31.7.2009 | 17:55
Sjómanna saknað
Enn og aftur er sjómanna saknað. En það kemur ýmislegt upp í hugan við lestur á þessu fréttum Þá á ég líka við slysið með Full City sem rak upp við Langesund. Þar um borð voru 23 menn,búið að bjarga 16. Olía lekur úr skipinu og sjór inn í það. Á staðnum er 5-6 metra ölduhæð og vindur allt að 35 m/s, að sögn fréttavefjar Aftenposten. Full City
Það er ekki rétt sem sagt var í fréttum að þetta væri olíuflutningaskip. Og olían um borð sem er diselolía sennilega bara sem bara til að nota á vélar skipsins. Það sér í lagi eru góðar frérttir.
Og sex er saknað eftir að norska flutningaskipið Langeland sökk í Syðri- Kosterfjorden í Svíþjóð í morgun. Já Skagerak hefur því miður verið mörgum sjómanninum skeinuhætt. Ég var einusinni með að vera koma út úr Langesundi með fulllestað skip í SV roki og eftir sólarhring á fullri ferð höfðum við farið 1.4. sml afturábak.
Ekki líkaði mér sú sjómennska en gat litlu um ráði. Skipperinn réði. Þrátt fyrir alla tækni ráðum við aldrei við veður, vélabilanir o.sv. fr. En við lestur þessarar fréttar hvarla að mér ýmsar hugsanir varðandi sjóslys. Og nú tek ég skýrt fram að ég ann hreinni náttúru en einhvernveginn læðist sú hugsun stundum að mér að áhyggur af fuglalífi og eða baðströndum séu meiri en af sjómönnunum.
Af hverju er ég að halda þessu fram sem ábyggilega að margra mati er fáráðlegar ? Jú alltaf þegar skipströnd er byrjað strax og jafnvel áður en búið er að bjarga mönnum að tala um mengun. Og annað. Ég sigldi mikið á svokölluðum "Costerum" Þ.e.a.s. litlum flutninga skipum. Við sigldum t.d.mikið með kartöflur frá Evrópu til Arabalandana á haustin og byrjun vetrar. Með kartöflur uppí lúgur.
Við vorum stundum í erfiðleikum( eftir skipum ) með stabilitetið og neyddumst oft til að taka meiri ballast inn er út í sjó var komið. Og það gerði skipið stífara og leiðinlegra. Biskayflóinn er ekkert skemmtilegur í að fara á litlu fulllestuðu flutningaskipi t.d. í SV roki.. Eða V- af strönd Danmerkur til Þýskalands með granítfarm í SV stormi er enginn barnaleikur. Það hef ég reynt á eigin skinni.
Hér áður gat maður í slæmum SV veðrum skellt sér inn í St Malo flóann og legð bræluna af sér.Þegar út úr Enska-kanalnum var komið Nú er þetta ekki hægt lengur, Nú verður maður að fara fleiri mílur (ég bara man ekki hvað) út frá I. D.Quessant og skella sér í úfinn Biscay flóa. Allt út af mengunarhættu. Mér finnst satt að segja náttúruverndin stundum vera fullmikil þegar mannslíf eru í hættu.. Nú veit ég að ég hef móðgað margan náttúru unnandan. En við skulum bara vona að ég sé einn um þessa skoðun
Þó að Steinríkur hafi verið góður í að flytja grjót er það einn leiðinlegasti farmur sem hugsast getur. Það er nú svo þegar maður heyrir um skipstapa og sjóslys þá byrjar eitthvað að bærast í hjartanu á gömlum sjóara. Kannske líkt og ég get ímyndað með flugmenn sem heyra um flugslys og t.d bifhjólamenn við bifhjólaslys.
Á ljósmyndinni er verið að lesta granít. Myndirnar eru flestar af netinu. Og þá aðallega fengnar að "láni"af Shipspotter og úr fjölmiðlum dagsins á Norðurlöndum. En myndirnar af kartöflu og granítförmunum tók ég sjálfur Læt þetta duga Kært kvödd
Sex sjómanna saknað í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2017 kl. 15:46 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nákvæmlega svona eins og þú segir svo vel frá - ég held það - þetta er líka að ské hér heima - nú geta td ekki lítil skip eða stór leitða skjóls hér við suður eða suðvestur hornið sökum reglna sem þessa - stundum finnst mér að þeir sem reglunar búi til sé ekki sjómenn, frekar pappírspésar sem ættu ekki að koma nálægt svona málum.
Jón Snæbjörnsson, 1.8.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.