Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Hvað á að skrifa hér? Hr. eða Frú ?

Fann þig af tilviljun, er alltaf að fikta á tölvuna og stundum ekki til góðs. (kostaði mig í fyrradag 4900.00 bara fyrir fikt !) Svona til að þú vitir hver þetta er sem er svona tölvusnillingur þá er þetta hún: FSEEF og þú ert: FSEEF. Þetta kemur út alveg eins en þú fattar hver þetta er? Bless frændi sæll í bili.

Gyða Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 17. okt. 2012

Blessaður Ólafur.

Greinin þín um Pálma var góð,TAKK,þú ert góður penni,hvers vegna ertu ekki í Bókaflóðinu? kveðja Margrét Júlíusdóttir.

margrét júlíusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. des. 2011

Sigurlaugur Þorsteinsson

Bræðurnir frá Gamla-Hrauni.

Sæll Ólafur.Óskar á ´Frá minnist á þig í athugasemdum vegna hrakninga afa og bræðra hans 1914,og þar segir hann að þú sért að huga að skrifum um þá bræður,þætti mér vænt um að komast í samband við þig um þessi mál því þau eru mér mjög hugleikin og ég er að safna að mér fróðleik um allann ættarhópinn ásamt því að grúska í ættfræðinni og stefnan er að eiga æviágrip sem flestra og búa til gagnagrunn ef eitthver skyldi nú vilja vinna með þetta seinna eða nota til fróðleiks,vænt þætti mér að heyra frá þér í emaili ísklakinn@gmail.com kv Laugi.

Sigurlaugur Þorsteinsson, sun. 9. okt. 2011

Mummi bróðir

Sæll Óli minn! góð síða hjá þér og gaman af myndunum. Heyri vonandi frá þér.bráðum. Kær kveðja frá mínu fólki til þín.

Guðm. Guðmundss. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. mars 2011

Ólafur Ragnarsson

Sæll frændi sæll

Sælir strákar og ég þakka innlitið.Einar ég hef ekkert kíkt hingað lengi. En ég flutti til Svíðjóðar 1990 og bjó þar til 2005 að ég flutti hingað til Eyja. Lungan úr tímanum sem ég bjó úti sigldi ég hjá Dönum, Krabbamein sló mig niður 2004 en ég komst á lappirnar aftur og byrjaði að sigla aftur en þá bilaði "pumpan".Reyndi aftur á sjó eftir hjartaaðgerð en það gekk ekki upp Þar með lauk sjómannsferlinum sem stóð í rúm 53 ár. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, þri. 25. maí 2010

Heill og saell fraendi.

Hvar hefur tu verid øll tessi år fraendi. kv.Einar Olafsson smidur i Oslo

Einar Olafsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. maí 2010

Ásgeir Þór Davíðsson

Gaman að lesa háðsglóðsurnar gamli vinur og skipsfélagi

Asgeir Þór Davíðsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 27. mars 2010

M/V Eldvík

Sæll Gaman að sjá þessar myndir,ég var á Eldvík í mörg ár og langaði að vita hvað varð um skipið.

Gunnar Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. des. 2009

Jón Snæbjörnsson

sæll félagi

heyrist fátt frá þér vinur - er ekki allt í góðu félagi. láttu heyra frá þér vinur kv Jón Snæ

Jón Snæbjörnsson, mán. 23. nóv. 2009

fréttaþorsti !!!!

Heill og sæll, erum farin að sakna þess að sjá ekkert frá þér,hvorki á bloggi né facebook,vonum samt að þú sért hress,en ósjálfrátt fer maður alltaf að hugsa "skyldi vera einhver lasleiki" þegar mjög langt líður á milli þess að sjá einhverjar fréttir.Héðan er allt gott og mikið fegin meðan ekki kemur snjór úr lofti.Láttu endilega heyra frá þér, bestu kveðjur frá okkur Bjössa, Sæa.

sæa (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. nóv. 2009

Kveðja frá Bg

Heill og sæll frændi. Ég mátti til að kvitta núna, en oft hef ég litið inn, en ekki látið vita af mér. Héðan er allt gott að frétta eftir yndislegt sumar, en alltof mikinn þurrk. Nú rignir sem aldrei fyrr, gott fyrir vatnsbúskapinn. Þann 16.maí varð ég fyrir þeirri reynslu að fá hjartakast, var á göngu með fleiru góðu fólki á Krísuvíkurleið að Kaldárseli, en það var of mikið fyrir konuna, varð að láta sækja mig. Hilmar bróðir kom og fór með mig beint á bráðamóttöku Landsspítalans, þar var mér demt uppá bekk og síðan í allskonar rannsóknir og út úr því kom hjartaþræðing sem gaf til kynna 2 stíflaðar æðar. Önnur var þrædd og sett upp eitthvert net til að halda æðinni opinni, en hin æðin var búin að mynda hjáveitu, svo hún er bara enn stífluð og verður það. Ég er bara nokkuð góð, en þreytist nokkuð þegar líður á daginn, vantar meira úthald!!! Ég syndi og fer í göngutúra svo ekki spillir það, en þetta virðist taka skratti langan tíma. Vonandi ert þú hress, allavega eru skrifin þín þannig, hress og skemmtileg. Nóg í bili núna, kær kveðja, Gunna Mæja

GM (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. ágú. 2009

Ólafur Ragnarsson

Gamli nágranni

Sæll Bjössi minn.Og ég þakka þér inlitið.Gaman að sjá þig hérna á síðunni.Þetta hefur nú verið hálfgerður"strigakja...." á manni alla tíð. En furðulegt og það má nú vera þá man ég alltaf afmælisdag 3ja minna æskufélaga Gísla Sum 15 maí (þó ég hafi hreinlega gleymt því á sjálfan daginn núna)og þeirra Gauks og Óla 16 ágúst. Ég bið kærlega að heilsa í Nesið og sértu sjálfur ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, þri. 7. júlí 2009

Kveðja úr Borgarnesi

Sæll Ólafur, það er oftast hressandi að lesa það sem þú setur á blað, þú hafðir munninn fyrir neðan nefið á meðan þú áttir heima í nesinu og enn ertu hress. Karlinn orðin 70 ára og eftir nokkra daga verða þeir félagarnir Gaukur og Óli Egils búnir að ná þér, en ekki lengi, þú skundar á undan flesta daga ársins. Ekki þarf að segja manni eins og þér fréttir úr gamla bænum þínum, þú ert með svo mörg og góð sambönd. Haltu áfram að vera hress. Kveðja Bjössi Hermanns

Björn Hermannsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 6. júlí 2009

Ólafur Ragnarsson

Sá er maðurinn

Sæll Ingi jóhann og ég þakka innlitið. Jú sá er maðurinn. Getur ekki verið að þú hafir keyrt sendibíl síðar og við höfum hittst nokkrum sinnum seinna. Annars er minnið farið að gefa sig hvað mannanöfn varðar. Og svo mín kæra frænka Gunna Mæja. Þér þakka ég líka fyrir innlitið þó seint sé. Ég hef verið latur að skrifa eftir"flokkshrunið" En bestu kveðjur í"Nesið".Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, lau. 4. júlí 2009

Gáfumaður

Sæll og blessaður frændi minn. Langt er liðið síðan ég hef "litið inn til þín" á blogginu. Mér brá nú bara að þú ætlaðir þér að hætta að blogga, en til mikillar gleði sé ég að þú ert byrjaður aftur. Þú hefur sterkar skoðanir á landsmálum og hefur frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Sé að þú ert farinn frá FF komdu bara til okkar!!!!! (eða þannig). Þú veist alveg hvar afi var t.d. Vonandi fer sumarið að koma, núna er aldeilis grenjandi slagveður eins er svo oft hér. 'oli minn, vonandi getur maður lesið áfram fróðleik frá þér. Kveðja, frænka þín Gunna Mæja

GM (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. maí 2009

Landsmiðjubátar

Sæll Ólafur, ég er nemandi í fjölmiðlafræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er að vinna að lokaverkefni sem fjallar um sjómennsku. Verkefnið er byggt á viðtölum og einn viðmælandi minn átti Landsmiðjubát en mér einhvern veginn láðist að biðja um nánari skýringu á því. Svo ég gúgglaði 'Landsmiðjubátur' og fékk upp gamla bloggfærslu frá þér. Gætir þú (eða bara einhver sem les þetta) nokkuð skilgreint þetta fyrir mig? Hver er munurinn á Landsmiðjubátum og öðrum bátum? Takk fyrir. Kveðja, Ragna Ólöf Guðmundsdóttir (rog89@visir.is)

Ragna Ólöf Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 13. apr. 2009

Höfuðföt

Sæll Óli minn. Mér fannst þú virkilega flottur með kósakkahúfuna, ekki ertu síðri á þessari mynd, reyndar alveg eins og pabbi þinn var. Ég sé að þú átt aðra Guðrúnu Maríu í vinahópi þínum. Ég skildi bara ekki af hverju þú værir að biðja mig afsökunar á "Blogginu" þínu, þá var það bara önnur GM. Hafðu það ætíð sem allra best frændi minn. Borgarneskveðjur, Gunna Mæja

gm (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 11. mars 2009

Jóhann Elíasson

Kveðja

Nei Óli minn, ég fer daglega inn á síðuna þína en ég verð að viðurkenna að ég er alls ekki nógu og duglegur að skrifa athugasemdir þar. Ég er mjög ánægður með að vera bloggvinur þinn en það er mér enn meiri heiður að vera vinur þinn. Ég vona að þú hafir það ætíð sem best og ef ég kem til Eyja myndi ég gjarnan vilja kíkja í kaffi til þín og til mín ertu alltaf velkominn. Kveðja Jóhann

Jóhann Elíasson, sun. 8. mars 2009

Hilmar Snorrason

Gömul skip

Það var gaman að lesa pistilinn þinn um gömlu stríðsskipin. Ég vildi fá að bæta aðeins inn hjá þér smá fróðleik en það var búið að loka fyrir athugasemdir þegar ég las þetta. Eins og fram kom hjá þér þá var Lárus Blöndal fyrsti skipstjóri með Þyril en hann hafði ekki verið skipstjóri hjá Ríkisskipum fyrir þann tíma. Ástæða þess að hann varð skipstjóri með skipið var mér sagt á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann sagði ríkinu frá því að þeir ættu eitt stykki olíuskip sem kaninn hefði skilið eftir. Segir sagan að fyrir vikið hafi honum verið falið að koma skipinu í stand og að launum fékk hann skipstjórastarfið þar. Sagt var að þegar menn komu um borð í YO 127 hafi verið matur á diskum í messanum sem og í pottunum í eldhúsinu. Svo virtist sem að menn hefðu bara staðið upp við það sem þeir voru að gera það augnablikið þegar þeim var sagt að koma sér í land og fara heim. Hörður Þórhallsson sagði mér það að kananum hefði ekkert litist á að sigla þessum skipum á Íslandi en það voru tvö frekar en þrjú sem hér voru í stríðinu. Eitt þessa skipa var sent til Akureyrar en þeir hefðu snúið við þegar þeir komu vestur á firði. Hvað áhræir Tröllafoss þá, samkvæmt mínum heimildum, var það ekki rétt að Eimskipafélagið hefði geta keypt þrjú skip. Hið rétta var að mög erfitt var að kaupa skip í lok Seinni heimstyrjaldarinnar enda höfðu mörg skip farist á þeim árum og mikill skortur á skipum. Það var fyrir tilstilli sendiherra Íslands í Bandaríkjunum að það tókst að fá viljayfirlýsingu um að mögulegt væri að selja eitt skip til Íslands af þeim skipum sem á lausu voru í lok stríðsins. Farið var til San Francisco þar sem valið var eitt skip úr hópi þriggja skipa. Coastal Courser hafði verið, ásamt nokkrum systurskipum sínum, í siglingum á Kyrrahafi í styrjöldinni. Ég ætla líka að þakka þér fyrir samantektina á þeim bresku tundurduflaslæðurum sem komu hingað og voru í raun skráð sem fiskiskip þrátt fyrir að þau hafi verið mikið notuð til flutninga. Enn og aftur, Óli, þá vill ég þakka þér fyrir skemmtilega pistla sem ég les svona þegar tími er á lausu.

Hilmar Snorrason, lau. 10. jan. 2009

Hilmar Snorrason

Enn Ríkisskipskall

Sæll Óli Nú vantar mig að fá að heyra í þér. Getur þú ekki hringt í mig við fyrsta hentugleika. Þú finnur mig í símaskránni. Hilmar

Hilmar Snorrason, lau. 10. jan. 2009

Gleðileg jól.

Kæri vinur og frændi,okkar bestu óskir um "GLEÐILEG JÓL" og farsæld á nýju ári.Hafðu það sem allra,allra best. Þess óskum við þér,Bjössi og Sæa.

sæa (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 23. des. 2008

Jólakveðja

Kæri frændi Ég óska þér góðra jóla og farsældar á komandi ári. Kveðjur frá fjölskyldu minni, Gunna Mæja

gm (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 23. des. 2008

Sæll vinur

Halló Óli gaman að hitta þig á interneti og skoða allar myndir sem þú ert búinn að taka.. Þú getur sent okkur linu toyotavaxjo@hotmail.com Kveðja Keli í Svíþjóð

Thorkell Kristjansson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. nóv. 2008

Sæll vinur

Það er alveg rétt hjá þér'Oli minn.Það segir konan mín En hún er dóttir Hrefnu og Daniels. Með vinar kveðju Eron

Karl Eron (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. nóv. 2008

Sæll frændi

Takk fyrir kveðjuna. Ég man ekki eftir öðru nafni á túninu en Ólatún. Hann hafði fjárhúsin þarna í holtinu. En nú er allt breytt, komin hús þarna. Borgarnes hefur breyst ansi mikið. Nú er búið að byggja fyrir neðan Kaupfélagið, á gamla mjólkursamlagsplaninu og svo áfram í samlagsfjörunni, allt upp fyllt, svo ásýnd Borgarness frá sjó/bryggjunni er allt önnur, hreinlega ömurleg. Þetta lætur maður yfir sig ganga. En svona er þetta bara. Nú á ég heima í hverfinu fyrir ofan Bjarg. ég var búin að segja börnunum mínum að ég færi aldrei uppfyrir Dúilahæð,en það er gata fyrir ofan kirkjugarðinn. En er semsagt flutt enn ofar, ég sagði hálfa leiðina norður í land. Það voru mikil viðbrigði að flytja frá Kveldúlfsgötunni eftir 37 ár þar, en eins og þú veist kannski, þá áttum við tvíbýlishús með mömmu og pabba, en eftir að þau fóru, gat ég ekki hugsað mér að eiga heima þar áfram, enda stór lóð og komið mikið viðhald á húsið og við eldumst, þá er betra að vera í minna húsi og nánast viðhaldsfríu. Já með tölvunotkun eldri borgara, þá er ég alveg sammála þér, þetta er góð dægrastytting þarf bara að kvetja fólk meira að fara á námskeið,fá sér tölvu og bara láta vaða. Hafðu það gott Óli minn. Kær kveðja úr Nesinu. Þín frænka Gunna Mæja

GM (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. okt. 2008

Ólafur Ragnarsson

Sæl frænka

Jæja þá er bara að undirrita"dílinn"En ég vona nú að við sjáumst áður en þessir atburðir"skella"á okkur.Til hamingu með þessa stóru fjölskyldu.Af ýmsum ástæðum hef ég ekki sinnt Borgarnesarmi ættinga minna sem skildi undanfarið.Pabbi átti að mig minnir 20 hálfsystkini.Ég 8.Já Helgi frændi þinn.Hann er öðlingur eins og bróðir hans var.Helgi gaf mér skíði sem hann hafði átt þegar ég var nýkominn í"Nesið"frá Ísafirði 1945.Þá orðin dágóður á skíðum.Þá renndi maður sér niður alla Dalsbrekkuna og endaði uppí Sneiðinni.Þá var nú umferðin ekki svo mikil.Svo var það túnið sem var á milli húsins sem þú áttir heima og húss Daniels og Hrefnu.Af hverju minnir mig að það hafi verið kallað Óla Þórðartún?En það vill held ég enginn kannast við.Manst þú hvað það var kallað?Það er synd að Helgi frændi þinn skuli ekki fást til að vera með tölvu.Það er svo mikið sem gamlir sjóarar með áhuga enn fyrir ævistarfinu geta dundað sér á"Netinu"Læt þetta duga í bili.Séu þú og þínir af mér kært kvaddir héðan úr blíðunni í Eyjum.

Ólafur Ragnarsson, þri. 28. okt. 2008

Takk

Óli minn, tek undir þetta með afmælin, en vonandi sjáumst við áður þó tíminn sé fljótur að líða. Þetta með ungu dömuna, þá hefur hún stækkað á alla kanta, 4 börnum og 10 barnabörnum ríkari. Svona er nú það. Ég kíkui oft inná síðuna eftir að ég uppgötvaði hana. Lét Silla Ara vita um síðuna. Svo hef ég oft frétt af þér í gegnum Helga honum finnst alltaf gaman að heyra í þér. Jæja frændi sæll, hef þetta ekki meira núna. Þín frænka Gunna Mæja

GM (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 27. okt. 2008

Ólafur Ragnarsson

Sæl frænka

Long time no see.Nú gerum við samning!!!Ég kem í þitt 70 tugs afmæli.og þú kemur í mitt 80 ræðs.Ja tíminn er fljótur að líða ég man eftir þér ungri"dömu"veifandi íslenskum fána og í íslenskum búningi.Falleg sjón.Kærar kveðjur til þinna og sértu sjálf af mér ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, sun. 26. okt. 2008

Síðbúin afmæliskveðja

Heill og sæll fændi. Innilegar hamingjuóskir með afmælið. Mér fannst verst að komast ekki. Ég datt óvart hér inná síðuna þína og fannst upplagt að senda þér smá kveðju. Héðan er allt gott, þrátt fyir aumar þjóðfélagsfréttir. Við horfum bara björtum augum fram á veginn. það eru orðin ansi mörg árin frá því við sáumst seinast. Vonandi rætist úr því. Ég hefði viljað sjá þig á ættarmótinu í sumar. Þar var sko gaman eins og Dalættarinnar einni er lagið. En bestu kveðjur Gunna Mæja

GM (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 20. okt. 2008

Ólafur Ragnarsson

Takk fyrir mig

Ég þakka ykkur fyrir heimsóknina og góðar óskir mér til handa.Gaman að sjá kveðju frá ykkur Ásdísi vinkonu minni í Svíþjóð og Möggu Rósu frænku í Noregi.Og Ragnar Björn:"Long time no see"Verðum að fara að láta það ske.Pétur þú ert nú alltaf við hendina svo kveðjur til þín eru afgreiddar með góðu handtaki.Séu þið öll ávallt kært kvödd og fyrirgefið hve seint ég svaraði þessu.

Ólafur Ragnarsson, sun. 28. sept. 2008

Afmæliskveðja fra noregi

Til hamingju med daginn frændi, eg vona ad þu hafir notid dagsins. Kv Magga Rosa

Margret Rosa Gardarsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 8. sept. 2008

afmæliskveðja ú Borgarnesi

Heill þér sjötugum kæri frændi,Fréttum af blogginu þínu gegnum Gylfa bróðir.Hefði verið gaman að sjá þig á ættarmótinu í sumar,sem tókst mjög vel. Bestu kveðjur Ragnar Björn.

Bjössi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 31. ágú. 2008

Síðbúin Afmæliskveðja!

Innilega til hamingju með (föstu)-daginn elsku drengurinn minn. Kveðja, Pétur Pétursson, vinur og fyrrverandi vinnufélagi.

Pétur (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 31. ágú. 2008

Frikkinn

Afmæliskveðja

Til hamingju með daginn

Frikkinn, fös. 29. ágú. 2008

Heill tér sjötugum....

Heyrdu Oli minn tad er stór dagur hjá tér í dag...Heill tér sjötugum vinurinn svakalega er tíminn fljótur ad lída.Hafdu tad áfram gott á landinu okkar fagra.Bestu kvedjur frá Staffanstorp.Ásdís Svavars..(Dísa)

Ásdís Svavarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. ágú. 2008

Sæll vinur.

Þetta er rett hjá þer óli. 'I sambandi við Frey Ég Fór um borð í hann nýjann og var þar í nokkurn tima Guðmundur 'Asgeirs kom beint úr Stýrimannaskólanum og byrjaði þar sem 2 stýrim með bestu kv Karl Eron

Karl Eron (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 6. ágú. 2008

Guðjón Ólafsson

Vantar að vita um nokkur skip

Sæll Ólafur það var gaman að lesa þessa grein frá þér um gömul íslensk skip og afdrif þeirra ég myndi vilja fá að vita afdrif þeirra skipa sem ég var á sem eru Eldvík Saga (ex-Rangá) Akranes Saltnes Ísnes (kæliskipið) Mánafoss Brúarfoss ro/ro skipið Írafoss (ex Keflavík ) Sjóli Re-18 sem brann reyndu að finna eitthvað um þessi skip og ekki verra að fá myndir líka Bestu Kveðjur Guðjón Ólafsson Ekkjufelli 701-Egilsstaðir Netfang : gutti62@gmail.com Heimasíður: www.123.is/gudjono og www.gutti.blog.is og http://www.youtube.com/gutti62 símar : 849-9545 / 471-2103

Guðjón Ólafsson, sun. 27. júlí 2008

Ólafur Ragnarsson

Sæll minn"gamle ven"Eron!

Ja nú dottu mér allflestar dauðar lýs úr hári.Að heyra frá þér.Ja það verður gaman ef af verður.Já kallin er kominn svona með annan fótinn á"Elló"Mér líður vel hérna.Er með svona lokað svefnrými(með tjöldum) svipað og hjá Geira God það vantar bara"súluna"Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, fim. 24. apr. 2008

Sæll vinur

Gaman að lesa grúskið þitt.verst að heilsan skuli vera þer til travala En það stendur vonandi til bóta Ég bý á Selfossi og hef aldrei haft það betra.Má vera aðeg skreppi til Eyja i sumar Þá heilsa eg upp á þig á Elliheim he he hver hefði trúað þvi.kv Eron

Karl Eron (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. apr. 2008

Ólafur Ragnarsson

Kveðja

Sæll Magnús!Long time no see.Já Rauðaljónið var gott og Magga ennþá betri.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, fim. 3. apr. 2008

Rauða Ljónið

Einu sinni kostu um borð í Grimsby uppstrílaður og og flottur með brilla í hárinu og sagðir : Búið að rífa RAUÐA LJÓNIÐ OG MAGGA DAUÐ. svo kom magga bara í ljós en ljónið farið Gaman að sjá þig aftur

magnus smith (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. apr. 2008

Kolbrún Stefánsdóttir

Hvar ertu vinur sem ...

Sakna þess að sjá ekki neitt til þín nú um þessar mundir. Vona að þú sért hress. Páskakveðjur til þín. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, fös. 21. mars 2008

Vitaskipið Hermóður

Fann á þinni fróðleik sem mig vantaði, um það hvenær vitaskipið fórst, ef þú ferð inn á síðuna ketilas08 sérð þú greinina, en svo festist ég í að lesa um alla hina skipsskaðana, þvílíkt og annað eins. Kv. Margrét Traustad. Akureyri

margret traustadottir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008

Jóhann Elíasson

Kveðja

Var að tala við Gunna Þór , sem bað mig fyrir bestu kveðjur til þín.

Jóhann Elíasson, fim. 14. feb. 2008

Þakkir

Blessaður og sæll. Vildi bara þakka góð orð í minn garð og þýðingarinnar á ævintýrum bókaveiðarans Corsos. Rakst á þetta hér á Vefnum. Það er alltaf ánægjulegt að það sem maður er að rembast við að gera skuli falla góðum lesanda í geð. Bendi þér líka á sögu eftir Pérez-Reverte sem nefnist Refskák - eða Bríkin frá Flandri sem ég er viss um að þú hefðir gaman af. Með bestu kveðju, Kristinn R. Ólafsson í Madríd

Kristinn R. Ólafsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. jan. 2008

Nýárskveðja.

Heill og sæll frændi! Gleðilegt ár og þökk fyrir gömlu árin. Ánægjulegt að fylgjast með blogginu þínu ég tala nú ekki um ferðasögurnar. Var alveg sammála þér með ræðu forsætisráðherra. Kær kveðja. Jóhannes Gylfi.

Jóhannes Gylfi Jóhannsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. jan. 2008

Helgi Þór Gunnarsson

Nýárskveðja

Sæll og blessaður Ólafur, mig langar að senda þér nýárskveðju og þakka þér fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, mán. 31. des. 2007

Frikkinn

Kveðja

Ég heiti Friðrik Ragnarsson, var hjá Hafskip heitnum fyrst , fór svo 2-3 túra á Stuðlafoss, í eldhúsinu hjá Hafsteini ameríkana sem kallaður var. En sigldi hjá Hafskip eftir það fram í andlátið.Síðast á Rangá.

Frikkinn, fim. 27. des. 2007

Rauða Ljónið

Jólakveðja

Sæll, Ólafur. Óska þér gleðilegar jóla og farsældar á komandi ári, vill þakka þér frábært innlegg til sögu sjómannarstéttarinar megi gæfan fylgja þér í komandi skrifum um sama efni. Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, mið. 26. des. 2007

Frikkinn

jólakveðja

Sæll Ólafur, var að spá í hvort það geti verið að við höfum verið samskipa á Stuðlafossi 1978 eða um það bil. ? Eg var að stíga mín fyrstu spor til sjós á þeim tíma...... Kveðja Friðrik.

Frikkinn, þri. 25. des. 2007

Jólastrand

Góður puntur þetta með Nesskip...Kannske rússneskur siður að stranda á jólunum... Var að spá ..???? getur verið að þú hafir verið einu sinni á Stuðlafossi ? þ.e gamla Hoffanum . Jólakveðja Friðrik

fridrik-8 (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. des. 2007

Helgi Þór Gunnarsson

Jólakveðja

Sæll og blessaður Ólafur, þetta með stefnumót er í góðu lagi á förnum vegi, ég fylgist með litla rauða bílnum upp á elliheimili, jæja kæri bloggvinur og vætanlegur vinur hafðu gleðileg jól og njóttu alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Með jólakveðju.

Helgi Þór Gunnarsson, mán. 24. des. 2007

Helgi Þór Gunnarsson

Stefnimót

Bessaður ólafur, já gaman væri að hitta þig vinur, ferðu niður í skýli á einhverjum sérstökum tíma dags? Ég fer allaf í Áhaldaleiguna til Óskars KL 08. kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, mið. 19. des. 2007

Kiddi Jói

Kveðja úr Borgarnesi

Sæll Ólafur. Ég skal segja þér smá deili á mér. Ég er af hinni frægu ætt, Arabíu-ættinni, þ.e. Egilsgata 10. Amma mín og afi áttu húsið á horni Egilsgötu og Bröttugötu. Húsið var kallað Arabían.

Kiddi Jói, fös. 30. nóv. 2007

Jóhann Elíasson

Kveðja

Ég átti að skila kærri kveðju til þín frá Gunnari Þór Gunnarssyni í Hafnarfirði.

Jóhann Elíasson, sun. 11. nóv. 2007

Spjall

Þakkir fyrir góða viðkynningu og gott spjall á Heilbrigðisstofnunni í Vestm. kallimarteins@simnet.is.

Karl G. Marteinsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 6. nóv. 2007

Hi

Hi Oli.....excellent blog. You must be bored sitting on you arse in Vestmannaeyar instead of trolling around the world in ships! Eg vona ad heimsokn per naesta ar...pin brodir, Petur.

Pete (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. sept. 2007

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll

Heill og sæll Óli ertu búinn að fara í bæinn ?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, lau. 15. sept. 2007

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll

Heill og sæll Ólafur ertu hættur að blogga?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, fim. 6. sept. 2007

Guðjón Ólafsson

kveðja frá fyrrum Farmanni

sæll ólafur átt þú myndir af esjunni og gætir þú sent mér það á gutti62@simnet.is ég er með góða myndasíðu á slóðinni www.123.is/gudjono kveðja Guðjón ólafsson

Guðjón Ólafsson, mið. 15. ágú. 2007

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Ertu með netfang?

Heill og sæll Ólafur, já það er nú ekki von að maður muni svo langt aftur í tíman, þó man ég vel eftir þegar Frigg datt á hliðina í slippnum. Ólafur ertu með netfang ?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, mið. 1. ágú. 2007

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

takk sömu leiðis

Þakka þér sömu leiðis að gerast bloggvinur minn. Ég man ekki eftir þér í Eyjum, en 1963 var ég nýbyrjaður á sjónum og það er nú orðið langt síðan. Þú segist hafa verið giftur Guðbjörgu sem ég held að hafi verið vinkona Erlu Sigmars uppeldissytir minnar eða er það ekki rétt hjá mér? Jeg er lítið inn í fragtskipunum þó ég hafi verið stýrimaður á Herjólfi í 16 ár, þá hafði maður allt of lítil samskipti við þá sjómenn sem voru á fragtskipunum. Þó kynntist ég nokkrum þeirra á FFSÍ þingum. Það er gott að heyra að þú sért ánægður með veru þína í Eyjahrauni þetta eru jú ágtætar íbúðir og fallegt er útsýnið ekki hvað síst þessa mánuðina. Það gleður mig að heyra að þú hafir lesið greinarnar mínar um öryggismál sjómanna, en það hefur verið mitt áhugamál í yfir 30 ár að bæta öryggi sjómanna. Ég er reyndar als ekki hættur að vinna að þeim málaflokki þó ég hafi ekki verið nogu duglegur að skrifa um þau í dagblöðin. Ég sakna þess að þær raddir sem skrifa um öryggismál sjómanna eru að mestu þagnaðar, þó mikið sé hægt að gera til að bæta öryggi sjómanna. Það væri gaman að ræða við þig um þau mál því flestir sjómenn hafa bæði áhuga og skoðanir á þeim málaflokk. Hefur þú áhuga á grúski um gamla timan? kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, þri. 31. júlí 2007

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

takk sömu leiðis

Þakka þér sömu leiðis að gerast bloggvinur minn. Ég man ekki eftir þér í Eyjum, en 1963 var ég nýbyrjaður á sjónum og það er nú orðið langt síðan. Þú segist hafa verið giftur Guðbjörgu sem ég held að hafi verið vinkona Erlu Sigmars uppeldissytir minnar eða er það ekki rétt hjá mér? Jeg er lítið inn í fragtskipunum þó ég hafi verið stýrimaður á Herjólfi í 16 ár, þá hafði maður allt of lítil samskipti við þá sjómenn sem voru á fragtskipunum. Þó kynntist ég nokkrum þeirra á FFSÍ þingum. Það er gott að heyra að þú sért ánægður með veru þína í Eyjahrauni þetta eru jú ágtætar íbúðir og fallegt er útsýnið ekki hvað síst þessa mánuðina. Það gleður mig að heyra að þú hafir lesið greinarnar mínar um öryggismál sjómanna, en það hefur verið mitt áhugamál í yfir 30 ár að bæta öryggi sjómanna. Ég er reyndar als ekki hættur að vinna að þeim málaflokki þó ég hafi ekki verið nogu duglegur að skrifa um þau í dagblöðin. Ég sakna þess að þær raddir sem skrifa um öryggismál sjómanna eru að mestu þagnaðar, þó mikið sé hægt að gera til að bæta öryggi sjómanna. Það væri gaman að ræða við þig um þau mál því flestir sjómenn hafa bæði áhuga og skoðanir á þeim málaflokk. Hefur þú áhuga á grúski um gamla timan? kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, þri. 31. júlí 2007

Grein um brottkast og kvóta

Það er góð hjá þér greinin um brottkast og kvota, þetta eru góð dæmi sem þú tekur,svona er þetta í pottinn búið. Það er gaman að lesa blogg sem gammlir sjómenn skrifa, að ég tali ekki um að fá gamlar myndir af skipum og sjómönnum við vínnu sína. Hvenær fluttir þú til Eyja Ólafur? kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 30. júlí 2007

Ævar Rafn Kjartansson

Er ekki kominn tími á bók?

Mér finnst full ástæða til að þú og fleiri gamlir selir segið sögu ykkar. Við erum að enda með kynlausae karlkerlingar sem karlkynið og það þurfa að vera til heimildir um þá tíma þegar karlmenn voru ekki lesbíur.

Ævar Rafn Kjartansson, mán. 30. júlí 2007

Jóhann Elíasson

Hittumst

það verður gaman að hitta þig og rifja þetta upp allt saman . Endilega hafðu samband við mig heimasíminn er 565-1192, gsm er 896-4292 og netfangið vesturholt@simnet.is Vertu ávallt velkominn.

Jóhann Elíasson, sun. 8. júlí 2007

Jóhann Elíasson

Kærar þakkir

Jú það er rétt ég var sá sem Týr fór með á Patró. Ég vil nota tækifærið,loksins þegar ég "hitti" einn bjargvætt minn, til að koma á framfæri þakklæti til áhafnar M/S Esju fyrir stórkostleg og óeigingjörn störf á þessari erfiðu stundu. Kær kveðja

Jóhann Elíasson, fös. 6. júlí 2007

Jóhann Elíasson

Þakkir

Fyrirgefðu Ólafur en ég hafði ekki haft vit á að fara inn í Gestabókina hjá mér fyrr. Ég þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar, það er virkilega gaman að fá svona fróðleik og að mínu mati væri það okkur til mikils vansa ef svona stórkostlegir menn eins og hann Guðni heitinn verður ekki gert hærra undir höfði því hann og fleiri góðir menn lyftu hverdagsleikanum á hærra plan. Jú ég var stýrimaður á b/v Sjóla þegar hann brann.

Jóhann Elíasson, fös. 29. júní 2007

Jón Aðalsteinn Jónsson

blessaður

Gleðilega hatið líka já þetta getur verið svo pirrandi að silast endilangan bæinn

Jón Aðalsteinn Jónsson, mán. 28. maí 2007

Sæll Óli

Gaman að lesa bloggið þitt ´ Kv. magnús Smith

Magnús Smith (Óskráður), mið. 18. apr. 2007

Ólafur Ragnarsson

Sæl frænka

þakka þér fyrir

Ólafur Ragnarsson, mið. 4. apr. 2007

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband