"Gamlir kunningar"

Í nóv.1996 kom ég á skipi til Georgetown í Guyana. Við vorum með hrísgrjóna farm frá Surinam. Þegar í höfnina kom lögðumst við fyrir aftan skip sem hét:ALBERT J.image 24ALBERT J. Mér hafði fundist ég kannaðist við skipið á  siglinguna inn í höfnina. Og þegar við vorum lagstir að bryggju komu yfirmálaðir upphleyptir stafir á skut þess í ljós:"Eldvík Reykjavík"image 23 ALBERT J. Skipið var byggt hjá Jansen, M. í  Leer Þýskalandi 1968.  1458 ts 2879 dw, loa: 75,3 brd:11,8. Yard nr 89. Fær nafnið Tasso 1971 nafni breytt í Heidi. image 3 Eldvík ex Heidi.1975 kaupa Víkur h/f ( Finnbogi Kjeld) skipið og skíra Eldvík.  1989 er skipið selt og fær nafnið: CIDADE DE FARO - Síðan 1992 AFRICA - Og 1995 ALBERT J. Sem það hét er ég sá það. image 4 Skipið breytt

Skipinu var breitt meðan Finnbogi átti það og settur krani á mitt skipið Og þannig var það er ég sá það 1998image 24 ALBERT J. Einhversstaðar á ég fleiri myndir af "gömlum kunningum" og kem til með að birta þér er fram líða stundir. Með von um að einhver hafi þarna kannast við"gamlan kunninga"kveð ég ykkur kært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll félagi. Þú átt undarlega "kunningja" það verð ég að segja. Ótrúlegt hvað þú ert fróður um skipaflotann. Ég verð bara sjóveik af því einu að skruna myndirnar á blogginu þínu. En það er víst að áhugamál fólks eru mismunandi. Ég ríf mig upp fyrir allar aldir til að spila golf og efast ekkert um að þér finnst það hálfkjánalegt  Bestu kveðjur til þín spekingur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl vinkona! Ég þakka innlitið. Já ég átti marga furðulega kunninga. En flestir hurfu eins og dögg fyrir sólu fyrir 28 árum. En þeir gömlu kunningar sem ég blogga um sá maður mikið hér á ströndinni ef maður sigldi þá ekki á þeim sjálfur eins og t.d. Esju 3. Mér finnst ekkert kjánalegt við golf og hef meira segja alltaf ætlað að "þefa" af sportinu en aldrei orðið úr því.  Enda segja frómir menn mér að maður liggi kylliflatur fyrir því ef maður bara þefar af því. Eins og mörgu öðru t.d. brennivíni. Sagði ekki góður maður einhverju sinni. Brennivín er betra en matur./ Bragðið gáða svíkur eigi / Eins og hundur ligg ég flatur/ fyrir því á hverjum degi,  Fer"suður" eftir 1/2 mánuð til að sofa hjá hjúkkum á  Borgarspítalanum. Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Kæri vinur Kolbrún Stefánsson segir í sínu svari að þú eigir undarlega kunningja. Því þetta sannar hvað fólkið hefur litla þekkingu á sjómennsku og hvað skip eru. þeir sem hafa starfað við þetta þykkja allir sem ég veit um þínar myndir og ekki síst fróðleikurinn sem þú ert að fræða okkur um hrein snilld.

Ólafur ég mann vel eftir Finnboga heitnum Keld þetta var sóma maður og var að berjast við skipafélög sem höfðu mikla peninga og stjórnuðu um hverfinu á sínum tíma. Eimskip, Samband Íslenskra Samvinnufélaga.

Ólafur Ragnarsson.

Þegar tunnan rann, þá þekki ég margan mann, þegar tunnan fór að halla, þá fóru vinirnir að falla. ( Sem þýðir þegar nóg var til þá vantaði ekki félagana)

 Enn þegar minkaði á tunnunni þá fækkuðu þeim félögum. Eftir voru þeir bestu.

Þekki þetta af eigin raun sem sjómaður.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.8.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir heiðursmenn og sjómenn. Ég játa það hér og nú, fyrir guði og mönnum, að ég þekki ekki einn einasta dall sem kominn er yfir ákveðna stærð. Í mínum huga er það bara skip. Ég neita því hinsvegar að ég hafi ekki vit á sjómennsku þó ég hafi ekki verið til sjós. Þegar ég var sjómannskona á Raufarhöfn þekkti ég hverja trillu nánast um leið og fór að sjá í hana frá landi. Þegar ég var útibússtjóri í Ólafsvík og Hellissandi þekkti ég alla stærri bátana langt að og vissi allt um þeirra útgerðir og úthald. Ég játa það líka að þekkja ekki til þess vanda að missa vinina við að hætta að drekka en þekki það að hafa verið smá útundan fram eftir öllum aldri af því ég drakk ekki. Vísuna þína Ólafur þekki ég vel en tunnuvísu Jóhanns hef ég aldrei heyrt áður. Þær eru báðar afbrag og eflaust mikill sannleikur í báðum. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl bæði tvö og ég þakka innlitið. Kolla þú tókst af mér ómakið að svara öðlingum Jóhanni Páli. Já Jóhann þú hefur skilið hvað ég meinti með vinamissinum.. Finboga Kjeld var ég með á togara 1957 eða 8. Á Austfirðpngi. Hann var þar annar stm. Þetta var áður en hann fór í farmannadeildina sem svo varð vísirinn að hans útgerð. Séu þið bæði ávallt kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er virkilega gaman af þessari samantekt þinni um Eldvíkina hans Finnboga heitins. Ekki síst fyrir okkur sem þekktum bæði eitthvað. Takk fyrir þetta.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.8.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536301

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband