Sekir "fíklar"

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, veldur vonbrigðum. Þetta segir lögmaður Baldurs. Steli ógæfumaður brennivínsflósku er hann umsvifalaust dæmdur.

 

Engin vettlingatök notuð við hann Sé "hvítflibbaður" ógæfumaður dæmdur fyrir að nota sér aðstöðu sína til að græða milljónir (Sem á rétt stafsettri og hreinni íslensku heitir þjófnaður.Sem svo ætlunin var að láta almenning og þar með fg  ógæfumann borga) þá vorkennir þetta hyski sem telur sig til hefðarfólks honum því hann tapi hinum ætlaða gróða.

 

Og vonast til að hann  fái  enn vægari dóm hjá "vildarvinunum" á efri stigum. En hvorum "fíklinum" er nú meiri vorkun áfengisfíklinum eða gróðafíklinum. Ég las einhverstaðar frá réttarhaldinu yfir Baldri þegar hann lýsti vellíðan yfir sölunni á Landsbankabréfunum. Sömu vellíðan hefur hinn fíkilinn líka fundið ef hann hefur náð að súpa á innihaldi stolnu flöskunar Nú segir sennilega einhver :"það er ekki hægt að bera saman fyllibyttu og hámentaðan lögmann". Jæja er það ekki. Verið ávallt kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll gamli félagi. Þú talar hér eins og fyllibyttur sé starfstétt og það flaug um hugann hvort þú værir með einhverja sérstaka í huga  . Ég get nú vel ímyndað mér að nokkrar fyllibyttur finnist í lögmannastétt  þannig að það er erfitt að bera þetta saman. Annars er þetta nokkuð strangur dómur þar sem andvirðið var gert upptækt og svo fangelsun að auki. Það verður kannski einhverjum víti til varnaðar síðar. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.4.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl min kæra vinkona. "Long time no see" Ekki datt mér í hug að bera saman einhverjar "stéttir" Meira bara einn löglærðan áhrifa mann og eina ónefnda fylli byttu. Ekki græt ég missi mannsins á "andvirðinu" það töpuðu fleiri á falli bankans. Og hann hefði tapað þessu ef hann hefði ekki prófað að svindla. Og bíddu bara við "vinirnir" í Hæstarétti eiga eftir að fjalla um málið. Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 18:52

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já satt er það minn kæri langt síðan við höfum heyrst eða sést. Vona að þú sért þokkalega brattur og hress. Það sannast á þessum dómi að ekki eru allar ferðir til fjár og kannski verður þetta ekki tveggja ára dómur þegar upp verður staðið og góðir vinir í Hæstarétti gætu sem best snúið þessu við og hann fengið skaðabætur fyrir ákæruna og aðför að mannorði -eða eitthvað álíka. Eitt er víst að ekki hefði ég viljað vera í hans sporum hvorki í aðdragandanum að hruninu eða núna í óvissu dómsmeðferðarinnar. Best að hætta núna áður en meðvirknin nær tökum á mér  hahaha knús á þig kallinn Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.4.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 535213

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband