30.11.2008 | 23:11
Einusinni var!!!
Einusinni bjó ein tegund dýra dálítið einangraðir á lítilli eyju norður í höfum.Þessi tegund var náskyld annari sem þótti ekki hafa mikið vit í kollinum en hafði mikla hæfileika til að herma eftir þeirri fyrrnefnduFlestir á eyjunni undu glaðir við sitt.Yrkjuðu landið og stunduðu sjó.En svo kom tæknin til sögunnar Þessari eyju var yfirleitt stjórnað af aðilum sem tóku kjör sín og sinna fram yfir kjör almennings. þessir kjörnu voru yfirleitt af sitt hvorum tegundunum.Þeir komu vinum og ættingum í allar mögulegar og ómögulegar toppstöður í samfélaginu.Margir aðilar úr þjóðflokknum fóru nú að fá fréttir um að peningar yxu eiginlega á trjánum í öðrum löndum Eyjaskeggar lásu um að verslanir bankar og slíkt væri falt fyrir auðvelt útvegað lánsfé. Málið var ígrundað mjög djúpt og það voru tekin stökk.Þeir sem vöruðu við að ílla gæti farið voru hristir óþyrmilega og kallaðir ýmsum ónöfnum taldir ó-alandi,ferjandi. Þeir sem réðu töldu sig vera örugga um málin og við þetta þyrfti engar athugasemdir.Allt væri svo fíntAllir í þessum geira væri treystandi til að ekkert ólöglegt færi fram. Sumir voru hafnir til skýjanna og töldu sig algerlega ómissandi.Þeir vörðuðu veginn. yfirfullir af sjálfsánægju Gerfifélög blómstruðu og allir áttu að vera ánægðir gróðinn flæddi inn. Allir skildu fá bita af kökunni.En svo skeði það Bomban sprakk Sumir urðu yfir sig hræddir Aðrir kusu að láta sem ekkert væri að.Aðrir hypuðu sig í burtu Enn aðrir þvoðu hendur sínar En svo reyndu ráðamenn að bjarga málum Hringt var í bjargvætti sem mæltu með ýmsum ráðum Lögum og reglum skyldi komið á.Utanað komandi aðilar skulu koma að málum
En það er sama hvað er gert,alltaf skulu það vera þeir smæðstu í þessu þjóðfélagi sem fær skellinn Þeir sem minna mega sín fá að bera byrðarnar Sumir mótmæltu.En það gekk ekkert.Og nú eru margir hræddir um að ef mótmæli harðni þá verði tekið á því.Svipað og þekkt er úr sögunni Ekki ætla ég að dæma um það.En eitt er víst að margir eru hræddir nú um stundir að eitthvar fari úr böndunum.Hvort það heiti króna eða mótmæli.Hér ætla ég að kveðja kært að sinni.Bið þeirri þjóð ég hafði í huga við þessar huleiðingar þess guð blessunar sem ég trúi á.Megi hann leiða hana út ú þeim þrengingum sem hún virðist komin í
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2008 | 00:43
Röfl
Ég ætla að láta það eftir mér að röfla yfir núinu.Annars er reiðin að gerjast svo í manni að maður þyfti að fara út á"hundasvæði"og öskra duglega.Það er ekki bjart yfir íslensku þjóðlífi í dag.Og hræddur er ég um að það eigi eftir að verða dekkra.
Fólkið yfirgefur strandaða"skútuna"
Margur ellilífeyrisþeginn ásamt öryrkjum og öðrum sem minna mega sín í þjóðfélaginu sjá svört ský hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Ég deili kvíða mínum með mörgum hvað varðar nánustu framtíð.Að hið svokallaða"Velferðarkerfi"verði ílla úti í hinni svokölluðu kreppu.Og ég spyr hvar eru "Símapeningarnir.Þeir eru ekki nefndir á nafn nú um stundir.
Margur úr þessum hópi trúir ekki á þær ráðstafanir sem stjórnvöld eru í þannveginn að gera t.d setja krónuna á flot.Hvað skeður þá með þessi svokölluðu "Jöklabréf"Fara IFM peningarnir í að borga þau.Ein óáranin er enn á ný að ganga yfir þessa þjóð.Henni er sagður bara 1/2 sannleikur eða jafnvel bara ¼ úr sannleika.Stöku hagfræðingar sem vöruðu við útrásinni eru aftur komnir í umræðuna sem óalandi og óferjandi.Og já sveinar ríkisvaldsins vita nú allt um hvernig við eigum að tækla þessa hluti.(þið fyrirgefið slettuna)
Látum svikahrappa ekki fá að berjast um síðustu reyturnar
Jáararnir eru nú settir í hverja nefndina og starfshópinn á fætur öðrum.Blaðamannafundir eiga nú kænskunnar vegna aðeins að vera haldnir korteri fyrir fréttatíma svo fréttamönnum vinnist ekki tími til að velta svörunum fyrir sér og koma með athugasemdir sem svo fá okkur fólkið,hérna niður á"jörðinni"til að hugsa út frá því.Bertrand Russel (18 May 1872 - 2 February 1970),sagði eitt sinn:"Versta við veröldina er að þeir heimsku eru alltaf vissir um allt,en þeir skynsömu eru alltaf fullir efa"
Aðalefni í skilaboðum frá stjórnvöldum til almennings er"það eru miklir erfiðleikar framundan nú þurfi fólk að standa saman og faðma hvern annan".Ég segi það satt að ekki fæ ég magafylli af að faðma að mér annan andfúlan karlskratta.Að vísu verð ég heldur aldrei saddur af að faðma fallegar konur að mér.Það er á hreinu og kemur kreppunni ekkert við.Nú spyr maður af hverju var aldrei hlustað á menn eins og t.d. Þorvald Gylfason eða Ragnar Önundarson sem hafa varað við því sem skeði,á seinni árum já þið lásuð rétt,seinni árum.
Verður lögum komið yfir íslenska"kollega"
Það er athyglivert að rifja upp orð nokkra manna/kvenna undanfarin ár.Þetta sagði nv seðlabankastjóri í viðtali við Ásdísi Höllu Bragadóttur árið 2000: Menn geta gert mikinn skaða ef þeir eru í forystustörfum en hafa ekki burði til þess."" Við vitum ekki hversu arðbær rekstur bankanna er.Við vitum að þeir voru mjög arðbærir á meðan eignaverð hækkaði en nú er lítil lánaeftirspurn , hlutabréfaverð þeirra hefur fallið en ég man ekki eftir landi sem hefur búið við jafnhátt eignarverð í hlutfalli við landsframleiðslu og komist hjá áhlaupi"Robert Z Aliber hagfræðingur í viðtali við Mbl 6 maí 2008"Við höldum að íslenska krónan eigi eftir að svekkja marga"Lars Christensen hjá"Danske Bank"í fréttum RUV sjónvarp 19 jan 2008"Ég spyr sem menntamálaráðherra hvort þessi maður Richard Thomas hjá Merrill Lynch þurfi ekki á endurmenntun að halda".Þ.K.G varaformaður Sjálfstæðisflokksins í fréttum RUV sjónvarp 25 júlí 2008.
Í dag var vantrausttillaga á ríkisstjórnina felld.Ég er svolítið á báðum áttum hvort þetta sé rétt þ.e.a.s.hvort við ættum að kjósa nú.Eða hvort rétt sé að þeir sem eru beinlínis flæktir í spillinguna undanfarið fái frið til að hygla sínum málum.Sópa"viðkvæmum"málum undir teppi þagnar og gleymsku.Í hvaða lýðræðsríki fá þeir sem grunaðir eru um spillingu góðan tíma til að dylja slóð sína.Og þessir"dindlar"sem hafa kennt sig við alþýðu manna og predika að þetta sé einhverskonar"fellibylur"ættu að skammast sín.
Þeir hefðu betur kannske kennt sig við"Álþýðumenn" Og svo er nú t.d.að gleymast í öllu krepputalinu frármálabraskið á Keflavíkurflugvelli sem bróðir ráðherra fjármála er flæktur í.Nei ég held að utanaðkomandi menn þurfa að koma að öllu þessum málum.Í mjög fljótu bragð virðist stjórn á þessu landi vera í höndum spilltra manna og kvenna.Hvernig getur t.d. ráðherra menntamála komið að málum og rannsókn á Kaupþingsbanka þar sem eiginmaður hennar var einn af"toppunum"
Nú er sonur forstjóra Kauphallar Íslands í varðhaldi vegna gruns um fjármálaspillingu.Með allri virðingu fyrir því að maður er ekki sekur fyrr en sekt sé sönnuð finnst mér að að faðirinn ætti að sjá sóma sinn í að víkja allavega um sinn.Nei svona dettur engum íslenskum ráðamanna í hug að gera.Enga"Toblerone" stæla hér.Það er líka komin tími á að kasta síðustu hreitum danska konungsveldis hér þ.e.a.s.forsetaembættinu fyrir róða.Þar mætti spara stóra peninga.Hvern andsk.... höfum við að gera við svona sýndarkonung á Bessastöðum.
Almenningur fær að bera byrðarnar
Sumir ættu að yfirgefa skútuna
Því að við erum á flæðiskeri stödd
Það á að breyta stjórnarskránni þannig að þjóðin á að kjósa sér forseta með einhverra ára millibili og hann á að velja sér ráðherra sem ekki sitja á Alþingi frekar en hann.Svo á hann að geta neitað að skrifa undir lög sem þá fara aftur til Alþingis og síðan sama veg og er í lögum í dag"Læt hér röfli dagsins lokið.En það kemur meira.Förum á þess guðs vegum er við trúum og biðjum til hans því að setningin"guð hjálpi mér"verður mikið notuð í hinu erfiða daglega lífi á landinu á næstunni.Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2008 | 17:48
Klasasprengur
Eitt er það sem ég hef látið fara í taugarnar á mér síðustu ár,það er tvöfeldni.Á þeim árum sem ég tilheyrði hirð Bakkusar konungs var ég oft 2 faldur og sennilega jafnvel 4faldur.En eftir að ég sagði upp vistinni hjá hinum duttlungafulla konungi hef ég allavega reynt að vera bara ég sjálfur.Hversu vel mér hefur tekist það get ég ekki dæmt um.En hvað um það.Þess vegna hefur friðarelska svía farið fyrir bróstið á mér.T,d í Vietnamstríðinu þegar þeir opnuðu landið fyrir liðhlaupum frá USA sem voru kannske að flýja það,að vera drepnir með sænskum vopnum.
Aðalvopnaframleiðandi svía Bofors hefur lent í hverju"klandrinu"á fætur öðru.Í maí 1984 var fyrirtækið ákært fyrir smygl á vopnum.Bofors hafði 1979 og 1980 smyglað 300 stk af loftvarnarbyssum af Robot 70 gegn um Singapore til Dubai og Bahrain.22 desember 1989 voru Boforsforstjórarnr Martin Ardbo,Lennart Pålsson og Hans Ekblom dæmdir til skilorðsbundis fangelsi fyrir smygl.Ardbo þurfti að borga 920.000 sv kr í málskostnað en hinir 500,000 sv kr.Fyrirtækið þurfti að borga 11 milljónir fyrir ólöglegan flutning á vopnum.14 mars 1986 pöntuðu Indverjar um 400(Hubits 77B)fallbyssur frá þeim.
16 mars 1987 fletti sænska ríkisútvarpið ofan af miklu mútuhneyksli í sambandi vð þessi kaup.Það kom íljós að Bofors hafði borgað 260 milljónir sv kr í mútur til Indverskra ráðamanna.Bofors-forstjórinn Martin Ardbo kom fyrir rétt í Indlandi 1999 en neitaði að úttala sig um málið.Ef einhverstaðar er stríð í heiminum er næsta víst að barist sé með sænskum vopnum.Þessegna finnst mér það oft hálfgerður tvískinnungur í þessu friðarkjaftæði hjá svíum.Við erum svo friðelskandi synga þeir.En fáir framleiða meir af vopnum en þeir.Læt þetta nægja af röfli í bili.Farið að þeim guðs vilja sem þið trúið á og af mér kært kvödd
Svíar banna klasasprengjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2008 | 00:15
Um daginn og hvað???
Maður er orðinn gamall og úrillur og hefur allt á hornum sér nú um stundir.Einu sinni átti maður drauma.Sumir rættust aðrir ekki.
Séð til fortíðar kannske frá mínum bæjardyrum
Maður kaus það sem maður taldi réttast og btrúði á.Ég átti eiginlega 3 afa og allir voru þeir sjálfstæðismenn.Allavega þeir 2 sem ég kynntist mest.Þeir trúðu á sjálfstæði þessarar þjóðar.Hún var í fjötrum er þeir fæddust.Afar mínir trúðu á það sjálfstæði sem við fengum á Þingvöllum 17 júni 1944.Þeir kusu þann flokk sem kenndi sig við sjálft sjálfstæðið.
Þetta varð nú einni stjórmálakonu að falli í Svíþjóð fyrir nokkrum árum.Það þurfti eiginlega ekki meira til.
Einn afi minn(að vísu faðir stúpu minnar sem ég kallaði afa og sem mér þótti virkilega vænt um)var 1 af fyrstu veghefilsstjórum landsins.Og hann var 1stur manna til að aka yfir Holtavörðuheiðina til Blöndós.Var eiginlega"brautryðjandi"Annar afi minn var í forustu flokksins í því sveitarfélagi sem hann lifði stærsta hluta ævi sinnar.
Gæti minnt á sjálfstæðisflokkinn í dag.Að sökkva en samt smá vélartík í gangi
Einhvern veginn held ég að þeim finndist nú að þessi flokkur hafi einhverstaðar vikið af brautinni.Hafi"rakað"stefnunni út af veginum eins og sonur veghefilsafa míns rakaði eftir hefilinn þegar afinn var að hefla.Ég minnist þess er tengdadóttir hans var að segja frá hvað hún hataði þennan"strákskratta"sem rakaði stundum mölinni út á túnið hjá pabba hennar.Sem hún þurfti svo að kasta þaðan burt.En þau giftust nú seinna og hafa lifað í sátt og samlyndi þrátt fyrir steinana.
Út af þessu kemur kannske nafnið Steinar,en sonur þeirra heitir það.En nú held ég að flokkurinn sé kominn svo afleiðis að ekki takist að kasta stefnuskrárbrotunum upp á veg fyrrum stefnu aftur.Græðgisöflin að ná völdunum.Og stjórnendur eru ornir svo veruleikfirtir að þeim sé í lófa lagið að ljúga öllum andsko.... í okkur sauðsvartan almúgan.Við séum svo heimsk að við trúum öllu sem menn/konur segja bara ef maðurinn/konan hafa ráðherratitil.Nýjasta dæmið.Dettur nokkrum íslending sæmilega læsum og með greind yfir 15 ára barn það í hug að Nato hafi einhliða ákveðið að ákveðnar æfingar breta hér á landi skildu slegnar af.
Nú ef svo er þá er það dæmi um algert skilningsleysi af hálfu okkar ráðamanna.Vitandi það að þá myndi nú hvessa á mörgum"Stórhöfðanum"hvað þjóðina varðar.Datt þeim virkilega það í hug að taka á móti bretum á eftir því sem á hefur gengð í samskiftum þessarar þjóðar.
Einhver kona,hvers nafn ég er búinn að gleyma en var titluð sagnfræðingur sagði í einhverjum ljósvakamiðlinum um daginn að bretar hefðu alltaf haft okkur eins og hund í bandi og farið sínum vilja fram eftir eigin geðþótta.Nefndi nokkur dæmi en gleymdi einu.En það var 1916 þegar þeir stórsköðuðu síldarsöltun hér á landi með því að tefja eða jafnvel stoppa tunnuskip á leið til landsins.
Og hvenær ætla bretar að aflétta hryðjuverkalögunum af hreitum Landsbankans svo íslendingar bíði ekki enn meira tjón af því máli en komið er.Þegar íslenskir ráðherrar tala um að Nato hafi stoppað æfingarnar dettur mér í hug afsakanir fólks sem upplýst varð að hafa notað hunda í kynferðislegum tilgangi.""Við höfum ekki gert neitt gegn vilja dýranna""Ja fussu svei
Nóg um það.En hvað ætla menn að láta þennan seðlabankastjóra og hans meðreiðarsveina"lafa"lengi.Men sem að sumra mati komu þessari kreppu af stað hér á landi.Menn sem eru ornir að athægi út um allan heim.Myndir af aðalmanninum ganga ljósum loga á"netinu"í einkennisbúningi miður góðra manna í seinni heimstyrjöld.Hvað ætlar flokkssystkini þessa manns að láta niðurlæginguna ganga langt.Ég er farinn að vorkenna þessum manni sem ég eitt sinn trúði á.Rúinn öllu traust nema kannske örfárra lærisveina.
Líkt og annar maður í einkennisbúningi úr sögunni. Ég man efir að hafa heyrt einn"fræðinginn"sem þóttist hafa vit á þessum málum og starfar í USA að mig minnir,segja að hefði Seðlabanki Íslands aukið gjaldeyrisforða sinn fyrr og ríkið hefði getað gripið inn í Glitnismálið þá hefði þetta ekki skeð hér.En það er best að láta"fræðingana"rífast um þetta.
Hvað er til ráða þegar allt er að fara til fjan.....????
En við"ekkifræðingar"eigum rétt á að það fólk sem kosið er af þjóðinni segi okkur rétt og satt frá hvað eiginlega er að ske.Hætta þessum andsk..... lygum og útúrsnúningum ef þeir eru krafnir svara.Eru bara eins og unga fólkið segir í dag"með stæla"við fréttamenn.nú skrökvar hann fram yfir ystu brún sagði einn gamall jaxl úr stjórnmálum um annan stjórnmálamann í vor.Þetta held ég megi segja um forsætisráðherra eigimlega eftir hvern einasta blaðamannafund.Nenni ekki að þrasa meira í kvöld.Veri þeir sem lesið hafa,kært kvaddir:Lifið heil á þess guðsvegum sem þið trúið á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.11.2008 | 19:27
Fór hún með allan farminn burt???
Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 04:28
Heimskur hundur
Ljótasti hundur í heimi dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 02:45
Vatnsbyssur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 22:17
Fried Chicken,
Eldur í alifuglabúi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 21:47
Gerði Bingi það sama???
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 21:35
Axlabandaábyrgð
Það er mikið tala nú um stundir um að einhver axli ábyrgð.Ég er viss um að engin setning er eins misnotuð nú og setningin:"að axla ábyrgð"Það er vont að vera slæmur í öxlunum.Þær geta sigið svo að axlaböndim hætta að virka og buxurnar detta niður.það er svo kallað að vera með allt niðrum sig"
Svona er farið um marga svokallaða auðmæringa stjórnmálamenn og ráðherra.þeir hafa axlað svo rosalega mikla ábyrð að þeir hafa misst allt niðrum sig.þessir menn standa nú algerlega "berrassaðir"og með þann líkamshluta beint upp í vindinn.Kaldir norðanvindar næða um þennan viðkvæma líkamsluta.Hlýjir stólar ráðuneyta og banka duga ekki til að ylja hann upp.Helfrosnir eru þessara manna rassar.Auminga mennirnir.
Mig langar að spyrja hvar er ráðherra fjármála í öllu þessu ölduróti?Af honum sést ekkert nú um stundir.Er hann komin á kaf í kýrrassa?Þar sem hann væri sennilega best,já nóg um það.Mig langar til að Geir Harde yfirkokk þessa bullum sulls sem borið er daglega á borð fyrir okkur,svari einfaldri spurningu.Hvaða maður ráðherra,ekki ráðherra hefur axlað ábyrgð í þessari svokallaðri krísu ?,
Mottó ráðherra er orðið"Frestaðu þess ekki til morguns sem þú getur frestað til þarnæsta dags"Fræg er vísan er varð til er 1sti formaður Sjálfstæðisflokksins smíðaði eitt versta axarskaft íslenskrar sjávarútvegssögu fram að kvótaafsalinu.:"Stór er tíðum og stundum dýr/ stjórnarpennaglöpin/Þjóðin sem við þetta býr/þarf að borga töpin/Þetta skeði þegar Jón Þorlákson hækkaði gengi krónunar 1925.Þannig að fiskverð lækkaði um 35% og neyddi mörg útgerðarfélög í gjaldþrot.Jafnvel bæjarfélög stóðu höllum fæti eins og t.d. Ísafjörður sem missti alla 11 stærstu báta sína.Landið var ekki búði að jafna sig eftir fyrristríðsárimn er þetta brast á.
Margir hafa velt þessari ákvörðun Jón Þorlákssonar sem var talin flufgáfaður og hafði átt glæsilegan stjórnálaferil fyrir sér.Geta menn blindast svo af valdahroka að þeir geri sér ekki grein fyrir afleiðingunum.Nú dynur á okkur almennum borgurum sem ekkert höfum til sakar unnið sí og æ þessi tugga :"Nú er um að gera að snúa saman bökum og standa saman"Og svo láta þessi úrþvætti út úr sér"nú erum við öll í sama bát"Þetta þýðir á góðri íslensku:"Nú erum við stýrimennirnir en þið róið"
Ja fussu svei.Ef vel ætti að vera ætti íslendingar að gera allsherjarverkfall í svona viku.En því miður kæmi það verst niður á þeim sem eiga enga sök á hvernig komið er.Eitt er þó takandi sem einskonar ljós einhverstaðar í enda gangnana.Það voru orð ráðherra félagsmála(ef það er þá bara ekki aukaréttur á sullum bullum matseðli Geirs)í kvödfréttum RUV um endurskoðin stjórnarsamstarfs.Og þá brottvikningu þeirra ráðherra sem hafa gert sig óhæfa í öllum þessum darraðardansi.Bæði í orðum og með gerðum.Það hlýtur að liggja beint fyrir.Hvernig er t.d. með ráðherra menntamála?
Getur hún á ríkisstjórnarfundi,tekið afstöðu til Kaupþings hlutlaust ef það mál kemur til umræðu þar?Það er furðulegt hvernig hlutdrægnismat ráðamanna er þegar það varðar ýmis alvarleg mál.En svo eru menn kannske látnir víkja sæti í einhverjum titlingsksíts málum.Hver fái að verja hvern fyrir hverjum t.d.
En hvað um það,það er ekkert svo létt að það sé ekki þyngra að gera það óviljugur,Hafi einhver nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Farið gætilega leggið ykkar meinigar á voga skálina.Voltaire á að hafa sagt einhvern tíma"ekkert er eins óþægilegt eins og að vera hengdur í þögninni"Förum öll á þess guðs vegum sem við trúum á.Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 21:11
"Finanskrisen i Sverige 1990–1994"
Ég vitna hér í grein í Aftonposten í Jan 1995
De kostade skattebetalarna 35 miljarder. Men själva kom de undan med feta fallskärmsavtal.
Bankdirektörerna, som styrde in Sverige i den djupaste finanskrisen sedan 1930-talet.
De gav på nittiotalet girigheten ett ansikte.
Det började 1985 när bankerna inte kunde hantera situationen som uppstod när regeringen avreglerade kreditmarknaden. Plötsligt kunde bankerna låna ut hur mycket pengar som helst. Och det gjorde de.Mer eller mindre seriösa låntagare kom och ville köpa fastigheter till allt högre priser. Priser som inte stod i relation till vad fastigheterna kunde inbringa i intäkter.
Köpen spädde på inflationen, som i sin tur minskade skuldernas värde. Och så steg priserna igen För man trodde ju att priserna skulle stiga igen. Och bankerna lånade ju så gärna ut pengar.
Priserna svängde
Så kom en internationell lågkonjunktur och en skatteomläggning som väckte insikten. Inflationen kommer minska. Fastighetspriserna började svänga och i september 1990 ställde det börsnoterade finansbolaget Nyckeln in betalningarna.Nu börjar raset. Från nyåret 1990 faller fastighetspriserna med 50 procent på två år.Nu kommer konkurserna. Spekulanter som startat fastighetsbolag och spelat högt med bankernas slarviga utlåningar faller nu ihop som korthus.
Enorma förluster:Och bankernas kreditförluster blir enorma.
Gotabanken går omkull och slåss ihop med Nordbanken , som också skulle ha gått omkull om inte staten pumpat in 65 miljarder.Andra banker, som SE-banken, begär hjälp av staten om stöd för att klara situationen. Man klarar ig till slut undan konkurs utan statligt ingripande genom att öka vidden mellan in- och utlåningsräntan. Det blev alltså bankernas övriga kunder som dyrt fick betala bankernas fiaskon.Enligt den oberoende ekonomen professor Johan Lybeck kostade den vidgade räntemarginalen hushållen och företagskunderna 85 miljarder under åren 1990-94.
Staten har i sin tur fått igen en del av sina utlägg. Men enligt oberoende ekonomers 1998, professorerna Peter Jennergren och Bertil Näslund, kostade krisen skattebetalarna 35 miljarder kronor.Allt medan bankdirektörerna som var ansvariga för bankernas vidlyftiga och slarviga låneaffärer klarade sig utmärkt. På olika nivåer fick man förtidspension eller avgångsvederlag.
Fängelse i Finland
Även Finland genom gick en svår bankkris.Men här betalade man inte ut några fallskärmar. Tvärtom. Här dömdes istället sju bankdirektörer till fängelse.Och chefen för Arbetarbanken, den förre socialdemokratiske partiledaren Ulf Sundqvist dömdes till 41 miljoner i skadestånd. Efter förlikning sänktes summan till 2 miljoner kr.
Här är rekordfallskärmarna för några av de bankdirektörer som spelade bort bankernas miljarder och sedan fick sparken.
Nordbanken
Göran Hållén, vd för privatdivisioner: 22 086 649 kronor.
Rune Barnéus, koncernchef: 17 492 945 kronor.
Lars Hjortengren vice vd: 10 000 000 kronor.
Christer Ragnar vd för företagsdivisionen: 7 937 036 kronor.
Gotabanken
Per-Olof Sjöberg, vd: 34 990 000 kronor.
Gabriel Urwitz, vd: 7 000 000 kronor.
Första sparbanken
Bertil Sjöstrand, koncernchef: 7 000 000 kronor.
Karl Henrik Pettersson, vd: 7 000 000 kronor
Ég læt fólki eftir að þýða þetta.Einu sinni var sagt"það er margt líkt með skít og kúk"það finnst mér í þessu tilfelli.Kært kvödd och på svenska"ha det bra"
9.11.2008 | 20:10
Spiling og fl.
Það verður erfitt mál að komast í botns í þessum málum.Spilling hefur fylgt mannkyninu frá upphafi.Ekki er ég svo fróður maður að ég geti skilgreint orðið spilling.En hún dansar svo á línu óheiðarleika og siðleysis að oft er erfitt á sjá hvort hún er saknæm eður ei.Oft er talað um"löglegt en siðlaust"En menn eru misjafnega spilltir.Ekki ætla ég mér að spila einhvern geislabaugsengil.
Eða neins annars" Baugs"Ég er ósköp venjulegur maður með mína veikleika.Ég bjó í Svíþjóð 1990-2005.Þegar ég var nýfluttur þangað skall þar á"kreppa"Orsök hennar var mér að vísu aldrei alveg ljós.En eitt man ég að mikið var talað um að væri andvaraleysi fv forsætisráðherra Ingvar Carlson sem hafði stjórnað landinu í nokkurn tíma áður,að kenna.Hann hefði sofandi látið reka á reiðanum.Ég heyrði menn tala um og bera saman stjórnunarhætti hans og forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter.
Hvernig sá síðarnefndi sem stjórnaði Danmörk í að mig minnir 11 ár með minihlutastjórnum og tók ýmsar miður vinsælar ákvarðanir meðan Ingvar tók lán fyrir"velferðinni"í Sverige.Ekki ætla ég mér að dæma um það.En hræddur er ég um að einhver"sofandaháttur"sé sök þess sem við erum að upplifa nú.En mig langar að rifja upp ýmislegt sem kom í farvatn kreppunnar í Sverige.Banki að nafni"Nordbankinn"var á hausnum og ríkið tók í taumana svo að sænskur almenningur tapaði ekki stórum upphæðum.3 af bankastjórum bankans fengu tugir milljóna í svokallað "fallskärmsavtal"(fallhlífarsamninga).
En ég hugsa að upp úr þessari svokallaðri kreppu í Svíðþjóð hafi komið að mínu áliti öllu "heiðarlegra"þjóðfélag.Þótt ég hafi nú marga fjöruna sopið í heiðarleikanum blöskraði mér ýmiss mál sem komu þar upp.Ýmisleg sem ekki þoldi dagsins ljós og spilltir bankamenn og stjórnmálamenn höfðu stundað í áraraðir kom fyrir sjónir almennings.Heil bjæjarstjórn (komunalråd)lenti í fangelsi.Ein socialnefndin fór til Bahamas til að"kynna"sér slík mál þar.Fjölmiðlar komust í málið og fólkið kom eins og stórglæpamenn til baka með yfirhafnirar yfir höfðinu á flugvellinum.Yfirmaður hjá Járnbrautum Ríksins fauk eftir"kynnisferð"til Íslands.Þessi"kreppa"kostaði svía 35 milljarða sænskar.
Fleiri og fleiri voru spillingarmálin sem upp komust í sambandi við sænsku kreppuna.Maður leiðir hugan að hvernig þetta hefur verið þegar svíar voru"forríkir"eftir stríðið.En þetta rímar allt vel við það sem hér skeði nema ef skyldi"fallskärmsavtalen"En svo er það rannskóknin á hvað skeði sem brennur á mönnum. Það er komið að hálfgerðri úrslitastund fyrir þessa þjóð.Ætla hún að láta fámenna klíku auð og menntamanna hella yfir sig lygasoramum einusinni enn.
Nú má enginn taka orð mín þannig að ég sé á móti menntamönnum en því miður eru þeir margir menntamennirnir sem eru flæktir í hina ýmsu spillingu sem virðist hafa forgengið hér á undanförnum árum.Eru í forsvari fyrir hinar ýmsar opinberar stofnanir,gerspilltir og með dollaramerki í augunum.Hræddur er ég um að pappírstætarnir séu ornir heitir í sumum bönkunum.Þar sem fólk sem var í háum stöðum hjá þeim, en eru nú er ornir stjórar hjá viðkomandi banka.Það læðist sá grunur hjá ómenntuðum alþýðumanni að menn reyni að fela slóð sína hafi hún verið til.Slíkt er þegar á botninn hvolt"bara mannlegt".
Orðtak sem notað er um fína þjófa en ekki fólk eins og kannske mig eða okkur sem minna mega sín.Af hverju var ekki utanaðkomadi fólk sett strax sem stjórnendur bankana.Helst fólk sem hefur starfað erlendis en þó ekki í sambandi við þá.Maður heyrir t.d talað um hagfræðinga sem eru að kenna erlendis.Ég veit ekki betur en svíar hafi rekið allt"stóðið"úr þeim bönkum sem þeir gripu inní á sínum tíma.Og sett óviðkomandi fólk í staðinn.Finnar dæmdu nokkra í fangelsi.En svíar eru nú 9.234.209" (augusti 2008)og Finnland:"5,315,280",
En íslendingar á við Gautaborg í Sverige hvað íbúatölu áhrærir.Svo það verður svert að finna algrerlega hlutlausan mann hér á landi.Viss er ég um að ef t.d Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hlusta nú ekki á fólkið í landinu hrynur fylgið af þeim.Þá meina ég aðra en einhverja sjálfskipaða snobbara sem troða sér í alla fjölmiða og fréttaskýringaþætti
Snobbið í mörgu af þessu fólki er svo yfirgengilegt að maður fær það á tilfinninguna að ekkert að viti verði gert.Og spillingin er virkilega sýnileg en öllum sýnist sama.Ég spyr t.d. hvernig getur verkalýðs foringi með fleiri milljónir á mánuði samið fyrir afgreiðslustúku í lágvöruverslun.Og hvernig er það fyrir"heiðarlegan"verkalýðsforinga að reyna að ná samningum við þessa"guldrengi"sem í vatn aldrei hendi hafa difið,sem er búið að"pota"inn á alla staði sem einhverra peninga er von?
Þessi andsk..... menntahroki sem alstaðar virðist ríða við einteyming.Ef þú er ekki með BA í einhverju ertu úti að skí.. Ekki marktækur í þessum spekingaheimi.Einhverjar kenningar sprottnar út af enn meiri snobburum tekin fram yfir reynsla af lífinu.Mér dettur í hug saga utan af landi.Með allri virðingu fyrir vélstjórum sem allir eru góðra gjalda verðir.En í kaupstað úti á landi var fyrirtæki sem þá gerðir út 3 skuttogarar.
Einn hafði verið keyptur af frökkum og var elstur.Ég var á öðrum togara fyritækisins þegar þetta gerðist.Nú var vélin farið að verða gömul og slitin og bilanir mjög tíðar.Hver vélstjórinn með fyllstu réttindi gafst upp.Þetta gekk svo um hríð ef togarinn lá ekki í höfn var hann í slefi af öðru skipi til hafnar.En svo fengust ekki fleiri menntaðir vélstjórar á skipið.Þá var fengin undanþága fyrir bónda sem líka var trillukall sem vélstjóra.Og viti menn.Hans gömlu"húsráð"dugðu best.
En nú er lífsreynsla einskins nýt.Snobbarar bulla og bulla,tómt þvaður.En hin almenni maður er því miður er eins og land sem er vegna landreks er að reka frá meginlandinu.Nóg er nú til af "gáfulegum"leiðbeiningum hvernig almenningur ætti að mótmæla því sem fram er að fara.Ekki hef ég neitt annað ráð en að hætta að kjósa þessa klíku sem stjórna öllu.Bönkum.dómstólum,lífeyrisjóðum ja yfirhöfuð öllu.Það er einasta ráðið sem falt er.Stoppa alla þessa vinavæðingu.Einhver mótmæli eru bara vopn í hendur á fólki sem þykir það fínt að vera að mótmæla og hefur lítið annað þarfara að gera,Og svo fjölmiðlum sem fá blóð á tunguna og gefa aðallega fíflalátum slíkra mótmæla mest allan fréttatíman
Gera það núna.Sýna það strax við næstu skoðannakönun hvað við viljum.Sýna þessu snobbliði hvar Davíð(ekki þessi í seðlabankanum)keypti ölið.Kjósa svo yfir okkur heiðarlegt fólk með reynslu af öllum þáttum þjóðlífsins.En sennilega er"skítsmennska"sjórnmálanna svo mikil að heiðarlegt fólk fæst ekki til þátttöku í þeim.Við eigum þó nokkra heiðarlega,slíka en því miður eru þeir sennilega í minnihluta í þess orðs fyllstu merkingu í dag.Og hafi einhver heiðarlegur áhuga á að bjóða sig fram kemst hann ekki að,vegna kosningamaskínu"gulldrenganna"En kannske geta skoðanakannanir sem sýna akveðna breitingu einhverju breitt og menn þori ekki annað en breita stjórnháttum eða láti þá sem sekir eru fá makleg málagjöld.Hafi einhver haft nennu til lesturs á þessu hugleiðingum gamals sérviturs sjóara er sá hinn sami kært kvaddur.Förum á þess guðs vegum er við trúum á.Lifið heil
Kjörumhverfi fyrir spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 13:06
Andvaraleysi.
Það er nú ekki annað hægt að brosa að þessu.Gera verslunareigendum ekki starfsfólki sínu grein fyrir hvernig íslensk króna lítur ú.Nú svo þarf líka að vara við vissum manni allavega gerðum hans.
En þetta segir kannske aðra sögu.Þreytt yfirkeyrt starfsfólk í miklun önnum.Þetta mininr á atvik fyrir mörgum árum er stafsmaður í búð tók á móti ávísun frá íslenskum banka en sem US dollarar skrifaðir á.Afgreiðslumaðurinn gaf svo til baka í íslenskum krónum
.En að öðru,ég er viss um eitt sem breytist við þessa svokallaða kreppu.Það verður opnunartímar verslana.Þær verða í framtíðinni bara opnar til 1800.Sem ætti nú að duga.Kært kvödd
Notaði seðil með mynd af Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 03:54
Þjóðarskútur
Oft eru ríki kölluð þjóðarskútur.Ég hef áður talað um að það sé sannmerkt með illa stjórnuðum þjóðarskútum og illa stjórnuðum skipum,ef ílla er stýrt strandar skipið
Það þarf að fylgast vel með í brúnni
og ef brotin sjást þarf að bregðast við Sum gera lítið tjón en ef ekkert er gert getur farið illa
Fleytan brotnar mismunandi mikið Sum þurfa minni aðstoð en aðrir Ein þjóðarskúta var vel sett og allt gekk vel og allir voru glaðirEn svo settu bankar hennar og auðmenn mikil hleðsla á hana sem hún bar ílla er óveður skall á og ýmislegt gaf sig Menn urðu að spara við sig og fötin hættu að passa. Og fleira þurfti að fara sparlega með
Menn virtust ekki átta sig ekki á að þeir sáu aðeins toppin á ísjakanum og krónan flaut Nú er skútan hálfsokkin og framtíðin ekki eins björt og hún var.Eina sem hún verður nú að stóla á er kannske landbúnaðurinn og fiskveiðar eins og í árdaga hennar Fleiri lönd fylgdu og fólk kallaði þetta"kreppu"Svo er það þegar allt er látið reka á reyðanum og ráðherra leifa öllu að grotnar niður og engin hugsar um neitt.Þetta hefur alltaf gengið ágætlega segja sumir Þar til dallurinn flýtur ekki lengur vegna vöntunar á hæfum mönnum til á ná dallinum upp úr"drulluni"Aðrar þjóðarskútur lenda í óveðrinu en þeim er stjórnað af dirfsku og útsjónarsemi.Þeir taka strax við að halda skipinu á floti
Það er strax byrjað á vinna á hættunni og þessi þjóðarskúta kemst heil til hafnar og allir geta andað léttar.Farið og lagt sig ánægðir En til þess að það geti gerst vera sjórnmálamenn og aðrir ráðamenn að vera sjálfum sér samkvæmir og umfram allt heiðarlegir, Verið öll kært kvödd.Förum öll á þeim guðs vegum sem við trúum á .Lifið heil
4.11.2008 | 19:46
Hristi hann höfuðið???
Ég gat ekki betur séð en Ólafur Thors fv flokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi hrist höfuðið þegar ráðherra menntamála var að tala við fréttamenn á tröppum ráðherrabústaðarins í kvöld.
Að vísu er sá sómamaður dáinn fyrir mörgum árum,en stytta af honum blasir við af ummræddum tröppum.Og ég gat ekki betur séð en höfuð styttunar hreyfðist einusinni er það var í mynd.Ætli sá"gamli"sé svo óánægður með forustuna á flokknum sem hann var með í að stofna 1929 þar sem hann sat í 1stu miðstjórn og stjórnaði frá 1934-1961 að jafnvel styttan af honum hafi tekið undir óánægjuna.
Eða var þetta kannske jarðskálftakippur við Tjörnina.Ég held að margt eldra XDfólk sé farið að gefast upp á endalausum undanbrögðum við spurningar og þrásetu sumra ráðherra og fv flokksforinga þótt stærstur hluti þjóðarinnar vilji þá burt.Læt þetta nægja.Séuð þið öll kært kvödd
Menntamálaráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2008 | 20:39
"Í ´ann næst ekki"
Enn og aftur er"gusað"yfir okkur"rónana"svo notuð séu orð eins af útrásarprinsunum í gær,sögum hvernig vildarvinavæðingin hefur kraumað eftirlitslaust í þjóðfélaginu undanfarið.Hvernig vinir og vandamenn sumra eru meðhaldlaðir með silkihönskum meðan aðrir fá boxhanska og hnúajárn í"feisið"Svo þegar fjölmiðlar vilja tala við þá menn sem kannske vita svörin er svarið yfirleitt:"í´ann næst ekki".
Nú er um að gera að við"rónarnir"fylgumst vel með hvernig lyktum afskrifta skulda forsvarsmanna hjá Glitni og Kaupþings verða.En dettur einhverjum í hug í alvöru að eitthvað verði gert í raun og veru???Andsk... þrælsóttinn í íslendingum virðist ekki ríða við einteyming.Láta suma stjórnmálaforinga vaða yfir sig með gömlu tuggurnar en vilja ekki hlusta á aðra,þó þeir hefðu kannske einhverjar nýjungar í farteskinu.
Ungbarn sem er að fæðast í dag á von á góðu.Skuldar strax að minnstakosti tæpa 8 milljónir.Ungbarn sem fæddust á svipuðum tíma og ég fyrir 70 skuldaði eiginlega ekkert þegar það fæddist.En margt af þessu fólki lepur nú dauðan úr skel.Þó það hafi fæðst næsta skuldlaust og alltaf borgað sína skatta og skyldur.Við skulum athuga það að þjóðfélagið samanstendur ekki af nema rúmlega 300.000 hræðum("rónarnir"taldir með)allir þekkja alla,allir skildir öllum.
Hvernig dettur nokkrum manni t.d í hug að ef feður eiga að rannsaka mál sona sinna að eitthvað saknæmt finnist.Útilokað.Og sumar valdaklíkurnar eru búnar að hreiðra svo um sig að réttlætið í landinu verður torkennilegt á augum okkar"rónana"Uppgafa ráðherrar,vinir og vandamenn ráðherra trjóna allstaðar þar sem einhver peningalykt er.
Kona forsætisráðherra í vellaunuðum störfum sem henni er"troðð"í af meðráðherrum eiginmannsins..Og hvernig getur Fjármálaeftirlitið talað hlutlaust um Seðlabankann með vixl mönnun.Svona lítur dæmið út gagnvart þessum stofnunum:Fjármálaeftirlitið:
Í stjórn sitja nú:Jón Sigurðsson, hagfræðingur, formaður,
Sigríður Thorlacius, lögfræðingur, varaformaður,
Ingimundur Friðriksson, bankastjóri Seðlabanka Íslands.
Varamenn:
Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
Þuríður Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður,
Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands.
Seðlabankinn:
Aðalmenn:Halldór Blöndal, formaður.Jón Sigurðsson, varaformaður,Erna Gísladóttir,Ragnar Arnalds,Hannes Hólmsteinn Gissurarson,Jónas Hallgrímsson.Varamenn:Halla Tómasdóttir,Birgir Þór Runólfsson,Tryggvi Friðjónsson,Sigríður Finsen,Guðný Hrund Karlsdóttir (kosin 3. október 2007 í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur),Ingibjörg Ingvadóttir,Valgerður Bjarnadóttir
Bankastjórn
Davíð Oddsson, formaður
Eiríkur Guðnason
Ingimundur Friðriksson
Aðrir helstu stjórnendur í Seðlabanka Íslands:
Alþjóða- og markaðssvið: Sturla Pálsson framkvæmdastjóri
Bókhaldssvið: Erla Árnadóttir aðalbókari
Endurskoðun: Stefán Svavarsson aðalendurskoðandi
Fjármálasvið: Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri
Hagfræðisvið: Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur
Lögfræðingar: Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur
Rekstrarsvið: Ingvar A. Sigfússon rekstrarstjóri
Upplýsingasvið: Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri
Mér finnst satt að segja að þetta lið sem er í stjórn í þessum alræmda banka og sem hefur setið t.d. á Alþingi t.d fyrir flokka sem kenna sig við alþýðu manna ættu að segja af sér eins og hugur almennings virðist standa til bankans í dag.Hafi einhver lesið þetta þus í gömlum karli,er sá hinn sami kært kvaddur af"þusaranum"Förum á þess guðs vegum sem við trúum á.Lifið heil
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2008 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 23:55
Viss bankastjóri límdur fastur
Límdur á klósettið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2008 | 15:00
Rónar og fínir menn
Nú er farið að sjóða á fólki.Ég var að velta fyrir mér hverra erinda sá silfraði í RUV gengur.Borgar RUV farið fyrir gesti sem hann sækir t.d til London.Í þættinum áðan kom maður sem ég hélt að hefði nú velt sér uppúr góðærinu hjá auðmæringunum.Hann lét það út úr sér að nú væri enginn auðmæringur ríkur.Ríki maðurinn í dag væri"róninn"
Þetta finnst mér lýsa þessum"lýð"sem sá silfraði safnar í kring um sig til að koma með nógu háfleygar og gáfulegar(að þeirra mati)skýringar á kreppunni sem hrjáir okkur.Róninn,mun sennilega vera öryrkinn.eldri borgarinn og þeir sem lægra eru settir en þessi lýður.Róninn fékk enga gullmola af borði auðmæringana en það fékk þessi maður að mínum dómi.Róninn fær ekki að koma í þátt þess silfraða.Til þess er hann ekki nógu snobbaður
Því miður hefur margur menntamaðurin mist tökin á lífinu vegna"Bakkusar"Ornir rónar eins og við hin.Dottnir út af snobblínunni.Í mínum huga er það sama af hverju fólk er komið á"rónastigið"Hvort það eru veikindi(alkahólismi eru viðurkenndur sem veikindi)slys,lág laun eða að fólk hefur bitið á græðgisöngla útrásarmanna og tapað öllu sínu.En þessi hugsunarháttur að þeir séu rónar sem minna mega sín í lífinu er algengur hjá þessu svokallaða"fína"fólki.
Ég hef eiginlega aldrei öfundað neinn hvorki af auði eða lífsháttum.Ég var sjálfur skapari minna lífshátta.Og ég sætti mig við það fljótlega.Ég nefni þetta til að koma í veg fyrir að fólk haldi að ég sé eitthvað að öfundast út í fólk.En ekki kenni ég í brjóst um þessa svokallaða útrásarmenn þó að þeir verði að éta hafragraut svona hvurndags eins og ég.Nú spretta upp allslags"sérfræðingar"á allslags sviðum.
Nú sjá allslags aðilar sér leik á borði og bjóða fávísum almenningi upp á námskeið í hinu og þessu.Maður fer kannske að geta farið á námskeið til að læra að skí.. settlega og sparlega.Allavega hvernig maður getur notað pappírinn á hagkvæman hátt.Einn hefur verið,og sennilega stórgrætt á því að kenna fólki að borga niður lánin sín.Maður eigi bara að borga niður höfuðstólin og láta kretitkortin flakka.En verður maður ekki að eiga fyrir afborgununum til að borga niður höfuðstólinn.Það er óðaverðbólga
Og kretitkortin verður maður ekki að eiga fyrir þeim um mánaðarmót.Vísu eru kretitkortin orðin þvílíkur vítahringur að það hálfa væri nóg.Þau hafa t.d.tekið verkfallsréttinn af fólki.Sérstaklega rónunum eins og fína fólkið kallar lálaunafólkið.Ég heyrði af fólki sem fór til bankans síns út af einhverskonar myntkörfuláni eða hvað þetta heitir nú allt saman.Þau fengu enga bót mála sinna hjá bankanum.Þá fóru þau til lögfræðings.Hann reiknaði út hvernig þetta gæti farið.Hann ráðlagið þeim að borga ekkert af lánunum en láta samsvarandi upphæð til hliðar.Það tekur bankann 2 ár að koma ykkur út úr húsinu sagði hann og þá getið þið verið kominn með álitlega upphæð til að byrja frá grunni á ný.
Nú er Steingrímur J komin í silfurhjúp svo ég slökkti á"Imbakassanum"Ég þoli ekki stjórnmálamenn sem eru á móti öllu en hafa lítið eða ekkert svo til málana að leggja.Tala bara um hvernig þetta fór og segjast hafa sé þetta fyrir.En það er nú kannske réttast að vera ekki að hætta sér mikið út á hinn hála ís pólitíkinnar.En eitt getur maður þó glaðs yfir,það er að búa á þessum stað, Vestmannaeyjum.
Á stað þar sem hlutirnir eru að gerast.Sjómenn eru að komast aftur í tísku.Verðmætasköpunin verður til hér.Enda verður maður ekki var við eins mikla reiði hér eins og maður fréttir af að sé í fólki á höfuðborgarsvæðinu.Fólk hér hefur sennilega tapað miklu fé í þessum hremmingum. Ég vil nú samt ekki bera ástandið nú saman við Heimaeyjargosið ástæðuna nefndi ég í bloggi í gær.En Vestmanneyingar hafa aldrei verið fyrir að barma sér.
Hér eru afar og ömmur sem geta sagt afkomendum sínum af ýmsum hremmingum þegar t.d. Eyjan var kannske sambandslaus við umheimin svo dögum skifti hvað varðaði samgöngur.Ég þykist t.d. minnast þess,þó ég tæki nú á þeim tíma allskonar aðra drykki framyfir mjólk, að hér væri skortur á henni vegna þess arna.Og oft vantaði minn uppáhalda vökva þess tíma.En allt bjargaðist þetta þó maður lyktaði eins og bakarí annan daginn og eins og rakarastofa hinn.
Og hér þurfti fólk oft að hafa áhyggjur af sínum nánustu á sjónum.Sem einnig gat tekið nokkra daga í þögn og óvissu.Og nú fer fólk kannske aftur að sjá hve Vestmannaeyjar eru ómissandi fyrir þetta þjóðfélag..En það finnst mér hafa gleymst í allri þessari fjand... útrás allt nema kannske 1 maður.En nú á tímum þyrlu og þotuþagnar geta Eyjamenn borið höfuðið hátt.Þeir eru aftur komnir á blað.Verið kært kvödd og förum öll á þess guðs vegum sem við trúum á
1.11.2008 | 19:35
Lygamerðir m.m
Það er alveg með ólíkindum að hlusta á fréttir og yfirýsingar ráðandi stjórnmálamanna ,sumra mennta og svokallaðra listamanna sem átu gulmolanna sem hnutu af borðum auðmæringannan.Heyra þetta fólk samsama þessa atburði sem hafa verið að ske í peningamálum við náttúruhamfarirnar svo sem Eldgosið á Heimaey og snjóflóðin á Vestfjörðum og Austurlandi.
Mér finnst þessi samanburður vera svo fyrir neðan allar hellur að engu tali taki.Og mér finnst það alger móðgun við þá sem hafa eiga um sárt að binda vegna þeirra atburða.Og hafi þeir sem það gera virkilega skömm fyrir.Hvernig hefur þessum"heiðingum"ég segi nú ekki annað,dottið slíkur samanburður í hug.Og það er skömm að sjá upgjafa stjórmála menn taka þátt í allskonar mótmælum sem fara fram.
Menn sem eru á ofurlaunum frá okkur fólkinu í landinu og steinhéldu kjafti og sóttu veislur auðmanna og lætu mynda sig skælbrosandi með þeim.Þáðu jafnvel störf í útlöndum af þeim manni sem þeir"narta"mest í nú um stundir.Nú eigi allir að standa saman segja stjórnendur landsins.Hvaðan í andsk...... kemur sú kenning.Hvernig dettur þeim þetta í hug þ.e.a.s.hvernig dettur þessu pakki í hug að skella þessu á almenning.
Ekki hrundu neinir gullmolar af borðum auðmæringa niður til eldri borgara öryrkja eða þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu.Og eftir að hafa ítrekað heyrt í vissum háskólaprófessor sem þiggur laun einnig af"okkur"Af hverju í andsko,,,,, er maðurinn ekki rekinn frá uppfræðslu á ungu fólki.Eftir að hafa hlustað á hann í útvarpsþætti,tala um að löggæslan ætti frekar vera í að passa upp á eigur manna ,að þeim væri ekki stolið heldur en að vera að eltast"við eiturlyfjasmyglara á Kerflavíkurflugvelli.Og svo reyna að bera blak af einkavininum" og draga Baugsfeðga inni í skoðannakönnun þar sem vinurinn var"hrópaður niður"
Og þessi maður er einnig á fleiri launum frá okkur"en hann sítur í stjórn íllræmasta banka á Íslandi í dag.Það er athyglisvert að skoða stjórn þessa banka,Nöfn eins og Jón Sigurðsson,Ragnar Arndals Halldór Blöndal dúkka upp Valgrerður Bjarnadóttir í varastjórn.Er nú nokkur furða þó fnyk leggi langar leiðir.Hefur fólk skoðað stjórn seðlabankans(ég eyði ekki stórum staf á þetta fyrirbæri þó ritreglur segi svo) og bera þau saman við stjórn Fjármálaeftirlitsins.Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum lifandi manni í hug að hægt sé að skipa ÓHÁÐA nefnd til að rannsaka þessi mál.Hvað langt ætlar almenningur að láta þessa djöfla vaða yfir sig á drulluskítugum skónum.Leyfa þeim að ljúga öllum andsk..... að okkur.Teyma okkur á"asnaeyrunum"
Segja þetta í gær,annað í dag og svo allt annað á morgun.Hvenær ætlar þetta dót sem þykist vera að stjórna landinu að skilja að það erum við sem borgu þeim launin.Læra að bera virðingu fyrir launagreiðendum sínum og tala til þeirra eins og fullorðið fólk.Leggja af þennan hrokafulla tón sem er eins og margir prestar og sýslumenn notuðu við alþýðuna hér á öldum áður.Hversvegna í andsk...... má það vera að alþingi fær ekki að koma nálægt ákvörðunum um alþjóða samninga um fjöreggið.Það var enginn kosinn til neinna einræðisaðgerða.
Á meðan stjórnarherrar eru að semja um framtíð landsins er alþingi að"dúlla"sér í einhverjum hlandónýtum málum sem litlu máli skiftir.Og minnihlutinn verður að lepja sömu lygasúpuna af sama diski og við almenningur.Það er eins og okkur og minnihlutinn á alþingi komi það ekkert við hvað þessir"einræðisherrar"eru að bauka.Ef einhver hefur nennt að lesa þessar hugleiðingar kveð ég þann sama kært og bið að við förum öll á þess guðs vegum er vð trúum á
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar