Vatnaslys

Það er með ólíkindum að 72 manns skuli vera hleypt um borð í þessa fleytu sem eftir reglugerðum mátti aðeins taka 43.En eftir Emportal  Júgóslavnesku fréttastofunni voru 72 manns um borðILINDEN Ilinden en svo hét báturinn var með 72 farþega Ship+Photo+ILINDEN þegar honum hvolfti og hann sökk á Ohridvatni í suðvesturhluta Makedóníu í morgun.22 ferðamenn létu lífið 50 björguðust þar af 5  særðir.

Ilinden hafði mætt hraðbát á mikilli siglingu þegar slysið varð. Ilinden var byggður 1924 í Regensburg Þýskalandi. Farþegarnir sem voru eldri borgarar voru frá smábæ hjá Pirdop Zlatitsa austur af Sofia höfuðborgar Búlgaríu. MACEDONIA BOAT SINK 246572cÞað er með endemum hvernig sumar þjóðir eru blindar á margar reglur hvað varðar mannslíf.MACEDONIA BOAT SINK 246573c Ilinden sokkin Og hvernig fégræðgin virðir engin landamæri Kært kvödd


mbl.is Farþegabátur sökk í Makedóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Ég tek undir með þér, hvað með stöðuleikan hann hefur ekki verið mikill á þessari litlu þýsku fleytu. Það verður að teljast grafalvarlegt mál, þegar meiri þungi er sett í skipið enn leyfilegt er.

Ég geri mér fullgrein fyrir því Ólafur. Það vita ekki allir hvað stöðuleiki er og hvaða reglur þar gilda.

Enn og aftur þitt blogg og fróðleikur vekur upp margar spurningar sem ég hugsa um.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 6.9.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll min kæri bloggvinur. Og ég þakka þér innlitið. Ég endurtek mér finnst heiður af "innlitum" þínum. Mér finnst stundum að hér á landi sé lítið gert af að flytja fréttir úr heimi sjómennskunnar. Hvort sem um nýjungar eða eitthvað alvarlegt sé að ræða. Svo er guði fyrir að þakka að dauðaslysum á íslenskum skipum hefur fækkað svo um munar. En sjómenn mega þessvegna ekki sofna á verðinum. Mannleg mistök hverfa aldrei. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband