8.8.2009 | 03:49
Árekstur á sjó
Þeta er nú með þeim hrikalegustu árekstrum sem ég hef séð myndir af Renata Schulte undir þýsku flaggi hreinlega skar bulkskipið Marti Princess,Malta flagg í sundur.En þó ekki alveg allavega flautu bæði skipin á eftir. Af skiljanlegum ástæðum hélt Renata Schulte ferð áfram meðan gerðar voru bráðabirðar ráðstafanir svo að Marti Princess sykki ekki.
Þetta skeði 10 milur frá Tyrknesku eyjunni Bozcaada, í Eyjahafinu.Það er með hreinum ólíkindum að svonalagað skuli ske. Og þetta ætti að brýna fyrir mönnum að sýna tillitsemi í umferðinni jafnt á sjó sem á landi . Ég læt hérna nokkrar myndir tala sínu máli. Þær fann ég í tyrkneskum blöðum:
Þetta skeði kl 2200 að kveldi 25 júni og veður hið ákjósanlegasta. Þýska skipið sýnilega í algerum órétti.
Skyldi nokkuð svona hafa átt sér stað :"Ship on my starboardside,what is your intention?"......"Ship on my portside "I'm bigger like you!""Go away"!" Ship on my starboard side,what are you doing?"...!"Ship on my starboard side,....ähhhh....we already collided...i call captain.
Það eru einhverjir yfirmenn á þýska skipinu í"kremju"eins og krakkarnir segja. Það er með ólíkindum frekjan í sumum sem eru á stærri skipunum. Það þekki ég af eigin reynslu Og oft heyrði maður líkt samtal þó ekki hafi það endað með þeim ósköpuim sem þetta var látið gera Og það var góð sagan sem ég las um daginn :"...all on vhf:
"that ship three miles off my bow, give way"
no reaction
"that ship three miles off my bow, give way !"
"NO"
three seconds silence...pfff
"that ship two miles off my bow, you must give way !!"
"NO, YOU DO"
"that ship, off my bow - we are very big US Navy aircraft carrier SARATOGA, you must give way now immediately !!"
"AND I AM FASTNET ROCK LIGHTHOUSE, YOU BETTER ALTER COURSE" .......
Þetta var US NAVY. Með þessum kveð ég ykkur kært.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 536299
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er með ólíkindum að sjá! Þýskurinn hefur áreiðanlega verið á fjórða glasi. Gerðist þetta við Tyrkland? Svo er sagan af Saratoga er góð!
Í mínu ungdæmi hirti fullur þýskur skipstjóri ekki um að bíða eftir lóðs, heldur sigldi inn og auðvitað of grunnt. Tók hvað eftir annað niðri uns hann staðnæmdist á flúð. Dallurinn hét Suzanna Reight. Tilraunir til að draga hann af skerinu mistókust og um síðir var skipið skorið í tvennt, dregið þannig inn á sandfjöru og skeytt saman. Sigldi í einhver ár eftir það í eigu björgunaraðilanna íslensku, Björgunar. Þetta þekkir þú eflaust en datt í hug að setja þetta hér því eftir þetta hef ég aldrei látið mér furðufréttir af þýskum skipum koma mér verulega á óvart!
Ágúst Ásgeirsson, 8.8.2009 kl. 08:09
Sæll Ágúst og ég þakka innlitið. Atvikið sem þú nefndir varð satt að segja heimsfrægt. Þ.e.a.s björgunin á Susanne Reith sem strandaði í desember 1965Þar sýndi Kristinn Guðbrandsson löngum kenndur við "Björgun",mikla útsjónarsemi og mikið verksvit.(kannske þetta séu 2 orð um 1 hlut). Hann hreinlega"sagaði"skipip í sundur á skerinu dró svo hlutana upp í fjöru. Geymdi þá þar um veturinn og sauð svo partana saman. Síðan var skipinu siglt til Skotlands með viðkomu í Reykjavík. Því var eiginlega haldið saman að neðan með vír sem var strekktur með krafttalíum. að viðgerð lokinni í Skotlandi Var skipið í eigu Björgunnar í 3 ár en þá kaupa Finnbogi Kjeld og fl skipið og skíra Eldvík.Eldvík var svo upphafið að skiparekstri Finnboga. Skipið var svo selt til Grikklands 1974. Og fékk nafnið Sunray. Síðan fl nöfn Leon,Nika,Það er svo á skrá 1990 undir nafninu Royal Star II. En björgun Kristins á skipinu spurðist út og fékk hann beiðnir hvaðanæva úr heiminum um bjarganir á skipum. Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 8.8.2009 kl. 17:26
Heill og sæll Ólafur, Þetta eru ótrúlegar myndir af þessum árekstri. Ekki hef ég trú á að skipstjórnarmaður hafi verið í Brú skipsins nema þá steinsofandi. Ekki síður fróðlegt að lesa athugasemdirnar frá Ágúst og þér um björgunaraðgerðir Kristins Guðbrandssonar hjá Björgun. Hafðu þökk fyrir þessa færslu Óli minn.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.8.2009 kl. 10:55
Sæll Simmi og ég þakka innliti'. Já þessi árekstur er með því skuggalegasta sem maður hefur séð. Ja ég veit ekki. Hefur bara"mannræfillin" ekki verið upptekin í einhversskonar skýrslu fargani eða kortaleiðréttingum. Mönnun skip og reglugerðir IMO eru eins ands,,,, vitlausar og regluverk Tryggingarstofnunar Íslands. Ég get tekið smá dæmi frá minni eigin reynslu. Skipin sem ég sigldi á voru í"trampi" og sigldu World Wide. Við höfðum milli 6-800 sjókort (mismunandi eftir skipum og skipstj.). 4 sinnum í mánuðu kemur"Notice of Mariners" sem ég geri ráð fyrir að þú þekkir. Þegar maður var á langsiglingum hrúaðist N. O. M upp hjá útgerðinni. Sem svo var sent til næstu hafnar skipsins. Við fóru t.d frá Wilmington USA til Kúvait. Þá kom "súpan"til Kúwait. Nú þá byrjuðu réttingarnar,því ef maður fékk á sig "Port State" og ekki öll kort upp to date þá var fjandinn laus. Þeim hjá IMO er andsk..... sama hvað margir stýrimenn eru á skipinu 1 eða 4 þetta á bara að vera up to date þegar Port State kemur.Og það get ég sagt þér og það er með ólíkindum. Sat maður í stólnum og horfði fram fyrir skipið eins og maður hreinlega á að gera þegar sumir "kallarnir"komu að manni þá fékk maður að heyra að maðu væri latur stm. Maður átti hreinlega að vera að skrifa einhverjar andsk..... skýrslur eða rétta kort. Þettta er heilagur sannleikur.Ég ska eiga við þig spjall um þetta mál í góðu tómi. Sértu ávallt kært kvaddur. Bið að heilsa Porte State- manninum ykkar og stórvini mínum Þór
Ólafur Ragnarsson, 9.8.2009 kl. 17:11
Já, mig grunaði að þú myndir vita margt og meira en ég um Susanne Reith. Þakka þér allar upplýsingarnar. Strand hennar er ljóslifandi fyrir hugskotsjónum, ég horfði á hana koma inn og stranda. Hún beygði alltof seint í stjór eftir innsiglingarbaujuna og lenti því uppundir fjöru og steytti einu sinni eða oftar niðri áður en hún stoppaði endanlega á grunnsævisklettum, Kotflúðinni.
Ágúst Ásgeirsson, 9.8.2009 kl. 19:46
já, og það var svo ævintýri fyrir okkur stráklingana og alla heimamenn að fylgjast með björgunaraðgerðum og allt þar til hún yfirgaf pleisið eftir samsetninguna.
Ágúst Ásgeirsson, 9.8.2009 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.