Hættur

Ég hef ákveðið að hætta að hafa afskifti af starfsemi Frjálslyndaflokksins Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að ég hreinlega skynja sömu andsk..... lætin vera í uppsiglingu um flokkinn og var í vetur.Það eru innadyra í flokknum komnir menn sem ég  felli mig ekki við. Og aðrir eru þar fyrir sem falla undir sama hatt

 

Og ég gæti ekki treyst yfir þröskuld ef svo má að orði komast. Það er sagt að þegar"fíflunum"fer að fjölga í kring um mann ætti maður að skoða  stöðu sjálfs síns. Ég gerði það og  skoðun mín bar þann árangur að mér finnst ég vera fíflið, Ég virðist vera einn um álit mitt á þessum mönnum og þess vegna kveð ég nú.

 

 

Ég hef alltaf sagt meiningu mína og vil heldur hætta en að verða segja eitthvað annað til að halda friðinn, Ég vil taka það skýrt fram til að valda ekki miklum misskilningi að ef ég hefði haldið áfram þá hefði ég  stutt formanninn Guðjón Arnar og vara formanninn Kolbrúnu Stefánsdóttir ásamt Helga Helgasyni fram í rauðan dauðan ef svo mætti að orði komast að ég tali ekki um hinn góða dreng Magnús Reyni og ég þakka þeim öllum kærlega samstarfið.

 

Já öllu því góða fólki sem ég kynntist í FF þakka ég góða viðkynningu og oftast ánægjulegt samskifti Ég á margar góðar minningar af því. Ég tek mér nú langt frí frá blogginu og kveð ykkur sem nennt að lesa síðurnar ásamt mínun mörgu  bloggvinum ávallt  kært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Ég er bara leið yfir þessari yfirlýsingu þinni. Veit ekki betur en okkar samstarf hafi ávalt verið gott. En hver og einn verður að finna sig í því ólgu starfi sem pólitíkin ( sú skíta tík er) Ég treysti á áframhaldandi samvinnu þeirra sem stýrt hafa bátnum hingað til og er alls ekki tilbúin að gefast upp. Hugsaðu málið það munar um einn. Kv.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 29.4.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

þú þarft ekki að hætta að Blogga þótt þú sért hættur í FF.kv

þorvaldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 06:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óli minn, endilega endurskoðaðu ákvörðun þína varðandi bloggið það verður STÓR missir vanti þig í bloggflóruna.  Ég viðurkenni alveg að ég hef ekki verið "duglegur" að láta vita af mér en ég er daglegur gestur á síðunni þinni sem, að mínu mati, er með þeim betri og fróðlegri hér á blogginu.  Ég veit að margir eru mér sammála og hvet ég þá til að láta í sér heyra.

Jóhann Elíasson, 30.4.2009 kl. 08:15

4 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Endilega ekki hætta að blogga Óli minn, þrátt fyrir aðra fyrrnefnda ákvörðun.

Enginn getur sagt þér hvað þú átt að gera nema þú. Ef sannfæring þín hefur beðið skipsbrot ,þá er bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti og skoða aðrar grundir í rólegheitunum.

Bestu kveðjur úr Kollukoti 

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 30.4.2009 kl. 09:02

5 identicon

Eftir því sem fleiri góðir menn hrökklast úr flokknum verður erfiðara að halda honum saman. Ég er ekki alveg að gefast upp fyrir rógi og illmælgi þeirra sem á þvílíku þrífast. Flokkurinn beið afhroð vegna nokkurra illa innrættra og valdasjúkra manna.  Manna sem notuðu hvert tækifæri til að ófrægja forystuna, lugu í þjóðina að allt væri ólöglegt, bæði fundarboðanir, kosningar og raunverulega allt sem þessu h---liði datt í hug. Nú er að bretta upp ermar og reka það sem eftir er af þessu h---liði út í ystu myrkur. Málefni flokksins eru góð og margt gott fólk sem er tilbúið að fylgja þeim eftir. Látum því ekki deigan síga og berjumst til síðasta blóðdropa Ólafur.

Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll "gamli" Ekki, ekki, ekki hætta að blogga. knús Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.4.2009 kl. 11:32

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ólafur bloggvinur endilega ekki hætta þinum góðu frásögnum/trúi því ekki /áskorun er til þin að halda          áfram/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.4.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óli.

Þú hefur yljað mér um hjartarætur með þínum skemmtilegu mannlífsfrásögnum ekki hvað síst af sjóferðum og skipum. Vona innilega að þú bloggir áfram, þótt bindir ekki trúss við pólítikina sérstaklega.

góð kveðja.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2009 kl. 00:10

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Pétur fyrrum félagi Suðvestur til margra ára.

Það fer þér illa að bölva og blóta,

þvert um sjálfan sannleikann.

Traust og virðing eigi hljóta,

sem ekki kjósa að nota hann.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2009 kl. 00:31

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hvað ætli maður þurfi að fara oft inn á þessa síðu í fýluferð. Vonandi er þetta bloggfrí að verða búið. Kannski einhver myndasyrpa á leiðinni. Allavega knús á þig karlinn  og kveðja til ykkar hinna Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:15

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Bannað að hætta félagi en er sammála þér varðandi flokkin held að ég fari að taka pokan minn. En eigum við bara ekki að stofna nýjan. Svona þjóðlegan flokk sem aðhyllist frjálst líf þegnanna innan skynsamlegra marka og hefur frelsi lýðræði og jöfnuð að leiðarljósi. Ég hef heyrt að það sé jafn hiti í húsinu við Austurvöll sem er gott fyrir okkar öldnu bein að vísu hitnar þar stundum þegar eldar loga fyrir utan sem gæti nú orðið algengara. Svo hef ég heyrt að lífeyrir sé nokkuð góður að lokinni starfsævi þar.  En guðana bænum ekki hætta að veita okkur þan fróðleik sem er her oft að finna

Kær kveðja frá gömlum skipsfélaga

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.5.2009 kl. 23:35

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Best að nota völlinn fyrst eigandinn er í fríi. Það er nú óþarfi að finna upp hjólið mörgum sinnum. Flokkurinn er í vanda sem er eins og hvert annað verkefni sem þarf að fást við. Frjálslyndir eru þjóðlegir og samt opnir fyrir umheiminum, hafna forsjárhyggju og vilja stuðla að frjálsu framtaki einstaklinga og blandað hagkerfi. Þið getið alveg eins komist á þing í gegnum hann eins og fyrir nýjan flokk. En annars tek ég undir með þér að hann ætti nú að fara að sýna sig karlfauskurinn í brúnni. Vona að hann sitji við skriftir. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:45

13 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Já við verðum að sannfæra hann um að halda áfram að sýna okkur þann fróðleik um skip og sjó sem hefur verið hér. Með hjólið býð ég rólegur en vona að ró færist yfir sviðið og málefnin taki yfir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.5.2009 kl. 00:12

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón, ég er farinn að halda að "kallinum" hafi verið full alvara með að hætta að blogga.  Ég er hræddur  um að við verðum að fara til Eyja og ræða við hann.  Eins gott að við förum áður en Bakkafjöruklúðrið verður tekið í gagnið.

Jóhann Elíasson, 5.5.2009 kl. 05:38

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir. Já endilega drífa sig til Eyja, Jóhann. Ég vona að þú þurfir ekki að bíða lengi Jón eftir að ró komist yfir á ný. Bara spurning hvernig flokkurinn vinnur sig út úr þessari stöðu eins og hún lítur út núna. Í morgun hætti fyrrverandi borgarstjóri í flokknum . Spurning hvernig það leggst í karlinn okkar sem er hættur. Vonandi hættir hann við að hætta . Æ kannski er tölvan bara biluð. Vona að hann fari að linast og láta ekki deigan síga í baráttunni. Hann er nú lykilmaður í Frjálslynda flokknum í Eyjum. Hann þarf að koma að uppbyggingunni með einum eða öðrum hætti. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.5.2009 kl. 18:13

16 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður og sæll minn kæri Ólafur.  Ekki fer hjá því, að ég skynji hjá þér smá uppgjöf.  Ég tel það í lagi með FF, en hætta að blogga finnst mér aftur á móti lakara. Ætla að heilsa upp á þig um helgina ef ég má.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 6.5.2009 kl. 17:59

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óli minn ég er alveg á kafi núna svo ég kemst ekki strax.  Hvort sem þú bloggar eitthvað ætla ég að koma til Eyja upp úr mánaðarmótum og vonast ég til að mega koma til þín í kaffisopa þegar ég læt verða af því að koma, svo er ansi margt sem við þurfum að spjalla um.

Jóhann Elíasson, 6.5.2009 kl. 20:39

18 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Einu sinni bloggari alltaf bloggari  hann kemur kallinn ég held að hann geti ekki hætt  ekki hvað síst eftir að hafa fengið þessar hvatningar frá þessum konum

kær kveðja til þín kæri bloggvinur.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.5.2009 kl. 22:45

19 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég var að koma úr heimsókn frá pabba mínum sem er í bænum núna. Það barst í tal þættirnir hjá Jónasi Jónassyni. Pabba (86) finnst Jónas orðinn hundleiðinlegur því það sé bara verið að kjafta um hver hafi verið giftur hverri og hvernig líf viðkomandi hafi verið. " Það var svolítið annað fyrir nokkrum þáttum þá var sjómaður sem var að segja frá sínu lífi og sjómennskunni og þegar þeir voru að missa skipin og hvernig þetta var " sagði hann " og það var hörkuspennandi" Þetta var greinilega þátturinn þegar síðuhöfundur hér var gestur hjá JJ. Ég sagði að þetta væri nú bloggvinur minn.  Hvernig vinur er nú það sagði karlinn hahahah . ég var að hugsa um að segja að það væri góður penni sem væri hættur að skrifa en gerði það nú ekki. Frekar fyndið. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.5.2009 kl. 23:39

20 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Komiði sæl öllsömul og ég þakka innlitin. Sérstaklega þakka ég hlý orð í minn garð. Tvennt er það sem hefur fylgt mér allt mitt líf. 1sta, að vera lengi með lokaðan kjaf.... hefur ekki verið"inn"hjá mér,. Því síður get ég aldrei verið lengi í fýlu. Það fauk svolítið í mig um daginn og fleyði mér upp í himmelinn. Nú er ég lentur úr  þessari geymferð. Og mun byrja aftur að"láta ljós"mitt skína (þó það sé nú háflgerð týra sem lítið lýsir) hér á blogginu. Þeir sem hafa boða heimsókn sína til mín. Verið öll hjartanlega velkomið. Merrild 103 eins og Kristinn Ólafsson í Madrid og Torfi á vigtinni drekka verðu heitt á könnuninni. En aftur takk fyrir hvatningarorð og hlýhug. Verið af mér öll kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 8.5.2009 kl. 19:08

21 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Mikið er nú gott að það er fokin úr þér fýlan það gleður mig. Bestu kveðjur og Stína biður að heilsa. Kveðja, Grétar Mar

Grétar Mar Jónsson, 9.5.2009 kl. 09:49

22 identicon

Sæll minn kæri ! mikið er ég fegin að þú ætlar að koma aftur,þá hefur maður eitthvað að hlakka til, finnst alltaf gaman og fróðlegt að lesa bloggið þitt. Nú í þessum skrifuðum orðum er minn karl að fara á sjóinn, þeir eiga fjórir saman smá bát (ekki spyrja mig hvernig) og eru þeir frændurnir Theodór Þórðarson (Dodda í Dal) auðvitað aðal mennirnir,en ekki hvað, Það ku vera síðasti dagur að ná í soldið af fugli (nammi namm) og kannski eitthvað í soðið.En ég verð að játa að blessaður þorskurinn er alls ekki í neinu uppáhaldi hjá mér,og er ég ekki mjög vinsæl fyrir hehe, Þakka kveðjuna á fésinu,og eins og þú segir sjálfur,vertu ávalt kært kvaddur með kveðju frá þinni skáfrændkonu og hennar ektamaka.

Sæa (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 535245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband