Sjávarútvegssetur í Vestmannaeyjum

Mér líst vel á hugmyndir sem eldhugarnir Sigmund Jóhannsson og Stefán Runólfsson hafa síðustu vikur viðrað hugmyndir um að koma upp einu allsherjar menningar- og safnahúsi í Vestmannaeyjum.  Eyjatorg kalla Sigmund og Stefán miðstöðina, sem þeir sjá fyrir sér í gömlum húsum Fiskiðjunnar og Ísfélagsins við höfnina í Eyjum. Hugmyndina hefur Stefán kynnt bæjaryfirvöldum, einstaklingum og félagasamtökum í Eyjum og á fastalandinu. Þegar ég var að leysa af sem skipstjóri á Esju 4 komu oft farþegar með okkur.

014 Skemmtiferðaskip í Eyjum 

 

Þeir komu oft upp í brú og spurðu út í hvar væri hægt að  sjá eitthvað um  sjósókn og atvinnuvegi fortíðarinnar. Það var oftast fátt um svör. Hingað til Vestmannaeyja koma ja allavega 1 tugur skemmtiferðaskipa á hverju ári. Flestir farþegana er svona gamlingar eins og ég. Sem kannske voru  sjómenn eða fiskverkafólk  Og þannig myndi örugglega frekar vilja sjá hvernig þetta  var framkvæmt hér í gamla daga heldur enn að skoða einhverjar óskiljanlega innrammaðar fíkúrur á vegg. Og ég ætla ekki að gera lítið úr"Gossafninu" ef af verður

014 Héldu að Óli á Gæfunni hefði stækkað við sig.003

 

Hér í Vestmanna Eyjum hefur hinn ötuli útgerðamaður Þórður Rafn  Sigurðsson fv skipstjóri kenndur við Dalarafn komið sér upp miklu og merkilegu safni af tækjum og tólum sem notuð hafa verið í gegn um tíðina. Fyrir þetta framtak á Rabbi eins og hann er alltaf kallaður miklar þakkir skyldar fyrir . Þótt ungliðarnir í sjómannastéttinni nú segjast sumir ekki skilja svona draslsöfnun skilja þeir það kannske eftir 50 ár þegar tækin sem nú eru hvað nýust í skipunum teljast til drasls. Og vonandi bera menn gæfu til að viðhalda safni Rabba.

Valberg 2 Seldur til niðurrifs..

Hann hét upphaflega Guðbjartur Kristján. En var frægastur undir nafninu Víkingur III. Þetta var síðasta óbreytta eintakið af vertíðar/síldarbátunum sm voru byggðir fyrir okkur í Noregi eftir 1960  Ég hefði viljað sjá brúna og "keysinn" varðveittan á Sjávarútvegssetrinu hér og þá með þess tíma tækjum í brúnni.

Ég talaðu um skemmtiferðaskip sem hingað koma. Um daginn héldu árrisulir að"Óli á Gæfunni"væri búinn að stækka við sig en þeir voru búnir að nudda vel stírurnar úr augunum kom í ljós að þetta var skemmtiferðaskið málað eiginlega sömu litum og Gæfan. Svo er það "bjargvætturinn"Gulli,flökin og snjómoksturinn sem ég mimnntist á í gær.

 

Gulli er kokkur á Smáey og,jæja vegna kvótamálsins vil ég ekki nefna hvað hann gerir fyrir mig. En í vetur eða var það í fyrravetur (þanna sjáið þið Merrildin er ekki alvega að virka enda komnir bara 3 bollar í dag) snjóaði eina nóttina allhressilega. Ég hafði rifið mig upp fyrir allar aldir (um 11 leitið) um morguninn. Þegar ég leit út var eiginlega iðulaus stórhríð. Mig var farið að langa í Merrild 103

 

.002 Eins og nýkarað folald  

Svo ég hringdi til Torfa á vigtinni og spurðu um veðurfar þarna á lálendinu nær sjónum. Torfi hvað kominn dúr í hríðna og búið að ryðja helstu aðgönguleiðrnar til að nálgast kaffið. Ég druslaðist í leppana miklandi fyrir mér skaferí og snjóruðning af bílnum. Allslag hugsanir um hjartaveilu veikt bak og og veit ekki hvað flaug um hugann.,meðan ég lufsaðist í leppana. Ég var óvanalega lengi að troða mér í sokkana. Svo var hugurinn hertur upp og skundað á vit snjóhreinsunarörlaganna. En viti menn stendur ekki billinn sem ég hélt þakinn 20-30 cm snjólagi með tilheyrandi þarna svo eldrauður að það hreinlega skar í augunn. Og mér flaug í hug folald sem merin er búinn að kara.

S2300001 Vinir á Vigtinni.

Ég held á ég hafi ekki verið með lúsugt hár undanfarin ár en hafi ein lumast einhverstaðar hefur hún orðið bráðkvödd á stundinn. Vinur minn Gulli hafði þá verið staddur á viktinni er Merrldistinn hringdi. Skaust á jeppanum heim til mín,hreinsaði af bílnum og mokaði frá honum. En því hafði ég mest kviðið fyrir. Því einusinni festi ég bílinn og ætlaði að hringa í lögguna hér í Eyjum en lenti 112 og þurfti endilega að álpa því út úr mér að ég væri hjartasjúklingur. Þeir á 112 báðu mig um að helst ekki taka fleiri spor og  bíða hjálpar. En ég átti tíma hjá Hirti  hjartalækni hér og var að verða of seinn. En slíkir tímar vaxa ekki á trjánum og ég var búinn að bíða nokkuð lengi eftir honum. Þetta endaði með að annar hjartasjúklingur og nágranni Guðjón Már mokaði þannig til að ég slapp. Guðjón spurði mig svo þegar ég kom heim:"Hvern andskotan hringdurðu maður"?

S2300040 Huginn eitt af öflugustu skipunum í eyjaflotanum.

 

Ég hafði óvart sett heilmikið batterí af stað. En hvað um það. Með fyrirhuguðu setri þeirra félaga Simundar og Stefáns og safni Rabba sé ég hreinlega fyrir mér Vestmannaeyjar í fararbroddi í varðveislu á munum tengdum sjávarútvegi. Sem eiga eftir að skapa hinn mikilvæga gjaldeyri meðfram þeim miklu gjaldeyris sem Eyjamenn afla"to day Svo er bara að drekka meira kaffi til að hausinn virki . En hvaða tegund ?

The public school assembly line is broken Til að hausinn virki.

Kært kvödd


mbl.is Aukin aðsókn að Selasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ágætis hugmind Ólafur, þá ættu kanski Eyja menn að þetta happafley til sín

Gullborgin var smíðuð árið 1946 og er um 94 tonn að stærð. Aflakóngurinn Binni í Gröf var með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur Binna, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni. Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga. Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Til stóð að varðveita Gullborgina um aldamótin, þegar Vestmannaeyjahöfn, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja ásamt fleirum keyptu skipið, en ekkert varð úr þeim áformum. Gullborgin var þá seld til Ólafsvíkur, en útgerðin þar gekk illa og svo fór að skipið var selt á uppboði. Skipið hefur síðan legið í hirðuleysi í Reykjavíkurhöfn þar til nýlega að það var tekið upp í Daníelslipp í Reykjavík. Þar hvílir nú þetta mikla happafley.

Copyright © Vestmannaeyjabær 2005

Jón Snæbjörnsson, 7.7.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll "gamli"félagi. Ég er að verða svolítið afhuga því að varðveita gömul tréskip. Mér finnst það ekki hafa gefist eins vel og maður hafði vonað. Er ekki Aðalbjörgin að grotna niður í Árbæjarsafni ? Ég verð að játa að ég hef að vísu aðeins séð hana í fjarlægð. Ég held að það þurfi hreinlega að byggja yfir þau ef vel ætti að vera. En þá koma svona menn eins og Tryggvi Sig inn með líkönin. En það mætti t.d,ef þetta sjávarútvegssafn yrði að veruleika, endurbyggja brúna og lúkarinn af Gullborginni. Og setja tæki eins og Binni notaði í brúna. Og endurbyggja 1stu brúnna sem var á henni lungan úr tímanum sem hann var með hana. Sú sem nú er á skipinu er að mig minnir sú 3ja. Ég held sannast að segja að endurbygging skipsins og þá með upphaflega stýrishúsið(sem mér þætti óhugsandi öðruvísi ) kosti alltof mikla peninga. En svo ef maður er að hugsa til ferðaþjónustu framtíðarinnar og vonandi sjóminjasöfn á fleiri stöðum en í dag Þá mætti hugsa sér að endur byggja stýrishús,lúkara,káetur og jafnvel vélarúm af hinum ýmsu tegundum skipa/báta á hinum ýmsu stöðum á landinu. T.d á Akureyri þar sem togaraútgerð var rekin með miklum blóma í mörg ár mæti t,d endurbyggja eitthvað frá síðutogurunum. Til að sína komandi kynslóðum hvernig aðbúnaðurinn var á þessum skipum. Ég stend á því fastar en fótunum að þetta sé eitt af því sem dragi að ferðafólk Allavega pensjonistana sem eru stærsti hlutinn,allavega af farþegum þeirra skemmtiferðaskipum sem hingað til Eyja koma.Og það eigi að taka þetta inn í plön um aukna ferðaþjónustu.  Og bráðlega fer sennilega síðasti síðutogarinn í pottana (Sigurður) Læt þetta duga. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 8.7.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég tek heilshugar undir með þér Ólafur - Aðalbjörgin og Kútterinn upp á Akranesi, réttilega eins og þú segjir þá eru takmörk hversu lang má ganga í að halda upp á - held að ekki nokkur maður á íslandi vilji sjá þessa sögu gleymast eða týnast - en allt kostar þetta koma því líkön eins og hjá nefndum vini þínum Trygga mjög sterkt inn - hver hefur ekki gaman af bátum og skipum, fley með sögu sem snerta mörg okkar og má þá einu skipta  í hvaða særð þau eru bara að umgjörðin sé tengd verkefninu.

Sjómenn, sjómannskonur, sjómannafjölskyldur mættu gjarna koma að svona verkefni með meira afgerandi hætti en nú er

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2009 kl. 09:29

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi og ég þakka"innlitin". Vonandi fær fólk áhuga á þessu. Og "ei fellur eik við 1sta högg". Í núinu er meiri áhugi að "grafa" hluti upp. Heldur en kannske endurbyggja eða "byggja"upp Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 8.7.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 535351

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband