"Gamlir kunningar"

Jæja nú er vinur minn Torfi "á vigtinni" komin úr sumarfríi. "Viktarspjallið" komið í gang aftur og skap mitt að mildast. Er jafnvel til í að samþykkja Icesave. Og þá verður maður aðeins að breyta um bylgjulengd.  Á flækingi mínum um heimshöfin "rakst" ég stundum á "gamla kunninga" Þ.e.a.s skip sem áður voru undir íslenskum fána og jafnvel byggð fyrir íslendingaimage 27Sá skip koma Fyrir ca 10 árum var ég staddur í Palairos litlum hafnarbæ á V- strönd Grikklands.  Við lágum með bb síðu að alveg upp í einu horni hafnarinnar. Þá sé ég skip koma inn í höfnina. Hvað sem gerði það, þá fannst mér ég strax eitthvað kannast við þetta skip. Það reyndist vera undir grísku flaggi og heita Philippos K.scan0168 Philippos K .Og þegar skipið kom enn nær komu í ljós upphleyptir stafir Rangá,Bolungavík. Skelfing var að sjá aðfarir hin gríska skipstjóra. Það bærðist ekki hár á höfði slíkt var lognið. Mér var hugsað til þeirra Steinars,  Rögnvalds, Jóns, Sveins og Sæmundar sem voru með skipið undir íslensku flaggi. image Ætlaði að leggjast .... Hræddur er ég um ef einhver þeirra hefðu horft á aðfarirnar hefðu þeir fengið bát til að skutla sér um borð og láta manninn hætta að"nauðga" skipinu eins og hann gerði. Ópin og öskrin í honum sem ásamt akkerisskrölti vöktu undrun allra sem til sáum  Hann ætlaði fyrst að leggjast aftan við okkur. scan0171 Skrönglaðist fr......Eftir rúman klukkutíma eftir að hafa skrönglast fram með okkar stb síðu tókst honum loksins að leggjast að bryggju hinumegin við hornið fyrir framan okkur. Saga skipsins er eitthvað á þessa leið: Það var byggt í Elmshorn hjá Kremer Sohn,skipasmíðastöðinni. 1962. scan0191Fyrir Hafskip.Smíðanr 1095. 499 ts. 1666v dw. Lgd oa:66,5 Br:10.2. Það er selt til Danmerkur 1974 og fær nafnið John5( einn góður vinur minn og nafni Ole Alex var með John og sagði það vera einn albesta coaster sem hann hefði siglt og .þeir voru nokkuð margir) 1985 er skipið selt aftur og fær síðan eftirfarandi nöfn. 1985,Eastland, 1989 Ranga, 1990, High Wind, 1990,Kostas.P og 2005 Pilippos K,7Loksins Það skemmdist í bruna við Krít í júlí 2007 og endaði ævi sína í skipakirkjugarðinum í Allaga (Tyrklandi)í ágúst 2007.44 ára gamall. Það var seigt í þessum gömlu. Ég hitti fleiri "gamla kunninga á ferðum mínum" scrap 12 Bútaður niður í Aliaga. og kem með þá seinna..Það tókst ekki eins vel að skanna allar myndirnar en hæfileikar höfundar í myndvinnslu eru sáralitlar. Þrátt fyrir tilraunir vinar míns Torfa til að bæta þar um. Með von um að einhver hafi haft nennu og eða gaman að skoða þetta kveð ég kært. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli

Ég var á dekkinu þarna í upphafi þ.e.a.s  í júní 1962.

Þær breytingar sem maður sér að mastrið og bómur eru farin .Einnig er búið að 

taka "fenderlistann" af síðunum.

Meira að segja er ramminn fyrir miðunarstöðina er ennþá í afturmastrinu.

Kveðja  Bjarni Halld.

Bjarni Halldórsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Bjarni og ég þakka innlitið. Já mér var satt að segja hugsað til þín er ég var að semja bloggið. Það hefur veriið fjandi seigt í henni stálið blessaðri. Tekur þú  undir orð vinar míns Óle Alex sem ég tala um hvað varðar sjóhæfnina.?. Þarf að fara að koma í kaffi. Hef 2svar komið þegar skipið þitt hefur verið hefur verið hér en þú í fríi. Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 12.8.2009 kl. 20:43

3 identicon

Sæll Óli.  Fróðlegt að lesa sögu Rangár hafðu þökk fyrir að grafa þetta upp Óli minn.  Já það var seigt í þeim þessum skipum sem smíðuð voru í Þýskalandi á þessum árum og raunar í öllum þessum skipum sem smíðuð voru fyrir Íslendinga meðan kaupskipaútgerð okkar var og hét.   Gaman að sjá innlitið hjá Bjarna ég þarf að fara að hitta hann þegar henn verður á ferðinni hér um slóðir.

Með kærri kveðju

Heiðar Kristinsson 

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 535355

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband