EBE eður ei

Hér í Vestmannaeyjum eru hlutirnir að gerast. Hér eru fiskiskip yfirleitt að landa afla á hverjum degi og flutningaskip að lesta vörur til útflutnings flesta daga. Þessi var í fyrradag að lesta frosið. Þetta öfluga skip var einusinni eign "Óskabarnsins" og mér fannst skipið hreinlega setja niður við að missa merkingar félagsins sem á því voru 002 Silver Lake.Ég er ekki viss um fossanafn skipsins en nú heitir það Silver Lake. í daglegri ferð minni um höfnina í dag blöstu þessi skip við:004 Wilson Gdansk Hann var að lesta fiskimjöl

008005 

Hér að ofan Steinun SF og Gullberg VE

010 Frár VE007 Þessi heitir því skemmtilega nafni Frú Magnhildur  Þessi skip voru að landa. Mér er alveg sama hvað skeður í þessu EBE máli,bara að ekkert verði gert til skerðingar á þeirri sjón sem blasir við manni hér við höfnina í Eyjum.

 

Að vísu eru að mínu mati misvitrir fræðingar innlendir að skerða ýsukvóta svo að til vandræða horfir. En hvað um það hér er allt á fullu við höfnina,oftast þegar ég kem þar. Yfirleitt er ég ekkert á ferðinni um helgar því þá er ekkert kaffi að sníkja hjá Torfa á vigtinni. Kært kvödd


mbl.is Úttekt Eiríks á vef Guardian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Fróðlegt að sjá skip sem var smíðað fyrir Eimskip á sínum tíma vera komið undir Fjord Shipping a/s Maaloy Norway Þetta skipafélag er með um 15 skip í rekstri þar af eru 2 skip sem sigla hingað til lands og heita Freyja og Frigg og sjá um lýsið sem flutt er frá landinu. Mig minnir að annað skipið hafi heitið Kyndill hér áður fyrr. Ég fór þar túr með Ingvari Friðrikssyni á ströndina með olíu og bensín.

Tek undir með þér það er ömurlegt til þess að vita að skip sem smíðuð voru fyrir okkur skulu nú vera komin í hendurnar á öðrum eigendum. Þetta hefði aldrei gerst á tímum þegar Eimskip var stjórnað af ábyrgum aðilum.

Ólafur Ragnarsson það væri gaman ef þú myndir finna Kyndill þann nýjasta sem var í umferð og segðir hvar hann væri niðurkomin nú. Þakka þér sérstaklega fyrir þessar upplýsingar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.7.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri bloggvinur. Ég þakka þér innlitið. Ja þú segir mér sögu . Eru Freyja og Frigg gerð út af þessu félagi. Freyja var hér um daginn og ég hitti aðeins skipstjóran Örn Benediktson. Hann var samtíða mér í Stýrimannaskólanum er ég tók"farmanninn"1980. Ég tek alshugar undir þetta með sölu skipana ,Ég er búinn að svara Kyndilsspurningunni í E-mail til þín. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband