Rónar og fínir menn

Nú er farið að sjóða á fólki.Ég var að velta fyrir mér hverra erinda sá silfraði í RUV gengur.Borgar RUV farið fyrir gesti sem hann sækir t.d til London.Í þættinum áðan kom maður sem ég hélt að hefði nú velt sér uppúr góðærinu hjá auðmæringunum.Hann lét það út úr sér að nú væri enginn auðmæringur ríkur.Ríki maðurinn í dag væri"róninn"

 

 

Þetta finnst mér lýsa þessum"lýð"sem sá silfraði safnar í kring um sig til að koma með nógu háfleygar og gáfulegar(að þeirra mati)skýringar á kreppunni sem hrjáir okkur.Róninn,mun sennilega vera öryrkinn.eldri borgarinn og þeir sem lægra eru settir en þessi lýður.Róninn fékk enga gullmola af borði auðmæringana en það fékk þessi maður að mínum dómi.Róninn fær ekki að koma í þátt þess silfraða.Til þess er hann ekki nógu snobbaður

 

 

Því miður hefur margur menntamaðurin mist tökin á lífinu vegna"Bakkusar"Ornir rónar eins og við hin.Dottnir út af snobblínunni.Í mínum huga er það sama af hverju fólk er komið á"rónastigið"Hvort það eru veikindi(alkahólismi eru viðurkenndur sem  veikindi)slys,lág laun eða að fólk hefur bitið á græðgisöngla útrásarmanna og tapað öllu sínu.En þessi hugsunarháttur að þeir séu rónar sem minna mega sín í lífinu er algengur hjá þessu svokallaða"fína"fólki.

 

 

Ég hef eiginlega aldrei öfundað neinn hvorki af auði eða lífsháttum.Ég var sjálfur skapari minna lífshátta.Og ég sætti mig við það fljótlega.Ég nefni þetta til að koma í veg fyrir að fólk haldi að ég sé eitthvað að öfundast út í fólk.En ekki kenni ég í brjóst um þessa svokallaða útrásarmenn þó að þeir verði að éta hafragraut svona hvurndags eins og ég.Nú spretta upp allslags"sérfræðingar"á allslags sviðum.

 

 

Nú sjá allslags aðilar sér leik á borði og bjóða fávísum almenningi upp á námskeið í hinu og þessu.Maður fer kannske að geta farið á námskeið til að læra að skí.. settlega og sparlega.Allavega hvernig maður getur notað pappírinn á hagkvæman hátt.Einn hefur verið,og sennilega stórgrætt á því  að kenna fólki  að borga niður lánin sín.Maður eigi bara að borga niður höfuðstólin og láta kretitkortin flakka.En verður maður ekki að eiga fyrir afborgununum til að borga niður höfuðstólinn.Það er óðaverðbólga

 

 

Og kretitkortin verður maður ekki að eiga fyrir þeim um mánaðarmót.Vísu eru kretitkortin  orðin þvílíkur vítahringur að það hálfa væri nóg.Þau hafa t.d.tekið verkfallsréttinn af fólki.Sérstaklega rónunum eins og fína fólkið kallar lálaunafólkið.Ég heyrði af fólki sem fór til bankans síns út af einhverskonar myntkörfuláni eða hvað þetta heitir nú allt saman.Þau fengu enga bót mála sinna hjá bankanum.Þá fóru þau til lögfræðings.Hann reiknaði út hvernig þetta gæti farið.Hann ráðlagið þeim að borga ekkert af lánunum en láta samsvarandi upphæð til hliðar.Það tekur bankann 2 ár að koma ykkur út úr húsinu sagði hann og þá getið þið verið kominn með álitlega upphæð til að byrja frá grunni á ný.

 

 

Nú er Steingrímur J komin í silfurhjúp svo ég slökkti á"Imbakassanum"Ég þoli ekki stjórnmálamenn sem eru á móti öllu en hafa lítið eða ekkert svo til málana að leggja.Tala bara um hvernig þetta fór og segjast hafa sé þetta fyrir.En það er nú kannske réttast að vera ekki að hætta sér mikið út á hinn hála ís pólitíkinnar.En eitt getur maður þó glaðs yfir,það er að búa á þessum stað, Vestmannaeyjum.

 

Á stað þar sem hlutirnir eru að gerast.Sjómenn eru að komast aftur í tísku.Verðmætasköpunin verður til hér.Enda verður maður ekki var við eins mikla reiði hér eins og maður fréttir af að sé í fólki á höfuðborgarsvæðinu.Fólk hér hefur sennilega tapað miklu fé í þessum hremmingum. Ég vil nú samt ekki bera ástandið nú saman við Heimaeyjargosið ástæðuna nefndi ég í  bloggi í gær.En Vestmanneyingar hafa aldrei verið fyrir að barma sér.

 

 

Hér eru afar og ömmur sem geta sagt afkomendum sínum af ýmsum hremmingum þegar t.d. Eyjan var kannske sambandslaus við umheimin svo dögum skifti hvað varðaði samgöngur.Ég þykist t.d. minnast þess,þó ég tæki nú á þeim tíma allskonar aðra drykki  framyfir mjólk, að hér væri skortur á henni  vegna  þess arna.Og oft vantaði minn uppáhalda vökva þess tíma.En allt bjargaðist þetta þó maður lyktaði eins og bakarí annan daginn og eins og rakarastofa hinn.

 

 

Og hér þurfti fólk oft að hafa áhyggjur af sínum nánustu á sjónum.Sem einnig gat tekið nokkra daga í þögn og óvissu.Og nú fer fólk kannske aftur að sjá hve Vestmannaeyjar eru ómissandi fyrir þetta þjóðfélag..En það finnst mér hafa gleymst í allri þessari fjand... útrás allt nema kannske 1 maður.En nú á tímum þyrlu og þotuþagnar geta Eyjamenn borið höfuðið hátt.Þeir eru aftur komnir á blað.Verið kært kvödd og förum öll á þess guðs vegum sem við trúum á


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óli, þetta er góður pistill hjá þér. Ég tek undir með Hönnu Birnu að það þarf að opna kvótakerfið þannig að nýliðar geti komið þar inn án þess að setja sig í ofurskuldir, þessi fiskur í hafinu er jú sameign þjóðarinnar.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvernig stendur á því að fólkið í þssu landi sér ekki skóginn fyrir trjánum?

Hvernig stendur á því að það eru skrifaðir margir kílómetrar af lærðum greinum í blöð um hvernig eigi að ná upp atvinnustigi og þjóðarframleiðslu þar sem hvergi er minnst á það sem máli skiptir?

Þær efnahagslegu hörmungar sem þjóðin þarf að glíma við næstu árin er lærðra manna reikningsskekkja, græðgi ofalinna frekjuhunda og spilling pólitíkra skíthæla.

Fyrsta og þýðingarmesta lausnin er fólgin í þeirri einföldu aðgerð að leysa fólkið í sjávarbyggðunum úr ánauð LÍÚ, Hafró og hagsmunatengdra pólitíkusa.

Hver andskotinn er að þessu pólitíska líði? Kveikjan að blóðugum byltingum gegn um langa sögu er skrifuð í "minnisblöð" íslenskra pólitíkusa nokkur undangengin ár.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Árni Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 535363

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband