15.9.2009 | 23:07
Skipstjórn og vodka
"Ja þér ferst flekkur að gelta" segir kannske einhver sem þekkir mína fortíð og byrjar lestur á þessu bloggi. En mig langar til að taka fyrir áfengisneyslu og skipstjórn, Og kannske út af þessum ummælum Rússlandsforseta. En rússar hafa alltaf verið frægir fyrir vodkadrykku Þeir hafa búið við einræði í margar aldir. Og maður breytir ekki svona þjóðfélagi á einni nóttu í des 1991. Og eftir minni reynslu en ég hef komið nokkuð oft í rússneskar hafnir bæði fyrir og eftir 1991, finnst mér drykkjuskapurinn alltaf vera að aukast. En ég tek fram að þetta er bara mitt prívat álit. Og ég vil líka taka það skýrt fram að maður getur ekki dæmt heila þjóð eftir nokkrum slæmum einstaklingum. Einhver besti vélstjóri sem ég hef siglt með var rússi. Og hann bragðaði ekki vín Og ég veit af nokkrum einstaklingum hér í Eyjum sem eru sjálfum sér og landi sínu til mikils sóma. Nú í sambandi við áfengisdrykkju og stjórn skipa þá hef ég setið begga vegna borðsins,ef svo mætti segja . Petrozavodsk Fyrir nokkru,eða í maí sl strandaði flutningaskipið Petrozavodsk við Bjarnareyjar. Mannbjörg varð en bæði skipstjóri og stýrimaður voru síðan sakaðir um að hafa verið drukknir. Skipstjórinn mældist með 1.3 próm en stm með 0.3 próm. En hann (stýrimaðurinn) var einnig sakaður um að hafa verið sofandi þegar slysið varð. Petrozavodskslysið Skipið kom oft hingað til Eyja. Ég tók einusinni af því mynd en finn hana ekki nú. En myndir frá slysinu og skipinu fyrir slysið (Shipspotter)eru af netinu. Þarna var Bakkus einnig við stýrið.Við sem erum eldri en tvævetur munum tímana tvenna í þessum málum. Vera drukkin er stórhættulegt en var stundað það vitum við. En til að finna smáafsökun sem er eiginlega ekki sæmandi að orða svo. Þá mætti kannske segja (orðið dálítið langsótt) að tímarnir voru aðrir.
Yfirleitt 2-3 stýrimenn með vaktfrían skipstjóra. Og ég get hreinlega tekið undir með ónefndum alþingismanni sem ekki taldi sig drukkinn þótt hann væri það satt að segja. Ég drakk um tíma vodka og taldi mér trú um að enginn fyndi af mér vínlykt. Svona er afneitunin á sjálfan sig drukkin mikil. En nóg um það en vodkadrykkja á Rússum í siglingum er velþekkt. Og því miður fengið hörmulegar afleiðingar. En það er ábyggilega mjög erfitt verkefni fyrir Dmitrí Medvedev og Putin að ná tökum á ölum þessum smákóngum sem höfðu hreiðrað um sig á öllum sviðum þjóðlífsins bæði til sjós og lands. Kært kvödd
Rússlandsforseti segir spillta embættismenn stjórna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér Óli, hafðu það gott og haltu áfram að skrifa alltaf gaman að lesa færslunar þínar
Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 00:08
Alltaf fullur út á sjó
aldrei þóttist drekka þó.
Kerlingin hans kaldlynd hló
þegar karlinn loksins dó.
Skemmtileg færsla að vanda. Bestu kveðjur til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 16.9.2009 kl. 00:56
Sæl bæði tvö og ég þakka innlitið. Og góðar kveðjur mér til handa. Jón það er bara versta við það sem er að ske nú um stundir að maður verður oft "kjaftstopp" í fleiri daga. En þá er ágætt að leita að einhverju sem maður hefur áhuga á á "Netinu" Kolla vísan er fín. Verið ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 16.9.2009 kl. 14:09
Satt segirðu Óli, það er sama sem merki milli vodka og Rússlands. Fyrir nokkrum árum var ég stýrimaður á togara og vorum við að veiðum á "Reykjaneshrygg", þar fylgdumst við með þegar Rússneskur togari lagðist utan á birgðaskip, þar voru tekin tvö bretti um borð af matvælum og öðrum nauðsynjum og endað á TVEIMUR brettum af vodka.
Jóhann Elíasson, 17.9.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.