"4 systurskip"

Þetta skipshvarf er alltaf að verða dularfyllra. og nú er ég einnig orðin efins um mínar fyrri getgátur.Skipið var lestað timbri að verðmæti c.a $1.3-million. Svo ekki er áhugaverður farmur fyrir sjóræninga hvað verðmæti varðar.Talsmaður útgerðar vill ekki gefa upp olíubirgðir skipsins. En eftir uppl" Fairplay" hefur skipið tankpláss fyrir 275 tonn af olíu og eyðsla sé um 13 ts á dag.

 Ship+Photo+NevaTeklivka hét áður Neva.

Þannig að skipið gæti haft forða til 3 vikna. Þ.e.a.s hafi tankar verið fullir. Það sem gerir málið enn athyglisverðara að 4 systurskip Arctic Sea  hafa lent í erfiðleikum.Öll vegna lélegs stability Tiger Force (byggt 1991) fékk á sig slagsíðu var yfirgefið og sökk 1998. Teklivka (byggt1990 )sökk í Miðjarðarhafi í slæmu veðri mars 2006. 12 af 15 manna áhafnar björguðust. 1 fannst látinn en 2ja saknað.

 

Ship+Photo+Nova+Spirit Nova Spirit

2004, Nova Spirit (byggt.1991) Áhöfn yfirgaf skipið vegna slagsíðu en skipinu var seinna bjargað.  Torm Alexandra(1992)  hvolfdi við bryggju í Monróvíu 25 júlí 2001. Öll skipin eftir sömu rússneskri teikningu. Og smíðuð hjá Sedef Gemi Tyrklandi. 22 skip af þessari gerð voru smíðuð hjá þessari stöð á árunum 1990 - 1993.

 

Ship+Photo+Torm+Alexandra+in+Monrovia%2C+Liberia  Flakið af Torm Alexandra 

Ef skip er með lélegt stability þá er timbur á dekki kannske ekki alvega óskafarmurinn. Torm Alexandra  hvolfdi vegna rangrar dælingar milli ballasttanks. Hin skipin öll voru með gámafarm á dekki þegar óhöppin skeðu.. Myndirnar af Shipspotter..Eftir þessar vangaveltur kveð ég ykkur kært.


mbl.is Arctic Sea fórnarlamb mafíuátaka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já kannski hefur skipið ekki verið nógu vel byggt eða ballestin gengið til.  Svo finnst manni mjög sérkennilegt að það sé ekki í öllum skipum af þessari stærð einhverskonar senditæki sem hægt er að staðsetja það út frá jafnvel þó það sökkvi.

En margt getur skrítið gerst á hafinu og skipshvörf hafa alltaf verið sveipuð dulúð. Margir þekkja söguna af Mary Celeste sem fannst mannlaust á reki í Atlandshafinu árið 1872. 
http://en.wikipedia.org/wiki/Mary_Celeste

Þorsteinn Sverrisson, 14.8.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Það er skrítið með stöðuleikan á skipinu.? Þetta eru get gátur hvort skipið hafi ekki verið rétt byggt? Þá á ég við Bifröst sem hingað sigldi og átti við stöðuleikavandamál að etja. Ég myndi frekar telja að yfirmenn skipsins hafi ekki þekkingu hvernig á að lesta skip og hafa vit hvað stöðuleiki er. Að velta skipi í höfn er ótrúlegt frá mínum bæjardyrum séð.

Ólafur varandi olíuna það er rétt hjá þér. Nú er spurningin hvar er skipið niðurkomið? Hvers vegna réðust sérþjálfaðir menn um borð í skipið og viltu á sér heimildum? Er hugsanlega ekki timburfarmur um borð? Heldur farmur sem enginn má vita um?

Þorsteinn bendir á senditæki sem hægt er að setja. Tek undir það, það má eins vera tímasprengja sem sett er undir skipið með segull. Eiturlyfjabarónar hafa oft sett segull pakka undir skip og náð þeim síðan í höfn þar sem skipið fer.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.8.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Nú er skipi sem leitað var af fundið. 400 sjómílur utan lögsögu Grænhöfðaeyja segir talsmaður strandgæslunnar á þeim slóðum.

Ólafur þetta er stórfurðulegt mál með þetta tiltekna skip.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.8.2009 kl. 16:50

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar og ég þakka innlitið. Já þorsteinn söguna af "Mary Celeste" las maður ug drakk í sig sem ungur drengur. Og Jóhann Páll alltaf gaman að fá þíg á síðuna. Þessi færsla mín á kannske að taka sem hugleiðingar gamals sjóara  sem er að hugsa upphátt. Margar hugsanir í gangi í kannske lélegu heilabúiJóhann þú hefur rétt fyrir þér Þetta með stöðuleikan. Og þetta með timbrið þá er það nú þannig að það er breitt yfir dekkfarmana nú til dags.  En mannleg mistök hafa fylgt og munu fylga manninum frá upphafi. 1 skipstjóri hjá útgerðinni sem ég  sigldi hjá varð fyrir því þegar hann ætlaði að rétta smá slagsíðu að opna fyrir rangan loka og hvolfdi dallinum. Þau skip voru með lélegan stöðulega þegar búið var að lesta upp í lúgur.T.d. kartöflur. Af þessu vissum við og höguðum okkur eftir því. Og í þannig tilfellum eru slakir tankar hættulegir. En varðandi vangaveltur hvað hefur skeð á Artic Sea vísa ég á blogg mitt um daginn. En eins og málið er í dag er það hið dularfyllsta. Verið ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 14.8.2009 kl. 17:08

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll  Jóhann og velkominn aftur. Þú skaust inn meðan ég var að"sjóða"saman svar mitt til þín. Hafði ekki frétt af þessu.Takk fyrir það. Ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 14.8.2009 kl. 17:12

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Tek undir með þér varðandi stöðuleika. Hinsvegar verða menn að vera við þegar menn eru að dæla, það sést fljótt ef menn eru að dæla vitlaust.

Hinsvegar verðamenn að setja segl yfir timbur á dekki, því sjórinn drekkur sig inn í timbrið endalaust. Þetta var alltaf gert þegar þetta var flutt á dekki hér á árum fyrr.

 Þegar ég var á m/s Bakkafossi fyrsta árið 1970 sem hét áður Mille Herring ég vona að ég skrifi þetta rétt. Þetta skip var á sínum tíma kallað veðurskipið húrra því við vorum viku á leið til Seyðisfjarðar vegna veðurs. 

Ólafur Ragnarsson þín rök og myndir af gömlum skipum eru stórkostlegar, kærar þakkir fyrir það.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.8.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 535994

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband