21.7.2009 | 11:51
"Iceslave"
Hverjum andsk...... á maður að trúa. Ég hafði trú á að þessi stjórn myndi reyna að koma skikki á hlutina. En hvað hefur hún gert til hjápar heimlilinum ? Ekkert,Síró.0. Aðeins lengt í hengingarólunum. Og bankarnir aldrei harðari í innheimtu sinni þó eigandinn hafi boðað þar bót og betrun.
Því var lofað að hinum lægst launuðu yrði hlíft. Ég hugsa að ég tilheyri þeim flokki. Og mín kjör hafa rýrnað svo um munar í háu verðlagi og skertum lífeyrissjóðsgreiðslum. Sem að ég hélt að TR myndi bæta , Nei og aftur nei. Aldrei haldið fastar í budduna á þeim bæ.
Þjóðarskútan liggur undir áföllum
Þrátt fyrir vin fátækra Stefán Ólafsson. Stórflótti fólks úr landi er jafnvel fyrirsjáanlegur. Ég man í"den"þegar vinstrimenn gagnrýndu straumimn til Sverige á sínum tíma. Þeir héldu hvorki vatni eða vindi yfir þessum ósköpum. En í vor sagði einn af fv ráðherrum Samf. að þetta hefi nú líka sínar björtu hliðar. Fólk myndi víkka sjóndeildarhringinn og kynnast öðrum þjóðum. Frúin gerði hreinlega ráð fyrir að fólkið kæmi til baka.
Flyti fólk t.d. út með börn undir skólaaldri þá má það vera mikil ættjarðarást að snúa til baka allavega fyrr en börnin eru búin með skólanám. Ég vona að þið skilið hvað ég meina. Og í flestum tilfellum verða börnin sem þá eru komin á legg eftir.
Nei þessi ríkisstjórn finnst mér ekki standa sig allavega ekki eftir mínum væntingum til hennar. En hvað um það. Þegar virtir fræðimenn eins og Jón Daníelson prófessor við London School of Economics, sem segir: "alla útreikninga sem hann hafi séð á afleiðingum Icesave-samningsins séu gallaðir. Nokkurs konar Excel-hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð. Hann segir í Excel-hagfræðinni oft miðað við hagkerfið eins og það var árið 2007."
Ég held að sumir átti sig ekki á hvað þeir eru að gera
Hverju á þá gamall þverhaus með ekkert vit á peningum að trúa. Ég skora á Alþingi að fella þrælalögin.. Þar mætti alþingismenn hugsa til 16ánda forseta USA. Læt þetta duga af nöldri f.h. Kært kvödd
Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 536299
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
meiriháttar samlíking Ólafur /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 22.7.2009 kl. 00:53
Sæll félagi og ég þakka innlitið. Já Halli. Útlitið er svart. Við fæddumst í kreppu og komum til með að fara í kreppu.Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.