17.8.2009 | 17:52
Gleðitíðindi
Þetta hlýtur að teljast gleðitíðindi . Áhöfn Actic Sea er komin um borð í rússnesku freigátuna Ladny. Upplýsir Viktor Matveyev fulltrúi útgerðarinnar"Solchart Management" við Fairplay í dag. Varnarmálaráðherra rússa Anatoly Serdyukov hefur líka staðfest fréttina. Þetta ætti að gleðja aðstandendur sjómannana, Freigátan Ladny.En gamlir nöldursamir sjóarar eins og ég eru að vísu glaðir yfir endurheimt sjókmannana en líta kannske á málið hálfgerðu hornauga. Af hverju er þessi gífurlegi áhuga rússa. Cap Verde costcardinn segist hafa séð skipið ca 400 mílur út af eyjunni.
Þessu vildi rússneski ræðismaðurinn á eyjunni eyða. En núna segjast rússar hafa"fundið"skipið 300 sml frá eyjunni. Og ég er viss um að lausnargjaldskrafan var blekking. Hver sem svo stóð að henni. Gert bara til að dreifa áhuga manna,
Ég velti eftirfarandi fyrir mér. Hvað voru mennirnir sm komu um borð í skipið við Öland að gera?? Hversvegna var AIS kerfi skipsins aftengt ?? Eins og hlýtur að vera. Og hversvegna þessi mikli áhugi rússa á skipinu??
Jú kannske þarna eru 15 rússar um borð. En margar rússneskar skipshafnir hafa lent í klóm sjóræninga við Sómalíu. En rússnesk herskip hafa lítið skift sér af þeim eftir að þeim var sleppt. Stundum matar og vatnslitlum.
Þrennt stendur uppúr: Hvað er um borð í skipinu sem rússar höfðu áhyggur út af. Fyrir utan sjómennina.?? Hvað skeði við Öland?? Og hvað skeði milli þess sem að Cap Verdemenn sáu það og þangað til að rússar þykast hafa fundið það ????. Sennilega fáum við aldrei að vita það. Kært kvödd
Áhöfn Arctic Sea heil á húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 536302
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru sannarlega gleðitíðaindi, að öll áhöfnin sé heil á húfi. En hvað gerðist og er farmurinn virkilega bara timbur. Bæði AIS og Standard C virðast hafa verið aftengd.
Sigurbrandur Jakobsson, 17.8.2009 kl. 19:10
Rússneska Mafían er þarna á ferðinni/Kveðja Halli gamli P/S þakka góða grein!!!!sami !!
Haraldur Haraldsson, 18.8.2009 kl. 12:18
Sæll Óli minn
Það er í besta falli skrítið mál - Ívan sendir ekki flotann til að leita nema ......
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 17:35
Sælir félagar og ég þakka innlitið. Já þetta mál er allt hið einkennilegasta. Og ég er ekki tilbúinn að fallast á sögu"Ívans" En sennilega verða einhverjir 8 menn (sem kannske allsekki eru til ) látnir játa upp á sig "sjórán" og dæmdir til Síberíu. Heimurinn fær sennilega aldrei að vita sannleikan í þessu máli.. Nema að kaninn gerir einhverja hasarmynd og þá verða þeirra menn látnar vera hetjurnar sem frelsuðu skipið. Kjartan mér finnst frekar síga á ógæfuhliðina hjá 2 mönum hér í bæ. Ch. Eng liggur bara í layzy boy með breitt yfir allan skrokkinn, andlitið líka allan daginn og er orðin frekar óskiljanlegur. Svipað,en þó ekki eins slæmt ástand á 2 mate. Ég skila kveðjum frá þeim til þín um leið og kveð ykkur alla kært
Ólafur Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 21:42
Sæll Óli minn
Takk fyrir að skila kveðju frá mér - Mér er oft hugsað til þeirra félaga okkar.
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.