"Ráðist á garðinn þar ....."

Þessu þora stjórnvöld. Að endurheimta 3 milljarða ofgreiddan lífeyrir af lífeyrisþegum. Ja það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

 

Hvernig væri nú að láta þessa svokallaða "auðmenn" þessa nútíma sauðaþjófa borga TR þennan rosalega skaða Ég bara spyr???? um leið og ég kveð ykkur kært 


mbl.is Ofgreiddur lífeyrir 3 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er frekar súrt.

Ætli þetta sé þessi blessaða endurskipulegning auðs til að stefna Íslandi aftur í áttina að Norrænu velferðarríki?
Taka af þeim sem búnir eru að vinna fyrir því, og borga upp skuldir þeirra sem aldrei unnu fyrir neinu en sögðust bara vera að því.

Frábært framtak það... >.<

Askur (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 16:42

2 identicon

Ég vil bara að rétt sé talið fram og reiknað. Við vitum jú öll að bætur þyrftu að vera hærri en við vitum líka að lámarkslaun eru alltof lá. Hins vegar ef sumir fá greitt umfram reglur er það ósamgjarnt. Reynum að hafa bætur sanngjarnar og forðast að þær séu misnotaðar, það bitnar bara á þeim sem minnst mega sín.

merkúr (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar! Og ég þakka innlitið. Ég tek undir með ykkur báðum. Merkúr. Ég geri ráð fyrir að þú skiljir meininguna bak við þessa færslu mína. Vitanlega eigum við að fara eftir lögum og telja rétt fram. En ég vil benda á eitt. Ég veiktist og varð að hætta að vinna. Þá var ég beðinn um tekjuáætlun. Ég gat enganveginn ímyndað mér hvort ég yrði vinnufær á árinu eða hvort ég yfirhöfuð fengi nokkra launaða vinnu. En mér var hreinlega skipað að setja eithvað á blað. Sem kom svo í ljós að var út í höttt, Engin ætluð svik bak við það. En ég tek aftur og enn undir með þér merkúr. Svik í sambandi við bætur bitna helst á þeim sem minna mega sín Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 28.7.2009 kl. 17:51

4 identicon

Alveg rétt Ólafur. Við eigum að leyfa þessu blessaða fólki að fá hærri bætur en þeir fengu sem gerðu rétt grein fyrir tekjum í sínum greiðsluáætlunum.

 Menn eins og þig á þing!

Kári Geir (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 19:13

5 identicon

mér þykir samt merkilegast að við lifeyris þegarnir skulum ekki hafa varað við öllu þessu banka hruni og ógæfu sem kvelur nú alla þjóðina og fleiri til ... það er nú gert ráð fyrir því að við sjáum framtíðina eins og áður hefur komið fram ..

ég get sagt það sama og Ólafur ég veit ekki hvað ég hef í tekjur á næstu mánuðum ég reyndar veit ekki einusinni hvað ég hef í tekjur núna næstu mánaðar mót sem er þó ekki nema 3 dagar fram í framtiðina ..

ég vil þvi endilega hvetja þá snillinga þjóðarinar sem þykir þetta spá fyrirkomulag vera einhverja snilld ...

þá vinsamlegast latið mig vita hvort ég vinni í lotto á næstunni, taka  lika við spám fyrir veður, og endilega upplýsið okkur um niður stöður Icesave og esb aðildar.

hvers vegna jú því þið hljótið þá að geta lesið framtíðana betur en við hin .. 

með fyrir fram þökk 

 lífeyrisþegi án Framtíðarsýnar. 

farbiond (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 20:32

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar! Og ég þakka ykkur innlitið. Þið hafið báðir lög að mæla.Nei Kári Þingmennska er ekki í kortunum hjá mér enda gamall og heimskur. Og faiond þú komst með athyglisverð orð. Ég sný þeim í fleirtölu:"Lífeyrisþegar án framtíðarsýnar" Nafn á nýjum baráttusamtökum?? Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 28.7.2009 kl. 20:50

7 identicon

Ótrúlegt, en samt virðist eins og kerfið geti ekki farið yfir málin í rólegheitunum eins og þegar fólk fær ofgreitt og gert sanngjarna áætlun um endurgreiðslu. Eins að skrúfa ekki fyrir greiðslur fyrr en búið er að skoða málin og ljóst er hvort viðkomandi á rétt á bótum áfram. Það þarf tillitsemi og réttlæti af allra hálfu. það er hagur samfélagsins.p.s. allar spár um framtíðina eru skuggalega varasamar

merkúr (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 21:34

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll aftur merkúr og ég þakka innlitið. Ég tek undir hvert orð sem þú skrifar. Það vantar tillitssemina hjá mörgum þessara stofnana sem fara með mál þeirra sem minna mega sín. Eins og t.d. útborgun bóta fyrir ágúst sem mér skilst að sé ekki fyrr en 4 . En svo er fólk með 1sta sem gjaldaga á ýmsu hjá sér. Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 28.7.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er nú alltaf verið að nýðast á þeim eldri og öryrkjum.

Man eftir því að ég fékk nokkrum sinnum ofgreidd laun hjá fyrirtæki sem ég vann hjá fyrir einhverjum árum síðan, svo þegar ég spurðist fyrir þá mátti víst ekki draga af mér aftur þar sem að því er mér skyldist "kjarasamningar" sem komu í veg fyrir að það mætti.

Svo getur vel verið að það sé vitleysa en ég hélt peningunum.

Af hverju getur þetta ekki verið svona hjá örorku og ellilífeyrisþegum líka???

Svo hef ég alltaf verið talsmaður þess að örorku og ellilífeyrisþegar egi að vera skattfrjálsir og án allra tekjuskerðinga.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.7.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 535351

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband