5.7.2009 | 18:38
Hvað með öryggið???
Ég veit ósköp vel um samgönguerfiðleika hvað Vestmannaeyjar varðar. Og ég veit ósköp vel um farþegafjöldan sem bíður hér í Eyjum eftir fari í land.
Og ég veit líka að kannske á maður ekki að nefna þetta til að fólk haldi ró sinni. En er ekki töluverð áhætta tekin að sigla skipinu aðeins á 1 vél ? Einhvernvegin hefur mér fundist vélarnar í skipinu ekki traustvekjandi. Tíðar bilanir undanfarið. En það er kannske bara þessi vél sem núna bilaði sem allaf er að bila. Og er þá ekki svolítið reynt að"pína"vélina sem í lagi er.
Ég er bara að velta fyrir mér hver fær"skellinn"ef illa fer. Ég segi við sjálfan mig hér sitjandi í góðum stól við tölvuna: "Ef ég væri skipstjóri myndi ég neita þessu" En ég veit líka um þrýstinginn á manninn og ef ég væri í hans sporum myndi ég sennilega gera alveg eins. Og hann metur þetta sennilega eftir veðurútliti m.m.
En það þarf líka sterkar taugar til að vera á annari vélinni með fullt skip af farþegum. En svoleiðis er aldrei fullþakkað. Góð er sagan af þegar Jón Reynir fv skipstjóri á skipinu tilkynnti farþegum sínum að því miður væri ófært inn til Þorlákshafnar og yrði skipið að fara til Reykjavíkur. Þá á að hafa komið fólk til hans og spurt:"Hvað með Selfoss er ekki fært þar". Kært kvödd
Tafir vegna bilunar í Herjólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 535971
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hvað með Selfoss !!. Ég kannast við flugmann sem neitaði að fara í loftið frá Vestmannaeyjum og var rekinn þrátt fyrir að veðrið væri spólvitlaust. Hann er núna flugmaður hjá virtu flugfélagi og flýgur þotum um heiminn. Sumstaðar er ábyrgð metin og sumir taka mark á eigin dómgreind umfram atvinnuhorfur. Samt allt of fáir miðað við stöðuna á Íslandi í dag. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 5.7.2009 kl. 20:35
Ekki skal ég draga úr því að vissulega er öruggara að sigla skipinu á báðum vélum en hitt ber þó að nefna að í hægviðri eins og nú er ríkjandi þá er ekki mikil yfirvofandi hætta fólgin í því að vera á annarri vélinni. Ef svo illa vildi til að sú vél bilaði einnig þá halda akkeri skipsins því ágætlega föstu þegar vindur er hægur og gott í sjó. Ég efa því að einhver pressa hafi verið á skipstjóra Herjólfs vegna þessa. Núverandi skipstjórar Herjólfs er nefnilega alvanir að sigla skipum með eina vél því þeir koma flestir af flutningaskipum Eimskips.
Ágætt er að fólk viti að flest skip eru aðeins með eina aðalvél og ef við tökum sem dæmi frystitogara eða flutningaskip líkt og eru í föstum ferðum eins og hjá Eimskipum og Samskipum, þá er verið að keyra þær vélar svo til allt árið um kring og þær einungis stöðvaðar í nokkra daga á ári, og ekki eru þær að stoppa í tíma og ótíma nema í algjörum undantekningartilvikum.
Ekki veit ég svo sem hver ástæðan er fyrir þessum tíðu bilinum í vélum Herjólfs en þessar 17 ára gömlu vélar hafa aðeins verið keyrðar ca 11-12 klst. á sólarhring og eru þær því ekki mikið notaðar miðað við vélar í flestum íslenskum togurum. Vélarnar hljóta því annað hvort að vera gallaðara eða þá að þær fá ekki nógu gott fyrirbyggjandi viðhald.
Guðmundur (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 21:15
Umhugsunar vert Ólafur, en við þekkjum báðir þetta eins og hann vitnar í hér fyrir ofan hann Guðmundur
mbkv
Jón Snæbjörnsson, 5.7.2009 kl. 21:23
Sæl "Min Bästis” Já það er á hreinu að þrýstingurinn er mikill á þessa menn og ég lét söguna um Selfoss fljóta með svona til að reyna að skýra viðhorf sumra til þessara manna. Það er kannske talað um hugleysi hjá þeim ef ekki er farinn þessi eða hin ferðin. En fólk virðist ekki skilja ábyrgðina sem hvílir á þessum mönnum. En sem betur fer eru yfirmenn Herólfs virkilega starfi sínu vaxnir og ég treysti dómgreind þeirra fullkomnlega. Ég var bara að velta upp hver yrði ábyrgur ef ílla fer. Þó svo að ég viti nákvæmlega svarið. Einn góður skipstjóri kenndi mér það að skrifa öll samskifti við útgerðina sem mér líkaði ekki í dagbókina og láta þá vita af því. Og það dugði sérstaklega í 1 skifti í sambandi við bilað hliðarport. Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 5.7.2009 kl. 21:25
skip hafa átt ýmar kanski skrítnar skráða heimahafnir eins og kanski Selfossi sama á við á Seltjarnarnesi
Jón Snæbjörnsson, 5.7.2009 kl. 21:26
Sælir félagar Guðmundur og Jón og ég þakka innlitið. þarna komu athugasemdir meðan ég var að hnoða saman svarinu til "golfgyðjunnar"Kolbrúnu,. Guðmundur vissulega veit ég að það þarf ekki nema 1 vél per skip. Og akkerin eru klár,þar á er engin vafi. Og um skipstjórana veit ég. En mér finnst bara vera svo tíðar vélabilanir í þessu skipi að ég var að velta mér uppúr þessu. Kannske til að benda á ábyrgðina ef"eitthvað"skeður. En vonandi eru þeir ekki beittir neinum þrýstingi nema frá almenningi. En það er kannske nóg. Og ég tek undir með þér Guðmundur hvað vélarnotkunina varðar. En eru ekki öll skip Eimskip og Samskip miklu yngri en Herjólfur ? Svo finnst mér annað mál með togara og svokölluð fraktskip heldur en farþega ferju. Á þeim skipum ertu yfirleitt með vana menn en ekki 2-300 hrædda farþega ef eitthvað kemur fyrir. En ég fellst sannarlega á rökin þín. Kært kvaddir báðir tveir
Ólafur Ragnarsson, 5.7.2009 kl. 21:43
Sæll aftur Jón og aftur takk fyrir innlitið. Þetta með heimahafnir veist þú nú manna best. Nú ég hef séð skip skráð í Austurríki og að mig minnir í Sviss Ég var nú með einum sem stóð á því fastar en fótunum að hann hafi verið með að losa á Egilsstöðum. Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 5.7.2009 kl. 21:49
Var einmitt að hugleiða þetta með farþegaskipin, þegar maður lætur hugann reika til hinna ýmsu skipa og þá sérsrtaklega farþegaskipa = tvær vélar tvær skrúfur - allflest eða kanski öll með tvær vélar
sleep tight guys
Jón Snæbjörnsson, 5.7.2009 kl. 22:36
Ég er alveg sammála því Ólafur að undanfarin misseri heyrir maður oftar um bilanir í Herjólfi og það er ekki ásættanlegt í ekki eldra skipi og ekki meira notuðu. Og það sem Jón nefnir með farþegaskipin; að þar séu oftast eða nær alltaf tvær vélar, það er ekkert eðlilegra og sjálfsagðara. Öryggið verður miklu meira. En það sem ég vildi segja var að meðan veður eru góð eins og þessa dagana þá er áhættan samfara því að sigla Herjólfi á annari vélinni mjög lítil. En að sama skapi þá gildir hið gagnstæða að vetrarlagi þegar veður eru slæm.
Ég held Ólafur að flest eða öll "íslensku" flutningaskipin séu yngri en Herjólfur líkt og þú nefnir.
Hafið það gott.
Guðmundur (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:49
Sælir aftur strákar og takk fyrir innlitið. Já ég held það sé rétt að nútíma farþegaskip séu að minstakosti með 2 vélum. En er það þá ekki hugsað til að komast á annari vélinni til hafnar en ekki sigla martlengi þannig. Og er svo ekki einhvert andsk..... svartolíusull á Herjólfi. Ill var reynslan af henni á Esju 4. Kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 6.7.2009 kl. 12:33
Heill og sæll Ólafur, tek undir með þér að það er ekki í lagi að vera með farþegaskip á einni vél sem virðist vera ótrúlega oft að bila. Ég held að þessar tíðu bilanir á skipinu séu að einhverju leiti vegna þess að viðhaldi sé ábótavant og ekki bætir það að keyra vélarnar á þessari svartolíu. Skipið má aldrei stoppa þarf helst að ganga allan sólarhringin. Gamli Herjólfur var aðeins með eina vél en hann fékk þó að mínu mati gott viðhald.
Og af því þú nefnir þetta þegar farþegi spurði hvort ekki væri fært til Selfoss langar mig að endur segja þá sögu vegna þess að ég var á vakt þegar þetta gerðist: Þannig var að við vorum að koma frá Eyjum í SA kolvitlausu veðri og vorum búnir að lóna fyrir utan Þorlákshöfn í smá tíma þar sem stanslaus brot voru fyrir utan garðana, það var því ófært þarna inn að mati Jóns skipstjóra en Jón var mjög fær og gætinn skipstjóri (skipið var með eina aðalvél). Hann fer því í kallkerfi skipsins og tilkynnir að ekki sé fært inn til Þorlákshafnar og ákveði hafi verið að sigla til Reykjavíkur frekar en að fara á móti veðrinu aftur til Eyja. Stuttu eftir þessa tilkynningu er bankað á dyrnar þar sem gengið er upp í stýrishús, og upp kemur kona sem vill tala við skipstjóra. Þegar henni var bent á Jón, snýr hún sér að honum og spyr hvort hann geti als ekki farið inn í Þorlákshöfn því hún verði að vera kominn til Reykjavíkur fyrir tiltekinn tíma því hún eigi að leika í leiksýningu og sé þar með eitt af aðalhlutverkunum, ef hún kæmi ekki yrði að aflýsa sýninguni. Þegar Jón hafði sagt henni að það væri ófært í Þorlákshöfn og ekki yrði farið þar inn, en hún gæti fengið að hringja og látið vita af sér. Þá spurði konan hvort ekki væri hægt að komast inn til Selfoss. Þarna var blessuð konan í sjokki yfir því að geta ekki mætt í sína vinnnu og skiljanlegt að hún hafi kannski mist þetta út úr sér.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.7.2009 kl. 22:59
Sæll Simmi .Takk fyrir innlitið. Selfosssöguna sagði annaðhvort þú eða Jón Reynir. Þetta var svona "lauslega stytt endursögn" Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 8.7.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.