8.7.2009 | 20:57
Er það nokkur furða ?
Ógæfumaður stelur merðmætum fyrir ja kannske nokkrum tugum þúsunda tl að fjármagna ógæfu sína. Oft settur í gæsluvarðhald áður en hann fær fangelsisdóm eftir lögum . Nú er ég ekki að meina fíkniefnasmygl. Þúsundir manna sjá ekki til sólar vegna skulda sem lög leyfa að séu innheimtar með hörku. En engi lög virðast vera til til að hefta för manna sem eru grunaðir um milljarða króna misferli. Er nokkur furða þó fólkið í landinu sé að missa þolinmæðina. Hvað með siðgæðið.
Er það bara hinn sauðsvarti almúgi sem á að halda í það. Er hreinlega andsk..... sama hvað skeður. Enginn telur sig vanhæfan. Sóru þessir andsk.... sem sitja í þessari fíflafabrikku við Austuvöll ekki eiða að hafa stjórnarskrána í hávegum Og af hverju í andsk...... eru ekki STRAX sett lög til að koma ónothæfum ráðamönnum úr embætti . Af hverju fá sumir ónytungar æviráðningu á meðan röggsamir menn eru með ráðherravaldi hraktir úr starfi. þá er ég ekki að meina Davíð
Hverjir stjórna þessu aðrir en þessir 63 ruglukollar við Austurvöll Þið voruð kosnir til þess að gera eitthvað Og hvað hefur skeð. Akkúrrat ekkert .STÓRT 0 NÚLL SÍRÓ Hvar er nú Bertilson & co. Af hverju heyrist ekkert í þessum mönnum nú, um svona lagað. Þessir menn notuðu fólk með ónýtar kastarolur til að koma sér inn fyrir dyrnar.
Búsáhaldabyltingin hét það víst. Og það sannast það fornkveðna"byltingin étur börnin sín. þau voru étin með húð og hári. Og líkt og kona Jóns skaut sjóðunni með sálinni framhjá Pétri forðum komust þeir í himnaríki Og nú eru allir vinir þar inni og það lokaðist kjaf...... á þessum andsk.... um leið og dyrnar á fíflafabrikkunni. Þeir seldu sínar sálarskjóður Svo maður telji nú upp að 10 og rói sig aðeins. Þá hefur ekkert skeð nema að milljörðum hefur verið" dælt" í andvana fyrirtæki þessara stór- já ég segi ekki meir.
Og ef almenning sem aðeins hefur fengið lengt í hengingarólinni á að horfa upp á að auðmönnum verði gefir upp milljarða á meðan ja þá er ég hræddur um að til átaka komi á hinu svokallaða HÁA ALÞINGI Það er þá nafnbót Hið háa hvað ????. Ja svei Og þá verði ekkert háttvirtur eð hæstvirtur notað heldur fífl no þetta og hitt En nú held ég að sé mál að linni Ég ætla að ljúka nöldrinu í dag með að vitna í stórskáldið frá Skáholti:
Ef boðorðum,sem biblían þér vísar,/þú berð þig eftir slíkt og skrifað er / þá færðu sæti í sölum paradísar / og sjálfan guð við hliðina á þér / En sértu vondur,viljirðu ekki trúa/ á vísan guð og kirkju þessa lands/þá færð þú ekki í fögrum heimi að búa / þá ferður vinur,beint til andskotans
Ég er ansi hræddur um að þangað þurfi að fjölga ferðum á næstu árum ef rétt er kveðið. Kært kvödd
Bankastjóra Kaupþings hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 536297
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst eina vitið að bjóða Bjöggunum að lengja í láninu svo þeir geti borgað skuldirnar sínar þangað til þeir drepast eins og við hin, alvöru fórnarlömbin í þessu rugli.
Stebbi (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 00:30
Sæll Stebbi og ég þakka innlitið. Já á ekki sama yfir alla ganga. Ég hef nú ekki lesið þetta plagg sem kölluð er stjórnarskrá. En er þar ekki talað um eitthvað sem heitir "jafnræðisregla". En svo er þar kannske einhver krimmajafnvægislegla. Þeir sem stela lítið halda ekki jafnvæginu og detta en hinir halda ótrauðir áfram. Og/eða eins og skáldið sagði:" Stæli ég glóandi gulli / úr greipum hvers einasta manns / þá væri ég örn minnar ættar /Og orka míns föðurlands./ Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 9.7.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.