gersamlega úr takti við náttúruna að ég haldi að uppruni þeirra matvæla sem ég læt ofan í mig sé í neytendapakkningum í stórmörkuðum."

Og hafðu bestu þakkir fyrir þitt innlegg Sigmar Þór!

En þetta um þekkinguna: Ég er alfarið á móti pyndingum í hernaði þó ég hafi enga þekkingu á málinu.

Bestu kveðjur til ykkar allra!

Bestu kveðjur!  

Árni Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Komið þið öll sæl og blessuð.Öll höfum við skoðanir á þessum málum þó þær séu skiftar.Ekki fer ég í fýlu þó fólk hafi aðrar skoðanir.(þó ég nátúrlega viti fyrir víst að ég hef alltaf frétt fyrir mér!!!!!!!)Ég tel mig ekki vera neitt minni unhverfissinna en margur annar.En tvískinnungaháttur sem mér finnst í mörgum málumfer í mínar fínustu.Og þó að maður sé ekki sammála megum við ekki tala mál niður og nú á ég t.d.við Bakkafjöru.En þessi listakona sem vildi byggja fossa í hverjum firði virðist ekki þekkja landið sitt vel.Við þurfum enga fossa byggða af einhverjum mennskum listamanni.Við eigum þá inní listaverkinu"íslensk náttúra".Við þurfum bara tæki til að flytja fólk til að sýna þeim þá.Mér koma orð skáldsins frá Skáholti oft í hug er hann kvað:"að sá i veröld oft er maður mestur/sem minntist þess að hann er ekki neitt/"Minn mjög svo kæri bloggvinur Árni!.Ekki get ég séð að við séum neitt að"deila"þó við séum ekki á sama máli.Enda reifst ég mjög oft við mína bestu vini án þess að mér finndist ég vera að"deila"við þá eða þannig.En nú er ég kominn út á svo næfurþunnan ís að nú er best að steinh.... kja....Kært kvödd öllsömul.

Ólafur Ragnarsson, 29.6.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

þarna fór ég,sem svo oft áður svolítið framúr mér.Þegar ég talaði um að ekki mætti tala mál niður og tók sem dæmi Bakkafjöru þá átti ég við að ekki mætti tala mál niður er búið væri að ákveða þau.Þess vegna segi ég að við hér í Eyjum eigum að standa saman að aðgerðinni fyrst þetta er komið á fast.En auðvita getur fólk lýst sig andvígt hinum ýmsu málum en standa svo saman að lokum.Hver man ekki eftir Borgarfjarðarbrúnni,Gullinbrú,Hvalfjarðargöngum já og fleirum umdeildum framkvæmdum sem enginn gagnrýnir í dag sem óhæf verk.Ávallt kært kvödd 

Ólafur Ragnarsson, 30.6.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Óli minn. Það er líklega eins með okkur sem viljum hlífa náttúrunni- og börnin á Snæfellsnesinu sem hann afi minn blessaður sagði að hefðu verið svo illa upp alin að það fyrsta sem þau lærðu að segja var: Nei. Mér finnst sjálfsagt að tala ógætilega þegar ég þarf að gera mig skiljanlegan og aldrei að vita nema ég láti það eftir mér seinna. (reyndar hefur dregið úr því að mun eftir að ég lét plata mig til að hætta að drekka)

Mér mun halda áfram að finnast það niðurlægjandi fyrir íslenska þjóð að það skuli vera einboðið þegar litið er til atvinnusköpunar að þá sé fyrsta úrlausnin álver. Helmingi verra þó að komast að því að í hugum margra er þetta fyrirbæri ekki aðeins fyrsta hugmynd!, heldur lika sú eina.

Ég sé fyrir mér útlendan ferðalang sem kemur heim til sín eftir reisu um Ísland.- Hvað sástu nú á Íslandi? - Álver, alveg dásamlegt álver! Sástu ekkert annað? Jú reyndar.- Eins og hvað? -Annað álver.- Er þá ekkert að sjá þarna annað en álver?- Nei, ja-jú mér var sagt frá olíuhreinsistöð en það var svo langt þangað að ég hefði ekki efni á að fara til að skoða. En hún er sögð vera algert undur, enda í einum fegursta firði landsins.

Lifir þetta fólk bara á álverum?- já og hefur það svona líka andskoti gott! Borðar pizzur þrisvar á dag og skolar þeim niður með kældum öllara. Og svo náttúrlega vinna fleiri hundruð kínverjar í olíuhreinsistöðinni og skapa hagvöxt á borð við vel heppnað stríð í Asíu, ef ekki barasta tvö. Og svo var mér sagt að til standi að reisa jarðsprengjuverksmiðju, en þar er gert ráð fyrir fjölda vel launaða starfa fyrir háskólamenntað fók.

Og svo eru þarna tugir af stofnunum fyrir fólk sem hefur étið svo yfir sig af hagvaxtarpillum að það sér ekki mun dags og nætur. Þar er hagvöxtur sagður mestur í þessu dýrðlega landi.

-Þetta hlýtur að vera paradís á jörð!

Ekki spurning. Vandamálin engin, enda byrja vandamál þegar fólk tekur upp á þeirri skelfilegu iðju að hugsa.

Bestu kveðjur!     

Árni Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 15:41

9 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Minn mjög svo kæri vinur(bæði blogg og úr veruleika)Árni!Einn af náfrændum afa míns Magnús Hjaltason(skáldið frá Þröm)vildi sameina sameina mannlífið og fegurðina.Allavega ef maður tekur mark á skáldsögu Kiljans um hann"Heimsljós"þ.e.a.s Ólafur Kárason"Ljósvíkingur"Kiljan lætur hann segja:"Það væri eðlilegast að fegurðin og mannlífið gætu sameinast og skilið aldrei framar.Þetta hefur gengið ílla að sameina.Ólafur Kárason vildi glæða lífið meiri hamingu með ljóðum og list.En heldur bar hann nú lítið úr býtum annað en þjáningu.En mikinn mun finnst mér ég sjá mörgum nútíma svokölluðum listamönnum og Ólafi Kárasyni.Ég veit að við elskum báðir land okkar og tungu.Og vildum báðir sjá draum"Ljósvíkingsins"rætast.Við eru bara kannske ekki samstíga um nýringu landsins í bili.Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 30.6.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 535355

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband