7.7.2009 | 01:49
Vestmannaeyjar líka
Mér finnst satt að segja Vestmannaeyjar blómstra líka þrátt fyrir kreppuna. Sjómennirnir eru aftur komnir á blað sem aflendur gjaldeyris og þá hlýtur 101 elítan að fara að líta til þeirra. Allavega gefa þeim auga. Og hér í Eyjum verða verðmætin til svo að það fáist allavega eitthvað uppí listamannalaunin.
GREEN ATLAntic ex Jökulfell að lesta sjávarafurðir.
Það er allavega tvennt sem ég hrósa happi yfir í lífinu. Það er þegar ég sagði upp hjá Bakkusi og þegar ég fluttist hingað til Eyja þegar minni útrás lauk.
Framnes að lesta sjávarafurðir
Eftir krabbaaðgerð og með hjartaveilu.Það er hreint með ólíkindum hvernig Eyjamenn hafa tekið á móti mér. Eftir að hafa farið algeran kollhnís og með lappirnar til himna hvað fjármál varðar. Og stundum þakka ég þeim"þarna uppi" milliliðalaust fyrir stöðu mína. Um daginn stíflaðist hjá mér eldhúsvaskurinn.
Nú þá var ekkert annað en að hringja í "Drullusokk no 1" Og kom hann um leið. Enda vel til "reiðar" hafður. Og ekki lengi losa stífluna enda vanur allslags "rörbútum" Í sannleikanum er hér um að ræða Tryggva Sigurðsson yfirvélstjóra á m/b Frá VE. En Tryggvi er félagi no 1 í mótorhjólaklúbb sem kalla sig "Drullusokka"
Drullusokkur no 1 Alias Tryggvi Sigurðsson
Tryggva er margt til lista lagt en hæst bera frábær skipslíkön eftir hann. Ég tek mér bessaleifi til að birta hér nokkur:
Þarna eru m.a m/b Helgi Helgason. m/b Blátindur b/v Austfirðingur m/b Helgi og v/b Glófaxi og b/v Surprise. Mér sem gömlum sjóara og áhugamanni um að varðveita eitthvað sem minnir á gamlan tíma til sjós finnst satt að segja að það ætti að setja Tryggva á listamannalun því ef þetta er ekki list þá má andsk..... frjósa í helv.... mín vegna.
Hafursey nýjasti báturinn í Eyjaflotanum.
En þetta fólk sem kennir sig við listir verða að teikna einhverjar óskiljanlegar fígúrur og yrkja eittvað sem svona gamall þverhaus botnar ekkert í. Enda vill þetta lið sennilega vera laust við svona gamla helv.... nöldrara. Það er allavega betur alið en þeir,.
Ég var að lesa einhverstaðar að kaffidrykkja væri góð fyrir heilabúið í okkur gamlingunum. Ég sníki svona 5-6 bolla af Merril 103 af Torfa á viktinni 5 daga vikunnar. En samt man ég aldrei nokkurn skapaðan hlut. Ég lenti stundum í standandi vandræðum kominn fram í eldhús að muna hvern fjandan ég væri að vilja þangað. Skyldi Gevalía kannske passa betur fyrir litla heila ?
Ekki veit ég.Var ekki einusinni sagt:"Kaaberkaffið bætir hressir og kætir Kaffiradarinn minn
Ég segi ykkur seinna af Gulla fiskflökunum og snjómokstrinum. Læt þetta nægja í bili. Og nú syngur maður bara:"Það á að gefa gömlum gras að o.sv fr".Kært kvödd
Reykhólar blómstra í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2017 kl. 16:36 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll gamli kæri bloggvinur, þetta er skemmtileg færsla hjá þér og ekki skemma myndirnar frekar en fyrri daginn. Já og ég er sammála þér að þessi líkön af skipum sem Tryggvi er að smíða eru algjör listaverk. Þetta eru líka flottar myndir af vini mínum Tryggva Vélstjóra en mótorhjólum hef ég reyndar aldrei verið hrifin af . Það er gaman að heyra hvað þér líkar vel að vera í Vestmannaeyjum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.7.2009 kl. 09:43
Sæll góði vinur. Já drengurinn er alger listamaður. Og skömm sé fiskveiðiþjóðinni Íslendingum að gera ekki svona listamönnum kost að "lifa af listinni" En allt sem minnir á hvað kom þessari þjóð virkilega á lappirnar virðist fara í taugarnar á þessu liði. Og virðist eiga að gleymast ef það fær að ráða. Einn úr því fullyrti í mín eyru að Marshall hefði gert það. Marshallhjálpin var ekki eingöngu góðverk, hún þjónaði einnig hagsmunum Bandaríkjanna mikið.Og Marshall kom aldrei á vertíð á Íslandi svo ég viti. En ef við víkjum aftur að Tryggva finns mér hann eiga stóran heiður skili. En fyrr króknar fjandinn úr kulda en að hann fái verðuga virðingu og þá meina ég þann fyrrnefnda. Hinn er búinn með sinn kvóta hjá okkur íslendingum. Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 8.7.2009 kl. 01:00
Sæll Ólafur. Gaman að lesa þessar hugrenningar og ekki spilla myndirnar af þessum fallegu skipalíkönum, að ég tali nú ekki um skipinu mínu Jökulfelli, það ætlar svo sannarlega að eldast vel.
Kær kveðja
Heiðar Kristinsson
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.